Heimskringla - 06.09.1933, Blaðsíða 7

Heimskringla - 06.09.1933, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 6. SEPT. 1933. HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA. Á KIRKJUGARÐSVEGGNUM (Anna G. Baerg) I>að er kvöld, og dökka dregur draumablæju á runna. Hvislar ómur annarlegur Inni um skógargrunna. Hlærinn þráði léttur leikur , lundi flytur kælu. Hans í faðmi finna eikur frið og aftansælu. l»ögnin eykst, og alverlegur rtpp þá máninn svífur. Sig til vesturs seinfær dregur, silfurskýin klýfur. Styðst á kirkjugarðinn græna göngulúinn maður. Augun hrygg í húmið mæna; liér er friðarstaður. I>arna undir leiði lágu liggur nú hans bróðir. Saman þeirra leiðir láu löngum hér um slóðir. Láðu fyrir sálarsjónum svipir fyrri daga. Og hann hóf með öflgum tónum “Eitt hans gömlu laga.” I>á hann greip í gígjustrengi greiddist tónakeðja. Hljómaði yfir hólinn lengi borfna tímans kveðja. Bjarni Thorsteinsson. HEIM AFTUR! Eftir þriggja mánaða dvöl í Brandon vil eg biðja “Hkr.” að flytja Brandon íslendingum kveðju mína með kærum þökk- um fyrir samveruna og alla þeirra alúð. Fyrst eru þakkir mínar stíl- aðar til Mr. og Mrs. Inigmundar Egilsson sem ólu algerlega önn fyrir mér allan tíman. Mrs. I. Egilsson var eina persónan, sem eg þekti í Brandon, það er að segja hafði þekt, þó langt sé um liðið. Við vorum sem sé alin upp á sama heimili í æsku, J)ó ekki höfum við mikið sézt á fullorðins aldri. Mann henn- ar hafði eg aldrei séð fyr en í sumar, og hann sannarlega sýndi konu sinn (og mér þar af leiðandi) að hennar vinir voru líka hans vinir. Hann tók mér sem bróður, sem var eins síðasta daginn sem þann fyrsta. Við lesum í fornsögunum að konungar tóku menn til vetrar- vistar og leystu þá út að vor- dögum með fé og öðrum gjöf- um. Nákvæmlega breyttu þau Mr. og Mrs I. Egilsson eins og þessir fornu konungar, að eins var seta mín þar sumar — en ekki vetrarseta. Eg hafði verið stuttan tíma í Brandon, þegar Mr. I. Egilson tók mig til að sjá bróður sinn. Mr. Egil Egilson sem er eld- neytiskaupmaður þar í borginni. Eg hafði verið svo heppinn að sjá þau hjón Mr. og Mrs. E. Egilsson rétt í svip fyrir ári síð- an í Winnipeg svo eg þekti þau í sjón, en eg átti eftir þá ham- ingju að þekkja þau að reynd, og þó þau séu bæði prúðmann- leg í sjón, þá er þó reynslan betri. Alúðleg heitum þeirra við mig ókunnugan, verður mér lengi minnisstæð. Mr. Egilson keyrði með mig kring um borg- ina ca. 40 mílur til að sýna mér landið og alt sem merkilegt er þar í kring, og nokkru síðar tók Mrs. E. Egilsson mig og mág- konu sína og keyrði okkur um borgina sjálfa. Þá má eg ekki gleyma því, að Mr. E. Egilson heimilaði mér bókasafn sitt, sem eg notaði vel. Heimboð og viðurgerning í mat og drykk, er eg ekki nógu Þor- stínulegur að vera að telja upp læt mér nægja að segja að Brandon íslendingar láta menn ekki frá sér fara þyrsta né svanga. Ósanngjarnt væri, ef eg mint- ist ekki á þriðju hjónin sem eg kyntist í Brandon en þau eru: Mr. og Mrs. Gunnar Johnson, hann er eða réttara sagt, þau hjón vinafólk þeirra Egilsons bræðra og var eg þar af leið- andi heimagangur þar og ávalt vel tekið. Nokkra fleiri ísl. sá eg í borginni en kyntist þeim ekki eins vel og þessum þremur, sem hafa svo sérlega gott lag á því, að láta mann gleyma því að maður sé gestur, heldur einn af þeim. Kærar þakkir Bran- don ísl. og sjáumst heilir aftur. Hvort sem það verður nú í þess- um gamla heimi, á einhverri hundastjörnu Dr. H. Pétursson eða í andaheimi Laugu, það þykir mér nú samt verst, því eg verð þá svo voða heimskur, ef eg versna úr því sem er. Vinsamlegast, Guðjón S. Friðriksson —W. Selkirk 28. ág. 1933. Canada ENDURMINNINGAR Eftir F. GuðmundMon. Framh. Nú var kominn dagurinn sem eg hafði ákveðið að halda aftur heim á leið. Annað tveggja lá nú fyrir mér, að ganga 20 mílur eða íslenzka þingmannaleið, norður til Wadena aftur, eða fara nú að gernslast eftir um hvort nokkur væri sá hesteig- andi til í nágrenninu, sem lík- legur væri til að geta keyrt mig. Jóhannes sagði mér að sá væri flutt að Gimli 7. ágúst, 1933. Vér Eddurnar lásum ungir heima; Þær eilífa dýrð og speki geyma. Um allt það, sem var og er og skeður Með alskygni sinni völvan kveður. Hún kveður um forna dýrðar daga, Um drenglund í heimi réttra laga. Um anda gullsins í gyðjulíki, Sem goðunum steypti’ úr himnaríki. Um dygðir og líf, sem dauða verjast Er djöfull og guð um völdin berjast. Hún kveður um heim í báli brunninn, —En birtir að lokum sigur unninn. Já, sigur hins góða, göfga, sanna, Og goðheim á rústum hörmunganna. Og Gimli kallað—þar grimdin víki— Er goðanna nýja himnaríki. Hún stór er sagan, er sagði völvan Um “syndafallið” og gullsins bölvan. Þó gerist nú aftur sama sagan, En sjötug-flóknari gamla þvagan. Því hér er nú allt í báli og brandi Og bölvun ríkir í hverju landi. Vér sjáandi skyldum sönnu trúa, Að sjálfúlm sér væri heimska að ljúga. Og fóstra!—í þessu stóra stríði Þú stendur með þínum skifta lýði. Á hólminn er komið, á kappann reynir! Úr kryppunni réttum! Stöndum beinir! Þó skelfingum hóti skapatröllin, Það skömm er að flýja glímuvöllinn. Að fornhelgum sið á stokk vér stígum Og strengjum þess heit; unz dauðir hnígum: Að styrkja þig, ef þú styður regin í stríðinu þessu Baldurs megin. —Sig. Júl. Jóhannesson. maður einn skamt norðan við Jón Oddsson, sem ætti keyrslu- hest og léttivagn, og væri hann manna líklegastur til að flytja mig þessa leið. Hann héti Steini Laxdal, greindur, góðgjam og kunnugur leiðinni. Þó nú væri talsverður krókur fyrir mig að fara til Laxdals, ef eg þyrfti að ganga eftir sem áður, þá afréði en nú samt að freista gæfunnar í þessu efni og fara krókinn. Eftir að hafa etið ósvikna, holla og hreina sveitafæðu eins og eg var maður fyrir, og eftir að við Jóhannes höfðum úttalað okkar einkamál um líklegt framtíðar nágrenni og höfðum kvaðst, þá var eg nú orðinn einn á gangi í fámennri frumbyggjasveit, nokkurnveginn upp í miðri Norður Ameríku, þess hlutans sem bygður er af mentuðum mönnum. Og þar skein þó sólin I Prentun The Viklng Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr- ir mjög sanngjamt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leysL Látið oss prenta bréfhausa yðar og umsliög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. THE VIKING PRESS LTD. -áa 853 SARGENT Ave., WINNIPEG >? Sími 86-537 í stöku stað á bændabýlin þekku, og hafði þegar fengið tækifæri til að brjóta glöðu geislana sína á litlu rúðunum í fátæklegum moldar og logga- kofum, sem þó lofaði öðru meira, að þiggja í stærri mæli framboðnu blessunarríku áhrif- in, og þúsundfalda ávexti jarð- vegsins. Eg hugsaði um land- námsmennina íslenzku á seinni hluta níundu aldar. Þeir stigu líka fyrstu mannasporin á ó- þektar stöðvar og hálfu hrika- legri, klifruðu brött klettafjöll og óðu hyldjúp óþekt vöð á straumþungum ám, lærðu lík- legustu vegina á landi og sjó í gluggaskini oktobermánaðar, og alt var það mannskröftunum ægilegra en það sem hér er um að tala. Það er eins og börnin fæðist nú þekkingarríkari, af þvi feðurnir reyndu fleira, og lærðu af reynslunni að leiða hjá sér það ófullkomnara og að hyllast það betra. Feðurnir hagnýttu alla réttmæta reynslu, það skín aldrei framar á barnið inn um skjáglugga, fyrstu við- fangsefni skilningsins eru öll fullkomnari, á því byggist fram- þróunin meðal annars. Eg var kominn til Mr. Búðdal en mér hafði fundist hann vera eins- konar Sneglu-Halli, svo eg ætl- aði að halda áfram, sá heldur engin þess merki að hann væri heima, en þá kemur hann út, og talar til mín. “Er þú svo stór upp á þig að þú getir ekki komið snöggvast við hjá mér.” Náttúrlega þáði eg það, en þar voru þá fyrir þeir feðgar Jón Oddsson og faðir hans, voru þeir keyrandi á leið austur í bygð, rjúkandi kaffið beið á borðinu og hafði Búðdal hlaupið út frá hálfum sínum bolla, þar var og hálffull whiskey flaska á miðju borði, og strax var kominn kaffibolli fyrir mig. Þeir voru fornir nágrannar í Dakota bygð og höfðu glaða samveru stund. Um leið og þeir voru mér allir vinsamlegir vildu þeir frétta hvert eg hefði fundið land handa mér og sagði eg þeim það eins og var en þeir óskuðu mér til lukku, og báðu mig velkom- inn í nágrennið. Eg stóð lengi við og naut mikilla frétta af N afi ns pj iöl Id ^ | Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Blds. Skrlfatofusíml: 23674 Stundai sérstaklega lunsnasjttk- dóma. Er att flnna & skrlfstofu kl 10—11 f. h. og 2—6 •. h. Helmlll: 46 AUoway Ave. Talslmlt 33158 DR A. BLONDAL 602 Medlcal Arts Bldg. Talsfml: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma o* barnasjúkdóma. — AtS hltta: kl. 10—12 « h. og 8—6 e. h. Helmllt: 306 Vlctor St. Sfml 28 180 Dr. J. Stefansson 216 NEDICAL ARTS BLD6. Horni Kennedy og Graham Stnndar elnfföDKD ang'na- eyrna- nef- og kverka-nj AkdAmn Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsími t 26 688 Helmlll: 638 McMtUan Ave. 426(1 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAXi ARTS BLDG. Siml: 22 296 Hetmtlis: 46 054 RAGNAR H. RAGNAR Pianisti og kennari Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 89 502 þeim um framtíðarlíkurnar. Jón var mikilsmetinn og einn efn- aðasti maður á þessu svæði. Seinnipart dagsins var eg kom- inn til Steina Laxdal, hann tók erindi mínu vel að flytja mig næsta dag til Wadena, og vel- komið var mér að vera þar um nóttina. Þar var kominn annar næturgestur af austurenda bygðarinnar, Óli Pétursson, urð- um við rekkjunautar um nótt- ina, og skröfuðum mikið saman, þótti mér það skýr og hógvær maður, af honum naut eg hollra upplýsinga inn á framtíðina, en þetta alt gerði mig djarfari, því altaf fanst mér mikið í hófi með hópinn minn, þar sem eg var öllum bjargráðum óvanur og eins ólíkir og búskaparhætt- irnir voru öllu því heima lærða. Næsta morgun lögðum við Mr. Laxdal af stað til Wadena, á þeirri leið er lágt og rakt land, líkt o gá mýrum heima, frost hafði verið um nóttina og var vatn alt í dældum og hestaför- um skænt og frosið og því óvilj- ugt hestinum til yfirferðar, við vorum því lengi á leiðinni, en þó komnir á járnbrautarstöðina nokkru áður en lestin rann þar inn. Á járnbrautarstöðinni hitti eg Brynjólf Jónsson Tómasson- ar hins eldra við Mývatn. Hann var með sína fjölskyldu, fluttur á land eitt suður í nýlendunni langt fyrir vestan það sem eg hugði að setjast að, og var hann nú á ferð inn til Winnipeg. Eg hafði í þonum hlotið sessunaut á lestinni, og var þá sjáanlega komist hjá leiðindum og ýsu- drætti. “Röm er sú taug er rekka dregur, föðurtúna til.” Ekki vorum við Brynjólfur fyr sezt- ir niður í llstinni, en eg var byrjaður á að tala um ísland og þá allra lielst Þingeyjarsýslu, okkar sameiginlegu æskustöðv- ar. Hann var fyrir mörgum árum að heiman kominn, og þjáðist ekki lengur af heimþrá í Dakota hafði hann búið, og þangað stóð nú hans hugur. Það var eins og samtalið ætlaði að verða sundurleitt. Hann hafði verið hveitibóndi, og synir lians voru músikantar og þreskjarar, en eg kunni betur áralagið vildi tala um dætur ís- Frh. á 8. bls. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life B)df. Talsimi 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKIR LÖGFRÆÐINGA8 á oðru gólfi 825 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur aS Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson. tslenskur Lögfrœöingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: ManitoW. A. S. BARDAL selur likklstur og annast um útfar- Ir. Allur útbúnaTSur stt baatL Ennfremur selur hann sliskonar minnisvarba og legstelna. 843 SHERBROOKB 8T. Phoaet 8« «07 WDiNIPM HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. S. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAH. MARGARET DALMAN TBACHER OF PIANO 854 BANNING ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. I Síml: 96 210. Helmilis: 33328 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Bansgr ead Fnrnltare M.l 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutnlnga fraa og aftur um hæinn. J. T. THORSON, K. C. felenrkur Iðgfrœ81ngnr Skrlfstofa: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Siml: 92 766 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talafmlt 28 889 DR J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 Somerset Block Portace Arenae W1NNIPV6 BRYNJ THORLAKSSON Söngstjórt StlUlr Pianos og Orgel Slml 88 845. 504 Alverstowe 8t.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.