Heimskringla - 06.09.1933, Síða 6
6. SÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 6. SEPT. 1-93-3.
vJQN STRAND
Saga eftir
PAUL TRENT.
Þýdd af
G. P. MAGNÚSSON.
“Nei, það dugar ekki sagði Jón. “Þú
gleymir því, að faðir hennar er við málið rið-
inn. Ef eg segi að eg hafi ekki vitað um
innihald skjalanna, sem eg undirritaði, þá er
eg beint að sakfella föður hennar. Nei, það
dugar ekki,” endurtók Jón. “En hvað við-
kemur ungfrú Arnold, þá er eg efins um að
hún geti farið frá sjúkrabeði frænda síns.”
“Það er sannarlega slæmt, því þær voru
þó vissulega duglegar við síðustu kosningar,”
sagði umboðsmaðurinn.
“Eg er ánægður yfir því, að hafa mann
eins og hr. Sylvester fyrir mótsækjanda. Við
megum þá eiga von á heiðarlegum bardaga
frá hans hálfu,” sagði Jón.
“Mér þykir fyrir, að geta ekki orðið að-
njótandi þeirrar ánægju með þér. Þér væri
sigur vís á móti nærri hvaða öðrum manni
sem væri — hann er sterkur hér um slóðir .—
menn bera mikið traust til hans.
Þeir töluðu svo um vinnu aðferðina sem
nota skildi og er þeir að lokum skildu, var
Jóni mikið léNtara innan brjósts. Nú fann
hann að hér var ekki um pólitík að deila
heldur einungis um það hvort hann sjálfur
væri heiðarlegur maður eða ekki.
Svo settist hann að skrifborðinu og fór
að útbúa ræðuefnið fyrir sig. Er hann svo hafði
hugsað og skrifað, skrifa^ og hugsað upp
aftur og aftur las hann að lokum yfir hand-
ritið og hann fann ekki að hann gæti bætt
það að neinu leyti. Hann mintist á helstu
atriðin í sambandi við kærur þær er á hann
voru bornar. Hann reyndi ekkert til að
draga úr saknæmi þeirra ef þær væru sannar.
“Ef það væri eitt einasta atriði sannleikur
í þessum kærum, þá væri eg ekki verðugur
þess, að vera þingmaður fyrir North Loam-
shire. En eg get, með góðri samvizku, sagt
það, að síðan eg fór að fást við stjórnmál,
hefi eg ekkert gert eða sagt, sem eg þarf að
bera rauða kinn fyrir. Eg hefi á öllum tímum
unnið fyrir hag landsins en aldrei fyrir minn
eigin hag. Nú er málið í yðar höndum,
heiðruðu kjórendur — það er á yðar valdi
hvert eg fæ tækifæri til að halda áfram starf-
seminni eða hvert eg verð að láta hér staðar
numið og falla ofan í fyrirlitning og verða út-
skúfaður, sem glæpamaður.”
Þetta var aðalefni ræðu þeirrar sem hann
ætlaði sér að flytja fyrir kjósendum sínum.
Er hann hafði lokið við skrif sitt og lesið
það yfir ,tók hann sér pennan aftur í hönd og
fór að skrifa Joyce, eins og hann hafði lofað
henni að hann skildi gera. Hann passaði það,
að minnast ekki einu orðið á ástir þeirra held-
ur hélt sig einungis að hinni í hönd farandi
kosninga baráttu. Hann mintist á það, sem
umboðsmaðurinn sagði um það, að slæmt væri
að hafa ekki hana og Sylvíu til að hjálpa
þeim, og hið góða verk, sem þær hefðu unnið
við síðustu kosningar. Að endingu langaði
hann til, að minnast á það, hvað hann sakn-
aði nærveru hennar. — En hann gerði það
ekki.
Er hann hafði lokið við bréfið til Joyce,
hugsaði hann sér að taka sér dálítinn göngu-
túr í bænum. Hann mætti mörgum er hann
þekti og sem þektu hann. Sumir köstuðu á
hann kveðju — aðrir bugtuðu fyrir honum en
sögðu ekkert. — Nokkrir gengu framhjá og
litu til annar hliðar meðan þeir voru að kom-
ast fram hjá honum. Ekki var það dæmalaust
að menn stönzuðu eftir að hafa farið fram
hjá honum, og litu til baka eins og þeir vildu
segja: “Þarna fór þá maðurinn sem sveik
okkur.”
En Jón hafði undirbúið sig til að mæta
hverju sem að höndum bar.
XLII. Kapítuli.
Cora var að færa föður sínum bolla af
kaffi. Um leið og hann tók við bollanum leit
hann á hana spyrjandi augum.
“Þú ert vissulega ekki að verða mikið
unglegri Cora,” sagði hann og rödd hans var
einkennilega harðneskjuleg.
Hún roðnaði, en sýndi þess þó engin merki
að hún reiddist af þessari athugasemd föður
síns.
“Ferð þú ekki bráðum að verða nógu
gömul til að gifta þig? Mér væri sönn ánægja
í að sjá erfingja áður eg sný upp tánum. Eg
átti tal við frænda þinn um það hér um dag-
inn. Eg álít að Sylvester sé gott mannsefni.
Þú mátt ekki taka orð mín þannig, að eg ætli
að fara að ráða nokkru þar um,” flýtti hann
sér að bæta við.
“Það getur vel komið fyirir að mér detti í
hug að gifta mig — einhverntíma,” sagði hún
eins og henni kæmi þetta mál ekkert við.
“Þú ættir að minsta kosti að vera glöð
yfir því, að þú ert nú laus við þennan mann
Strand. Þú slapst þar rétt í tíma — maðurinn
er eyðilagður fyrir lífstíð.”
“Það er máske ósk ykkar bræðranna, en
eg er ekki svo viss um það, samt sem áður —
mín skoðun á Strand er sú, að honum hafi
verið gert stórkostlega rangt til en hann eigi
eftir að rétta sinn hluta og láta þá finna til
sín, sem hann vildu undir,” sagði Cora og
starði meiningarfullum augum á föður sinn.
Faðir hennar varð alveg agndofa við þessi
orð hennar. Hann átti ekki von á þessu
svari frá henni.
“Kæra Cora!” sagði Hann svo. “Eg bara
vona að þú ætlir ekki- að gera neitt flón úr
sjálfri þér. Eg var búinn að telja sjálfum mér
trú um að þú værir með öllu orðin laus við
þessa heimsku.”
“Eg veit að mér auðnast aldrei að verða
kona Strands, enda veit eg ekki hvort við
hefðum orðið svo farsæl ef við hefðum gifst.
Hans hugsjónir stefna langt fyrir ofan mig.”
“Það virðist, sem þú hafir sérstaka á-
j nægju af að henda gaman að honum — þú
veist að maðurinn er ekki neitt, en vill vera
alt.”
“Þér er bezt að fresta dómum þínum um
Strand, þar til síðar. Eitt sinn heyrði eg sagt:
“Lýttu þér lagsmaður nær, það liggur í göt-
unni'steinn.” Eg skildi ekki þessi orð þá, en
eg er farinn að skilja þau nú. Eg er sannfærð
um það, faðir minn, að þú sæir alt annað um-
hverfi, ef þú værir ekki svo háleitur að horfa
einlægt yfir bróðir þinn.”
“Fyrir guðs skuld, Cora! Hvað áttu við?”
“Þú sást bróðir þinn í gær? Kom hann
þér fyrir sjónir, sem maður er hefir rólega
samvizku?”
t
Southwold hafði haft kvöldverð hjá þeim
feðginunum kvöldið áður og hafði jarlinn verið
hugsandi út af útliti bróður síns og haft orð á
því við Coru eftir að Southwold var farinn.
“Eg er sannfærð um, að það hafa verið
samantekin ráð einhverra, að reyna hafa Jón
út úr stjórnmálum,” sagði Cora og horfði á
föður sinn einbeittu augnaráði.
“Heimska! — Heimska,” svaraði hann
önugur.
“Og eg er sannfærð um að frændi minn
— bróðir þinn, — hefir átt sinn þátt í því at-
hæfi.—Að minsta kosti veit hann full vel, að
Jón er saklaus.”
“Vitleysa! Þú ert brjáluð, Cora að tala
svona. Þetta er fjarstæða — alger fjarstæða
og vitleysa, stúlka.”
“Mér hefir alla jafna þótt vænt um frænda
minn — elskað hann. En samt hefir mér
fundist sem eitthvað væri hulið í sambandi við
hann. — Eitthvað sem mér geðjaðist ekki vel
að. En það er bezt að við tölum ekkert frekar
um þetta nú — tíminn leiðir alt í ljós.”
Er hún var að enda við setninguna kom
þjónn inn í stofuna.
“Hr. Sylvester er kominn og vantar að
tala við ungfrúna,” sagði hann.
“Eg skal koma strax og sjá hr. Sylvester,”
sagði hún til þjónsins, sem fór svo út. Hún
sneri sér til föður síns og sagði:
“Frænda líkar það efalaust illa, fen eg
hefi nú ákveðið að fara rnínu fram hér eftir í
öllu og taka engar hans ráðleggingar til
greina.”
“Góða Cora! Hugsaðu bara um alla pen-
ingana hans — og hann á engann erfingja.
Við megum ekki gera honum á móti í neinu,”
sagði jarlinn í æstum geðshræringum.
Hennar eina svar var bros er varð til þess,
að gera hann ennþá æstari.
“Eg er efnalaus maður, eins og þú veist
og get því ekki skilið þér neitt eftir,” hélt
hann áfram og var nú hálfgerður klökkvi í
röddinni.
“Það gerir ekkert til. Eg mun aldrei
hungra. Þú skalt ekki hafa neinar áhyggjur
út af því.”
Þegar Cora kom inn í lestrarsalinn, þá var
Sylvester þar. Honum fanst er hún kom inn
að hann hefði aldrei séð hana jafn elskuverða,
og í það skifti, og hjarta hans tók að berja ótt
og einskonar hita straumur streymdi hratt
eftir hverri hans taug.
“Eg bið afsökunar á því, að koma og
gera þér ónæði um þennan tíma dagsins, en
mig vantaði að sjá þig áður eg færi til Loam-
shire,” sagði hann í afsökunar róm.
“Það er ekkert að fyrirgefa. — Eg er glöð
yfir því að þú komst að Sjá mig. — Þú ætlar
víst að sækja þar um kosningu?”
“Nei. Nú fer eg þangað til að vinna fyrir
kr. Strand,” sagði hann góðlátlega.
Hún gat ekkert sagt um stund, og roði
færðist yfir andlit hennar.
“Svo þú ætlar að vinna fyrir hr. Strand?
Hvers vegna gerir þú það?”
“Vegna þess, að eg er sannfærður um að
honum er gert stórkostlega rangt til. En þú
mátt ekki segja nokkrum manni frá fyrirætlan
minni — sérstaklega ekki frænda þínum. Eg
ætla að skjótast fram á leikvöllinn á síðustu
stundu. Frændi þinn veit ekki annað en eg
ætli að sækja og að mínir útnefningar pappír-
ar komist á réttas stað í tæka tíð, en svo
ætla eg ekki að láta útnefna mig; en það má
hann ekki vita fyr en það er of seint að út-
nefna annan. — Skilirðu nú hvað eg hefi í
huga?”
Hún leit til hans og hann sá í því augna-
ráði hennar eitthvað það, sem hann hafði
aldrei séð þar fyr. — Hann sá þar svar upp á
spurningu sína og hann var ánægður með það
svar. — Hann dróg andann djúpt, og honum
langaði til að hugnýta sér það sem hann sá í
því augnaráði, en hann hugsaði sér að bíða.
Hann var að vinna fyrir framtíð sinni og
hann ákvað að vinna sigur.
“Þú ert góður,” sagði hún og horfði ofan
á gólfið við fætur sér.
Það varð algerð þögn um stund. — Bæði
voru að hugsa sínar hugsanir.
“Skildi móðir þín vilja lofa mér að koma
og dvelja hjá henni um nokkurn tíma? Ætli
hún hati mig ekki ósköp mikið fyrir það,
hvernig eg kom fram við þig?” spurði hún
svo í lágum róm án þess að lýta upp.
“Móðir mín mundi telja það stóra ánægju
fyrir sig ef þú gerðir það.”
“Þá ætla eg að fara með þér þegar þú
ferð. En ef tími leyfir, þá hefði mig langað
til að koma við hjá ungfrú Arnold áður. Aum-
ingja Joyce — henni hlýtur að líða mjög illa
um þessar mundir.”
“Við getum náð í síðari lestina. — Eg
kem með þér til ungfrú Arnold. Bíllinn minn
er hér fyrir utan — þú verður ekki lengi að
búa þig.”
“Eg fer strax og segi þjónustu stúlkunni
minni að taka til föt mín og hafa alt til reiðu
sem eg þarf að hafa meðferðis,” sagði hún
fljótlega. “Eg kem afur eftir nokkrar mínút-
ur.”
Þegar Sylvester var orðinn einn inn í
stofunni færðist sigurbros á andlit hans. En
svo maður geri honum rétt til, þá var það
ekki af því, að hann teldi það kanske hjálpa
sér til að vinna ástir Coru, að hann ákvað að
hjálpa Strand í kosningunum, heldur af því,
að hann var með sjálfum sér sannfærður um,
aðJón væri saklaus, og hann var þannig lundu
farinn að hann gat ekki vitað að öðrum væri
vísvitandi gert órétt. — Hann fann sig ekkert
afbrýðissaman af þeirri hlutdeild sem Cora
tók í högum Jóns. Honum skildist, að ef hún
hefði ennþá von um, að ná honum sér fyrir
eigin mann, þá mundi hún ekki svona ljóslega
vinna að hans hag.
Þegar Cora kom aftur inn í lestrar stof-
una þá var frændi hennar með henni. Hann
heilsaði Sylvester með virtum.
“Þú ættir að vera kominn til Loamshire
fyrir mörgum dögum síðan. Strand er kominn
þangað og vinnur af kappi nótt og dag. Nú
í kvöld hefir hann boðað til almenns fundar.
Ef þú passar þig ekki, þá verður þú undir í
annað sinn,” sagði hann í skipandi róm.
Sylvester vissi varla hvað hann átti að
segja. — Honum féll illa að þurfa segja for-
sætisráðherranum — eða nokkrum öðrum —
ósatt. — Kanske, eftir alt saman, að hann
gerði réttast í því, að segja honum eins og
var, með fyrirætlanir sínar.
“Eg ætla ekki að sækja í Loamshire. Eg
fer þangað til að vinna fyrir hr. Strand,” sagði
hann svo rólegur og ákveðinn.
“Og eg fer með hr. Sylvester þangað, og
geri minn skerf til að hjálpa hr. Strand,”
sagði Cora og leit til frænda síns því augna-
ráði, sem hún hafði aldrei litið til hans fyr.
Southwold varð algerlega undrandi og
orðlaus. Þó hann væri hraustur maður, þá
var þetta meir en hann gat þolað. Hann
ýmist blóðroðnaði eða ná-fölnaði í andlitið.
Hann fann til óstyrkleika, eins og fæturnir
neituðu að halda uppi yfir hluta líkamans og
fleygði sér því ofan í stól er hjá honum stóð.
“Hafið þið bæði sagt skilið við þessa vit-
glóru sem þið höfðuð yfir að ráða?” spurði
hann svo, af veikum mætti.
“Við trúum því ekki, að Jón Strand hafi
gert sig sekann í — eða gæti gert sig sekann
í — neinu því sem á hann er borið,” sagði
Cora og ósjálfrátt leit hún til frænda síns
með stakri fyrirlitning.
“Já, eg get trúað, að ástsjúkur heimskingi
eins og þú ert, Cora, trúi því ekki,” sagði hann
og hreytti fram úr sér orðunum öllum sundur
bitnum . “En þú-------” og hann sneri sér til
Sylvesters. “Þú ættir að hafa meira vit. Hvaða
ástæðu hefir þú til, að elska þann mann,
sem-----” Hann hætti við hálf sagði setn-
ingu.
“Það er ekki samboðið því viti, sem menn
eiga heimtingu á, að forsætisráðherra hafi að
tapa valdi á tilfinningum sínum og ausa fok-
yrðum að kvennmanni,” sagði Sylvester fyrir-
litlega.
Southwold leit hjálparvana af öðru á hitt,
á víxl.
“Ef þú gerir þetta, þá eru líkur til að Jón
nái kosniagu. Og fólk fer að trúa á hann í
annað sinn, og hann kemur á þing með aukið
,lið með þann ásetning í huga sínum, að koma
mér undir.”
“Það mundi ekkert hryggja mig,” sagði
Sylveeter.
Svo sneri Southw£>ld sér illilega að Coru:
“Þetta eru þín verk! Þú ert ennþá brjál-
uð eftir manninum og hygst að vinna hann
yfir til þín með þessu móti — flónið þitt.
Hlustaðu nú á mig, Cora! Ef þú gerir þetta,
þá skalt þú aldrei fá einn eyrir af mínum pen-
ingum, fyr eður síðar.”
“Þessar hótanir þínar eru nú orðnar svo
gamlar og útslitnar. Þær hafa engin önnur
áhrif á mig en breyta efa mínum í vissu, við-
komandi afstöðu þinni til þessa máls. Mig
vantar ekkert af þínum illa fengna áuð —
þínum blóðpeningum — þínu hertekna ráni
frá fátækum börnum og munaðarlausum ekkj-
um . Eg finn til vanvirðu hjá sjálfri mér fyrir,
að hafa í blindni minni og sakleysi þegið
eins eyris virði af þannig fengnum auð þínum.”
“Þó þú kunnir að líta svona á þetta nú í
geðofsa þínum og bræði þá veit eg,' að faðir
þinn lýtur á það annan veg. Ef eg hætti að
veita honum það tillag, sem hann hefir fengið
frá mér árlega nú í mörg ár, þá-----”
“Þá mundum við lifa samt sem áður við
líkamlega heilsu *g með frið í sálum vorum.”
Southwold varð að viðurkenna með sjálf-
um sér, að hann var kominn á enda á reipinu.
Honum fanst hann geta tekið Coru og hrist
hana milli handa sinna. Svo var hann henni
reiður nú.
Gríman hafði fallið af andliti forsætisráð-
herrans og Cora sá nú frænda sinn í fyrsta
skifti á æfi hennar, eins og hann var í eðli
sínu. Henni hnikti við þá sjón — var þetta
hans innri-maður? Henni hafði alla jafna þótt
vænt um frænda sinn og álitið hann góðann
og mikinn mann, og fundið til með honum er
mótlætið bar að höndum. En nú? — Nú
hafði hún enga meðaumkun með honum.
“Við skulum koma héðan,” sagði hún full
skelfingu og þreif í handlegg Sylvesters, sem
altaf hafði staðið og starað á Southwold og
tekið eftir hinni miklu breyting sem á honum
varð.
“Hún er að leika með þig. Hún meinar
ekkert annað en nota þig, sem verkfæri til
þess, að hjálpa þeim manni, sem hún heldur
að hún elski. — Hún gefur ekki túskilding
fyrir þig,” grenjaði Southwold óhemjulega.
“Það eru ósannindi eins og svo margt
annað sem þú hefir sagt nú í seinni tíð,” svar-
aði Sylvester um leið og hann fór með Coru
út úr stofunni.
Það voru tár í augum hennar er hún sté
upp í bílinn og settist við hlið Sylvesters.
Hann sá að hún leið mikið sálarstríð.
“Eg skil eþki frænda minn. Hann kemur
fyrir sjónir nú, eins og maður sem trúandi
væri til hvaða ódæðisverks sem væri. Eg veit
ekki hvað eg á að gera eða hugsa. Alla æfi
mína hefir hann komið farm við mig sem
besti faðir. Og nú er eg vísvitandi að snúast
gegn honum og hans vilja,” sagði hún með
ekka.
“Mér hefir alla jafna fallið hann vel í geð.
En samt get eg ekki neitað því, að mér hefir
fundist hann nokkuð eigingjarn í öllum sínum
hugsunum og athöfnum. Það er engin efi á
því, að nú sýndi hann okkur sinn innri mann.
— Það kom í Ijós eitthvað það, sem verið hefir
hulið sjónum mannanna. Nú hefi eg fengið
ennþá meiri trú og traust á Jóni. Eg hefi
hugmynd um afstöðu frænda þíns. Hann sjá-
anlega setur landið í þann hæðsta sess í huga
sínum, tekur til greina þess velferð, á sinn
eigin mælikvarða, farm yfir alt annað, —
jafnvel sinn eigin heiður og sóma. Hann er
þræll tilfinninga sinna í stjórnmálum og —
peningamálum. Það er illa farið.”
Nú var þögn og þeim þótti báðum nautn
í að njóta þagnarinnar og mega hugsa' í næði.
Lr þau komu að heimili Jóns, var það Joyce,
sem kom til dyra. Cora heilsaði henni blíðlegá
og brosti til hennar vinalega.
“Við komum sem vinir þínir, ungfrú Arn-
old, og sem vinir hr. tSrands,” sagði Cora.
“Þá eruð þið velkomin,” svaraði Joyce,
hálf hikandi þó.
Joyce bað þau að gera svo vel og ganga
inn í daglegu stofuna. Það var Sylvester er
fyrstur tók til máls eftir að þau höfðu tekið
sér sæti. Joyce hlustaði á hann með titrandi
hjartaslætti og ljómaði ánægjan úr augum
hennar.
“Og ætlið þið virkilega að gera þetta?
Guð blessi ykkur,” sagði Joyce klökk.
“Okkur vantar að þú komir með okkur til
Loamshire,” sagði Cora og tók Joyce í fang
sér, faðmaði hana að sér og kysti ástúðlega.
“Eg vildi að eg gæti farið með ykkur. —
En þá er frændi minn. — Á eg að fara og
spyrja hann?”
Þau kváðu réttast að tala um það við
hann, svo Joyce flýtti sér in» til hans. Cobden
gamli hlustaði á mál hennar með stakri eftir-
tekt.
“Þú verður að fara með þeim, Joyce,”
sagði hann ákveðinn. “Sylvester er alveg ein-
stakur maðnr, hans líkar finnast ekki nema
einn af hverju þúsundi. Kjösendurnir munu
taka mikið tillit til þess, sem hann segir þeim.
Þessar góðu fréttir hafa gert mig tuttugu árum
yngri og eg finn nú ekki til neins lasleika.
Þú þarft ekki að hafa neiiiar áhyggjur út af
mér.”