Heimskringla - 20.09.1933, Qupperneq 3
WINNIPEG, 20. SEPT. 1933
HEIMSKRINGLA
3. SlÐA.
Þér sem notið
TIMBUR
KAUPIÐ AF
THE
Mupire Sash & Door
CO., LTD.
Birgðir: Henry Ave. Eaat
Sími 95 551—95 552
Skrlfstofa:
Henry og Argylo
VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA
hafði aldrei holdugur verið, nú
gerðist hann fast að því bros-
lega krangalegur.
Þá lánaði honum vinur hans
og nágranni, Ariosto Pereveri,
blaðið Þjótanda með auglýsingu
eftir smiðum til að reisa hið
geysistóra skoðunar pláss til
Hálfrar Aldar Hátíðar haldsins.
Salem var ekki með öllu ó-
kunnugt um að þessi hátíð
stæði til, því að hvenær sem
Ariosto varð fullur, sem gerðist
einu sinni á hverri viku, þá
varð hann örlátur, og hvenær
sem hann var örlátur, þá færði
hann nágranna sínum, Salem
Cady, blaðið Þjótanda ag spag-
hetti í aski úr leir.
Langt var um liðið síðan Sal-
em geisaði dálítið út af því að
Noah Pribble var vegsamaður.
En nú voru liðin 25 ár frá því
að hann sá Noah Pribble, því að
Salem lagði ekki leiðir sínar
venjulega í Polo Club, Urlooski
Country Club, Dannunnzio
Theatre né Copper aNtional
aBnk. Ef það kom fyrir að
Salem tók upp í sig nú orðið, þá
var tilefnið, að hann þóttist
ekki geta haldið fjöri í réttlátri
reiði.
Hann hugsaði með sér, fyrst
þegar hann las auglýsinguna,
að aldrei mundi neitt orka á
hann til að láta sig þá skömm
henda, að lokunum, að hjálpa
til að reisa það djöfulsins altari,
skoðunar plássið, til að tákna
svívirðu borgar, sem hann
nefndi ennþá nafninu Miskunn.
En grjónin þraut; hann
skar lokið af mjólkur dósinni og
skóf vandlega úr lögginni; og í
búðinni var ekki lán að fá. Þeg-
ar nauður rak svo á eftir, þá
lagði hann upp, fór gangandi
þrjár mílur á vettvang, þar sem
pallíirnir voru í smíðum, og bað
um vinnu.
Formaður svaraði með nöldri
og virti hann fyrir sér. “í herr-
ans nafni og fjörutíu! Hvar
varstú grafinn upp, langafi?”
En þá var svo komið, sem
skjaldan skeði að í Pribblebury
var smiða fátt. Eigna bokkar
bæjarins voru að láta reisa fjöl-
hýsi með sex hundruð herbergj-
um, með svissnesku, nýlendu,
ensku og Baska lagi. Svo að
formaður gerði það, með fýlu
þó, að trúa þessum ókunnuga
fausk fyrir þeim skelfilega
vanda, að reka nagla í þá há-
palla þar sem ríkisstjóra og Mr.
Noah Pribble var ætlað að helga
hátíðlega þau fimtíu ár sem
Pribblebury hafði steðjað til há-
leitra sóknar miða.
Eftir einn eða tvo daga sá
formaður, að þessi gamli 'karl
Cady var ekki svo afleitur.
Hann fór jafnvel svo langt,
einu sinni, að láta svo lítið að
ávarpa hann: “Jæja, barnkorn,
ef þú hefðir nokkurn tíma átt
kost á, þá hefðirðu getað verið
nógu góður formaður. Dvalið
lengi í þessu byrgi?”
“Nei!” sagði Cady.
“Það hugsaði eg. Einn af
peysunum frá Kansas, býst eg
við. Jæja skjóttu hnokki!”
Nú er að segja frá Mr. T.
Winton Golden, forseta í Láttu
Líflega Litlaskatts klúbb, að
hann, með sér líku veglyndi,
stundaði . að hátíðar haldinu,
jafnvel meir heldur en Þeysing-
ur og Framsókn. Hann var alla
tíð ólmur í hvað eina sem auka
mátti viðgang borgarinnar, þó
sjálfur hefði han ekkert gagn
þar af; Pribblebury kallaði
hann sína fæðingar borg, þó
ekki væri hann fæddur nákvæm
lega þar, heldur hafði faðir hans
sæll og sálaður flutt hann þang-
að með sér sextán vetra kaml-
an. Hann sagði og sagði það
ósjaldan, að hann gæti talið sig
með bæjarins heimalningum
með fullum rétti.
Fyrir utan þennan ólmancja
til ag grobba gífurlega var Mr.
T. Winton Golden fús til að gera
hvað eina sem kom honum í
betri kynni við höfuðpaurann í
Pribblebury, Mr. Noah Pribble.
Því að þótt Mr. T. Winton Gold-
en, af starfi því sem hann
stundaði farsællega, sem var
jarðsetningar, hafði komist í
kynni við, og það náin kynni við
flesta beztu borgara í Pribble-
bury, þá hafði honum ekki veizt
sú ánægju enn, að kynnast Mr.
Pribble svoleiðis.
Mr. T. Winton Golden fékk
að vita af manni, sem dvalið
hafði í borginni nærri því eins
lengi og Mr. Noah Pribble sjálf-
ur — nefnilega Salem nokkur
Cady, lítilmótlegur almúga
maður og trésmiður, en vand-
aðasti karl, eftir því sem ná-
grannar hans sögðu. Mr. T.
Winton Golden þótti svo mikið
FYh. á 7. bls.
SJÖTUGSAFMÆLI
Ágústs Magnússonar á Lundar
Sunnudaginn þann 3. þ. m.
var herra Ágúst Magnússyni,
sveitarritara á Lundar, haldið
samsæti, til minningar um að
hann var þá næstum sjötugur.
Samsætið var haldið í Norður-
stjörnuskólahúsinu og gengust
fyrir því nágrannar Ágústs og
vinir, sem lengi hafa átt heima
í nágrenni við hann. Fjöldi fólks
— eitthvað á þriðja hundrað —
var viðstaddur; var flest af því
úr bygðinni umhverfis Lundar,
en einnig allmargt lengra að, úr
Winnipeg og Nýja-lslandi.
Samsætinu stýrði sá, sem
CANADIAN
PACIFIC
FERÐ TIL ÍSLANDS
með
CANADIAN PACIFIC
STEAMSHIPS
ER FLJÓT OG ÓDÝR.
Siglingar eru á hverjum fárra daga fresti frá Montreal eftir
hinni stuttu
St. Lawrence Siglingaleið
Með hinum skrautlegn “Empress of Britain" hmðskreiðu
“Duchesses” og vinsælu “Mont” eimskipum.
öll hafa þriðja- og ferðamanna-farrými.
Flýtir og þægindi eru öllum trygð. Góður aðbúaður. Bezta fæði.
Breytilegar skemtanir. Og ennfremur rýmileg fargjöld.
Allar ráðstafanir eru gerðar með útvegun á vegabréfum, og nauð-
synlegum skjölum er tryggir frjálsan inngang aftur til Canada.
Eftir fullkomnum upplýslngum, leitið til næsta umboðsmanns
eða skrifið belnt tili
W. C. CASEY, Steamship General Passgr. Agent
372 MAIN ST. WINNIPEG, MAN.
þessar línur ritar. Mælti hann
nokkrum orðum til heiðurs-
gestsins og afhenti honum |
gjafir frá vinum hans, sem
þarna voru saman komnir, og
fleirum. Voru þær ávarp,
skrautritað, er gert hafði Miss
Helga Árnason, hægindastóll
mjög vandaður og peningagjöf
frá frændum og vinum í Nýja-
íslandi. Ræður fyrir minni
heiðursgestsins héldu dr. Sig.
Júl. Jóhannesson og Bergþór E.
Johnson. Mintust þeir starfs
hans mjög lofsamlega og árn-
uðu honum heilla. Guðmundur
Magnússon frá Árborg, bróðir
Ágústs, mælti nokkur orð til
hans og mintist einkum vel-
gerða hans við munaðarlausa
ættingja þeirra. Sonur Ágústs,
Agnar kennari, talaði nokkur
prýðilega vel valin orð til föður
i síns. Mrs. Oddfríður Johnson
ávarpaði konu Ágústs, húsfrú
Ragnheiði, og færði henni gjöf
flrá nokkrum vinum þeirra
hjóna, hring fagran. Lítil telpa,
Dísa Eiríksson færði henni
fagran blómvönd. Vigfús skáld
jGuttormsson á Lundar flutti
Ágúst drápu mikla, og sömu-
leiðis las dr. Sig Júl. Jóhannes-
son frumort kvæði. Fylgja bæði
kvæðin þessum línum. Milli
ræðuhaldanna skemti fólk sér
við almennan söng, sem Vigfús
Guttormsson stýrði. Ágætar
veitingar voru fram bomar.
Ágúst Magnússon er Hún-
vetningur að ætt og uppruna.
Fluttist hann á unga aldri vest-
ur um haf og dvaldi fyrst tvö ár
í Matewagamneque norður af
Ontario í þjónustu Hudsons
Bay félagsins. Síðan fluttist
hann vestur til Manitoba, fyrst
til Brandon og var þar fimm
ár, síðan til Mikleyjar. Árið
1898 kvæntist hann Ragnheiði,
dóttur hins alkunna merkis-
manns Jóhanns Straumfjörðs,
er þá bjó í Engey skamt frá
Mikley. Árið 1904 fluttust þau
vestur til Grunnavatnsbygðar.
Jóhann Straumfjörð og margir
aðrir úr Mikley höfðu flutst
þangað 1902. Síðan hafa þeir
búið stöðugt í bygðinni, lengi
framan af í Otto pósthússhérað-
inu en nú síðustu fjögur árin í
grend við Lundar. Þegar Cold-
well-sveitin var stofnuð fyrir
tuttugu árum, tók Ágúst við
sveitarritarastörfum og hefir
gegnt þeim ávalt síðan.
Ágúst er með allra vinsæl-
ustu mönnum í sínu bygðarlagi,
og þótt víðar væri leitað; enda
hefir hann flesta þá kosti, er
gera menn vinsæla. Hann er
mjög vel gefinn maður og mesta
prúðmenni í allri umgengni við
aðra ,og allra manna yfirlætis-
lausastur. Heimili þeirra hjóna
er fyrirmynd og gestrisni þeirra
er við brugðið. Þau eiga þrjá
syni: Agnar, Jóhann og Kirst-
berg, sem allir eru hinir mann-
vænlegustu menn. Hefir Agn-
ar verið kennari við Jóns
Bjarnasonar skólann nú nokkur
ár og er með efnilegustu menta
mönnum íslenzkum vestan hafs.
Einnig hefir hann getið sér af-
bragðs orðstýr sem afburða
taflmaður. Þrjár systurdætur
Ágústs hafa þau hjón alið upp
og gengið í foreldra stað.
Þrátt fyrir sjötíu árin, er
Ágúst enn svo unglegur að á
honuip sjást engin ellimörk.
Mundi fáum ókunnugum sem
hann sjá, koma til hugar, að
hann væri mikið yfir fimtugt.
Vinsældum sínum heldur hann
óskertum, þótt hann um mörg
ár hafi gegnt embætti, sem
ekki er beinlínis til þess fallið,
að afla nokkrum manni vin-
sælda. Sýnir það bezt, hvflíkur
afbragðs maður hann er. Allir
virða skyldurækni hans og ó-
eigingjarna þjónustu.
Það er einlæg ósk allra hinna
mörgu vina þeira hjóna, að
bygðin þeirra megi lengi njóta
návistar þeirra og starfs. Á
slíkum heimilum sem þeirra
hafa þróast hinir beztu eigin-
leikar íslenzka þjóðarbrotsins
hér vestan hafs.
G. Á.
MINNI
Ti| ÁGÚSTS MAGNÚSSONAR
Á sjötugs afmæli hans
Flutt í samsæti 3. september 1933.
Þú byrjaðir snemma yfir brattar leiðir
að brjótast áfram og kbmast hærra,
þín ósk var að líta landið stærra
og ljósið sem myrkrið burtu neyðir,
þú trúðir á mátt, sem götu greiðir
og gerir sterkan þinn frjálsa anda,
sem ryður þeim skaðlegu björgum úr braut
og brúað fær hafið og leysir hvern vanda;
sii trú gaf þér sigur í sérhverri þraut,
þeim sigri fær engin að granda.
Því brattari og þyngri sem brekkan varð,
þess betur þú gættir hvar hægt var að ganga,
þú sást líka björgin í hömrunum hanga,
en hræddist ei voðann sem blasti þér mót,
þú treystir á kjarkin og fiman fót
að feta með gætni upp í næsta skarð, ,
en erfið sú uppganga varð,
því nú urðu kolsvörtu hamrarnir hærrl
og hrímþöktu klettarnir þúsundfalt stærri,
svo bárust þér öskrin frá æðandi byljum
frá elfum og fossum í hyldjúpum giljum.
Hvort boða fáveðrin ferðlúnum manni
feigð eða líf, það er gáta.
Nú magnaðist þraut á þinni leið,
er þokan og hríðin byrgði sól,
það jók á þína nöpru neyð
að naumast gastu fundið skjól,
því illviðrisguðinn í grimmasta móð
grenjaði og vakti upp skessur og tröll,
í brjálæðishamförum harðfennið tróð
og hríðinni blés yfir tinda og fjöll.
Þú heyrðir og sást þessi ódæmi öll,
en ei var til nokurs aðsnúa til baka,
því mest er þá hættan að hrapa,
að hika er sama og að tapa;
í lífshættu er vissast að vaka.
Það ljómaði sólin um miðdegis mund,
er mökkvarnir greiddust henni frá,
en barinn fönnin í bylgjum lá
og brúaði yfir hyl og gjá,
og hæsta tindin þú horfðir á
hann var ilú loksins skamt þér frá,
það var ekki furða þó léttist þín lund
á lífgandi fagnaðar stund
og h»gurin bar þig hálfa leið
upp hjarnið á efsta tindinn.
Af sjónarhæð þinni sáztu víða,
samt ekki EMenslandið fríða,
sem þú hafðir lengi þráð að sjá.
Hér sástu hvergi iðgræn engi,
né akra við bæ, í fríðri sveit,
en óbygðir tómar augað leit;
hvergi á þessu vflta vengi
vildirðu þurfa að dvelja lengi.
Ó, hversu mjög í brún þér brá.
Af tindinum sástu eina eyju,
sem út í lygnu vatni stóð,
þar sástu speglast mynd af meyju,
sú mynd þig hreif, hún var svo góð;
þú starðir á myndina meir en dag
og mæltir við hvert þitt hjarta slag,
þessi skal verða vina mín
í veröld hér, þar til æfin dvín,
til að ná henni strax, varstu nærri þotinn
því nú varstu hreinlega skotinn.
Svo æstist þín brennandi þrautseiga þrá,
að þjóta sem eldingin tindinum frá
eitthvað í áttina þangað, já þangað,
sem þig hafði margsinnis langað.
En nú varstu komin í nýjan heim.
svo næsta ólíkum heimi þiem,
sem þraut upp við fjallshnjúkinn háa
nú tafði ei grjóthrönnin gráa.
Gegnum ógnar eyðiskóga
ókleift hrís og tamraks flóa,
þar sem engin aldin gróa;
áfram gekstu þína leið;
fallinn við í haugum háum,
hér var jörðin full af táum,
flæddi vatn úr flóum, lágum,
fram í hyldjúp vötnin breið.
Banvænar flugur úr fenum og gjótum,
fylgdu þér eftir með eitruðum spjótum,
rifu sig allar á rammfölskum nótum
ráðgáta var þér hvað framundan beið.
Hér var öllu hætta búin
hér bjó skæði úlfa grúinn
dýrahjörð af hræðslu knúin
hljóp til þess að finna skjól,
óttalegt er úlfsins gól.
Hér var óðal Indjánanna,
íllir fjandmenn hvítra manna,
fáir þráðu þeirra fund;
kringum elda kátir sátu
kjötið suðu þeir og átu
ár og síð og alla stund.
Þreyttur varstu, og leiður fyrir löngu
á lífshættum á þinni löngu göngu,
en langt í burtu leið þín fríða mey,
og svo bar við á þínum þrauta vegi,
og það var eithvað nálægt miðjum degi,
að þér var stýrt að húsum Hudsons Bay;
og hér þú mættir Mr. Ray.
Hann bauð þér inn í bjálka kofá,
bæði til að éta og sofa,
þér að vera vildi lofa
og vinna fyrir Hudsons Bay,
þessu neita þýddi ei.
Þér hann kendi að tipla á tánum
tala ensku og liggja á hnjánum
bera að með Indíánum
alslags skran fyrir Hudsons Bay.
Sú var þessi þræla vinna
þar mátti engin bera minna
en hundruð tvö á höfði sér
og lilaupa með á hendings spretti,
sem hreindýr á undan villuketti
yfir flóa og forar kér.
fossa, læki, skóga og sker.
Með villumönnum vildirðu eigi,
vinna svona á hverjum degi,
og hættir því, hjá Hudsons Bay
og hrærður kvaddir Mr. Ray.
Áfram þú keptir þinn ókunna veg,
unz að þú lentir í Winnipeg,
þaðan í norður með Winnipegvatni,
nú vona eg bráðum að sagan batni.
Hún brá fyrir augu þín eylendan smáa,
sem eygðir þú forðum á tindinum háa \
og myndin þig knúði enn lengra að leita
og lífinu og kröftunum til þess beita;
að lokum hún kom, þessi langþráða stund
er líta þú fékst þessi kyrlátu sund
og Engey, í skínandi skrúði.
Svo gott var að heimsækja húsbóndann þá
og hýrleitu, góðlegu stúlkuna sjá.
Þú sjálfum þér tæplega trúðir:
af myndinni stúlkuna þektirðu þá
þegar liún lifandi settist þér hjá
og beið til að verða þín brúðir.
Um brúðkaup síðar fólkið fékk að heyra,
mér finst ei þörf, að segja um það meira.
Þig gladdi nú himininn heiður og skír
og heimurinn brosandi, glaður og nýr,
og víðfrægust Vesturheims menning,
alt bauð þig hér velkominn vera til sín,
sú vizka, og heimska, sem alstaðar skín
og rammsnúinn kirkjunnar kenning.
Þig langaði sárt til að læra sem mest
og landsmálum kynnast, og þekkja hér bezt
það alt, sem gat orðið til þrifa,
að starfa til heilla var heitasta þrá,
og hugsjónir rætast, það vildirðu sjá
því hér var þér heitið að lifa.
Með konu og börnum komstu hingað vestur,
hér komið hefir aldrei betri gestur,
með sterkum vilja, þreki og heilum hug
þú numdir land og landnámsstríðið háðir,
þér lét það vel, þú rétt að öllu gáðir,
í verkum þínum sýndir dáð og dug.
Þér er ljúft að strita og stríða,
styrkja og gleðja þá sem líða,
ýmsar gátur þungar þýða,
þú vilt reyna að bæta alt.
Fræða alla unglingana,
annast sveitarreikningana,
hamra á gömlum grýln vana,
er gerir lífið dimt og kalt.
0
Með sjötíu ár að baki ,samt bogin þú ert ei,
með baggan enn þú hleypur, sem fyr hjá
Hudsons Bay,
þ/í ekkert á þig bítur, þinn andi er frjáls og
glaður
og öll þín hreyfing fjörug, sem værir ungur
maður.
í dag þér heilsa vinir og starfið þakka þér,
og þína góðu samferð, sem mörgum dýrmæt
er.
Guð annist þig og þína' og verndi lífs á línu
og laun þér hæstu veiti á aftnælinu þínu!
Vigfús J. Guttormsson
--------------- I
Til ÁGÚSTAR MAGNÚSSONAR
á sjötugs afmæli hans
Hún getur þess guðspjallasagan:
Er gæzlumenn vöktu yfir hjörð
leið heilagur andi yfir hagann
þar hljómaði: “Friður á jörð.” 4
Frá ljóstungum leiftrandi björtum
það ljómaði um hæðir og börð.
Sem bergmál í hvarðsveina hjörtum
það hljómaði: “Friður á jörð.”
Oft sýnir það veraldarsagan
hve sál vor er ísræn og hörð,
og skuggsýnt um hugræna hagan,
þar heimtað er stríð yfir jörð.
Um fáeina friðsæla bletti
hér forsjónin heldur þó vörð;
ef andi vor heymina hvetti
Þar heyrðist enn: “Friður á jörð.”
Hún kennir það sjötuga sagan
hve sigrandi er baráttan gjörð
ef bjart er um hugræna hagann
og hljómar þar: “Friður á jörð.”
Sig. Júl. Jóhannesson