Heimskringla - 20.09.1933, Síða 4
4. SlÐA.
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 20. SEPT. 1933
Ijemtskrmgla
(StofnuS 18Í6)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsími: 86 537
VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
fyrlríram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
RáOsmaöur TH. PETURSSON
853 Sargent Ave., Winnipeg
Manager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEPAN EINARSSON
Vtanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg.
“Heimskringla” is published by
and printed by
The Viking Press Ltd.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG, 20. SEPT. 1933
JAPAN LEGCUR SPILIN Á BORÐIÐ
Afar mikla eftirte.kt hefir ræða sú vak-
ið, er Sadao Araki, fjármálaráðgjafi Jap-
ana, hélt nýlega um stríðsmálin eystra.
Hefir Japönum að jafnaði um óspektirn-
ar verið kent að minsta kosti af vestlægu
þjóðunum en með ofur kurteisum orðum
bendir fjármálaráðgjafinn á, að saga
þeirra mála beri annað með sér, og að
hana sé komin tími til að kynna sér.
“Vér hörmum það ekki,’ segir hermála-
ráðgjafinn, “þó hátt sé haft um það, að
vér séum ofstopamenn og að oss sé um
það að kenna hvernig komið er í Kína, ef
það gæti aðeins orðið til þess, að vekja
þá athygli að þau mál yrðu skoðuð niður
í kjölin. Það eitt getur orðið til þess að
leiða sannleikann í ljós. Miskskilningur
vestlægra þjóða á stríðsmálunum í Norður
Kína og Mansjúríu, er af því sprottinn, að
þær hafa ekki haft fyrir því að kynna
sér sögu þeirra.
Og hvernig hljóðar þá sú saga? Her-
málaráðgjafanum segist svo frá, að um
miðja síðustu öld hafi japanska þjóðin
verið dregin af ástæðum sem henni hafi
verið óviðráðanlegar inn í alþjóða-póli-
tíkina af hinum miklu vestlægu þjóðum.
En Japan vænti þar þrátt fyrir það sam-
vinnu nokkurrar. Um hana hefir þó
aldrei neina verið að ræða. Stóru þjóð-
irnar vestra réðu öllu einar á alheims-
samkundunum. Oss varð þetta dýrt
keyptur félagsskapur, en samt sem áður
góður skóli fyrir framtíðina.
Stríðið mikla skellur á. Við tókum þátt
í því, með samvinnu þjóðum vorum. En
hvernig fór við lok þess? Á fundinum
sem friðarskilmálarnir voru gerðir, neit-
uðu Evrópu þjóðimar og Bandaríkin að
riðurkenna oss vegna þess að við værum
af öðrum og lægri kynstofni en þær
sjálfar . Af þeim ástæðutn voru engar
réttmætar kröfur vorar heyrðar. Engin
þjóðanna í hópi þeirra er sigruðu í því
stríði, komu með eins skarðan hlut frá
'borði og vér.
Árið 1894 kom upp innbyrðis stríð milli
Japana og Kínverja og af ástæðum sem
vesturlanda þjóðirnar skifti ekkert. End-
aði það með ósigri fyrir Kínverja. Frið-
arskilmálar vorir voru vægir. Við feng-
um Liastung-skagann. En tveim árum
síðar, árið 1896 koma þrjár stórþjóðir Ev-
rópu, Rússland, Þýzkaland og Frakkland
og heimta að við látum feng vom af
hendi. Hverjum? Kína? Ónei. Rússland
krafðist hans. Og að öðmm þrem árum
liðnum, var það orðið að samningi milli
allra þessa þjóða og Kína, að Rússland
legði jámbraut um Mansjúríu og mynd-
uðu á laun samband við Kínverja gegn
oss. Þýzkaland tók Tsing-Tau, Bretland
Wei-Hai-Wei, Frakkland Kwang-Chow-
Wan, án þess mikið bæri á, en sem í raun
og veru var viðskifta-girðing milli Kína
og Japans. Og meðan þessu öllu fer
fram, eru samningar gerðir af öllum
þessum þjóðum við Japan, er lúta að því,
að litið verði eftir hag þess, sem Kína.
Japan rauf þennan samning aldrei. í
marz árið 1920 fara Rússar til Nicola-
jevsk, borgar við Amúr-ána í austur Sí-
beríu, og drepa um 600 Japana, er þar
áttu heima, þar á meðal konur og böm.
Og 24. marz 1927, ráðast kínverskir kom-
múnistar á Japana í Nanking, að undir-
róðri Rússa, sem bolsévíka kenningu
sína voru þá búnir að útbreiða í Kína, og
drepa niður japanskt fólk umvörpum.
Urðu aðrir útlendingar að yísu einnig
fyirr því, vegna þess að þarna var um
kommúnista uppreist að ræða, en áformið
upphaflega, var að æsa Kínverja gegn
Japönum. Það var það sem ávalt vakti
fyirr Rússum þó engin þjóð yrði undan-
tekin eftir að kommúnista stjórn var
komin að í Rússlandi. Hvað gera svo
samvinnu þjóðir vorar í þessu? Rétta
þær hlut vorn? Frómt frá sagt hlýddu
þeir ekki á umkvartanir vorar. Viðnám
það sem vér höfum verið að veita upp-
reistarmönnum í Mansjúríu og í Norður-
Kína síðan 1931, er af því sprottið, að
vestlægu þjóðirnar hafa með afskiftum
sínum af Kína, æst Kínverja svo upp, að
þeir eru nú ekkert orðnir annað en upp-
reistarlýður, sem þeir sjálfir ráða ekki
við. Af friðarstarfinu sem þær kváðust
ávalt vera að framkvæma þar, hefir
kviknað sá ófriðar eldur, er sundrað hefir
Kínverjum sjálfum, og sem ekki verður
slöktur nema með ærnu hervaldi og löng-
um tíma.
Japanskir menn eru í miljóna tali í
Kína. Og eignir Japana þar og viðskifti
eru svo mikil, engin þjóð láti afskiftalaust,
hvernig um það færi. Eftir að hafa í al-
þjóðafélaginu reynt að gera vestlægu þjóð
unum þessa afstöðu vora skiljanlega og
það hefir reynst ókleift, er ekki um annað
fyrir oss að gera, en duga eða drepast.
Og Japan er nú ráðið í því hvað það
gerir. Það er búið að fá nóg af sam-
vinnu-loforðum vestlægu þjóðanna.
í skólamálum og innflutningsmálum
brutu Bandaríkin samninga sína við oss
1924 fyrirvaralaust. Bretar gerðu það
sama, með utanríkissamningum sínum
við Bandaríkin 1922. Án þess að nokkru
sinni sé á það minst opinberlega, hafa
vestlægu þjóðirnar þannig brotið hvern
samninginn við oss af öðrum.
Þannig hljóðar þá aðdragandinn að við-
burðunum, sem hafa verið að gerast í
Mansjúríu og Norður-Kína síðan 1931,
eftir því sem einum æðsta valdsmanni
Japana farast orð. Sadao Araki er hátt
settur karl. Hann er valdameiri en for-
sætisráðherrann .Hermálaráðgjafi í Japan
er skipaður af keisaranum, og er næst-
um honum að völdum.
KÚBA
Er sagan að endurtaka sig á Kúba, upp-
eristarsagan frá árinu 1906? Svo mikill
er nú pólitízki gauragangurinn þar, að
full ástæða er til að spyrja þessa. Hver
stjórnin af annari er frá völdum rekin og
er ósýnt enn hvern enda það hefir.
Kúba er lýðríki. Það hefir sinn eigin
forseta, þing í tveim deildum og sjálfs-
forræði í öllum málum. Lýðveldið var
þar reist árið 1902. Höfðu Bandaríkin
stjórnað þar um þrjú ár, því þeim var
falin umsjá eyjarinnar, er hún braust
undan Spáni rétt fyrir síðustu aldamót og
studdu Bandaríkin eyjaskeggja að málum,
því þeim var engin eftirsjá í því, að vald
Evrópu rénaði í nágranna löndum sínum.
Spansk-Ameríska stríðið braust út af
óeirðum á Kúba eða þá er bandaríska
herskipinu “Maine”, var sökt á höfninni
í Havana og Bandaríkin kröfðust að
spánskur her hefði sig í burt úr eyjunni.
Þegar Kúba tók við sjálfsforráðum, var
til vara gert ráð fyrir því í stjórnarskrám
beggja ríkjanna, Kúba og Bandaríkjanna,
að ef sjálfstjórninni hankaðist á, skyldu
Bandaríkin taka við stjórn á Kúba. Og
þess þurfti ekki lengi að bíða, að það
kæmi fram, því árið 1906 logaði alt í upp-
reist á Kúba og Bandaríkin urðu að koma
til sögunnar. Var stjónrin í þeirra hönd-
um um þriggja ára skeið, eða til ársins
1909, að lýðveldið var endurreist. Hefir
alt gengið þolanlega síðan á Kúba þar
til nú. En ákvæðið um að Bandaríkin
taki við stjóm ef illa fer, er enn í stjórn-
arskrá ríkjanna. Eru þau ákvæði nefnd
Platt-lögin — kend við bandaríska sena-
torinn Platt — og er þess hér getið af því
að á þessi Platt-lög er nú oft minst í
sambandi við fréttir frá Kúba.
Árið 1924 varð Machado y Morales for-
seti á Kúba. Var stjóm hans í fyrstu
góð og í framkvæmd kom hann möygu,
er dregið hafði verið úr hömlu. Má þar
til nefna þjóðveginn um endilanga eyj-
una og stjórnarsetrið í Havana, sem er
hið prýðilegasta. Hann upprætti og
fjármálabmðl, er talsvert bar orðið á hjá
undanfarandi stjórnum.
En eftir því sem Machado styrktist í
valdasessinum, fór hann að verða ráðrík-
ari og ófyrirleitnari. Þegar hann hafði
orðið meiri hluta í efri málstofunni, dreif
hann í gegn á þingi breytingu á stjóm-
arskránni, er í því var fólgin, að forseta
kjörtímabilið var lengt úr fjórum árum í
sex. Og endurkjósa mátti ekki forseta,
nema við næstu kosningar, er fóru fram
árið eftir að þessi lög voru samþykt, eða
árið 1928. Var hann þá sjálfur endur-
kosinn, og nær því forsetatímabil hans
fram að 20 .maí 1935.
Þegar hann hafði komið þessu til leið-
ar, stjómaði hann sem alræðismaður
(dictator). Stjórnar saga hans síðustu
fjögur árin, er saga óbilgimi og harð-
stjórnar. Hann kom öllu sínu fram með
aðstoð leynilögreglunnar. Þingið hefir
mist alt vald, og blöðin þora ekki að
láta á sér bæra. Morð hafa verið framin
í hundraða tali — eða þúsunda — eftir
því er andstæðingar Machado segja.
Háskólanum í Havana var lokað í júlí
1931, að skipun Machado. Var ástæðan
fyrir því sú, að nemendur létu sig stjóm-
málin skifta. Hefir skólanum verið
lokað síðan. Miðskólum hefir einnig ver-
ið lokað. Þrír helztu leiðtogar andstæð-
ingaflokka stjórnarinnar, svo sem fyr-
verandi forseti Menocal, Hendietta, leið-
togi Union-Nationalista og Miguel Mari-
ano, fyrrum borgarstjóri í Havana, höfðu
allir flúið til Bandaríkjanna af ótta við
Machado-stjómina.
Þegar svona hafði gengið um hríð,
risu menn upp á móti Machado, og voru
margir af hans eigin flokksmönnum í
hópi þeirra. Varð hann þá að hafa skjótt
við og forða sér í flugvél til Bandaríkj-
anna.
Cepedes, sá er við völdum tók af Mach-
ado, gat ekki haldið þeim, þó hann þætti
líklegur til þess í fyrstu. Og síðan hafa
einir tveir eða þrír færst það verk í fang.
En enginn þeirra hefir reynst hæfur til
að koma á friðl.
Sá er síðast liðna viku fór með völdin,
heitir san Martin. Gerir hann sér vonir
um að geta orðið við óskum byltinga-
manna. Aðrir sjá litlar líkur til þess, að
verkamenn sætti sig við hann en þeir eru
mennimir, sem virðast ætla að sjá um, að
á Kúba verði ekki endurreist gamalt
stjórnskipulag. Byltingin er verkamanna-
bylting örðin, hvað sem hún kann að
hafa verið í upphafi.
Bandaríkjaþegnar á Kúba em orðnir
smeikir um sig. 1 byrjun þessarar viku
var oft sinnis hrópað: “Niður með Sum-
mer Wells!” En hann er sendiherra
Bandaríkjanna á Kúba. “Niður með
bandaríska utan-ríkismálastefnu,’ hefir
einnig sungið við. Á þetta lízt banda-
rískum mönnum ekki, sem búsettir eru á
Kúba. j'
Maqiiádo er sem stendur í Montreal í
Canadaj. Hefir hann veríð kallaður heim
til Kúba til þlss að hreinsa sig af kær-
um um fjárbruðl og ýms illræðisverk
sem á hann eru borinn. Kveðst hann
skuli heim fara og verja mál sitt, þegar
byltingunni linni.
Viðskifti Kúba við Bandaríkin hafa ver-
ið geisimikil um mörg ár. Ef til vill þykir
byltingamönnum áhrif Bandaríkjanna
orðin. fullmikil á því sviði. Og þá verð-
ur andúð þeirra gegn þeim einnig skilin.
Á Kúba eru íbúar hátt á þriðja miljón.
Eru sextíu af hundraði spánskir eða
portúgalskr að ætt, en hinir eru svert-
ingjar. Þegar Kolumbus kom til Kúba
1492, var eyjan bygð mönnum af Indíána
kyni. Unnu þeir friði og voru trúaðir.
Þegar Spánverjar komu þangað mörgum
öldum síðar, hneftu þeir eyjaskeggja í
þrældóm og smá dóu þeir út vegna þess
hve að þeim var þrengt . 1 staðinn fyrir
þá fluttu spánverjar svarta þræla þang-
að til að gera vinnu hinna innfæddu fyr-
ir sig. Saga eyjarinnar á sinn svívirðing-
ar kapítula eigi síður en mannkynssagan
annar staðar.
Kúba liggur vel við verzlun milli Norður
og Suður-Ameríku. Hún má heita áning-
arstaður þeirra viðskifta.
Sykur og tóbak eru helzta framleiðsla
á eyjunni. Með lágverðinu á sykur hefir
mjög dofnað yfir atvinnulífinu síðustu
árin .
Meðalhiti á Kúba er sagður 70 gráður.
Á vetrum stirðnar sjaldan á polli.
SVAR SEM EKKI VAR MISSKILIÐ
Hugh Johnson heitir sá, er framkvæmd-
ir hinna nýju lagq. um styttan vinnutíma
og hækkandi vinnulaun í iðnaðarstofnun-
um Bandaríkjanna hefir með höndum.
Er og sagt, að hann hafi uppkastið gert
að þeim lögum. Eitt sinn er hann var á
fundi að skýra frá fyrir-ætlunum stjórn-
arinnar, var hann að því spurður hvað
stjórnin gerði, ef neitað yrði að skrifa
undir þessi lög. Sagði Johnson þá sögu
þessa: *
“Bóndi nokkur var að plægja akur.
Plóginn drógu uxi og asni. í miðju verki
dettur þrái í uxann og hann hreyfist ekki
úr sporum. Tekur bóndi aktýin af hon-
um og teymir hann inn í fjós, en dregur
sjglfur plóginn með asnanum til kvölds.
Um kvöldið lætur hann asnann inn í fjós.
Spyr þá uxinn hvort bóndi hefði nokkuð
sagt um sig. “Nei,” svarar asn-
inn, “ekki eitt einasta orð.
Hann kvaðst aðeins þurfa að sjá
slátrarann á morgun.”
Fleiri skýringar er sagt að
Johnson hafi ekki þurft að gefa
um þetta atriði laganna.
“Því stuttorðari sem bænin
er, því betri er hún,” sagði
Marteinn Lúter forðum .
^DODD’S ?
ÍKIDNEY
k PILLS *
HITT OG ÞETTA
Góðtemplarareglan lögð í
rústir í Þýzkalandi.
Nýlega hafa Nazistarnir sett
framkvæmdaráð stórstúkunnar
þýzku af og sett Nazista í stað-
inn. Hefir reglan verið neydd til
að segja sig úr hástúkunni og
að slíta allri samvinnu við er-
lenda starfsbræður.
* * *
Leynilögreglumenn vaka yfir
barnabörnum Roosevelts.
Fyrir nokkru varð uppvíst að
bófar í Ameríku ætluðu sér að
nema tvö bamaböm Roosevelts
brott og heimta lausnargjald
fyri þau — síðan þetta komst
upp, hafa leynilögreglumenn
vakað yfir börnunum nótt og
dag.
* * *
Ramon Novarro,
hinn frægi ameríski filmleik-
ari, hefir undanfarið dvalið í
London og leikið þar í Paladi-
um- leikhúsinu. Novarro hefir
hina mestu kvenhylli eins og
sjá má af því, að svo þétt hafa
leiksviðsdyrnar verið umsetnar
af kvenfólki, að stofna hefir
orðið varalögreglu til þess að
halda uppi friði og reglu, og
eitt kvöldið voru þær svo þaul-
sætnar að varalögreglan fékk
þeim ekki þokað . Datt þá ráð-
slyngum starfsmanni leikhúss-
ins í hug að sprauta á þær
vatni úr brunaslöngum leiks-
hússins . Fengu þær þá nóg og
flýðu.
* * *
ítalska stjórnin
hefir fallist á fimm ára áætl-
un um jarðfræðilegar athugan-
ir með það fyrir augum, að leita
að olfu í jörð víðs vegar um
ítalíu. Rannsóknirnar hófust 1.
júlí, og er ákveðið að verja til
þeirra 90 miljónum líra. Stofn-
unin Azienda Generale Italiana
Petroli, sem komst á fót fyrir
þremur árum og þegar hefir
látið framkvæma ýmsar athug-
ánir í þesum efnum, á að hafa
yfirumsjón með framkvæmdum
fimm ára áætlunarinnar. Rann-
sóknirnar hófust í Paduan-daln-
um (Valle Padana) við Adria-
haf. Fjöldi verðfræðinga og
annara sérfræðinga eiga að
hafa eftirlit með borunum og
öðrum störfum í sambandi við
þessi áform. Marconi er einn
þeirra manna, sem hefir yfirum-
sjón með framkvæmdum. Til-
raunir og olíuleit hefir þegar
leitt í ljós, að olía finst í jörð í
ítalíu nothæf fyrir vörubifreiða-
hreyfla. — Beri athuganir þær,
sem fram eiga að fara, tilætlað-
an árangur, mun það hafa
feikna þýðingu fyrir ítali, eins
og sjá má af því, að 1930—
1931 fluttu ítalir inn olíu fyrir
73,342,00 líra og benzín fyrír
297,772,00 líra, en 1931—1932
61,519,000 líra fyrir olíu og
3,449,298,000 líra fyrir benzín.
Áætlunin var gerð til þess, ef
unt væri, að koma því til leiðar,
að draga mætti að miklum mun
úr þessum innflutningum.
* * *
Hollenskt félag
áformar að gera tilraun tíl
þess að ná á flot brezka flagg-
skipinu “La Lutine”, sem fórst
í stormi í Norðursjónum í okt.
mánuði 1799. Af áhöfninni
komst einn maður lífs af. Skip-
ið hafði meðferðis 1,200,000
stpd. í gulli til banka í Ham-
borg. Frakkar, Bretar og Þjóð-
verjar hafa gert tilraunir til
þess að ná þessu gulli, sem
liggur í skipsflakinu á hafsbotni
undan eyjunni Ter Schelling,
en þær báru ekki tilætlaðan
árangur.
á2§7
1 fullan aldarfjórðung hafa Dodd’*
nýrna pillur verið hin viðurkenndo
meöul við bakverk, gigt og blöðro
sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla,
er stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð-
um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrií
$2.50. Panta má þær beint frá
Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor-
onto, Ont., og senda andvirðið þang-
að.
Flughafnir
í Bandaríkjunum eru nú 2136
talsins, en voru 2037 í byrjun
júlímánaðar í fyrra. Alls eru
631 fugstöð í landinu, sem eru
lýstar upp að næturlagi. Flestar
flughafnir eru í Califomia, eða
214.
* * *
Mest þurkví
í heimi verður tekin til notk-
unar 26. þ. m. Þurkví þessi er
talin eitthvert hið mesta fyrir-
tæki verklegrar tegúndar sem
framkvæmt hefir verið í heim-
inum. Byrjað var á verkinu fyr-
ir hálfu þriðja ári af Southem
Railway félaginú. Kostnaður var
upphaflega ráðgerður sem svar-
ar til átta milj. dollara og átti
að nota þurkvína aðallega firrir
Cunardskipið mikla, 70,000
smál. að stærð, sem hætt var
við smíði á. Er enn til um-
ræðu milli Cunardfélagsins og
í brezku stjórnarinnar hveraig
auðið mætti verða að halda á-
! fram smíði skipsins, en The
Southern Railway hélt áfram að
láta vinna að þurkvíinni. Þ-urkv-
in er 1200 fet á lengd og 135 fet
á breidd þar sem hún opnast.
Áföst við þurkvína er 7000 feta
löng hafskipabryggja og þar
geta sjö stærstu farþegaskipin,
sem rBetar eiga, legið í einu.
Þar eru og átta farþegaskálar
og vöruskemmur.
* * *
I smábæ
einum í Júgoslavíu voru tveir
ræningjar teknir af lífi nýlega.
, Stundirnar fyrir aftökuna not-
uðu þeir á mjög einkennilegan
! hátt, Annar þeirra las upp fyrir
viðstöddum blaðamönnum hetju
jljóð, er hann hafði ort um nótt-
iina, en hihn hafði fengið drag-
! gargan að Iáni og lék á það alla
nóttina og lagði það fyrst frá
sér, er snörunni var brugðið um
háls honum.
* * *
FRA fSLANDI
Norræna félagið
gekst í vor fyrir ódýrum ferð-
um skólafólks til Noregs. Kost-
aði þríggja vikna ferð til Nor-
egs 140 krónur, þar innifalið
| ferðín til og frá Noregi og ferða
Iag víðsvegar um Noreg. Fór
eínn hópur með Lyru 6. júlf
undir forustu þriggja kennara.
Voru það þau Sigríður Magnús-
dóttir, Þórunn og Arngrímur
Kristjánsson. Alls vor-u ungl-
Ingarnir 25, bæði "piltar og
stúlkur úr ýmsum skólum hér
í bænum. Eru þau nýkom-
in úr ferðalaginu og láta þau
híð bezta af ferðinni. Fóru þau
fyrst til Bergen og dvöldu þau
þar fjóra daga og skoðuðu þar
bæinn og umhverfi hans. Síð-
an fóru þau með Bergensbraut-
inni til Oslo, dvöldu þar 3 daga,
þaðan var farið til Niðáróss og
síðan til baka til Bergen yfir
Voss og Stalheim. Þeim var
alls staðar prýðisvel tekið,
veizlur haldnar fyrir þau og
þeim sýnt alt hið markverðasta,
sem á leið þeirra var. í ráði er
að félagið gnngist fyrir fleiri
slíkum ferðalögum skólafólks.
LESIÐ, KAUPIÐ
OG BORGID HEIMSKRINGLU
i