Heimskringla - 04.10.1933, Blaðsíða 3

Heimskringla - 04.10.1933, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 4. OKTÓBER 1933 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA., kom fyrstur að Jökulsá eftir hlaupið. Hann var að koma í bíl vest- frá Seljalandi undir Eyja- fjöllum. Þetta var á laugar- öag. Var hann mest allan dag- inn að brjótast austur með Hyjafjöllum; allar sprænur voru fullar og gekk því erfiðlega að komast yfir þær .Bakkakotsá hafði til dæmis brotið skarð í nppfyllinguna vestan við brúna. Um dimmumótin á laugar- dagskvöld komst Brandur loks að Jökulsá á Sólheimasandi. En Þegar þangað kemur verður fyr- ir honum stórt vatn, vestan við brúna. Hann fer að kanna vatn þetta, veður út í það, en það er óvætt. Snýr hann þá við á bílnum og fer heim að Eystri skógum. Næsta morgun (sunnudag) fer Brandur aftur austur að Jökulsá og með honum Vigfús bóndi Ólafsson í Skógum, sem er allra manna kunnugastur Jökulsá. Þegar þeir koma að ánni, sjá Þeir að stórkostlegt hlaup hafði komið í Jökulsá. Hafði áin flætt yfir allar eyrar, aldanna á milli og voru jakahrannir til og frá alla leið frá jökli og frain í sjó. Af verksummerkjum þeim, sem þarna 'voru, ,var Vigfús bóndi í Skógum þess fullviss, að þetta muni hafa verið eitt hið mesta hlaup sem komið hefir í Jökulsá í manna minnum. Stór áll úr Jökulsá rann fyrir vestan brúna; var hann riðinn á sunnudag og skall á bóg- hnútu. í hlaupin hefir áin brotið upp- fyllinguna við brúarstöpulinn að vestan á ca. 8 metra löngum kafla. Þar var þó orðið þurt á sunnudag. Þ áhafð ieinnig í hlaupinu grafið undan einum brúarstöpl- inum — þeim þriðja að austan — og hafði stöpullinn við það sigið um ca. ^ meter og brúin svipnað á kafla að sama skapi. Samgöngur teppast nú alger- lega yfir Jökulsá, því að þar er alófært yfirferðar fyrir bíla. Og hætt er við að állin fyrir vestan brúna verði erfiður viðureignar, því að hann er mikið niður grafinn. — Takist ekki að teppa ál þenna og veita honum undir brúna, getur hann algerlega stöðvað samgöngur þarna, og veröur þá að setja bráðabirgða brú yfir hann. Jökulsárbrúin var bygð árið 1920, og er mikið og rammgert mannvirki. Stöplar allir eru úi steinsteypu, en brúin sjálf úr járni. Brúin er 210 metrar á lengd og kostaði um \ miljón króna, enda var hún bygð þegar dýrtíðin var mest hér. Oft hafa komið hlaup með jaka framburði í Jökulsá síðan brúin var bygð, en aldrei sakaö brúna fyr en nú. —Mbl. * * * Tvær ágætar bækur eru nú nýkomnar í bókaverzl- anir og hefir ísafoldarprent- smiðja h. f. gefið þær út. Er önnur þeirra eftir mag. Árna Friðriksson, sem hann nefnir Mannætur, og fjallar um helstu sníkjudýr mannsins. Bók þessi er mjög fróðleg og þörf og eru um 100 myndir til skýringar efninu. Hin bókin er eftir dr. Björgu C. Þorlákson og heitir Daglegar máltíðir. Dr. Björg er óþreytandi á að fræða ís- lenzkar húsmæður um nauð- syn fjörefna, og er bókin að mestu sniðin eftir útvarpserind- um þeim, er hún flutti nýlega hér. Þessara bóka verður getið nánar síðar. * * * Guðmundi Hannessyni prófessor var haldið heiðurs- samsæti í Kaupmannahöfn. Próf. Viggo Christensen stóð fyrir því, en gestir voru þar ýmsir læknar, sem hafa verið á íslandi, eða eru kunnir ís- lendingum. —Mbl. * * * Brúarfoss bjargar þrem mönnum í Themsármynni í Lundúnablaði frá 17. þ .m. er frá því sagt, að Brúarfoss hafi aðfaranótt 16. þ. m. bjarg- að þrem mönnum. Þeir höfðu verið á seglskipi “Faith Robey” frá London, sem var að flytja sand. Skyndilega kom leki að skipinu og sökk það á svip- stundu. Þeir höfðu mnábát meðferðis og fóru í hann, en voru 8 tíma að velkjast í bátn- um og voru mjög þjakaðir þeg- ar Brúarfoss hitti þá. Samtal við 2. stýrimann á Brúarfossi Mbl. hefir snúið sér til 2. stýrimanns á Brúarfossi og fékk hjá honum nánari upplýsingar um þessa björgun. Honum fór- ust orð á þessa leið: Það var kl. 1.40 aðfaranótt 16. ágúst. Brúarfoss var á leið frá Leith til London og kominn inn í Themsármynnið. Sjór var úfinn og mikill straum- ur frá landi. Þegar Brúarfoss var staddur ca. 3 sjómílur frá Mousse vita- skipi sást ljósleiftur á stjórn- borða. Við nánari athugun kom í ljós, að þetta var mjög lítiö bátakríli með þrem mönnum í, ÞESSI NÚTIMA VERÖLD Verzlunar heimurinn er stöðugt að verða margbrotnari; þeir piltar eða stúlkur sem ekki hafa notið sérstakrar tilsagnar og út í hann fara, eru hamlaðir á ýmsan hátt. Reglubundið sparisjóðsinnlegg styrkir yður til þess að undirbúa börn yðar fyrir lífið. The Royal BanK of Canada sem voru frá skipi er sokkið hafði fyrir 8 klukkustundum, en mennirnir velkst í bátnum allan þennan tíma. Skipbrotsmennirnir voru tekn ir um borð í Brúarfoss. Svo þjakaðir voru þeir af kulda og vosbúð ,að þeir gátu naumast komist upp stigann, í Brúar- foss. Báturinn var hálfullur af sjó og svo illa útlítandi, að furðu gegnir, að mennirnir skyldu geta haldist lifandi í honum þennan tíma. Var bátn- um slept, því menn töldu hann einskis virði. Þegar skipbrotsmenn voru komnir um borð í Brúarfoss, og þeir fengið þar föt og hress- ing, tóku þeir smám saman að ná sér eftir volkið. Skipstjóri þeirra skýrði frá, að skipið sem þeir voru á, hafi verið lítil seglskúta og var hún lestuð með sandi. Kom snögglega leki að skútunni svo mikill, að þeir höfðu ekki við að dæla. Neydd- ust skipsmenn því til að yfir- gefa skipið út í rúmsjó og fara í þennan smábát, sem var svo lítill, að hann naumast gat bor- ið þá alla. Brúarfoss flutti skipbrots- mennina til London. Skipstjóri á Brúarfossi er, sem kunnugt erí Júlíus Júliníusson. — Mbl. * * * 150 ára afmæli Grundtvigs var hátíðlegt haldið í gær í Kaupmannahöfn og víðsvegar um Danmörku. * * * Skriða fellur á Víkurkauptún Um klukkan 10 að nóttu féil stórkostlegt skriðuhlaup úr brekkunni ofan við kauptúnið í Vík í Mýrdal. Féll skriðan yfir heyhlöður og gripahús og keyrði alt í kaf. Sum íbúðar- hús voru í hættu, en sakaði þó ekki og ekkert manntjón varð. Tvær kýr voru í fjósi einu, sem skriðan hljóp yfir og tókst að grafa aðra lifandi upp úr hlaupinu; hún stóð fast inn við gaflað og hafði það hlíft henni. Hin kýrin var dauð þegar hún náðist. Steinsteypubrú er verið að byggja á Deildará í Mýrdal; en vatnsflóð var svo mikið í ánni í gær, að talið var að brúin væri í alvarlegri hættu. Stór skriða hljóp á nýja veg- inn hjá Fagradal í austur Mýr- dal og tók af veginn á kafla. * * * Tvær forndysjar fundnar í vor fundust mannsbein í sandinum, þar sem áður var túnið á Klofa á Landi, og um 200—300 metra í suður-land- suður frá bæjarrústunum. Guðmundur Árnason hrepp- stjóri í Múla skýrði Matthíasi Þórðarsyni þjóðminjaverði frá þessu og fór Matthías þangað austur nýlega til þess að skoða staðinn. Honum segist svo frá: Konudys? — Nokkrar beina- leifar, örfúnar, sáust þar í sand- inum. Af legu þeirra nú varð ekki ráðið með vissu hvernig líkið hafði verið greftrað, og engir steinar voru þar heldur er gæti bent til þess. En með því að skæna upp sandinn og mold- arleifarnar sást hin óhreyfða jörð og þá kom í ljós hvar gröf- in hafði verið. Hún hafði snú- ið frá austri til vesturs, verið um 1 1 metri á lengd og um i metri á breidd, tekin ferhyrnd og regluleg. Af fótabeinum og tönnum, sem nú fundust á grafarbotninum, mátti sjá, að höfuð hafði horft mót austri. Tennurnar voru mjög slitnar og sést á því, að hér hefir gamal- menni verið jarðað. Um miðja gröfina komu í ljós leifar af knífi (matknífi), en bæði var skefti hans, sem var úr tré, örfúið, og blað og tangi sem brunnið kol. Lá kníf- urinn nær þversum í gröfinni og hafði verið við hægri hlið. Lítið og fallegt brýni úr hein fanst hér einnig nær fótum; er það ferstrent of grænkar til end- nna. Nær miðri gröf, vinstraa megin, fanst lítill moli af gulri eldtinnu (jaspis) og leifar af járni, sennilega eldstáli. Vegna þess hvað beinaleifarn- ar eru litlar og fúnar, verður ekki af þeim ráðið hvort hér hefir verið greftraður karlmað- u eða kona. En þar sem engar vopnaleif.nr fundust hér, gæti það fremur bent til þess að það hefði verið kona. Annar legstaður. — Um 600 metra í vestur-útsúður frá bæj- arrustunum í Klofa, og þó innan endimarka hins gamla tún- stæðis, sem nú er alt örfoka, fanst í sumar önnur dys, eða bein úr manni, blásin upp úr sandinum. ’Var það höfuðskel og fleiri bein. Rétt hjá fanst spjótoddur og framhandleggs- bein. Þegar til var skænt í sand- inum, þar sem höfuðskelin fanst ,komu í ljós táköglar, hæl og ristarbein og sást að gröfin hafði þar verið. Hún hefir ver- ið stutt og fætur sennilega kerptir allmikið. Hún sneri frá austri til vesturs og hefir hinam framliðna verið snúið þannig i henni, að hann hefir horft mót vestri. Tennur voru mjög slitn- ar og sýna, að þetta hefir ver- ið gamalmenni, en spjótsoddur- inn, sem fanst þar rétt hjá, bendir ótvírtæt til þess, að hér hafi karlmaður grafinn verið. — Vinstra megin í miðri gröf fund- ust leifar af smáknífi (senni- lega matknífi) og lítið heinar- brýni, fremur óreglulega lagað. Nær því sem hafði verið hægri öxlin á líkinu, fanst rónagli úr járni. Gröfin virtist hafa verið nokkru dýpri í miðju en til endanna. Hestdys — Landnorður af þeirri dysinni sem fyr getur fundust allmörg hrossbein á víð og dreif, en þó helst á ein- um stað. Virðist þar hafa verið dysjaður hestur ,en óvíst hvað dysin er gömul. Er ekki senni- legt að sú dys standi í neinu sambandi við mannsdysina (konudysina?). Bilið á milli þeirra er heldur langt til þess að álitið verði að hesturinn hafi átt að vera reiðskjóti hins fram- liðna á helvegi. —Mbl. FRIÐRIK JÓNSSON (Æfimnining) F. 9 sept. 1861—D. 26 sept. 1933 Þriðjudaginn 26. sept. andað- ist á almennasjúkrahúsinu í Winnipeg Friðrik Jónsson, bóndi frá Mozart, Sask., eftir stutta legu, var fluttur þangað 9. sepl. Friðrik Jónsson var fæddur 9. sept. 1861 á Víðirhóli á Fjöli- um í N. Þingeyjarsýslu, ein- hverri hinni afskektustu, en ein- kennilegustu og hrikalegustu sveit landsins. Faðir hans vai hinnu alkunni framkvæmdar og gáfu maður Jón Árnason á Víð- irhóli, bróðir Guðmundar Árna- sonar bónda á Grímsstöðum í sömu sveit, en móðir Kristín Eiríksdóttir. Lá sveit þessi und- ir Skinnastaðasókn í Axarfirði, og var þangað afar löng kirkju- sókn og lítt fær á vetrum. Fyrir framkvæmdir þeirra bræðra Jóns á Víðirhóþ og Guðmundar er reist kirkja á Víðirhóli fyrir sveitina og fékkst fyrir því kon- ungsleyfi 1859. Lögðu þeir bræður Jón og Guðm. framt á kirkjubygging þessa og munu hafa kostað hana að miklu leyti, til þess að börn þar innansveitar gætu orðið fremur aðnjótandi uppfræðingar, er sóknarprestur átti að annast, en ef fara þyríti með þau hina löngu og erfiðu leið norður í Axarfjörð. Heimili, er slíkann áhuga sýndi fyrir framförum og menningu gat eigi annað en hafa haft hm hollustu áhrif og hvatningu til framtaks og framfara á ungl- inga þá er þar ólust upp. í föðurgarði ólzt Friðrik upp til fullorðins ára; ásamt systkinum sínum, er nú eru aðeins fjögur á lífi: GuSmunda, ekkja Frið- riks Erlendssnoar frá Garði í Kelduhverfi, býr í Axarfirði. Árni Jónsson bóndi við Wyn- yard, kvæntur Helgu Hallgríms- dóttur systur hins alkunna fræðimanns Jónasar Hall, er andaðist fyrir tveimur árum síð- an, að heimili sínu við Edinburg, No. Dak. GuSbjörg ekkja Kristjáns Ásgeirs Benediktsson- ar, fræðimanns, er andaðist fyr- ir mörgum árum síðan, og Benedikt, ókvæntur og býr viö t Mozart. Bróðir þeirra Björn fluttist ásamt þeim hingað vest- ur og dó í Winnipegosis um aldamót. Friðrik kvæntist 1887, Þor- gerði Erlendsdóttir skálds Gott- skálkssonar frá Garði í Keldu- hverfi. Var brúðkaup þeirra haldið á Víðirhóli. Reistu þau bú fyrst á Víðirhóli, þar næst á Nýjahóli og síðast á Nýjabæ á Fjöllum og fluttust þaðan 1893 til Canada. Settust þau að í Winnipeg. Þar andaðist Þorgerður kona Friðriks 1912. Áttu þau tvör börn á lífi, eitt höfðu þau mist heima á ætt- jörðinni. Bára er nú er hjúkrun- arkona og til heimilis í New York, og Eiður er þá var uin tvítugs aldur og byrjaður á há- skóla námi. Bjó Friðrik áfram í bænum eftir lát konu sinnar svo börn hans gætu notið skóla- vistar upp að árinu 1916, en sumarið áður gekk Eiður sonur hans í herinn og innritaðist 15. júní við 79 hersveitina, (Cam- eron Highlanders) og fór með henni 4 okt. um haustið til Eng- lands. Flutti Friðrik sig þá bú- ferlum úr bænum vorið eftir og vestur til Mozart til Benedikts bróður síns þar sem hann hefir búið í félagi við hann síðan. Snemma ársins 1916 var Eiður sonur hans sendur frá Englandi í skotgrafirnar á Frakklandi. Þar særðist hann um haustið, en greri fljótt. Dvaldi hann þá á Englandi um hríð, en var sendur aftur á orustuvöllinn i marz 1918. í október mánuði særðist hann aftur, og þá mjög hættulega. Af þeim sárum and- aðist hann 19. des. um veturinn. Voru það þung harmatíðindi fyrir föðurinn ,er mjög tregaði sonarlátið og mun hann aldrei hafa náð gleði sinni eftir það. Gerði hann sér miklar vonir með Eið er var hið bezta mannsefni og námsmaður ágæt- i ur. Færðist nú og aldurínn smámsaman yfir hann og orka og starfsþol tóku að þverra. Harma sína bar hann vel og eigi mun hann hafa kvartað eða leítað ásjár annara, en læsti þá innra hjá sér. Var þar um helg- ar dyr að ganga. Að upplagi var Friðrik hinn mesti starfs- maður, mun hann hafa vanist því strax á uppvaxtarárunum, því Fjallasveitin krafðist stöð- ugrar vinnu sumar sem vetur. Hann var hagur maður á hvaða verk sem var og útsjónarsamur enda famaðist ávalt vel bæði heima á ættjörðinni og eftir að hingað kom. Hann var hinn umhyggjusamasti heimilisfaðir, og vildi jafnan alt fram leggja fyrir börn sín og eiginkonu að þeim fengi vegnað sem bezt. Hann var hinn samvizkusamasti í öilum viðskiftum og vandaður til orða og verka. Hann var eigi margskiftinn, var af hinum eldra skólanum er tók mann- gildið fram yfir mikillætið. Hann var prúður í framgöngu og vinsæll. Alla æfi hneigðist hann mjög til náms og lesturs og studdi hann þar greind og gott minm. Við jafna heilsu var hann öll hin síðari ár þangað til á þessu vori. Fór hann þá að finna til sjúkleika þess er aö lokum dró hann til dauða. Fyrir rúmum 2 vikum síðan var hann fluttur hingað til bæjar og færð- ur inn á almenna sjúkrahúsið sem að ofan er sagt, þar sem hann andaðist þriðjudaginn 26. sept. Dagsverkinu var lokið, æfni var öll. Með sæmd lauk i hann því, með sæmd víkur hann héðan af vegferðinni, með sæmd íkveður hann. Lífið skuldar hpn- Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrgfBlr: Henry Ave. En«t Sími 95 551—95 552 Skrlfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA um meira en hann skuldar þvi. Þyngra og dýrmætara framiag varð hann, fyrir öfugstreymi aldarfarsins, að leggja landi þessu til ,en það lagði honum. Með honum er mætur sonur, vorrar fornu þjóðar, af heimi horfin. Jarðarförin fór fram frá út- fararstofu A. S. Bardals, laug- ardaginn 30. sept. að viðstödd- um ættingjum og vinum. Séra Rögnv. Pétursson flutti þar nokkur minningar orð að skiln- aði. R. P. Ungfrú Jessie Marie De Both * byr til sína bragðljúfu Epla Snúða með Magic Baking Powder "Þegar ung húsmóðir spyr mig aðtjþví hvaða lyfti duft hún eigi að nota” segir ungfrú De Both, forstöðukona nafntoguðu De Both Home Maker’s Cook- ing' Shcools, “þá er ráðlegging mín þessi: notið það bezta —það, sem er heint, jafnt að gæðum og óbrygðult. Þér getið ekki notað hinar lægri tegundir og búist við jöfnum árangri. “Reynsla mín með Magic hefir verið einkar farsæl. Eg hefi fundið að það er ekki breytilegt að gæðum og að það bregst aldrei. Svo veit eg að það er laust við öll skaðleg efni. ’ Vitnisburður annara vel þektra matreiðslusérfræðinga eru í fullu samræmi við þessa niðurstöðu ung- frú De Both. . . . I sannleika notar meiri hluti allra fæðu sérfræðinga og matreiðslu kennara í Canada einvörðungu Magic og mæla með þvi. EPLA SNtÐAR 1 pottur af mjöli I % bolli af mjólk 2 teskeiðar Magic Sykur Baking Powder Kanel l/2 teskeið af salti Epli 2 matskeiðar af smjöri Blandið saman í skál, mjölinu lyf ti duftinu og saltinu. Núið smjörinu út í það. Hellið í þetta mjólkinni kaldri unz deigið er lint. "Breiðið út á mjölbomu borði. Skerið i | ferhyminga. Afhýðið og kjarna- skerið epli og leggið & ferhyming- inn. Fyllið kjarnaholuna með litl- um bita af smjöri, sykri og örlitlu af kanel. Vefjið svo ferhymingun- um upp í snúða utan um eplið og athugið vel að það sé vel hulið svo að hvergi sjái í það, því gufan innati i snúðunum bakar eplið meðan deigið er að bakast. Rjóðr- ið svo dálitlum rjóma yfir og bak- ið í meðal heitum ofni 400* F. i 4 minútur. Framreiðið með rjóma og eplalög. B In Canada Chatclaine instílute “Lauat vlð álun” Þessi staðhæf- >ng á hverjum bauk er yður trygging fyrir því að Magic Baklng Powder er laust \4ð álún og onnur skað- leg efni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.