Heimskringla - 04.10.1933, Blaðsíða 7

Heimskringla - 04.10.1933, Blaðsíða 7
HEIMSKRINGLA 7, StÐA. WINNIPEG, 4. OKTÓBER 1933 ENDURMINNINGAR Eftir Fr- Guðmundsson. Framh. Smeikur við Únitara Menn kölluðu það að gamni sínu heima, að tóbaksjárnast á- fram, þegar gengið var letilega, eins og hnikt á í hverju spori og hallast ögn út á hlíðarnar. Eg var í hörku vetrarveðri, staddur úti hjá húsinu mínu, þegar eg sá að maður tóbaksjárnaðist reglulega áfram eftir gangstétt- inni og í áttina til mín; hann var að kveða þessa vísu. “Þorri bjó oss þröngann skó, þenna sjóavetur, en hún Góa ætlar þó, að oss róa betur.” Þarna var þó áreiðanlega íslendingur á ferðinni, og þá líka áttaði eg mig á því, að Góan var að byrja. Maðurinn var Skúli Torfason ,sem eg þekti áður vel á Vopnafirði, enda hafði hann og verið hjá mér einu sinni á Syðralóni við að grafa brunn. Eg bauð honum strax inn að drekka með mér kaffi, sem hann og þáði. Ekki man eg hvert hann átti þá heima i borginni eða var aðeins á ferð, en eg var að fást um atvinnu- leysið, en hann hélt að eg gæti haft atvinnu ef eg vildi hjá ein- hverjum sem væri að mála. Eg vissi ekki af neinum sem væri að mála, en hann hafði nýskeð talaö við Friðrik Sveinsson af- bragðs málara, sem hafði meira að gera en hann komst yfir við eikarmálning í fínum húsum. Eg var hinsvegar ekki viss um að eg væri beinlínis eikarmál- ari. Hann sagði að Friðrik þessi væri afbragðs málari og allir yrðu strax snillingar sem stönz- uðu hjá honum. Eg var orðinn fullur af fjöri og björtum fram- tíðar vermandi geislum, þegar það, við mikið lengra samtal, kom upp úr kafinu, að þessi Friðrik var Únítari. Það var eins og dregin væri öfug lamb- húshetta fyrir andlitið á mér, eg þagnaði og Skúli fór. Eg hugsaði um atvinnu hjá Fr. Sveinsson á daginn og dreymdi um hana á nóttunni. Gaman væri nú að sjá þenna mann, eða frétta eitthvað af honum. Það leið heil vika hagstæðasti tíminn. Eg frétti á hverjum degi eitthvað af Fr. Sveinsson, hann var áreiðanlega einn af verstu Únítörum, en listfengur glæfra rokkur. naumast saklaus af galdri. En það gengdi mestri furðu að hann var albróðir Jóns Sveinssonar, hins kaþólska, og lengra varð þó ekki farið en til hins guðhræddasta manns. Margur er sínum ólíkur þó skyldur sé. En hvað það kem- ur sér vel að kunna að fara hægt, svo maður komist áfram. Það leið önnur vika, en þetta kitlaði mig þó altaf að sjá manninn, en hann var altaf í annríki. En væri nú þetta Svartiskóli, gat eg þá ekki eins og Sæmundur, verið lauslega i svörtu kápunni minni, og»látið hann halda henni eftir, en sloppið sjálfur út? Verst að missa kápuna, en eg varð að sjá manninn tilsýndar. Engu ráðstafaði eg heima, en allar taugar sleit eg og lagði af stað til að sjá Fr. Sveinsson. Eg hafði lengi þráð að eignasr ofurlítið kver með byrjunar til- sögn í kukli, og hvar sem eg um æfidagana, sá gamla skruddu með látúnsspöngum, þá varð eg allur að augum og eftirtekt. Eg hafði löngum kent í brjósti um Jón Eggertsson, og Sigríði st.ór- ráðu, fyrir valdi biskupanna. Og hvað það hefði komið sér vel, að Grettir hefði kunnað ögn fyrir sér, þegar hann rakst á galdrakeflið hans Þorbjamar önguls á fjörununi, rétt til að verja sig. Eg hitti þá Friðrik heima ,og konuna hans hafði eg séð á Akureyri, þá var hún greindarleg og faileg .en nú var hún únítari . Þaö var nú verst að erindið var svo vandasamt að eg þurfti að fara inn, af því þau létust vera gestrisin. Nú ekki var hann rauðeygður, og væri ekkert annaö til fyrirstöðu, þá var þetta bara fallegur mað- ur . Sérstaklega stakk eg á mig hverju hans brosi, því það var eins og hann hefði lært af séra Arnljóti að gera að gamni sínu. En þau skyldu nú ekki snúa mig út af laginu, þó þau töluðu hvort um sig áheyrilega. Eg spurði um atvinnu. Nei, nú var alt búið ,eða sama sem að minsta kosli í bráðina. Jú, hann átti eftir eina tvo Tíl þrjá daga, í sérstaklega fíno húsi s;iður viö á. Það var auðheyrt að hann efaðist um að eg kæmi mér þar vel. Eg er ekki nógu höfðing- legur til að koma þar inn? Hann brosti aðSáanlega fallega. Frúin ar altaf að flækjast í kring, sagði hann og hún er að borga gott kaup. Eg þekki ekki hendurnar á þér, hvað þær eru liðugar, það er ekki aita" að marka þó menn þykist kunna, en hún er ekki lengi að sjá ef óvanalega er farið að. Er nokk- uð í hættu þó við reynum það svona stuttan tíma sagði eg? Hann sagöi óskaplega langt, ónei. Við skulum reyna það. Kaffið gat þó ekki trúflaö mig, svona með minni miklu vara- semi. En einkennilegt var það að þau spurðu mig ekki í hvaða söfnuði eg væri. Samtaiið varð mest um Þorstein Erlingsson Samvizkan lét mig í friði, og eg rann eins og hjörtur á hjarninu heim til mín og sagði konunni minni tíðindin, henni þótti vel áhorfast, því þó henni fyndist nóg til um það hvað á- kaft eg leitaði eftir atvinnu, þá varð hún öllu meira vör við ó- þægindin sem því eru samfara, þá hart var í búi. Þa ðstóð ekki á mér tiltekna daginn. Eg var komin heim til Fr. Sveinssonar löngu áður en hann var tilbúinn, það var eins og honum lægi ekkert á. Eg hafði tíma til að hugsa um CANADIAN PACIFIC FERÐ TIL ÍSLANDS með • CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS ER FLJÓT OG ÓDÝR. SiglinKar eru á hverjum fárra claga fresti frá Montreal eftir hinni stuttu St. Lawrence Siglingaleið Með hinum skrautleKU “Empress of Britain” hraðskreiðu “Duchesses” og; vinsaelu “Mont” eimskipum. öll hafa þriðja- og ferðamanna-farrými. Flýtir og þægindi eru öllum trygð. Góður aðbáaður. Bezta fæði. Breytilegar skemtanir. Og ennfremur rýmileg fargjöld. Allar ráðstafanir eru gerðar með útvegun á vegaliréfum, og nauð- sjTdegum skjölum er tryggir frjálsan inngang aftur til Canada. Eftir fullkomnum upplýsingum, lcitið til næsta umboðsmanns eða skrifið beint til> W. C. CASEY, Steamship General Passgr. Agent 372 MAIN ST. WINNIPEG, MAN. bölvuð rangindin sem ríktu ( mannfélaginu eftir því sem mennirnir pr.íluðu hærra og bæru meiri laun úr býtum, eftir því væru þeir frjálsari og sjálf- ráðari, hvernig þeir verðu tím- anum sem þeir tækju launin fyrir. Fyr en varði vorum við komnir til ríku konunnar, hún var brött og býsna ásjáleg. Það var nú auðséð, að hún var strax sannfærð um það að eg væri fátækur og ljótur, og ekki eyðandi á mig góðum morgni eða litlu tilliti. Mér fanst hún bera það með sér, að öll hennar lífsbarátt^ væri innifalin í því, a ðgrýtis frúrnar í húsum kring um sigí skyldu þó ekki skara fram úr sér hvorki utan húss eða innan. Hún spurði nafna minn, hvert þessi maður væri málari. “Ó, hreinasti snillingur.” Hann hafði nú loksins náð í hann, en var hinsvegar lengi árangurs- laust, búinn að ætla sér að fá hann í sína þjónustu. Og svo fórum við að mála upp á lofu. Að öðruhvoru kom hún upp á' loftið til að sjá hvernig færist að leysa verkið af hendi. Eg sá það hún^ grunaði mig um græsku ,en hún hafði engin ráð með að finna að, því eg málaði ekkert annað en þunnt og vandalaust grunnmál ,undir eik- argreininguna. Hún vissi ekki betur en að eg leysti mikið vandaverk af hendi, af því að það leit svo vel út þegar nafni minn var búinn að kemba á það eikar útrennuna og af því hann hafði sagt að eg væri hreinasti snillingur. Það var seint á öðrum degi, eg hafði grunnmálað í kringum dyr, og mig langaði til að sýna nafna mínum að hann hefði ekkert of- sagt um mig að eg kynni að halda á burstanum, eg náði í greinakambinn við hliðina á honum án þess að hann vissi af, og var á svipstundu búinn að greina höfuðstykkið og aðra hlið dyranna, á miklu skáld- legri og tilkomumeiri hátt, en nokkurstaðar sést eftir hann sjálfann. Eg lét eikina bera þaö með sér að hún hefði í 'föður- garði, gróin grænu skrúði orðið að þola heljarfrost, og hefði svo uppfrá því borið horlið á vaxtar- laginu, en þá vissi eg ekki til, fyr en mér var eins og léttum ullarvindli hrundið til hliðar, það var nafni minn og hann segir: “Ertu vitlaus, heyryröu ekki að hún kemur upp stig- ann.” Hann hélt á stálsköfunni og á augnabragði var hann bú- inn að skafa hugsjónadrauminn minn af hliðar stykkinu, en þá var konan komin að bakinu á honum. “Hvað ertu að gera,” segir hún? “Ó, það kemur nú oft fyrir, burstinn var svo feit- ur ,mér líkaði ekki útkoman.” Eg hafði verið í 6 ár með- limur í Goodtemplarastúku heima á Islandi. Mér leiddist aö vísu sá félagsskapur, en gat ekki varist þeirri skoðun að eitt- hvað gott gæti af honum leitt. í Winnipeg var það hvorttveggja í ökla og eyra, sem Good- templarafélagsskapnum var lagt til, eins og alstaðar í víðri ver- öld, og þurfti eg ekki að þeim sökum að spyrja. Mér var fuli- kunnugt um að ekkert ljótt var í sambandi við það, en líklegasi þótti mér að félagsskapurinn sjálfur hlyti að vera fjölbreytt- ari og fjörugri með miklu fleirí meðlimum og sterkari félags- kröftum í borginni, og það þvi fremur sem stúkurnar voru þá þrjár ,og höfðu þá líka sam- vinnu sín á milli annað slagið. Eftir mikla umhugsun og ráða- brugg á mínu heimili, snerist eg þó að því að ganga inn í stærstu stúkuna, irHeklu”, svo eg yrði þó áreiðanlega kostanna og framkvæmdanna var. Hins- vegar duldist mér það ekki að eg var að eyða frá ástvinunum mínum af litlu skemtuninni sem mér fanst ^ð heimilið hafa yfir að ráða á löngum vetrarkvöld- um, einu í hverri viku, en bæöi gátum við ekki hjónin að heim- an verið ,lengst fram á nótt. En maðurinn er höfuð konunnar, og höfuðið er það sem heldur reikninginn og réttu áttirnar. Framh. Vinátta villudýra og fugla í hitabeltinu í Afríku eru nokkrar tegundir fugla, sem lifa á því að tína lýs og flær af hinum stórvöxnu villudýrum sem þar eru. Eru þau bestu vinir þessara dýra. David Livingstone segir frá fugli nokkrum í Angola, sem vísindamenn nefna buphaga af- ricana, en Svertingjar nefna Kala. Nefið á þessum fugli líkist mjórri töng, og klærnar á löppunum eru mjóar og hvass- ar sem nálar. Þessi fugl eitir nashyrningana og tínir af þeim óværðina, og er ekki annað sýnilegt, en nashyrningarnir hafi sérstaka nautn af því. Þeir eru þó einhver geðillustu og uppstókkustu dýr, sem þekkjast. Þegar þeir eru í slæmu skapi, ótrast þá öll dýr, og jafnvel fer ljóniö þá í felur fyrir þeim. En litlu fuglarnir mega ver i ó- hrædóir. Það er sama hvernig nash> > ningurinn hamasl i geð- vonsku s rni, altaf mega þeir sit.ja á I.tnum og tma og tína á með hvössum klóm og nefi. — Það er sagt um nashyrninginn að hann heyri sérstaklega vel og hafi mjög næma lykt, en sjái illa. En Kala-fuglinn hefir mjög “En mér sýndist það svo yndis- ■ næma sjón ,og það er álit lega fallegt.” “Þú hefir verið|manna> að hann vari nashyrn- niðri í stiganum, þér hefði sýnst það líta öðruvísi út ef þú hefðir staðið hérna.” “Nú mér sýnd- ist það líkt og höfuðstykkið,” segir hún. “Já, eg ætla að skafa það út líka,” segir hann. “Nei, blessaður láttu það vera, eg veit að manninum mínum þykir það svo fallegt.” “Já, en það er hjáleitt.” “Hjáleitt! Neij þakka þér fyrir, eg er viss uni að engar konur hafa svona listmáluð höfuðstykki á lier- bergisdyrum sínum.” Mér var farinn að sýnast sjálfbyrgings- svipurinn laglegur þegar konan \ hvarf ofan. Ekki ætlast eg til þess að fólkið haldi að eg hafi veriö mikið betri málari en nafni minn Sveinsson, þó frúin standi máske ennþá frammi fyrir dyra- trénu. En mér er hinsvegar næst að halda það, að þeir liefðu ekki léð Únítara atvinnu með sér kontraktarar úr mín- | um söfnuði, þegar þeir áttii ekki leftir nema fárra daga vinnu. Reynslan kendi mér það smásam an að Únítarar væru félagslynd- j ir og samvinnuþýðir menn, hvað I sem þeirra trúarbrögðum liði. .Nafni minn borgaði mér gott kaup þegar við skildum. inginn oft við, þegar hætta er í nánd. Önnur fuglategund lifir á ó- værð villunautanna í Afríku, og er svo að sjá, sem nautunum þyki sérstaklega vænt um fugl- inn. Hann varar nautin lika við, ef þeim er einhver hætta búin. Flýgur hann þá af baki nautanna, þar sem hann hefir setið, en þeim bregður svo við það, að þau fara að skima í allar áttir, og geta þá oft bjargað sér undan aðskríðandi ljóni, eða veiðimanni. Krókódíllinn, sem er ei'nhver hin viðbjóðslegasta skepna, á sér tryggan vin þar sem er fuglategund ein. Um þessa vin- áttu vissu menn fyrir ævalöngu því að jafnvel Herodot, gríski sagnfræðingurinn, getur henn ar. Fugl þessi er kallaður hyas egyptacus. Þegar krókódíllinn hefir etið sig saddan, legst hann upp á eyrar eða árbakka ogj gapir ákaflega. Þá flykkjast fuglarnir að honum og byi-ja að stanga úr tönnum hans allar þær kjötflyksur, sem þar eru. Á því lifa þeir. — Þetta er ljóm- andi fallegur fugl, með hvítar og svartar flugfjaðrir Dr. M. B. Halldorson 401 n«jd nidar. Skrifstofusimi: 23674 Stundai sérstaklegra lunirnasjúk- dóma. Er atJ finna & skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimlll: 46 Alloway Av«. Talalmli »3158 dr a. blondal «02 Medlcal Arts Bld*. Talslml: 22 296 • Btundar sérstaklega kvensjdkdóma og barnasjúkdóma. — Ab hitta: kl. 10—12 * h. og S—6 e. h. Helmili: 806 Vlctor St. Simi 28 130 Dr. J. Stefansson 216 NBDIOAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og: Graham Stundnr elnaóngrn » u R*n n - eyrnn nef- o* kverkn-fllftkdúmn Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsími t 26 68$ Helmlll: 638 McMUlan Ave. 42691 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 22 296 Heimilis: 46 054 RAGNAR H. RAGNAR Pianisti og kennari Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 89 502 Albert Stephensen A.T.C.M.; L.A.B. (Practical) (Pupil of Miss Eva Clare) Teacher of Piano Tel. 62 337 417 Ferry Road Operatic Tenor Sigurdur Skagfield Singing and Voicc Culture Studio: 25 Music and Arts Bldg. Phone 25 506 Res. Phone: 87 435 ORT VIÐ LÁT “ÞORSKABÍTS” Kærasti vinur eg kvíði því helst að kveðja þig látinn á fjölum, nú ertu í dýrðar dölum, sætt er að losna við lífið mér telst, frá líkamans sárustu kvölum. Þú reyndist mér ætíð í raunun- um trúr, ráðhollur tryggur og gætinn, nú fékkstu sælustu sætin. Harður var mótlætis skýjanna skúr, nú skaða ekki heimsins ólætin. Farðu nú vinur til freslarans heim við finnumst efalaust síðar þá af eru angistar hríðar eftir eg dvelja má í þessum heim, þótt ei verði stundirnar blíðar og minning þín lifir hjá mær- ingum þeim sem mætastir eru í ræðum og unna mest kraftmiklum kvæðum, en ekkert er fegurra í þessum heim, en auðlegð af sálrænum fræð- um. * * * Eg kyntist þér vel ,svo eg kosti þína fann og kjættu mig þín inn dæluljóð- in svo veglegum skáldskap eg alla tíð ann og þig rómar vesturlenzka þjóð- in. Th. Oddson KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINCLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsimi 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIIt LÖGFRÆÐINGAK á óðru gólfl 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrifstofur aO Lundar og Gimli og eru þar j að hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Telephone: 21 613 J. Christopherson. Islenzkur Löfffrcefiingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoha. A. S. BARDAL selur likkistur og annast um útfar- lr. Allur útbúnaTJur sá bemti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarha og legstelna. 843 SHERBROOKE ST. Phonet 86 607 WINNIPM HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. S. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAW. MARGARET DALMAI9 TBACHER OP PIANO 854 BANNING ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. SCmi: 96 210. Helmllis: 33328 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— and Furnttore Movtaa 762 VTCTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fraa og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. lalcnzkur littcfru ninBur Skrlfstofa: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Simt: 92 765 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Saslc. Talnfml t 28889 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 Somertet Block Portage Avcnnc WINNIPM BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri StUIlr Planoa ng Orgel Slml 38 345. 594 Alverstone St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.