Heimskringla - 04.10.1933, Síða 6

Heimskringla - 04.10.1933, Síða 6
«. SlÐA. HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 4. OKTÓBER 1933 JÓN STRAND Saga eftir PAUL TRENT. Þýdd af C. P. MAGNÚSSON. Hann huldi andlitið í höndum sér, og sat hugsi . Philip sá að hans nærvera þar gat ekki orðið vini hans að neinu liði, svo hann fór. Nokkru eftir að Jón var orðinn einn, stökk hann á fætur og fór að ganga hratt um gólf. Var þetta ekki vanhugsað hjá honum? Hví þurfti hann að kasta frá sér allri sinni lífs- gleði fyrir synd sem hann sjálfur hafði ekki drýgt og átti enga sök í? — Nafnlaus! Já, hann var nafnlaus. En hafði hann ekki tæki- færi til að gera það nafn sem hann bar, mikils vert og áberandi um alt land? — Joyce vissi allann sannleikann og henni hafði ekki komið til hugar að gerast honum fráhverf fyrir það, né líta niður á hann — heldur hafði hún orðið ennþá ákveðnari í því, að verða konan hans. Gat ekki skeð að fleiri — ef til vill fjöldi — liti á þetta sömu augum og hún. — Var hann ekki að draga upp einhverja svo hræðilega mynd að hann sjálfur óttaðist hana. — Var hann ekki að vekja upp draug, sem svo engum gerði mein öðrum en honum sjálfum? — Lýsti þetta ekki lítilmensku hjá honum og kjarkleysi? — Var þetta samboðið þeim hugsunarhætti, sem hann hafði ætlað sér að láta Jón Strand hafa? Hann gat ennþá séð í huga sínum rauna og sorgar svipinn á andliti hennar, þegar hann sama sem hratt henn frá sér með kulda við- móti er hún vildi sína honum blíðu og hlut- tekningu. — Hvað hann hlaut að hafa sært hana — og hvað hún hlaut að vera góð per- sóna, að hún skildi ekki fá á honum hatur og skömm fyrir framkomu hans við hana. Það greip hann óstjórnleg löngun — löngun sem alveg ætlaði að gera hann ringlaðann—löng- un eftir að geta gripið hana í fang sér og kyst hana. Og ef Joyce hefði verið stödd þarna inn í herberginu hjá honum á þessu augna- bliki, þá hefði hann ekki getað staðið við þá ákvörðun sem hann hafði sett sér. — Hann hefði tekið hana í fang sér og kyst hana — heitt og innilega. “Eg elska hana — hún er mín. — Eg get ekki gefið hana upp!” sagði hann upphátt við sjálfan sig. Þannig glímdi hann við hugsanir sínar langt fram á nótt, og er hann loksins fór í rúmið, var hann uppgefinn á sál og líkama. Svefnin kom seint og var órór. Hann dreymdi Joyce og einlægt á þann veg, að hún var í örmum hans og hann var að kyssa hana — og hún endurgalt honum alla kossana. — Hvað honum fanst í svefninum kossar hennar vera sætir og blíðir. Þegar hann vaknaði þá var komið langt fram á dag, þá hafði hann kvöldið áður ein- sett sér að fara tímanlega á fætur. Það fyrsta sem hann sá er hann opnaði augun, var Philip við rúmstokkinn og var andlit hans ak uppljómað af gleði. “Eg sá að þú svafst svo vært, að eg hefi ekki viljað vekja þig fyr, enda þótt að mig vantaði að þú sæir morgunblaðið og læsir það, sem þar er sagt frá, — Það er hreinasta unun að lesa það. Eg kom hér með eitt fyrir þig að lesa áður en þú ferð að klæða þig,” sagði Philip og rétti blaðið að Jóni með mesta á- nægju svip. XLVI Kapítuli. Það angraði Southwold stórlega, að hlusta á Sylvester segja frá ákvörðun sinni, að hjálpa Jóni við kosninguna í Loamshire, því hann sá að það eyðilegði allar sínar bollaleggingar eí Jón næði kosningu. Og þegar morgun blaðið kom og flutti fréttirnar af fundinum í bæjar- ráðshöllinni í Loamshire kvöldið áður, varð hann bæði gremjufullur og sorgbitinn í senn. Þar las hann á fyrstu síðu, prentað með stóru letri, að engum dyldist það, að hr. Strand væri með öllu saklaus, -og að hinn virkilega seki hefði gefið sig fram á fundinum. Það var þó raunabót fyrir Southwold, að honum fanst, að hans var þar ekki getið að neinu leiti. — Hann hafði þó ekki hlotið neina opinbera skömm af tiltakinu. Það var engin efi á, að ef maður jtöí settur út móti Strand svo til koshinga yrði að fara, þá mundi hann hljóta stórkostlegann meirihluta atkvæða. Var því í huga South- wolds spursmál hvert ekki væri eins heppilegt að hann fengi sætið mótsóknarlaust. Kjósend- urnir voru nú í talsverðum geðæsing út af því sem á undann var gengið, og samhygð með Jóni út af því ranglæti, sem honum hafði verið sýnt og yrðu þeir því víst fáir sem ekki greiddu honum atkvæði sitt, hver annar sem í vali kynni að vera. Bollaleggingar Southwolds sem áttu að verða til þess, að styrkja hann og hans stjórn höfðu snúist upp í vopn gegn honum sjálfum og aukið ali mikið á örugleikana. “Eg er orðinn of gamall til að standa í þessu,” tautaði hann við sjálfan sig. Svo tók hann upp morgun blaðið sem ítarlegustu fréttina færði af fundinum í Loam- shire, og las þær yfir oftar en einu sinni sumt af því. Það var kulda hæðnis bros á andliti hans um leið og hann lagði frá sér blaðið. “Eg hefði aldrei trúað því, að Mason ætti yfir þessu sjálfstæði að ráða,” sagði hann við sjálfan sig. Er hann las í blaðinu þar sem getið var um að Jón hefði þakkað fundinum svo inni- lega fyrir hvemig hann tók í málið, varð Southwold var við einhverja tilfinning hjá sér innifyrir, sem hann hafði aldrei orðið var við fyr, og honum fanst hann verða svo klökkur. Hann skildi ekkert í sjálfum sér. “Maðurinn er prúðmenni í alla staði. Ekk? miklast hann neitt yfir sigrinum. — Hví gal eg ekki unnið hann yfir á mína hlið á heiðar- legan hátt? — Eg á eftir að lifa það, að sjá þann mann í mínu sæti, enda veit eg ekki af neinum sem er færari um að skipa það en hann er.” Til þess, að auðsýna Southwold alla sann- girai, skal geta þess, að hann lét sig varða hagi Jóns aðeins sökum þess, að hann vant- aði að hæfileikar hans gætu orðið landinu og þjóðinni að sem mestum notum, en það fanst honum þeir ekki geta orðið nema í samvinnu við sinn flokk, sem var í hans huga sá eini rétti stjórnmálaflokkur. Og Southwold fann svo mikið til og var svo hrifinn af þessum ásetning sínum, að jafn vel nú fyrirvarð hann sig ekki fyri það sem hann hafði gert á hluta Jóns. — í huga hans réttlætti tiigangurinn athafnir hans. Hann var ennþá ákveðinn í fyrirætlan sinni og fór því að reikna út nýjar leiðir er hann gæti farið til þess, að minsta kosti draga úr þeim áhrifum sem Jón mundi hafa á þingi eftir þetta. Hann efaðist ekki um, að allir þeir, sem fylgt höfðu Jóni áður, mundi\ skipa sér aftur undir merki hans og ef til viil fleiri bætast við hópinn; yrði því stjórnin al- gerlega í höndum Jóns og hans manna; hún yrði að leita hans vilja og lúta að hans kröf- um. — Hann mundi ekki sýna stjórninni neina miskunn eða tillátssemi. Hugur Southwolds hvarflaði nú að hans prívat málum. — Hann skildi ekkert í sjálf- um sér að hann skildi ekki finna meir til en raun var á, að Cora hafði gengið í lið með andstæðingum hans. Hann taldi sjálfum sér trú um, að það hefði orsakast af ást hennar á Jóni og að það hefði verið hún, sem hefði haft þau áhrif á Sylvester sem kom honum til þess, að snúast í lið með Jóni. En hvort- tveggja var rangt hugsað hjá Southwold. Það kom ekki oft fyrir, • að Southwold gerði sig sekann í því, að hugsa um liðna tímann. En nú flaug hugur hans með hann aftur í tímann — aftur að þeim tíma er hann var uppvaxandi unglingur og vinur Cobdens. Fyrsti svarti bletturinn í lífi hans féll á hann þegar hann sveik Cobden vin sinn — en hann sá strax eftir að hafa gert það — ekki svo mikið fyrir það að hafa svikið vin sinn, heldur fyrir þá sök að hann þreyttist á því að hafa kvennmann { eftirdragi — hann vildi vera laus og frjáls. Það hafði ekki angrað samvizku hans mikið er hann heyrði um andlát hennar Honum fanst sú fregn ekki koma sér við. En svo var hann á þeim tíma ákaflega önnum kaf- inn og mátti ekki vera að því, að hlusta á samvizkuna — sem annars talaði fremur sjald- an til hans. — Hann var þá farinn að starfa að stjórnmálunum og hann taldi sig fremur heppinn en hitt, að losna við kvennmann þann, sem hann hafði þó sókst eftir og svikið til sín frá þeim besta vin, sem hann átti. Samvizkan var önnur fylgi kona hans, sem hann fann ekki að hann hefði neitt með að gera, og slepti því fram af henni beizlinu einnig að mesta leiti. í augum heimsins var hann mikils metinn stjórnmálamaður, sem hafði eylt æfi sinni í þarfir lands og þjóðar. Að vera sér þess meðvitandi var honum meira virði en ailar konur. Það var innstæða sem honum fanst enginn jarðneskur kraftur geta grandað. En nú var hann orðinn uppgefinn og lam- aður á sál og líkama, og oft flaug það í huga hans að segja af sér og setjast að þar, sem hann gæti notið hvíldar og friðar. Alls konar tilfinnjngar höfðu gert árás á hann að þessu sinni og honum fanst hann svo einmana og yfirgefinn, að hann hafði enga ró. Hann fór því að hitta bróður sinn. Cora var nýkominn heim frá Loamshire og var inni hjá föður sínum, þegar Southwold kom inn. “Eg geri ráð fyrir ,að þú sért ánægð með sjálfa þig nú?” sagði hann til Coru. “Já, eg er ánægð með sjálfa mig, og mitt starf, en eg skammast mín fyrir þig og þitt starf. Eg hefi rétt verið að segja pabba alt saman,’ ’sagði Cora og leit fyrirlitlega og storkandi til frænda síns. “Gerald! — það getur ekki verið satt um þig,” sagði jarlinn í veikum og lágum róm. “Eg veit það ekki — eg veit ekkert hvað hún hefir verið að segja þér,” sagði South- wold eins og það kæmi honum alls ekkert við, sem þaii hefðu verið að tala um. “Að þú hafir verið í félagi með Mason, að svíkja Strand. — Auðvitað veit eg að það er ekki sannleikur.”~ Southwold var að því kominn, áð segja ó- satt, en er hann leit framan í Coru og sá augnaráð hennar, leist honum ekkert á að leggja út á þann ís, og réð því af að mótmæla ekki. “Það var nauðsynlegt til þess, að ryðja Strand úr vegi”, sagði hann einbeittur í rödd- inni. — Honum féll illa svipur og augna tillit bróður síns. “Eg skammast mín fyrir að eiga svikara og mannníðing fjrrir bróðir sagði jarlinn í á- sakandi róm. “Ef þið feðginin ætlið að halda uppi þess- um samræðum, þá er mér best að fara aftur. Það hefir hvorugt ykkar þekking á, að skoða málið frá réttu sjónarmiði. — Eg var að vinna gott og þarft verk, en Jón Strand var í vegi fyrir mér. — Honum þurfti að ryðja burt, svo verkið gæti haldið áfram.” “Og þú hafðir engan veg til þess annan en að svíkja hann og stela mannorði hans?” “Þegar velferð landsins er í veði, dugar ekki að hugsá um meðölin sem nota skal ” “Og það dugar þá náttúrlega ekki held- ur, að hugsa um þinn eigin heiður,” sagði jarlinn fyrirlitlegur á svipinn og með kald- hæðni í röddinni. “Það er þýðingarlaust, að reyna að láta þig skilja þetta,” sagði Southwold skömmustu- legur og vandræðalegur í senn. “Þú hlýtur að vera orðinn brjálaður, Ger- ald. — Þú verður að segja af þér tafarlaust.” “Heimska!” “Ef þú gerir það ekki viljugur, þá skal eg láta þig gera það. Þú ert ekki hæfur til að halda þinni stöðu eftir þetta. — Og eg hefi verið stoltur af ætt okkar og nafni. — Ef eg félli frá á undan þér, bærir þú ættarnafnið áfram — Guð minn góður, sú skömm. — Nei, eg verð að lifa þig.” “Er það meining þín að eg verði að segja af mér því embætti sem eg hefi haft í öll þessi ár?” spurði Southwold vandræðalegur. “Já,” svaraði jarlinn ákveðinn og for- sætisráðherranum duldist ekki að bróður hans var alvara. “Þú gefur mér þó dálítinn tímá til að hugsa málið?” “Þú þarft ekki umhugsunar tíma, og ættir að vita hvað þér sjálfum er fjrir beztu. Hugs- aðu um viðtökurnar sem þú ert líklegur til að fá þegar þú kemur á þing næst.” “Eg skal hugsa um það, sem þú liefir sagt.” Niðurlútur og skömmustulegur gekk Southwold út úr stofunni frá þeim. Hann hafði ekki átt von á, að þau dæmdu hann svona miskunnarlaust Þau höfðu sjáanlega ekki getað komið auga á málið frá sömu hlið og hann. — Frá hans sjónarmiði var málið ósköp auðskilið. Eftir alt saman þá var kannske bezt að vera laus við alt þetta amstur og öll þessi heilabrot og lifa lífinu í friði og ró. Hann var óstyrkur er hann sté út úr bíl sínum og gekk inn í hús sitt. Þjónninn, sem mætti honum við djrnar, sagði að það biði hans gestur. “Hver er það?” “Hann kvaðst heita Cobden”. “Cobden?” tók Southwold upp eftir hon- um, og fór svo inn í lestrarstofuna sína. Eftir að Joyce hafði farið til Loamshire, átti hjúkrunarkonan, sem yfir Cobden gamia var, átt í dæmalausu stríði með aö halda honura rólegum í rúminu Morguninn eftir bað hann um morgunblaðið en er honum var sagt að læknirinn hefði sagt svo fyrir, að hann mætti ekki lesa, þá varð hann æstur og ætlaði að rjúka ofan úr rúminu. Honum var því fengið blaðið. Með ákafa fletti hann því, uns hann fann frásögnina um fundinn. “Guði sé lof!” hrópaði hann er hann hafði lesið það, sem gerst hafði á íundiijum. Langa stund á eftir lá hann hreyfingariaus með lokuð augun, eins og hann hefði sofnað. En hann v j að hugsa um það, að eftir alt saman hefði ucni tekist að hreinsa af sér þann óhróður sem á hann vgr borinn. — Hann gladdist yfir því í hjarta sínu. Þegar leið að hádegi uppá- stóð hann að fara á fætur, og hvernig sem hjúkrunarkonan reyndi til aö aftra honum þess, tókst honum að komast í fötin. “Kallaðu á ökuvag.n fýrir mig,” skipaði hann svo og hjúkrunarkonan starði á hann alveg orðlaus og undrandi. “Það gerir útaf við yður maður eí þér far- ið út, eins og þér eruð veíkir ennþá,” sagði hún. “Eg verð aö kalla læknirinn,” bætti hún við. “Þú hefir engann tíma til þess. Ef þú vilt vera dálítið skynsöm stúlka þá er þér bezt að kalla á ökuvagn strax, eins og eg hefi beöiö þig að gera. Læknirinn hefir sagt að eg mætti ekki komast í geðshræring og er þér því bezt að koma mér ekki í það ástand. Ef þú gerir þetta ekki strax, þá geri eg það sjálfur.” Hjúkrunarkonan sá að það mundi bezt að gera eins og hann. bað, svo ekki hlytist verra af. Fór hún því í yfirhöfn sína og lagði af stað. Að vörmu spori kom hún til baka, og sagði að vagnin biði fyrir utan. “En eg fer með yður,” sagði hún. “Það líkar mér vel,” svaraði Cobden, því í sannleika hafði hann óskað eftir því, að hún fylgdist með honum. Svo lögðu þau af stað til Downing götu þar sem hið veglega heimili Southwolds var. “Það er bezt að þú bíðir hér í vagninum meðan eg fer inn,” sagði hann við hjúkrunar- konuna. “Eg verð ekki lengi.” En hún uppástóð að fylgja honum inn. Þjónninn sem kom til dyranna bað þau fylgja sér eftir inn í Iestrarsalinn. “Fyrst að þú ert komin hingað með mér á annað borð, þá er bezt að þú bíðir þar til hr. Southwold kemur,” sagði Cobden við hjúkrun- arkonuna. Og þau þurftu ekki lengí að bíða. “Nú er þér óhætt að fara og bíða mín í vagninum,” sagði Cobden til hjúkrunarkon- unnar er hr. Southwold kom inn. “Eg skal ekki láta þig þurfa að bíða Iengi. Hr. Southwold, þér fyrirgefið þó eg standi ekki upp; eg er ekki vel hraustur orðinn ennþá.” “En til hvers hefir þú komið? Þú ættir að vera í rúminu — þú ert sjúkur maður,” sagði Sóuthwold hálf önugur. “Fyrst þú spyrð þessarar spurningar, þá getur þú ekki hafa lesiðf blöðin. í eitt skifti hafa þó skýjaborgir og bollaleggingar þíuar hrunið, og mér kom í hug að koma og sjá þig og vita hvernig þá bærir þig,” sagði Cobden gamli háðslegur á svipinn. “Er það eina ástæðan fyrir því, að þú ert hér kominn?” spurðí Gerald stillilegur. “Ekki algerlega. Það er dálítið annað, sem mig vantar að tala við þig um. Manstu hvað við vorum fyrir þrjátíu árum síðan? Ungir, efnilegir uppvaxandi mentamenn, með glæsilega framtíð. — Og hvað við vorum þá góðir vinir?” “Til hvers hefír þú komið hingað?” spurði Gerald aftur. “í þann tíma áleit eg, að ekki væri maður til á jörðinni, sem jafnaðist á við þig. Eg skoðaði þig sem strang-heiðarlegann mann I alla staði og hefði ekki trúað neinu misjöfnu um þig. Manstu hvaða hluttekning þú þóttíst sýna mér í sorg minni yfir því að tapa Mirian? Hundurinn þinn. — Þú þóttist ekkert vita, og þóttist vera að leita hennar með mér. — Hefir nokkru sinni þekst árgari svikari og níðingur en þú? En það var ekki í gegn um þá leit, sem mér leið verst; heldur í þann tíma sem eg leit Mirian Iiðið lík og komst að öllum sann- leikanum. — Það var þá, yfir hennar ná, sem eg sór þess dýrann eið að hefna hennar fyr eða síðar. Fram að þessum tíma hefir mér ekki tekist það. — Þú hafðist til metorða og valda, með því að blinda alþýðuna og hylja þinn innri mann með svikum, undirferli og lýgi, á sama tíma sem eg var að sökkva dýpra og dýpra í forsmán og fjrrirlitning fyrir þínar gerðir. “Eg hefi engann áhuga fyrir þessari fram- sókn þinni,” hreytti Southwold út úr sér. “Þú ert sjúkur — með óráði. Eg ætti að senda eftir hjúkrunarkonunni,” bætti hann við, og gekk fram í ganginn. “Stanzaðu! Eg er ekki búinn rtieð þig ennþá. Þú lézt þér ekki nægja að eyðileggja framtíð mína og líf, heldur hefir þú, svo fljótt sem þú fékst tækifæri til þess, — reynt að eyðileggja framtíð og líf þess eina manns, seni eg elska í heiminum — Jón Strand.” “Það er Iangt frá því, að framtíð Jóns Strands sé eyðilögð. Hann verður endursend- ur á þing með enn meira afl á bak við sig en nokkru sinni áður,” sagði Southwold í mik- illi geðshræringu, því honum stóð stuggur aí einhverju sem gerði vart við sig í svip Cobdens, en sem hann gat ekki gert sér grein fyrir hvað var. “En það er ekki þér að þakka. — Þú hefir gert alt sem þú gazt til þess, að ryðja honuin úr vegi þínum og viðhaft þá aðferð til þess, sem hver og einn annar en þú, mundi hafa hikað við að nota til þess, að reka hund út úr húsum sínum. — Er samvizka þín steindauö? Eða hefir þú aldrei átt neina? Var þér aldrei gefinn neinn skerfur af mannlegum tilfinn- ingum? Er hjarta þitt úr steini? Cobden þagnaði og dróg andann þungt og með miklum erfiðismunum. — Hann lagði hönd sína á hjartað, sem barðist æðislega. í fyrsta skifti leit nú Southwold á hann með- aumkunar augum. “Þrátt fyrir alt sem þá hefir gert til þess að eyðileggja Jón Strand, hefir hann unnið sigur ,og þegar hann kemur aftur á þing muu hann leggja sérstaka áherzlu á að endurgjalda þér og láta þig líða á h'kann hátt og þú hefir látið hann líða.” “Þetta er um seinann fyrir þig; eg hefi ákveðið að segja af mér,” sagði Southwold vandræðalegur. Cobden varð forviða við þessa yfirlýs- ing, því hann hafði ímyndað sér að Gerald mundi reyna að hanga á embættinu til dauða- dags.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.