Heimskringla - 04.10.1933, Blaðsíða 8

Heimskringla - 04.10.1933, Blaðsíða 8
8. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. OKTÓBER 1933 FJÆR OG NÆR. Athygli íslendinga virðist oss vert að draga að því, að tenór-| söngvari Sigurður Skagfield hefir byrjað söngkenslu í bæn- um. Er kenslustofa hans að 25 Musie and Arts Bldg., á Broad- way . Hefir hann stofu í fé- lagi með John O. Norrhagen, vikurkendum kennara í fíólín spili. Er stofa þeirra ein sú stærsta í allri byggnigunni. Sigurður hefir áður kent söng og hlotið bezta orð fyrir sem vænta má, svo ágætur söng- maður sem hann er. Og sjálfur hefir hann notið kenslu hjá beztu söngkennurum Evrópu. Talið við hann ef yður liggur hugur á að nema söng; Síma og áritun hans finnið þér í aug- lýsingu frá honum á öðrum stað í blaðinu. * * * * Bjöm Hansson frá Humboldt, Sask., hefir verið hér eystra nokkra daga að heimsækja foraa vini. Fór hann norður til Árborg, en þar dvaldi hann áður eh hann flutti vestur og á þar fjölda kunningja. Að vestan sagði hann ekkert sérstakt að frétta; kvað búskapinn berjast í bökkum, en þó mundi hann víðar verri en í sinni bygð, en Gunnar Erlendsson Teacher of Piano 594 Alverstone St., Phone 38 345 UNCLAIMED CLOTHES All New—Not Worn Men’s Suits & Overcoats 479 PORTAGE AVE. I. H. TURNEB, Prop. Telephone 34 585 “WEST OF THE MALL—BEST OF THEM ALL” bændur sagði hann flesta Þjóðverja þar og þeir væru hagsýnir og þrifnir búmenn. Björn hefir um nokkur ár veitt smjörgerðar-búi í Humboldt forstöðu og gerir enn. Sinnir sonur hans því meðan hann tók sér tveggja vikna hvíld .Björa hélt heimleiðis s. 1. föstudag. * * * Séra Guðmundur Árnason frá Lundar, kona hans og sonur, Einar ,voru stödd i bænum yfir helgina. Séra Guðmundur messaði í Sambandskirkjunni á sunnudagskvöldið. Einar verður hér í bænum í vetur. Hann stundar nám á Manitoba há- skóla. > * * * Sigurjón Þórðarson frá Hnaug- um, Man., var Staddur íBænum s. 1. fimudag. Hann kvað bænd- ur kvarta undan verðleysi bús- afurða, einkum gripa, og sagöi það þeim mun tilfinnanlegra, sem nokkrir hefðu nú svo mik- inn stofn, að hey eða fóður hefðu ekki handa honum öll- um og yrðu því að mínka hann eða selja á lágverðinu. * * * Séra Guðmundur Árnason messar á Langruth, Man., næst- komandi sunnudag (8. okt.). * * * Benedikt Jónsson frá Mozart, Sask., kom til bæjarins síðast liðna *»ku til þess að vera við jarðarför bróður síns Friðriks Jónssonar, er dó á almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg, þriðju- daginn 26. september. * * * Kristlaugur Anderson frá Ár- borg, Man., sem um tveggja vikna tíma hefir verið í bænum að leita sér lækninga, hélt heim til sín s. 1. föstudag. Hefir hann fengið bót meina sinna. J. J. SWANSON & Co. Ltd. REALTORS Rcntal, Insurance and Financial Agents Sími 94 221 600 PARIS BLDG. — Wlnnipeg KAUPIR GAMLA GULL- MUNI FYRIR PENINGA ÚT f HÖND CARL THORLAKSON ÚrsmiSur 699 Sargent Ave., Winnipeg íslenzka gull- og silfur- smiða stofan BifreiðarFerðir Afsláttar’ fargjöld til allra staða. Ferðist með hinum nýju hituðu ‘Sedan’ bílum. Farþegjar allir vátrygðir. Æfðir bílstjórar. Sýnishorn fargjalda: Wpg til Regina .. $ 7.00 Wpg til Calgary .... 14.00 Wpg til Saskatoon .. 9.50 Wpg til Toronto.. 18.75 Wpk til New York .. 23.50 Spyrjið eftir fargjöldum til allra staða THE Drivers, Syndicate 439 MAIN St. Sími 93 255 Winnipeg í meira en 65 ár . . . BEZTU kaupin BEZTU sniðin BEZTU loðskinnin sen unt er að fá, á nokkurri L0ÐKÁPU _ í>etta er vitnisbarður HDLT RENFREW! Grávöru fatnaðurinn er vor! Unnin á vorum eigin verk- stæðum af hinum beztu og fullkomnustu grávöru klæð- skerum í Canada. Hvort þér -heldur þurfið að fá yður nýja kápu eða láta gera við eldri kápu komið beint til HOLT RENFREW, það borgar sig fyrir yður með tímanum. Holt Renfrew STOFNAÐ 1837 SÍMI 21 857 Stundaði dr. Sig. Júl. Jóhannes- son hann og biður Kristlaugur Heimskringlu að færa honum innilegustu þakkir fyrir alla hjálp sér veitta nú sem fyr. * * # Messa í Sambandskirkjunni á sunnudaginn kemur á venju- legum tíma. Séra Rögnv. Pét- ursson prédikar. * * * Jón Sigurðsson frá Lundar, Man., kona hans og dóttir, voru stödd í bænum yfir helgina. Mrs. Sigurðssón var að leita sér læknisráða við augnveiki. * * * í bænum er stödd ungfrú Bára Jónsson hjúkrunarkona frá New York. Hún kom til að vera við jarðarför föðurs síns Friðriks Jónssonar er fram fór s. 1. fimtudag. * * * ^ Ungfrú K. A. B. Kristjánsson, Wynyard, Sask., og Jakob Guðnason ffá Glenboro, Man., voru gefin saman í hjónaband 15. sept. s. 1. að heimili Mrs. S. Kristjánsson, móður brúðurinn- ar, í Wynyard bygð. * * * Sunnudagsskóli Sambandssafn- aðar, byrjár nú aftur eftir sumarhvíldina á sunnudaginn kemur þann 8. þ. m. kl. 11. f. h. Er óskað eft- ir að kennarar allir verði þar til staðins, og eins börn þau er skólann hafa sótt eða ætla að sækja á þessum vetri. Slegið weröur saman skólum The Uni- tarian Church á Westminster Ave., og Sambandskirkjunnar, og veitir séra Philip M. Péturs- son hinum sameinaða skóla for- stöðu. Unglingar þeir ór fermd- ust á síðastliðnu vori eru beðnir að koma, er svo til ætlast að með þeim verði myndaður sér- stakur bekkur í skólanum er i vetur lesi sérstaka kafla úr biblíunni og kirkjusögunni und- ir leiðsögn séra Philips. Eru foreldrar beðnir að leggja alt kapp á að skólinn geti orðið sem fjölsóttastur og börnunuin sem gagnlegastur á þessum vetri. * * * Föstudaginn var 29. sept. and- aðist að heimili sínu á Garðar, N. D., bændaöldungurinn Joseph Sigvaldason Walter. Jarðarför hans fer fram á miðvikudaginn í þessari viku, 4. þ. m. Joseph var fæddur { Prestshvammi í S. Þingeyjarsýslu 15. apríl 1858 og var því rúmra 75 ára. Úr þingeyjarsýslu fluttist hann ungur austur til Jórvíkur í Breiðdal og þaðan 1878 til ís- lenzku nýlendunnar Markland, í Nýja Skotlandi. Til Dakota nýlendunnar kom hann 1883 og nam land við Garðar. Þar hefir hann búið síðan. Systkini hans er vestur fluttu nokkru fyr, voru þau Björn Sigvaldason Walter (dó 1932) og Halldóra ekkja Brynjólfs Gunnlaugsso^- ar í Argyle bygð. * * * Frétt frá Kandahar hermir að G. J. Sveinbjörnsson, er fyr- ir nokkru varð fyrir því slysi, að detta af heyvagni er á ferð var og lærbrotna, sé á góðum bata- vegi. * * * í blaðinu “Wynyard Advance” frá 21. sept. segir: “Hingað til bæjarins (Wynyard) komu í gær úr áttinni frá Saskatoon eitt hundrað menn. Atvinnu er hér ekki fyrir nema örfáa af þeim, ef nokkra. Að standa straum af að fæða ög hýsa þá þó ekki sé nema stuttan tíma verða þungar búsifjar íbúun- um.” ? * * * Til bæjarins komu á þriðju- daginn í þessari viku Mr. og Mrs. Hjörtur Bergsteinsson frá Alameda, Sask. Með þeim voru dætur þeirra þrjár, Margrét, Mable og Þórunn og sonur Gunnar Hrafn. Dvöldu þau hér nokkra daga í heimsókn til kunningja og vina. Ennfremur var Mrs. Þórunn Bergsteinsson að leita læknis við sjóndepru. Mr. Bergsteinsson leit inn á Hkr. sem snöggvast og sagði fremur bærilega líðan þar í sveit. * * * Páll Bjarnason frá Wynyard, Sask., lagði af stað í dag með fjölskyldu sinni vestur til Van- couver, B. C. Býst hann við að setjast þar að. Segir í bréfi að vestan, að hjónunum hafi verið haldið veglegt skilnaðar samsæti að Wynyard áður en þau fóru. * * * Ágúst Sigurðsson sem um nokkur ár hefir verið útgefandi blaðsins “Wynyard Advance,” hefir nú látið af þeim starfa. Segir blaðið, að hann hafi i hyggju að flytja til Winnipeg. Þeir er við útgáfu blaðsins taka j heita W. C. Needham og N. A. ' S. Pett. * * * Yfirlýsing í byrjun greinar minnar um “Bréf frá Ingu” í Hkr., gat eg þess að eg hefði verið beðin að skrifa ritdóm um þær bækur og virðast margir halda að útgef- andinn hafi mælst tii þess. Svo er ekki, Mr. S. Thorkel- son vissi ekkert um þann rit- dóm fyr en eg var búinn aö I skrifa hann og las hann ekki j fyr en hann kom út í blaðinu. M. B. H. * * * ; Laugardaginn, 23. sept. voru þau Jóhannes Gottfred, sonur iMr. og Mrs. Gottfred (Gott- skálkson), frá Winnipeg, og lEline Magnússon frá Selkirk I gefin saman í hjónaband af séra 1 Rúnólfi Marteinssyni. Hjóna- vígslan var framkvæmd í ís- lenzku lútersku kirkjunni í Sei- kirk. Mrs. Murdoch söng ein- söngva, söngflokkurinn söng sálm ,en Mr. Gunnlaugur Odd- j son var organistinn. Brúðguma- sveinn var Mr. Albert M. Young ! frá Winnipeg og brúðarmær j Miss Theda Magnússon, systir ! brúðurinnar. Faðir brúðurinn- I ar, Mr. Jón Magnússon, leiddi brúðurina að altari. Kirkjan var alskipuð fólki. Að vigslunni lokinni sat fjöldi vina rausnar- lega veizlu á heimili foreldra brúðarinnar, Mr. og Mrs. J. Magnússon, 389 Taylor Ave., í Selkirk. Næsta dag lögðu brúðarhjónin á stað í skemti- ferð til Vancouver í British Columbia. Heimili þeirra verð- ur í Winnipeg. * * * G. T. Spil og Dans á hverjum þriðjudegi og laugar- degi í I. O. G. T. húsinu, Sar- gent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að kvöldinu. $16.00 og $20.00 í verðlaunum.—Gowlers Orchestra. Mrs. Guðrún Danielsson, kona Daniels Danielssonar að Hnaus- um, Man., lézt s. 1. laugardag, að heimil tengdasonar síns Gísla kaupmanns Sigmundssonar. Hin látna kona var háöldruð og átti við lasleika að búa síðustu ár- in. Hún var merkiskona og verður æfi atriða hennar minst síðar. * * ¥ Heimilisiðnaðarfélagið heldur sinn næsta fund fimtudags- kvöldið 12. október að heimili Mrs. H. J. Lindal, 912 Jessie Ave. * * * Til leigu: Stórt framherbergi fyrir tvær stúlkur og fæði ef óskað er, að 624 Victor St., Winnipeg. Mrs. H. Pétursson * * * Messugerð flytur Mr. G. P. Johnson, sunnudaginn 8. okt. kl. 11. f. h. í Westside skólahús- inu. Sunnudagaskólinn verður strax eftir messuna, einnig verð- ur messað í Bræðraborg, Foam Lake safnaðar kl. 2. e. h. Mælst er til að sem flest ungt fólk verði þar viðstatt og mæti á fundi sem haldinn verður eftir messuna. Allir eru hjartanlega vel- komnir. * * * Home Cooking Sale Deild nr. 5, Kvennfélags lsta. Lút. safnaðar efnir til sölu á heima til búnum mat, laugar- daginn 7. okt. næstk. að 625 Sargent Ave., við Maryland St. Þar verður á boðstólum alls- lags bakningar og kjötmatur, MESSUR 0G FUNDIR f klrkju Sarabandssafnaðar Mesfiur: — á hverjum Bunnudegf kl. 7. e. h. Safnaðarnefndln: Fundlr 2. og 4. fimtudag.sk veld i hverjum mánuSi. Hjálparnefndln. Fundir fyrsta mánudagskveld i hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundlr annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn. Æfingar á hverju flmtudagskveldi. Sunnudagaskélinn: — A hverjuTi sunnudegi, kl. 11 t. h. einnig þurkur af ýmsu tæi meö vægu verði. * * * Fyrir nokkrum árum var það ákveðið, að enska kirkjan skyldi helga dýrunum einn messudag á ári. Aðrar þjóðir hafa farið að dæmi Englendinga, t. d. hefir Dýraveradunarfélagið norska komið því til leiðar, að þar i landi helgar kirkjan dýrunum einn sunnudag á ári. Tala þá prestar í öllum kirkjum lands- ins um dýraverndun og hvaða skyldur vér mennirnir höfum við dýrin. Til þessa var valinn 13. sunnudagur eftir Þrenning- ingarhátíð, (13. sept.). * * * Munið eftir að til sölu eru á skrifstofu Heimskringlu með af- falls verði, námsskeið við helztu verzlunarskóla bæjarins. Nem- endur utan af landi ættu að nota sér þetta tækifæri. Hafið tal af ráðsmanni blaðsins. mm SKEMTISAMKOMA Þakkargjörðardaginn Mánudagskveldið 9 okt. í kirkju Sambandssafnaðar, Banning og Sargent, kl. 8. e. h. Fyrir samkomunni stendur, sem að undanförnu Kvenfélag safnaðarins. TIL SKEMTANA VERÐUR: 1. Ávarp forseta. 2. Piano solo, Miss Snjólaug Sigurðsson 3. Sonata Pathetique lst movement, Beethoven, Miss Thelma Guttormsson 4. Vcx’al solo, selected, Mrs. K. Jóhannesson. 5. Ræða, Séra Rögnv. Pétursson 6. Vocal Duette, “Still as the Night” Carl Goetze Mrs. K. Jóhannesson, Mr. Paul Bardal. 7. Upplestur, Lúðvik Kristjánsson 8. Vocal solo, selected, Mr. Paul Bardal 9. Violin solo, Miss Pearl Pálmason 10. Veitingar í fundarsal kirkjunnar. Inngangur ekki seldur. Allir velkomnir. Samskota leitað áður en gengið er að borðum. Forstöðunefndin. m mmwmm fímm:mmmmmmmi?- Prentun The Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr- ir mjög sanngjamt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leyst. Látið oss prenta bréfhajusa yðar og umsiög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. THE VIKING PRESS LTD. 853 SARGENT Ave., WINNIPEG * Sími 86-537 *

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.