Heimskringla - 04.10.1933, Blaðsíða 5

Heimskringla - 04.10.1933, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 4. OKTÓBER 1933 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA. og stofnuðu hið tyrkneska ríki, sem þjóðunum í Evrópu stóð svo lengi ógn af. Þeir voru um langt skeið öndvegisþjóð hinn'a múhameðönsku trúarbragða. En smám saman náðu Evrópuþjóð- irnar einu landi múhameðstrú- armanna á fætur öðru á sitt vald. Bretland sló hendi sinni á leifar hins mikla ríkis mógulsins á Indlandi um miðia nítjándu öldina. Og nú síðast eftir ófnðinn mikla féliu en noltkur lond, sem bygð eru nær eingöngu af múhameðstrúar- mönnum, undir yfirráð vest- rænna þjóða. Nú er svo kom- ið, að af 235 miljónum múham- eðstrúarmanna, sem til eru í heiminum, búa aðeins 30 miljón- ir í löndum, sem ekki eru undir stjórn eða yfirráðum þjóða, er hafa aðra trú en þeir. En þrátt fyrir dreifinguna er enn eining meðal þess áttunda hluta mannkynsins, sem játar múhameðstrú. Pílagrímarnir, sem koma árlega til Mekka, hafa enn á meðvitund sinni, að þeir heyri til bræðralagi, sem er varanlegra en öll ríki veraldarinnar. Þeir eru fylgj- endur spámannsins, hvort sem þeir koma frá austri eða vestri, hvort sem þeir eiga heima í hinum frjósömu héruðum Ind- lands eða eru hjarðmenn á reiki milli hinna fá byggilegu staða á eyðimörk Arabíu. Þeir eru allir trúbræður, þegar þeir koma til hinnar helgu borgar, sem þeir hafa í Iptningu beygt höfuð sín í áttina til á hverjuin degi lífs síns . Þá hverfur í eitt skifti á æfinni allur manna- munur, ríkir og fátækir búast sömu klæðum og kyssa með sama fjálgleik steininn í must- erisveggnum, sem samkvæmt arfsögninni á að hafa fallið af himni. En hver eru áhrifin, sem nú eru að verki að uppræta úr hjörtum hinna trúu fylgjenda til finninguna um að þeir séu allir eitt, og að á milli þeirra og þeirra manna, sem aðra trú hafa, sé mikið djúp staðfe^t? Þegar menn geta talast við kringum hálfan hnöttinn; þegar1 ferðast verður í loftinu á nokkr- um klukkustundum vegalengdir, sem áður þurfti mánuði til að komast yfir; þegar hver einasta ný uppgötvun, sem gerð er berst á svipstundu heimsendanna á milli á vængjum rafmagnsins, j þá er erfitt að vera einangrað- ur. Úlfaldalestin, sem hægt og þreytulega þrammar eftir sand- inum, þar sem aðrar úlfalda- lestir hafa þrammað öldum saman, mætir bílnum, sem á vegleysunum fer sex sinnum hraðar en hún; menn í smá- þorpum austur á Gyðingalandi, eðan norður við heimskauts- baug frétta samdægurs það, sem talað er á ráðstefnu í Lon- don. Heimurinn mínkar eftir því sem hraðinn vex. Menn- ing nútímans er alþjóðleg; hún þurkar út sérkennin og jafnar alt, eins og hafaldan ,sem velt- ur upp á sandinn og máir út verk barnanna, sem léku sér þar um fjöruna. Þessi áhrif halda áfram, hversu fast sem menn reyna að halda í fornar venjur ,forna trú og fornan hugsunarhátt. Engin þjóð fær undan þeim komist ,einangrun- in verður stöðugt ómögulegri en hún var. Vér höfum öll lesið ýmsar einkennilegar fréttir um ný- breytingarnar, sem eru að ger- ast á þeim stöðum, sem hingaö til hafa að mestu leyti verið ósnortnir af menningarstraum- um nútímans. Eg víl minnast hér á eina slíka breytingu, sem í sjálfri sér er nauða ómerkileg, en sem er talandi vottur um tímaskifti í lífi þjóðanna, sem staðið hafa undir merki hálf- mánans. Fyrir nokkrum árum lét Mú- stafa Kemal það boð út ganga, að engin tyrkneskur maður skyldi framar ganga með fez, höfuðfatið, sem Tyrkir hafa notað frá ómunatíð, heldur skyldu allir taka upp hatta þá, sem tíðkast með vestrænum þjóðum. í sjálfu sér skiftir það náttúrulega engu máli, hverskonar höfuðfat menn bera. En frá sjónar miði mannsins, sem gaf þessa skipun út, skiftir það afarmiklu máli, að þjóð hans semji sig í öllu að háttum )g siðum vestrænna þjóða. Hann vill að hún segi skilið við alt, sem er gamalt, allar venjur, sem gera hana öðru vísi en aðr- ar jnenningarþjóðir heimsins. Hún á að gjörbreytast á sem skemstum tíma að unt er. Ef trúarbrögð hennar standa í vegi fyrir breytingunum, þá eiga þau að víkja. Þetta er afstað- an, sem að vaxandi minni hluti múhameðstrúarmanna í Tyrk- landi og víðar tekur nú. Vest- ræn menning og mentun, frá- hvarf frá því gamla og vana- helgaða — í því liggur frelsunin. Kritsnir menn hafa meira að segja kent múhameðstrúar- mönnum að gagnrýna kóraninn, eins og þeir hafa sjálfir gagn- rýnt biblíuna. í fjölda mörgum skólum er verið að kenna tyrk- neskum ungmennum sömu fræði og kend er í mentastofn- unum Evrópu og Ameríku. Tyrkneskar konur leggja niður andlitsskýluna og láta sjá sig á almennafæri; en í augum rétttrúaðra múhameðstrúar- manna ber það vott um stak- asta velsæmisskort. í Kairó á Egyptalandi er gamall háskóli, þar sem fræðslan er öll falin í útskýringum á kóraninum. Ferðamaður nokkur, sem kom þar fyrir skömmu ,segir, að á meðan sumir nemendurnir þuldu kafla úr kóraninum, lásu aðrir frakkneskar skáldsögur. Alstaðar er sami áreksturinn milli hins gamla og hins nýja. Islam, eins og múhameðstrúar- menn nefna trú sfna, fær ekki varist þessum utanaðkomandi j þeirra alfari til Ameríku. Sett- ust þeir fyrst að við Kinmount, Ont., en haustið 1875 foru þeir með fyrsta landnema hópnum til Nýja íslands, kvæntist Sam- son þá um sumarið Önnu Jóns- dóttur frá Skarði á Vatnsnesi, og nam land um 6 mílur norður af Gimli. Rúmu ári síðar misti hann konu sína, og dóttur er þau höfðu eignast, dóu þær mæðgur báðar úr bólunni. Tveim árum síðar kvæntist hann aftur, Önnu Guðrúnu Jóns dóttur læknis frá Syðravatni í Skagafirði Jónassonar. Fluttu þau búferlum til Dakota 1879 námu land austan við Akra, og bjuggu þar lengst af, fram að þeim tíma að Anna andaðist 1. apríl 1930. Fyrstu árin í Dak- ota vann Samson við búðar- störf í Pembina, og síðar í Hamilton, ofan að árinu 1889 Þar höfðu þau og greiðasölu einnig um tíma. Þrjú börn þeirra eru á lífi Leo er býr á föðurleifð sinni við Akra, Anna gift Sigtryggi T. Ólafsson við Akra og María gift Jónasi Jón- assyni, einnig bónda við Akra Samsonar er mjög ítarlega getið í blaðinu “Chronicle” er gefið er út í bænum Cavalier, N. Dak., er út kom í vikunni sem leið. Æfiminningin er rituð af göml- um landnema þar í bygðinni Mr. William Pleasance er vel þekti til þeirra hjóna, og man gjörla, alt sem gjörst hefir frá fyrst’- tíð þar í bygð. Samson var starfsmaður mik- ill og bjó stórbúi um langa hríð. Jafnframt kornyrkjunni lagði hann mikla stund á sauðfjár- rækt. Ýmiskonar trúnaðar- störf voru honum falin svo sem formenska bygðarráðsins er hann skipaði í 30 ár frá 1891 til 1921. Þá var hann og í skólaráði Akra skólahéraðsins í meir en 20 ár. Hann var strang áreiðanlegur í öllum viðskiftum og loforð hans stóðu jafnan sem stafur á bók. 1 landsmálum fylgdi hann ávalt stefnu Re- publicana og varð þar engu þokað. Hann var kappsmaður i öllu er hann tók sér fyrir að gera og ógjarn á að láta hluta sinn, skapfastur og skapstór, en þó sanngjarn og mannlynd- ur. Jarðarförin fór fram frá heimilinu 19. sept. að viðstödd- um fjölda hinna eldri bygðar- manna, ættingja og vina. Hann var jarðaður á heima bújörð sinni, við hlið konu sinnar er þar hvílir. R. P. HITT OG ÞETTA Frh. frá 1. bls. Það var verið að gera veg hjá þorpinu Amari og rákust menn þá á rústir af fornri byggingu. Fornfræðingar voru þá kvaddir þangað og hafa þeir látið grafa þar upp rústir af stóru húsi sem er um 5000 ára gamalt, eða frá þeim tíma er bronseöld byrj- aði á Krít. í rústunum hafa fundist steinaxir, og mikið af fagurlega máluðum leirgripum, sem ekki gefa eftir leirgripun- um, er fundust í “Völundarhús- inu”. Rétt hjá húsinu fundu menn hellþ Er hellismunninn svo þröngur að rétt er hægt að skríða í gegn um hann. En er inn kemur er hellirinn víður og margir afhellrar út úr honum. Þarna fanst ógrynni af skraut- kerum og vopnum úr steini og bronsi. Hafa það sennilega ver- ið fórnargjafir til anda þess, er mann hafa trúað að ætti heima í hellinum. Margir þess- ir munir eru hreinustu dýr- gripir og bera vott um há- menningu á þeim tímum, er þeir voru gerðir. * * * Góðverk launað Fjrrir nokkru fékk atvinnu- laus verkfræðingur í Duren i þýzkalandi bréf frá Frakklandi, og voru í því fjórir 100 franka seðlar. Verkfræðingurinn skilur ekki frönsku og hélt því fyrst að bréfið ætti að vera til ein- hvers annars. En þegar hann hafði látið þýða það fyrir sig, kom það í ljós að bréfið og sendingin var til hans. Bréfið var frá frönskum liðsforingja, sem þýski verkfræðingurinn hafði bjargað á vígstöðvunum hjá Verdun árið 1917. Franski liðsforinginn lá hættulega særð- ur á milli þýzku og frönsku skotgrafanna, og var honum að blæða út þegar þýska verk- fræðinginn bar þar að. Þjóð- verjinn tók þegar upp sárabindi sín og batt um sár hans. Síðan skrifuðu þeir nafn og heimilis- fang sitt hvor í annars vasabók og urðu svo að skilja. í bréfinu segir franski - liðsforinginn að hann hafi alveg nýlega fundið þessa vasabók sína með nafni og heimilisfangi lífgjafa síns, og sendi honum nú sem þakklætis- vott þessa 400 franka ,en biður hann að heimsækja sig á óðals- setri sínu í Suður-Frakklandi. Einkennileg erfðaskrá Margir Englendingar eru tald - ir mjög sérivtrir, enda sést það á sumum erfðaskránum þar i landi. Nýlega lést kaupsýslu- maður í London og lét hann eftir sig eignir, sem nema rúm- lega 400,000 sterlingspundum. Hann átti tvo syni, sem eiga að erfa þessi auðæfi, en í erfða- skrá sinni hafði gamli maður- inn mælt svo fyrir, að þeir fengi ekki arfinn fyr en eftir 10 ár. Þangað til yrðu þeir að reka verzlunina og þeir mætti ekki taka hærri laun, en hann hafði skamtað þeim meðan hann lifði. En svo stendur í erfðaskránni að þeir missi alt tilkall til arfsins ef þeir hætta sér út í gróðabrall, eða gerast þingmenn í neðri málstofunni. Þetta síðasta á- kvæði stafar af því, að gamli maðurinn var algerlega á móti þingræði. * * * ftalir auka hveitiræktun Rómaborg í ágúst. Hveitiframleiðslan í ítalíu jókst úr 44 milj. vætta áriö 1932. Meðalframleiðsla á ha. jókst úr 9.5 v. í 15 vættir. Ráð- stafanir hafa verið gerðar til þess að vinna enn betur að því á næstu árum að auka hveiti- ræktina, bæði með því að taka meira land til hveitiræktar og með því að bæta ræktunina, með því að rækta þau afbrigöi sem mest gefa af sér o. s. frv. — 1 ýmsum öðrum greinum landbúnaðarins í ítalíu hefir verið um mikla framför að ræða á andanförnum árum. LESIÐ, KAUPIÐ OG BORGIÐ HEIMSKRINGLU áhrifum. En mun þá trúin líða undir lok? Getur verk spámannsins orðið að engu? Getur meðvit- undin um, að ailir þeir, sem trúna hafa, myndi andlegt bræðralag, horfið úr hjörtum allra þessara miljóna manna? Sjálfsagt ekki um langan tíma enn ,og líklega aldrei með öllu. Þessi merkilegu trúarbrögð hafa óafmáanlega sett mark sitt og innsieli á mikinn hluta mann- kynsins. Spámaðurinn gleymist ekki og hugsjón hans deyr ekki. Þeir, sem hafa játast undir merki hans, mynda andlegt bræðraleg. Hvert sem nafn spámannsins er, og hverjar breytingar sem verða meðal fyigjenda hans, varir boðskapur hans, því að í honum felast einhver þau verðmæti hins and- lega lífs, sem mannkjminu mega að gagni koma, þótt tíma- bil nýrrar menningar rísi og líCi undir lok. í öllum breyt- ingum og byltingum aldanna eru andlegu verðmætin varan- legust. SAMSON BJARNASON DÁINN Þann 18. sept s. 1. andaðist að heimili sínu við Akra N. Dak. i bændaöldungurinn Samson! Bjarnason frá Tungu á Vatns-j nesi í Húnavatnssýslu, var í| fyrsta landnema hópnum til Nýja íslands og með þeim allra fyrstu er fluttust til Dakota. Samson var fæddur 13 nóv.1 1849 í Tíungu á Vatnsnesi, voru foreldrar hans þau hjón Bjarm Sigurðsson frá Katadal og kona hans Náttfríður Markúsdóttir Arngrímssonar frá Melstaö. Bræður Samsonar voru þeir Sigurður skáld Bjarnason, er orti Hjálmarskviðu Hugum- stóra, Áns rímur Bogsveigis o. fl. og Friðrik Bjarnason bóndi við Wynyard (dáinn 2. marz 1930). Árið 1863 andaðist móð- ir Samsonar, fór hann þá að heiman og dvaldi á ýmsum stöð- um þar í sveitinni, en 11 árum síðar 1874 fluttu þeir bræður, hann og Friðrik og Bjarni faðir "Eg óska eftir að fá símann aftur, ef þér viljið gera svo vel!” —Húsið er eins og dauðra manna gröf án hans; við erum að tapa sambandi við alla og borgum út meira til sendi- sveina en siminn kostaði okkur.” SÍMASAMBAND Þvert yfir Canada An þess að hreyfa yður að heiman, eða úr stólnum á skrifstofunni, getið þér talað við, og hlustað á vini yðar, eins glöggt og þeir sætu við hliðina á yður. Gjöldin eru afar lág fyrir löng samtöl. Eruð þér einn þessi “MÁ ÉG” NÁGRANNI? Getið þér hugsað yður nokkuð nauðsynlegra eftir því sem lifnaðar- háttum er farið nú á dögum, en tæki til að ná í vini yðar eða viðskifta- menn á hvaða stundu sem þér þurfið? ERU tíu cent á dag “sparnaður”, ef þau svifta konu og fjölskyldu hinu bezta og ódýrasta áhaldi í félagslífinu—heimilis-símanum? Eruð þér orðnir einn þessara “MÁ EG” nágranna sem án þess “að líta undan”, spyrja nágrannann ekki í eitt eða tvö skifti, heldur margoft á dag: “Má eg nota símann hjá yður?” VERIÐ SJÁLFSTÆ2DIR, HAFIÐ YÐAR EIGIN HEIMIUS-SÍMA. ÞÉR ÞARFNIST EINSKIS HLUTAR JAFN OFT EÐA MEIRA, ER KOSTAR JAFN LÍTIÐ. Öfugt’ við það sem á sér stað með önnur þjóðþrifa fjrirtæki kostar hver einstakur sími meira sem notendur eru fleiri. f Winnipeg hefir kostnaður þessi ekki verið lagður á afgjaldið þó kerfið hafi stöðugt verið fullkomnað. Enginn stórbær í Ameríku nýtur jafn fullkomnar þjónustu, á jafn lágu verði, á jafnstóru svæði, yfir 76 fermílur, sem Winnipeg hin meiri. Tíu cent á dag, verð eins sporvagns miða, eða vindils, borgar fjnir ótakmörkuð not símans — að bæ eða frá, allan sólarhringinn. Yfir Október býðst talsímadeildin til að setja inn síma á heimili bæjarbúa ókeypis. Fylgja verður þriggja mánaðar borgun af símagjaldinu með umsókninni. Pantið heimilis símann strax (Færsla og breytingar gerðar rýmilega) Manitoba Telephone System

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.