Heimskringla - 04.10.1933, Blaðsíða 4

Heimskringla - 04.10.1933, Blaðsíða 4
4. SÍÐA. HEIMSKRINCLA Hcimskrjngla (StofnuO 18S6) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKXNG PRESS LTD. 153 og S55 Sargent Avenue, Winrtipeg Talsimi: 86 537______ VerB blaðslns er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist:' THE VIKING PRESS LTD. RáOsmaöur TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 4. OKTÓBER 1933 KVEÐJU-SÖNGSAMKOMA í lok þessa mánaðar, leggur Brynjólfur Þorláksson af stað alfarinn til íslands. Hefir hann dvalið hér vestra um 20 ára skeið. Starf hans hefir eingöngu lotið að söngkenslu. Hefir það borið hinn bezta árangur og söngflokkar bæði barna og fullorðinna risið hér á legg. Stund hefir aðeins verið lögð á íslenzka söngva. Geta íslendingar af því ráðið, hver bjargvættur Brynjólfur hefir verið í þeirri grein og hvað mikilsvert starf hann hefir af hendi leyst í þarfir þjóðræknis- mála þau ár, sem hann hefir dvalið hér vestra. Hvernig honum verði fyrir það starf goldið, er auðvitað ekki hér um að ræða. Á því verða aldrei að fullu nein sanngjöm reikningsskil gerð. Áhrif starfsins eru alt of víðtæk til þess að verða vegin á slíka reizlu. En eins fyrir það munu Vestur-íslendingar til þess finna, að þessi maður megi ekki svo héðan fara, að honum sé ekki verðug viðurkenning sýnd af þeim og þakklæti fært fyrir starfið og allar skemtistundirnar oss veittar. Með þetta í huga, hafa Karla- og Kvenna-kórar íslendinga í Winnipeg og Choral Society — að fleiri félögum ef- laust þáttakandi — ákveðið að efna til stórfeldrar söngsamkomu. Er svo til ætl- ast, að hún verði haldin 30. október í Fyrstu íslenzku lútersku kirkju í Winni- peg. Verður það í síðasta sinni, að söng- sveitir syngja hér undir stjórn Brynjólfs. Vona nemendur hans, kóramir, er fyrir samkomunni standa, að þeir íslendingar utan-bæjar sem innan, sem nokkum kost eiga á því, sæki þessa samkomu. Eru þeir bæði með því að sýna lit á að launa Brynjólfi starf sitt að því leyti er inn- gangseyri nemur, og þá eigi sífeur hitt, að tjá honum með návist sinni þakklæti það, er hann verðskuldar og vér berum til hans fyrir gleðistundiraar og birtuna sem hann hefir hér brugðið upp í félagslífi voru og sem til hvers manns hefir meira og minna náð. En það er ekki aðeins, að Brynjólfur njóti álits og aðdáunar hjá íslendingum yfirleitt fyrir sína afburða söngkenslu- hæfileika og víðtæka þekkingu á sönglisl Hann hefir hér jafnframt með sinni lát- lausu og ljúfmannlegu framkomu eignast marga ótrauða og einlæga vini. Við burt- för hans héðan, verður hans saknað í fleiri en einum skilningi. Ekkert minna en víðtæk og almenn þátttaka í þessari kveðju-söngsamkomu getur viðunanlegt frá hálfu Vestur-ís- lendinga heitið. TOLLMÁL OG STJÓRNMÁL Oft heyrum vér um tollmál talað sen/ að þau væru eitthvað, er ékkert kæmu stjórnmálum þessa lands við, en hefði skotið upp í þeim aðeins til aðgreiningar flokkunum. Fátt hefir þó greinilegar í Ijós komið en það, að afstaða beggja stærri landsmála flokkanna til tollmála, er æði lík í framkvmædum hverju sem þeir halda fram f kosningum um þau. Vér ætlum hér ekki að fara langt út í söguna um það, að kenningin og verkin hafi ekki ávalt að einu og sama marki stefnt, heldur skal nægja að benda á fáein sýnishom. Árið 1896 komst frjálslyndi flokkurinn til valda á loforðum um toll-lækkun. En jafnskjótt og hann var tekinn við stjórn, hækkar Sir Wilfred Laurier tollana. Voru lögin að því lútandi kölluð “svikin miklu”, (The Great Betrayal). í kosningunum 1911 voru tollmálin aft- ur aðal atriðið og gagnskiftasamningar við Bandaríkin m. fl„ en þjóðin neitaði þá nokkurri breytingu í tollmálum, hafi þau verið aðal-málið í hennar augum, sem auðvitað er ekki víst, þó stjórnmálaflokk- arnir teldu þau það. En eftir að Sir Robert Borden er tekinn við stjórn, lækk- ar hann tolla svo, að nemur að meðal- tali 3.2 af hundraði. Árið 1921 voru tollar aftur hækkaðir um 3.09 af hundraði. Hver gerði það? Rt. Hon. W. L. McKenzie King. Fyrsta árið sem hann var við völd, hækkaði hann tollana þetta, en predikaði auðvitað lækkun tolla og frjálsa verzlun af móði á sama tíma. Síðan Rt. Hon. R. B. Bennett tók við stjórn hefir hann hækkað tolla, eins og hann fór ekkert dult með í kosningunum 1930 að hann ætlaði að gera. Nemur sú hækkun að jafnaði 4.09 af hundraði eða einum af hundraði meira, en tollhækkun Kings var árið 1921. Og stóð þó ólíkt á í tollmálum annara þjóða 1930, en gerði 1921. Sannleikurnin er sá, að almenningur hefir sjaldan heyrt nema “undan og ofan af,” eins og komist er að orði, um töli- málin. Tollarnir eru í eðli sínu stór- tekjulind stjórnanna. Tolltekjur hjá þeim hafa numið eins miklu og 200 miljónum dala á einu ári í Canada. Stjórnir þurfa ávalt fjár með. Það er segin saga. Hvort þær innheimta það með tollum eða beinum sköttum, skiftir minstu frá hálfu almennings skoðað. En það að stjómir þessa lands hafa allar heldur kosið tolla-leiðina til þess, virðist benda í þá átt, að þeim hafi þótt hún hagkvæmari að einhverju leyti. Annars hefðu þær varla gengið eins oft á bak orða sinna og raun hefir á orðið. “SENDUM ÚT Á SEXTUGT DJÚP" Vestmaður ,sem nýlega er heim kominn úr ferðalagi um mörg lönd Evrópu, var spurður að því hvað honum hefði minnis- stæðast borið þar fyrir auga. Hann svar- aði viðstöðulaust, að það væri hatrið milli þessara þjóða. Blossana af því bæri við ský á öllum landamærum og innan vébanda þeirra lagði reykjarstrók- ana sumstaðar langt í loft upp af inn- byrðist óeiningu og flokkadrætti. Það er fyrst þegar maður les aðrar eins lýsingar af andlegu ástandi manna og þetta, að samanburður þrengir sér fram í hugann og maður fer að íhuga hvernig háttað sé heima fyrir. Af þeirri stuttu reynslu sem vér höf- um af sambúð manna innan þessa þjóð- félags, gætum vér ekki lýst henni á sama hátt og ferðamaðurinn sem til Ev- rópu fór gerði. Oss hefir ávalt þótt þaö fyrirboði góðs, hvað samlíf hinna mörgu þjóðarbrota í Canada hefir verið friðsælt. í einni og sömu sveit, eru oft óteljandi þjóðflokkar saman komnir. Eigi að síður hefir aldrei um annað en hina bróður- legutsu samvinnu þeirra á milli verið að ræða. Þeir hafa jafnvel hver um sig verið ósparir á að leggja nokkuð í sölumar ' þess að sýna og sanna hverir öðrum, að takmark þeirra væri að búa hér saman í einingu og friði. Að vera skyldurækinn þegn þjóðfélagsins og að vinna sér með framkomu sinni velvild og traust nábúa sinna, hefir verið stefnan hér. Að öllu því sem laut að eflingu og þrifum þjóð- félagsins, hafa þeir af fúsum vilja unnið saman og sjaldnast metist um annað en það, að láta sín að því getið, að hafa lagt varanlegan stein í byggingu þjóð- lífsins hér. þú hittir á förnum vegi ann- ara þjóða mann og talar við hann. Þó á málfærinu kunni hjá báðum að ve- brestur, segir brosið á vörinni og ein- lægnin í augunum þér, að eitt sé star--'-' beggja. Það mun óvíða út um heim vera hægt að benda á slíka þjóðar-einingu og hér, þrátt fyrir hin mörgu óskildu þjóðarbrot, sem hér búa saman. Og glataði þjóðin þeim kjörgrip sínum, færi vissulega ver fyrir henni en áður. Það yrði að minsta kosti alt annað en geðfeld tilhugsun svona fyrst í stað, ef hér lægi fyrir hönd- um, að hvert fylki, eða jafnvel sveit, yrði að víggirða landamæri sín, eins og smáríkin í Evrópu hafa orðið að gera, vegna haturs-eldsins milli þeirra. En er takandi fyrir, að þar að geti komið hér sem í Evrópu? Á síðari árum hefir á meiri óeiningu hér borið en áður. Og vanalegast hefir hún átt rót að rekja til haturs-hrópa Evrópu. Hún hefir verið bergmál af þeim. Má meðal annars því til sönnunar benda á ofbeldisseggi þá í Toronto, er með hakakross Hitlers 'á brjósti, óðu uppi nýlega. Þegar lögreglan tók framfyrir hendur þeim, kváðust þeir ekkert samband hafa við þýzka Nazista; heldur bæru þeir ekkert hatur til Gyðinga. WINNIPEG, 4. OKTÓBER 1933 En þeir komu af stað óeirðum, svo alvar- legum, að hefði ekki í taumana strax verið tekið, hefðu af því hlotist blóðsút- hellingar. Og því fer fjarri að þetta sé eina tilraunin, sem hefir verið gerð, til þess að sá evróp- isku haturs fræi í canadiska mold, þó það hafi í smáum stíl verið og hafi ávalt mistekist. Hugtún borgaranna hafa ekki enn sem komið er reynst hlýir gróður- reitir fyrir illgresið. Og verða vonandi ekki. Það var þessi haturseldur sem landlæg- ur var orðinn í Evrópu, sem tugir þúsunda af borgurum þessa lands flýðu, er þeir tóku saman föggur sínar og fluttu hing- að. Hann bjó í loftinu sem þeir önduðu að sér. Hví skildi þá nú fýsa að breyta til og lævi-blanda loftið hér einnig. Skildu brúnu, svörtu, rauðu, bláu eða hvítu skyrt urnar, sem allar eru talandi vottur eins og hins sama — haturs og sundurlyndis Evrópu þjóðanna bæði innbyrðis og út á við — reynast skjólbetri Canadamannin- um í næðingi vetrar hér, en mackinaw- stakkurinn eða raccoon-stakkurinn, sem hann hefir yfir sig steypt til þessa og þau álög hafa ekki fylgt, að íklæðast um leið óstjórnlegri heift og hatri til sam- borgara sinna eða til nokkura annara manna? Ef fyrir einhverju væri barist er líkindi væru til að. almennings-heill snerti, væri ekkert um þetta að segja. En þegar ekkert þarfara er með æsingunum unn- ið en það, að kveikja hatur þar sem áður ríkti friður, þá fara manni að detta í hug orð skáldsins: Sendum út á sextugt djúp, sundurlyndis fjandann! SPÁMAÐURINN FRÁ MEKKA Fyrsta ræða af nokkrum um helstu trúarbrögð heimsins flutt af séra Guðm. Árnasyni. Mikill og voldugur er Allah! Eg kunngeri að engin guð er til nema Allah. í þröngum dal milli grýttra hæða hér um bil í miðri Arabíu frá norðri til suð- urs og hér um bil fjörutíu mílur frá Rauðahafinu stendur ein af merkilegustu borgum heimsins, borgin Mekka. Væri maður kominn þangað um það leyti, er píligrímar úr löndum þeim, er múhameðs- trúarmenn búa í, sækja þangað, mundi maður sjá einkennilega sjón. Um sólaruppkomu, þegar fyrstu geisl- ar morgunsólarinnar skína á fjöll ljóssins. en svo heitir hæsta hæðin fyrir ofan borgina, koma margar þúsundir manna eftir veginum frá Jiddah, hafnarbænum á strönd Arabíu. Þessir menn hafa far- ið síðasta áfangann á úlfaldabaki eða fótgangandi, og síðustu nóttina hafa þeir haldið áfram hvíldarlaust, til þess að ná til hinnar helgu borgar um sólarupp- rás. Allir eru þeir eins klæddir — hvítur dúkur vafinn um mittið og annar yfir axl- irnar. Þær fáu konur, sem kunna að vera í pílagrímsförinni, eru klæddar í lang ar línslæður, sem hylja þær frá hvirfli til ilja. Búning þennan hafa pílagrímarnir orðið að taka upp áður en skipin, sem fluttu þá til Jiddah, komu að landi, og úi honum mega þeir ekki fara fyr en þátt- töku þeirra í helgisiðunum, sem þeir hafa komið til að vera staddir við, er lokið. Búningurinn táknar þrent: liturinn tákn- ar hreinleik-hugarfarsins, einfaldleiki bún- ingsins táknar látleysi, og það að hann er sá sami fyrir alla táknar, að allir mú- hameðstrúarmenn eru jafnir, hvar í heim- inum, sem þeir búa, hver sem staða þeirra er og hvort sem þeir eru ríkir eða snauð- ir. Þegar pílagrímarnir eru komnir inn í borgina og hafa útvegað sér verustaði, byrjar helgiathöfnin. Þeir safnast saman í miðri borginni og ganga þögulir inn á hið heilaga svæði, sem liggur umhverfis musterið. Þar krjúpa þeir niður, styðja enni á jörðina og mæla lágt af munni fram bæn. Að því loknu verður ys og þys; allur mannfjöldinn rís á fætur í einu og musterisgarðurinn, sem er níu hundr- uð fet á hvern veg og rúmar tíu þúsund manns, verður að lifandi hringiðu og ómur margra þúsunda radda rís eins og brimgnýr á sjávarströnd. Hver pílagrímur hleypur sjö sinnum umhverfis musterið og þylur um leið bænir með hárri rödd. Þegar því er lokið gengur hver pílagrímur að steininum helga, sem er í musteris- vegnum hér um mil fjögur fet frá jörð, og kyssir hann. Síðan er aftur hlaupið ber- um fótum um níu hundruð fet milli tveggja hæða utan við musterisgarðinn. i Hárið er rakað af ofurlitlum bletti á höfði pílagrímsins. Helgiathöfninni er lokið. Píla- grímurinn má aftur klæðast sínum venjulegu fötum. Hann hefir leyst af hendi skylduna, sem hver heilbrigður og sjálf- bjarga múhameðstrúarmaður á að inna af hendi einu sinni á æf inni, að fara pílagrímsför til Mekka. Ef þessar pílagrímsferðir legðust niður, væri borgin ekki lengur til, því hún lifir á þeim. Hún væri þá ekkert annað en áningarstaður á eyðimörkinni fyrir úlfaldalestirnar; ofurlítill grænn blettur með pálmalund- um á hinni sólbrendu auðn, þar sem næstum aldrei rignir en sólin hellir óaflátanlega geislum sínum yfir bera sandana. En pílagrímarnir koma, þeir koma í þúsunda tali úr öllum áttum — vestan úr Afríku, frá Egyptalandi, Túnis, Alzír, Marokko; norðan af Sýrlandi, Mesopotamíu, Litlu-Asíu, og frá héruðunum á Rússlandi sunnan Kákasusfjalla; austan af há- lendi Asíu, frá Indlandi, Af- ghanistan og Kína; frá Suður- Afríku, Philippíneyjum og Java og víðar að. Fylgjendur spá- mannsins eru dreifðir út um mörg lönd og búa meðal margra þjóða. En þeir koma samt, koma þúsundir mílna til hinnar helgu borgar, þar sem maður- inn, er þeir allir viðurkenna sem höfund trúarbragða sinna, fæddist og hóf sína merkilegu trarbragðahreyfingu fyrir þrett- án hundruð árum. Og hvers konar trúarbrögð voru það, sem hann stofnaði? Múhameðstrúin er eingyðis- trú í strangasta skilningi. “Eng- inn guð er til nema Allah, og Múhameð er spámaður hans.” Þetta er höfuð-kennisetning hennar. Fyrir daga Múhameðs tilbáðu Arabar mesta fjölda af guðum og Allah var einn þeirra. Múhameð gerbreytti trúarbrögð um þeirra. Hann ekki aðeins bannaði þeim að tilbiðja aöra guði, heldur kendi, að það væri hin argast viila að trúa því að þeir væru til. Gagngerðari siðaskifti en hans hafa líklega aldrei gerst á þessari jörð. En engu óeftirtektarverðari en eingyðistrúin er sú merkilega eining og meðvitund um andleg- an skyldleika, sem Múhameð gat blásið fylgjendum sínum í brjóst. Hvar í heiminum sem Múhameðstrúarmaðurinn er, finnur hann til þess að hann er meðlimur andlegs félagsskap- ar, sem er rétthærri en þjóð- ernið. Það var þessi einingar- meðvitund, sem um langt skeið ruddi trúnni braut land úr landi, svo að engin öfl gátu rönd við henni reist. Og það er hún, sem nú stendur andspænis nýj- um hreyfingum, hreyfingum, sem í augum hinna íhaldssam- ari múhameðstrúarmanna eru stórhættulegar, en stærsta og mikilverðasta áhugamál hinna framsæknari. Þessi þrettán alda gamli trúarbragðalegi félagsskapur, sem hefir ver- ið lausari við innbyrðis sundrung en nokkur annar trúarbragðalegur félagsskapur, honum nokkuð svipaður að stærð, er nú, að því er virðist, að byrja að liðast sundur vegna utanaðkomandi menningará- hrifa ,áhrifa, sem eru svo sterk, að ekkert vald erfikenninga og tímahelgaðra siða fær staðið á móti þeim. Það væri fróðlegt, að fara nokkuð út í sögu þessarar merkilegu trúarhreyfingar, en til þess er enginn tími hér. Þess má aðeins geta, að fá eða eng- in trúarbrögð hafa náð eins undraverðri útbreiðslu og mú- hameðstrúin á jafn skömmum tíma. Á fyrstu hundrað árun- um breiddist hún út um öll Iönd við Miðjarðarhafið austanvert og sunnanvert; norður á Spán og norður yfir Pýrenafjöll héldu hersveitir Araba og unnu hvar- vetna sigur. Réttum hundrað árum eftir dauða spámannsins DODDS ' KIDNEY I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’a nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðrn sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu i öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. biðu þeir sinn fyrsta ósigur í orustunni við Tours á Frakk- landi. Hefðu Arabar sigrað þar, er líklegt að meginhluti Evrópu hefði orðið múhameðs- trar í stað þess að verða krist- inn. Hinn mikli sagnfræðingur Gibbons áætlar að á þessuro fyrstu hundrað árum hafi Arab- ar lagt undir sig 35,000 borgir, þorp og kastala, eyðilagt 4000 kristnar kirkjur og reist 1400 múhameðstrúar musteri í stað- inn. Kristna kirkjan á Austur- löndum, sem var öll sundur- klofin af guðfræðilegum deilum, eyddist eins og snjór á hlýjum vordegi undan hinum brennandí ákafa fylgjenda spámannsins frá Mekka. Síðan hófst sama sigurförin austur á bóginn, um alla Mið-Asíu, austur að kín- verska múrnum og suður á Indland. Hvergi varð viðnám veitt. Þessi nýju trúarbrögð, sem áttu uppruna sinn í huga eins manns í ómerkilegu smá- þorpi í Arabíu, ultu eins og flóðalda yfir löndin. Þjóðin, sem fyrst aðhyltist þau, umskapaðist svo að segja á fáum árum; hún varð að heimsveldi. Ríki kalif- anna í Bagdad varð eitt af stærstu og voldugustu ríkjum, sem nokkum tíma hafa veriö til. Fádæma auður safnaðist þar saman og óhóf og munuð'- lífi varð meira en dæmi voru til áður. Arabarnir drukku í sig alla menningu, sem þá var til i heiminum. Þeir urðu kennarar Evrópuþjóðanna í þeim vísind- um, sem þá þektust. Þeir reistu fegurstu byggingarnar, sem reistar voru á miðöldunum, frá Alhambra höllinni á Spáni aust- ur til Taj Mahal grafhýsisins á Indlandi, sem er af mörgum enn í dag talið fegursta bygg- ing í heimi. Og allar þjoðir, sem Arabar sigruðu ,urðu að taka trúna, því herferðirnar voru allar gerð- ar í því skyni að breiða trúna út. Kóraninn varð þeim bæði lagabók og trúarregla. Alt líf- ið stjórnaðist af fyrirmælum þessarar einu bókar — verzlun, stjórnarfar og skattgreiðslur jafnt sem trúin og siðgæðið. Kennarar voru hvarvetna settir til þess að kenna hinni upp- vaxandi kynslóð ákvæði kórans- ins. Musteri voru bygð, og frá turninum þeirra hljómuðu dag* lega út yfir löndin orðin, sem Mhanieð sjálfur hafði fyrst látið hrópa af þaki mustersins í Mekka — “Mikill og voldugur er Allah! Eg kunngeri að eng- inn guð er til nema Allah, og að Múhameð er spámaður hans. Komið til bæna! Komið og öðl- ist sáluhjálp! Guð er mikill! Það er enginn guð til nema Allah!” En alt er í heiminum hverfuít. Þessi brennandi áhugi fyrir út- breiðslu trúarinnar gat ekki enzt um aldur o gæfi. í staðinn fyrir ir einfaldleik, strangleik og á- kafa útbreiðslu-tímabilsins kom hóglífi, siðspilling og innbyrðis ófriöur. Hið mikla veldi kalif- anna féll í rústir og menning- unni hnignaði. Að lokum komu herskarar hálfviltra Tyrkja ausian úr Asíu á tólftu og þrettándu öld, fóru herskildi um löndin, tóku Múhameðstrú

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.