Heimskringla - 11.10.1933, Qupperneq 2
2. SÍÐA.
MEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 11. OKTÓBER 1933
HVAÐ MERKIR IÐRUNIN í
ÞJÓÐLIFINU
í guðfræðilegri merkingu
liefir venjulega verið skilið svo,
að iðrunin sé sektarjátning, svo
köllyð andleg syndasorg, sam-
fara auðmýktar tilfinningu og
löngun til að fylgja betur hinum
viðurkendu kröfum kirkjunnar.
Svo er álitið, að hún sé sorg og
sundurkramning hjartans vegna
misgjörða manns. Prestarnir
kröfðust þess tíðum, að mað-
urinn gerði yfirbót eða játaði
yfirtroðslur sínar og misgerðir
opinberlega eða í viðurvist safn-
aðarins.
Þessari skoðun hefir verið
haldið fram svcf fast, að margir
hafa verið þeirrar skoðunar, að
ekki væri hægt að öðlast fyrir-
gefningu, ifema auðmýking
syndarans væri fullkomin; þeir,
sem leituðu að hreinsast af
syndinni ,áttu að líta á sjálfa
sig sem vesala jarðarinnar
orma, skríðandi í duftinu og
beiðast miskunnar líkt og vesal-
ir og óánægðir mannaræflar
gérðu frammi fyrir harðstjórum
máðaldanna.
Þetta er auðljóslega öfga-
kend skoðun á iðruninni sent
trúarreynslu, en þó hafa margir
guðfræðingar léð henni lið. Það
er ekki undarlegt, þótt þessi
skoðun yrði andstyggileg hraust
um mönnum og karlmannleg-
jjm, sem gátu hvorki né vildu
auðmýkja sig á þennan hátt.
Hugsandi <menn hafa oft horfið
frá kirkjunni og stundum snúið
algerlega baki við trúnni, af því
að þeir gátu ekki hugsað sér
réttlátan guð, sem gleddist af
jáfn auðvirðulegri auðmýkingu,
sem þessi skoðun virtist heimta.
Guð ætlast ekki til þess, að
maðurinn auðmýki sig óhæfi-
lega. Hann er ekki eins og
harðstjóri, sem hefir ánægju af
undirlægjuskap þegna sinna;
honum geðjast að drengilegum
mönnum — mönnum sem með
hreysti og hugprýði glíma viö
þau viðfangsefni, sem lífið fær
þeim.
Það er einsætt, að fyrsta skil-
yrðið til þess að fá leyst hvaða
vandamál, sem lífið leggur fyrir
oss, er það, að vér vitum, að
vandamálið sé til. Enginn get-
ur leyst vandamál, nema hann
viti ,að um vandamál sé að
ræða. Á sviði hegðunarinnar
er öldungis sama máli að gegna.
Enga breytingu til batnaðar er
hægt að gera, og eigi verður
hún heldur gerð, fyr en maður-
inn veit, að umbæturnar eru
nauðsynlegar og æskilegar.
Næsta skilyrðið til þess að leysa
vandamálið, er það, að finna
ráðið eða aðferðina til þess að
leysa það. En þetta er ekki
altaf eins auðvelt og það sýnist.
Trúarbragðahöfundar segja oss
tíðum, að ráðið til betrunar sé
í því fólgið, að vér játum synd-
ir vorar, könnumst við brestiria
og látum í ljós yilja til þess að
betrast. "En er þetta í rauninni
svona auðvelt? Þriðja og síðasta
skilyrðið til þess að leysa vanda-
mál, er það að ganga úr skugga
um gildi lausnarinnar eða á-
rangursins.
Við mörg tækifæri í lífinu
getum við gengið úr skugga um
árangurinn hjá okkur. Er auð-
velt að vita, að syndirnar séu
oss fyrirgefnar, að vér séum
því lausir undan oki réttlætis-
ins? Að því er snertir, hvaða
illan hátt, sem er eða vana, þá
kann að vera tiltölulega auð-
velt að vita, hvenær vér hættum
að vera þrælar þess vana eða
háttar. Einhver kynni líka að
segja, að þegar maðurinn hefir
sigrast á slíkum háttum eða
vana, hverjum eftir annan, þá sé
hann kominn vel á veg til fuil-,
komnunar. Én slík aðferð sem
þessi er öll í molum og heldur
manninum á ringulreið. Vissu-
lega er 'þörf víðara sjónarmiðs.
Kjarninn í kenningu Jóhann-
esar skírara var iðrunin. Mað-
urinn átti «að taka sinnaskiftum
og vera fús til að byrja nýtt líf
helgað verðugri hugsjónum.
Kristur jók við þessa kenningu
og hélt henni fram sem nauð-
synlegu skilyrði til þess að kom-
ast í guðsríki það, sem brátt
átti að stofna. Þegar Kristur
skýrði lærisveinum sínum frá
þessu ;nýja skipulagi, orðaði
hann þá hugsun og þrá, er vak-
ið hafði með'þjóð hans áratug-
um saman. Allir þráðu t)g voru
að biðja um nýja fjárhags skip-
un og nýtt þjóðskipulag, þar
sem drottinn sjálfur ríkti, og
réttlæti eindrægni og góðvilji
byggi. Eftir því sem Kristur jók
við kenningu sína, sagði hann
að slíkt ríki gæti ekki orðið til,
nema hver einstaklingur breytti
viðhorfi sínu, ekki að eins við.
sérstökum venjum sjálfs sín
heldur og við öllu sambandi
sínu gagnvart náungum sínum.
Hann lagði og áherzlu á iðrun-
ina. Hún átti að vera algert
afturhvarf, gagngjör breyting á
mahninum sjálfum með tilliti til
alls sambands hans við þjóð-
félagið.
Þegar vér athugum nánar,
hvað felst í kenningum Krists
um iðrunina, þá sjáum vér, að
hún felur í sér meira en að
eins sundurkramningu sálarinn-
ar fyrir eitt eða annað verk,
sem vér höfum drýgt. Hún
merkti það að mennirnir yrðu
að eignast nýja lífsskoðun, þar
sem öfund, sérdrægni, úndir-
ferli og aðrir þess háttar lestir
ættu sér engan stað. Að leita
sjálfum sér hagnaðar öðrum til
tjóns varð ekki þolað í þessu
ríki föður hans, en hann sá, aö
það var messiasar skylda sín
að stofna þetta ríki. Hann von-
aði, að sér mundi takast að fella
í rústir hið gamla skipulagið,
þegar hann hefði snúi5*mörgum
til fylgis við hina nýju hugsjón.
Kristur lét sig engu skifta,
hvað menn átu eða drukku,
hverju þeir klæddust eða í
hvaða húsakynnum þeir bjuggu.
Hann vissi ,að ef menn á annað
borð snerust til fylgis við hina
víðfeðmari hugsjón um betrun
mannsins fyrir tilverknað þjóð-
skipulags, sem reist væri á
grundvelli vináttu, réttvísi Qg
réttlætis, þá mundu þeir ann-
markar, sem kynnu að vera, á
persónulegu framferði, leiðrétt-
ast til mikilla muna. Hjá honum
þýddi iðrunin það að vilja yfir-
gefa gamla skipulagið og veita
hinu nýja fullkominn stuðning.
Að sjálfsögðu kendi hann líka
siðareglur, en hann fékst ekki
um siðferðið siðferðisins vegna,
heldur aðeins að því leyti sem
lögmál persónulegs lífernis
hjálpar manninum til þess að
öðlast hið háleitara þjóðskipu-
lagið. Hann vildi breyta sálar-
lífi einstaklingsins. Hann vildi
ERUD
ÞÉR
SIMA
HÚSFREYJAN (vingjarnlega); “Mér væri.
ánægja að verða við bón þinni góða mín,
en svo- er komið nú orðið, að við getum
naumast sagt að við séum húsum ókkar
og síma ráðandi. Það eru svo margir og^
svo oft, eins og þér vitið, sem koma. ‘
Maðurinn minn hefir stigið á þ^,ð og sagt:
‘Segið þeim, o. s. frv.’ ”
Betlari?
Getið þér reiknað út hvers virði góður nágranni er-
glöðust þegar hún getur gert yður þénustu?
Hvarvetna í
Canada
Hver sem vegalengdin er, j
til vinar yðar innan Canada I
'— þá getið þér náð til hans
‘‘á augabragði”, og þið heyrið i
eins vel hvor til annars eins og j
þið sætuð samhliða.
Á kveldin, á hentugasta tíma
fyrir yður, exu lágmarksgjöld í
gildi.
Heimsækið fjarlæga vini yðar
stöðugt, yfir símann. Það spar-
ar yður margra klukkutíma ' I
bréfaskriftir; að maður ekki i
telji ánægjuna að heyra rödd
þeirra og geta sagt það við þá
sem maður ekki myndi skrifa.
Getið þér hugsað yður nokkuð ódrengilegra,' en jafnt og stöðugt, og
af ásettu ráði að níðast á stöðugri greiðvikni slíks nágranna?
•Flest fólk borgar fyrir not sín af símanumj en nokkrir vilja heldu ‘
fá hann léðann. Rafsölu félögin nefna slík;t öllu grófara nafni og reka á
eftir að þeir fái fangavist er heldur kjósa að fá raforkuna þannig en
borga fyrir hana.
Verð símans til allra notenda er miðað við tölu notenda sem borga.
Þegar þér gerið það að vana yöar að fá lánaðan símann lijá nágrannan-
um, þá eruð þér að troðá á rétti beggja, nágrannans og símakerfisins.
Þetta á auðvitað ekkert skylt við það að fá lánaðan síma stökum
sinnum þegar ekki er hægt að ná í sinn eigin síma, en þessu er, með allri
virðingu, beint til þeirra borgara sem gera símann, sem nágranninn
borgar fyrir, að almennri eign.
YFIR OKTÓBER .
býðst talsímadeildin til að setja inn síma á heimili bæjarbúa ókeypis.
Fylgja verður þriggja mánaðar borgun af símagjaldinu með umsókninni.
Pantið heimilis símann strax
\ (Færsla og breytingar gerðar rýmilega)
/
Manitoba Telephone System
breyta sálarlífi einstaklingsins.
Hann vildi fá menn til að trúa á
guðsrjki hér á jörðu og vinna
fyrir það. Af þessu var hann
annað og meira en siðfræðing-
ur. Og það var þetta, sem
gerði hann hinn mesta trúar-
bragða höfund allra alda.
Samkvæmt kenningum Krists
átti maðurinn að iðrast hollustu
sinnar við veraldlegar hugmynd-
ir og veraldlega háttu, og helga
sig algerlega guðsríki, “því
skipulagi, sem mundi gera alt
mannkynið að einni stórri fjöl-
skyldu, þar sem friður, réttlæti
og góðvilji ríkti meðal allra. En
þessu nýja þjóðskipulagi átti
ekki að koma á með valdi frá
valdboði, heldur átti það að
skapast af nýju lífi í sál hvers
einstaks manns, lífemi, sem
hreinsað væri af syndinni og í
samræmi við guðsvilja”*. Hann
bauð fylgismönnum sínum að
leita fyrst guðsríkis og þá
mundi alt annað veitast þeim
á sínum tíma. Átti hann ekki
við það, að þeim mundi veitast
máttur til þess að sigrast á
sjálfs sín syndum, jafnt sem
aðrar æskilegar gjafir. ?
Kristur kom ekki á neinu
skýru skipulagi. Hann virðist
ekki hafa hugsað sér guðsríki
svo sem smiðið éftir neinni
borgaralegri eða pólitískri fyrir-
mynd, er þá var til. Og mjög
er það vafasamt, hvort hann
hugsaði sér þetta ríki sem kirkj-
una, eins og við þekkjum hana.
Hafi hann á annað borð hugsað
um nokkurt ytra skiplag, hefir
hann gert það fyrir þá sök, aö
menn þurfa að hafa eitthvað
hlutkent og veraldlegt sér til
leiðbeiningar. Þeir menú einir,
sem gæddir eru frábærum skiln-
ingi og vitsmunum, geta veitt
óhlutlægum lögmálum fúll-
komna hollustu. Flestir eru
hollari mönnum en hugsjónum.
Menn eru aðeins hugsjón trúir,
þegar sá maður, sem þeir dást
að, lifir lífi sínu í samræmi við
hana, því er það, að þörf er á
sýnilegri kirkju ekki síður en
sameinuðum hugsjónum. En
þegar á alt er litið, er þó hug-
sjónin mikilsverðari en skipulag
ið, því að það ætti að eiga sér
þann einn tilgang að viðhalda
hugsjóninni. Jafnvel Kristur sam
þykkir og hlýddi þjóðféalsg
venjum þjóðar sinnar og aldar.
Því fór fjarri, að hann væri and-
vígur skipulagi, svo lengi sem
viðhald þess varð ekki hinn
eini tilgangur hollustunnar. í
augum Krists. var hugsjónin ó-
endanlega miklu meira virði en
nokkurt ytra eða áþreifanlegt
kerfi. Hann hefir sennilega
fundið, að þeir, sem hin nýja
hugsjón hefði breytt, mundu
auðveldlega geta skapað sér
* Ellwood — The Recon-
struction of Religion, Pp. 78-79.
kerfi eða skipulag, sem svaraði
tilgangi þeirra.
Það ríki, sem Kristur vildi
láta fylgismenn sína aðhyllast
af öllu hjarta, var líkara bræðra
lagi, þar sem hver um sig leit-
ast við að hjálpa hinum, sem
bezt hann getur. Sérhver átti
að keppa að því að þroska sjálf-
an sig sem mest, bæði líkam-
lega, andlega og þjóðfélagslega,
til þess að hægt væri að stofna
félagslíf á sem æðstu stigi. Þeg-
ar lærisveinarnir höfðu fundið
ljósið og lært að ganga í því,
var hverjum þeirra gefið vald
til þess að útbreiða gleðiboð-
skapinn, þangað til réttlætið
þekti alla jörðina, eins og höfin
hylja undir djúpinu.
Eitt atriðið í iðrunarkenningu
Jesú Krists er því trúboðaand-
inn, og í þeim anda er sá, sem
hefir látið snúast fús til þess
að neitá sér um alla þessa
heims ánægju, ef þörf krefur,
og helga alla æfi sína því starfi
að vísa öðrum leiðina til sannr-
ar andlegrar sælu. Gervallri
mannkindinni, hverri einustu
þjóð, kynkvísl og fólki, með
hverskonar tungu átti að kenna
það lögmál, sem hið úýja skipu-
lag hvílir á. Það var þess v'egna
að hann kallaði saman læri
sveina sína, blessaði þá og fól
þeim sérstaklega að fara um
heiminn og kunngera hverjum
mani gleði boðskapinn um rík-
ið. Það er auðsætt, að ríkið átti
ekki að vera einskorðað við
neinn útvalinn hóp. Engan átti
að útiloka, ekkert stærilæti og
engin einstaklings eða flokks
sérdrægni átti að eiga sér þar
stað. Boðberar sáluhjálparinn-
ar áttu að vera auðmjúkir, bæn-
ræknir, góðgjarnir, umburðar-
lyndir, sýna öðrum samúð, og
vera óþreytandi í góðverkum og
velgerðum. Hin staðfasta trú
þeirra átti að birtast ennþá bet-
ur í lifnaðarháttum þeirra en
ræðum.
Trúboðinn átti að vera sann-
ur kennari. Einkenni allra mik-
illa .og sannra kennara er auð-
mýktarmeðvitundin; þeir eru
aldrei síngjarnir, ávalt hæ-
verskir. Þeir skynja takmörk
sín frammi fyrir hinum djúpu
sannindum, sem þeir vilja inn-
ræta lærisveinum sínum. Kenn-
ingar Krists um iðrunina fela
ekki að eins í sér trúboða and-
ann, brennandi löngun til þess
að kunngera öllum mönnum
sannleikann, heldur þann anda,
sem nauðsynlegur er við kenslu-
starfið. Getur sá unnið gagn-
legt trúboðastarf, sem lítur á
sjálfan sig sem einkavörð guð-
legra sanninda irfeð guðlegri
hylli?
Önnur skoðun á iðrunirfni,
sem auðsælega felst í kenning-
um Krists og lærisveina hans,
og kemur meira -að segja, skýrt
fram í þeim á stundum, er sú,
að iðrunin verður ekki gerð á
PHONE 92 244 BEFORE 5:45 P.M. FOR
PROMPT DELIVERY SAME EVENING