Heimskringla - 11.10.1933, Síða 6

Heimskringla - 11.10.1933, Síða 6
S. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. OKTÓBER 1933 JON STRAND Saga eftir PAUL TRENT. Þýdd af G. P. MAGNÚSSON. “Eg sé ekki eftir neinu ,sem eg hefi gert á liðnum tíma — eg finn ekki að eg hafi gert neitt rangt. En samt sem áður gleðst eg yfir því, að Strand hefir tekist að hreinsa sig af þeim ósannindum, sem á hann voru borin. Mér hefir alla jafna fallið hann vel í geð.” “í>ú hefir viðhaft all einkennilega aðferð til að sýna það,” sagði Cobden og færðist ein- kennilegur dauða svipur yfir andlit hans augun sýndust hálf brostin og titringur kom á allann líkama hans. “Til hvers kom eg hingað? — Eg get ekki munað það.” “Það er hyggilegast fyrir þig að fara heim til þín.” “En eg kom hingað til þess, að segja þér etithvað — hvað var það? — Er eg að tapa minninu? — Eg hefði ekki átt að koma, eg er of veikur og máttvana ennþá,” sagði Cobden með hvíldum. Svo alt í einu safnaði hann öllum þeim kröftum sem hann hafði yfir að ráða, og hóf rödd sína hærra en fyr: “Nú man eg það! — Eg kom í herbergi það, sem Mar- ian var í og fann hana þá liðið lík. En hún hafði skilið eftir son, sem lifði. — Hann lá í rúminu hjá henni og brosti til mín. Eg tók drenginn í fang mér og hjá mér hefir hann verið síðann.” “Hvað ertu að segja maður?” hrópaði Southwold. “Eg veitti drengnum það bezta uppeldi sem í mínu valdi stóð — og eg hefi séð hann vaxa upp í það að verða að miklum manni og verkfæri til þess, að koma fram hefndum á föður sínum, sem er óverðugur að f kallast því nafni.” “Cobden! Er þetta mögulegt? Er þetta sannleikur?” “Með dugnaði sínum og manndómi hafði drengurinn sig áfram hærra og hærra unz hann var sleginn niður — af föður myndinni sinni.” “Er Jón Strand sonur minn — sonur Marian?” Southwold var orðinn mjallhvítur í andlitið og líkami hans hristist eins og laufblað fyrir vindi. Hann var kominn í ákafa geðshræring og beið eftirvæntingarfullur eftir svarinu. “Já, Jón Strand er sonur þinn — nafnlaus sonur er þú kastaðir frá þér eins og einskis- verðum hlut, sem þú vildir ekki hirða eða hafa neitt með að gera.” Cobden átti orðið mjög örðugt með að tala, og er hann slepti síðustu orðunum, þraut allur hans máttur. En naumast mun Gerald Southwold verða svo gamall maður, að hann muni ekki eftir augnaráði því, sem Cobden leit hann þetta skifti. XLVII Kapítuli. Þegar Jón hafði lesið blöðin fór hann ofan til morgunverðar með Philip. Bráðlega komu þau inn í borðstofuna, Joyce, Sylvía og faðir hennar. Þau voru í sérstaklega góðu skapi og hafði það upplífgandi áhrif á Jón. Að máltíðinni afstaðinni fóru þau Jón og Joyce afsíðis í stofunni, frá hinum. “Útnefning fer fram kl. 12 í dag. Ef eg verð kosinn gegnsóknarlaust, þá skulum við fara strax heim. Mér er hálf órótt út af frænda þínum, eg veit að hann muni vera talsvert veikur ennþá,” sagði Jón. “Hjúkrunar konan sagðist mundi senda okkur símskeyti tafarlaust, ef honum versn- aði.” Þau gengu inn í setustofuna, og settust þar niður. Þau voru þar ein og hvorugt þeirra sagði orð. Alt í einu varð Jöni litið til Joyce og sá að hún hafði horft á hann allan tímann. Ástin skein úr augum hennar og andlitið Ijómaði af unað og fögnuði. “Elskan mín!” sagði hann. “Jón! Eg er svo glöó. Nú er mér farið að skiljast, hvaða hræðilegur reynslu tími hefir staðið yfir, þar sem því öllu er nú lokið. — Meðan á því stóð þorði eg ekki að láta mér koma það í hug. — Eg elskaði þig áður, en nú elska eg þig tíu sinnum meir. -— Er það rétt af mér að skýra frá þessu? Er það ekki álitið ókvennlegt. — Mér er sama hVað álitið er í því efni.' — Eg get ekki hjálpað því — eg verð að gefa tilfinningum mínum lausan taum- inhér eftir. Þú hefir reynt að fjarlægast mig, þessa síðustu tíma, en nú, hér eftir, skal þér ekki takast það. Það er þitt óhræsis stolt, sem hefir orsakað það, en stoltið verður að víkja fyrir ástinni.” “Þú freistar mín, Joyce. Freistingin er að yfirstíga krafta mína,” sagði Jón ör í skapi. “Það er ásetningur minn,” sagði hún og laut ofan að honum og kysti hann brennandi ástarkossi. “Það er þýðingarlaust fyrir þig að stríða þetta móti mér og — móti þér sjálfum.” “Nafnlaus maður, fæddur í smán,” sagði hann lágt. En hún lagði handleggi sína um háls honum og kysti hann því meir. “Það er synd, sem tilheyrir föður þínum einum. Tapið er hans tap. Hugsaðu til þess, hvað hver og einn mundi vilja vinna til þess, að eiga son ,annan eins og þig. Ef faðir þinn einhverntíma fær að vita sannleikann þá er það næg hegning á hann fyrir að hafa kastað þér frá sér.” “Eg hefi ekki getað hjálpað þvf, að þrátt fyrir alt, þá hefi eg fundið eitthvað í þeim manni, sem var aðlaðandi fyrir mig, og eg hefi hugmynd um, að honum hafi alla jafna fallið eg vel í geð, þó hann hafi aldrei sýnt það, heldur hið gagnstæða.” “Það hefir verið einhver óviðráðanleg eðlisávísan.—Lofaðu mér að sjá framan í þig, vinur minn. — Já, eg sá að það er ættar svip- ur með ykkur. En það vantar eitthvað í svip hans — eitthvað fyrirmannlegt, góðlegt og djarfmannlegt, sem er svo áberandi í svip þín- um,” sagði hún. “En eg get aldrei hatað hann af því, að hann er faðir þinn.” Aftur varð þögn og hún lét hendur sínar hvíla í hans. “Jón, elsku vinur minn! Mér hefir liðið svo illa. Á eg enga gleði skilið? Eitt orð af þínum vörum þreýtir öllum heiminum í gleði og sælunnar bústað fyrir mig. — Eg veit að þú elskar mig og þú þráir að taka mig í fang þér og þrýsta mér upp að hjarta þínu, — það er sameiginleg þrá okkar beggja — en það er stolt þitt, sem heftir tungu þína og lokar aug- um þínum. Lofaðu stoltinu og ástinni að glíma óhindrað, og veit eg þá, hvert vinnur sigur á hinu.” Orð Joyce voru að hafa tilætluð áhrif á Jón og hún sá það og beið óþreyjufull eftir svarinu, þegar dyrnar á stofunni opnuðust og Sylvía kom inn, og leiddi Philip við hlið sér. Það kom hik á hana þegar hún sá þau Joyce og Jón svo ástúðleg, hvort við annars hlið, en Jón kallaði til hennar að koma inn, því honum fanst hann verða því feginn að vera truflaður að þessu sinni. — Þetta fanst honum tak- markalaus reynslu tími fyrir sig. — Stolt og ást að glíma í hjarta hans. “Eg sé að þú hefir slegið einskonar eigna- rétti þínum á Philip,” sagði Jón brosandi. “Má eg ekki óska til lukku?” “Þér hefði verið óhætt að gera það, fyrir löngu síðan. Eg hefi nú verið að gera samn- inga við pabba,” sagði hún og roðnaði um leið. “Með hvaða árangri?” • “Þeim besta. En nú er það Philip sem er að þráast.” “Hvað er að?” spurði Jón og horfði til Philips. “Hr. Mason hefir samþykt trúlofun okkar, og hann hefir ákveðið að hjálpa mér áfram og útvega mér góða stöðu. Eg er honum þakk- látur fyrir það, en ennþá er eg efnalaus mað- ur, og mig vantar að bíða þar til eg hefi komist yfir næg efni til þess, að geta sóma- samlega séð fyrir jafngóðri konu og Sylvía verður mér. — Þetta er alt, sem að er,” sagði Philip og leit til Sylvíu. “Þetta er ekki nauðsynlegt fyrir hann. Hvað gerir til um peninga. — Það veit ham- ingjan að það er nóg til af þeim, án þess að vera að afla meir af þeim — og með því fresta því, sem fram á að koma.” “Eruð þið enn að berjast?” spurði Mason, sem kom inn í stofuna rétt í þessu. “Eg hygg að þú sért að semja um eitthvað sem þú færð ekki ráðið við, Philip. Hún er þung í rásinni, hún Sýlvía litla og örðug í snúningum,” sagði hann brosandi. “Mig vantar ekki að eiginn maður minn þræli á neinnri skrifstofu,” sagði hún. Philip leit til hennar vandræðalegu augna- ráði. “Komdu Sylvía, við skulum þreskja þetta út nú í eitt skifti fyrir öll,” sagði Philip. “Við getum talað um það hér alveg eins vel og annarstaðar,” sagði hún og kastaði sér ofan i hægindastól til að sýna að hún væri ákveðin í að hafa sitt fram. “Sem þú vilt, góða mín. Eg ætla bara að segja eins og mér finst vera og svo getur þú ákveðið fyrir þig sjálf. Það er ekki langt síðan eg var út á sorphaug mannfélagsins — einskis virði. En síðan hr. Strand tók mig að sér finst mér, að eg hafi unniö sjálfum mér ögn til bóta, og eg vona, góðgerðarmanni mínum einnig.” “Já, það hefir þút gert,” sagði Jón í á- kveðnum róm. “En liðni tíminn er ekki langt til baka, og nú er eg sama sem peningalaus, og ef eg ætti nú að gera mig ánægðann með að lifa á pen- ingum konunnar minnar, hlyti eg að ala þá hugsun hjá mér, aé eg væri einskis virði og í alla staði hennar óverðugur.” “En það er ekki einskis virði að gera eitt konu hjarta glatt og lukkulegt. En það mundir þú þá gera,”sagði hún blíðlega. “Það gæti eg gert þó eg inni að ein- hverju heiðarlegu verki. Ef þú vildir bera mína gleði og farsæld fyrir brjóstinu eins og þína eigin, þá mundir þú samþykkja, að eg taki tilboði föður þíns. Þetta er alt, sem eg hefi að segja.” “Vel sagt hjá þér drengur minn,” sagði Mason. “Og eg er glaður yfir því, að þú lítur þennan veg á hlutina.” “Og þú?” spurði Philip og leit til Sylvíu. “Hvenær hygst þú að geta byrjað aö vinna,” spurði Sylvía háðsleg á svipinn. “Svo fljótt, sem hr. Mason hefir eitthvað fyrir mig að gera.” “Og það verður daginn eftir að við kom- um til New York. Eg fór að hugsa um það á eftir samtali okkar, að eg kýs heldur að þú verðir þeim megin hafsins. Eg hefi þá betra tækifæri að sjá og heimsækja dóttur mína við og við, heldur en ef þú yrðir hér í landi. En þegar eg er dauður, þá getur þú lifað hvar sem þú vilt. Er ekki kominn sá tími, sem út- nefningar fundurinn átti að byrja? spurði hann svo um leið og hann leit á úrið. Tveim stundum síðar var Jón orðinn þess vísari, að hann var aftur orðinn þingmaður fyrir Loamshire héraðið, því engin annar var fvali og hann því sjálfkjörinn. Það var mann- fjöldi mikill samankominn hjá bæjarráðs- höllinni og það urðu gléði og fagnaðar læti mikil er það varð ljóst að Jón var kjörinn gagnsóknarlaust. Er þau sátu að miðdagsverði yfir á gisti- húsinu þá um daginn streymdu inn símskeyti til Jóns er öll höfðu lukkuóskir að færa honum. Er hann las nöfn sumra þeirra er skeytin höfðu sent, brosti Jón einkennilega kulda- lega, því það voru mennimir sem mest höfðu látið í ljós þá skoðun sína að hann væri sekur, — og honum ekki treystandi. Sum af þessum skeytum opnaði Jón ekki, heldur setti þau i vasa sinn og ætlaði að lesa þau á leiðinni heim til London. Er á járnbrautarstöðina kom, var þar stór hópur af vinum og fylgjendum Jóns er biðu hans þar til þess að mega fá tækifæri að kveðja hann og óska honum til lukku. Eftir að Jón var kominn inn í lestina og hafði tekið sér sæti í reykingar klefanum,, kveikti hann í vindli; tók svo upp hin ólesnu símskeyti og fór að lesa þau. Meðal þeirra var eitt skeyti er orsakaði honum ótta og angur; það hljóðaði þannig; “Kom rakleitt eins fljótt og auðið er heim til mín að Downing stræti, Cobden hér mjög hættulega veikur.—Southwold. Það var ekki fréttin um veikindi fóstra hans, sem olli honum ótta heldur hitt: Hví var hann þar hjá Southwold? Hafði hann far- ið þangað til þess að segja honum — alt? En hvað gerði það svo til, þó Southwold vissi að hann væri sonur hans? Hann hafði ætlað sér að segja honum, fyr eða síðar, hvaða álit hann hefði á honum fyrir meðferð hans á konunni, sem var móðir hans. Og þá hlaut Southwold að verða alls vísari.” Eftir nokkra umhugsun rétti hann skeyt- ið til Joyce, þar sem hann áleit réttast að hún vissi allann sannleikann. — Hann bjóst eins vel við, að þegar þau kæmu til Downing strætis, þá yrði Cobden skilinn við þennan heim. Er Joyce hafði lesið skeytið, stóð hún upp og færði sig nær honum. Hann sá að það var hans líðun sem hún hugsaði meira um nú ,en frænda hennar. “Eg finn sárt til með þér, vinur minn,” sagði hún lágt og tók hönd hans í sína. “Þú verður að koma með mér,” sagði hann, og féll svo í hugsana dvala. Hvorugt þeirra hafði min,stu löngun til að tala og þeim fanst sem létt væri af sér þungri byrði er lestin nam staðar í London, Philip leit eftir farangri þeirra en þau, Jón og Joyce hröðuðu sér að ná í ökuvagn, þau óttuðust að þau mu.ndu koma of seint. Þegar þau komu á heimili Southwolds, var þeim sagt að hann væri ekki heima; voru þau svo leidd inn í herbergi það sem Cobden lá í. Læknir hafði verið kallaður og mætti hann þeim í herbergisdyrunum.' “Hvernig líður honum?” spurði Jón. ‘“Hann er meðvitundarlaus og mun ekki eiga langt eftir. það er honum sjálfum að kenna; hann átti ekkert að fara út,” bætti læknirinn við. “Haldið þér, hr. læknir að hann fái með- vitund jftur áður hann skilur við,” spurði Jón klökkur. “Það er ejkki gott um það að segja.” Þau fóru inn, og að rúminu sem maður- inn hvíldi í — fölur og máttvana, meðvitund- arlaus—sem verið hafði þeim sem besti faðir. Hann andaði þungt, og raunasvipur hvíldi yfir andltii hans, en þó einbeitni og hörku drættir kringum munninn. Hann sýndist mörgum árum eldri en hann var þegar þau sáu hann síðast. “Það er setustofa hér við hliðina á þessu herbergi og þangað getið þér farið og beðið ef þið viljið. Eg skal kalla á ykkur er eiu- hver breyting verður á,” sagði læknirinn. Þau fóru inn í setustofuna og tóku sér sæti. Joyce var grátandi, og er þau voru orðin tvö ein, gat Jón ekki staðist freistinguna lengur, heldur tók hana í faðm sér. — Höfuð hennar hvíldi upp við hjarta hans. — Þannig þafði hún kosið að hvílast löngu fyr. “Gráttu ekki, elskan mín. Eg held að frændi þinn sé ásáttur með að deyja. Líf hans hefiý ekki verið annað en armæða og stríð. — Hann er orðinn þreyttur.” Alveg ósjálfrátt byrjaði hann svo á því að segja Joyce söguna frá fyrri árum fóstra síns og því, hvernig Southwold lék hann. Sú saga varð til þess, að Joyce fékk skilning á mörgu því, sem hún hafði áður ekki skilið. Þau töluðu svo aftur og fram um það líf sem gamli maðurinn hafði þurft að lifa, unz hurðinni var hrundið upp, og læknirinn kom inn. “Hann er að spyrja eftir þér,” sagði lækn- irinn til Jóns. “Eftir mér?” spurði Joyce. “Nei, hann spurði eftir Strand enium.” “Jón, þú kallar á mig inn til hans áður öllu lýkur,” sagðí hún. “Já,” svaraði hann um leið og hann kysti hana blíðlega á ennið. Cobden horfði fram að dyrunum, sínum döpru litlausu augum, en er hann sá Jón koma inn, færðist líf og fjör yfir svip hans. “Það gleður mig, að þú ert hér drehgur minn í tíma. — Það hefir angrað mig. — Nú get eg dáið í friði. — Sestu hérna á stól við rúmið hjá mér.” Jón reyndi að segja eitthvað en munnur- inn var þur svo hann gat ekki hrært til tung- una. “Eg hefi Iesið alt um það í blöðunum í morgun. — Eg er stoltur af þér. — Eg vissi altaf að þú ynnir sigur, það hefir aldrei brugð- ist, að það góða vinni sigur að lokum. — Það hefði verið mér ánægjulegt að fá nú að ltfa og sjá þig rísa, hærra og hærra í áliti hjá fjöldanum — unz þú værir kominn upp á hæðsta tindinm — En eg er særður og upp- gefinn — og dauðinn því velkominn — eg hefí sigrað á ærlegann hátt, og nú er eg á förum til Marian — móður þinnar.” “Þú hefir verið mér sá besti föður, sem nokkur maður hefir átt,” sagði Jón og átti hart með að koma upp orðunum fyrir klökkva. “Eg elskaðí þig hennar vegna fyrst, en þíns sjálfs vegna nú síðast. En tíminn er stutt- ur gem eg hefi nú eftir — og eg hefí margt að segja við þig. — Þá er Joyce. Eg veit hvað þú hefir haft í huga þínum henni viðkomandi, en slíkt er heimska helber. — Hún á tilkall til þín, og þú mátt ekki kasta henni frá þér, Jón. — Þú mátt ekki láta stolt þitt ráða þar. — Ef þú óskar að gleðja mig á síðustu augnablikum mínum í þessu Iífi, þá verður þú að gera eins og eg bað þig. — Eg á enga peninga til að skilja henni eftír, og framtíð hennar er mér áhyggjuefni.” “Eg skal líta til með henni og sjá um að hana skorti ekki, að svo miklu leyti sem eg get.” “Eg treysti þér, Jón. — Þú hefir aldrei brugðist mér. Hvar er Joyce? Láttu hana koma hingað inn.” / Jón gekk út úr herberginu og sótti Joyce. Hún kom og kraup á kné við rúmstokk fóstra síns. — “Ekki að gráta, elsku Joyce. — Eg er ekki að deyja alveg strax. — Jón! farðu og fáðu giftingarleyfisbréf tafarlaust. Engin orð um það. og enga töf. — Gerðu eins og eg segi þér.” “Hvað áttu við?” “Mig vantar að sjá ykkur sameinuð í heil- agt hjónaband hér við rúmstokkinn minn, áður eg dey.” Jón hikaði ögn og er gamli maðurinn sá það hálf reis hann upp á olnboga en féll niður aftur máttvana. “Þú getur ekki neitað mér um mína síð- ustu bón. Farðu strax, áður það verður of seint.” i Nu var ekkert hik á Jóni lengur. — Hann flýtti sér út úr herberginu. “Elsku Joyce. Eg veit að þú verður hon- um góð kona. —• Þú og Jón, er alt sem mér hefir verið nokkurs virði síðan Marian dó. — Eiginmaður þinn verður mikili maður og góður maður. — Þú ein getur skilið hvað xhann hefir orðið að líða. — Frá þeim tíma, sem þú komst fyrst inn á heimili mitt, hefir það verið ósk mín og von, að þið yrðuð hjón. Eg get ekki dáið rólegur fyr en eg hefi séð ykkur verða það. — Þú einnig, Joyce, ert stolt það er í ættinni — en misskilningur getur oft komist inn án þess, mann vari.” Hún grét lágt. Nú leit hún upp og svipur hennar varð djarflegri. “Eg elska Jón af öllu mínu hjarta, og allar mínar athafnir skulu verða með tiiliti til hans vilja og velgengni. Eg er eins stolt af honura og þú ert, og hans velgengni og upphefð í lífinu verður sólskins blettur í mínu lífi. — En aldrei mun eg gleyma gamla manninum, sem var svo góður við hina tvo munaðarleysingjana. "Ef það hefði ekki verið fyrir þessa hjartagæðsku og manndóm, þá hefði æfi Jóns, að líkindum orðin aum. Og það sama má segja um mig- Við erum bæði í stórri skuld við þig. — Stærri skuld en við kunnum að gera okkur í huga- lund. — Við erum þér þakk^át af öllu okkar hjarta.”

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.