Heimskringla - 11.10.1933, Side 3

Heimskringla - 11.10.1933, Side 3
WINNIPEG, 11. OKTÓBER 1933 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA. neinum einum einstökum tíma, og í eitt skifti fyrir öll. Hún er lífernið sjálft, starfandi lög- mál ,og verður ekki framkvæmt, sem kirkjusiður, eins og skírn. Auðvitað verður iðrunin að eiga sér upphaf; tímamót verða að eiga sér stað á æfi mannsins, þegar afstaða hans verður önn- ur en áður var, þegar hann leggur út á hinn nýja veginn, þegar hann víkur af hinum illu vegum, og heldur af stað til hæðanna. En að snúa við og leggja út á hinn nýja veginn er að eins að skoða sem fyrsta skrefið. Það er ekki nóg að sjá eftir að hafa gert rangt og var- ast frekari misgerðir, þótt auð- sælega sé það betra en að halda áfram að syndga. Til þess að vera í sannleika guði þekkur, verður maðurinn sífellt að halda áfram, og vera stöðugt að á- forma og temja sér æðri og göfugri lífsháttu. Hann verður, eins og Páll postuli segir, “að gaiiga í eindurnýingu lífsins,” og vera stöðugt að leitast við að öðlast betri persónulegar og þjóðfélagslegar hugsjónir. Iðrunin er þróun, æfilöng þró- un og stefna, lífsskoðun. Það er sú skoðun, sem kemur fram í verkunum; það er óslitinn þró- un til betrunar einstakling og þjóðfélagi. Sá maður er ekki iðrandi, sem vítandi vits, leyfir sér að gera eitthvað það, sem miðar að því að spilla heilsu hans. Sérhvað það, sem spillir heilsu hans, dregur úr þreki hans, og verða þá skilyrðin minni til þroska bæði í andleg- um og sáluhjálplegum efnun>. Hraust sál í hraustum líkama, er sannur talsháttur bæði á sviði trúar og mentunar. Sér- hvert andlegt ástand á sér lík- amlega undirstöðu. Ef líkam- inn er hreinn ,heill og hraustur, stuðlar það til þess, að sálin, sem í honum býr, sé og hrein, heil og hraust. Líkáminn er musteri guðsandans, sem í manninum býr. Sá, sem saurg- ar líkama sinn, saurg'ar og guð sinn. Enn er það, að sá er ekki sannlega iðrandi, er lætur vits- muni sina sljófgast. og deyfast sakir skorts á stefnuföstu starfi. Maðurinn verður að vera andlega starfandi, ef hann á að vera guði þekkur. Hann er ekki heldur iðrandi, ef trú hans stendur í stað og hann hættir að auka við þekkingu sína. Sá maður verður að vera læri- sveinn alla sína æfi, sem vill byrja hið nýja lífið og komast í ríkið. En sá einn getur verið lærisveinn alla æfi, sem sí og æ er að breyta skoðunum sín- um og skilningi á lífinu í ljósi meiri fræðslu og víðtækavi þekkingar. Þetta er líka kjarni sannrar, lifandi trúar. Enginn þarf að beita trú við þau sann- indi, sem hann hefir þegar öðl- ast. En það þarf sí-vaxandi trú, er menn leita nýrra sannindi, nýrrar þekkingar, nýrra hug- sjóna og víðtækari skilnings. Sá, sem er viss um, að hann þekki guð, og heldur að hann skilji guðs ráðstafanir og ætlanir til hlítar, getur iðkað mjög litla eða enga trú; því að trúin er það aflið, sem knýr manninn á- fram í leit hans að hinu ókunna. Guð er ávalt “allur annar”, hinn mikli leyndardómur, og því sífelld hvatning mannlífinu. Sá, sem í sannleika er að kynn- ast guði, er sá maður sem er ávalt að finna nýja eiginleika guðdómsins og læra meira og meira um opinberanir hans; hann lætur aldrei staðar numið í leitinni að hinu ókunna. And- legur vöxtur og iðkun starfandi trúar eru því meginþættir sannrar iðrunar. Sannlega iðrandi maður hætt- ir að vera andlega iðjulaus; hann trúir ekki að eins hugsun- arlaust, eða tekur alt gilt án þess að hugleiða það; hann tek- ur upp nýtt viðhorf, viðhorf þess, sem er í senn bæði læri- sveinn og kennari; athugar ná- kvæmlega, kynnir sér, veltir málinu fyrir sér, og í stnttu máli, ákveður að vaxa andlega og í trúarefnum. Trúin skapar lífinu ákveðna stefnu, en iðrun- in veitir því hvatningu til vaxt- ar, líkamlega, andlega og trú- arlegs vaxtar. Guðsríki hér á jörðu verður aldrei fullkomlega og algerlega skapað; það er altaf að skapast. Á dögum Krists héldu Gyðingar, að það yrði stofnað þeirra á meðal, án nokkurrar sérstakrar fyrirhafnar af þeirra hendi. Þeir litu á ríkið, svo sem væri það eitthvað utan við sjálfa þá. Þeir hugsuðu sér að samband sitt við það væri fólgið í því einu að fara eftir vissum reglum og fyr- irmælum. Þeir hugsuðu sér, að lífið yrði auðvelt, þegar hið langþráða ríki hefði verið stofn- að. Gagnstætt þessarí skoðun kendi Kristur, að “Guðsríki er hið innra í yður” sjálfum. Það var ríki, sem ekki var hægt að eignast án þess að vaxa og taka framförum. Að þessu leyti rís, þar því til þekkingarinnar; menn fá ekki haldið því, nema| þeira leggi stund á það, það hverfur jafnskjótt- sem maður- inn hættir að stunda það. Sá sem lifir sönnu framfara lífi, er í sífeldu iðrunarástandi. Sá maður hefir eignast guðs- ríki. Þess er áður getið, að sam- kvæmt hugmynd Jóhannesar skírara þýddi iðrunin hið sama sem að bæta ráð sitt. Ríku ( mennirnir áttu að vera nær- gætnari og veglyndari; embætt- ismenn stjórnarinnar áttu að vera óhlutdrægari og breyta réttilega; hermenn áttu að var- ast að misþyrma fólki ög ræna það. Kristur krafðist ennþá gagngerðari hugarfars breyting-1 ar. Öll verk skyldi vinna og öll viðskifti við aðra rækja i anda og ljósi hinnar nýju hug-j sjónar — það átti að mæla þau á annan mælikvarða, nýjan mælikvarða. Umbætur einar á venjum voru einkisverðar í augum Krists, nema þær kæmu af gagngerð- um húgfarsbreytingum. Hann vildi, að fylgismenn sínir yrðu sem lítil börn, og hann sagði: “Nema þér iðrist og verðið eins og börnin, komist þér alls ekki inn í himnaríki.” Með þessum orðum átti Kristur við það, að hver einasti maður ætti að eignast löngun barnsins til þess að læra, ákafa þess um að fræðast og vilja þess til að takn framförum og batna. Þetta eru venjuleg einkenni barna, sem eru heilbrigð á sál og líkama. En Kristur stígur jafnvel feti framar en þetta. Hann krefst þess, að maðurinn losi sig úr viðjum erfikenninga, vana og hleypidóma, að, því leyti sem þetta varnar homim þess að lítá á heiminn hinum óþreyttu aug- um eldmóðugs lærisveins. Öllu stærilæti og allri sjálfsánægju átti að útrýma. Kenningar Krists um iðrunina fela það ljós- lega í sér. að maðurinn verði að vera hleypidómalaus, leiti sífelt og alvarlega sannleikans, og sé einráðinn í því að lifa í sam- ræmi við opinberanir guðs í sér- hverri mynd og öllum þ^im myndum, sem þær birtast. “Og þér skuluð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.” Iðrunin í hinni dýpri merkingu orðsins er því nauð- synleg til þess að höndla sann- leikann og öðlast ■ hið andlega frelsi, sem hann óhjákvæmilega hefir í för með sér. Sá vegur ,sem Kristur ætlaði oss að ganga, er ekki rósum | stráður, jafn og sléttur sem | borgarstfæti. Þar eru margar torfærur yfir að fara, og þyrn- ar og þistlar stinga á báða vegu. Ljós og skuggar leika um hann á víxl. Stundum er leiðin auð- sæ, og er þá auðvelt 'um- liana að rata. En stundum hvílir myrkur yfir leiðinni. og veg- farandinn villist. Það þarf stað- fastan vilja og ákvörðun borna af sterkri trú til þess að halda áfram veginn, sem til Ifull- komnunar liggja, að færast dag- lega nær félagshugsjóninni um frið og góðvilja meðal mann- anna barna. Það er ekki auðvelt að vera þolinmóður, glaður, góðgjarn og umburðarlyndur, þar sem manni mætir óþolinmæði, ólund, ó- vniátta og umburðarleysi. En því er það einmitt þetta, sem Kristur heimtar. Hann vill, að vér fyrirgefum og gleymum því, sem o'ss er rangt gert. Ekki getur verið um iðrun að ræða og þá ekki heldur um neinn þroska hins andlega viðhorfs í sálu þess manns, sem elur ó- sáttfúsan a^da í hjarta sínu, meðan hann biður drottin sinn að lækna bresti sína. Einlægri iðrun er jafnan samfara fúsleik til ^þess að fyrirgefa það sem manni er rangt gert, hversu oft sem er. En þetta er aðeins sú hlið málsins, sem að sjálfum oss veit. Sá, sem er á framfara braut vinnur kappsamlega í orði og verki að því að koma á þeirri þjóðfélags og fjárhags skipum, sem reist er á lögmáli sam- vinnu og góðvilja framar en samkepni, því að henni er óvild- in samfara. Stöðugar umbætur á þjóðfé- lags skipuninni er það, sem trú- arlífið kveður menn til. Þessa hreyfingu verður sá að skilja með hug og hjarta, sem vera yill sanniðrandi í hinni víðtæk- ari merkingu þess orðs. Hann má enga fyrirhöfn spara. Þjóð- félags framfarir gerast ekki sjálfkrafa, í og af sjálfum sér. Vera má, að drottinn sitji við stýrið, en maðurinn verður að sitja undir árum og róa af öll- um mætti, ef skip þjóðfélags- réttlætisins á að þokast áfram. Loftur Bjarnason STUBBS OG GÍSLASON Áður hefi eg látiö í ljósi í riti mínu að það væri að bera í bakkafullan lækin ef eg færi út! í opinbert stjórnmálaþras, og að það væri ekki tilgangur minn. I Því síður álít eg að lesendur Heimskringlu eða annara blaða ætti að vera boðið langt áfram- hald af persónulegu níði sem er hvorki fróðlegt né skemtilegt; en það yrði tilfellið ef eg færi að svara Hjálmari Gíslasyni grein fyrir grein og í sama anda rit- gerð þeirri sem birtist í' 51 og 5? tólublaði Heimskringlu þessa árs undir fyrirsögninnt: “Sínum augum lítur hver á silfrið”. Haqrn tekur til greina að eg hafi skrifað til hans heila síðu í Heimskringlu, en honum hefir tekist að endprgjalda mér f>að með fullum einum dálki betur. Ef eg héldi áfram í líkupi mæli. yrði skjótt lítið pláss eftir í Hkr. fyrir annað efni; en eg ætla nú aðeins stuttlega að drepa á fáein smá atriði. Hjálmar segir að kvörtun mín um að hann hafi borið mig brígslum sé misskilningur. Ef að þessi síðari sjö dálka rit- gerð hans er ekki öll þrungin og samfléttuð persónulegu níði og brígslum verð eg að játa að eg skil ekki þýðingu á dagleg- um orðum íslenzkrar tungu. Þar fyrir utan leggur hann mér orð í munn og giskar á hug^anir mínar. Hann endurtekur fyrir- sögnina á grein minni og bætir svo við í svigum fimm orðum. Ekki gaf eg neitt í skyn m«ð gæsarlöppum (“”) eða þeim vandlegu stöfum: “o. s. frv.” að fyrirsögn mín væri partur af annars^höfundar setningu og á- framhaldið ætti að'lesast með, en ef H. G. virðist það fara betur að bæta við orðunum: “illur þræll þá máttir þegja,” er honum það velkomið, en það voru ekki mín orð. Hann minn- ist á sum atriði í grein minni £em “skilningsskort” og “ömur- legt bull” ásamt fleirum orðum af líku tæi, sem hann hefir beint að mér, sjáanlega í niðr- unar skyni, en það er máske heldur freklega til orða tekið ef eg tilfærði upp á hans rit- gerð gömlu setninguna: “Þú sérð flísina í auga bróður þíns, en gætir ekki bjálkans í þínu eigin auga.” Þó mér hafi verið sagt af kunnugum að Hjálmar Gíslason væri í vel meðallagi skynsamur og um margt fróð- ur, einnig bent á að í hans ætt væri til gáfað og mentað fólk, og þar með látið fylgja sem oftar, “og hann er það sjálf- sagt líka,” vil eg bera það sjálf- ir hv^rn lesara ritgerðar hans. sem hefir meðal dómgreind og óháðar og óvilhallar skoðanir, hvort ekki sé að finna fáein atriði sem lýsa lítt-ígrundaðri fljótfærni, þekkingarleysi og einþykkis grunnhyggni. Ekki ætla eg að rekja öll þau atriði hér, en benda vil eg á að ekki getur mér skilist með mínum “skilningsskorti” að það lýsa gáfulegum ígrundunum þar sem hann minnist þess að lagabreyt- ingar þær sem eg upprunalega mintist á í Farmer-Labor stefn- unni, og sem hefir verið aðal atriðið í þessari þrætu milli okkar, séu, “honum vitanlega, hvergi til nema í höfði mínu,” en játar strax á eftir fávizku sína með þessum orðum: “Eg hefi ekki ennþá náð í stefnu Farmer- Labor flokksins en sá flokkur er nú sameinaður C.C.F. í öllum aðalatriðum hin sama.” Maðurinn sem með hrokafullum orðum er búin að núa mér því um hasir að eg hafi ekki lesið C.C.F. stefuna og riti því af fá-’ Aúzku, er þá ekki búin að sjá eða lesa sumt af aðalatriðun- um sjálfur. Það er því vel skiljanlegt að tæplega sé hægt að hugsa sér aðra eins grunn- hyggni, hjá “skynsömum og fróðum manni” eins og þessa setningu: — “í greininni sem H. J. H. tilfærir út stefnu- skránni er ekki eitt einasta orð er bendir í þá átt að flokkurinn hugsi sér að gera það að lögum að svíkja allar ekkjur og mun- aðarleysingja um skuldir.” Eg skal endurtaka greinina einu siiini enu orðrétta eius cg' hún er prentuð á ensku: “Reniove the burden of debt which hangs so heavily over society at the present time.” Eg skal játa að í greininni er engin séstök á- herzla lögð á að svíkja ekkjur og munaðarleysingja, en þær eða þeira eru ekki heldur und- anskilin og verða þvi auðskili- anlega, að lúta því sama og aðrir, nema með þvi móti a' svoleiðis fólk tilheyvi ekki man félaginu (society) ef svo er. skal eg viðurkenna mitt “hörmu lega þekkingarleysi. Ekki ætla eg að endurtaka að fullu frásögnina um “innbrots- þjófin og húsráðandann,” ,né ummæli H. G. í því sambandi, en aðeins þessi orð hans: “Eg man óglöggt eftir þessu inn- brotsmáli, en þó nóg ti} þess að eg veit að frásögn H. J. H. gefur ekki rétta skýringu á því. enda mun hún ekki í þeim til- gangi rituð.” Þó að H. G. muni “óglöggt” (máske nauða lítið) um þetta finst honum hann hafa fullan rétt til að gera mig, með liprum orðum, að vísvitandi lygara. Eg sagði í fyrri grein minni að það sem eg tilfærði um Stubbs væri það sem eg hefði lesið um'hann á víð og dreif, og sem ekki hefði, mér vitanlega verið hrakið af honum né öðrum. Frásögn þessi um| málaferlin eins og öðrum frá- sögnum er eg tilfærði er eins orðrétt útþýðing úr enskum rit- gerðum eins og mér hefir fund- ist með mínni þekkingu á báð- umlungumálunum, eg geta út- þýtt án þess að raska meiningu efnisins, svo ef H. G. æskir og getur með ótvíræðum rökum hrakið nokkur af þeim atriðum, skal eg glaður gefa honum nöfn höfundanná, áður en hann slær föstu að ásaka mig fyrir' vís- Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrpðlr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrlfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA vitandi ósannindi. Hann mundi sjálfsagt gera vini sínum greiða og auka heiður hans xpeð því að hreinsa af honum fáeina saur- bletti. H. G. segir svo: “Persónulegar 'skammir og rógburðir um andstæðingana á- samt hinu ógeðslega smjaðri og skriðdýrahætti frammi fyrir kjósendunum, sem Englending- Frh. á 7. bls. VATNSHITUN LÖGÐ INN OKEYPIS Hugsið yður! Rafhitun fyrir vatn, lögð (upp í $15 virði í verki) fyrir alls ekkert inn á heimili allra notenda Hydro raforku. Alt sem þér þurfið að borga, eru lOc á mánuði í leigu, og fyrir raforkuna sem notuð er. Pípulagning ,ef þörf gerist, er undanskilin. leitið allra upplýsinga hjá raftækja salanum eða Símið 848 132 eftir öllum upplýsingum Cfhj ofW&mfpeg ^)Beetrícr c- III llli IS-S* Mwail IT. SIMIÐ TIL CRESCENT 37-101 Gerilsneydd Mjólk RJÓMI - SMJÖR - COTTAGE OSTUR - ISRJÓMI KINALMEAKY MJÓLK-JERSEY MJÓLK - BLUE BIRD MJÓLK ]£ara skolið burtu óhreinindunuin... ¥ Leysið lútinn aldrei upp í heitu vatnl. I.úturinn hitar vatnið sjíilfur. GILLETT’S LYE ÉTUR ÓHREININDI Gillett’s Lye hrífur burtu Fitu, Gráða-, og Þráa-bletti, án bursta- þvottar . . . Til hvers er að vera að slíta sér út við húshreinsun með margra klukku- tíma nuddun og burstaþvotti? Notið Gillett’s Pure Flake Lye. Þessi kraftmikli lútur gerir fljót skil öllum þunga þvotti. Ha*n bara skol- ar burtu óhreinindunum! Fita og gráðablettir liverfa án þess á þá sé borinn bursti. Jafnvel þrá- usfu óhreininda blettirnir hverfa. Hafið Gillett’s Pure Flake Lye á- valt við hendina, til þess að hreinsa með fituílát, eldhúsgólf, skólpker og baðker. Ein teskeið leyst upp í köldu vatni^ er örugg og ódýr þvottablanda. Og . . . Gillett’s Pure Flake Lye., skaðar hvorki glermálið eða vatnsleiðslu pípurnar. Notið það óblandað í setskálar og skólp- ræsi. Gillett’s Pure Flake Lye drepur sótt- kveikjur og eyðir öllum óþef. VeriS vissir með að fá hið rétta Gillett’s Pure Flake Lye. Biðjið um það með nafni i verzlaninni.'

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.