Heimskringla


Heimskringla - 11.10.1933, Qupperneq 4

Heimskringla - 11.10.1933, Qupperneq 4
4. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, II. OKTÓBER 1935 Hcintskrtngia (StofnuB lSSt) Kemur út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: S6 537 _____ VerB blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrlríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáSsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKtNG PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEPÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 11. OKTÓBER 1933 ÞAÐ VALT Á PENINGUNUM' Aldraður maður og sonur hans 21 árs sátu s. 1. fimtuda'g í fangaklefa í Edmon- ton. Um sólarupprás næsta morgun átti að taka þá af lífi — fyrir morð. Klukkan átta að kvöldinu, var til réttar- halds kvatt, af yfirdómara Alberta-fylkis, Mr. Tweedle. Réttarhald hafði ekki áður farið fram á þeim tíma. 1 réttinum báru tveir menn upp beiðni um það, að dómi þessara ógæfusömu manna væri áfrýjað til hæsta-réttar í Canada. Málið var rætt í 48 mínútur. Að þvf búnu veitti dómarinn leyfi til að fresta aftökinni og að skjóta málinu til hæsta réttar. Maður var í skyndi sendur til fanga- hússins, sem var 20 mílur í burtu. Dóm- arinn beið í réttarsalnum þar til að mað- urinn var kominn aftur og sagði honum að aftökinni væri frestað. í Edmonton sat kona sorgbitin og utan við sig. Hún var eiginkona annars ó- hamingjusama mannsins, en móðir hins. Hún hafði kvatt þá og beið angurvær sólar upprás næsta dags. Hvernig étendur á þessu öllu á síðustu stundu, réttarhaldinu að nóttu, skyndi ferðinni til fangahússins, björgun mann- anna úr greipum gálgans? Höfðu nokkur ný gögn komið fram í málinu á síðustu stundu? Höfðu fangarn-, ir meðgengið? Eða kom eitthvað stór- kostlegt fyrir er framkvæmdir dómsins gat snert? Nei, ekkert af þessu átti sér stað. Sér til undrunar heyrðu fylkisbúar dag- inn eftir, að ástæðan fyrir því, að menn- irjjir hengju ekki á gálganum um morg- uninn væri blátt áfram sú, að daginn áður, en ekki fyrri, hefðf náðst saman nægilega mikið fé til þess, að beiðnin um áfrýjun málsins gæti komið til greina. Beiðnin um áfrýjun málsins átti ekki að koma seinna en á þriðjudag — tveim dögum fyrir aftökuna — fyrir réttinn. Og það gerði hún. En hún gat ekki komið til mála, vegna þess að féð fylgdi henni ekki. Er það mögulegt í landi sem kröfu gerir til að kallast menningarland — að menn þessir ættu líf sitt undir því einu komið, að kostnaðurinn við réttarhaldið #væri greiðdijr? Þó óhugsanlegt virðist, lítur ekki út fyrir' annað. Ef menn þessir höfðu bæði rétt til og gildar ástæður, að áfrýja máli sínu, er alt annað en viðfeldið um það að hugsa, ef þeir hefðu verið af lífi teknir — vegna þessarar skitnu fjárupphæðar, sem þarna er um að ræða. Og það hefði sett blett á menningu þjóðarinnar. En þetta eru nú lögin samt. Sem betur fer er auðvelt að breyta þeim og bæta úr þéssu. En það ætti hvert fylki um hæl að gera. Dráttur á því er hættulegur. (Úr Wpg. Tribune) SKÓLABÖRNUM SETT OFMIKIÐ FYRIR Skyldi kennurum' aldrei hafa borist það til eyma, er sumir foreldrar hafa “hugsað upphátt” um þá, er börnin hafa komið heim af skólanum undir kvöld, og hafa ekki fyr verið komin inn, en þau hafa orðið að setjast við að lesa það, sem kennarinn setti þeim fyrir að læra í hvíldartímanum — og oft hefir verið ærið dagsvek fyrir barnið? Oss þykir undar- legt ef þeir hafa aldrei haft neinn ávæn- ing um það. En svo er það ef til vill fyrir beztu. Það hefði áreiðanlega ekki eflt sálarfrið þeirra, að vita það. Sannleikurinn er sá, að frá sjónarmiði uppeldis fræðinnar gengur það glæpi næst, að hlaða því erfiði með heimalestri á börnin, sem oft er gert. Það hefir ekki aðeins orðið til þess að vekja leið- indi hjá barninu, ef ekki hatur, á náminu, heldur hefir margt barnið mist heilsuna við það. Það hefir hnigið undir starfinu áður en bakið var orðið nógu sterkt til að bera það, og orðið aumingi til sálar og líkama æfina til loka, eftir námið, sem létta átti því sporið og greiða götuna þeg- ar manndómsárin voru komin. Og kennara og skólaráðspienn og fræð- slumála-eftirlitsmenn, sem falin var and- leg velferð barnsins, hefir aldrei grunað neitt um það, að námstími frá því klukk- an 9 að morgninum til klukkan 10 eða 11 að kvöldi, væri of langur fyrir bamið, að ekki sé talað um að þeir hafi skoðað það þrældóm, eins og það þó í raun og veru er. Fullorðnum þykir sér alveg nóg boðið með vinnu frá klukkan 8 eða 9 uin morgna og til klukkan 5 eða 6 að kvöldi, þó ekkert erfiðari sé, en vinna barnsins. En jafnvel þrátt fyrir þennan langa vinnu- tíma barna, nægir hann ekki ávalt til að ljúka því starfi sem kennararnir leggja þeim á herðar, svo algerlega skyni skropnir eru þeir, er til þess kemur að dæma um, hvað barnið geti af hendi leyst. Ofan á alt saman bætist því það oft, að bamið nýtur ekki rólegs svefns, fyrir því að hafa ekki lokið heimalestri sínum. Geta þá einnig flestir gert sér í hug, hvað áhugi barasins fyrir starfinu 'í skólanum daginn eftir verður ríkur, eða máttur þess til að glíma við ný viðfangsefni mikill, er það hefir ekki einu sinni notið svefns af erfiðinu daginn áður. Þvílík hefir nær- færnin verið um það hjá uppeldismála- frömuðum vorum hvað baminu sjálfu væri fyrir beztu. Mál þetta ér mörgum foreldrum á- hyggjuefni og hefir lengi yerið. Þeim mun það því kærkomið, að sjá því hreyft, af lækni, sem F. E. Warriner, er einnig er í skólaráði Winnipegborgar. Án þess að gera nokkra grein fyrir áhrifunum af þessari heimalesturs-þrælkun á börnum, bendir læknirinn á það, að hún gangi of langt. Margir en þó ekki allir kennarar setji börnunum of mikið fyrir. Telur hann það líklegast stafa af því, áð kennararnir viti ekki hvað mikið hver um sig ætlist til af barninu á frístundum þess. Má og vera að það sé ástæðan. En væri það úr vegi kennara, að komast að því? Heldur gerir yfirkennari (principal) sér ekki far um að grenslast eftir þessu og gæti þó verk hans þar komið í góðár þarfir. Góðir kennarar kváðu ekki hlaða verki á börnin með heimalestri. Það eru lak- ari kennarar, sem það gera; þeir sem ekki hafg lag á að vekja áhuga barnanna í skólatímunum á daginn, þegár kenslan á að fara fram. Á svo að reyna að bera í þann brest með heimalestri barnanna. Aðrir kennarar eru svo mosavaxnir í starfi sínu, að þeim finst barnið eigi að hafa^hugann ávalt við einhverjar náms- greinar sínar, af því að þeir sitja sjálfir yfir þeim eins og guðhræddar kerlingar, og eru hættir að skiija gildi þeirra, af því að þeir eru hættir að veita öllu öðru eftir- tekt eða skilja það. Þeir kennarar hrúga heimalestri á bömin til að svæfa leik- löngun þeirra. Einnig er nokkuð af kennurum reglulegir barna-óvinir og hafa ama af bömum; eru það meðal annara sumar piparmeyjar, er við kenslu fást, þó ekki sé af öðru en því, að hafa átt afa í ættinni, er við kenslumál var riðinn. Þessir kennarar hella heimalestri yfir bömin, oft af eintómri geðvonsku og námsgreinamar, sem börnin tapa svefni yfir, af þeirra völdum, er utan bókar lær- dómur gamaldags ástar-, hetju- eða dýrð- linga.kvæða. Annars væri ekki ástæðulaust að minn- ast á ýmsa fleiri annmarka, sem skóla- fyrirkomulaginu eru samfara og bömum eru ekki til neinna heilla, þó það verði ekki gert að þessu sinni. En í Víðtækari skilningi er það eitt, sem talsvert ber á orðið og sem ekki er vanþörf á að reynt, sé að bæta úr. Það sem átt er við er þetta mót sem skoðanir barnanna eru hnoðaðar í svo að þau verða eins óþekkj- anleg sem einstaklingar hvert frá öðru er þau koma úr skólum eins og smjörkögglar úr smjörmóti. Hér er ekki átt við við- horf skólalýðsins á vísindalegum efnum. Á því sem vísindalegt er, er ekki' óeðli- legt, að viðhorfið verði líkt. En það er þegar til heimspeki og þess óvissa kemur, sem vænta mætti að á ólíkum skoðunum bryddi. Og að svo er ekki, hlýtur að koma til af áhrifum, sem barnið verður fyrir, og sem verður í raun og veru til þess að það týnir sjálfu sór í stað þess að finna sjálft sig. Að vísu eru einstöku undantekningar frá þessu. En fjöldinn virðist svamla í einum og sama skoðana- strauminum og það hlýtur frá áhrifum skólanna að stafa. Hvað af því leiðir er auðséð. Þjóðlífið, sem alt er á kviki og ferð, er sífel'dum breytingum háð. En skoðanir á félagsmálum standa í stað. Hugsjónirnar verða á eftir lífinu sjálfu. Hvað eru þeir margir af hundraði t. d. sem fylgjast með því sem á vegum vís- inda er að gerast, að á hitt sé ekki minst, hvað margir finna nýjar leiðir? Skólarnir eru ekki enn farnir að kenna mönnuin eins og þeir ættu að gera að lifa í skoð- un, þó það sé það eina er gildi einstakl- ingsins eflir — og um leið mannfélagsins Það má eflaust á margt annað heim- skulegt benda í mentamálunum, en þræl- dóminn sem kennarar leggja á börain með heimalestrinum, þó hotium sé ekki meö því bót mælt. EINSTEIN í ENGLANDI Fyrir að rísa öndverður gegn ofsóknar stefnu og böðulshætti stjórnarinnar og halda fram skoðun sinni um ótakmarkað persónufrelsi og trú á sigur mannsand- ans, hefir prófessor Einstein, sem af mörgum er talinn mestur vísindamaður, sem nú er uppi, orðið að vikja frá há- skólastöðu sinni í Þýzkalandi og hverfa burt úr landi. Það getur vel verið, að atvik þetta gleymist brátt, en því hafa þó ýmsir spáð, að í sögunni ætti það eftir að lifa, sem dæmin af vísindamönnunum Galileo og Bruna, sem Rannsóknarréttyr kirkjunnaT dæmdi óalandi og óferjandi fyrir villukenningar. En hvað sem því líður hefir Einstein nú friðland fundið í Englandi. í fyrirlest.ri er hann hélt í Albert Hall í London á þriðjudagskvöld síðast liðna viku, inti hann að því hversvegna við honum hefði verið stjakað í Þýzkalandi og því hann væri nú þar staddur sem hann var. Á- stæðan til þess lá í því, að hann skoðar farsæld þjóbfélagsins undir því komna, að einstaklings frelsið fái að njóta sín og að listír og vísindi fái unnið starf sitt óáreitt og óheft af stjórnum, því með af- skiftum stjórna af því leiði svo iðulega til afturfarar og þrældóms. “Fram úr málefnum nútímans,” sagði Einstein áheyrendum sínum, “verða menn að ráða sem frjálsir menn, ef andleg heil- brigði og stjómarfarsleg framför á ekki að leggjast í kalda kol hjá jfjóðunum. Það er frelsið eitt, sem nokkurt verðmæti er fólgið í. Án þess,” fullyrðir Einstein, “að engum, er nokkra sjálfsvirðingu hefir, geti þótt lífið þess vert að lifa því.” En skoðanir sem þessar, eru nú í mörgum löndum Evrópu taldar villu- og landráða kenningar, af verstu tegund. Persónulegt frelsi og umbótahugsjónir eru að yfirlögðu ráði valdhafa þar þurkaðar út. Einstaklingurinn er ekki einungis peðið á taflborðinu, heldur ræður vald- hafinn yfir lífi og hugsunum hans. á þeim tímum, er menn voru vanir að kalla hlutina sínu rétta nafni, var þetta stjórn- skipulag kallað alræðisvald og harðstjórn. Nú er þetta nefnt ýmsum glæsilegri nöfn- um og fjöldinn fylkir sér undir þau og ber fána og merki böðlanna hátt á lofti íneðan þeir spenna hespu Qfrelsis- og þrældómsins að hálsi honum. Það hefih dregið ský fyrir sólu mann- réttinda og mannfrelsis og Einstein á ekki griðland á meginlandi Evrópu vegna þess að hann hefir með ótvíræðum orðum bent á þann sannleik. Valdhafarnir heimta meira og meira “vald”, en það er það vald sem e/v fyrsta sporið til þess að ávifta eipstaklinginn því frelsi og þeim réttindum, sem menn hafa ávalt haldið fram að þeim bæri og hafa ávalt þráð. Undur lítið er til þess tekið að griða- staður Einstein er England. Það er eins og að því sé gengið sem vísu, að þar eigi útlaginn vísa náð. Það er ef til vill að öllu athuguðu eitthvað meira við brezka menningu en við stundum látum heita. REIKNINGSJÖFNUÐUR BRETA Neville Chamberlain, fjármálaráðherra Breta, lýsti því yfir síðast liðinn mið- vikudag, að tekjur og útgjöld stæðust.á á ársreikningunum. Útlitið sagði hann að ýmsu leyti mjög mikið betra á þessu ári, en árið áður. Fjármálaráðgjafinn benti á að tala at- vinnulausra hefði áækkað yfir september mánuð. En viðskiftin yrðu að aukast. á tímctbilinu frá 1926 til 1932 hafði verzlun við önnur lönd mínkað um 1800 miljónir dollara. Ef reiða mætti sig á, að ekki slæi aftur í bakseglin og tíníar færu batnandi úr þessu, mundi Bretland nú þegar geta vikið aftur að gull-innlausn peninga sinna. F. 3. des. 1885—D. 25. maí 1933 F. 21. okt. 1892—D. 15. maí 1933 LUTHER MELANKTON LINDAL LEIFUR KOLUMBUS LINDAL Þessir efnilegu bræður, Leifur Kolumbus og Luther Melankton Lindal, önduðust báðir á síðastliðnu vpri með aðeins tíu daga millibili. Var þess getið þá í blaðinu að nokkru, en myndir þeirra voru þá eigi við hendi til birtingar. Inn í frásögnina slæddust og nokkrar missagnir er rétt þykir að leiðrétta. Nú þegar myndir þeirra eru birtar eru því látin fylgja stutt minning- arorð og pefiágrip þeirra beggja Luther Mélankton Lindal, er fæddur í Winnipeg 3. des. 1886. Foreldrar hans eru þau hjón Björn Sæmundsson Lindal og kona hans Svava Ingibjörg Björnsdóttir, er nú búa að 173 College St. hér í bæ Fluttu þau hingað til lands sneipma á ár- um, giftust hér í bæ og bjuggu hér ofan að árinu 1890 að þau fluttu til hinnar svonefndu Grunnavatnsbygðar námu land austan Grunnavatns er þau nefndu Markland, og var þar póstafgreiðslustaður. Luther ólst upp hjá foreldrum sínum fram yfir tvítugs aldur, að hann kvongaðist, Rannveigu Jónas- dóttur Halldórssonar og byrjuðu þau búskap á landi þar í grend við foreldra sína. Bjuggu þau þar um allmörg ár. Fyrir nokkru síðan vistaðist hann hjá Arm- strong fiskifélaginu er lætur stunda veiðar norður við St George eyju í Winnipegvatni, sem umsjónarmaður þeirra þar á eyjunni, flutti fjölskyldan sig þá að Gimli, og þar var hún bú- sett er andlát hans bar að hönd- um. Var hann að taka á móti vörum af skipi félagsins og koma þeim í land er hann varð snögglegq, veikur 25. maí sið- astl. og andaðist samdægurs. Banameinið var hjartabilun. Hafði hann kent veiklunar fyrir hjarta um nokkur undanfarin ár. Mun hann hafa gengið of nálægt sér við uppskipunina og ekki ætlað sér af. Sorgarfregnin var send suður til fjölskyldunn- ar og svo til foreldranna sam- dægurs. Var sú fregn hinum öldnu foreldrum eigi lítið sorg- arefni, ofan á hið fyrra sonarlát. Var lík hans flutt að Gimli og jarðað þar. Börn þeirra hjóna ér á lífi eru heita: Valdís Svava; Jóhanna Svanfríður; Kristrún Klara; Vilhelmína Matthildur; Marteinn Luther og Lilja. x Luther var hinn mesti mynd- armaður, og eitt hið meista hraustmenni í hópi hinna yngri mánna er hér hefir vaxið upp. Hann var skýr maður og spak- ur í lund og drengur góður og vildi í engu vamm sitt vita. Finnur fjölskyldan sig ærið ber- skjaldaða eftir fráfall hans. Leifur Kolumbus Lindal var fæddur á Marklandi í Grunna- vatnsbygð 21. okt. 1892. For- eldrar hans eru hin öldnu hjón Björn Sæmundsson (bónda á Gautshamri á Selströnd í Strandasýslu, Bjprassonar prests í Tröllatungu og Guð- rúnar Bjarnadóttur frá Þóru- stöðum) og Svava Ingibjörg Björnsdóttir Skagfjörðj bónda á Brennuborg í Skagafirði og Kristrúnar Sveinungadóttur frá Skinnastöðum f Axarfirði. Þau Björn og Svava fluttust hingað vestur snemma á tíð, og giftust hér í bæ og bjuggu hér ofan að árinu 1890 að þau fluttu vestur í Gmnnavatnsbygð námu land, sem þau nefndu Markland og bjuggu þar mynd- arbúi þangað til fyrfr nokkrum árum að þau fluttu hingað tíl bæjar. Leifur ólzt upp í föðurgarði unz hann gekk í Canada herinn. 106 hersveitina, 17. júní. 1917. Er til Englands kom var hann færður í 27 hersveitina og með henni var hann á Frakklandi þangað til ófriðnum lauk, og hann kom til baka aftur í des- ember 1918. Ári síðar kvong- aðist hann Kornelíu Klöru Björnsdóttur Hördal, hafa þau lengst af búið í Charleswood vestan við Winnipegbæ, og stundaði hann öll síðari ár vöru- flutninga vinnu hjá Hudson Bay félaginu. Á síðastliðnum vetri tók heilsan að bila. • 1 apríl mánuði lagðist hann og var fluttur á Grace spítalann og þaðan á Almenna' sjúkrahúsið. og þar andaðist hann eftir 4 vikna legu 15 maí. Böm þeirra eru Evelyn Guðrún; Margrét; Rósamunda og Roald Columbus. Útfararathöfnin fór fram frá járðarfararstofu A. S. Bardals, flutti séra Rögnv. Pétursson líkræðuna, greftrun fór fram í hermannareitnum í Charles- wood. Leifur var hraustmenni að burðum og sérstakur mynd- ar maður .vinsæll og velkyntur. * * * Er með láti þeirra bræðra skarð mikið höggvið í hóp yngri kyn- slóðarinnar jíslenzku. GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON —söngvari— Um Guðm. Kristjánsson, söngvara hefir áður verið getið hér í blaðinu — svo lesendum er hann kunnur. Er hann í flokki hinna yngri listarmanna vorra hér vestra. Hann er búsettur í Chicago og hefir getið sér góðan orðstír bæði þar og víð- ar í Bandaríkjunum. Um hann og söng hans hafa birst lof- samlegar ritgerðir í ýmsum Bandaríkjablöðum. Eftir ný- kominni frétt í norska blaðinu “Minneapolis Tidende” er þess getið að 25. þ.m. sé í ráði að Guðmundur haldi Konsert í Minneapolis undir forstöðu, “The Norwegian Glee Club,” er það eitthvert virðulegasta söng félag Norðmanna í Minnesota. Konsertinn er í þremur flokk- um ,er fyrsti flokkurinn ensk- amerísk lög og textar, þá norsk og þriðji flokkurinn íslenzk. Tvo konserta aðra er verið að undir- búa er hann heldur þar í bæ, en óvíst er enn hvenær þeir verða haldnir. Ráðgert hefir Guðmundur ad heimsækja Winnipeg einhvern tíma, áður en langt um líður, og ef til vill á þessum vetri, aðal- lega til þess að fá tækifæri til þess að kynnast íslendingum hér um slóðir, en ekkert er fast ákveðið í því efni, enda áran eigi góð til samkomuhalda, ef um það væri að ræða.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.