Heimskringla - 18.10.1933, Síða 2
2. SÍÐA.
H E I MSKRINGLA
WINNIPEG, 18, OKTÓBER 193S
LEIÐRÉTTING VIÐ
“LEIÐRÉTTINGU”
Tekur mann, sem mæti því
. . . moka skattafjósið.
Flatur Lífmann flórinn í
féll á bak við ljósið.
Það er ekki af fúsum vilja,
að eg skrifa línur þessar —
sökum þeirrar einföldu ástæðu
að mér er óljúft að vega að
vopnlausum manni. En af því
að opinbert mál á í hlut, sem
fjölda mans varðar í Bifrastar-
sveit, hlýt eg að mæta oddvitan-
um (B. J. Lífmann) á hösluðum
velli, þó að hann sé með tvær
hendur tómar.
Eins og lesendur Hkr. máske
muna, birti hún 20. sept. s. 1.
tvær vísur eftir mig með fyrir-
sögninni: Skylduvinnan. Vís-
unum fylgdi stutt skýring í ó-
bundnu máli. Oddvitanum lík-
uðu vísumar illa og þó skýr-
ingin enn ver, svo að hann
steypti sér yfir skýringuna í
krafti síns embættis með grein
í Lögb. 28. sept., sem hann
kallar “Leiðréttingu” en sem
frá rökfræðislegu sjónarmiði
ætti að heita: “Á bak við ljósið.”
Áður nefnd skýring, er svo
stór “faktor” í þessu máli að eg
verð að biðja lesendurna að
fyrirgefa, þó að eg setji hana
hér orðrétta aftur.
“Sveitarráð Bifrastarsveitar
lagði í ár $10.80 skylduvinnu á
hvert heimilisréttarland, sem er
þrefalt við það ,sem áður hefir
verið.”
Það var eins og rauðri dulu
væri veifað framan í oddvitann
þegar hann sá þetta, svo að
hann skrifaði “leiðréttingu”. En
hvemig því var varið veit eng-
inn nema hann einn — að hann
bygði “leiðréttinguna” á því að
lesa það orð vitlaust, sem allur
þungi málsins hvíldi á, það var
orðið heimilisréttarland. Hann
las það fyrir h ei mi I i (!!).
Hvort hann hefir gert þetta
viljandi eða óviljandi, er ekki
gott að segja, en það afvopnaði
hann á miklu alvarlegri hátt, en
hann virðist gera sér grein fyr-
ir, því að í “leiðr.” ber hann
sig í senn, bæði borginmannlega
og oddvitálega.
Þessu til sönnunar leyfi eg
mér að taka upp orðrétt kafla
úr “leiðréttingu” hans. — —
“Með því að eg hygg að þér hr.
Jónas Stefánsson séuð ekki vís-
vitandi að fara með rangt mál,
finn eg mig knúðan til þess að
leiðrétta tvær staðhæfingar er
þér gerið í síðustu Hkr. Hin
fyrri staðhæfing yðar er þessi:
“Sveitarráð Bifrastar setti
$10.80 skylduvinnu á hvert.
heimili.”
Þetta éy engan vegin rétt. Á
sumum heímilum nemur skyldu-
vinnan $3.60, $7.20 og svo
$10.80, alt saman miðað við
virðingarverð.
Önnur staðhæfing yðar er á
bessa leið: “Skylduvinnan er
brisvar sinnum hærri en nokkru
sinni áður.”
Hér hafið þér af einhverjum
ástæðum ónotalega blandað
málum, þar sem yður hlýtur að
vera kunnugt um að skyldu-
vinna þessi sem áður var $2.00
og er í ár $3.60 ekki einu' sinni
helmingi hæm, hvað þá þrisvar
sinnum hærri.”
Svo mörg eru þau orð — en
ekki þau heilögu orð.
Eg vissi það áður, að skyldu-
vinnan hafði þrefaldast í ár, en
til fastari tryggingar leitaði eg
mér formlegra upplýsinga í
kring um málið á þeim stöðum
sem höfðu öll skilríki í fór-
um sínum — því að aldrei hefi
eg verið í sveitarráði — frá
þeirri hlið lítur málið út á
þennan hátt:
“Skylduvinnu skattur hefir
verið lagður á sem fylgir mið-
að við $600.00 virðing á hverju
heimilisréttarlandi, sem er
nokkru hærra en meðalvirðing
á löndum í Bifrastarsveit:
Árið .... 1932 — 1933
$2.40 —$10.80
Skylduvinnuskattur á $500.00
virðing: *
1932 — 1933
$2.00 — $7.30
Á $200.00 virðing:
1932 — 1933
.80 — $3.60
Þessar hreinu, látlausu tölur.
sýna ekki einu sinni þrefalda
hækkun, heldur nær því fjór-
faida. Og beri maður þær sam-
an við skilagreinagraut oddvita
Bifrastarsveitar hr. B. J. Líf-
manns, finst manni að honum
mundi verða lítið fyrir að snúa
faðirvorinu upp á andskotann,
eða réttlæti í ranglæti sem er
eitt og það sama.
Lítið batnar höfuð oddvitans
þó að hann hætti við skýring-
una og snúi sér að vísunum.
Hann vill ekki líkjast Hitler eða
Mussolini í orði, þó að hann
slæi út í sama lit á borði. Hann
þvær hendur sínar af þeim ó-
hróðri, eins og Pílatus forðum.
Allir þekkja álitið á Pílatusar
þvottinum og órínsældum hans
ofan aldirnar ,svo að ekki kemst
hann þar á kjöl.
Hann segir: “að sveitarráðið
hafi haft því láni að fagna, að
margir málsmetandi bændur
hafi samþykt skylduvinnuna á
fundi.” Þetta er engin ástæða.
Hitler og Mussolini hafa líka
ýmsa menn, sem samþykkja
gerðir þeirra, og það höfðu
einnig einvaldar seytjandu ald-
ar kúgunar. En þó að hægt
sé að telja undirgefna jábræður
einræðis, þrefalt á fingrum sér
— eins og skylduvinnuna —
verða þeir þó aldrei nema
hverfandi minni hluti saman
borið við alla alþýðu. Við lifum
í lýðfrjálsu landi, þar sem allar
opinberar gerðir í þarfir lýðs og
lands eru grundvallaðar á at-
kvæðum meiri hlutans.
Á meðan oddivtinn ekki sann-
ar það, að meiri hluti gjaldanda
ifrastar sveitar hafi verið á
fundinum til þess að samþykkja
skylduvinnuna, verður hann að
sitja með Hitlers samlíkinguna
eins og hvert annað mótlæti.
í þessu sambandi get eg full-
yrt það að af 50—60 gjaldend-
um á Mikley var engini^ mætt
ur nema máske einn máður. í
enda “leiðréttingar” tekur odd
vitinn undir sig stökk mikið
neðan af Bifröst og upp í ka-
þólska trú. Gefur hann til
kynna að Bifröst sé sokkin í
uelvíti, og vill að eg “jacki"
iiana upp í hreinsunareldinn. -
Ekki er nú hægt að segja að
til mikils sé. mælst og mér er
ánægju í að gera honum þennan
litla greiða, ef hann uppfyllir
TVÆR KONUR
SÖMU
/
SK0ÐUNAR
Alþjóðar
Símtöl
Síminn er nú kominn í það lag
að verzlunar menn eða kunn-
ingjar geta náð saman yfir
1 hvaða vegalengd sem er innan
Canada, á hvaða stað á landa- |
bréfinu sem er, þar sem síma-
tækin eru fyrir hendi. Sam-
bönd er hægt að fá, á auga-
bragði, frá hafi til hafs, á
hvaða tíma sem er dags eða
nætur, en á kvöldin eru síma-
gjöldin stórum lægri, sem veit-
ir kunningjum tækifæri á að
tala saman fyrir rýmilega borg-
un, og hlusta hver á annan,
sem sæti þeir hlið við hlið í
sama herberginu.
Martha* <<Eg hefi aldrei funúið eins mikið til, að missa. af þessum
a íia. smáþægindum sem maður getur ekki verið án, eins og
að tapa af símanum. Við héldum að við værum að “spara”, en einn
símalaus dagur var mér nógur.”
Marin* “^ú segir satt Martha. Við létum taka hann burtu líka en
það var éins og dauðsfall hefði komið fyrir á heimilinu eftir
að hann var farinn. Okkur þótti næstum væntum þegar að veiktist hjá
okkur maður svo við fengum hann til baka.
Martha* “Auðvitað voru næstu nágrannar okkar mjög greiðviknir,
en eg fann mig afskaplega illa í hvert skifti sem eg fór
inn til þeirra — það stóð þá líka oft á máltíð hjá þeim. Það gekk svo á
taugarnar að eg sagði Pabba að eg færi burtu og þangað þar sem eg
gæti hringt til kunningjanna án þess að standa í þakklætisskuld við
nokkurn, og það hreif!”
OG þetta er ófrávíkjanleg reynsla allra sem lært liafa að þekkja hin
márgvíslegu þægindi sem heima síminn veitir. Tómleika tilfinningin
verður óbærileg og sparnaðurinn entómur hugarbarður.
Ótakmörkuð símanot dag og nótt kosta aðeins 10c fyrir sólarhringinn.
Þegar ummál Winnipeg borgarhverfisins (76 fermílur) er tekið til greina
er afgjaldið hið lægsta yfir alla Norður Ameríku.
YFIR OKTÓBER
býðst talsímadeildin til að setja inn
síma á heimili bæjarbúa ókeypis. Fylgja
verður þriggja mánaðar borgun af
símagjaldinu með umsókninni.
Pantið heimilis símann strax
(Færsla og breytingar gerðar rýmilega)
Manitoba Telephone System
tvö lítil skilyrði. Fyrra skd
yrðið er það að hann hafi enda
skifti á kaþólsku kirkjunni, að
öðrum kosti verður Bifröst ekk
skrúfuð upp,—því að—ef mig
minnir rétt er það regla hennar
að sleppa engum úr helvíti upp
í hreinsunareldinn. Annað skii-
yrði er að hann leggi til öll á-
höld við lyftinguna.
En vilji hann ekki ganga að
þessum kostum, skal eg gefa
honum ráð, sem eg veit að hon-
um geðjast að. Ráðið er, að
hann standi fyrir verkinu sjálf-
ur á þann hátt, að setja á
skylduvinnu í helvíti, hvað sem
þeir kaþólsku segja. En sé Bif-
röst orðin lóðuð við gamla stað-
inn með 90,000 dollara skukl
úr skýru gulli, svo að hún ná-
ist ekki frá honum, þá er bara
að skrúfa helvíti upp með Bif-
röst, kölska og öllu heila drasl-
inu. Eitt er unnið með þessu,
það er það að kölski yrði ekki
búinn að vera lengi þar uppi,
áður en hann setti á allsherjar
skylduvinnu, ef hann er líkur
sjálfum sér. — Og eg býst við
að hann þyrfti að hafa oddvita.
J. S. frá Kaldbak.
“EG HEFI LESIÐ ,
Þ&TTA f BÓK”
Kunningi minn H. J. Halldórs-
son er enn á ferðinni í Hkr.
Vill hann nú komast undan allri
ábyrgð á því, sem hann hefir
verið að skrifa um Stubbs,
vegna þess að hann hafi lesið
þetta og það meira að segja á
ensku. Hvað þurfum við þá
framar vitnanna við? um sann-
leiksgildið! Og til frekari sönn-
unar sínu máli segir hann: að
aldrei hafi hann “lesið eða heyrt
getið um nokkum mann” .
sem orðið hafi “fyrir slíkum ó-
þrjótandi mokstri af óhróðri
sem miskunnarlaust hafi verið
mokað yfir Stubbs”. Svo kemst
hann að þeirri niðurstöðu að
fyrst svona mikið sé af óhróðr-
inum þá hljóti þó eitthvað af
því áð vera satt. Mér hefir nú
aldrei dottið í hug að halda því
fram að Stubbs væri maður,
sem ekkert mætti finna að. Eg
býst við að leitun sé á slíkum
manni. En af því mér fannst,
og finnst enn ,að mál hans vera
almennings mál, þá tók eg til
máls þegar mér þótti ósann-
gjarnlega með það farið, meðal
okkar landanna. Og þegar ó-
hróðurs moksturinn byrjaði
vestan að í tilefni af kosning-
unum, fanst mér hlutur okkar
landanna verða lítilfjörlegur ef
við hefðum ekkert til málanna
að leggja nema bergmál þeirra
óhljóða, sem bárust frá óæðri
enda hérlendrar pólitíkur.
Eg hefi mælt með Stubbs
fyrst og fremst vegna þess að
hann fylgir fram þeirri einu
stjórnmálastefnu, sem nú er
uppi á meðal okkar, sem hefir
nokkrar gagngerðar eða rót-
tækar umbætur á stefnuskrá
sinni. Báðir gömlu flokkarnir,
eru að míifu áliti, algerlega
gjaldþrota þegar til umbóta
hugsjóna kemur. Liberalar heita
okkur frelsi, frelsi, meira ein-
staklings frelsi ,til þess að við
getum sjálfir hengt okkur í
sámkeppnis snörunni. Konserv-
atívar biðja okkur að bíða, bíða
rólegir því þetta kunni að skána
með tímanum. Einnig hefi eg
mælt með honum vegna þess að
eg þekki hann, veit hann er
strang heiðarlegur maður, hefir
víðtæka þekkingu á þjóðmálum,
og afburða hæfileika til að
fylgja máli sínu fram. Og eg
veit að sæti hans verður vel
skipað á þingi ef hann nær
kosningu.
í blaðinu “Free Press” frá 13.
þ. m. er skýrt frá fundi sem
haldinn hafi verið í Okla, Sask.
Þar talaði þingmannsefni þeirra
Liberalanna, Mr. A. McMillan.
Hefir blaðið eftir honuni, að
hann vilji láta gera eignir
manna upptækar, og borga með
þeim þjóðskuldina. Þessi hug-
mynd um að taka auðinn lög-
taki þegar þjóðarnauðsyn kref-
Betza
til hreinsunar
Mjólkur ílátum
ROYAL
CROWN
FLAKED
LYE
/00% PURE
Látið eina matskeið af
Royal Crown Flaked
Lye í eitt gallon af
vatni.
Sérstök kostaboð.
I Þér fáið stórt stykki
I af Coco-Pumice sápu
I frítt. Sendið nafn árit- I
1 un og 10 miða af Royal I
I Crown Flaked Lye, til f
WRIJE FOR'FREE ÞREMIUM LIST
The Royal Crcwn Soaps Ltd.
Winnipeg
ur, á líkan hátt og menn eru
skyldaðir til herþjónustu á
stríðstímum, er ekki ný, henni
hefir verið hreift af jafnaðar-
mönnum og verkamönnum, á
ýmsum tímum. En ekki man
eg eftir að Liberalar hafi bar-
ist fyrir henni, eða haldið henni
fram, í alvöru og svo mikið er
víst að ekki er hún á stefnuskrá
jþeirra. Mr. McMilian getur því
ekki haft neinn rétt til að
halda henni fram í nafni flokks-
ins. En ef hann ætlar að halda
henni fram á þingi hefir hann
þangað lítið erindi undir merkj-
um Liberala. Og ætti því að
hafa mannskap til að segja sig
úr flokknum. Því tæplega er
maðurinn svo ‘“grunnhygginn”
að liann haldi að eigendur liber-
al flokksins muni leyfa mikið af
svoleiöis hjali- þegar til alvör-
unnar kemur. Það lítur því út
fyrir að hann hafi ekki mikið
álit á skoðana þroska kjósenda
sinna, þar sem hann ekki veigr-
ar sér við að bjóða þeim upp á
slíkan hégóma. Ætli kjósend-
unum verði ekki fyrir að spyrja
hvort þeir stjórnmálaflokkar,
sem ;á stríðsárunum, meðan
hermönnunum blæddi út á víg-
vellinum, skutu eignamönnun-
um undan skattskyldu, muni nú
líklegir til að gera auðinn upp-
tækan til almennings þarfa?
Næst birtir svo blaðið útdrátt
úr ræðu eftir Hön. W. R. Moth-
erwell fyrrum landbúnaðar-ráð-
herra. Og þá kastar nú fyrst
tólfunum, samt segir blaðið að
áheyrendur hafi hlegið að
fyndni hans. En á þeim alvöru
tímum sem nú eru í. landi hér
bæði í Sask., og annarstaðar
finst mér nærri óskiljanlegt að
fulltíða menn skuli sitja og
hlusta á annan eins þvætting,
eins og blaðið hefir eftir þess-
um Motherwell. Ekki eitt ein-
asta orð af viti eða alvöru um
landsmál, heldur hálfkjánalegt
skop um það að konservatívar
þekki ekki gölt frá gyltu, og
Woodsworth kunni lítið að fara
með varphænur, hveitiforðann,
sem nú liggur óseldur á að
senda til Rússlands sem vinar-
gjöf eða selja til Indlands með
löngum fjaldfresti, og annað
þessu líkt. Hvers konar skrípa-
leikur halda þessir menn að
þingkosningar séu? Ef kjós-
endur eru ekki þroskaðri en
svo að þeir láti slíka loddara
leiða sig í gönur, eiga þeir ekki
betra skilið en að hafa þá fyrir
fulltrúa. En eg vona að íslend-
ingar gera hærri kröfur til
þeirra sem eiga að verða full-
trúar þeirra á þingi, heldur en
að þeir skari fram úr í loddara-
skap eða fíflalátum.
Þá er nú að minnast á þetta
síðara svar frá H. J. H. Hann
kvartar sáran undan því að eg
hafi verið óvæginn í orðum.
Og honum skilst að grein mín
sé öll þrungin og samfléttuð
persónulegu níði og bríxlum.”
Eg veit ekki til að eg færi neitt
út fyrir þau takmörk, sem um-
mæli hans sjálfs, gáfu ástæðu
til. Þó hann ekki kunni skil á