Heimskringla - 18.10.1933, Side 7
WINNIPEG, 18, OKTÓBER 1933
HEIMSKRINGLA
7. SlÐA.
JÓN STRAND
Frh. frá 6. bls.
Hann tók hana í faðm sinn
og sagði henni svo söguna,
sem faðir hans hafði sagt hon-
um.
Hún fann strax að hann var að
bera blak af föður sínum en
gaf þvj lítin gaum. Hún var
upptekin við þá hugsun hvað
guð væri góður við manninn
sem hún elskaði svo heitt.
Þau sátu lengi og töluðu sam-
an um viðburðina og Joyce sá,
að líf þeirra mundi verða alt
annað en það, sem hún hafði
gert sér hugmynd um. — Jón
immdi lialda áfram stjórnmála
störfum sínum og mjög líklega
skipa sæti föður síns, sem nú
yrði bráðlega autt — og svo —
svo mundi hann fá jarlsnafnbót.
Henni fanst nú ekki svo mikið
til um það.
“Þið ungfrú Cora eruð þá ná-
skyld — bræðra börn,” sagði
hún alt í einu. Er hún slepti
orðunum var barið að dyrum á
stofunni.
“Gerald hefir sagt mér alt. —
Eg kem til að heilsa upp á
frænda minn og konuna hans,”
sagði Cora um leið og hún kom
inn og Sylvester með henni.
Svo leggur hún handlegginn
um hálsinn á Joyce og kyssir
hana innilega. Joyce vissi nú
-— sér til mikillar gleði — að
hér eftir mundi þær geta verið
góðar vinur.
“Jón, faðir þinn er algerlega
niðurbrotinn maður. Eftir að
þú fórst varð að senda eftir
læknir. — Hann er veikur} —
Þú mátt til með að vera góður
til hans,” ságði Cora.
“Alt er þurkað út og gleymt,”
sagði Jón. “Og ef Cobden væri
enn á lífi, er eg viss um að
hann gæti einnig gleymt og fyr-
irgefið.”
“Farðu til hans eins fljótt og
þú getur. — Eg veit að hann
þráir þig.”
“Eg skal fara strax.”
“Og taktu konuna þína með
þér. Hér eftir verður þitt p'láss
við hlið föður þíns. Og nlundu
það, að sá tími kemur að þú
verður höfuð ættar vorrar. —
Ó, eg er svo glöð, Jón. Ög
pabbi — hann er svo glaður
yfir þessum enda. — Hann
langar til að þú heimsækir
hann svo hann geti lagt bless-
un sína yfir þig.”
“Komdu Joyce,” sagði Jón og
þau fóru.
Sylvester stóð á fætur og
gekk yfir þangað sem Cora var.
“Þú veist hvað mig vantar
að biðja þig?”
“Já,” svaraði hún blátt áfram.
“Einu sinni hefði eg verið
ánægður með að fá það, sem
þú gazt þá gefið mér, en nú vil
uðu þeim hjartanlega til lukku
og hamingju.
Þegar Jón kom í hús föður
síns var honum vísað inn í
svefnherbergi hans. Hann sá að
koma sín veitti föður hans þann
unað og þá gleði, að hann fann
að hann hafði gert rétt að
koma.
“Mig vantar að konan þín
komi hingáð,” sagði South-
wold eftir nokkra stund.
Joyce beið fyrir framan í
ganginum; hún hafði ekki vilj-
að fara inn strax fyr en hún
væri beðin að koma. Jón fór nú
og kallaði á hana. Hún gekk
að rúminu, og Southwold rétti
henni hönd sína.
‘Þú ferð ekki héðan aftur.
Þið Jón verðið að lifa hér með
mér. Þetta er svo lengi búið að
vera heimili forsætisráðherra
þessa lands, að það má til með
að halda áfram að vera það.”
“Já,” sagði Joyee eftir að
hafa lesið samþykki Jóns í svip
hans.
Nokkrum dögum síðar tók
Jón sæti sitt í þinginu. Viðtök-
ur þær, sem hann fékk, hrifu
hjarta hans. Hinn nýi forsætis-
ráðherra og leiðtogi andstæð-
inga flokksins buðu hann vel-
kominn með stuttum ræðum.
Allir fundu sig seka í því, að
hafa dæmt Jón ranglega, og
allir vildu sýna það, að þeir
vildu bæta fyrir þá yfirsjón sína.
Er sú athöfn var yfir varð
Jóni litið upp á áhorfenda sval-
irnar og kom auga á South-
wold þar. Þeir feðgarnir brostu
hver til annars og fór það bros
ekki fram hjá eftirtekt þing-
mannanna.
Jón Southwold
viðhafi það nafn sem hann nú
gekk undir — hafði nú hatur á
öllum fréttablöðum. Ritstjórar
þeirra höfðu gripið hvert tæki-
færi til að birta æfisögu hans,
og heill skari af fréttariturúm
Og myndatökumönnum eltu
hann alla daga og fram á næt-
ur. — Hann ha.fði hvergi frið
fyrir þeim. En þó leitað væri í
öllu því 'sem um hann var skrif-
að, gat hvergi fundist neitt,.
sem kastað gat skugga á föður
hans. Og fyrir það var hann
þakklátur.
Joyce og Cora höfðu verið
viðstaddar og í þingfund^rlok,
fór Jón til þeirra, því þau höfðu
lofað að neyta miðdagsverðar
hjá hr. Mason. Það átti að vera
einskonar skilnaðar samsæti
því næsta dag ætlaði hr. Mason
að fara til New York ásamt
þeim Philip og Sylvíu þar sem
ákveðið var að þau yrðu yfir
næstu sex mánuðina. Eftir þann
tíma var svo ráð fyrir gert að
þau Philip og Sylvía giftu sig
og flyttu svo aftur til London.
Er þau, að sex mánuðum
Jón lífgaði eld í eldstæðinu og
þau settust bæði fyrir framan
það .
“Jón! elsku Jón. Hefir ekki
guð verið okkur góður í gegn
um alt?”
Og hann tók hana í faðm sér
og kysti hana blítt og ástúðlega
Þannig voru þau í faðmlög-
um ástarinnar síðast er vér sá-
um þau.
ENDIR.
ENDURMINNINGAR
Eftir Fr. GuSmundsson.
eg fá alt.”
“Eg skil við hvað þú átt, og|liðnum komu til baka, stóð svo
nú getur þú fengið alt. Nú á
enginn annar hlutdeild þar í
framar.”
“Og það verður engin eftir-
sjá?”
“Nei, aðeins endurminningar.
En þó mun eg alla jafna gleðjast
yfir því.að mér þótti vænt um
Jón Strand, og þú ættir að
gleðjast yfir því einnig. Af því
lærði eg margt og eg trúi því,
að það, hafi gert mig að verð-
ugri konu. En eg átti aldrei að
verða konan hans. Og nú óska
eg ekki eftir því lengur. Eg
hefi nú lært að elska þig, Rob-
ert.”
Hann beið óþolinmóður eftir
að heyra hvað hún sagði. —
En svo tók hann launin fyrir að
bíða. Hún bauð honum varir
sínar að kyssa og hann þáði
boðið og vissi um leið, að hún
nieinti það, sem hún sagði.
Hann hafði oft áður kyst hana
í tilhugalífi þeirra en þessi koss,
var alt öðru vísi en allir hinir.
Svo lág hún upp við hjarta
hans í sælu og unaði. — Nú
elskaði hún og var elskuð.
Þegar þau hin komu til baka,
var ekki nauðsynlegt að gefa
Þeim neinar útskýringar. — Þau
skildu. Og Jón og Joyce ósk-
á ,að heitar umræður stóðu
yfir í þinginu, þar hittist því
hópurinn aftur og voru þau nú
öll farsællega gift.
Jón, sem nú var komin í ráð-
gjafa sess, talaði nú úr frem-
stu röð, þar flutti hann þá
ræðu er hann síðar varð frægur
fyrir, og hlustaði faðir hans á
þá ræðu með mikilli aðdáun.—
Hann kváðst aldrei, í gegn um
allann sinn stjórnmálaferil, hafa
heyrt aðra eins mælsku, orð-
snild og röksemdarleiðslu til
nokkurra manns.
Eftir þingfund stigu þau Jón
og Joyce upp í bíl sinn og báðu
ökumannin að aka með þau að
hinu fyrra heimkynni þeirra,
Þangað fóru þau inn og gengu
hlið við hlið, haldandi hvert í
annars hönd, gegn um hina
mannlausu og þögulu sali, er
geymdu svo dýrar endurminn-
ingar frá fyrri tíma. Þau áttu
þar einnig endurminningar um
sorg og söknuð. Herbergi gamla
Cobdens var nú eins óg þegar
hann skildi við það síðast; þau
höfðu haldið þeim sið, að fara
þangað endrum og eins og
minnast í bæn til guðs þess
manns, er hafði haft svo mikla
þýðingu fyrir líf þeirra.
Framh.
Undan og ofanaf
Vig vorum rétt staðin upp frá
miðdagsborðinu, eg var seztur
út í horn og hélt á Snorra
Eddu, ein af þéim .fáu bókum
sem eg hafði fundið pláss fyrir í
ferðakistum okkar, þá er klapp-
að á dyrnar og kominn er Guð-
laugur Ólafsson. Hann var
einn af þeim forsmiðum, sem
Jón Vopni hafði á þeim mörgu
húsum sem hann hafði í smíð-
um. Eg hafði unnið hjá Guð-
laugi á húsi því sem Vopni var
að byggja handa séra Jóni
Bjarnasyni um sumarið.
Eg hafði komist að því að
Guðlaugur var mikið hugsandi
maður og greindur vel. Eg
hafði og frétt að hann væri sí-
lesandi góðar bækur, einkum
á ensku máli, hann hafði líka
komið barn eða unglingur til
þessa lands og fanst mér að
honum vera enskan miklu tam-
ari en íslenzkan.
“Þú ert að lesa Eddu,” segir
hann, ‘“undur Jiefi eg gaman
af þeirri bók, gaman af að sam-
ferðast, sjá og skilja hvernig
svo maður! trúhneigðin og eilífðarlöngunin
knýr mennina á öllum tímum
til að gera sér grein fyrir til-
verustjórninni, gera sér grein
fyrir ' því góða og vonda sem
fram við mennina kemur, því
bezta og versta, bjartasta og
myrkasta. Á öllum tímum hafa
menn þurft að halda á and-
stæðunum til, að helga með því
bardagana, stríðin og mann-
drápin. i Goðafræðinni táknar
Loki Laufeyarson höfund hins
illa í heiminum og himnunum.
Hann öfundast yfir því hvað all-
ar lifandi skepnur og menn
unna Baldri heitt og innilega
og bera hann á hug og höndum.
Hann fer því til móður guð-
anna, til að reyna að komast
eftir, á hve föstum fótum að
metorð og virðing Baldurs
stendur í alheimi og Ásgafði.
Hún á sér ekki ills von og er
svo óvarkár, að hún segir Loka
eins og er ,að allir hlutir á
himni og jörðu og allar lifandi
skepnur hafi svarið Baldri holl-
ustu eið, svo ekkerl skuli geta
grandað honum. Var þá ekkert
eftirskilið spyr Loki. Nei, ekkert
nema lítáll viðarteinungur einn,
sem þótti of ungur til að sverja.
En þenna viðarteinung tók Loki
með sér, og þegar í Ásgarði það
var haft að skemtun að beina
öllum illum skotum að Baldri
og sjá hvernig alt það hneig afl-
laust til jarðar, og Baldur sak-
aði ekki, þá kom Loki til sög-
unnar, og fékk Höður hinum
blinda viðarteinunginn sem
aldrei sór Baldur lilýðni, og
sagði honum að kasta teinung-
rannsóknarfélag, líkt og ís-
lendingar heima í Reykjavík
hafa, og nú vildi eg vita hvert
þú myndir ekki vilja vera með
okkur í þessari tilraun.” Eg
svaraði honum því að ekki væri
eg með neina fordóma gegn
slíkum tilraunum, en feúgist þó
ekki til að taka nokkum þátt í
því, af því mig vantaði skilning
cg sannfæringu fyrir því að er-
indi sannleikans til mannanna
lægju helst í myrkrinu, og enn-
þá sem komið væri hefði eg
enga löngun til að vera með við
slíkt starf. “Fyrir utan þetta,
þá hélt eg að þú værir ein af
sterkustu stoðunum í söfnuði
séra Jóns, eg hefi nokkrum
sinnum séð þig þar, og svo varst
þú forsmiður á húsi séra Jóns.
Og svo hélt eg að þú værir kom-
inn til að gefa mér atvinnu?”
“Þér var ekkert ókunnugt um
það,” segir hann, “að eg var
verkamaður Jóns Vopna, þeg-
ar eg stýrði húsbyggingu séra
Jóns, hitt getur og vel verið aö
nafn mitt standi í söfnuði þeirra
norðanmanna en mér finst
þetta ekkert koma málinu við.
Eg er hvergi í söfnuði af því
mér er hvergi fullnægt, finn
hvergl það sem eg er að leita að.
þá minntist þú einnig á atvinnu-
leysi, en það er aumkunarvert
og þó jafnframt hlægilegt mont í
ykkur öllum sem eruð nýkomnir
að heiman að þið þykist ekki
kunna við ykkur nema hafa
altaf einhverja arðberandi at-
vinnu fyrir stafni, en þegar svo
á eitthvað að fara að gert, þá
eru allar hreyfingar silalegar,
og eins og þið komið höndunum
hvergi að. Mér þykir vænt um
að mega hvíla mig svona yfir
háveturinn og mesta frostatím-
ann, og að hafa þá tækifæri til
að líta í kringum mig á öðrum
sviðum.”
N afns pj iöl Id ^ 1
L
Dr. M. B. Halldorson
401 Boyd Bldg.
Skrifstofusími: 23674
Stundai sérstaklega lungnasjúk-
döma.
Er ali finna A skrifstofu kl 10—lí
f. h. og 2—6 e. h.
Heimlli: 46 Alloway Av«.
Talalmit 331S8
DR A. BLONDAL
602 Medical Arts Bldg.
Talsími: 22 296
Stundar sérstaklega kvensjúkdóma
og barnasjúkdóma. — Ah hitta:
kl. 10—12 « h. og 3—6 e. h.
Helmlli: 806 Victor St. Simi 28130
Dr. J. Stefansson
21« MEDICAL ARTS BLDQ.
Homl Kennedy og Graham
Stundar einKÍIngu nufnta- eyrna-
nef- og krerkn-KÍflkdftmn
Er að hitta frá kl. 2.30—5.30 e. h.
Talslmit 26 688
Helmlll: 638 McMillan Ave. 42691
Dr. A. B. INGIMUNDSON
Tannlæknir
602 MEDICAL ARTS BLDG.
Sími: 22 296 Heimilis: 46 054
“Jæja Guðlaugur, þú átt það
skilið að eg segi þér rækilega
til syndanna. Það er ekki von
að þú skiljir á hvaða grundvelli
að trúin þín er bygð fyrir 1900
árum síðan, þegar þú skilur
ekki áþreifanlegu og daglegu
viðburðina. Þú kallar það mont
að okkur, leiðist og við viljum
hafa altaf eitthvað að gera ef
hægt væri. Einhverjir í okkar
hópi sem nýkomnir erum að
heiman, kunna að vera montnir
eins og þeir sem hér eru fyrir
en það er þó alt annað en mont
og uppgerð fyrir flestum okkar
að við viljum fegnir leggja fram
alla okkar krafta til sjálfsstæðis
í þessum nýju heimkynnum. Við
höfum fyrst lagt okkar litlu
eigur í sölurnar, fyrir að komast
hingað, og það veldur að sjálf-
sögðu öllum óróleik að hafa
^kkert fyrir sig að leggja, en
svo er það margt fl^ira. Við
erum vandir við að gleyma sið-
um og háttum móður okkar, ís-
lenzku náttúrunnar, og hafa þá
líka tapað nærgætninni til
handa þeim sem nýkomnir eru
að heiman. Eins og við könn-
umst öll við, þá er það ástand
þekkjanlegt heima, einkum
meðal þeirra manna sem aldurs
vegna eru farnir að finna til
vanmáttar síns, að kviði og úr-
ræðaleysi legst þungt á þá,
einkum seinni part vetrar, og í
miklum harðindum og sérstak-
lega ef fóðurskortur er fyrir-
RAGNAR H. RAGNAR
Pianisti og kennari
Kenslustofa: 683 Beverley St.
Phone 89 502 \
Albert Stephensen
A.T.C.M.; L.A.B. (Practical)
(Pupil of Miss Eva Clare)
Teacher of Piano
Tel. 62 337
417 Ferry Road
inum og leika sér sem aðrir á j sjáanlegur. En vanalegast er
hátíðinni. Höður gerði semíþag ag samlífið og fangbrögðin
honum var boðið og kastaði út
í bláinn þar sem hann blindur
stóð, en teiningurinn fór í gegn-
um Baldur og drap hann, því
Loki stýrði skotinu. Þannig er
Höður látinn tákna blinda þekk-
ingarleysið í heiminum.”
Guðlaugur sá hvað eg var
orðinn hrifinn af skilningi hans
og eftirtekt, þá hætti hann að
útlista Edduna, og segir við
mig: “Eg átti við þig dálítið
hliðskylt erindi, því sem við
vorum að tala um. Eg tilhéyri
engum söfnuði segir hann, en
eg er trúhneigður maður, o^
leitandi af albug. Við erum hér
á næstu grösum við þig, örfáir
menn, sem langar til að stofna
og starfrækja ofurlítið sálar-
við náttúruna úti í sveitunum
hrindir öllum leiðindum úr vegi
og leggur til nóg af vekjandi
viðburðum og kappsefnum sem
alt vantar þegar hér er komið
og veldur skapsmuna fýlu og
leiðindum. Til að útlista betur
staðreyndirnar á báðum stöð-
um, þá ætla eg að gefa nokkur
dæmi. Hér leiðist mönnum,
einhver drungi hvílir á skapinu
og hugsuninni, reynandi er að
koma út, og ganga spölkorn
eftir sléttum stéttunum, til að
sjá hvað er að gerast. Og hvað
sér þá maður? Reyr af vindi
skekinn? Nei, nei, nei. En
mann í sömu erindum ögn öðru-
vísi í göngulaginu máske, og
kannske í laglegri eða ljótari
hríðarhempu, kannske ögn glað-
legri eða ólundarlegri á svipinn?
Eða þú sérð í búðargluggum,
sömu vörurnar og næst áður,
með sama verðinu. Og ef þú
hefir tilhneigingu til að kynn-
ast áhugaefnum samborgar-
anna, þá eru þeir allir að mæla
gangstéttirnar, á köldustu vetr-
ardögunum. Við skulum þá sjá
hvað íslenzki sveitakarlinn er
að gera á sama tíma. Hann
gengur meðfram <sjónum og
erindið er margfalt. Hann verð-
ur að sjá hvað er fyrir fætinum,
því vegurinn er upp og ofan og
hnotgjarn. Hann þarf á hverju
feti að hyggja eftir rekaldi og
rándýraslóðum. Hafaldan hálf-
storkin af frosti hefir skolað
mörgum tugum af helfrosnum
sjóarfuglum upp á fjörurnar,
tófan og svartbakurinn hafa
samhliða að verki verið til að
rífa í sig dauðu fuglana, en
ræflana þarf þó að hirða og
reita ,til að fá dún í sængumar
og koddana . Það þarf auðsjá-
anlega að leggjast út á sjávar-
mölina, þó kalt sé á næturþeli,
til þess að skjóta tófuna þegar
hún kemur, það vita allir hvað
liggur í skinnum þeirra. Þarna
liggur þá útselur uppá steini,
eins mikils virði og rígfullorð-
inn uxi, og þarna er rekinn eik-
ar bjálki, sunnan frá Mississip-
pi-ósum, eða úr Mexico-flóa.
Þetta ætti að vera nóg til að
benda á orsakir leiðindakast-
anna þegar hér er komið og
ekkert til að fást við, benda á.
hversu fáránleg fjarstæða það
er, að hugsa að atvinnuleitin
hér sé mont eitt eða til að sýn-
ast fyrir mönnum. Þó ekkert
sé upp úr æfintýralífinu að hafa
tímum saman, þá hefir það þó
altaf sína þýðingu fyrir hugsun
og skilning og allann andleg-
ann þroáka.” Við Guðlaugur
sættumst upp á það að eg
hefði ástæðu til að spyrja eftir
atvinnu hvenær sem mér sýnd-
Frh. á 8. bls.
G. S. THORVALDSON
11 B.A., L.L.B.
Lögfrœðingur
702 Confederation Life Bldg.
Talsími 97 024
W. J. LINDAL, K.C.
BJÖRN STEFÁNSSON
ISLENZKIR LÖGFRÆÐINGAK
á oöru gólfi
825 Main Street
Talsími: 97 621
Hafa einnig skrifstofur aS
Lundar og Gimli og eru þar
aS hitta, fyrsta miðvikudag {
hverjum mánuði.
Telephone: 21613
J. Christopherson.
Islenzkur Lögfrœðingur
845 SOMERSET BLK.
Winnipeg, ;; Manitofca.
A. S. BARDAL
selur likklstur os annast um útfar-
ir. Allur útbúnaBur sá. bertl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarba og legsteina.
843 SHERBROOKE ST.
Phonei 86 607 WIN9IFH
HEALTH RESTORED
Lækningar án lyfja
DR. S. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.O.
Chronic Diseases
Phone: 87 208
Suite 642-44 Somerset Blk.
WINNIPEG —MAJf.
MARGARET DALMAM
TEACHER OF PIANO
884 BANNING 8T.
PHONE: 26 420
Dr. A. V. Johnson
fslenzkur Tannlæknir.
212 Curry Bldg., Winnipeg
Gegnt pósthúsinu.
Simi; 96 210. Heimilis: 33328
Jacob F. Bjarnason
—TRANSFER—
Bsnsfe and Fnrnltnre Moi
762 VltrrOR ST.
SIMI 24.500
Annast allskonar flutninga fraa
og aftur um bæinn.
J. T. THORSON, K. C.
falenrkur iðnfrœSlngar
Skrlfstofa:
801 GREAT WEST PERMANENT
BUILDING
Sími: 92 756
DR. K. J. AUSTMANN
Wynyard —Sask.
Tnlafml ■ 28 889
DR. J. G. SNIDAL
TANNLÆKNIR
614 Someraet Bloek
Portaae Avenne
WlNNIPta
Operatic Tenor
Sigurdur Skagíield
Singing and Voice Culture
Studio: 25 Music and Arts Bldg.
Phone 25 506
Res. Phone: 87 435