Heimskringla - 18.10.1933, Síða 6

Heimskringla - 18.10.1933, Síða 6
«. SIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18, OKTÓBER 1933 JÓN STRAND Saga eftir PAUL TRENT. Þýdd af G. P. MAGNÚSSON. Svo sat Joyce hljóð við hliðina á gamla velgerðar manninum hennar og Jóns. Við og við sagði hann nokkur orð eða setningar, en henni duldist það ekki, að altaf var að draga af honum. Svo kom Jón, og með honum prestur. Án nokkurrar tafar voru þau svo gefin saman í hjónaband með hinn biðlundar lausa óvin lífsins — dauðann — í aðsígi. Þau krupu svo niður við rúmstokkinn og Cobden lagði sínar máttvönu hendur á höfuð þeirra og bað þeim blessunar. Nú kom læknirinn inn og er hann hafði litjð á sjúklinginn sá Jón að læknirinn taldi það aðeins stutt tíma spursmál þar til endirinn kæmi. “Eg þarf að tala við Jón einann, viljið þið hin gera svo vel og ganga út á meðann?” sagði Cobden. — Hin fóru út úr herberginu en áður en Joyce fór, kysti hún frænda sinn; síðan sneri hún sér við til að fara. “í>ú mátt vera kyr. — Maðurinn óg konan er eitt. — Jón, eg kom hingað til þess, að hrósa sigri yfir Southwold. — Eg hefi sagt honum, að þú sért .sonur hans. — Eg skildi hann ekki. —• Sigurhrós mitt gaf mér enga ánægju heldur sérsauka og biturleik. — Nú er ég á förum til Marian og mé^ finst sem eg geti fyrirgefið — fyrirgefið alt.” “Við skulum ekki tala um hann,” sagði Jón, sem átti bágt með að tala fyrir grátstaf. “Ef þú eignast son. — Ætlarðu þá að lofa honum að bera mitt nafn? — Og ef þú eignast dóttur, þá láttu hana heita Marian. — Eg held að endirinn sé nú að koma — eg er farinn að sjá heim. — Já — þarna kemur Marian á móti mér. — Vertu sæll, elsku Jón — vertu sæl Joyce — verið bæði sæl. — Guð blessi og ----.” Þögn. Stríðið var á enda. Jón tók í hönd Joyee og þau krupu niður og fluttu bæn sína í hljóði. Er þau stóðu á fætur beygðu þau sig ofan að hinu kalda enni hins framliðna og kystu það. “Við skulum koma héðan, elskan mín,” sagði Jón og tók í hönd hinnar grátandi konu sinnar og leiddi hana burt. Er þau gengu fram göngin er lágu að framdyrum hússins, mætti þeim þjónn er sagði: “Herra Southwold oskar eftir að tala við yður hr. Strand áður þér farið”. “Segðu honum, að hr. Cobden sé skilinn við, og að líkið verði tekið innan skamms og flutt á fyrverandi heimili hins látna,” sagði Jón og hélt áfram út. XLVIII Kapítuli. Þrem dögum síðar fór jarðarförin fram frá heimili hins framliðna og var fjöldi fólks við statt. Aðal syrgjandinn — og sá eini í sann- leika auk Joyce — var Jón Strund. Það urðu flestir undrandi yfir því að sjá forsætisráð- herrann, Gerald Southwold, þar viðstaddann. í kirkjugarðinum stóð Southwold við gröf þess manns sem eitt sinn hafði verið vinur hans en sem hann hafði svo svikið á skamm- arlegan hátt. Hann var hugsi og tók náum- ast eftir hvað fram fór í kringum hann. Að athöfninni lokinni, gekk Jón af stað yfir þangað ,sem hann hafði skilið við bíl sipn. Hann gekk hægt og niðurlútur. Ótal endur- minningar flugu gegn um huga hans á þessari stundu. Faðir hans fór á eftir honum og kall- aði til hans. “Eg þarf að tala við þig,” sagði South- wold í lágum róm og í mikilli geðshræring. “Ekki núna! Eg er að fara til konunnar minnar, sem bíður eftir mér,” sagði Jón kulda- lega. “Vilt þú koma heim til mín í dag eftir miðdaginn; segjum kl. fjögur?” “Já,” sagði Jón um leið og hann gaf öku- manninum merki um að aka af stað. Þegar han kom heim, fór hann rakleiðis til herbergja sinna. Joyce opnaði dyrnar og hann gekk inn án þess að mæla orð; kastaði sér ofan á stól og varp öndinni mæðulega. Joyce fór að tilreiða miðdegisverð. Joyce var farin að verða áhyggjufull út af þeirri þögn sem hvíldi yfir manni hennar. Síð- an Cobden dó, hafði hann naumast talað orð, nema svara eins og tveggja atkvæðis orðum af á hann var yrt. Hún þóttist skilja að það stafaði af sorg yfir missir fóstra síns. “Eg elskaði hann líka heitt,” sagði hún og gekk til Jóns og lagði hönd sína á öxlina á honum. “Viltu ekki tala við mig um hann? Þú mátt ekki láta sorgina ná svona yfirhönd- inni yfir þér. Eg veit að nú líður honum vel — og eg veit að hann mundi ekki hafa viljað að þú létir þér líða illa hans vegna.” “Hann var alt, sem eg átti í heiminum — nema konan mín.” “Jón! Þú iðrast ekki eftir því, að hafa gifst mér? Gerði eg rangt að samþykkja það?” Við þessar spurningar vaknaði hann til meðvitundar um það ,að hann væri ekki að breyta rétt gagnvart henni. Hann tók hana í faðm sér, og hún byrgði andlit sitt upp við barm hans og grét. Hann. fór að reyna að hugga hana með því, að tala við hana blíðlega um mannin, sem þau höfðu bæði unnað svo heitt. “Þú iðrast þess ekki, að þú giftist mér?” spurði hún svo aftur. “Eg veit að þér var skipað að gera það, og þú vildir ekki brjóta mót vilja þess manns er skipaði,” sagði hún lágt. “Horfðu framan í mig, elsku Joyce,” sagði hann. Og er augu þeirra mættust, sá hún svar- ið við spurningunni. “Guði sé lof!” sagði hún. “Eg ætla að fara og finna Southwold — föður minn — eftir hádegið,” sagði Jón háðs- legur á svipinn. “Verðurðu að sjá hann — þann mann?” spurði hún. “Já. Svo skulum við fara eitthvað burt úr London fyrir nokkra daga og skemta okkur við náttúru útsýni þau er við höfum ekki áður séð. Þegar við komum svo heim aftur þá verð eg að fara að vinna. — Vinna okkur inn peninga. — Við höfum úr litlum efnum að spila, góða mín.” “Eg set það ekkert fyrir mig, úr því eg hefi þig hjá mér — en Jón, góði-, þú mátt ekki vera of harður við föður þinn.” “Kallaðu hann ekki þetta,” sagði hann biturlega, Á þeim tiltekna tíma var Jón kominn að húsi Southwolds og honum vísað inn í lestrar- stofuna. Þar á veggjum sá hann margar manna myndir hanga, og taldi hann sjálfsagt að þær væru af spttmönnum sínum þó hann gæti ekki gert kröfu til neins skyldleika við bá — og kærði sig heldur ekki svo mikið um það. Svo opnuðust dyrnar og Southwold kom inn, Jón stóð á fætur og þessir tveir meno horfðu hvor á annan án þess að mæla orð. “Þú ert sonur minn,” sagði Southwold að lokum í lágum róm. Jón aðeins hneigði sig, en sagði ekkert. Honum fanst kvera og sjóða í höfðinu á sér eins ,og potti — hugsanafærin unnu ekki. — Honum fanst hann sjá manninn sem stóð fyrir framan hann, í allskonar myndum og gerfi. — Stundum sá hann hann lítinn, laglegan blíð- ann og góðlegann á svipinn ,en oftar sást hann stór, hrikalegur, harður og illmannlegur. Af hVerju stafaði þetta? Svona sýnir hafði Jón ekki orðið var við fyr. Stafaði það af því, að hann hataði þennan mann. “Eg viðurkenni, að það var eg sem gerði tilraun til að eyðileggja mannorð þitt og fram- tíð,” sagði Southwold kuldalega. ^ “Eg veit það. — Og eg veit alt um þig. — Átt þú ekki til neinn snefil af sómatilfinning? Ertu gersneiddur öllum mannlegum tilfinn- ingum?” “Eg býst ekki við, að þú trúir mér, en það er sannleikur, að eg áleit það landinu fyrir beztu, að þér væri rutt úr vegi í pólitízka heiminum. Það var ekki af neinum persónu- legum ástæðum því mér hefir alla jafna fallið þú vel í geð.” “Þú segist vera faðir minn. Eg afþakka þann heiður að teljast sonur þinn og mun aldrei geta álitið mig í ætt við þann mann, sem er sokkinn til botns í fyrirlitningar vilpu mannfélagsins svo ekkert stendur uppúr nema eyrun ,sem sýna markið — mann sem hefir svikið og eyðilagt vin sinn, sem .treysti hon- um — mann sem vélaði á sitt vald saklausan kvenmann, sem hann svo fleygði frá sér sem hverri ónýtrí flýk eftir að hafa fullnægt girnd- um sínum og lét hana deyja af hungri og kvölum meðan hann sjálfur lifði í allsnægtum — mann sem gerði margítrekaðar tilraunir til að nota ást annarar konu sem verkfæri til að eyðileggja framtíð sonar síns —” “Hættu!” grenjaði Southwold en Jón sinti því engu heldur líélt áfram: “Hefir hugur þinn aldrei á liðnum árum hvarflað til baka? — til þess manns, sem hefði getað notið hæðstu virðingar ef þú hefðir ekki eyðilagt líf hans. York Cobden hefði notið meiri virðingar en þú hefir nokkru sinni notið ef það hefði ekki verið fyrir þínar aðgerðir. Og sVo er það maðurinn, sem verður til þess, að bjarga syni þínum frá þeim hörmulegasta dauða, sem hann hefði hlotið fyrir þínar að- gerðir, og komið honum til manns.” “Ef eg hefði aðeins vitað að eg ætti “Hví vissir þú það ekki? Hverjum var það að kenna?” “Þar var sök á báðar hliðar. Móðir þín elskaði mig aldrei. Það var fljótræðis hugs- un hennar, sem hún fór eftir, en í raun og veru elskaði hún altaf Cobden og----- “Þú undirförull svikari!” “Það var Cobden sem hún elskaði, hún margsagði mér það og þess vegna skildi eg við hana. Þegar eg svo nokkru síðar kom til að sjá hana, þá var hún farin. Eg reyndi lengi að hafa upp á henni, en mér mishepnaðist. Hún gerði mér rangt til með því að fela sig fyrir mér. Hún rændi mig syni mínum — “Syni þínum!” hrópaði Jón kaldhæðnis- lega. “Eg hafði altaf þráð að eignast son — erf- ingja. Eg hefði reynt að gera hann að mikl- um manni.” “Þú hefðir óefað reynt að gera hann lík- ann sjálfum þér.” “Eg veit að eg á skilið öll þín bituryrði og viðtek þau því mótmælalaust,” sagði South- wold með talsverðu valdboði í röddinni. “Eg skil þig ekki,” sagði Jón. “Eg skil mig ekki stundum sjálfur. — En, þar sem eg á nú son, sem eg get verið stoltur af, er eg ásáttur með ,að segja af mér þeirri stöðu sem eg hefi haft í mörg ár. Síðan eg sá þig í fyrsta skifti hefi eg ekki getað annað en dáðst að þér. Þú hefir það til að bera, sem mig skortir: háar hugsjónir. Og það hefir þú sjálfsagt fengið í arf frá móður þinni. — Hún var góð kona í alla staði.” “Hún sýndi það ekki, að hún hefði sér- lega háar hugsjónir þegar hún tók þig fram yfir York Cobden. — Bara að þú hefðir verið nógu mikill maður til að giftast henni.” “Það má vel vera, að þú hatir mig, en það breytír ekki þeim sannleika, að þú ert minn sonur. Eg hefi samið yfirlýsing sem eg af- hendi blöðunum til birtingar í dag. Þar opin- berlega viðurkenni eg þig sem mínn son og löglegann erfingja — þú náttúrlega tekur svo upp mitt nafn, og síðar meir-----” “Eg geri ekkert af því tæi,” sagði Jón bystur og ákveðinn. “Þú getur ekki annað. Eg er hinn rétti og eini erfingi bróður míns, jarlsins af Alde- burgh, og það leiðir af sjálfu sér að þann titil erfir þú síðar.” Jón varð hvítur sem nár í framan og undr- andi. “Hvað áttu við? Eg skil þig ekki,” sagði Jón og svo hló hann kuldalega. “Er þetta einskonar skrípaleikur, sem þú ert að leika? Hvernig heimfærir þú það, að eg geti átt tilkall til jarls titils?” “Sem sonur minn.” “Löglegur sonur?” spurði Jón og hvesti augun á föður sinn. Nú var það Southwold sem varð undrandi. “Hvaða áLstæðu hefir þú til að efa að þú sért minn löglegur sonur?” Cobden sagði mér að þú mundir aldrei hafa gifst móður minni. — Er það satt?” “Eg giftist móður þinni svo fljótt sem eg gat fengið leyfisbréfið. Eg ætla ekki að biðja þig að taka orð mín ein fyrir því, heldur.” Svo gekk Söuthwold yfir að járnskáp þar í stofunni; opiíaði hann og tók út úr honum stórt samanbrotið skjal, sem hann svo afhenti Jóni. “Ef til vill getur þetta sannfært þig.” Jón las skjalið. Hjarta hans barðist ótt. — Var hann nú að fá vissu fyrir því, að hann væri ekki fæddur í smán. Og er hann hafði lokið við, að lesa skjalið, færðist gleði og á- nægju svipur yfir andlit hans. “Guði sér lof,” andvarpaði hann. “Eg skil ekki því þú trúðir því, að eg hefði ekki gifst henni. — Ef til vill hefir Cob- den leynt þig sannléikanum af ásettu ráði — “Hann vissi það ekki,” tók Jón fram í fyrir honum. “Það jók á sorg hans, að hugsa til þess, að kvenmaðurinn sem hann elskaði, hefði verið smánuð. Þú verður að muna það. að þegar hann fann hana loksins, þá var hún dáin. Hann hefir sjálfsagt ekki fundið neitt í bréfum hennar er benti til að þið hefðuð gifst, og því skapað sér þá niðurstöðu að----” “Það getur verið þannig. Þegar við vorum gift, bað Marian mig að geyma skírteinið í mínum vörzlum. — Svo allann þennan tíma hefir þú álitið að eg hafi breytt ranglega við móður þína — og son minn?” “Já.” “Það er ekki nema eðlilegt að þú hatir mig. En lofaðu mér að segja þér míná hlið sögunnnar. Eg set hana ekki fram sem neina vörn fyrir mig ,’en mig langar til að þú heyrir hana. — Eg fékk ást á Marian í fyrsta skifti sem eg sá hana. Vitandi að hún var þá trú- lofuð Cípbden, stríddi eg á móti tilfinningum mínum af öllum mætti, en eg fekk ekki staðist (mót þeim. Eg fór að verða ósvifinn og ásetti mér að ná henni frá honum. Eg var lengi búinn að reyna, áður en eg fann nokkurn bil- bug á hennar hlið og þá aðeins með því, að reyna að telja henni trú um að Cobden elskaði hana ekkert, væri einungis að spila með hana. Lengi var hún hikandi. Loks kom að því, að mér tókst að snúa huga hennar frá unnusta sínum, með ýmsum staðhæfingum—sem auð- vitað ekki voru sannar—svo greip hana eins- konar æðis tilfinning og hún sagðist hata Cobden og að hún vildi aldrei líta hann aug- um framar. — Eg greip þetta tækifæri og kom upp með það við hana, að við færum eitthvað langt í burt. Og hún gekk inn á það. Mér hafði aldrei komið annað til hugar en giftast henni, og það gerði eg.” Hann þagnaði um stund og leit á Jón, en hélt svo áfram. “En bráðlega kom breyting á alt. Eg elskaði hana engu minna en áður. Hver dag- urinn sem leið færði mér heim ákveðnari sönn- un um það, að hún elskaði mig ekki vitund og hafði aldrei elskað mig. — í svefni talaði hún um York, og eg fór að verða afbrýðissamur. -— Okkur sinnaðist í orðum ,og eg fór frá henni. — Þú veist um hver endir sögunnar er. — Eg gaf aldrei upp um mör gár að leita hennar — svo frétti eg að hún væri dáin. En eg heyrði aldrei getið um að hún hefði skilið eftir neitt barn.” “Hví viðurkendir þú hana ekki strax, sem þína konu?” “í þá daga voru kringumstæður mínar á annan veg. Þá var faðir minn á lífi og eg var uppá hann kominn með lífsmöguleika mína. Hann vantaði að eg næði í ríkt kvonfang, og ef’hann hefði komist að því, að eg væri giftur efnalausri og umkomulausri konu, þá hefði hann sent mig veg allrar veraldar frá augun- um á sér. Eg hefi ekki sagt þér þetta sem neina vörn í mínu máli. Eg veit hverjar þínar * tilfinningar eru gagnvart mér, og eg lái þér ekki. Það eina, sem eg fer fram á við þig er það, að þú álítir mig ekki, að öllu leiti slæman mann og auðsýnir mér þann sonar kærleik, sem þú finnur að þér er fært. — Svara þú ekki mínu máli í neinum flýtir — þú hefir gifst stúlku sem verður þér í alla staði góð og kærleiksrík kona. Bið þú hana að leiðbeina þér í svari þínu til mín. Hvað þér viðkemur, þá hefi eg ákveðið að gera þá yfirlýsing sem eg gat um áðan, og hvað peningum viðkemur, þá------” “Minst þú ekki á peninga!” Það mál ligg- ur milli hluta í bráðina. Þú veist það ef til vill ekki, að eg hefi sagt af mér stjórnmála-embætt- um mínum og ætla að hætta við öll stjórnmál. — Eg veit að starfinu verður haldið áfram af syninum þar sem faðirinn hættir.” Jón var búinn að ná sér eftir áhrifin, sem hann varð fyrir við lestur skjalsins, og leit nú til föður síns nokkuð öðrum augum. Það var svo mikil fróun fyrir hann að vita, að nú gat hann horft framan í heiminn án þess að þurfa, að bera kinnroða fyrir fæðingu sinni. Er Jón leit föður sinn'þarna fyrir framan sig á gólf- inu drjúpandi höfði, fann hann sig snortinn meðaumkun með honum. “Vill sonur minn leggja hönd sína í mína?” spurði Southwold og rétti fram hönd sína. Og svarið var, að hendur sonar og föðurs tóku saman föstum tökum og ylríkar tilfinn- ingar streymdu til hjartans. “Nú munt þú segja konu þinni fréttimar. Hugði hún einnig að------” “Hún hafði sömu skoðun og eg í þessu rnáli. Og hún mun gleðjast jafn mikið og eg yfir því, að móðir mín var----” Jón beygði af og reyndi ekkert að dylja til- finningar sínar. “Þú getur alderi skilið hvað mikla þýðing þetta hefir fyrir mig. Þegar eg var bam, ,fór leyndardómurinn um foreldra mína að leggjast þungt á mig — það varð mér svo þung byrði, að eg ætlaði ekki að geta risið undir henni. — Svo hugði eg að gátan væri ráðin — og að eg væri kominn í þennan heim án réttar til nokkurs nafns eða nokkurrar ættar. — Þá fyltist eg fyrirlitningu á sjálfum mér. — Eg skammaðist mín fyrir augum heimsins. En—nú er þessu öllu rutt úr vegi, og eg þori að líta á sjálfann mig — sem mann.” “F"arðu nú heim til konu þinnar. — Þinnar góðu konu — komdu svo aftur og sjáðu mig. Jón — eg verð að kalla þig bara Jón — eg skil nú af hverju það stafaði, að mér líkaðir þú altaf svo vel. Guði sé lof, að mér mistókst fyrirætlan mín. — Það var djöfullegt athæfi, °S eg er altaf að finna það betur og betur hvað níðingslegt það var . Það hlýtur að verða ætíð blettur á minni sál. Guð fylgi þér, sonur minn, -og mundu að þú átt föður sem vill nf öllu sínu hjarta bæta fyrir misgerðir sínar.” Og han rétti fram hönd s(na sem var tekin án þess, að hikaö væri við. XLIX Kapítuli. Þegar Jón gekk út frá föður sínum, var hann léttur í spori og glaður í lund. Bíllinn sem hann ók á, fór með geysi hraða, en hon- um fanst hann ekkert komast áfram. Þegar hann kom heim til sín, fór hann ofan í vasa sinn eftir framdyra lyklinum en fann hann ekki svo hann barði að dyrum. Joyce kom til dyra og er hún sá Jón, spurði hún: “Hvað hefir komið fyrir?” Hann svaraði engu heldur þreif hana í fang sér og þrýsti henni upp að hjarta sér. “Joyce, eg þarf ekki lengur að blygðast mín. Eg er frjálsborinn maður. — Nú get eg horft framan í heiminn. — Eg er sonur Gerald Southwolds — hjónabands barn.” Hún rak upp lágt hljóð og dró sig ögn frá honum. “Jón!” sagði hún og fylgdist svo með honum inn f setustofuna. Frh. á 7 bls.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.