Heimskringla - 18.10.1933, Side 4

Heimskringla - 18.10.1933, Side 4
4. SlÐA. HEIMSKRINGLA X WINNIPEG, 18, OKTÓBER 1933 ^címskringla (StofnuB 18S8) Kemur út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 153 og S55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 Ver8 blaðsins er $3.00 árgangurinn borgíst fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáSsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 I WINNIPEG; 18, OKTÓBER 1933 HJÚKRUN SJÚKRA Fyrir fáum dögum síðan barst oss í hendur skýrsla, frá síðustu Alþjóðaráð- stefnu hjúkrunarkvenna, er haldin var í París og Brussels í sumar. Alþjóða þing þessi eru haldin annað hvert ár, og var hið síðasta, á undan þessu, haldið í Vín- arborg 1931, en hið næsta þar á undan f Montreal í Canada sumarið 1929. Skýrsl- an er afar fróðleg og eftirtektaverð en mest fyrir þá sök að fáir munu hafa hug- mynd um, hve útbreidd þessi starfsemi er, og hve fjölmenn þessi staða er orðin og víðtæk. Má svo að orði kveða að hún nái til allra þjóða. Hið mikla verk er unnið hefir verið, svo að segja í kyrþey, til út- rým,ingar veikindum og volæði, sem skýrsla þessi ber með sér, er svo þýðing- armikið að það hlýtur að vekja undrun og aðdáun strax og á því er vakin eftirtekt. Upphaflega er alt þetta verk er nú er orð- ið svo umfangsmikið, sprottið upp af starfi örfárra manna og kvenna meðal tveggja eða þriggja þjóða í Norðurálfunni. I hve mikilli þakklætisskuld mannfélagið stendur, við þessa upphaflegu frömuði, þessarar hreyfingar, verður næsta torvelt að sýna, því búast má við að naumast sé enn kominn nema lítill hluti þess árang- urs í ljós er leiða mun af starfsemi þess- ari til blessunnar fyrir lönd og lýði. Margt er það sem finna má að menn- ingu þessara tíma og ýmislegt í fari hennar sem er vítavert, enda er oft ó- spart á það mint, þó er sumt sem er vel um hana og mikilsverðara en menn gera sér nokkra grein fyrir er sjá myndi stað- ar ef kipt væri burtu, og hverfa ætti með öllu. Þar á meðal er hjúkrunarstarf- ið, er skapað hefir á skömmum tíma fjöl- menna stétt, er starfar eingöngu að því að líkna og græða og styrkja þá sem sjúkir eru til heilsu og lífs. Hjúkrunarstaðan er tiltölulega ung og ný tilkomin í heiminum, með því fyrir- komulagi sem henni er sett. Að vísu er því haldið fram að sjúkra hjúkrun hafi þekst og muni hafa, byrjað snemma á tíð, þó verið hafi lengi vel frumstæð og ófull- komin. í ritum 'fomþjóða er getið um sjúkra hjúkrun og sjúkrahús, og í fom- ritum vorum er getið um græðing sára og meiðsla, og þá, er öðrum fremur máttu veita sjúkum mönnum hjálp og komið gátu þeim til bjargar. Eigi mun þó hjúkrun þeirra tíma hafa verið lík því sem nú tíðliast og er skamt síðan, að sjúkrahjúkrun var gerð að sér- stakri fræðigrein, og skólar settir til þess að kenna meðferð á sjúklingum. Eru það verk síðastliðinnar aldar, sem fleira er miðað hefir til mannúðar og framfara. Það eru enn eigi liðin full hundrað ár, síðan fyrsti hjúkrunarkvenna skólinn var settur á fót. Skólinn var stofnaður í bænum Kaiserwerth hjá Ríp, í Þýzkalandi, árið 1836. Stofnandinn var ungur prest- ur að nafni Theodór Fliedner og kona hans. Fliedner var fæddur árið 1800 í þorpinu Epstein við Wiesbaden. Faðir hans var prestur. Fliedner stundaði guð- fræðinám við háskólana í Giessen og Göttingen og prestaskólann í Herborn og útskrifaðist þaðan dvítugur að aldri. Stundaði hann þá fyrst kehslu um eins árs tíma, en tók því næst við vígslu og köllun hjá mótmælendasöfnuði í Kaiser- werth 1821. Ári síðar tókst hann ferða- lag á hendur í fjársöfnunnar erindum fyr- ir söfnuð sinn og kirkju. Fór' hann fyrst um Þýzkaland en 1823 til Hollands og Englands. Meðan hann tafði á Englandi kyntist hann hinu mikla mannúðar starfi Elizabetar Fry, er þjóðkunnust varð fyrir umbótastarfsemi sína við fangelsin á Bretlandi. Er hann kom heim aftur hóf hann samskonar starfsemi, við fangelsin í Þýzkalandi, bað jafnvel um leyfi til að vera tekin inn í fangelsið í Dusseldorf svo að hann gæti betur kynst lífi fanganna innan dýflissu veggjanna, en því var neitað. Leyfi var honum þó gefið til þess að flytja guðsþjónustur þar í fangelsinu og eiga heimuglegt samtal við fangana. Út frá þessu verki hugkvæmdist honum þörfin á því að koma upp hæli fyrir þá sem sjúkir og athvarfslausir voru reknir út á vergang, að fangavistinni endaðri og fyrir þá aðra vesalinga er fyrir fátæktar sakir enga gátu björg sér veitt. í því augnamiði stofnaði hann skólann til þess að kenna hversu farið skyldi með sjúkl- inga, því enga þekkingu hafði almenningur á því máli. Gáfu sig þegar fram nokkrir nemendur, og óx skólinn að orðstír og á- liti á fáum árum, svo að eftir honum var líkt í öðrum löndum og samskonar skólar stofnaðir þar. Stofnuðu Kvek- arar í Bandaríkjunum samskonar skóla í Philadelphíu 1838, og Mrs. Elizabeth Fry Systraskólann í Lundúnum. Árið 1857 taldi-hann 90 nemendur, er nutu verklegr- ar tilsagnar við Guy’s og St. Thomas spítalana í borginni. En einkum var það þó fyrir atbeina og starf Florence Nightin- gale, hins óviðjafnanlega frömuðar og brautryðjanda líknarstarfseminnar í Norð- urálfunni sem þessi stefna hjúkrunar starfseminnar náði vinsældum og út- breiðslu í brezka ríkinu. Sjálf hafði hún kynt sér hjúkrunar aðferðir Kaiserwerth skólans, er komið hafði henni að notum við skipulagning hjúkrunar starfseminnar, er henni var falin, við brezka herinn, meðan á Krim-stríðinu stóð. Fordómar miklir voru á það lagðir að konur legðu fyrir sig hjúkrunar starf. En Florence Nightingale braut alla þá for- dóma á bak aftur. Hefir með sanni verið sagt, að hún sé móðir hjúkrunarkvenna sambandanna er risið hafa upp, ár frá ári meðal siðaðra þjóða, sem og hinnar fjöl- mennu hjúkrunarkvenna stéttar sem nú er starfandi út um allan heim. Verður ýerk hennar aldrei oflofað, enda er hún fyrir mannkosta og allra hluta sakir ein hin mesta og ágætasta kona er uppi hefir verið. Fliedner prestur andaðist 1864. 4. október, voru þá komnir á fót 100 skólar víðsvegar um Norðurálfuna, er hann hafði suma stofnað sjálfur en verið í ráðum með stofnun hinna, er allir voru f lík- ingu hins fyrsta og upphaflega skóla hans. Síðan hefir þeim fjölgað mikið ár frá ári í öllum löndum. Fyrirkomulagi og kenslu við þessa skóla hefir verið breytt, og þeir fullkomnaðir og endurbættir hvarvetna, eftir því sem þekking hefir auk- ist á sjúkdómum og meðhöndlun sjúkra, og heilbrigðismálum yfirleitt. St.anda nú flestir hjúkrunar skólar í sambandi við sjúkrahús, og njóta, nemendur verklegra æfinga í starfi sínu undir leiðsögn og leið- beiningu mikilhæfra lækna. Mestri útbreiðslu hefir hjúkrunar starfsemin náð meðal hinna norðlægari þjóða, suðrænni löndin eru langt á eftir og sum þeirra aðeins nýfarin að sinna því máli, og mest fyrir atbeina og fjár- framlög hinna norðlægu þjóða. Fremst auðvitað stendur Bretland, Bandaríkin, Þýzkaland og Canada. Enda má svo að orði kveða að þrju hin fyrst nefndu séu vagga þessarar hreyfingar. 1 hverju landi hefir verið stofnað alsherjar samband hjúkrunar kvenna, til þess að beita sér fyrir áhugamál stéttarinnar og jafna kjör hinna einstöku meðlima . Upptöku í sambandið fá aðeins þær konur er fulln- aðar prófi hal'a lokið í þessari atvinnu- grein og ieggja sjúkrahjúkrun fyrir sig sem æfistarf í Bretlandi eru nú 74,023 prófgengnar hjúkrunarkonur en af þeirri tölu eru enn ekki nema rúmur helmingur í als- herjarsambandinu. Þar í landi eru 478 hjúkrunarkvenna skólar er flestir standa í beinu sambandi við sjúkrahúsin. í Bandaríkjunum eru 294,268 prófgengnar hjúkrunarkonur og eru hlutföllin svipuð og á Bretland, og 103,371 standa í als-' herjar sambandinu. Þar eru 1,630 hjúkr- unar kv^nna skólar. í Canada eru 20,441 prófgengin hjúkurnarkona en 9,186 standa í sambandinu. Skólar eru 194. Einna hæstu hlutföll við mannfjölda sýna skýrslur Norðurlanda, þó verður Bretland þar á undan. í Danmörku eru 8,900 prófgengnar hjúkrunar konur í Noregi 3,300 í Svíþjóð 7,598 og á ís- landi 86. Verður jafnaðartalan þar ein hjúkrunarkona til móts við hverja 663 íbúa. í Bretlandi eru hlutföllin ein hjúkr- unarkona til móts við hverja 608 íbúa í landinu. Þjóða sambönd þess ,er við höfum nú skýrt frá, stofnuðu fyrir nokkrum árum síðan þetta Alþjóðasamband Hjúkr- unarkvenna (International Council of Nurses) er að framan er getið, er sett sér hefir það markmið að efla hjúkrunar starfið um heim ailan, koma í gang heii- brigðisráðstöfunum í þeim löndum þar sem lítið eða ekkert hefir verið gert af því tæi, og auka þekkingu almennings á þessu miklu nauðsynja máli. Getur ekki göfugri tilgangs. í Alþjóðasambandinu standa nú 23 þjóðasambönd og þar að auk 8 er talin eru sem aukafélagar. Er félag íslenzkra hjúkrunarkvenna í þeim flokki. Mætti fulltrúi fyrir íslands hönd á þinginu í sumhr, ungfrú Sigríður Þorvaldsson, for- seti Hjúkrunarkvennafélags íslands. Lagði hún þar fram skýrslur yfir starfsemi fé- lagsins. Er skýrsla hennar hin ítarleg- asta og félagi hennar, lándi og þjóð til sóma. Getur hún þar hinna ýmsu örðug- leika er starfsemi þessi hefir átt við að etja, svo sem mannfæð, ógreiðar sam- göngur, strjálbýli en þó helzt ófullnægj- andi mentunar skilyrði, fyrr en nú, er Landsspítalinn komst á fót. Er nú skóli stofnaður við spítalann svo uppfræðsia fæst nú heima fyrir, svipuð og samkynja og í öðrum löndum. Samband er á milli Hjúkrunarkvennafélags íslands og Systra- félaganna á Norðurlöndum. Fimm hjúkr- unar nemendur eru nú við nám í Lund- únum, fyrir tilstyrk Rauða-kross Banda- lagsins ,er veitt hafa þeim námstyrk. Get- ur ungfrú Sigríður þess líka í skýrslu sinni að eitt mesta nauðsynja mál félags- ins sé, að geta veitt nemendum sínum er þeir útskrifast, tækifæri til frekara náms í útlöndum, þar sem meiru er að kynnast og meira að læra. Fyrir dæmafáan dugnað og hæfileika læknastéttarinnar íslenzku, hefir þekk- ingu þjóðarinnar fleygt fram á öllum sviðum hreinlætis og þrifnaðar á síðari árum. Er hún nú hreinlátasta þjóðin í Norðurálfunni. Ef á sama hátt, þekkingu á heilbrigðismálum og sóttvörnun gæti eflst, gæti farið svo að hún yrði líka hraustasta og heilbrigðasta þjóðin í Norð- urálfunni. Hver veit hvers vænta má af hjúkrunarfélagi íslenzkra kvenna? Ö- hugsandi er það ekki. Stoltari stund gæti ekki runnið upp í sögu íslands. Komi sá dagur! ÓFRIÐARHORFUR í EVRÓPU Of snemt er að geta nokkurs til um það, hvaða afleiðingar úrsögn Þjóðverja úr Þjóðbandalaginu, og brottganga þeirra af afvopnunarráðstefnunni, kann að hafa fyrir frið og samlyndi í Norðurálfunni, en miklar v.iðsjár eru með mönnum út af at- burði þessum og benda allar fréttir í þá átt að berist til beggja vona með sam- komulag milli Þjóðverja og Frakka, svo að til ófriðar geti dregið þegar minst varir. Halda Frakkar fast við það að Þjóðverjar séu bundnir Versailles samn- ingunum, hvort sem þeir standa kyrrir í Þjóðbandalaginu eða ekki, og nokkur til- raun af þeirra hálfu til að auka herút- búnað sinn sé brot á þeim samningum. Láta blöð Frakka all ófriðlega, og stjórn- málmenn þeirra gefa í skyn að þjóðin þurfi að vera við öllu búin. Aftur eru skoðanir Breta allskiftar á málinu. Heldur Beaverbrook lávarður því fram að til engra mála geti komið að þeir láti draga sig inn í ófrið að nýju. ítalir fara sér hægt, og er helzt að skilja sem þeir vilji sitja hjá og bíða ótekta, og jafnvel ganga á milli með sættir. Eftir að þýzku fulltrúarnir gengu burtu af afvopnunarráðstefnunni, kröfðust Frakkar að fundi yrði haldið áfram og lagðar yrðu fram tillögur uppástungu- nefndar í afvopnunarmálinu. Framsögu- maöur nefndarinnar var utanríkisráð- herra Breta, Sir John Simon. Tillögurnar hafði hann samið upphaflega í samráði við sendiherra Frakka. Fóru þeir fram á, að þær væru legðar fram sem sameig- inlegt og undirritað álit Samherja. En eigi þótti það viturlegt, og myndi það valda ósætt, þar sem ekki væri lengur um ^andstæðinga að ræða. Voru þær því yfirfarnar og endurritaðar í samráði Við fulltrúa Bandaríkjanna, Norman H. Davis og fleiri. Tillögurnar eru gerðar til átta ára, og áttu að vera bindandi. fyrir allar hlutaðeigapdi þjóðir. Engin afvopnun skyldi fara fram á næstkomandi fjórum árum, herafli og herútbúnaður standa við það sem hann er nú, aöeins endur- bættur að því sem aflóga gerði og úrelt reyndist. í þessi fjögur ár væri Þjóð- verjar bundnir við fyrirmæli Versailles samninganna og skyldi því eigi auka við herafla sinn eða herútbúnað. Á næstu fjórum árum skyldi byrjað á afvopnun, lögð niður þau vopn og tæki er fráleitust þykja og að þeim tíma liðnum, allar þjóð- ir færðar í hlutfalls samræmi að mannafla og vopnabúnaði hvor við aðra, Þjóðverjar þar með taldir. Tillögur þessar voru lesnar, en eigi samþyktar en fundi frestað til 26. þ. m. Þjóðverjar höfðu það á móti tillögum þessum að þær væri fyrst og fremst vantrausts, ó- virðingar og óvildar yfirlýsing gegn þeim, og svo í öðru lagi bein svik ög brot á þeim samn- ingum og loforðum sem Sam- herjar hefði gert með friðar samningunum, þar sem þeir hefðu sjálfir heitið því að þeir skyldu afvopnast og á þann hátt færa alla hlutaðeigendur til réttra hlutfalla löngu fyrir þenna tíma. Nú væri gengið þveröfugt við öll þau loforð og skuldbindingar, en með málin farið sem enn væri um sigur- vegara og undirokaða að ræða. Þýzk blöð hafa lýst því yfir að þjóðtn imuni éindregið lÖam- þykkja gerðir fulltrúa sinna, og eigi lengur una við þann órétt og óvirðingu sem henni hafi verið sýnd, löngu eftir það að frá sættargerð var gengið og öllum eftirmálum stríðsins hefði átt að vera lokið. Ofan á þrætumál þessi bætist svo sú frétt að til ófríðar muni vera að draga milli Rússa og Japana. Eftir öllu þessu útliti að dæma má eigi mikið fyrir koma svo að rofin verði hinn ó- tryggi friður sem haldist hefir að nafninu til milli óvina þjóð- anna síðan styrjöldinni miklu lauk. GÓÐGERÐIR* / ------ / Fyrir mörgum árum síðan hlustaði eg á erindi hér í bæ, er einn vina vorra flutti, á sumarmála samkomu. Lýsti ræðumaður þeim mun sem væri á milli æsku og elli. Vitnaði hann til skáldsins Árna Gar- borg ,er komst svo að orði, að mein væri lagt millum æsku og elli svo hvorugt fengi skilið annað til hlýtar. Var hann þeirrar skoðunar að þetta væri rétt athugað og að orsakanna væri aðallega að leita í til- finningalífi og hugsunarhætti hvort um sig. Meðal þeirra dæma er, hann dró fram þessu til sönnunar, benti hann á eitt er mér kemur sérstaklega til hugar nú. Hann sýndi fram á hve ólíkt tíminn verkaði á hina yngri og hina eldri, þá er farnir væri að færast, yfir á efri ár. Á æskuárunum fyndist öllum dag- arnir vera afar langir, svo að sem næst mætti alt gera á ein- um degi. Aftur á móti verkaði þetta öfugt á þá sem teknir væri að eldest. Þá yrði hver dagurinn svo skammur að naumast yrði nokkru komið í verk — alt væri hálfgert að kveldi ,sem maður hafði hugsaö sér og gera að morgni, og áiyin liðin, hvert af öðru áður en varði. Það er við þetta hraðfleygi tímans sem hugur minn nemur staðar í þetta sinn. Hvort það stafar af því að eg er tekinn að eldast og að: “Á gluggan íninn hér kveldsett er, og sólarlags svipur á sjálfum mér.” eins og skáldið Stephan G. Stephansson kemst að orði, eða það er af því að eg hefi ekki verið vel vakandi þetta síðast- liðna ár — en þá er tíminn sagður fljótur að líða. Eg finn til þessa hraðfleygis tímans. Mér finst engin stund vera liðin síðan vér vorum hér á Þakkargjörðarhátíð og mér var falið að lýsa hátíðahelginni. Mér lá því við, að svara því til er eg var beðinn að fara hér með nokkur orð, að þær væri * Erindi flutt á Þakkar- gjörðar hátíð Sambandssafnað- ar 9. okt. 1933. I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’» nýrna pillur verið hin viðurkenndn meðul við bakverk, gigt og blöðru 9júkdómum, og hinum mörgu kvilla er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyri* $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. að gerast tíðar Þakkargjörðar- hátíðir safnaðarins og gæti eg naumast samið ræðu fyrir það tækifæri vikulega, þó að vísu væri fyrir ýmislegt að þakka, og ef ekki annað þá að minsta kosti fyrir það, sem Jóni á Strympu var fært til reiknings í viðskiftabókum Himnaríkis: $1.25 fyrir að halda honum við vitið alt árið. Tíminn líður — líður afar ört, og þrátt fyrir skýringu þessa, er eg hefi bent á, finst mér rétt- ara að kenna öðru en ellinni umt hraðfleygi hans, og yrði það þá helzt þessu, sem forsjóninni hefir þóknast að láta oss í té:— að halda oss við vitið alt árið. Af því leiðir það, að maður finnur æ betur og betur, með hverju úthallandi ári, hve skelfi- lega öll þau verk er nokkru skifta, eru sein unnin. Hraðfleygi tímans miðast við afkastamagn en ekki eyktir eða stundatal. Réttari skýring, á þessu fyrirbrigði æfinnar, er því sú er það tekur til greina. Og hvergi hefi eg fundið það betur skýrt ,en í nokkrum er- indum í kvæðakveri Fornólfs. Af því eg geri ráð fyrir að fáir þekki þessi erindi langar mig til að fara með þau. Höfund- urinn lýsir æfi-ætlun sinni, og gerir svo grein fyrir hvað hon- um hafi orðið ágengt. Niður- staðan verður þessi: “E^ man þá daga æsku í Eg ætlaði að gera margt, En framkvæmt hefi eg fæst af því, Hið fáa tæpt og vart. Nú líður á dag og lækkar sól, Hvað lengi er vinnubjart? Þótt eigum við úr eldri tíð Margt efni í smíði ný, Hefi eg þó aldrei tíma til Að telgja neitt úr því, Og áður en varir æfin þver, Og alt er “fjrrir bý”. Það krefur tóm það krefur þrek Að koma þar nokkuru í tó. Hver tæmir alt það timburrek Af tímans stóra sjó Öxartálgu — spýtur, sprek Og spónu — til er nóg. Þó ætti’ eg að vinna úr einu því, Sem undan flóði’ eg dró, Eg þyrfti aðra æfi til Og yrði samt ei nóg. — Eg er seinn að saga það, Og sögin et- heldur sljó.”------ Erfiðið, seinyrknin, þörfin'. á að vanda til verksins veldnr þessari tilfinningu um hrað- fleygi tímans, á meðan vér höld- um þessu $1.25 viti. En eftir það, að vér höfum tapað því geri eg ráð fyrir að oss muni finnast hver dagurinn nógu langur til þess að koma megi öllu hugsanlegu í verk, — jafn- vel skapa nýja jörð og nýjan himinn, og munu finnast dæmi fyrir því á stökum stöðum um þessar mundir. . En svo vér tölum eigi meira um hraðfleygi tímans, sem ein- hverjum kann að virðast vera ó- viðkomandi hátíðinni þá skulum vér snúa oss að sjálfum hátíða- boðskapnum. Kennir þá margra

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.