Heimskringla - 18.10.1933, Side 8
g. SlÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 18, OKTÓBER 1933
FJÆR OG NÆR.
Forstöðunefnd Sambands-
safnaðar hefir ákveðið að halda
hina árlegu hlutaveltu safnað-
arins mánudaginn 6. nóv. næst-
komandi. Margir ágætir og fá-
gætir drættir eru fengnir, er
getið verður um í næsta blaði.
Ýmislegt fleira verður þar til
skemtunar er einnig verður
skýrt frá í næstu viku.
* * *
Séra Guðm. Árnason messar
á Reykjavík, P.O., næstkomandi
sunnudag, kl. 2 e. h. október 22.
* * *
Spilsamkepni
Kvenfélag Sambandsafnaðar
efnir til spilasamkepni í sam-
komusal kirkjunnar annað hvert
má|ndagskveld í allan vetur.
Fyrsta samkepni fer fram
næsta mánudag þ. 23. okt. kl.
8.30 e. h. Verðlaun í pen-
ingum gefin hvert kvöld og
einnig há verðlaun þeim sem
hæðstu mörk fær til jóla. Spilað
verður “Contract-Progressive
Bridge.” Kaffi ókeypis á eftir í
hvert sinn. — Komið stundvís-
lega. Aðgangur 25c.
Nefndin. ,
* * *
Messa í Sambandskirkfunni á
sunnudaginn kemur á venjuleg-
um tíma. Séra Rögnvaldu*'
Pétursson prédikar. Sunnu-
dagsskóli kl. 11. f. h. /
h- * *
Maður sem er á förum í bíl til
Los Angeles hefir farrými fyrir
einn eða fleiri gegn sanngjörnri
borgun. Símið strax 37 843.
* * *
Hr. Gísli Jónsson frá Lang-
ruth, kom hingað til bæjar í
kýnnisför til sonar síns hr. Carl
Johnson að 985 Warsaw Ave.,
um heigina. Dvelur hann rhér
einhvern tíma ,en hefir svo'í
huga að ferðast vestur til Leth-
bridge í Alberta til dóttur sinn-
ar er þar býr. Mr. Jónsson er
maður á efra aldri en ern og
hress og hinn gerfilegasti. Hann
hefir nú dvalið hér í þessu landi
fast að 50 árum og farnast
jafnan vel.
* * *
|
Séra Guðmundur Árnason frá
Lundar, kom til bæjarins á
mánudaginn var, en tafði aðeins
til þriðjudagsins.
* * *
Heimskringla vill minna fólk
á fyrirlestra samkomu séra
Björns B. Jónssonar um þjóðli?
landa vorra heima eftir því sem
honum kom það fyrir sjónir. Má
eiga þar von á fróðlegu og
skemtilegu erindi. SeriTkunnugt
er dvöldu þau hjóp á íslandi í
sumar og ferðuðust víða um,
kyntust sveita og kaupstaðar
háttum og atvinnu og iðnaðar
lífi þjóðarinnar. Allir eru boðn-
ir og velkomnir á samkomuna.
Gunnar Erlendsson
Teacher of Piano
594 Alverstone St., Phone 38 345
UNCLATMED CLOTHES
All New—Not Worn
Men’s Suits & Oveicoats
479 PORTAGE AVE.
I. H. TURNER, Prop.
Telephone 34 585
“WEST OF THE MAI.T^-BEST
OF-THEM ALXi”
Margrét Heiðmann, 8 ára
gömul, dóttir Gríms Heiðmanns
í Glenboro, Man., dó s. 1. mánu-
dag á Almennasjúkrahúsinu í
Winnipeg/ Hún dó úr botn-
langa bólgu. Jarðarförin fór
fram í Glenboro í gær. Margrét
var efnilegasta stúlka og hið
skyndilega lát hennar er ekki
einungis foreldrum, systkinum
og skyldmennum harmur, held-
ur einnig skóla og leiksystkin-
um hennar og öllum sem hana
þektu. i
* * *
Láðst hefir að geta þess hér
í blaðinu að séra Eyjólfur J.
Melan, er dvalið hefir um 7 ára
skeið suður í San Diego, Calif.,
kom hingað til bæjar 3. þ. m.
Tekur hann við prestsþjónustu
Sambandssafnaðanna í Nýja
íslandi og verður til heimilis í
Riverton. Hefir hann nú hafið
starfsemi sína með messum er
hann hefir flutt í Árborg og
Riverton, sunnudagana 8 og' 15
þ. m. Næstkomandi sunnudaga
flytur hann messur á þessum
stöðum:
Gimli, sunnudaginn 22. okt. kl.
2 e. h.
Árborg, sunnudaginn 29. okt.
kl. 2 e. h.
Riverton, sama dag, 29. okt. kl.
8. að kveldi.
¥ * *
Hr. Ingimundur Eiríksson,
bóndi við Foam Lake Sask. kom
hingað til bæjar í síðastliðinni
viku. Dvaldi hann hér nokkra
daga, í kynnisför og viðskifta
erindum.
* * *
Sefán Jóhannsson frá Winni-
peg, stjórandi knattleikastof-
unnar á Sargent og Arlington
strætis; hefir verið um viku
tíma í Glenboro að heimsækja
fornvini og kunningja.
* * *
Gísli Árnason frá Seattle,
Wash., kom hingað til bæjar í
vikunni sem leið. Gerir hann
ráð fyrir að dvelja hér um mán-
aðar tíma. Hann er til heimilis
hjá dóttur sinni og tengdasyni
Mrs. og Próf. J. G. Jóhannsson.
* * *
Mrs. H. Erlendsson og Mrs.
E. Eliasson komu til bæjarins
s. 1. sunnudag. Var Mrs. Elías-
son að leita sér lækninga við
augnaveiki Þær komu í bíl og
héldu heimleiðis í dag.
* # *
Tómas, sonur G. J. Oleson frá
Glenboro, Man., kom til bæjar-
ins s. 1. laugardagskvöld með
veikt barn, Margréti Heiðmann.
Þjáði hana botnalangabólga, er
leiddi hana til bana, sem frá
er skýrt á öðrum stað í blaðinu.
* * *
Mentamálaráð Canada (The
National Council of Education)
er að skipuleggja fyrirlestrahöld
um iand alt. Verður byrjað
með því, sem það nefnir Brezku
vikurnar, fyrirlestrum er fluttir
verða í Dominion Theatre 6. til
9, 13 til 16, og 20 til 23 nóvem-
ber. Fyrirlesamir verða Sir
Norman Angell hinn frægi enski
rithöfundur óg blaðamaður; Sir
Arthur Steel Maitland, P.C.M.P.
er var verkamálaráðherra Bret-
lands frá 1924 til 1929; Prófess-
or A. E. Zimmern við Oxford
háskóla. Aðgangur að fyrir-
lestmm þessum verður seldur,
því allmikill kostnaður hvílir á
mentamálaráðinu fyrir ferðalög
og uppihald þessara manna. í
ráði er að haldið verið áfram
með ‘'þjóðaríkur” þessar það
sem eftir er vetrarins en enn
ekki ákveðið hverjir fyrirlesarar
verða. Þeim sem gerast vildu
styrktarmenn þessa fyrirtækis
er gefinn kostur á aðgöngu að
öllum fyrirlestrunum með $5
gjaldi í eitt skifti fyrir öll, eða
með $10.00 óski þeir eftir tveim-
ur sætum . á kveldi. Aðgöngu
miðana mega þeir nota fyrir
hverja sem þeir vilja. Gjaldið
skal senda Mr. Paul Nanton,
heiðursféhirði til Osler, Ham-
mond and Nanton Ltd., Winni-
Peg.
* * *
G. T. Spil og Dans
á hverjum þriðjudegi og föstu-
degi í I. O. G. T. húsinu, Sar-
gent Ave. Byrjar stundvíslega
kl. 8.30 að kvöldinu. $20.00 og
$23.00 í verðlaunum.—Gowler’s
Orchestra.
FRÁ ÍSLANDI
Variety Shoppe tekur til starfa þann 16 þ. m. MESSUR 0G FUNDIR f kirkju Sambandasafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegi kl. 7. e. h.
að 630 NOTRE DAME AVENUE Safnaðarnefndln: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld 1 hverjum
mánuSi.
Úrvals kvennsokkar 25c — $1.50. Karlmanna og ; / barnasokkar. Hjáipamefndin. Fundlr fyrsta mánudagskveld i hverjum mánuði.
Nærfatnaður kvenna úr silki og ull. Fullkomnar birgðir af smávarningi Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu.
LOUISE BERGMAN, eigandi (Áður hjá Steen and Co.) Söngfiokkurinn. Æfingar á hverju flmtudagskveldi.
^ ' Sunnudagaskólinn: — A hverjiu*i sunnudegi, kl. 11 f. h.
Nýja bátabryggju
er verið að byggja í Þorkötlu-
staðahverfi í Grindavík. Er hún
úr steinsteypu. Útgerðarmenn
þar leggja fram ákveðinn hluta
af afla hvers báts og gengur
andvirðið til bryggjunnar, en
auk þess leggur ríkissjóður
styrk til hennar.
* * *
Kveldúlfstogarar
Síldarafli þeirra varð með
mesta móti, eða 118,272 mál
samtals og er það um 17,000
mála meðalafli á skip. Hæstur
varð Þórólfur. — Fékk 20086
mál og er það mesti afli sem
‘‘engist hefir á skip, utan 1931,
fékk sama skip 20820 mál og er
bað því enn þá metveiði. t
fyrra fengu sömu skipin samtals
109416 mál, eða um 15600 að
meðaltali. Hæstur var þá Gull-
toppur með 18869 mál. Tekjur
hásetanna þeirra sem lægst eru
launaðir hafa verið í ár: á
aflamesta skipinu um 1100
krónur yfir tímabilið og á því
sem minst aflaði, um 885 krón-
ur. Auk þess eiga hásetar fisk
þann, er þeir veiða, fá frítt salt
í hann. — Veiðitíminn var að
þessu sinni rúmlega tveir mán-
uðir.
* * H
Hvalur fundinn
Auðunn Sæmundsson á mb.
Huginn úr Vogum, fór til síld-
veiða 13. sept., en þegar hann
kom út að Garðskaga, rakst
hann á 40 álna langan hval og
dró hann til lands og kom til
Voga um nóttina. Hvalurinn er
nýr og góður.
HITT OG ÞETTA
Kaupið Heimskringlu
Lesið Heimskringlu
Borgið Heimskringlu
J. J. SWANSON & Co. Ltd.
REAETORS
RcntaJ, Insurance and FinanclaJ
Agents
Sími 94 221
600 PARIS BI.DG. — Wlnnlpeg
KAUPIR GAMLA GULL-
MUNI FYRIR PENINGA
ÚT I HÖND
CARL THORLAKSON
Úrsmiður
699 Sargent Ave., Winnipeg
íslenzka gull- og silfur-
smiða stofan
BifreiðarFerðir
Afsláttar fargjöld tll allra
staða. Ferðist með hinum
nýju hituðu ‘Sedan’ bílum.
Farþegjar allir vátrygðir.
Æfðir bílstjórar.
Sýnishorn fargjalda:
Wpg til Regina... $ 7.00
Wpg tii Calgary .... 14.00
Wpg tij Saskatoon .. 9.50
Wpg til Toronto.. 18.75
Wpk til New York .. 23.50
Spyrjið eftir fargjöldum til
allra staða
THE
Drivers? Syndicate
439 MAIN St.
Sími 93 255 Winnipeg
Ný hervirki y
Brussel, 16. sept. — Nefnd sft,
sem fyrir nokkru var skipuð af
belgisku stjórninni til þess að
athuga landvarnarskilyrðin á
belisk-þýzku landamærunum,
hefir nú skilað áliti ,og leggur
hún til, að bygt verði nýtt vígi
fyrir norðaustan Barchow og
einnig- vélbyssuvígi að nokkru
niður grafin á ýmsum stöðum
við landamærin. Áætlaður
kostnaður við landvarnir þessar
er 600 miljónir franka, ög mun
stjórnin fara fram á það, er
þing kemur saman, að þessi
upphæð verði veitt. •
* * *
Ein á bát yfir Atlantshafið
Ungfrú Cederblom er sænsk
stúlka, sem hefir í sumar unnið
það þrekvirki að fara ein á
báti yfir Atlantshafið. Bátur
hennar er 15 feta langur með
utanborðsbenzínmótor. Hún fór
frá Gautaborg í sumar, ætlaði
til íslands og síðan til Græn-
lands og Ameríku. En hún
viltist, fann ekki ísland, heldur
kom hún ’að landi í Labrador.
En vegna íss við ströndina
komst hún ekki að landi. Hún
sigldi þá suður á bóginn, en þá
bilaði mótorinn. Þá sneri hún
við, gat gert við mótórinn og
komst til Grænlands, en benzín-
ið var búið, áður en hún næði
landi. Færeyskur fiskimaður
sá hana fyrir utan Godthaab,
og mótorbátur þaðan dró bát
hennar að landi. Hætt er við
að hún hætti nú við Ameríku-
ferðina, þar sem farið er að
hausta og auk þess ekkert ben-
zín til í Godthaab.
Ungfrú Cederblom fór frá
Gautaborg 26 .maí, kom við
í Noregi og á Shetlandseyjum
og kom til Færeyja 17. júní.
* * *
Þýski flotinn
í Scapa Flow
í endurminningum Kenwor-
thys sjóliðsforingja, sem nýlega
eru út komnar, segir hann að
það hafi verið með vilja og vit-
sund Breta, að þýzka flotanum
var sökt í Scapa Flow.
“Frakkar kröfðust þess, að
flotanum yrði skift sem her-
fangi milli Frakklands, ítalíu.
Póllands og Serbíu”, segir hann.
“Og til þess að draga úr yjir-
ráðum vorum á hafinu, höfðu
Bandaríkin ákveðið að styðja
þessa kröfu. En vér vorum ekk-
ert ginkeyptir fyrir því að auka
flota annara þjóða, og sjálfir
vildum yér ekki eiga neitt af
skipunum.
Brezka flotamálaráðuneytið
lét því tilkynna þýska flota-
málaráðuneytinu og flotafor-
ingjanum í Scapa Flow hvernig
ástatt væri. Var gefið í skyn að
Bretar mundu virða það meira
við óvinina að þeir söktu flota
sínum, heldur en að þola þá
niðurlægingu, að afhenda hann
sem herfang flotum tvegja lat-
neskra þjóða, sem þýski flot-
inn hafði aldrei átt í höggi við.
Bresku blöðin vissu ekkert
um það, sem gerðist bak við
tjöldin og þau urðu óð og upp-
væg eins og frönsku blöðin,
þegar flotanum var sökt. En
þegar farið var að sljak^a í
þeim, seendi breska flotomála-
ráðuneytið á laun alla hina
handteknu þýsku sjóliðsforingja
heim til Þýskalands.
* * *
Bjargráð í Þýskalandi
Göbbels ráðherra hefir til-
kynt að stjórnin áformi að koma
því til leiðar, atvinnuleysingjum
til- hjálpar, að á fyrsta sunnu-
degi hvers mánaðar verði dreg-
ið alment úr kostnaði við gerð
miðdegisverðar, þannig að sparn
aðurinn verði sem svarar 12
cents á mann, og á fé það, sem
þannig fæst, að ganga í sjóð til
bjargar þeim ,sem eiga við
mesta neyð að búa í vetur, en
menn búast við að hún verði
mikil. Einnig er ráðgert að
skipulögð verði fjársöfnun til
hjálpar bágstöddum og gengiðl
til þess hús úr húsi. Eins er
ráðgert happdrætti, sem ágóð-
inn á að renna af til atvinnu-
leysingjanna. Happdrættisseðl-
arnir eiga aðeins að kosta sem
svarar til 12 cents. Loks verð- j
ur - dregið frá launum manna
til þess að ráða bót á atvinnu-
leysinu.
laugur mikið og einlæglega
saman um okkar trúarástand.
Sannleikanum samkvæmt og
hreinskilnislega játað voru okk-
ar trúarbragðalegu ástæður
mjög líkar, trúhneigðin álíka
mikil og sannfæringarþörfin
nokkuð jafn ákveðin, en úr-
ræðaleiðirnar meira ólíkar. Eins
og eg hefi áður gefið í skyn,
vildi hann í félagi með nokkr-
um góðum og sannleikselsk-
um mönnum, stofna sálarrann-
sóknar eða tilraunafélag, ef
vera mætti að það leiddi til
fullvissu um framhaldslífið.
Hinsvegar leit eg svo á að
Jesús Kristur væri ekki full-
skilinn meðan fullvissuna vant-
aði, og að sálarfriðurinn, ásköp-
uð fullvissa, þakklæti, gleði,
elska og traust, áynnist alt með
því að gera sér stöðugt far um
að skilja kenningar Jesú Krists
og það hvað rétt væri haft
eftir honum, gera sér hugsun
hans og anda svo meðeiginlegt
að maður fyndi hvar orð mann-
anna hölluðu hans kenningu og
skilningi. Við hétum hver öðr-
um því að vera trúir, láta ekki
mannvirðingar halla sannleiks-
leit okkar, eða svik og hræsni
skyggja á okkur, en ástunda að
þroskast í réttum skilningi, með
stöðugri aðstoð bænarinnar.
Svo tóku meðbræðurnir til að
álasa okkur, honum fyrir anda-
trú og mér fyrir nýguðfræði.
Við óttuðumst báðir vald bók-
stafsins, og vildum vera þjónar
sannleikans.
Framh.
Sparið Peninga
með því að brenna Lin
kolum
DOMINION LUMP
$6.25 tonnið
DOMINION COBBLE
$6.25 tonnið
Símar 94 309
94 300
McCurdy Supply
Co., Ltd.
49 NOTRE DAME Ave. E.
FYRIRLESTUR
um
“ÍSLENZT ÞJÓÐLÍF—
eins og það kom mér fyrir sjónir”
flytur
Dr. BJÖRN B. JÓNSSON
í
Fyrstu lútersku kirkju, þriðjudagskvöld 24. október
undir umsjón
KARLAKLÚBBS KIRKJUNNAR
Hr. Paul Bardal og hr. Frank Thorólfsson aðstoð
með söng og hljóðfæraslætti
Inngagur 35c—allur arður gengur til safnaðarins
Somkoman byrjar stundvíslega kl. 8.15
ENDURMINNINGAR.
Frh. frá 7. bls.
ist, án þess það væri kallað
mont.
Eftir þetta töluðum við Guð-
í meira en 95 ár . . .
BEZTU kaupin
BEZTU sniðin
BEZTU loðskinnin
sem unt er að fá, á nokkurri
L0ÐKÁPU
í>etta er vitnisbarður H0LT RENFREW!
Grávöru fatnaðyirinn er vor!
Unnin á vorum eigin verk-
stæðum af hinum beztu og
fullkomnustu grávöru klæð-
skerum í Canada. Hvort þér
heldur þurfið að fá yður nýja
kápu eða láta gera við eldrí"
kápu komið beint til HOLT'
RENFREW, það borgar sig
fyrir yður með tímanum.
Holt Renfrew
STOFNAÐ 1837
SfMI 21 857