Alþýðublaðið - 08.05.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 08.05.1960, Blaðsíða 13
2- VANRÆKT NAUÐ- NESJA- • , KARL SYNJAMAL UNDANFAEINN hálfan annan áratug höfum vi'ð ís- lendingar eignast mikinn og góðan skipastól; á það bæði við um í'iskiskip og flutninga- skip, Á engan hátt skal þetta lastað, en allt kapp er þó jafn an bezt með forsjá. iSegja má að við íslendingar leggjum höfiuðkapp á að afla mikils sjálvarafla, en skeytum ekki um aö koma honum í sem verðmætast ástand til sölu á erlendum mörkuðum. Hi'rðum heldur oft og tíðum lítið um hvað kostar að afla hans. Hirðum lítt um — oft og tíð- um — þau tæki, sem notuð éru við öflun aflans, og á það ekki sízt við um veiðarfæri og alls konar vélar í flotan- um, sem vei'ðar stunda. T. d. hefur niðursuðuiðnað- ur á íslandi átt mjög erfitt uppdráttar, vegna þess að til- breytni í verkun aíUans er mjög fátækleg. Það er alveg nýlega, að farið er að verka humar til útflutni'ngs og nokk ur ár síðan rækjur voru nýtt- ar til sölu á erlendum mark- aði. Og einn verðmætasta fiskinn, skarkolann, nýtum við ekki nema að sárali'tlu leyti. Við ölum hann upp í flóum og fjörðum og svo hirða Bretar hann, er hami gengur út úr landhelginni á haustin. Þei'r þekkja göngur hans og notfæra sér það vel. Hins vegar girðum við í fulla tvo mánuði hringinn í kri'ngum ísland með þorska- netjum og rekum eina þá mestu rányrkju, sem um get- . ur, með veiðiskap nælonnetj- anna. Það er nú svo komið, PÆGILEGIR að þorskurinn, aðalnytjafisk- urinn á ekkert friðland til að tryggja afkvæmi' sín til við- halds stofninum. AUár got- stöðvar hans eru ilullsetnar af þessum nýtízku drápstækjum. Næstu árin munum við á þessu svi'ði uppskera eins og við til sáum. Það eru hiri^ei- lífu lögmál móður náttúru, sem aldrei verða úr gildi num in, én sem við viljum oft ekki skilja eða lokum augunum fyrir staðreyndum. - Þannig stundum við útrým ingarstarfsemi, jafnframt því sem við rýrum vörugæði'n ár frá ári með fráhvarfi frá línu- veiðum til hinnar skefjalausu netjaveiði. Eg held að i'nnkaup á nýj- um togurum árlega, seml er frekar til aukingar en til við- halds, vegi tæplega á móti minnkandi aítamagni' vegna ofveiði hér í norðurhöfum. Og við ættum sannariega að gæta að okkur að verða ekki rányrkjuþjóðunum, svo sem Bretum, framar í útrým- ingarstarfsemi á nytjafi'skum við okkar eigið land. En sumir munu eflaust kalla þetta svartsýni og 'úr- tölur. Betra að svo væri. Það er staðreynd að meðalafli tog aranna er nú miklu minni en fyrir 10 árum, og .þarf ekki svo langt að skyggnast. Það er í raun og veru staðreynd, að við íslendingar erum of hugs- unarlausir um margt, sem við kemur aðalframleiðsluvörum okkar og á það bæði' við um sjávarafurðir og afurðir land- búnaðarins. En hvað er þá til úrbóta? Það er margt að mínu viti og skal hér bent á það helzta. Fyrst af öllu verðum við að hefja allsherjar áróður á.sjó og á landi fyrir alhliða vöru- vöndun. Við verðum að koma á raunhæfu mati á nýjum fiski, þar sem svo fi'skurinn yrði greiddur eftir gæðum, en ekki borgað sama fyrir léleg- an netjafisk og óskemmdan línufi'sk, eða góðan ísvarðan fisk í|rá togurum. Með þessu móti minnkaði netjaveiðin af sjálfu sér, en ég teldi þó betra að banna al- veg alla þorskanetjaveiði' t. d. frá 15/2—25/3 eða til 1/4 ár hvert og friða algerlega viss hrygningarsvæði í sam- ráði við fi'skifræðinga okkar. Méð þessu móti geta frystihús in, sem flest eru úfcbúin til að vinna góða og ógallaða vöru, ef þau fá hana góða sem hráefni', flramleitt príma vöru, sem alls staðar getur keppt á heimsmarkaðinum. Við getum fengið meira af 1. flokks saltfiski, meira af skrei'ð fyrir Ítalíumarkað, sem hvorttveggja gæfi stórauknar gjaldeyristekjur í þjóðarbúið. Við verðum að hefja niður- suðu í stærri stíl en nú er, hefja niðurlagningu á síld í dósir. Það eru hér nokkuð ár- viss svæði með smá- os milli- síld. í byrjaðan marz 1960 eru til dæmis Norðmenn búnir að flytja út á 5. þús. lestir af niðursoðnum og niðurlögðum dósamat ilyrir tugi milljóna í norskum krónum. Þar er hin ágæta vara, sem nefnd er „Kippers“, allstór liður, vax- andi ár frá ári. Nú eru þei'r að vinna fyrir niðursuðuna á markað í Ástralíu. Áður var þessi vara háð innfiutnings- leyfum þar, en nú er þar frjáls innflutningur. íslendingar fluttu út niður- suðu fyrir 9,3 millj. ísl. kr. 1959, eða alls 289 lestir. Einn veigamesti þáttur Noðmanna í ni'ðursuðunni er reykta smá síldin. Þá flytja þeir alltaf út nokkurt magn af skelíliski. Hann er til hér við strendur landsins í ríkum mæli. Inni' á fjörðum, flóum og víkum, ihandhægt að veiða hann all- an ársins tíma. T. d. á Vest- fjörðum er hann í stórum námum (Arnarfirði, Dýra- firði, Grundarfi'rði og víðar). Lánsstofnanir verða að styðja þessa vanræktu at- vinnugrein, t. d. lána út á um- búðir og unna vöru. Við eig- um nokkra færa niðursuðu- menn, og enginn vandi að flytja þá inn sérfræðinga í við bót. Það má ekki lengur svo til ganga, að við vanrækjum þessa iðngrein, sem aukið get ur gjaldeyrisöflun íslendinga um hundruð milljóna króna órlega. Aðalútíllutningur okkar í niðursuðuvörum yrði síldin, en gnægð af henni er flesta tíma ársi'ns einhvers staðar við strendu landsins. T. d. er mér tjáð að Faxasíldin eða Suðurlandssíldin yfirleitfc sé alveg sérlega vel til fallin að nota í þessu augnamiði. Mun einn framleiðandi sl. ár hafa látið flaka nokkurt magn af þessari' vöru, lagt hana í tunnur, sýrt með ed- iki og flutt út til Þýzkalands og fengi'ð gott verð fyrir flök in. Þjóðverjarnir svo afltur fullunnið vöruna og búið til ekta „delicatesse“. Það væri nú ekki ónýtt að gera úr henni sælgætisvöru, þessu augnamiði og látið bát- ana strax að lokinni vetrar- vertíð fara að veiða síldina, Friamhald á 14, síðu. MEUVÖLLUR Reykjayíkurmóf meisfaraflokks: í kvöid kí. 830 k e p p a Fram - Víkinpr Dómari: Grétar Norðfjörð. Línuverðir: Einar H. Hjartarson og Valur Benediktsson. Mótanefndin. Áttræbur í dag: Ólafur Jónatansson ÓLAFUR Jónatansson, Brá- vallagötu 40, Reykjavík, er áttræður í dag. Hann er Hnappdælingur að uppruna, fæddur á Kolbeins- stöðum í Kolbeinsstaðahreppi, og voru foreldrar hans Jónat- an Jónsson bóndi og kona hans, Þóra Sigríður Salómons dóttir. Tilgangurinn með þessum greinarstúf er eigi sá, að rekja til neinnar hlítar ættir eða ævisögu Ólafs, heldur aðeins til þess að minnast persónu- legra kynna minna af honum um rúmlega hálfrar aldar skeið, nú á þessum merkilegu tímamótum í lífi hans. Þó skal þess getið um ætterni hans, að föðurforeldrar hans voru hin kynsælu hjón, Jón Páls- son í Haukatungu, Mýramað- ur að uppruna, og Ingibjörg Böðvarsdóttir bónda á Sax- hóli á Snæfellsnesi, Guð- mundssonar, Er margt merkra og þjóðkunnra manna frá þeim komið. Móðir Ólafs var fædd á Kaðalsstöðum í Staf- holtstungum, dóttir Salómons bónda Finnssonar og konu hans, Guðlaugar Guðmunds- dóttur. Ólafur var enn í bernsku er hann missti föður sinn, Þóra giftist öðru sinni Pétri Illuga- syni og bjuggu þau í Litlu- Þúfu í Miklaholtshreppi, Ól- afur ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður, og jafnskjótt og hann hafði aldur til vandist hann hvers konar störfum al- þýðufólks, eins og þau voru í þá daga, bæði til sjós og lands. Árið 1910 fluttist hann að vest an til Reykjavíkur og stofnaði þar sitt eigið heimili með ágætri konu, Þuríði Jónsdótt- ur, ættaðri úr Staðarsveit, sem nú er látin fyrir mörgum árum. Börn þeirra voru' þrir synir, og munu þeir flestum nafnkunnir um land allt: söngvararnir Erling og Sig- urður og Jónatan hljóðfæra- leikari. Eftir að Ólafur fluttist til Reykjavíkur var atvinna hans næstum því eingöngu hjá stofnunum Reykjavíkurbæj- ar: fyrst við hafnargerðina nokkur ár og eftir það í grjót- námi bæjarins, þar annaðist hann aðallega grjótsprenging- ar. Störfum sínum þar lauk hann snemma ársins 1957 sak- ir élli og lamaðrar heilsu. En heilsa hans hefur tekið nokkr- um framförum síðan stritinu lauk. Ég var barn að aldri fyrst þegar ég sá Ólaf, en hann var þá orðinn fulltíða maður. Og oft heyrði ég hans getið sem afburða hreystimanns, en mig skorti fyrst um sinn þroska til þess að geta gert mér veru- lega grein fyrir slíkum hlut- um. Svo gerðist það um vet- ur, að Ólafur var fenginn til langferðar vissra erinda, og þurfti að skila erindislokum þar sem ég átti heima. Þá fyrst tók ég eftir því, hvað maðurinn var mikill á velli, þreklegur og fríður sýnum, Og með tilliti til þess er ég hafði heyrt sagt um aflsmuni hans, skipaði ég honum hik- Framliald á 14. síðu. Alþýðublaðið — 8. maí 1960 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.