Heimskringla - 07.03.1934, Síða 2

Heimskringla - 07.03.1934, Síða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. MARZ 1934. FÓTATAK MANNA Nokkur orð um Halldór Kiljan Laxness Eftir Benjamín Kristjánsson Þú ert asni, í svo andríkum skáldskap, að honum yrði tekið með þökkum af þeim, s>em hafa eyru til að heyra, en að hinum á hann að kunna að draga dár á þann hátt að það gæti orðið ------ þeim til skemtunar, frekar en Það er í fljótu bragði dálítið gagnslausrar skapraunar, eins örðugt að skera úr því þegar og gerði sá ágæti æfintýrasmið- maður les bækur Halldórs Kilj- ur Jónatan Swift. an Laxness, hvort þær muni | En ekkert af þes&u gerir Hall- heldur vera skrifaðar af djúpri dór. Hann sest bara niður, að ískaldri fyrirlitning á fyrirbrigð- öllum ásjáandi, brýnir öxi sína inu: homo sapiens, eða af djúpri °S keynr hana síðan beint í og næstum örvæntingarfullri höfuð lesandans. Mikið þarf samúð með þjáningu lífsins og slíkur maður að hafa til brunns öllum hinum ótal mörgú mann- að bera til þess að honum verði anna meinum. fyrirgefið! Á hið fyrra virðist benda tals- Ekki verður því neitað að verður sérþótti í framsetning- þetta umsvifalausa hispursleysi unni, eilíf dómgirni og prédik- ritháttarins hefir sína höfuð- anir út af heimsku náungans. kosti. Það ætti ekki að verða Sumt af því, sem Halldór skrif- misskilið hvað höfundinum býr aði í fyrri tíð nálgaðist mjög f brjósti. Hann ætti ekki að mont og hégómaskap. Tilfinn- verða sakaður um óhreinskilni. ingin, sem maður hafði af því, Og síðan hann losnaði úr á- að lesa sumar ritsmíðar hans, lögum kaþólskunnar, er það eða það, sem teljast átti til bersýnilegt, að hann hefir af skáldskapar, var eitthvað á þá stríðsþrunginni sannleiksást, leið, að þetta væri unglingur, reynt að slíta af sér allar blekk- ingar, reynt að troða sér með valdi inn að kjarna raunveru- leikans, haft ástríðurí'ki til- bneiging til þess að rífa göt á öll þök, eins og mig minnir að hann komist. sjálfur að orði um einhvern spámann nútímans. En þessi hungraða ástríða vitsmunanna, langsoltin úr trú- arvímu og seiðgaldri kaþólsk- unnar, rekur sig auðvitað alls staðar, eins og gerist og geng- ur á sínar takmarkanir, og þar sem höfundurinn er í aðra röndina dálítill ofstækismaður, og enn þá eimir það eftir af káþólskunni í honum að hann þykist fullkomalega vita alt, þá hættir honum við að steypast annað hvort kollhnýs inn í önn- ur trúarbrögð, eins og til dæmis kommúnisma, eða drekka sig blindfullan af vantrúarinnar “cynisisma” og setja upp spek- ingssvip eins og prédikarinn Salomon, og segja jafnvel við sjálfan alheiminn, þegar hann þrýtur sjálfan að skilja: Þú ert asni! Alt er hégómi — aumasti hégómi! Þessa tilfinningu fær maður af sumum hinúm síðari bókum Laxness. Sögurnar af Sölku Völku eru skrifaðar af heljarmælsku. — Myndimar, sem dregnar eru upp af sárustu nekt lífsins, munað- arleysi þess, fátækt og hörm- úngum, eru margar hverjar ruddalegar, hrikalegar og nærri ógeðslegar, en þær verða fyrir það átakanlegar og ógleyman- legar. En þegar einhver höfundur gerir sér far um að núa slíkum hlutum inn í huga lesandans, þá sem þjáðist af þeirri tegund af sálsýki, sem nefnist stórgikks- æði. Grundvallarhugsunin í sálarlífinu væri eittlivað á þessa leið: Eg veit alt, en þið eruð asnar. Eins og gefur að skilja þykir skikkanlegu fólki slíkur rithöf- undur ókurteis og hann er það. — Svona lagaða hluti er sjálf- sagt að segja með miklu meiri lipurð, en Halldóri er stundum lagin. Hæverskan kostar enga peninga, segir eitthvert mál- tæki.og hún vinnur oft miklu betur til siðfágunar, en frunta- leg bersögli. Meira að segja ætti jafnpennaslyngúm manni og Laxness, að vera það í ló-fa lagið, að setja fram þessa ó- kurteislegu hugsun spámann- anna gagnvart sínum náunga: verður honum alt af fyrst á að spyrja: Til hvers er verið að þessu? — Gerir höfundurinn sér krók út að sorphaugunum af þeirri einu svínsnáttúrú, að hann hefir ánægju af að róta í þeim, eða vakir hér á bak við einhver markviss tilgangur? Er höfundurinn svo mikið skáld, að hann með skáldskap sínum á pappírnum vilji einnig yrkja upp lífið sjálft til meiri göfgi og fegurðar — og er þá verk hans þannig úr garði gert, að það sé líklegt til þess? Á svarinu við þes?ari spurningu veltur það, hvort eitthvað skáld*er skóbót- ar virði eða ekki. Óneitanlega fær maður iðu- lega það bragð á tunguna af því að lesa H. K. L., að mann- lííið sé raunar einn allsherjar sóðalegur sorphaugur bófa og illræðismanna, þar sem naum- ast þekkist ærleg taug og þar sem fagrar hugsjónir séu ann- að hvort svik og blekkingar eða heimspeki eymdarinnar. Þ’etta byggist á því að mannlífið er eins og maðkarnir á mykju- skánihni, að eins fyrirbrlgði tryltra og heimskulegra nátt- úruafla, sem auðvitað er slegið föstu að skorti alt vit og til- gang. — I innganginum að; Þú vínviður hreini, hljómar strax frumtónninn að þessari heimspeki hégómans í samtali langferðamannanna á strand- bátnum: Þegar maður siglir í kaldsælu skammdegismyrkri með fram þessum ströndum, þá finst manni, að ekkert í heiminum geti verið öllu ómerkilegra og 'þýðingarlausara, en svona lítið þorp undir svona háum fjöllum. Hvernig skyldu menn lifa á svona stað? Og hvernig skyldu menn deyja? — Hvað skyldu 1 menn segja hverir við aðra, j þegar þeir vakna á morgnana? Hvernig skyldu menn líta hverir á aðra á sunnudögum? Og hvað | skyldi prestinum finnast, þegar hann stígúr í stólinn á jólunum eða páskunum? Skyldi hann ekki sjá hvað þetta er alt saman þýðingarlaust?------ Já, hvers- konar gleði og hverskonar sorg- ir skyldu eiginlega þrífast í kringum þessar daufu olíutýr- ur? Það hlýtur oft að kóma fyrir á slíkum stöðum, að menn sjái speglast hver í annars aug- um, sannfæringuna um fánýti þess að vera til. — Því hver maöur hlýtur að viðu'rkenna, að það er öldungis þýðingar- j laust að lifa í slíkum stað”. í þessum dúr er öll bókin j skrifuð, og heldur höfundurinn áfram að lýsa fólkinu þarna i eins og skynlausum skepnum og lífinu í heild sinni, sem er svo vita þýöingarlaust. Og í I augum höfundarins er baráttan I og baslið svo yfirgengilegt og vesaldómurinn andlegur og lík- amlegur svo mikill að það er eins og menn lifi aðeins til að þjást þarna um nokkur áir, þangað til menn drukkna í flæð- armálinu, sumir óviljandi en aðrir viljandi, sumir á brúð- kaupsdaginn sinn, en sumir aðra daga, eins og höf. kemst að orði. Jafnvel framar en Vefarinn mikli stendur bók þessi að orð- snild, en hún er með sömu ein- kennum að því leyti, að það er eins og frá henni andi djúpri fyrirlitningu á mönnum, lifn- aðarháttum þeirra, hugsunum þeirra og tilfinningum, eðli þeirra og örlögum. Maður fær þá tilfinning, að hér sé höfundur, sem skortir samúð með persónunum, sem hann er að lýsa. Og ef sam- úðin er til, þá takist honúm a. m. k. vel að dylja hana. Én ef hann gerir sér far um að dylja hana, þá sé það gert af oflát- ungshætti, sem góður rithöf- undur á ekki að láta sér sæma. Þegar Halldór gengur rakleitt úr sinni kaþólsku kirkju yfir í hóp spottaranna, til að hrakyrða með bofrginmannlegu yfirlæti það, sem mörgum er enn þá heilagast, nefnir trúarbrögðin kjaftaþvaður og dýrlingana, hverra bein hann kysti fyrir skömmu síðan með brennandi fjálgleik, hyski, ásamt Maríu mey og guði almáttugum, þá er slíkur hávaði aúðvitað aug- lýsing á feginleik manns yfir því að vera laus úr þeirri skó- kreppu vitsmunanna, sem ka- þólskan hefir verið honum. En það er hóflaus og ósmekkleg auglýsing, af því að maður trúir ekki á slíkar öfgar, sem snúast eins og vindrella með sama há- vaðanum úr hverri áttinni sem blæs. Maöur sem þannig tekur að formæla sínum guðum með herfilegu orðabragði, hann er jafnmikill afglapi í sinni blindu vantrú, eins og sinni -blindú trú. En þrátt fyrir hið drembna og stundum ruddalega yfirbragð á ritsmíðum H. K. Laxness, þá er þó jafnframt erfitt að verjast 1 þeirri hugsun, að bak við hrika- MAGIC MINNA EN 1 <f VIRÐI í þrefalda köku! Það er alt sem það kostar, ef Magic Baking Powder er notaður. Og gæðin breytast aldrei—því það er hreint og því áreiðanlegt. Engin furða þó helztu matreiðslu sérfræð- ingar Canada segi, að það borgi sig ekki að nota lyftiduft, sem er vafasamt að gæð- um. Bakið með Magic og verið vissir. BOINN ‘‘LAUS VIÐ ÁL.ON.” Þessi setning á hverri^f TIL 1 könnu er yður trygging fyrir því að Magic CANADA er laus við álún og ÖU önnur skaðleg efni. FIMTÁNDA ÁRSÞING ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS Fimtánda ársþing Þjóðræknisfélags Is- lendinga í Vesturheimi var sett af for- seta þess Jóni J. Bíldfell, þriðjudaginn 20. febr. 1934 í samkomuhúsi íslenzkra Goodtemplara í Winnipeg, kl. 10.15 f. h. Forseti hóf þingið með því að lesa þing- boð. Bað hann þá þinggesti að syngja sálminn nr. 638 (Faðir andanna). Lýsti þá forseti hið sextánda þing Þjóðraeknis- félagsins sett og flutti skýrslu sina sem hér fylgir: X Háttvirtu þingmenn! Mér datt síst í hug, fyrir ári síðan er við skildum, og yður hefir víst ekki kom- ið það heldur í hug, að eg mundi í byrjun þessa þings, verða kvaddur til að á- varpa yður frá forseta sæti Þjóðræknis- félagsins. En viðburðir ársins Iiðna, hafa enn einu sinni mint mig og yður á, hversu að alt er fallvalt í þessum heimi, einnig lif mannanna og hversu skammt það er ,sem við mennirnir sjáum fram á veginn. Maðurinn sem þið kusuð fyrir íorseta á síðasta þingi, og sem starfaði að þjóð- ræknis- og mennnigarmálum á meðal Vestur-lsl. með eldlegum áhuga, innan Þjóðræknisfélagsins og utan í mörg ár, séra Jónas A. Sigurðsson dó í maí mán- uði s. 1. eins og þið öll munuð minnast og með fráfalli hans er ekki aðeins harm- ur kveðin að þessu félagi og skarð fyrir skyldi í Þjóðræknisfélaginu sjálfu, heldur og lka í hópi Vestur-Islendinga, þar sem hann skipaði fremstu röð fyrir atgerfis sakir. Með því sem að framan er sagt, er áStæðan gefin fyrir því, að eg ávarpa yður i dag frá þessum stað. Eftir fráfall séra Jónasar, fór framkvæmdarnefnd Þjóðræknisfélagsins þess á leit við mig, að eg tæki aftur sæti í framkvæmdar- nefndinni og það gerði eg, og var svo af henni falið að gegna foreta störfum í félaginu það sem eftir var ársins. Um það er svo ekki að fjölyrða. Eg vil að- eins þakka meðnefndarmönnum mínum fyrir velvild þá og tiltrú, er þeir með þessu vali sýndu mér, og viðurkenna það sem þeir vita og þið öll eigið að vita, að eg hefi verið slakur starfsmaður, og mest af því verkí sem mér bar að gera, hefir lent á herðum samnefndarmanna minna. Eg benti á erfitt árferði, ilt útlit með afkomu manna yfirleitt í þingbyrjun í fyrra. Við það er litlu að bæta nú, nema þvi, að við erum komin lengra á- leiðis, og að breyting verður að verða á þvi ásigkomulagi. Enn er ekki hægt að segja annað en að sömu erfiðleikamir, séu fyrir höndum — sama vinnuleysið og viðskiftadeyfðin, sami kviðinn fyrir kom- andi tíð og sama baráttan fyrir brauði dagslegs lífs hjá einstaklingum og þjóð- félögum. Þó er eitt atriði í sambandi við þessa óáran, ófögnuð eða hvað svo sem þið viljið kalla það, sem eg vi benda á og bið yður- að hugfesta athuga og það er, hversu ljótt að lífið er að verða alt í kringum okkur. Ekk svo að skilja, að ,það sé svo sem spá- nýtt. Heldur hitt að kringumstæðurnar —kreppan hefir fært það svo nærri rnanni, eða mann nærri því, að það ómögulegt að komast hjá, að tala um það, hugsa um það, hræðast það. Við heyrum þjóðirnar tala um frið og vitum að stjómir þeirra vígbúast hver i kapp við aðra og i skotfæra verðsmiðjunum í þessum löndum er unnið nótt og dag Trúnaðarmenn þjóðanna misbjóða stöð- um sínum á allan mögulegan hátt. Fjár- málastofnanirnar draga undir sig flest verðmætt í landinu og flækja alþýðuna í neti sínu unz hún fær hvorki hrært hönd né fót og þannig er myndin sem þrýst er að augum manns, á öllum sviðum lífs- ins er maður kemur persónulega i ná- vist við ástandið í heiminum eins og það í raun og sannleika er i dag. En til hvers er eg að rekja þessa rauna sögu? Eg geri það til þess, að vekja athygli yðar á andrúms loftinu, sem umkringir menn, hversu óholt það er, og hversu það er langt í burtu frá drengskapar lífsskoðun forfeðranna og hversu gagn- stætt það er öllu eðlisupplagi hvers ó- spilts afkomenda þeirra. Dauðsföll félaga á árinu Auk séra Jónasar Sigurðssonar, sem áður er getið hafa þessir félagar látist á árinu: Þorbjörn skáld Bjamarson (Þorskabítur) í Pembina, N. D., Heiðursfélagi. Gísli V. Leifur, Pambina, N. D. Björn B. Olson, Gimli, Man. Jón Sigurðsson, Lundar, Man. Sigurður J. Vidal, Hnausa, Man. Kristján B. Snæfeld, Hnausa, Man. Sigurgeir Pétursson, Ashem, Man. Philipía Magnússon, Gimli, Man. T. O. Sigurðsson, Brown, P.O., Man. Dr. G. J. Gíslason, Grand Forks, N. D. Gunnar Lindal, Mozart, Sask. Friðgeir Sigurðsson, Riverton, Man. Ef til viU eru einhverjir fleiri af félags- mönnum, eða konum, sem látist hafa á árinu, sem eg man ekki eftir, þeim, ef nokkrir eru og hinum öllum sem taldir em minnumst við með trega í huga út af því að verða að skilja, en þakklæti fyrir samfylgdína, samvinnuna og samhygðina, og vottum öllum aðstandendum þeirra hluttekningu okkar og samhrygð og með þeim geymum við minninguna um þessa atorku miklu og drenglynduðu braut- ryðjendur sem dauðinn hefir hertekið frá oss á árinu. Starfsmál félagsins: Þjóðræknisfélags nefndin hefir haldið ellefu fundi á árinu og haft eftirfylgjandi mál til meðferðar: Tímaritið Það hefir nefndin gefið út í sama formi og áður og að sömu stærð og í fyrra. Auglýsinga söfnun i ár eins og i fyrra hefir hr. Á. P. Jóhannsson haft á hendi og með sínum alkunna dugnaði skákað harðærinu og deyfcjjnni og sýnt að þrátt fyrir kreppuna, má einbeittur vilji og atorkusamt harðfengi sín mikils. Islenzku kensla: Breyting gerði Þjóðræknisnefndin á Islenzku kenslu í vetur. I stað umferðar kennara og umferðakenslu, eins og að undanförnu hefir átt sér stað, tók nefnd- in upp islenkzukenslu á laugardögum að eins. Húsnæði fékk nefndin á Jóns Bjarnasonar skóla. kennariír hafa verið og eru séra Rúnólfur Marteinsson, Jó- hann G. Jóhannsson, Salome Halldórsson, Vilborg Eyjólfsson, Vala Jónasson, Ingi- björg Bjarnason; alt æfðir og lærðir kennarar sem vinna þetta mikla en þarfa verk endurgjalds laust. Ennfremur hafa bæði islenzku vikublöðin stutt þessa kenslu með dáð og dug. öllum þessum kennurum og aðstandendum blaðanna þökkum vér af heilum huga fyrir þeirra óeigingjarna starf og drengilegu viðleitni. Aðsókn að skólanum hefir verið af- bragðs góð. Alt upp í 160 börn og ungl- I ingar á dag sem sýnir hvað góður vilji og samvinna geta áorkað. Rithöf iindas jóður: Það mál er i höndum milliþinganefndmr sem að sjálfsögðu gerir grein gerða sinna hér á þinginu. Leifsminnisvarðinn: Því máli hefir miðað lítið áfram á árinu. Forgöngumenn þess málefnis eru eins vongóðir um farsæl endalok þess máls og þeir nokkru sinni hafa verið og vinna ósleitilega að framgangi þess. Tónlistafélag Jóns Lelfs: Um það félag, eða réttara sagt þátt- töku Þjóðræknisfélagsins í því, er ekkert nýtt að segja ,annað en, að út hafa verið gefin tónlistaverk Jóns á árinu og eru þau geymd hjá féhirði félagsins eða skjalaverði. Ctvarpsmállð: Stjórnamefndin hefir íhugað það mál all-rækilega á árinu, því henni dylst ekki að beint útvarpssamband við Island er þýðingar mikið atriði, í sambandi við þjóðræknis viðhald og þjóðræknis starf- semi Vestur-Islendinga, en það er ekki en víst hvort nokkur tök verða á því eða ekki. Eins og yður er kunnugt, þá hefir landsstjómin tekið útvarpsmálið I sinar hendur og ræður því; er nefnd sem stjómin hefir sett til að annast það mál hverju útvarpað er; netnd sú vinnur, að nokkru leyti í sambandi við National Broadcasting félagið í New York, sem er aðal félagið, er samband hefir við út- varpsfélög i Evrópu og samningur þarf þvi að nást við bæði þau félög og tel eg það líklegt að með lægnu fylgi þá náist það. Nefndin hefir fengið W. W. Kennedy þingmann í Suður-mið-Winnipeg til að ljá þessu máli eindregið fylgi sitt, við stjórnina og útvarps nefndina. Iþróttamál: Eins og yður er kunnugt þá hefir sam- bandsfélag vort ‘‘Fálkarnir’’ haldið upp "Hockey”-leikjum og líkamsæfingum á árinu og sýnt óþrjótandi elju og áhuga fyrir þeim málum. I líkamsæfingum hafa 65 stúlkur tekið þátt, og 40 dreng- ir og gefst fólki kostur á, áður en þess' þingi lýkur að sjá ávextina af þessu starfi. Kennari stúlknanna er og hefir verið Gordon Ackland. Vann hann í 3 ár kauplaust, en þyggur nú dálitla þóknun. Karl Kirstjánsson er kennari drengjanna. Auk leikfimis kenslunnar sem Fálk- amir sjá um, hafa menn úr þeirra flokki tekið mikinn þátt i Hockey-leikji bæjarins og fylkisins. En enn sem kom- ið er, ekki vakið á sér almenna eftir- tekt, fyrir listfengi í þeirri grein, sem þeir þó þurfa að gera og eiga eftir að gera. I vetur sækir fram flokkur, sem kallar síg Víkingarnir í þeirri deild Hockey leika Manitoba, sem nefnir sig Senior B deild. Hafa þeir verið harð snúnir og staðið sig hið bezta enda þurfa þeir þess ef Víkingsnafninu á ekki að verða misboðið. Um bikar Þjóðræknisfélagsins var kept hér í Winnipeg í fyrra vetur og unnu Fálkamir sigur í þeirri samkepni. Eg vil votta þessu athafnamikla félagi embættismönnnm þess, kennurum 'og nemendum þökk Þjóðræknisfélagsins, fyr- ir lifandi áhuga og lofsamlega staðfestu og áhuga. Endurskoðun grundvallarlaga: Það mál er í höndum nefndar úr fram- kvæmdamefndinni sem að sjálfsögðu ger- ir skilagerin á þingin. Otbreiðslumál: Kringumstæður hafa hamlað fram- kvæmdamefndinni frá að sinna útbreið- slu málinu eins mikið og þurft hefði á árinu, en þó heimsóttu nefndarmenn nokkrar bygðir á árinu í þeim erindum með nokkmm árangri. Dr. Rögnv. Pétursson og Ami Eggerts- son fóm til Vatnabygða og Ami Eggerts- son Páll S. Pálsson og Jónas Thordar- son til Selkirk. Gripasaf nsmálið: Mál þetta er hið mesta þarfa mál, því oss er öllum ljóst, að fjöldi verðmætra muna og bóka fluttust vestur um haf með hinúm eldri Islendingum og r hætta á, við fráfall þeirra ,að þessir munir gleymist, týnist, eða eyðileggis' Það er því brýn nauðsyn á að vernda þá. Þjóðræknisfélagsnefndin liefir at- hugað þetta mál all rækilega og hefir farið fram á við umboðsmenn menningar safnsins í Winnipeg að það veiti slíkum munum móttöku til varðveizlu í þ safni og hafa þeir orðlð við þeim til- mælum. Vér viljum því minna alla landa vora á, sem kynnu að hafa slíka muni í vörslum eínum, að halda þeim til haga og láta annað hvort Þjóðræknisfélags- nefndina vita um þá, eða senda þá beint til minningar safnsins hér í Winnipeg. Sextíu ára afmæli Þjóðræknis-* starfsins í Ameríku. Það mál er stórmerkilegt mál — einn þátturinn úr sögu Islendinga í Ameriku og ekki sá minsti. I fyrra þegar séra N. S. Thorláksson minti á það, voru víst allir samhuga með að minnast bæri þess kafla úr sögu vorri á sem áhrifa- mestan hátt sem unt væri. Nefndin hefir þvi fengið Dr. Rögnv. Pétursson til að flytja erindi um málið á þessu þingi og efast eg ekki um að hann leggi til, eða þá þingið að eins mikil áhersla og unt er verði lögð á að útbreiða þá minningu sem viðast og sem best að föng eru á meðal Islendinga. Fjármál: Við erum stödd í harðæri, peninga kreppu og verzlunar og viðskiftadeyfð. En samt höfum við þá fregn að flytja, að fjárreiða Þjóðræknisfélagsins er í betra standi en hún var, árið sem leið. Sjóðir allir hafa vaxið á árinu eins og féhirðir mun skýra yður frá og eiga fjárreiðu mennirnir þakkir skilið fyrir þá frammi- stöðu. Eg mætti geta þess að Selskinnu sjóð- urinn að upphæð $132.06, hefir verið afhentur réttum hlutaðeigendum á Is- landi á árinu. Kom þá tillaga frá Dr. Rögnv. Péturs- syni studd af Arna Eggertssyni að forseti skipi þrjá menn í kjörbréfanefnd. Sam- þykt. Forseti útnefndi þá: Asm. P. Jóhannsson, Þórð Bjarnason og Jón Jóhannsson Dr. Rögnv. Pétursson gerði tillögu, studda af B. E. Johnson að forseti skipi þrjá menn i Dagskrárnefnd. Sam- þykt. Nefndi forseti þá: Dr. Rögnv. Pétursson Próf. Richard Beck og Pál Guðmundsson Framh.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.