Heimskringla - 07.03.1934, Side 4

Heimskringla - 07.03.1934, Side 4
HEIMSKRINGLA 4. SÍÐA WINNIPEG, 7. MARZ 1934- jöTietmskritigla (StofnuS 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 153 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 ____ Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON | Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. |: 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man Telephone: 86 537 WINNIPEG, 7. MARZ 1934. FJÁRHAGUR MANITOBASTJÓRNAR 1 ræðu er forsætisráðherra Manitoba, Hon. John Bracken hélt í þinginu s. 1. föstudag, um fjárhag fylkisins lét hann þess getið, að hann byggist við tekju- afgangi á komandi fjárhagsári (frá 1. maí 1934 til 1. maí 1935), er næmi sem næst $28,000. Ef þessa áætlun væri nú hægt að taka á fullu verði, yrði margur vonbetri um að úr kreppunni og fjárklípunni væri að rakna. En því miður verður að gera fyrir afföllum á henni. Áætlaðar tekjur nema á komandi ári $13,593,989.06, en útgjöldin $13,565,973- .40. Það gerir tekjuafgang er nemur $28,015.66. En svo koma aftur til greina auka-útgjöld er samþykt voru fyirr yfir- standandi ár, en ekki hafa til greina kom- ið á reikningi stjórnarinnar og nema $200,586.22. Fer þá tekjuafgangurinn að mínka. Tekjuhalli á yfirstandandi ári nam $3,108,932.80. Það er það sem skuld fylkisins hefir aukist á árinu. Er c ú svo að snúa við, að ráð megi gera fyiir að skuldin aukist ekki á komandi ári? Alis ekki. í áætlun stjórnarinnar er ekki gert ráð fyrir neinum útgjöklum áhrærandi atvinnuleysi, eins og að það sé eitthvað sem hér þekkist ekki. En hjá því að bera eitthvað af þeim kostnaði, kemst fylkisstjómin ekki. Og féð til þess verður hún að taka að láni. Að fylkið hafi því svipaðan tekjuhalla á kom- andi ári og í ár, eða auki skuld fylkisins um þrjár miljónar, verður óumflýjanlegt. Auk þess er ekki gert í fjárhagsáætlun- inni á komandi ári neitt ráð fyrir a leggja í ofurlítinn varasjóð, sem ávalt hefir verið gert. Með þetta alt fyrir augum, er ekki laust við að vera broslegt, að heyra forsætis- ráðherra fylkisins vera að tala um tekju- afgang á næsta ársreikningi stjómar sinnar. Og blaðið Free Press í Winnipeg, er að reyna að fegra og fóðra aðra eins vitleysu og þetta. Til að minna á hvað af því leiðir að hækka skuld fylkisins árlega um nokkrar miljónir, skal þess getið að árið 1911, var skuld Manitoba-fylkis 18 miljónir doll- ara. Nú árið 1934 er hún orðin 118 milj- ónir. Og íbúarnir eru ekki einum fjórða fleiri nú en þá. Vexti á skuldinni og allan stjórnarkostnað var þá hægt að greiða með þrem miljónum árstekna. Nú er það ókleift með minna en 16 til 17 miljón dollara árstekjum. Forsætisráðherra Mr. Bracken lofar því að bæta ekki við neinum nýjum sköttum í ár. Því hreyfði hann einnig í ræðu sinni, að hann væri ekki fjarri því að lækka rentu á fylkis og sveita-skuldum, ef sam- vinna fengist um það frá Sambands- stjóminni. En jafnvel án hennar, hugs- aði hann sér, að lækka rentu á verðbréf- um stjórnarinnar, er keypt hefðu verið af innan-fylkismönnum. Getur það þó var- hugavert verið fyrir sölu fylkisverðbréfa framvegis. Af þessari 118 miljón dollara skuld fylkisins, hefir 65 miljónum verið varið í verk og fyrirtæki, er ekkert gefa af sér. Með nýju fjárhagsáætlu'ninni, er gefið í skyn, að útgjöld hafi verið lækkuð um eina miljón dollara á komandi ári. Er eftir því sem W. Sanford Evans segir, nemur spamaðurinn ekki nema $273,000 eða einum fjórða úr miljón. Útgjöldin hafa verið lækkuð með því að sinna ekki að leggja neitt fé í varasjóð, sem gera ætti þó og annað þessháttar. En í ein- stöku atriðum, svo sem f veitingu til mentamála til opinberra starfa o. s. frv., hafa útgjöldin verið ofturlítið lækkuð, eða alls um $273,000. Með atvinnulaunaskattinum á fjárhags- árinu sem er að líða, jukust tekjur stjórn- arinnar um eina miljón og sjö hundruð og fimtíu þúsund dollara — nærri tvær miljónir. Hvar hún hefði verið stödd, er ekki hefði verið fyrir þennan skatt, er auðséð. Renta á skuld fylkisins nemur fyrir komandi ár $6,340,394.94 á fjárlögunum. Hefir hún aldrei hærri verið. Eitt af því sem W. Sanford Evans gagn- rýndi mjög, var sá siður fylkisstjórna, að færa sumt af útgjöldum stjórnarinnar beint inn í aðal-reikning fylkisins, en ekki í ársreikninginn, og eins og Bracken- stjórnin gerði t. d. lánin er hún tæki ti’ að greiða með sinn skerf af atvinnuleysis- styrknum. Vildi hann ekki að stjórnum leyíðist það. Afleiðingin af því yrði sú. að skuld fylkisins hrúgaðist upp, því það fóstraði skeytingarleysi hjá stjórninni. Þær töluðu um reiknings-jöfnuó á hverju ári, en svo kæmi upp úr kafinu, að stjórn- irnar væru soknar í botnlaust skuldafen. Hvaða heill því fylgdi sýndi nú áþreifan- legast byrðin sem á almenning þessa fylkis væri lögð með rentunni, sem hann þarf að greiða af skuld Manitobafylkis — yfir sex miljónir dollara — um $40 skatt- ur árlega á hverri fjölskyldu í fylkinu. SKÓHLJÓÐ Undrun og eftirtekt um alt land vekja fregnirnar frá nefnd sambandsþingsins, sem skipuð var til að rannsaka vinnulaun fólks í iðnaðar stofnunum í Canada. — Nefndin hafði ekki starfað í fulla tvo daga, er hún hafði þinginu þær fregnir að færa, að æði algengt dagskaup full- orðinna karlmanna væri $1.35 fyrir 9 klukkstunda vinnu í borginni Toronto eða 15 cents á klukkutímann. Fyrir þessu þótti nú ekki fara, en lengi getur vont versnað. Þegar til Quebec kom, hafði nefndin þá sögu að segja, að þar hefði stúlka í verksmiðju unnið 75 klukku- stundir á viku og hlotið í vikukaup $1.50; það verður sem næst tvö cents á klukku- stund! í fylkinu eru laga-ákvæði fyrir því hvað laun megi vera lægst, en eftir framkvæmd þess lagaákvæðis er illa litið. Nýlega var iðjuhöldur mikill fyrir rétti fyrir að brjóta þessi lög stórkostlega, en ekki var haröara á því tekið en svo, að hann slapp með $10. sekt. Alveg eins slæmt og þetta er nú á- standið ef til vill ekki yfirleitt. En það er víða afleitt. Iðnrekendur hafa víða um land miskunnarlaust notað kreppuna til þess, að þrýsta vinnu gjaldi niður, án þess að sanngjörn ástæða væri til þess, að maður ekki nefni óumflýjanleg þörf. Það er á flestra vitorði, þó engin gang- skör hafi verið að því gerð, fyrri að athuga hvað langt það gengur og hverjar afleiðingar það hefir. Hreyft er því í fréttum frá Ottawa, að stjórnin hiugsi sér að láta ekki sitja við rannsóknina eina í þessu efni heldur að bæta úr ástandinu eða reisa varanlegar skorður við, að annað eins geti ekki átt sér stað. * * * 600 dagblöð eru hætt að koma út í Þýzkalandi síðan Nazistar tóku þar við völdum. Útbreiddiast er nú “Berliner Morgenpost” í 343 þús. eint. (áður 750 þús.), en næst er höfuðmálgagn Hitlers ‘‘Völkischer Beobachter”, í 311 þús. eint. Yfirleitt hefir útbreiðsla Nazistablaðanna aukist, en annara minkað, vegna afnáms prentfrelsisins. * * * Vísindamenn, og þá einkum stjörnu- fræðingar, úr öllum heimsálfum, komu saman 14. feb. á ey einni litilli í miðju Kyn-ahafi, til þess að athuga sólmyrkva, er hvergi var algjör nema þar. Stóð hann í 130 sek. og á þeim tíma náðist fjöldi mynda, sem talið er að muni hafa mjög mikla vísindalega þýðingu, og er þess beðið með eftirvæntingu, hvort þær muni hjálpa til að sanna kenningar Ein- steins, eða ekki. * * * Mayo-bræðrunum, skurðlæknunum frægu í Rochester í Bandaríkjunum hefir græðst fé, þó þeir hafi ekkert hugsað um að verða ríkir. Nýlega skenktu þeir há- skólanum í Minnesota hálfa miljón doll- ara að gjöf til rannsókna í læknavísind- um. Gjöfinni fylgdu ekki önnur orð enn þau: “að fé væri á engan hátt betur varið en til iækningar sjúkum.” * * * Esperanto í Frakklandi. — Borgar- ráðið í St. Etionne samþykti í einu hljóði á fundi 31. ágúst s. 1. áskorun til stjóm- arinnar, að innleiða esperanto sem skyldunámsgerin í alla skóla landsins. RÆÐ A flutt á Fróns-móti 1934 Kæru íslendingar! Ef eg á vin þá er mér ekkert eins um- hugað um og að honum gangi alt sen bezt, eins og sagt er. En það að ganga alt sem bezt álít eg að sé fyrst og frernst að taka framförum í öllu góðu og sem að þroska veitir. Vegna þess að eg tel ísland einn a' mínurn allra beztu vinum, ætla eg a segja ykkur frá ýmsum framförum, se: orðið hafa þar síðustu 50 árin. í raun og veru væri þetta nóg efni í marga fyrirlestra svo þið getið nærri p eg verð að fara fljótt yfir sögu á þeirn stutta tíma, sem eg ætla að tala. Á þessum árum hafa orðið stórkostlegri framfarir bæði á landi og þjóð, heldur en á nckkrum öðrum 50 árum í sögu íslands Til þess að þið fáið sem glegst yfirlit yfir þessar framfarir þá ætla eg að taká samanburð á hlutunum ein-s og þeir vor>. fyrir aidamót og eins og þeir eru núna. Því miður getur þetta þó ekki orðh' svo nákvæmt sem skyldi, vegna þess að eg er of ungur til þess að skýra frá því sem var fyrir aldamót af eigin reynslu, en verð þar að fara eftir því, sem mér hefir verið sagt af eldri mönnum og því, sem eg hefi lesið sjálfur. Viðvíkjandi þeim tölum, sem eg nefni verð eg að fara eftir minni mínu. Fyrir 50 árum bjó þjóðin nær ein- göngu í torfbæjum, því mjög fá timbur- eða steinhús voru þá til á Islandi. Torfbæir þessir voru margir óupphitað- ir óþrifalegir, illa lýstir, lofltlitlir o.r þröngir. Oft var það að hjónin á þessum bæjurn höfðu svefnherbergi út af fyrir sig, en i hitt fólkið svaf og hafðist við í samr herberginu. Oft var þó ekki nema eitt íbúðarher- bergi eða “baðstofa” til á bænum, svo ar bændurnir í þá daga hefðu getað sagt það sama og skósmiður nokkur í Reykja- vík á að hafa sagt við borgarstjórann þegar hann var að biðja um sveitarstyrk “Hversvegna viltu fá sveitarstyrk?” spurði borgarstjórinn. ‘‘Af því að eg þarf meira húsnæði,” svaraði skósmiðurinn. “Hve mikið húsrúm hefir þú spurði borgarstjórinn. “Eg hefi skóaravinnustofu, svefnher bergi, setustofu, eldhús, búr, gestastofu og borðstofu,” svaraði skósmiðurinn. “Hvaða ósköp eru að heyra þetta!” sagði borgarstjórinn, “einhver hefir n rninna en sjö herbergi í húsnæðiseklunni.’ “Herbergin eru ekki sjö, borgarstjór. góður,” svaraði skóarinn — “því þettá er alt í sama herberginu.” Svo að eg snúi mér aftur að efninu, þá var enginn læknir og enginn eða illa lærð ljósmóðir til þess að vera við fæðingu barns í þá daga. Sængurkonur og börn nutu miklu verri aðhlynningar þá, en nú gerist; t. d. dó' 130—150 börn af hverjum 1000 á fyrstu 24 klst. eftir fæðingu, en nú deyja 25—3t af hverjum 1000 á sama tíma. Ef þessi börn, sem lifðu af fyrsta sólar- hringinn fengu svo síöar barnaveiki (dip- theria) eða aðra umferðasjúkdóma, þá dóu mjög rnörg, því bæði þektu menn ekki ráð við þessum sjúkdómum, gátu ekki stöðvað útbreiðslu þeirra og læknar fáir og vankunnandi. Á þessurn árum, sem hér um ræðir var óþrifnaður mjög almennur á íslandi, t. d. var börnum leyft að umgangast hundana alt of mikið, sem flestir voru sullaveikir. Mörg þessara barna fengu sullaveiki (hy- tatid cyst). Nú er sullaveiki svo að segja horfin á íslandi og eg veit aðeins um eitt einasta dæmi, þar sem sjúklingur var yngri en 30 ára, en um og fyrir síðustu aldamót mátti svo heita að annar hver maður væri með sullaveiki. Ekki var nærri öllum börnum kent að lesa eða skrifa, sbr. gamla máltækið: “Ekki er bókvitið látið í askana,” en flestir lærðu þó að lesa af sjálfum sér og v; það því að þakka hversu námsfúsir í lendingar hafa al-t af verið. Undir eins og börnin komust á legg voru þau látin vinna baki brotnu víðast* 1 hvar og fengu lítið að sofa, einkanlega á sumrin. Það sem unglingum var kent í upp vextinum var “kverið” svokallaða. Stúlk- um var kent að prjóna, spinna, kemba, mjólka, gera skó og þ. u. 1. Ef stúlkur áttu efnaða foreldra, voru þær kallaðar heimasætur og látnar læra hannyrðir og jafnvel skrift og reikning. Þeim var þá oftast komið fyrir hjá prest- kounni, sem venjulega var bezt að sér í þessu í héraðinu. Sama var að segja um ríkra manna syni, sem oft voru “sett- ir til menta.” Annars fengu flestir piltar að draga til stafs, eins og kallað var, en meginið af tímanum gekk þó í vinnu og mér er ó- hætt að segja að margir þessara unglinga hafi unnið meira en þrek leyfði. Meðalaldur þessa fólks var miklu styttri en meðalaldur manna er nú. Helstu atvinnuvegir íslend- inga, fyrir aldamótin, voru landbúnaður og sjóróðrar. Garðrækt var þá lítil, en er nú mikil og almenn. Menn slógu tún sín og engj- ar með orfum og ljáum, en nú nota þeir sláttuvélar mjög víða, enda er unnið kappsamlega að sléttun túna. Menn stóðu við sláttin frá kl. 3 eða 5 á morgnana, til kl. 10— 11 á kvöldin. Þeir voru því sí- þreyttir og sifjaðir, enda af- kastalitlir. Sjóróðrar voru stundaðir á opnum bátum. Sjálfsagt þótti að fara matarlaus á sjóinn og margir fóru vatnslausir. Ef menn lentu svo í hrakn- ingum, sem oft kom fyrir, þá bættist hungrið og þorstinn við kuldann og vosbúðina, erfiðið og óvissuna, sem þessir menn áttu við að stríða. Matarhæfi manna var mjög óbrotið. Helstu fæðutegundir voru soðinn fiskur ^og kjöt, harðfiskur, skyr eða skyrhrær- ingur og kaffi. Flest sveitafólk hafði líka nægilega mjólk, smjör, kæfu og slátur. Mjög margir í sjávarþorpun- um höfðu sáralítinn mjólkurmat og kjöt, en lifðu aðallega á fiski, kaffi og grautum. íþróttir voru mjög lítið iðk- aðar aðrar en glíman og marg- ir kunnu á skautum. Flutningar og samgöngur voru erfiðar því alt var flutt á hestum eða borið á bakinu, enda voru engir eða illir vegir og fáar brýr. Samgöngur við útlönd voru strjálar og óáreiðanlegar. Eg verð að láta þessa stuttu og ófuilkomnu lýsingu nægja, en ætla nú að telja upp sumar þær fram farir, sem orðið hafa hjá okkur, og segja ykkur frá hvernig viðhorfið er þessi síð- ustu árin. Hver er sjálfum sér næstur, og þessvegna ætla eg að byrja á framförum í heilbrigðis- og læknisfræði á íslandi þessi ár. í staðinn fyrir 4 lækna um miðja síðustu öld, eru nú lik- lega um 200 læknar á landinu. Eg þarf ekki að minnast á hvað læknavísindunum hefir farið fram þessi ár, en eg ætla að leggja mikla áherzlu á, að læknastéttin íslenzka hefir kveðið niður einhvern þann ó- geðslegasta draug, sem fylgt getur nokkuri þjóð og nokkrum manni, en það er sóðaskapur- inn. Sóðaskapur var algengur á íslandi, en er nú fyrirlitinn af miklum meirihluta landsmanna. Sjúkraliúsin u íslenzku þola fyllilega samanburð við það, sem bezt er hjá öðrum þjóðurn. Fyrir aldamótin voru engar hjúkrunarkonar til, en nú höf- um við fjölmenna og vel lærða hjúkrunarkvennastétt. — Ljós- mæður eru nú fleiri og betur að sér. Alþýðufræðsla er mikil og góð, miðað við það, sem er hjá öðrum þjóðum. Alt skólafólk er skoðáTS af læknum, til þess að hægt sé að varast að börn eða unglingar með hættulega sjúkdóma, geti sýkt frá sér. Skólafólk leggur stund á fleira en bóklegt nám, t. d. sund, glímur, kappróðra, knatt- leiki, leikfimi, hlaup o. fl. Sund er t. d. skyldunámsgrein við flesta barna- og unglingaskóla. Stúlkur læra matreiðslu og þrifnað í bama- og húsmæðra- ^DODD’S V jKIDNEY \\ KACH.pt a°der TRpyv ÍHeumaTIí thepíS t fullan aldarfjóroung hafa Dodd’K nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru rjúkdómum, og hinum mörgu kvilla er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru _til sölu í öllum lyfjabúð um á 50c askjan eða 6 öskjur fyri* $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. j skólum. Þær læra líka um nær- ! ingargildi og vitamin-magn I fæðutegunda. Næstum undantekningarlaust j ganga ungar stúlkur á hús- mæðraskóla áður en þær gifta | sig. Þar læra þær, auk mat- reiðslu, að stjórna heimil, að þvo mataíilát, húsmuni fatnað og b. h., að ganga um beina, jað gera i eímilin vistleg á ytns- an hátt, meðferð ungbarna, hannyrðir og jafnvel vefnað og fatasaum. Enda verð eg að segja að til eru mörg frábæri- lega myndarleg og þrifleg heim- ili á íslandi, og þeim fer stöðugt fjölgandi. i Nú kemur varla fyrir að börn deyi úr bamaveiki. Ef næmir umferðasjúkdómar ganga era þeir stöðvaðir áður en þeir ná mikilli útbrciðslu. | Tala holdsveikra (lepers) mun hafa verið um 200 eftir nuðja síðustu öld, en nú eru þeir 18 á öllu landinu. | Að fóik verði úti er orðið miklu sjaldgæfara en áðnr var, 'nvort sem það er að þakka betri klæðnaði, bættum samgöngum eða meiri íyrirhyggju. Húsnæði er miklu meira og betra en áður fyr og er alt af að batna. I Mjög margir hita nú hús sín með hveravatni eða rafmagni, sem framleitt er með lækjunum, sem alstaðar eru. Og nú er í ráði að hita öll húr ’ Reykjavík meö iiveravatni, en aðeins nokkrir tugir húsa hafa þegar verið hitaðir þar á )>ennan hátt cg reynst ágætlega. Hveravatn er rika r.otað til ao hita upp vermireiti (hot houses), en í þeim rækta menn alskonar kál- meti, blómtegundir og ýmsa á- vexti, t. d. tómata, melónur, vínber o. fl. Atvinnuvegir landsmanna eru nú miklu fjölbreyttari en áður. á ðalatvinnuvegir eru þó þeir sömu, það er fiskiveiðar og laudbúnaður. En í staðinn fyrir litlu. hættu- legu og erfiðu opnu bátana era nú komin stór og vönduð gufu- skip. í staðinn fyrir orfið, ljáinn og hrífuna eru ni. vi'ða sláttu- og rakstrarvélar. Nýtísku mjólkurbú eru víða. I-essi bú framleiða smjör, skyr og margs konar osta. Þau gerilsneyða einnig mjólkina. Ýmiskonar verksmiðjur hafa verið reistar á síðari árum. T. d. er framleitt kex og kökur, súkkulaði og alskonar sætindi, ýrnsar kryddtegundir, kerti, sápur, gólfvax, skóáburður, ihn- vötn og ýmis fegurðarlyf, skó- fatnaður, niðursoðinn fiskur og kjöt, kaffibætir, gosdrykkir og öl, smjörlíki, jurtafeiti o. fl. Úr íslenzku ullinni eru nú unnir góðir dúkar til fatnaðar. Menn framleiða líka alskonar fatnað, t. d. vinnufatnað, sjó- klæði, o. fl. Flutningar og samgöngur eru orðnar ærið ólíkar því, sem var fyrir aldamótin. Vegir, sem skifta hundraðum kílómetra eru lagðir árlega og flestar ár eru brúaðar. Vitan- lega hafa ekki verið efni á að teggja góða vegi, en þessar

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.