Heimskringla - 07.03.1934, Side 6

Heimskringla - 07.03.1934, Side 6
/ «. SÍÐA Jane Eyre eftir CHARLOTTE BRONTE Kristján Sigurðsson, þýddi Hópurinn þeysti heim á hlað og í hvarf. Adela bað um, að lofa sér ofan, en eg tók hana í kjöltu mína og gaf henni í skyn, að fyrir engan mun mætti hún koma í augsýn hinna ókunnugu kvenna, hvorki nú né síðar, nema sent vseri eítir henni — að Mr, Rochester mundi mislíka stórmikið o. s. frv. Hún tár- feldi, þar til eg varð alvarleg á svip. Þá þótti henni eins gott að hætta. Nú heyrði glaum neðan úr forsal, digran karlmanna rcm og silfurskærar kvenna raddir og auðkend var hin hljómfagra raust hús- bóndans í Thornfield Hali, þó ekki væri há- vær, er hann bauð velkomna gesti sína, fríða og forhrausta, þarnæst létt fótatak upp stiga og eftir göngunum, með mjúkróma hlátrum, glaðlegum; hurðum var lokið upp og látnar aftur og þarnæst var alt hljótt, um stu'nd. Adela hlustaði vandlega og segir: “Þær eru að skifta klæðum,” og svo stundi hún við. “Þegar gestir komu til mömmu, þá fekk eg að vera með þeim, bæði í gestastofu og í her- bergjum þeirra; oft horfði eg á þernur kemba húsmæðrum sínum og færa þær í, það var nú gaman, vitaskuld.” “Ertu ekki svöng, Adela?” “Jú, við höfum ekki smakkað mat í nærri því tvær eyktir.” “Jæja, þá ætla eg að fara ofan, meðan á milli er, og ná í eitthvað handa þér að borða.” Eg skauzt úr athvarfi mínu og ofan stiga bakatil, í eldhús. Þar var alt í uppnámi af á- hyggjum, súpu og fiski lá við skemdum, mát- selja bograði yfir pönnum og pottum, rjóð og heit, líkt og komið væri að því, að það kvikn- aði í henni af sjálfsdáðum. í bæjardyrum vinnu fólks sátu eða stóðu fyrir eldi, tveir ökusveinar og þrír þjónar, þernurnar voru uppi hugsa eg, hjá húsmæðrum sínum; nýráðna vinnufólkið, frá Millcote var alstaðar á þönum. Eg smokk- aði mér gegnum alla þessa þvögu, þangað til eg kom í búrið, náði steiktum fugli, brauðbita og tertum, tveim diskum og hnífapari, og með þetta herfang hvarf eg aftur, sömu leið. En þegar eg lauk upp stigadyrum að ganginum, heyrði eg mannamál og skildi, að kvenfólkið var að leggja upp, úr sínum herbergjum, til neðri sala; ekki dugði að koma í flasið á þeim, með allan þennan mat í fanginu, svo að eg stóð þar isem eg var komin, enda bar þar skugga á, en hvergi var bjart, með því að sól var sezt og rökkur komið. Nú komu konumar, hver úr sínu her- bergi, léttstígar og glaðmæltar, en búningar þeirra glóðu gegnum rökkrið. Þær hópuðu sig, litla stund, við stigaþrepið í hinum enda ganganna og töluðu saman, lágum rómi, blíð- lega og fjörlega, gengu svo ofan stiga, hljóð- lega, áþekt því, þegar Ijós þoka svífur ofan brekku. Á þessum hóp þóttist eg sjá höfðing- lega háttu stórborinna manna; annað eins hafði eg aldrei fyr augum litið. Adela stóð í gætt skólastofunnar og gægð- ist út. “En hvað konurnar eru inndælar!” sagði hún, á ensku, þegar mig bar að. “Það vildi eg mætti fara til þeirra! Heldurðu að Mr. Ro- chester sendi eftir okkur, þegar fram á líður og borðhaldið er búið?” “Nei; það held eg frá; Mr. Rochester hefir annað um að hugsa. Kærðu þig ekki um kven- fólkið í kveld, kannske þú fáir að sjá þær á morgun og komdu nú, við skulum fá okkur bita.” Hún var orðin matlystug, og varð sam- kvæminu afhuga í bráð; það kom sér vel, að eg fór í þessa aðdráttar ferð, því að allir voru svo önnum kafnir niðri, að okkur var báðum gleymt og Sophíú líka, en hún fekk nú sinn skerf af veiðinni. Borðhaldið hjá fyrirfólkinu stóð lengi, um níu leytið var ábætir borinn og um tíu leytið stóð fyrirgangurinn enn með bakka búrði og kaffi skenkingum. Eg leyfði Adelu að vera á fótum, miklu lengur en vant var, því að hún þóttist ekki geta sofnað, við ysinn af frammistöðunni. Þar á ofan, Mr. Rochester kynni að gera boð, þegar hún væri komin ofan í rúm, og hvílík vandræði það mundi vera! Eg sagði henni sögur, eins lengi og hún vildi á þær hlýða, breytti svo til og fór með hana út á ganga. Nú logaði á lampanum í forsalnum, og hún hafði gaman af að horfa á þjónustu menn þjóta fram og aftur. Þegar langt var liðið á kveldið, fór að heyrast hljóð- færa sláttur, við Adela settumst á efsta stiga þrepið til að hlusta. Þar næst tók rödd undir strengleikinn, sæt og hljómsterk kvenmanns rödd, þar næst hófust tvísöngvar karls og konu og þá fjörug samræða með gamni. Eg hlýddi lengi á, unz eg fann, að eg gerði ekki annað en reyna að rekja rödd Mr. Rochester í ræðu- glaumnum, sem mér tókst vel, og síðan að gera mér í hug hver orðin væru. Stundu fyrir miðnætti var Adela orðin svo HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 7. MARZ 1934. syfjuð, að hún hallaði sér upp að mér, með augun aftur; eg tók hana í fangið og bar hana úpp í rúm. Stundu eftir miðnætti leitaði veizlu- fólkið til sinna herbergja. Næsta dag var blítt veður; gestirnir not- uðu sér það til útreiðar áð skoða fagran blett í héraðinu; eg sá til þeirra, þegar lagt var upp, eftir hádegið; kvenfólkið í vögnum, nema Miss Ingram, hún var ríðandi, og við hlið hennar reið Mr. Rochester, eins og fyrri dag- inn, einn sér og dálítið fráskila hinum. Eg benti Mrs. Fairfax á þetta, hún stóð hjá mér, við gluggann og horfði á. “Þú gazt þess, að þau hugsuðu ekki til hjúskapar,” mælti eg, “en líttu á, þau fara sér.” “Já, það þori eg að segja, að honum lízt vel á hana.” “Og henni á hann,” segi eg,“ sko, hvern- ig hún haliar sér að honum, eins og þau væru' á tveggja manna tali. Eg vildi eg fengi að sjá framan í ihana, mér hefir ekki tekist það enn.” “Þú færð að sjá hana í kvöld,” svaraði Mrs. Fairfax. “Eg gat þess við Mr. Rochester að Adelu langaði mikið til að kynnast ókunn- úgu konunum, og þá sagði hann, að það væri bezt að hún kæmi ofan að afstöðnum kveld- verði, og þú með henni.’’ “Já. hann hefir sagt svo, af eintómri kurteisi, eg þarf ekki að fara ofan, tel eg víst.” “Nú, eg gat þess við hann, að þú værir óvön að umgangast ókunnuga, og mundir ekki kæra þig um að koma í svo kátan hóp alveg ókunnúgra, og þá svaraði hann snöggt, eins og hans er vandi: “Vitleysa! Ef hún færi’st und- an, þá segðu henni, að eg vilji svo vera láta, og ef það dugar ekki, þá segðu, að eg skuli koma og sækja hana’.” “Hann skal ekki þurfa að hafa fyrir því,” svaraði eg, “eg skal koma ef ekki vill betur, en ekki langar mig. Verður þú þar, Mrs. Fair- fax?” “Nei, eg sagðist hafa of annríkt. Eg skal segja þér, hvernig þú skalt fara að, til þess að komast hjá, að ganga fyrir samsætið, að öllum áhorfandi, sem er leiðast allra látanna. Þú skalt fara ofan í stáss salinn, áður‘en staðið er upp frá borðum, og vera þar fyrir, þar sem lítið ber á þér, þegar kvenfólkið gengur inn; þú þarft ekki að tefja lengi, eftir að herrarnir koma, nema þú viljir, láttu Mr. Rochester sjá, að þú sért viðstödd, og smokk- aðu þér svo út, — svo tekur enginn eftir þér.” “Ætli þetta fólk dvelji hér lengi?” “Tvær vikúr eða þrjár, áreiðanlega ekki lengur. Sir George Lynn verður að fara til þings, eftir páska fríið, og mér þykir líklegast, að Mr. Rochester verði honum samferða, það er honum ólíkt, að dvelja svona lengi í Thorn- field.” Það var ekki laust við, að eg fyndi til beygs, þegar leið að því, að fara ofan í sal, þetta kveld. Adela var yfir sig kát af til- hlökkun, og stiltist ekki fyr en Sophfa fór að búa hana. Henni þótti svo mikið undir því komið, að það tækist vel, að þegar búið var að lykkja hár hennar í lokka, sem snoturleg- ast, færa hana í Ijósrauðan silki kjól, girða hana í langan fetil, og setja á hana, hvíta, næfur þunna glófa, þá var hún hátíðlega stilt, eins og dómari. Ekki þurfti að áminna hana, að aflaga ekki skrúðann, hún settist á lágan stól, lyfti kjólgopanum svo, að ekki kæmu brot í hann og sagðist ekki hreyfa sig þaðan, fyr en eg væri til. Það stóð ekki lengi á mér, eg fór í spari flíkina (perlugráan kjól, sem eg keypti til að vera í, þegar Miss Temple giftist), hárið var ekki lengi sléttað, og sylgjuna með perlunni lét eg í hálsmálið, það var allúr minn skrúði. Við gengum í salinn, um aðrar dyr, en þær sem vissu að matsalnum, þar var mann- laust, en Ijós brunnu þar mörg og skær, innan um dæileg blóm, á mörgum borðum; reflamir fyrir hinum hvelfdu dyrum að matsalnum, voru nú það eina sem aðgerindu okkúr frá veizlufólkinu; en það talaði svo lágt, að ekki heyrði nema óminn af samtali þess. Adela hélt enn stillingunni og settist orða- laust á skör, sem eg benti henni á; sjálf fór eg út að glugga, settist á bekk undir glugga- kistunni og reyndi að lesa í bók. Adela færði skörina að og settist fyrir hnén á mér, eftir svo litla stund snerti hún við mér. “Hvað er nú, Adela?” “Ætli eg mætti ekki fá eitt af þessum blómum, mademoiselle, rétt til að fullgera fatagerfi mína?” “Þú hugsar of mikið um fata gerfi þína, Adela, en blóm máttu fá,’’ svaraði eg. Þar með tók eg rós og festi á hana, en hún varpaði öndinni með ósegjanlegri ánægju, svo sem væri bikar sælu hennar barma fullur. Eg leit undan, til að fela bros: mér þótti bæði skömm og gaman, hvað sú litla Parísar píka átti sterka eðlishvöt til skarts í klæðaburði. Nú heyrðist að staðið var upp frá borðum, því næst var dyratjaldi svift frá, svo að sá til matsalar, með ljósahjálmum og dýrðlegum borðbúnaði af gleri og silfri, á löngu borði; hópur kvenna stóð í djTunum, þær stigu inn fyrir og tjaldið féll að baki þeim. Þær voru ekki nema átta, en þó var svo, að þegar þær svifu inn, virtust þær vera langt utn fleiri. — Sumar voru hávaxnar, margar hvítklæddar og allar svo bústnar og fyrirferðar miklar af hrynjandi og iðandi klæða föllum, að þær sýndust miklu stærri en ella, líkt og tungl sýnist stærra í hvítri þoku, en annars. Eg stóð upp og hneigði mig; ein eða tvær kinkuðu til mín kolli, hinar horfðu á mig en tóku ekki | undir. j Þær dreifðust um salinn, svifléttar og | mjúkstígar eins og stórir, hvítir fuglar, tyltu sér á bólstur og hölluðust að hægindum, námu staðar við borðin og beygðu sig yfir blóm og | . bækur, sumar hópuðu sig frammi fyrir eldin- ' um, en allar skröfuðu, lágmæltar og skír- | mæltar, með sér líku móti. Eg þekti þær með | nafni, síðar meir, og má rétt eins vel segja j til þeirra nú. j Fyrst er að telja Mrs. Eshton og tvær dætur hennar; hún hafði auðsjáanlega verið fríðleiks kona og hélt sér vel. Eldri dóttir hennar, Amy, var lítil, bamaleg á sviþ og í fasi, snörp og egnandi viðurmælis; hún var í hvít- úm klæðum, af gisnu trafi með bláan fet.il og fór vel. Sú yngri, Lovísa, var hærri á vöxt og bar sig vel, báðar voru hörundsbjartar og ljóshærðar. Lady Lynn var um fertugt, há og gild, teinrétt, yfrið þóttaleg, í forkunnar skraut- legum klæðum úr silki, sem glitraði margvís- lega, svarthærð, með skarband sett gimstein- um og fjöður í, heiðbláa. Mrs. Dent var ekki eins glæsileg en fullt svo kvenleg, grönn, bjarthærð, fölleit og góðmannleg, klædd í svart silki með dýmm kniplingum, útlendum og perludjasni, sem mér þótti fara betur en regnboga skart hinnar titlúðu frúar. En tilkomumestar voru lávarðs ekkjan Ingram og dætúr hennar Blanche og Mary, þær voru hærri en hinar, ekkjufrúin um fimtugt og enn löguleg í vexti, hárið svart (við kertaljós að minsta kosti) tennurnar gallalausar, til- sýndar, andlitið stórhreinlegt, með undirhöku sem smáhallaði ofan á háls, hvasseygð, að flestra dómi kvenna gerfilegust eftir aldri, og svo var víst, hvað líkamann áhrærði, en and- litið var uppblásið, skuggað og jafnvel grett af stolti, höfuðburðurinn eftir því og fasið ekki síður, gúlmælt var hún og gildróma, með veglátum fordildar og spekings tón, sem kvöl var að heyra; klædd var hún í hárautt flos með skúplufald af gullsaumuðu híalíni úr Hindúa landi, sem hún hélt, þóttist eg vita, að sýndi á sér sanna upphefð og ríkdóm. Blanche og Mary voru álíka á stærð, háar og beinar sem ösp. Mary of grönn eftir hæð, Blanche í útliti eins og veiðigyðjan Diana, sem elti dýr um fjöll og skóga. Lýsing Mrs. Fair- fax af henni var sízt oflof. Brjóst, herðar og háls voru hvað eftir öðru, yndislega þokkaleg, j hárið hrafnsvart og augun eins, en — and- iltið? Hún var lík móður sinni í framan, eins og ungt, hrukkulaust andlit er gömlu líkt, ennið lágt, andlitið Rómverjum líkt, og þótta fult. En þeim hroka fylgdi ekki fálæti, heldur hló hún oft, kulda eða hæðnis hlátri, og hinn sama spozka svip var að sjá á vörum hennar. Svo er sagt, að gáfað fólk sé sérviturt, ekki veit eg hvort Miss Ingram var gáfuð, en sérvitur var hún og það að marki. Hún tók tal um grasafræði, því hina gæfu Mrs. Dent, sem kvaðst ekki hafa stundað þau fræði, þó sér þætti vænt um blómstur, “einfyim haga blóm”, en Miss Ingram kunni grasa fræði og þuldi. Fljótt varð eg þess vör, að hún hæddist að fáfræði hinnar; það kann að hafa verið sniðugt og skemtilegt en góðmannlegt var það alls ekki. Hún söng ágæta vel og lék því betur á hljóðfæri, hún talaði við móður sína á frönsku, liðugt og með fallegum framburði. Báðar voru systurnar klæddar í hvítt, en . t Mary var bjartleit og svo hæglát, að hún settist fyrir þegjandi og hreyfði sig ekki úr • stað. Þessu næst fór eg að íhuga, hvort Miss Ingram væri því lík, að Mr. Rochester mundi lítast á hana. Hún var í sannleika gerfileg mær, fjörug líka og vel mentuð. Mér fanst ekki nema sjálfsagt, að karlmönnum litist vel á hana, allflestum að minsta kosti, og að honúm litist vel á hana, þóttist eg hafa séð með mínum eigin augum, en nú var að sjá þau saman, til að taka af allan vafa í því efni. Þú skalt ekki halda, lesari minn, að Adela hafi setið allan þennan tíma á skörinni fyrir fótum mér. Öðru nær. Strax og hópurinn kom inn, stóð hún upp, gekk á móti þeim, hneigði sig með kurt og prýði og sagði stilli- lega á frönsku: “Gottkveld, konur góðar!” Og Miss Ingram leit á hana og sagði háðs- lega: “Nei, sko bfúðuna!” Lady Lynn mælti: “Þetta er stúlkan, sem Mr. Rochester ætlar að ala upp — litla stúlkan franska, sem hann mintist á.” Mrs. Dent tók í hendina-á henni og heilsaði henni með kossi. Amy og Lovísa Eshton sögðu báðar í einu: “Hvað bamið er indælt!” Þær settu hana á milli sín, við þær masaði hún á frönskú, en Mrs. Eshton og Lady Lynn hlýddu til og létu hana vel og höfðu skemtun af hennl. Nú var borið inn kaffi og kallað á karl- mennina. Þeir voru allir svartklæddir, flestir hávaxnir, sumir ungir, álitlegur hópur. Henry og Frederick Lynn voru fríðir æskumenn og gerfilegir, ofurstinn Dent hermannlegur, Mr. Eshton hafði þá lögstjórn í þeim sveitum, hvítur á hár, með dökkt vanga skegg og auga brýr, lávarðurinn Ingram var stórvaxinn, hæglátur og afskiftalaús eins og systir hans Mary, limirnir langir og miklir en fjör og heilabú ekki að því skapi. Og hvar er Mr. Rochester? Hann er síð- astur. Eg reyni að halda huganum föstum við prjónana og horfa ekki á annað en silfur perlur og silki streng, sem budda átti að verða úr, en sé hann þó greinilega, og get ekki við ráðið að hugsanirnar renna til þeirrar stundar, þegar eg sá hann síðast — rétt eftir að eg hafði gert honum mikinn greiða, og hann hafði haldið í hendina á mér og horft á mig augum er vottuðu hjarta varma yfrið heitan, hinn sama og eg hafði fundið til. Hversu skamt var þá okkar í milli! Hvað hafði til borið síð- an, til að stía okkúr sundur? Því að nú var sannlega langt á milli okkar, líkt og við hefð- um aldrei kynst! Svo ókunnug, að eg bjóst ekki við, að hann kæmi og ávarpaði mig. Mig furðaði ekki, að hann leit ekki einu sinni við mér, heldur settist langt frá og tók tal við eitthvað af kvenfólkinu. En jafnskjótt og eg varð þess vör, að hann var farinn að sinna öðru, þá festi eg sjónir á andliti hans, alveg ósjálfrátt. Þangað horfði eg, gat ekki haft af honum augun og hafði af því angri blandað og þó dæilegt yndi, hreina sælu með beizkum broddi kvalar, svöl- un þeirri líka, sem dauða þyrstur maður finn- úr, ef hann skríöur að lind og drekkur sér dýrlega svölun, þó hann viti að hún sé eitri blandin. Sannarlega er það satt, að “fegurð er í auganu sem á horfir”. Húsbóndi minn var ennimikill og brúna þungur, fölur í framan, hörkulegur til munnsins — allur einurð, kjark- ur og vilji — og alt annað en fríður, eftir því ■sem vant er að kalla svo, en þó fanst mér hann meir en fríður. Frá honum stafaði orka, sem réði mér algerlega, tók tilfinningar mínar úr mínú valdi og í sitt vald. Eg hafði ekki ætlað mér að elska hann — eg glímdi hart við að uppræta úr hjarta mínu þær tilhneig- ingar til þess, sem eg fann þar, eins og lesar- inn veit — og nú, í. fyrsta sinn og eg sá hann aftur, lifnuðu þær við á ný og spruttu upp, sterkar og fjörmiklar! Hann kveikti í mér ást til sín, þó að hann liti ekki á mig. Eg fór að bera hann saman við hina karl- mennina. Sumir þeirra voru glæsilegir, vasklegir, gerfilegir, og fríðir, en enginn þeirra hafði þá orku og einbeitta kraft, sem honum var í merg og bein borinn. Eg gat vel hugsað mér, að flest öllum þættu þeir aðlaðandi, fallegir, til- komumiklir, og að hinúm sömu þætti Mr. Rochester harðleitur og þungbúinn, en mér fanst ekki mikið til úm þeirra útlit. Eg sá þá brosa, en þótti ekki meira til koma en birtunn- ar frá kertaljósunum, eg heyrði þá hlægja, en þótti hlátur þeirra ekki áhrifa meiri en glam- ur í bjöllu. Eg sá Mr. Rochester brosa, við það hýrnaði hans harða yfirbragð, augun urðu frán og mild, geislinn af þeim bæði hvass og sætur. Hann var á tali við Eshton dæturnar og mig fúrðaði, að þeim skyldi ekki verða neitt um, þegar hann gaf þeim auga, sem mér fanst smjúga gegnum merg og bein; eg bjóst við að þær litu undan og roðnuðu Við það tillit. Eigi að síður varð eg fegin, þegar eg sá, að þeim varð ekkert um. “Hann er alt annað fyrir þeirra sjónum, heldur en mínum,” hugs- aði eg, “hann er af öðru tagi en þær. Við eigum saman, það er eg viss um, eg finn að við erúm lík; eg skil það mál, sem svipbrigðí hans tala. Þó staða og auður banni okkur að ná saman, þá hefi eg það í hug og heila, í blóði og taugum, sem laðar saman hugi okkar og hjörtu. Sagði eg, fyrir fám dögum, að eg hefði ekkert saman við hann að sælda, nema fá kaup mitt borgað hjá honum? og bannaði eg sjálfri mér, að líta á hann öðrum augúm? “Hvílík ósvífni við náttúruna! Allar góðar, sannar, öflugar tilfinningar, sem eg á til, hverfa til hans, knýjast til hans. Eg veit, að eg verð að dylja það sem hugúrinn girnist, eg verð að bæla niður von mína, eg verð að muna eftir, að honum getúr ekki þótt mjög vænt um mig. Því þó eg segi, að við séum sama sinnis, þá hefi eg ekki þar fyrir hans kraft til áhrifa né töframátt til aðlöðunar; eg meina ekki annað, en að mér sé smekkur laginn og tilfinningar, ámóta við hann. Því verð eg altaf að þylja fyrir sjálfri mér, að við getum ekki náð saman, þó eg hljóti að elska hann, meðan eg dreg andann og er vitandi vits.” Kaffi var nú borið gestunum. Þegar karlmennirnir gengu í salinn, brá kvenfólkinu svo, að þær urðu líflegar eins og lævirkjar, og hófu samtöl, fjörúg og full kátinu. Karl og kona hópuðust saman, tvö eða fleiri, öll nema Miss Ingram, hún stendur ein sér við borð og flettir myndabók. Hún sýnist bíða eftir því, að sótt sé eftir henni; en hún mun ekki bíða lengi, heldur kjósa sér sjálf maka.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.