Heimskringla - 28.03.1934, Blaðsíða 6

Heimskringla - 28.03.1934, Blaðsíða 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. MARZ 1934 Jane Eyre eftir CHARLOTTE BRONTE Kristján Sigurðsson, þýddi “Jæja. Nú segirðu nokkuð, sem eitthvað mark er á takandi,” sagði eg og gerði sem mér var sagt. Kerling skaraði í eldinn, birtuna frá glóðinni lagði framan í mig en kerlingin hag- aði svo til, að skugga bar á andlit hennar. Hún virti mig fyrir sér þegjandi, um stund, og hóf svo máls: “Eg vildi vita, með hverjum tilfinningum þú kömst til mín í kveld. Eg vildi vita hverj- ar hugsanir rakna í hjarta þínu, allar þær stundir sem þú situr þama í salnum, og fína fólkið svífur þér fyrir sjónir, eins og myndir í skugga vél: ykkar samúðarlegu viðskifti rétt álíka og það fólk væri ekki annað en tómar manna myndir.” “Eg er oft þreytt, stundum syfjuð, en sjaldan sorgbitin.” “Þá hefirðu einhverja von í leyni, til að létta undir þig, hlýja þér með hljóðskrafi um framtíðina?” “Alls ekki. Mín ýtrasta von er, að draga saman af kaupi mínu svo mikið að eg geti einhverntíma haldið skóla í húsi sem eg leigi sjálf.’’ “Ekki mun andinn þrífast vel á svo óveru- legri næringu, og setan í glugga kistunni — þú sérð eg þekki þínar venjur.” “Nógir eru þjónarnir til að fræðast af.” “A-a, þú heldur þig snarvitra. Jæja, kannske eg hafi fræðst af þeim, ef satt skal segja er eg kunnug einni af þjópustu fólkinu, Mrs. Grace Poole—” Eg spratt á fætur, þegar eg heyrði það nafn nefnt. “Jæja,” hugsaði eg, “hér eru þá brögð í tafli.” “Láttu þér ekki verða bylt,” mælti þessi undarlega vera, “það er kvenmaður, sem ó- hætt er að treysta .varkár og vel stilt. Hvað eg vildi segja, — þegar þá situr í glugga skot- inu, hugsarðu þá um ekki neitt nema skólann þinn, sem á að verða einhvemtíma? Er eng- inn meðal gestanna, sem blasa við þér á stól- um og hægindum, sem þú getur fest hugann við? Ekki neitt andlit, sem þú tekur vel eftir? Ein mannsmynd ,sem þér er forvitni á, hvað verður af?” “Mér líkar að taka eftir öllum andlitunum og öllum mannsmyndunum.” “En tekurðu ekki einn út úr, eða jafnvel — ef til vill tvo?’’ ' “Oft geri eg svo. Ef tvent ber sig svo til, að auðséð er hvað er á seyði, þá hefi eg gaman af að hafa gætur á þeim.” “Hvaða seyði þykir þér mest gaman að?” “Ó, eg hefi ekki um margt að kjósa! Það er gamla sagan upp aftur og aftur — tilhuga- líf, og sama slysið í sögulokin — hjónaband.” “Og er þér það sífelda söguefni að skapi?” “Mér er alveg sama um það, það gerir mér hvorki til né frá.” “Þér sama? Þegar ung stúlka, full af fjöri og hraust til heilsu, töfrandi fögur og gædd gáfum tignar og auðs, situr og brosir við manni, sem þú—” “Eg hvað?” .!‘Þá. þ^kkir og — ef til vill hefir gott álit á.” / ítt ’> “Karlmönnunum er eg ókunnug. Eg get varla sagt eg hafi talað við neinn af þeim, sem hér eru komnir; eg álít suma virðulega, öldurmannlega, miðaldra, suma rösklega, gerfilega og fjöruga, en allir mega sannarlega, fyrir mér öðlast hýrubros frá hverjum sem þeir vilja.” “Þú þykist ekki hafa talað við neinn karl- mann; viltu segja það sama um húsbóndann?” “Hann er ekki heima.” “Djúpt er svarið sótt! Sannlega kænlegt undanbragð! Hánn fór til Millcote í morgun og kemur í kveld eða fyrra málið. Er hann, fyrir það, numinn úr tölu þeirra, sem þér eru málkunnugir, — svo sem maður út úr tilver- unni?” “Nei, en mér skilst tæplega hvað Mr. Rochester kemur því máli við, sem þú brauzt uppá.” “Eg mintist á stúlkur, sem brosa framan í karlmenn; og nú er búið að brosa svo gríð- arlega í augun á Mr. Rochester, að það renn- ur út úr þeim, líkt og bollum sem eru meir en barma fullir, hefirðu aldrei tekið eftir því?” “Mr. Rochester hefir rétt til að njóta sam- veru við gesti sína.” “Vafalaust; en hefirðu ekki athugað, að af öllum þeim hjúskapar sögum, sem hér eru sagðar, eru þær líflegastar og stöðugastar, sem hljóða upþ á Mr. Rochester?” “Hugur þéss sem hlustar, örvar tungu þess, sem segir frá,’’ sagði eg, fremur við sjálfa mig en kerlinguna. Tal hennar og raust og háttalag var undarlegt, ein setningin rak aðra óvæntari, þangað til eg var flækt í svimavillu, líkt og í leiðslu, og undraðist með | sjálfri mér, hver sá andi væri, sem dvalið | hefði í barmi mínum, svo vikum skifti, og sett á sig hvert viðbragð hjarta míns. “Já, Mr. Rochester hefir setið tímunum saman og hallað eyra sínu að þeim töfrandi vörum, sem höfðu yndi af því hljóöskrafi; og Mr. Rochester tók svo fúslega við og sýndist svo þakklátur fyrir þá dægrastytting, sem hon- um var veitt —• þessu hefirðu tekið eftir?” “Þakklátur! Eg man ekki til, að eg yrði vör við þakklæti á svip hans.” “Þú hefir þá verið á gægjum og íhugað það sem þú sást. Og hvers varztu vör, ef ekki þakklætis?” Eg þagði við. “Þú hefir orðiiS vör við ást — er ekki svo? — og horft fram í tímann og séð hann í hjóna- bandi og konuna hans farsæla?” “Hm, ekki er því fyrir að fara. Þér förl- ast spákonu listin öðru hvoru.” “Hvern rækallann hefirðu þá séð?” “Skiftu þér ekki af því. Eg kom hingað til að spyrja spurninga en ekki til yfirheyrslu. Er það víst, að Mr. Rochester ætli að fara að gifta sig?” “Já, þeirri fríðu mey, Miss Ingram. “Bráðlega?” “Svo er að sjá, og verða vafalaust farsæl í hjúskapnum. Hann hlýtur að elska svo göf- uga, fagra, fyndna og vel mentaða mey; og líkast tij þykir henni líka vænt um hann — eða, ef ekki hann, þá budduna hans. Eg veit, áð henni lízt afbragðs vel á jarðagóss Rochest- er ættarinnar; samt sagði eg henni sögu af því áðan, svo vaxna, að hana setti hljóða (sem guð fyrirgefi mér!); munnvikin á henni lengd- ust um hálfan þumlung niður á við. Eg vildi ráða hennar svartleita biðli að vara sig: það er úti um hann ef annar kemur í tigið með lengri og skírari eignatekju skrá.” . “Eg kom ekki til að heyra spáð fyrir Mr. Rochester, heldur fyrir mér, og um mín forlög er eg einskis vísari ennþá.” “Þín forlög eru enn óljós, þó veit eg að | þér er gæfa ætluð. Hún er þér vandlega geymd, það hefi eg séð sjálf. Undir sjálfri þér er komiö, hvort þú réttir út hendina til að grípa hana; mitt rannsóknarefni er, hvort þú munt svo gera. Krjúptu aftur.” “Vertu ekki lengi. Mig svíður af eldin- um.” Eg lagðist á hnén en hún hallaði sér aftur | á bak í sætinu, horfði á mig og mælti fyrir munni sér: “Logi blikar í auga, auga síndrar sem dögg, af viðkvæmni og blíðu og brosir við málhöltu masi mínu; gljúft er það og skært, svo að ein aðkenning fylgir annari og allar sjást; þar sem brosin þverra, tekur við hrygð; ósjálfráð þreyta þyngir hvarminn, sú vottar þunglyndi af einveru. Það hvikar af mér, vill i ekki frekar kannast láta; virðist neita með spéglettu, að eg hafi sagt satt til, um það sem eg hefi séð — hafna því, að brugðið sé um hrygð og viðkvæmni. Sá þótti og sú gætni staðfesta mína skoðun. Augað veit á gott. Um munninn er það að segja, að hann er stundum hlátur mildur; til þess hneigður, að segja til hvað heilinn hugsar, til þagnar um flest af því, sem hverfist und hjarta rótum, þori eg að segja; mjúkfær er hann og liðugur og alls ekki til þess ætlaður að herðast saman við eilífa einveru þögn; sá munnur á að tala mikið og brosa oftlega, og hafa mannúð til j þess sem hann ræðir við. Þessi partur and- * litsins spáir líka góðu. Eg fæ ekki séð, að neitt standi gegn hag- sæld og hamingju, nema bráin og sú brá segir svo: Eg get lifað ein, ef virðing mín á sjálfri mér eða aðstæður heimta það af mér. Engin nauður rekur mig til að kaupa sælu fyrir sál mína. Eg hefi innra méð mér meðfædda ger- semi, er mér getur haldið lifandi, þá öll önnur fríðindi verði fæld frá mér, eða boðin við því verði, sem eg má ekki við að gjalda’. Af enninu lýsir þetta: ‘Vitið situr í fyrirrúmi og heldur fast í tauma; hún vill ekki láta til- finningarnar brjótast út og reka hana á villi- götur og torfærur. Þó að ástríðurnar fari geystar og rasandi, heiðingjum líkar, og þó að girndirnar byrli margvíslega fánýta hluti, þá skal dæmigreindin samt ráða úrslitum alls á- greinings og niðurstöðu í öllum hyggju hvörf- um. Þó að stormar geysi, jarðskjálftar og eldsvoðar, þá skal þangað stefna, sem hin útskýrir samvizkunnar sannindi.’ ” “Vel talað, enni og yfirbragð! Þítt at- kvæði skal meta mest. Eg hefi gert mín ráð — þau ráð eru rétt, að mínu áliti — og skorðað þau við kröfur samvizkunnar og tillögur vits- ins. Eg veit hve fljótt æska fölnar og blómi bliknar, ef einn laggar dropi af minkun eða eymur af eftirsjá finst í þeim alsælu bikar, sem framboðinn er; og fómir vil eg ekki né hrygð né sundrun —. slíkþ er ekki fyrir minn smekk. Gróður vil eg hafa en ekki visnun; eg vil eiga þakklæti skilið en ekki kreista út hljóða raustin segir til, sú er kveður upp og blóðug tár — né saltan lög heldur; mín upp- skera verður að vera bros, unaður, ljúf-----. Þetta nægir. Eg held eg tali óráð í ákafri leiðslu. Nú vildi eg helzt láta þessa stund haldast en líða aldrei; en það þori eg ekki. Eg hefi, fram að þessu, haldið mér fullkomlega í stilli, farið því einu fram, sem eg hafði sett mér, með sjálfum mér, en meira mætti verða kröftum mínum ofraun. Stattu upp, Miss Eyre, farðu frá mér, leikurinn er búinn.” Eg vissi varla, hvort eg var vakandi eða sofandi. Var mig að dreyma? Kerlingin hafði breytt um róm, talsmáti hennar og látbragð alt var mér eins kunnugt eins og mín eigin j spegilmynd og tungutak. Eg reis á fætur en • fór ekki burt. Eg horfði á hana, skaraði í eldinn og horfði á hana aftur, en hún lét hatt- inn slúta og benti til dyra. Þá skein loginn á hendina, sú var ekki skorpin né ellileg, heldur mjúk og sléttholda. Gildur gullbaugur glitraði á litla fingri með gimsteini, sem eg hafði marg oft séð áður. Þá leit eg aftur framan í þessa manneskju, þá var burtu kúfur og klút- herra og andlitið horfði við mér. “Jæja Jane, þekkirðu mig nú?” sagði Mr. Rochester með sínum eðlilega rómi. “Ef þú ferð úr rauða sloppnum, herra, þá-----” “Það er rembihnútur á bandinu — hjálp- aðu mér.” ‘‘Slíttu það, herra.” “Hana þá, — af með skrúðann!” Þar með sté Mr. Rochester út úr dular búningi sínum.” “Þetta er undarlegt uppátæki, herra!” “En vel leikið, ætla eg. Finst þér ekki svo ? ” “Þér mun hafa tekist vel við jungfrúrnar.” “En ekki við þig?” “Þú lékst ekki spákerlingu fyrir mér.” “Hvaða persónu þá? Sjálfan mig?’’ ‘‘Nei, einhverja ókenda. Eg held, satt að segja, að þú hafir verið að reyna að spyrja mig úr spjörunum — eða í; þú hefir talað í óráði til þess að fá mig til að tala óvit. Það er tæplega sanngjarnt, herra.” “Viltu fyrirgefa mér, Jane?” “Það get eg ekki sagt um fyr en eg er búin að íhuga alt sem okkar fór á milli. Ef eg kemst að þeirri niðurstöðú, að eg hafi ekki látið mér mikið óráðs hjal um munn fara, þá skal eg reyna að forláta þér, en rétt var það ekki.” “Ó, þú hefir hagað þér í alla staði rétt — mjög gætilega, mjög skynsamlega.” Eg hugsaði mig um og fanst þetta satt vera. Mér þótti það gott, enda hafði eg haft varann við frá byrjun, því að mig grunaði, að einhver brögð væru í tafli. Eg vissi að flökku- fólk og spákerlingar höguðu orðum öðru vísi en þessi, og skildi strax, að hún talaði í upp- gerðar róm og vildi hylja andlit sitt. En Mr. Rochester átti eg sízt von á, heldur hafði allan hug á Grace Poole, sem mér þótti vera lifandi gáta og allra laununga leynd.” “Nú, hverju ertu að velta fyrir þér? Hvað á þetta alvarlega bros að þýða?” “Furðu og feginleik, herra. Eg hefi leyfi þitt til að fara mína leið, er ekki svo?” “Nei, bíddu við litla stund, og segðu mér hvað fram fer í sölunum meðal gestanna.” “Þeir ræða um spákerlinguna, þori eg að segja.” ‘‘Fáðu þér sæti! — Lof mér að heyra hvað þeir töluðu um mig.” “Lengi má eg ekki tefja, klukkan orðin ell- efu. Ó, veiztu að ókunnugur maður kom, meðan þú varzt burtu í dag?” “Ókunnugur maður! — Nei, hver getur það verið? Eg átti ekki von á neinum. Er hann farinn?” Nei, hann sagði að þið væruð gamalkunn- ugir og að hann ætlaði sér að bíða hér, þangað til þú kæmir aftur.” “Svei því. Sagði hann til nafns síns?” “Mason sagðist hann heita, herra, og vera kominn frá Vestindíum, frá Spanjóla Byrgi í Jamaica, held eg.” Mr. Rochester stóð bijá mér, hafði tekið í hönd mína, svo sem til að leiða mig til sætis. Hann tók snögt viðbragð, líkt og honum yrði bylt. “Mason! — frá Vestindíum!” varð honum að orði, og það var eins og hann gripi andann á lofti, hann bliknaði í framan, tók þessi sömu orð upp í þrígang, og lét eins og hann vissi varla í þennan heim né annan. “Er þér ilt, herra?” spurði eg. “Jane, eg hefi orðið fyrir þungu höggi — þungu höggi, Jane!” Hann riðaði til. ‘‘Ó, styddu þig við mig, herra!” “Jane, þú bauðst mér öxlina til stuðnings einu sinni áður, lof mér að styðja mig við hana nú.” “Já, herra, já, og handlegginn líka.’’ Hann settist og lét mig sitja hjá sér, hélt um hönd mína með sínum báðum, neri hana milli handanna, og horfði á mig með döprum hrellingar svip. “Litli vinurinn minn,”. kvað hann, “eg vildi óska, að við værum tvö ein á ey sem engin truflun næði til og að háski og herfi- legar endurminningar væ'fu með öllu horfnar úr huga mér.’r “Get eg hjálpað þér, herra? Eg vildi lífið láta til að verða þér að liði.” “Jane, ef á hjálp þarf að halda, þá skal hennar leitað til þín, því lofa eg þér.” ‘‘Þökk fyrir, herra. Seg mér hvað gera skal, eg skal víst reyna, að minsta kosti, að gera það.” “Farðu til matsalar og sæktu mér vín í glasi — þar stendur yfir kveldverður — og segðu mér, hvort Mason er þar og hvað hann hefst að.” Eg fór til matsalar; þar voru réttir á horn- borði, þangað gengu gestir, tóku sér diska og skömtuðu sér sjálfir af réttunum og stóðu saman í smáhópum og mötuðust, skentu sér á staup öðru hvoru, og voru glaðir. Hlátra var að heyra og líflegar samræður til og frá um salinn. Mr. Mason stóð við eldinn hjá Dent hjónunum og var kátur eins og aðrir. Eg helti víni á glas (Miss Ingram hélt víst að eg væri að gera mig heimakomna og aðgætti mig vel.sá eg var) og hvarf aftur til bókastofu, ‘‘Eg drekk þína heilla skál, þjónandi andi,” sagði Mr. Rochester, og rendi af bikarnum. Hann hafði tekið sig og var ekki fölur lengur, heldur harðlegur og strangur á svip. “Hvað líður gestunum?” “Þeir talast við og hlægja, herra.” “Þeir eru þá ekki alvarlegir og fara hjá sér, eins og þeir hefðu heyrt eitthvað fátítt?” “Alls ekki, fullir gamans og kátinu.” “Og Mason?” ‘‘Kátur eins og hin.” “Ef alt þetta fólk kæmi og hrækti á mig, hvað mundir þú gera, Jane?” “Reka þá út, herra, ef eg gæti.” Honum lá við brosi. “En ef það liti kulda- lega við mér, er eg kæmi, og hvíslaðist á háðs- yrðum, tíndist svo burtu og skildi mig einan eftir hvað þá? Mundirðu verða því sam- ferða?” “Ekki hugsa eg það, herra; mér þætti betra að vera kyr hjá þér.” “Til að hugga mig?” “Já, herra, til að hughfeysta þig eins vel og í mínu valdi stendur.” “Og ef það legði þig í bann fyrir að vera mér holl?” “Eg mundi líkast til ekki vita mikið um þeirra boð eða bann, og þó svo væri, þá mundi eg varla virða það mikiís.” “Þú mundir þá þora að ganga í móti al- manna rómi, fyrir mínar sakir?” “Þora mundi eg víst vegna hvers vinar míns er mér þætti þess verður — en það ætla eg að þú sért.” “Farðu þá aftur til gestanna, og hvíslaðu að Mason, að Mr. Rochester sé kominn og vilji finna hann, vísaðu honum hingað inn og láttu okkur svo éiná.” Eg gerði sem mér var sagt. Allir gestirnir störðu á mig, þegar eg kom inn og gekk þegj- andi mína leið, á milli þeirra og talaði lágt við Mr. Mason. Hann kom með mér, eg vísaði honum inn í bóka salinn og fór svo upp til míns herbergis. Þegar langt var áliðið, og eg var fyrir löngu komin upp í, heyrði eg til gestanna leita til sinna svefnrúma. Eg heyrði raust Mr. Rochester á meðal annara: “Þessa leið, Mason, þarna átt þú að sofa.” Hann talaði í glaðlegum róm, þar af fekk hjarta mitt hvíld og eg væran svefn. XX. Kapítuli. Mér hafði gleymst, að draga tjöld fyrír glugga, en heiðskírt var og tungl fult; þegar það á sinni himinbraut kom gagnvart glugg- anum mínum, skein það framan í mig, svo eg vaknaði. Sú sjón var fögur en full hátíðleg, svo eg reis upp og rétti út handlegginn, til að kippa reflinum til. Drottinn minn góður! Hvíh'kt vein! Hjarta mitt hætti að slá og eg var sem steini lostin, er nætur kyrðin sundraðist við hryllilegt, ódæma hvelt hróp, sem mér fanst sjálfsagt að dunaði um alla höllina. Það kom af þriðja lofti og beint uppi yfir mér heyrði eg ryskingar og kyrkingsleg köll á hjálp: “Rochester! Rochester! í guðs bænum, komdu!” Eg heyrði að hurð var opnuð, þar næst hratt fótatak eftir göngunum, skömmu síðar dynk uppi yfir mér, líkt og af þungri byltu. Svo var alt hljótt. Eg tíndi á mig spjarir, þó öll skylfi eg af hryllingi, og snaraðist fram úr herbergi mínu. Aðrir gerðu eins, einni hurð var lokið upp af annari, því allir höfðu hrokkið upp við ópið, komu nú fram á ganginn, karlmenn og kven- fólk, og létu óðslega, héldu hver í annan eða rásuðu til og frá í tunglsljósinu með spurning- um og hræðslu hrópum og jafnvel gráti; því uppistandi er ómögulegt að lýsa. “Hver þremillinn er orðinn af Rochester,” rumdi í ofurstanum Dent, “í rúminu sínu fyrirfinst hann ekki.” Þá var.tekið undir: “Hérna! Hérna! Stillið ykkur! Eg er að komá.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.