Heimskringla - 28.03.1934, Blaðsíða 5

Heimskringla - 28.03.1934, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 28. MARZ 1934 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA við það sem að oss snýr, sjá, ef unt ©r, allar hliðarnar á hverju máli sem er, hversu smátt sem það er. Með þesskonar rann- sókn, kemur sanngirnin og sannleiksástin, og um leið langt um meira umburðarlyndi með hinum algengari brestum mann- anna, sem vér sjáum að eru oft ekki afleiðingar neinna illra hvata, heldur blátt áfram eins- konar mótun skapferlisins, sem að lífið hefir sett á þá, þeim ósjálfrátt, og þess vegna er ekki að öllu leyti hægt að saka þá um það sjálfa. Þetta er langt frá því að vera auðvelt og sá sem reynfr að gera þetta á áreiðanle^a á hættu að vera misskilin. Menn þola það yfirleitt illa, að aðrir líti hlutlaust og sanngjarnlega á þá sjálfa og málefni þeirra, og þaðan af ver, að þeir segi þeim hreinskilnislega hvaða álit þeir hafi á þeim, enda þó að það sé gert með mikilli stillingu og á vinsamlegan hátt. Sá, sem ekki er með mér ,er á móti mér. Menn vilja hafa aðra með sér, vilja hafa fylgi þeirra, menn vilja þrengja skoðunum sínum upp á aðra, vilja láta þá taka þátt í sínum dægurdeilum, vilja láta þá vera vini vina sinna og óvini óvina sinna. Sá, sem vill vera athugull og sanngjarn verður oft að nokkru leyti utan við lífið, hann verður, eins og Mack Sabre, vinafár og ef til vill óvinsæll. Sá sem vill vera að einhverju leyti öðru vísi en aörir menn leggur ávalt á tæpt vað. Það þykir sjálfsagt, að í Rómaborg séu allir eins og Rómverjar, og í hverri annari borg eiga íbúarnir 'allir að vera líkir, það er hin gullna meðal- mensku regla. En sá sem getur hafist upp yfir það að vera eins og einn steinninn á ströndinni, svo líkur öllum hinum að hann þekkist ekki frá þeim, hefir þó eignast það sem ekki verður frá honum tekið, hann hefir eignast manndóm í fyllra mæli en fjöld- inn hefir. Að vísu er nóg til af mönnum, sem eru frábrugðnir fJestum öðrum, vegna sérvizku, sem annað hvort er meðsköpuð eða hefir vanist inn í þá. En það gerir þá ekki neitt ágætari en aðra, heldur þvert á móti leiðinlega og erfiða að komast af við. Það er lítið unnið við það að verða ólíkur öðrum, nema að maður um leið vaxi. Það er ekki hægt að halda á- fram að vaxa hvað vitsmuni snertir eða nokkra séristaka hæfi leika til að gera það, sem aðrir geta ekki gert, nema að vissu marki, því að alt slíkt takmark- ast mjög mikið af þeim náttúr- legu hæfileikum, sem hver ein- staklingur er fæddur með. Það er tilganglaust fyrir mann, sem er ekki skáld, að ætla sér að verða það. En hver maður hefir sinn eigin karakter yfir að ráða, þó að hann ráði yfir engu öðru. Og þrátt fyrir alt það aðhald, sem hann hefir af uppeldinu, af mannlífinu umhverfis hann, af venjunum, sem á mörgum árum hafa rótfestst í fari hans, getur hann ávalt verið að móta sjálf- an sig á ný að einhverju leyti. Myndin ,sem er mótuð í mjúk- an leirinn getur ávalt breyzt. Það er fyrst þegar hún hefir verið höggvin í marmara eða steypt úr málmi, sem henni verður ekki breytt. Möguleik- arnir til þess konar þroska eru efalaust miklir, þó að upplagið, eins og vér nefnum það og um- hverfið ráði miklu; en enginn j>eirar liggu reins nálægt öllum mönnum og möguleikinn til að verða víðsýnn, sanngjarn, skiln- ingsgóður á mennina, sem vér lifum með og málefni þeirra, bæði stór og smá. Sá, sem leggur stund á það, verður meiri maður én ella, hann verðu'r ó- háðari, sínu umhverfi, hann verður vorkunnsamur við alla menn og umburðarlyndur, hann verður samúðarfyllri og lærir að greina í sundur orsakir og rök fyrir breytni manna yfirleitt. — Hin þrönga og harða dómgirni er fjarlæg honum og smámunir, sem litlu máli ættu' að skifta, vaxa honum ekki í augum. — Slíkur manndómsþroski er mikilsverður, því að. hvað oft sem að slíkir menn eru miá- skildir af þeim, sem í þessu efni standa þeim lægra, verða þeir einhvem tíma metnir og virtir af fáum, sem skilja þá. í hverri bygð og í hverjum fé- lagsskap þyrfti að vera einhver Mark Sabre, einhver sem að sýni öðrum hvað sé fagurt og ágætt í þessum efnum. Það má vel vera, að hvar sem að slíkur maður fyndist, yrði hann að meira eða minna leyti píslar- vottur smásálarskapar, eigin- girni og misskilnings. Oss fær- ist ef til vill ekki neitt beturj við slíkan menn en þorpsbúun- I um í sögunni. En hann væri j oss ómteanlega gagnlegur mað-1 ur, því að fyr eða síðar yrðum 1 vér að kannast við yfirburði hans. Lífið er oft ömurlegt. Það er læst í dróma stirðra skaps- muna, venjubundinna viðhorfa og samúðarlítillar afstöðu i manna á milli. Það er líkt vetri,1 sem leggur sitt kulda — og' klakafarg ekki aðeins á jörðina heldur líka á mannssálirnar. En þegar vorið kemur, bráðnar klakinn og ný öfl fá fresli og framrás. í hvert sinn sem mennirnir verða víðsýnni og frjálsari í hug og hjarta er vor í heimi andans. Þess vors er oft langt að bíða, en það kemur samt ávalt. Fyrirheitið um það stendur gilt, rétt eins og fyrir- heitið um vor í náttúrunni. Eitthvert hið fegursta erindi um komu vorsins, sem eg hefir séð er þetta erindi úr “Vorvís- um” Hannesar Hafsteins. Hér sumrar svo seint á stund- u'm! þótt sólin hækki sinn gang, þá spretta’ ekki laufin í lundum né lifna blóm um foldarvang, því næturfrost og nepjur oft nýgræðinginn fella — sem hugans ku og krepjur oft kjark og vonir hrella. Alt í einu geislar geysast, Guð vors lands þá skerst í leik, þeyrinn hlýnar, þokur leysast, þróast blóm og laufgast eik. Vonin og trúin, sem anda í gegnu'm þessi orð frá sál manns, sem vildi láta ljós og yl flæða í ríkum mæli yfir líf sinn- ar þjóðar, eru hinir eftirsóknar- verðustu fjársjóðir andans, sem vér getum eignast. Það er Guð allra þjóða og landa, sem skerst í leik með hverri vorkomu, bæði í náttúrunni og í lífi mann- anna. Það er hans máttur, sem sigrar myrkrið og kuldann, sem leysir sálirnar úr fjötrum og leiðir þær út á víðan vang, eins og annað eldra skáld, sem líka hafði von og trú, hefir að orði komist. HITT OG ÞETTA “Við flugumst á í illu” Nýtt hjónaskilnaðarmál í Hol- lywood. Það er hin dökkhærða filmstjarna Lupe Velez, sem vill skilja við mann sinn, hinn fræga sundmann Johnny Weissmuller, sem minnast má úr Tarzan- myndinni. “Við flugumst á í illu nótt og dag, og þess vegna er engin ástæða til að halda hjónabandinu áfram”, segir Lupe Velez. “Eg er enginn engill og ek skal gjarna taka á mig helming sakarinnar fyrir það, hvernig hjónaband okkar hefir farið út um þúfur.” Þau giftustu í október. * * * Fjármál eru flókin í tímariti, sem gefið er út í New York, er þessi smásaga: Ungur maður kom inn í búð til þess að kaupa sér hálsknýti og borgaði það með 1 dollars ávísun. * Kaupmaður var vanur að borða miðdegisverð í veit- ingahúsi, og þennan dag borð- aði hann miðdegisverðinn með ávísunni. Og svo gekk ávísunin | mann frá manni þangað til 201 höfðu fengið hana og allir fram- selt hana. Var nú ekki hægt að skrifa fleiri nöfn á hana svo að sá 20. fór með ávísunina í bank- ann. En þar var ekkert til fyrir henni. Hinir 20 framseljendur komu þá saman á fund, og kom upp úr kafinu, að hver þeirra hafði grætt 25 cent á ávísuninni i (þ. e. látið fyrir hana vörur, sem ekki kostuðu þá nema 75 cent). Kom þeim nú saman um að hver þeirra skyldi greiða 5 cent til seinasta handhafa og eyðileggja svo ávísunina. En hver tapaði þessum dollar, sem aldrei var til, en tuttugu menn höfðu grætt á sín 20 centin hver, eða alls 4 dollara? * * * Nr. 14. Einstein er frægasti vísinda- maður nútímans. Hann er Gyð- ingur að ætt, en starfaði við EDVARD LÁRUS ADOLPH BERNHÖFT 16. ágúst 1866—8. jan. 1934 Æfiminning Þann 8. jan. síðastl. andaðist að heimili sínu við Hensel í N. háskólann í Berlín þegar Hitler | Dak. Edvard bóndi Bernhöft brauzt til valda. Og Naizstarnir þoldu ekki svo ágætan vísindamann í landinu. Hann var Gyðingur og menn vissu að hann var frjálslyndur í lífsskoðunum, þó að orka hans gengi eingöngu til fræðiiðkana, en ekki í stjórnmálabaráttu. En Nazistarnir þoldu ekki slfka eftir langvarandi heilsubilun. Hefir þessa eigi verið getið í ís- leníku blöðunum viljum vér því í fáum orðum geta helztu æfi- atriða hans. Hann var merkur maður á marga lund. Edvard Lárus Adolph Bern- höft, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur í Reykjavík menn. Þeir drápu, fangelguðu j 16. ágúst 1866. Foreldrar hans eða ráku í útlegð nálega alla voru af dansk-þýzkum ættum, mestu andans skörunga í land- og var faðir hans Edward Bem- ihöft stofnandi einnar fjrrstu bakara stofunnar í Reykjavík, —Bernhöfits bakarí. Fimm syst- kyni á Edvard heitinn á lífi er öll eru búsett í Reykjavík, 3 systur og 2 bræður og er Vil- helm tannlæknir Bernhöft ann- ar þeirra. Á unga aldri var Ed- vard sendur til Khafnar og naut þar skólafræðslu eftir því sem þá gerði, lagði hann fyrir sig verzlunarnám og mun eitthvað hafa unnið við verzlun áður en inu. Einstein komst lifandi úr landi. Og í skjölum þýzku stjórnarinnar er hann auðkend- ur sem útlagi nr. 14. Hann er framarlega í röðinni, eins og vera ber. Alls er talið að Hitl- ersstjórnin hafi rekið í útlegð um 1000 af mestu vísindamönn- um landsins og rithöfundum. Meðal þeirra eru a. m. k. 8 sém fengið hafa Nobelsverðlaun. — Einn útlaginn er efnafræðingur sá, sem á stríðsárunum fann upp nýja og einfalda aðferð til I hann fluttist vestur. að framleiða áburð úr loftinu ' Arið 1890 flutti hann til Can- og bjargaði þar með þjóðinni úr j acja, settist fyrst að í grend við mestu neyð. En því meiri yfir- Glenboro í Argylebygð og burðir, því meiri fordæming hjá dvaldi þar árlangt. Vorið 1891 Nazistum. Nýja Dagbl. * ærði hann sig suður til íslenzku bygðarinnar í Norður Dakota, Nýtt landnám í kvæntist þar 19. maí ungfrú sambandsríkjum Breta j Sophíu ólafsdóttur Brynjólfs- Nefnd manna í Englandi, semisonar frá Skeggstöðum í Svart- skipuð var til þess að gera til- ándal 1 T™naJafnssýslu °S Gf/ lögur um atvinnumálin og reyna að finna einhverjar leiðir til rúnar Kristjánsdóttur er síðar giftist Guðmundi Norðmann, þau bjuggu í Argylebygð. Sett- þess að bæta úr atvinnuleysinu, ^ hefir nýlega komið fram með ust Þau Edvard °S SoPhia að álit sitt. Leggur hún til að^13 Hallson °S hafði hann a atvinnuieysingjar verði sendir til ihendi Þá um tíma postflutning sambandsríkjanna og látnir milli Hallson °S Edinborgar, nema þar land. Leggur hún|fa um Jsleuzku til að öflugt félag verði stofnað' bySðarinnar- Að Þvi liðnu festi í þessum tilgangi og fái það sér- 'hann sf land °f tok UPP hu' . x.. , *. , „ „ ,,_, skap. Stunduðu þau svo buskap leyfi td þess að stofna nylend- f y . „r, þar Sem landnemarnlr geti n,,‘f Það “«» f5 orðið sjálfbjarga. Taka flest 118,1 að ollu leJtl ,amas vel’ t>° ensku blöðin vei undir þessa fyföb Ka>' vl» m'k‘l hugmynd. En Daily Chronicle Þ«"a var stor og er segir þó, að hún muni mæta el" hl” myndarlegasta f alln andstöðu hjá stjórnum hinna lj™»1,,nl' Þau eignuðust Í5 böm ýmsu sambandsríkja, vegna þess f.011 n™ a 11'• f elzt' «»"" að þau eigi sjálf við atvinnu- a ^hr. « f"■ «" leysi að berjast. Samt hyggnr Orvdle 15 ára má þvf segja að * v. i r * i * Þau seu oll komm til fulltiða blaðið að hægt se að komast að ^ , , aldurs. II barnabom eiga þau á samnmgum við stjórnirnar, ef ° . , , . * , . „r. , lífi er einmg eru hin mannvæn- það se trygt, að hinar nyju ny- ° . lendur verði alls ekki upp á;le8“»''- Born þe.rra he.ta svot neinn komnar og iandnemamtr' óla,nrr V'lh'lm’ .Lo'"s’ J°- taki ekki atvmnu frá þeim sem > > fyrir eru. jWilfred Husiband í Uteniel), ’ „ _ : Kristín, Brynjólfur, Mable, Sig- ♦ v v j jríður, Jóhanna, Magnús, Otto, Samsteypa Leonard og Orville. Öll eru þau Tvö hinna voldugustu skipa- til heimilis í bygðinni, þrír elztu félaga í heiminum “Cunard” og bræðurnir í Cavalier, N. Dak., “Wihite Star” hafa nú ruglað en hin heima eða í grend við reitum sínum í eitt heljarmikið Hensel. hlutafélag. “Cunard ’ hefir á Edvard heitinn var maður hendi 62% hlutafjársins, en eínkar þýður í lund, glaðvær og “White Star” 38%. — Samfara gtiitur og ókvíðinn við hvaða þessari frétt var sú, að hinn erfiðleika sem var að etja. Hann mikli drómundur, er “Cunard” var £valt góður öllum sínum og var byrjað að byggja fyrir tveim veitti þeim alt það senr hann árum, en varð að hætta við, gat> og kraftar hans og heilsa sökum kreppunnar, . muni nú létu til. Veitti það heimilinu verða fullgérður, og innan giaðværðarbrag, svo að jafnah skamms tímá. Verður hann um var jjjart yfir því og var því 60^70000 tonn. j þangað bétra að koma en á ~ marga aðra staði, þar sem efna- er til hans þektu enda var hann heiðvirður í orði og athöfn. Ed- I vard heitinn var á margan hátt, velgefinn maður, en naut sín eigi að fullu því uppeldi hans og undirbúningur fyrir lífið, miðuðu í aðra átt, en braut sú lá er hann varð að ganga. Er hann, til dæmis, kom til þessa lands, varð honum skóla j lærdómurinn að litlum notum. Enska tungu hafði hann ekki numið var því enginn kostur á! að ná atvinnu við það sem hann hafði lært. I Hátíðaárið 1930 ferðaðist. hann heim til íslands í heim- sókn til frænda og vina. Dvaldi hann í Reykjavík um tveggja mánaða tíma. Ári eftir að hann kom til baka aftur, fór að bera á heilsuleysi því er dró hann til dauða. Útför hans fór fram frá Pres- bytera kirkjunni í Cavalier 10. jan. Ræður fluttu séra Harald- ur Sigmar og prestur kirkjunn- ar, Rev. Mr. Shallcross. Eftir- fylgjandi erindi mælti eftir hann, einn venzlamanna hans, Ingólfur ÁrnaSon faðir Jean Norðmann mágkonu Edvards: Genginn er góður drengur, Göfugs manns feril, hreinan Fetaði lífs á leiðum Ljómar á kærleiks sólu, Veraldar óró ofar. Hjá Alföður sálin fagnar. R. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU jhagurinn var meiri, enda er LESIÐ HEIMSKRINGLU kona hans hin ágætasta kona. BORGIÐ HEIMSKRINGLU vinsæll var hann meðal þeirra HAFIÐ í HUGA Hreinindi ölsin og ölgerðarinnar Drewry’s Standard [ager ESTABLISHED IÖ77 PHONE 57-20*k- This advertisement is not insented by the Government Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for the statements made as to the quality of products advertised. INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU í CANADA: Árnes.................................................F. Finnbogason Amaranth...............................J. B. Halldórsson Antler.......................................Magnús Tait Árborg..................................G. O. Einarsson Baldur...........................................Sigtr. Sigvaldason Beckville................................Björn Þórðarson Belmont.................................. G. J. Oleson Bredenbury..............................H. O. Loptsson Brown.............................. Thorst. J. Gíslason Calgary..............................Grímur S. Grímsson Churchbridge.............’...........Magnús Hinriksson Cypress River.......................... Páll Anderson Dafoe.....................................S. S. Anderson Elfros.............................J. H. Goodmundsson Eriksdale..........................................Ólafur Hallsson Foam Lake.................................John Janusson Gimli.....................................K. Kjernested Geysir..............................................Tím. Böðvarsson Glenboro...................................G. J. Oleson Hayland.............................>.....Sig. B. Helgason Hecla.........................................Jóhann K. Johnson Hnausa................................. Gestur S. Vídal Hove......................'............Andrés Skagfeld Húsavík...................................John Kernested Innisfail.....................................Hannes J. Húnfjörð Kandahar..........................................S. S. Anderson Keewatin...........................................Sigm. Björnsson Kristnes..........................................Rósm. Árnason Langruth.................................. B. Eyjólfsson Leslie.................................Th. Guðmundsson Lundar.........................j...........Sig. Jónsson Markerville........................ Hannes J. Húnfjörð Mozart..................................... Jens Elíasson Oak Point.........................................Andrés Skagfeld Oakview........................... Sigurður Sigfússon Otto..............................................Björn Hördal Piney.................................. S. S. Anderson Poplar Park...*.........................Sig. Sigurðsson Red Deer...............................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík.................................. Árni Pálsson Riverton............................ Björn Hjörleifsson Selkirk................................G. M. Jóhansson Steep Rock.........................................Fred Snædal Stony Hill........................................Björn Hördal Swan River......................................Jlalldór Egilsson Tantallon...........................................Guðm. ólafsson Thornhill............................Thorst. J. Gíslason Víðir................................... Aug. Eiuarsson Vancouver............................Mrs. Anna Harvey Winnpegosis................................. Winnipeg Beach.......................................John Kernested Wynyard....................................S. S. Anderson í BANDARfKJUNUM: Akra.................................. Jón K. Einarsson Bantry...................................E. J. Breiðfjörð Belingham, Wash...........................John W. Johnson Blaine, Wash...........................................K. Goodman Cavalier............................. Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg.........I...................JEIannes Björnsson Garðar..................................S. M. Breiðfjörð Grafton................................Mrs. E. Eastman Hallson................................Jón K. Einarsson Hensel................................ J. K. Einarsson Ivanhoe..............................Miss C. V. Dalmann Milton...................................F. G. Vatnsdal Minneota.............................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Hannes Björnsscm Point Roberts.... ..................Ingvar Goodman Seattle, Wash-----...(..J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold........v.......................Jón K. Einarsson Upham....................................E. J. Breiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.