Heimskringla - 28.03.1934, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.03.1934, Blaðsíða 2
tí. SIÐA HEIMSKRINOLA WINNIPEG, 28. MARZ 1934 NÝJAR HAGSMÁLA STEFNUR (Þýtt og samantekið af J. A. R.) Athugasemd Þýðanda: Með því eg hefi orðið þess var að nokkur misskilningur og jafnvel rang- færslur hafa farið á flot — bæði í blöðum og manná á milli — í sambandi við stefnu og stofnun hins yngsta af stjórnmála flokk- um vorum, sem alment gengur undir nefninu C. C. P. þá hefir mér hugkvæmst að landinn ætti það skilið að stefnuskrá flokks- ins væri snúið á íslenzku, með því líka að íslendingar taka mjög mikinn og góðann þátt í framgangi þessarar nýju stefnu, yfirleitt talað, og eru jafnan fræðslufúsir í mannfélagsmál- um og væri þá vel ef þetta ætti einnig eitthvert erindi “heim” til gamla ættlandsins. Heims- krnigla hefir sýnt mér þá dreng- lund og góðfýsi að koma þessu á almanna færi og ber slíkt að þakka og virða, þegar tekið er tillit til blaðamenskuvenju þessa lands. Stefnuskrá C. C. P. kem- ur þá hér fyrir almennings sjónir, ásamt skýringum stofn- enda, lítið eitt styttum þar sem um upptekningar virtist að ræða; þá er og áformið að gera samanburð á þessari stefnu og annari enn nýrri og róttækari, til þess að sýna að C. C. P. stefnan er aðeins miðlunar veg- ur, miðað við það sem koma verður ef mannkynið á að frels- ast á hagfræðilega vísu. Þetta áform verður þó að hlýta lög- um heilsu og kringumstæða, með framkvæmd. Ákjósanlegt væri ef lesendur vildu leggja rækt við þær spumingar sem kynnu að koma upp við lestur þessa máls, og þá helst stinga þeim niður á blað, hver veit nema Kringla gamla gerði sitt til að birta þær, og stutt svör við þeim, þetta gæti orðið stór ávinningur öllum viðkomendum. Loks vildi eg skora á ritstjóra 1 Lögbergs að birta stefnuskrá | síns flokks, svo víðtækari sam- anburður yrði mögulegur. Stefnuskrá C. C. F. Inngangsorð stofnenda: C. C. F. er samband ýmsra félaga sem starfa að stofnun Sam- vinnu Samveldis í Canada, þar sem grundvallar tilgangurinn með umsjá og skipulagning framleiðslu, útbýtingar og við- skifta, sé uppfylling mann- legra þarfa, í stað fjárgróða. Vér viljum útrýma núverandi auðréttar stefnu (Capitalism) með hennar arfgengna órétti og mannúðarskorti, en setja í hennar stað félagsskipulag, þar sem ofríki og áníðsla einnar stéttar á annari, sé afnumin með öllu, þar sem hagsmuna- leg áformun komi í stað fyrir stjórnlaust einstaklings fram- tak og samkepni, þar sem ó- menguð lýðræðis sjálfstjórn, bygð á hagsmuna jafnrétti, verði framkvæmanlega. Núver- andi fyrirkomulag felur í sér hóflausan ójöfnuð auðs og tæki- færa, með gengdarlausri sóun og örygðarleysi, og dæmir á nægta tímum, múga manna til örbygðár og óvissu. Vajldið hefir meir og meir safnast í hendur örfárra auðsafnenda og stóriðnreka, sem ábyrgðarlaust reka og semja, öll lög og rétt í þágu eigin hagsmuna. Þegar einstaklings gróði er höfuð hvötin til hagsmuna fram- kvæmda, þá rambar þjóðfélag vort milli dillandi tímabils als- nægta, og á hina hlið hrapandi kreppu gljúfurs. Með þessu er ástand alþýðumannsins sem áður var harðsótt óvissa, gert enn tvísýnna. Vér trúum að þessu verði aðeins útrýmt með ráðsettri félags hagfræði, þar sem náttúru auður og aðal framleiðslu og útbýtingar tæki — séu í eign og yfirráðum og starfrækslu fólksins sjálfs. Þetta nýja félagsskipulag sem vér stefnum að, hyggur þó ekki á algert niðurbrot einstaklings- ins með herreglugerð. Ekki heldur munum vér koma í bága við siðvenjur minniliáttar þjóð- eða trúflokka. Það sem vér leit- um eftir er fullkomin samrým- ing og skipulagning allra hags- muna útvega sem skapað geti meiri tómstundir og ríkulegra einstaklingslíf fyrir sérhvern borgara landsins. Þessi þjóð- arhags ummyndun getur tekist með stjórnmála starfi, þannig að kosin sé stjórn sem innblás- . in sé hugsjón Samvinnu, Sam- veldis, studd af meirihluta fólks- ins. Vér trúum ekki á bylting með ofbeldi. Vér vitum að báðir | hinir gömlu flokkar í Canada , eru verkfæri auðvalds ítakanna, | og því óhæfir til þjóðfélags upp- byggingar, og hver sem yfir- ; borðs misklið þeirra á milli kann að vera, eru þeir heit- bundnir að framkvæma einung- j is skipanir stórsýslu ítakanna, sem hafa fétrygt þá. C. C. F. hyggur á stjórnvöld til þess eins að binda enda á þessi auðréttar yfirráð í stjórnmálalífi voru, það er lýðræðis hreyfing, sam- band bænda, verkamanna, mannréttinda (socialista) fé- laga, fétrygð af sínum eigin meðlimum, og hygst að ná á- formi sínu með lögheimildum meðulum. Vér leitum styrktar allra sem trúa því að tími sé til komin að hefja víðtæka endur- reisn hagsmuna og stjórnmála stofnana vorra og þeirra sem viljugir eru að vinna saman að framkvæmduni eftirfarandi stefnu atriða: 1. Ráðsett áformun: Stofnun ráðsettrar þjóðfélags- eigna hagfræði, til eflingar og þroska allra þjóðnytja, og jöfnun skifta þjóðar inn- tektanna. Hið fyrsta spor í þessa átt, ] verður stofnun Alþjóðar Ráð- lags nefndar er samanstandi af nokkrum hagfræðingum, verk- fræðingum og hagstöðufræðing- um, með aðstoð viðkomandi iðnfræðinga. Verkefni nefnd- arinnar verður að ráðstafa og skipuleggja alla framleiðslu, út- býting og viðskifti á vaming og þjónustu sem útheimtist til öflugrar framkvæmdar þessarar hagstefnu. Sömuleiðis sam- ^ rýming athafna þjóðlagðra iðn- | ! greina, einnig sjá um nauðsyn- legt jafnvægi milli neyzlu og! j framleiðslu, svo og halda uppi j stöðugri rannsókn í öllum greinum þjóðarhagsmála ogj j þannig safna ábyggilegri fræð- slu til framtíðar ráðlags og á- forma. Nefndin verður ábyrgðarfull fyrir ráðuneytinu og starfar í samverki með stjórnarráðum j liinna ýmsu þjóðlögðu iðn- greina. Það er þegar víst, að í j öllum iðnaðar löndum verði að I viðhafa einhverja tegund ráð- | settrar áformunar, sem taki við | af upplausnar verkunum kapi- j talismans. C. C. P. mun sjá j um að Canada þurfi ekki að sækja þjóðarráðsmensku sína í i hendur síngjarnra auðkýfinga, heldur að hún komi frá opinber- um þjónum, sem hafa alþjóðar hag fyrir augum, og séu ábyrgð- arfullir fyrir allri þjóðar heild- inni. 2. Þjóðfélags rekstur fjármála: Þjóðnytjun allra fjármála- tækja bankareksturs, gjald- eyri, lánveitu, og trygginga, svo náð verði algerðum umráðum yfir gjaldeyri, lánveitingum og verðlagi, einnig framlögun til nýrra þjóðþarfa framleiðslu tækja Ráðsett áformun komi að litl- um notum, ef hið opinbera vald ekki hefir ráð á öflum þeim er á- formin krefjast. En þau öfl út- heimta jrfirráð fjármála, svo og þeirra lífsþarfa iðngreina og þjónkana, sem í einstaklinga höndum kynnu að verða notuð til að hindra og spilla fram- kvænjd hins opinbera valds. — Umráð fjármála er hið fyrsta spor til umráða allra hagsmála. Einkaréttar bankarnir verða að leggjast undir þjóðeign og leys- ast undan öllum einstaklings gróða ítökum. Banka kerfi sem þannig er stofnað verður að stjórnast frá miðstöðvar banka sem yfirráð hafi lángengis og meðal verðlags, og einnig ann- ist útlent viðskifta gengi. Alþjóðar innleggs nefnd (In- vestment Board) skal saman safna ónotuðum afgangi fram- leiðslunnar og leiðbeina um notkun hans til félagslegra þarfa fyrirtækja, eftir því sem Ráð- lags nefndin leggur fyrir trygg- inga félög sem nú veita aðal farveg til innleggs sparisjóðum einstaklinga, en sem heimta ó- j nauðsynlega há iðgjöld fyrir veitta þjónustu, verða einnig að leggjast undir þjóðeign. 3. Þjóðfélags eign: Þjóðfélags nytjum (Sam- bands, fylkja og sveita) flutningstækja, skeytasam- banda, rafafls og alls ann- ars iðnaðar og þjónustu sem nauðsynlegt er til fé- lagslegs ráðlags, starf- ræksla þeirra undir yfir umsjón Ráðlags nefndar, af hæfustu mönnum sem laus- ir séu frá dægur þrasi póli- . tískra afskifta. Opinber nytjatæki verður að starfrækja í alþjóðar hag, en ekki til einstaklings gróða fjár- glæfra trúða. Náttúru auður vor verður að nytjast á sama hátt. Það á:form stefnir til framhalds og aukningar þjóð- eigna fyrirtækja sem flestar stjórnir í Canada hafa þegar að nokkru byrjað á. Einungis með þannig löguðu þjóðeigna fyrir- komulagi, starfræktu með ráð- settri hagsýni geta aðal iðn- fyrirtæki vor bjargast frá eyð- slusamri samkepni stígandi of- vexti og ofauknum höfuðstóls byrðum, sem eru óhjákvæmileg afleiðing kapitalismans. Ein- ungis með ríkjandi þjóðeignar starfrekstri geta full not mið- stöðva umráða og múga fram- leiðslu yfirfærst til alþýðu neyt- enda. Flutningatæki, skeytasam- bönd og rafafl, verða að ganga á undan á iðnlista þeim sem þjóðeignaður verður. Hitt ann- að svo sem námu taka, pappírs- vinsla, útbýting mjólkur, brauðs, kola og gasolíu, þar sem óhófs- ;róði, sóun, eða fjártekju hrekk- ir eru mest iðkaðir, kemur þar næst. Þegar um afturskilun náttúru auðæfa til þjóðfélagsins er að ræða, eða yfirfærslu iðntækja frá einstaklings eign til þjóðar- imráða, gerum vér ekki ráð fyr- ir sérstakri lögnáms upptöku stefnu, heldur kjósum vér sem staðfastasta og jafnaðarfylsta yfirfærslu til Samvinnu Sam- veldisins. Það er óhugsanlegt að ákveða reglur eða stefnur sem fylgt yrði í sérstökum til- fellum í óvissri framtíð. En vér heimtum ýms víðtæk skil- yrði. Velferð samfélagsins verð- ur að ganga á undan kröfum einstaklings auðs. Ef nú hags- muna kringumstæður ríkisinS krefðust þess, þá væri lögtak auðs, miklu fremur réttlætan- legt, en lögtak mannslífa, sem þó tíðkast á stríðstímum. Vér viðurkennum nauðsyn uppbóta í vissum kringumstæðum, ein- staklinga og stofnána, sem verða að fá fullnægjandi við- hald meðan á yfirfærslunni stendur, eða þangað til Ráðlags tilhögunin hefir komist í full- an fetil. En C. C. P. stjórn mun ekki bjarga við gjaldþrota finn- um til að bæta upp hlutabréfa pröngurum eða skuldabréfa pröngurum eða skuldabréfa höldum. Hún mun og ekki FIMTÁNDA ÁRSÞING ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS Framh. Lagði þá dagskráarnefnd fram svo- hljóðandi skýrslu um þingstörf: Dagskrámefnd leggur til að þingmál séu tekin fyrir í eftirfarandi röð, jafn- framt þvi, sem nefndin áskilur sér rétt til að auka við dagskrána, ef þörf gerist. 1. Þingsetning. 2. Skýrsla forseta. 3. Kosning kjörbréfanefndar 4. Kosning dagskrámefndar 5. Skýrslur- embættismanna. 6. Skýrslur deilda. 7. Skýrsla milliþinganefndar. 8. Fjármál. 9. írtbreiðslumál. 10. Fræðslumál. 11. Samvinnumál við Island. 12. Crtgáfa Tímaritsins. 13. Bókasafn félagsins. 14. Minjasafn. 15. Sextugs afmæli þjóðræknishreyfing- arinnar. 16. Lagabreytingar 17. Kosning embættismanna. 18. Ný mál. a. Kirkjulegt samband við Island. b. Söfnun sögugagna um vestur- flutninga. 19. Ólokin störf 20. Þingslit. Asmundur P. Jóhannsson gerði tillögu og Margrét Byron studdi að skýrslan sé viðtekin. Samþykt. Var þá komið fram yfir hádegi og gerði dr. Rögnv. Pétursson tillögu studda af Margréti Byron að fundi sé frestað til kl. 1.30. Fundur var settur kl. 2. e. h. Fundar- bók lesin og samþykt. Fjármál Tillaga frá dr. Rögnv. Péturssyni studd af S. B. Benediktssyni að forseti skipi 3 manna fjármálanefnd er starfi yfir þing- ið. Samþykt. Forseti tilnefndi þessa: A. P. Jóhanns- son, Loft Mathews og Jón Janusson, Foam Lake. Þá var lesin skýrsla Rithöfundasjóðs nefndar er sýndi að safnast hefði á ár- inu $145.27. Dr. Rögnv. Pétursson gerði tillögu og Asm. P. Jóhannsson studdi að skýrslan sé viðtekin og þeim Jónasi Jónassyni og G. J. Oleson, Glenboro og Jóni Kerensted, Winnipeg Beach, sérstaklega þakkað starf þeirra. Samþykt. ftbrciðslumál Páll Guðmundsson, Wynyard, mintist á ýmsa erfðiieika er deildir hefðu við að stríða . ytestar þessar deildir sagði hann hefðu bókasöfn og væri æskilegt ef hægt væri að kaupa bækur í stórum stíl frá ein- hverri miðstöð og skifta svo upp á milli deilda, og hafa bókaskifti. Einnig kvað hann heppilegt ef mögulegt væri að senda mann einu sinni á ári til deildanna til þess að hjálpa til við samkomuhöld. Jón Jóhannson, Wynyard, sagði að æski- legt mundi einnig að stjórnarnefndin hefði altaf við og við bréfaviðskifti við deildimar .jafnvel þó það yki á verk nefndarinnar. Séra Guðm. Amason lagði áherzlu á að fá lestrarfélög þar sem þau væru út um bygðir til að ganga í Þjóðræknisfélagið sem deildir svo styrkur yrði fyrir hvortveggja. J. P. Sólmundsson fanst stjómarnefnd- in hafa verið lintæk á síðustu ámm í störfum sínum gagnvart útbreiðslumál- um. Páll Guðmundsson gerði tillögu og Jón Jóhannsson studdi að forseti skipi 5 manna nefnd í þetta mál. Samþykt. Þessir vom skipaðir: Jón Jóhannsson, Wynyard, Jóhann P. Sólmundsson, Páll Guðmundsson, Wynyard, Guðm. Arnason og Matthildur Friðriksson, Kandahar. Fræðslumál Tillaga frá S. B. Benediktssyni studd af séra Guðm. Amasyni að 3 manna nefnd sé skipuð í þetta mál. Samþykt. Ótnefndi forseti: Próf. Richard Beck, Jón Asgeirsson og Hjálmar Gíslason. Samvinnumál við fsland Gerði próf. Richard Beck tillögu og Jón Asgeirsson studdi að forseti skipi 5 manna nefnd. Samþykt. Skipaði forseti í nefndina: Dr. Rögnv. Pétursson, Mrs. Eiríksson, Selkirk, Próf. Richard Beck, Bjarna Skagfjörð, Selkirk og Friðrik Sveinsson. Þá gat forseti þess að bendingar hefðu komið um hvert æskilegra væri að erindi það er dr. Rögnv. Pétursson ætlaði að flytja á þinginu yrði flutt að kvöldinu kl. 8 og annar staður fenginn, þar eð Good- templara húsið fengist aðeins til kl. 6 þenna dag. Sagði hann að Sambands- kirkja væri fáanleg og ef þingheimur æskti þess mætti breyta tímanum. Urðu um þetta nókkrar umræður og gerði J. P. Sólmundsson tillögu studda af Sig. Vilhjálmssyni að fyrirlesturinn sé hafður í Sambandskirkju kl. 8. að kveld- inu . Breytingartillögu gerði A. P. Jóhanns- son studda af S. B. Benediktson að byrja fyrirlesturinn kl. 4. og 45 mínútur svo fyrirlesari hafi nægan tíma fyrir erindi sitt. Var þá gengið til atkvæða og breytingartillagan samþy.kt með 43 at- kvæði gegn 30. Var þá lesin skýrsla milliþinganefndar í Iþróttamálum. Var hún lesin af Jón- asi W. Jóhannssyni og er sem fylgir. Skýrsla Milliþinganefndar í Iþróttamálum Verkahringur þessarar milliþinganefnd- ar er kosin var á síðasta þingi var ein- gön'gu sá, að stjórna hockey samkepni um “Horn” Þjóðræknisfélagsins, sem gef- ið var hinni uppvaxandi íslenzku kynslóð og þeirra leikbræðrum til minnis um Þúsund ára afmælihátíð íslands 1930. Samkepninni var stýrt af Mr. J. Snydal er skipaði forsæti í nefnd þessari. Með honum eru í ráði J. Walter Jóhannsson og Karl Thorláksson. Hockey samkepni þessi fór fram dag- ana 25. og 27. febrúar 1933. Skautaflokkar þeir er þátt tóku í samkepninni voru 6. Utanbæjar frá Sel- kirk, Gimli og Arborg og frá Winnipeg: Pla-mors, Moming Glory og Falcons. Sig- urvegarar urðu Falcons og hlutu þeir “Homið” fyrir árið 1933. Fyrir sérstaka velvild Mr. Fred Hutchi- son’s, forráðamanns Olympic skautaskál- ans, komst nefndin að góðum samning- um við þann skautaskála og fóm leik- amir þar fram. Nefnd þessi hafði engu fé yfir að ráða og varð þessvegna að bera sína eigin byrði. Þessi sama nefnd hefir einnig séð u- undirbúning að samskonar skautasam- kepni þetta ár, 1934, er haldin verður snemma í marz á Olympic skautahringn- um. Þar sem útlit er fyrir eins góða þátttöku að þessu sinni og í fyrra, vilj- um vér biðja alla góða íslendinga að styðja þetta málefni eins og þeim er mögulegt. Feb. 20. 1934. A þingi Þjóðræknisfélags ísl. í Vesturheimi. Jack Snydal J. Walter Jóhannsson C. Thorlaksson. Gerði Asm. P. Jóhannsson tillögu og S. B. BenediktsSon studdi að skýrslan sé viðtekin. Samþykt. Crtgáfa Tímaritsins Tillaga frá Asgeir Bjamason, Selkirk studd af S. B. Benediktssyni að forseti skipi 3 manna nefnd í málið. Samþykt. Skipaði forseti í nefndina: Séra Guðm. Amason, Þórð Bjamason, Guðm. Eyford. Bókasafn félagsins: Séra Guðm. Amason gerði tillögu og S. B. Benediktsson studdi að 3 manna nefnd sé sett í málið. Samþykt. Crtnefndi forseti þessa: G. P. Magnús- son, Jónas Jónasson, Halldór Gíslason. Minjasafnið Sig. Vilhjálmsson gerið tillögu og B. E. Johnson studdi að 3 manna nefnd sé skipuð í málið. Samþykt. Tilnefndi forseti: Friðrik Sveinsson, Guðmann Levi og Grettir L. Jóhannsson. Sextugs afmæli Þjóðræknishreyf- ingarinnar í Vesturheimi. Asgeir Bjarnason, Selkirk, gerði tillögu og séra Guðm. Amason studdi að 5 manna nefnd sé skipuð af forseta í þetta mál. Samþykt. Voru þessir tilnefndir: A. P. Jóhannsson, séra Guðm. Arnason, Elin Hall, Jón Jóhannsson, Jón Janusson. Lagabreytingarnefnd Dr. Rögnv. Pétursson gerði tillögu og Margrét Byron studdi að þessi liður sé lagður yfir þar til stjórnnefndin hafi gert grein fyrir tillögum sínum í málinu. Samþykt. Ný mál Dr. Rögnv. Pétursson gerði tillögu og Guðmann Levi studdi af 3 manna nefnd sé skipuð til að athuga og taka við til- lögum um ný mál, að undanteknum A. lið á dagskránni. Samþykt. Tilnefndir: Dr. Rögnv. Pétursson, J. P. Sólmundsson, Hlaðgerður Kristjánsson. Jóhann P. Sólmundsson tók þá til máls um A. liðinn á dagskránni er fjallaði um kirkjulegt samband við ísland. Gat hann þess að hann hefði hreyft þessu máli á þingi hins Lúterska kirkjufélags s. 1. sumar og einnig á þingi Sambandssafn- aða og kvaðst hann vona að málið yrði tcliið til umræðu á þessu þingi. Séra Guðm. Amason gerði tillögu studda af Gísla Arnasyni að þessu máli sé vísað til væntanlegrar samvinnumálanefndar. Samþykt. Var þá fundi frestað til kl. 4. o- 45 mínútur. Þegar kl. vantaði 10 minútur í 5. byrj- aði dr. Rögnv. Pétursson á erindi sínu: Upphaf Vesturferða og Þjóðminningarhá- tíðin í Milwaukee 1874. Var húsfyllir og flutti ræðumaður erindi sitt með snild sem hans ea vandi. Var það ítarlegt og fróðlegt og er óskandi að almenn- ingur fái að sjá það á prenti áður en langt um líður. Að loknu erindi bað A. P. Jóhannsson þingheim að votta ræðumanni þakklæti sitt fyrir þetta snjalla erindi með þvi að rísa á fætur, og var það gert með lófaklappi. Var þá kl. orðin 6 og frestaði forseti fundi til kl. hálf tíu næsta morguns. Fundur settur kl. 10. f. h. af forseta. Síðasta fundargerð lesin og samþykt. Var þá lesin fjármála og bókasafns- skýrslur Fróns, sem hér fylgja. Crtgjöld Borgað í húsaleigu ..............$ 65.00 Borgað i kennaralaun ............ 246.00 Kostnaður við Mótið .............. 47.39 Kostnaður við skemtifundi ......... 7.00 Auglýsingar ....................... 9-00 Ritföng, bækur og frímerki og prentun fyrir Mótið ......... 12.90 Innköllunar laun .................. 13-U Borguð gömul húsaleiga ........... 20.00 Meðlimagjöld ..................... 45.80 Eldsábyrgð á bókasafni ............ 6.60 $472.80 Inntektir í sjóði frá fyrra ári ............$ 65.50 Samskot á fundum .................. 14.99 Meðlimagjöld ..................... 108.55 Tillag frá aðalfélaginu .......... 150.00 Inntektir af Mótinu .............. 148.50 Kenslugjöld frá nemendum ........... 5.25 Gjafir til Mótsins ................. 6.67 $499.46 Ctgjöld ........................... 472.80 I sjóði ............................$ 26.66 Skýrsla bókasafnsins Bækur safnsins i ár ........... 641 Bækur safnsins í fyrra ........ 608 Safnið aukist á árinu um ...... 55 bækui Bækur í útláns standi ......... 586 Bækur í útlans standi i fyrra 563 Fleiri bækur í útlans standi 23 að tölu Safnið aukið á árinu að verðlagi 33 bækur bætt við safnið ...........$28.00 Bækur bundnar .......;........... 10.55 Alls aukið að verðlagi ..........$38.55 Bækur bundnar á árinu ............... Inntektir á árinu ...............$79.13 Utborgað á árinu ................ 78.55 I sjóði í banka .................$ -68 Meðlima tala ....................... 49 Húsaleiguskuld ..................$32.00 S. B. Benediktsson gerði tillögu og Ari Magnússon studdi að skýrslurnar séu við" teknar. Samþykt. Þá tók Asm. P. Jóhannsson til máls um auglýsingar í Tímaritinu. Mintist hann á erfiðleika að safna auglýsingurn síðustu árin. Mæltist hann til að Þeir er styrktu félagið með auglýsingum ' Tímaritinu fengju að njóta viðskifta l®" lendinga, og einnig að fólk mintist & Timaritið við auglýsendur ef þeir ættu viðskifti við þá. Las hann upp lista af auglýsendum og endurtók beiðni sina að Islendingar létu þá njóta viðskifta sinna. Framh.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.