Heimskringla - 17.10.1934, Blaðsíða 4

Heimskringla - 17.10.1934, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA ||cimskring,la (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LiTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 011 viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 17. OKT. 1934 LIST J. P. P. í síðasta blaði Lögbergs, skrifar dr. Jóhannes P. Pálsson grein, sem á að vera svar eða otan í gjöf til ritstjóra Hkr. fyrir að minnast á útvarpssöng Karla- kórsins. Dregur hann athygli manna að því að hann hafi kynst Heimskringlurit- stjóra persónulega og að hann hafi ekki orðið var neins listrænis hjá honum, að minsta kosti ekki til þess að dæma um það listaatriði, sem í áminstri grein var rætt. Þó við þá lýsingu á ritstjóra Hkr. sé því bætt, að hann sé vandaður maður, dregur það ekki dulu yfir hitt, að hann sé barn, er um list sé að ræða. Það er langt frá, að ritstjóra Hkr. hafi nokkru sinni komið til hugar, að ætla sig lista- mann, og um dóm sinn um útvarpssöng- inn viðurkennir hann að h'kt hafi getað staðið á og um dóm bamsins um nýju fötin keisarans í æfintýrinu hans H. C. Anderson, er eitt þorði að kveða upp hið sanna um keisarabúninginn. Það munu flestir kannast við það æfintýri. Um listgáfu dr. J. P. P. skal hér ekki fjölyrt. Hitt mun samt sem áður nú orðið fáum dulið, að af því sem hann hefir skrifað um listir og söng, verður lítið ráðið um hæfni hans á því sviði. Og hann hefir þó mörgum meira um þessi mál rætt, jafnvel svo mikið, að full á- stæða er til að líta svo á, sem hann skoði sig þar sjálfkjörinn merkisbera vor Vest- ur-íslendinga, ekki vegna lista afreks verkanna ,sem hann hefir unnið, því þar hefir margur reynst honum. enn snjallari, heldur vegna listrænisins sem ólmast og brýst um í sál hans, þó aldrei hafi verið tamið eða vanið við vinnu. Og hvað sönglist viðvíkur, sem hér er sérstaklega um að ræða, má fara nærri um hvað skaparinn hefir verið örlátur við hann í úthlutun þeirrar náðargáfu, af táraflóð- inu, sem greip hans víkingssál við áð hlýða á Karlakórinn yfir útvarpið. Af myndinni, sem dr. J. P. P. dregur upp í grein sinni af því, má ætla að hann hafi ekki verið smár grátandi hópurinn það kvöldið hér vestan hafs! Það hefir líklegast verið um leið og dr. J. P. P. kyntist ritstjóra Hkr, að hann kyntist lækninum ofurlítið. Eftirsjá er engin því samfara. Þó við gerðum okkur glatt af að þræta um eitt eða annað eða stríða hvor öðrum, var það frá beggja hálfu græzkulaust og óvinátta var því engin samfara. Mikið fremur hið gagn- stæða. Þannig skildi viðkynningu okkar að því er mér er ljósast. Nagg hans, svo eg viðhafi ekki orðið “launklípni”, per- sónulega í minn garð stundum síðan, kemur því einkennilega fyrir sjónir. En að því sleptu og úr því hann minnist á hneigðir manna var það eitt, sem sá er þetta ritar varð meðal annars var í fari dr. J. P. P. Hann hafði sterka löngun til að vera fyndinn. En það er nú list fyrir sig og alt annað að vera, en látast vera fyndinn. Og hvað vel hefir verið farið með þessa drottinsgjöfina og hversu listin hefir þar notið sín, ber bæði “Hnausa- för” — og Lögbergsgreinin vitni um. Þar sem hvorttveggja er unnið í þágu listar- innar (sbr. “Ágóða af bókinni “Hnausa- för—” skal varið-----”) er það alt saman ærið nóg til þess að menn falli í stafi, það er að segja, þeir sem listhneigðir eru! Á einu orði í grein í Heimskringlu hneykslast dr. J. P. P. sérstaklega. Það er á orðinu launklípni. Hann dregur sér- staka athygli að því, af sömu ástæðu og Guðmundur Jónsson frá Húsey gerir í grein á öðrum stað í þessu blaði, af því að hann efast um, að það sé góð og gild íslenzka. Ekki skal því haldið fram, að íslenzku sé ekki ábótavant á ýmsu, frá minni hálfu, er í Hkr. birtist. Mest um vert í að skrifa gott mál, er frá mínn sjón- armiði, að stíllinn sé íslenzkur, hvað sem einstöku orðum líður. En um þetta orð launklípni, er það að segja, að það er góð og gild íslenzka og meira að segja all-algengt orð. Furðar oss stórlega á því, að þeir, sem hvöt finna hjá sér til þess, að kenna öðrum íslenzku, eins og þeir dr. J. P. P. og Guðm. Jónsson gera, skuli ekki hafa komist svo niður í staf- rofi liggur oss við að segja, íslenzks máls, að kannast við þetta orð. Manni verður orðfall, er þeir leggja út á þann hála ís, að dæma um hvað sé íslenzkt mál og hvað ekki, er ekki eru meira veganesti búnir, en þessir menn eru báðir. Það er hálf leiðinleg auglýsing, er menn flagga því að þeir séu málfróðir, en reynast aðeins máJóða. STEVENS OFSÓTTUR Eftir að verzlunarmálaráðherra Canada, Hon. H. H. Stevens hóf starf sitt í rann- sóknarnefndinni, og einkum eftir að sví- virðingin fór að koma í ljós og þjóðinni varð kunnugt um hverju fram fór á sviði viðskifta og iðnaðarreksturs, tók blaðið Free Press og önnur liberal blöð landsins, að ofsækja Mr. Stevens og biðja honum allra þeirra bölbæna, er þau máttu. Þau kröfðust þess, að Mr. Stevens yrði rekinn frá rannsóknarstarfinu og lang helzt vildu þau, að honum yrði sparkað úr ráðuneyt- inu eða stjóminni. Af því varð nú að vísu ekki, en ofsóknunum og tilraununum til þess hefir haldið látlaust áfram síðan í liberal flokksblöðum landsins. Einni sh'kri bölbæn er ausið yfir Mr. Stevens í síðasta tölublaði Lögbergs. Hún er þó ekki nema ávæningur, vopnagrýr- inn frá orustuvellinum, sem bardaginn er háður á gegn Mr. Stevens. Blaðið Free Press hefir í ritstjórnargreinum sínum gengið miklu lengra og tekið dýpra í ár- inni. Hvað hefir Mr. Stevens til saka unnið? Af rannsókninni, sem hann hefir haft með höndum, hafa stórverzlanir landsins hækkað kaup þeirra er hjá þeim unnu og lægst voru launaðir. Stóriðjuhöldar, sem vörur hafa keypt af framleiðendum urðu eftir rannsóknina, að gjalda framleiðend- um meira fyrir vöru sína en þeir voru að gera. Og þeir sem með falskri hlutasölu, rúðu margan einstaklinginn, hafa fyrir starfsemi Mr. Stevens orðið að lægja seglin í þeirri iðju. Alt virðist þetta nú hafa verið ærið þjóðþrifaverk til þess að vera þakkað það á annan hátt, en með rógi og tilraun til mannorðshnekkis. En samt hefir blaðið Free Press oft nefnt starf Mr. Stevens hegningarvert. Blaðið Montreal-Witness, sem er óháð blað, seg- ir Mr. Stevens hafa unnið til þess, að skipa æðsta sætið á bekk stjórnmála- manna í sögu Canada fyrir það að hafa hafist handa á rannsóknarstarfinu. Og alþýða manna mun í sama strengin taka. C.C.F. stjórnmálaflokkurinn hefir og lýst svipuðu yfir um þetta starf. Það láta yfir- leitt allir í ljósi eina og sömu skoðun á því, nema þeir sem bhndir eru af pólitízku flokksfylgi. Höfundur greinarinnar í Lögbergi, R. J. Beachman, er einn af þeim. Og til þess að geta ekið sínum pólitízka plógi móti starfi Mr. Stevens, segir hann, að Mr. Stevens sé valdur að óreiðunni í viðskift- um landsins með því að hafa veitt Ben- nettstjóminni að málum. Hún sé há- tollastjórn og hafi lagt auðfélögum lands- ins féð með hátollunum í hendur til að rýja og ræna þjóðina. Iðnhöldamir hafi þess vegna getað hækkað verð vöru sinnar og selt vatn í stað eigna til al- mennings með hluta sölu. Þó ganga megi að því sem vísu, að vöruverð haldist stöðugra með tollvemd, er ekki þar með sagt, að það hækki. Og yfirleitt hafa menn að því er iðnaðarvöru snertir, ekki kvartað undan háverði. Hún er og hefir verið í lægra verði síðari árin en áður. Enda vita menn að innan lands samtök, sem stjómir eru að engu valdar, halda oft verði háu og lágu. Eins og iðn- aðarfélögum tekst að halda vömm oft háum, án þess að nokkuð komi tolli við, tekst þeim oft, að halda því lágu á bún- aðarafurðum, þó vemdaðar séu með tolli. Dæmi af því er smjörverð í Canada, sem þrátt fyrir það þó verndað sé með tolli, er lægra en ástæða er til. Það er sá leikur, sem leikinn hefir verið af auðfélögum þessa iands frá því fyrsta. Ef Mr. Beach- man heldur, að gróðabrall félaga hafi ekki átt sér stað í Canada fyr en Ben- nettstjórnin kom til valda, er hann í meira lagi ófróður maður um þau mál. Stórviðskiftin voru komin á laggir fyrir 1930 eða 1931. Og það ætlum vér að þýðari Lögbergsgreinárinnar hafi ekki litið á þau sem heilög og lýtalaus fram að þeim tíma. Það þarf að vísu ekki að kippa sér upp við það, þó auðfélögin reyni að koma hefnd fram við Stevens fyrir hvernig hann hefir í gapastokkinn sett þau. Og það var engin hætta á því, að pólitízkur flokkur fengist ekki í Uð með þeim til þess að reyna að leggja þennan ósveigjanlega og óbilgjarna þrjót, sem Mr. Stevens hefir reynst þeim, að velli. Enda er nú að því róið. Þó að það muni reynast erfitt, að hnekkja áliti hans í augum almennings, eða þess hluta hans, sem utan liberal- flokksins er, verður áreiðanlega kapp- samlega að því unnið. í hvert skifti, sem athygli blaða dregst að einhverju sérstöku í sambandi við rannsóknina, fara liberal blöðin af stað. Nú er nefndin í lok þessa mánaðar aftur að byrja á rannsóknar- starfinu, og því þarf nú hvert Uberal blað sem nokkuð má sín, að ganga út í bar- dagan gegn Mr. Stevens og starfi hans. Það tekur í taugar auðvaldsins, að eiga þá rannsókn yfir höfði sér, sem eðlilegt er. Það hefir aldrei meiri felmtri slegið yfir auðfélögin, en þegar Mr. Stevens hóf þessa rannsókn. Af Lögbergsgreininni að dæma og öðru sem um þessar mundir kemur frá sprautum auðvaldsins, virðist nærri höggva, að þau séu ekki með öllum mjalla. FRÁ JAPAN Fyrir skömmu skrifaði barón Hayasti hermálaráðherra Japana bækling um stríðshorfur í Asíu, er mjög mikla eftir- tekt vakti. Um 160,000 eintökum af bæklingnum var útbýtt. Hafði það þau áhrif að eignaverðbréf í Japan féllu mjög í verða, eða um 2 yen, sem er um 60 cents. í bæklingnum varaði hermálaráðherr- ann við stríðshættunni frá öðrum þjóðum. Hvatti hann þjóð sína til að vera við öllu búna. Loftherskipa-flotann kvað hann þjóðina þurfa að efla. í stað 1000 loftskipa, sem hún nú heföi, ætti hún að hafa 3000. Hann benti á að Rússland og Bandaríkin hefðu 3000 loftherskip hvort. Kína hefði meira að segja 500 skip. Allan þenna flota kvað hann Japan mega líta á, sem óvina-her. Ennfremur hvatti hann þjóð sa'na til að efla sjóflotann og benti á um leið að Bandaríkin gerðu nú ráð fyrir að efla sjóflota sinn þar til hann væri orð- inn stærri en sjófloti Japana. Þau kvað hann sýnilega stefna að því, er E. E. Eberle aðmírall hefði bent þeim á, en það var að efla sjóflota Bandaríkjanna svo þau gætu komið sínu máli fram í Kína um að viðskifti væru þar öllum þjóðum frjáls. Blöð í Japan tóku bæklingnum illa og kváðu hann skrifaðan til þess að draga úr öllum tilraunum um lækkun fjárveit- inga til hersins. Engin bráð hætta vofði yfir af stríði. Varð andspyrnan svo kröftug, að fjármálaráðherrann lýsti því yfir, að það væri skoðun eins manns sem í bæklingnum stæði en ekki her- stjórnarinnar í heild sinni. í Bandaríkjunum er sagt að þeir sem hermálin láta sig þar mest skifta, hafi illan bifur á Japönum. William Mitchell og fyrrum hershöfðingi og sá er yfir- stjórn flugflotans hafði á Frakklandi í stríðinu mikla, sagði nýlega á fundi flug- hernaðarráðsins, að Roosevelt forseta viðstöddum, að “hættulegasti óvinur Bandaríkjanna væri Japan, og að það sem aðhafst væri, ætti að vera gert með það fyrir augum, að hefja árásina á Japana, en bíða ekki eftir að þeir færu af stað.” Hann gaf og mörg ráð um hvernig Bandríkin ættu að búa herinn sem bezt út og var þar á meðal, að sam- eina alt starf hans á landi, sjó og í lofti. Eitt af því er hann kvað til mála koma er um vöm í ófriði væri að ræða, væri það, að íbúar New York borgar væru reiðubúnir að yfirgefa borgina með öllu, því þangað myndi flugher Japana leita frá Alaska. Þetta er nú skrafið og ráðagerðirnar hjá herstjórunum, svo ekki er að furða, þó afvopnunar tilraunirnar gangi illa. SKULDSEIGIR FÉLAGAR Þjóðirnar sem þjóðabandalaginu heyra til eru skuldseigir féagar, eftir því er fé- hirði Þjóðabandalagsins segist nýlega frá. Af sextíu og fimm þjóðum, sem þjóða- bandalaginu heyra til, skuida nú fjöru- WINNIPEG, 17. OKT. 1934 tíu og fimm ársgjöld sín fyrir1 yfirstandandi ár. Á árinn nema gjöldin til sam- ans 30 miljónum gullfranka. Af þeirri fjárhæð eru 14 miljónir eða nærri helmingur en ó- greiddur. Þýzkaland hefir ekki greitt1 túskilding af ársgjaldi sínu, er nemur 2,404,000 franka. Japan borgar heldur ekki neitt af þeim 1,825,000 franka er það skuldar. Bretland er eitt af lönd- unum sem ekki hafa borgað og skuldar 1,000,579 franka. Gjöld sín fyrir árið 1934 hafa aðeins tólf lönd greitt. Það eru Canada, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Spánn, Portugal, Nið- urlöndin, Luxemburg, Mexikó, Indland, Sviss og Tyrkland. En gvo fer f jarri að þessar 14 miljónir franka séu öll ógoldin fédagsgjöld þjóðabandalagsins. Frá árinu 1933 er skuld er nemur 3,227,000 franka. Og frá árunum 1920 til 1932 eru 20 miljónir franka enn óinn- heimtar í félagsgjöldum. Þjóðirnar í Þjóðabandalaginu geta með réttu kallast skuld- seigir félagar. S^DODD’S KIDNEY THEP5S GRÆNLANDSÞÆTTIR M. FL. (Eftirfarandi grein eftir dr. Hannes Þorsteinsson ríkisskjalavörð er hér birt eftir Blöndu, tímariti Sögu- félagsins í Rvík.) I. Um fyrirhugaðan flutning ís- lenzkra manna til Græn- lands 1729—1930. Eftir að íslendingabygðin forna á Grænlandi eyddist með öllu, er virðist hafa verið á síð- ustu áratugum 15. aldar, var | landið að heita mátti algerlega útilokað frá umheiminum ná- lega um 2 aldir, og engin sigl- ing þangað, nema nokkrar meira og minna mishepnaðar rannsóknarferðir frá Dönum og óðrum þjóðum, einkum Eng- lendingum og Hollendingum, er fengu harla lítil kynni af þá- verandi íbúum landsins (Skræl- ingjunum) þótt skipshafnirnar næðu stundum tali af nokkrum þeirra. Um 1700 var landið því svo lítið þekt af Dönum, að tal- að var um að gera út leiðangur til að uppgötva það að nýju og nema það. Stakk Þormóður Torfason sagnaritari þá upp á því, að leit þessi yrði hafin frá íslandi, en annar stórlærður maður, mag. Arngrímur Vídalín, skólameistari í Nakskov, bróðir Jóns Biskups Vídalíns vildi, að farið væri beint frá Danmörku. Samdi hann þá rit allmikið í 3 hlutum um Grænland, bæði að fornu’ og nýju, um siglingar þangað, hag landsins til forna, og hvernig bygð Islendinga þar hefði eyðst. Vildi hann láta Dani gera alvarlega tilraun til að byggja landið að nýju og setja þar á stofn danska ný- lendu, en þangað til höfðu Dan- ir svo að segja ekkert samband haft við landið, eins og fyr er getið. Rit þetta samdi Am- grímur upphaflega á latínu t), en sneri því svo á dönsku, að minsta kosti síðasta hlutanum2) og afhenti þetta konungi (Frið- rik 4.) sumarið 1703. Er svo að sjá sem danska stjórain hafi i fallist á tillögur hans, og nokkru j síðar (líklega í janúar) 1704, j ritar Arngrímur umsóknarbréf til konungs, þar sem hann með- al annars býðst til að fara sjáJf- í ur í þessa landkönnunarferð til Grænlands.3) En honum auðn- aðist það ekki, þrí að hann and- aðist skyndilega í Kaupmanna- höfn 8. febr. 1704 á 37. aldurs- ári4), og þótti hinn mesti sneyð- 1) Er í Gl. kgl. Saml. 2883 4to í Konungsbókhlöðu. 2) Sú þýðing á s. st. 2884 4to. Einkennilegt er, að “Grönlands hist- oriske Mindesmærker” geta alls ekki Amgrims eða þessa rits hans. 3) Upphaf þessa bréfs ásamt á- gripi af uppástungum Arngríms er í Additamenta 103 fol. í Konungsbók- hlöðu. 4) J. öl. Grv. segir á einum stsið í ritum sínum (Lbs. 526 4to), að sér hafi verið sagt, að Arngrímur hafi andazt ’án xmdanfarandi kvillasemd- ar með nokkurri grunsemd af manna- völdum.” í fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúk- dómum, og hinum mörgu kvilla er 6tafa frá veikluðum nýrum. — pær eru til sölu í öUum lyfjabúðum á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Ckjmpany Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðlð þang- að. ir að fráfalli hans, því að hann var ágætur og áhugamikill lær- dómsmaður, og hefir meðal annars samið merkt rit (1701) um Viðreisn íslands, er hann stílaði til konungs5), og mun það meðal annars hafa stafað af því, að þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín voru sendir hingað 1702. En er Amgrímur féll svo skyndilega frá varð ekkert úr þessari för til Græn- land=>, sem þó virðist hafa verið ráðin, áður en Arngrímur lézt, enda segir beinlínis í íslenzkum heimildum, að hann hafi verið í “umsvifum að fara að leita Grænlands”, þá er hann andað- ist.1) Nú leið og beið, að Danir skiftu sér ekkert af Grænlandi fyr en 1721, að norski prestur- inn Hans Egede fluttist þangað og stofnaði nýlenduna Godthaab en saga hans kemur ekki ís- landi við. Á síðustu ríkisstjórnarárum Friðriks konungs 4. fór hann og stjórnin að láta hag Grænlands meira til sín taka en áður. Um 1727 var skipuð sérstök nefnd fyrir Grænland, og lét hún brátt bera allmikið á sér. Samkvæmt tillögum þessarar nefndar voru 4 skip send til Grænlands vorið 1728, þ. e. 2 með c. 90 manns, þar á meðal nýjan landstjóra (C. E. Paars) og hermenn í nýtt varnarvirki, og 2 flutninga- skip, ug hafði annað hesta með- ferðis til reiðar handa landstjór- anum og fylgdarliði hans, er áttu að reyna að komast þvert austur yfir jökulinn(!) til Eystribygðar, er menn héldu þá, að verið hefði á austur- iströndinni2), en úr þeirri jökul- reið varð ekkert, því að 5 hestar drápust á leiðinni til Grænlands, og þeir 6, sem eftir tórðu, dráp- ust af illri hirðingu, er þangað var komið. Flestir hermann- anna, er til Grænlands fóru, voru kvongaðir, og fluttu með sér konur og böm, en auk þess voru 10 karlmenn, teknir úr þrælkunarhúsinu, og 10 kven- menn, vígð saman eftir hlut- kesti, og send sem landnem- ar(!) til Grænlands. En þetta gafst illa, sem von var. Glæpa- mennirnir og því síður hermenn- irnir voru ekkert hrifnir af vistskiftunum, svo að lá við uppreisn. Urðu aðrir nýlendu- búar að skiftast á að halda vörð um sig á nóttunni. Og það mátti kaliast mesta heppni, að allflestir þessara hættulegu manna létust úr sótt um vetur- inn. Sumarið 1730 var sent skip með timbur til Godthaab, og skyldi reisa úr því timburhús á nokkrum þeim stöðum þar, sem Islendingar höfðu búið til forna, og áttu hús þessi að vera handa 6 ísienzkum fjöl- skyldum, er danska stjórnin ætlaði að láta setjast að í fjarðahéruðunum á Grænlandi, 5) Er í A.M. 192 c 4to, en af- skript í Lbs. 1549 og 1550 4to. Er getið allýtarlega um það í Landfr. sögu Þ. Thoroddsen. II, 231—233. 1) 1 handritasöfnum hér á landi mun enginn stafur vera með hendi Arngríms, nema umsóknarbréf hans til konungs 8. júní 1702 um eitt- hvert gott prestsembætti í Dan- mörku, en þetta bréf herjaði eg með eftirgangsmunum út úr Ríkisskjala- safni Dana 1926 og er það nú í Þjskjs. hér. 2) Sbr. Grönl. hist. Mindesmærker IÍI, 732—733.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.