Heimskringla - 17.10.1934, Blaðsíða 6

Heimskringla - 17.10.1934, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. OKT. 1934 ZENOBIA BRÁ TRYGÐUM Á svölunum fyrir húsi Mrs. Pennypeppers (sem leigði herbergi og seldi mátíðir) stóð Dr. Tibbitt, hnepti að sér glófum og rendi auga eftir aðalstrætinu í Sagawaug. Sá góði pillu- fræðingur hafði gilda ástæðu til að vera á- nægður með sjálfan sig og alt annað; hann hafði mikla aðsókn, gott atlæti og íbúð, var laglegur og vel búinn, svo hann mátti vel vera ánægður með veröldina. Hann mátti vel vera ánægður með Sagawaug, því að laglegri smá- bær var ekki til. Læknirinn rendi auga yfir hið mannlausa stræti og einmitt á húsið sem hann ætlaði sér að kaupa, vænt hús með kvist- um og stórum garði, sem náði niður að á. Það hús var mannlaust í dag eins og öll önnur. Að húsabaki í hverjum garði blakti þvottur í blástrinum en hvergi sá á bera handleggi innanum þá hvítu bólstra. Circus- inn var kominn til Sagawaug. í því læknirinn steig upp í kerru sína, kom strákur hlaupandi og kallandi: “Doktor! komdu fljótt, sýningin er að brenna og fíllinn með mannsvitið er rétt að segja orðinn að steik.” “Farðu ekki með þetta flapur, Jonni,” svaraði læknirinn. Strákur sór um og sárt við lagði, að þetta væri alveg satt, hann hefði séð það sjálfur með eigin augum. “Seztu iþá upp í og ef þú ert að fara með gabb, þá skal eg stinga þér í ána.” Nú er þeir óku sem leið lá, sagði Jonni sögú sína, sem snerist mest um olíutunnu undir stórum vagni með Daniel í ljónagryfj- unni og kerti og svo kom sprenging og engan sakaði nema fílinn með mannsvitið og apinn með hringuðu rófuna féll í yfirlið af hræðslu og hvort læknirinn hefði nokkum tíma vitað til þess fyrri ,að það hafi liðið yfir apa? Þegar þeir komu á sýningarstaðinn sáu þeir mikla þyrpingu kringum eitt tjaldið, þá sannaðist saga Jonna af óþef, líkt og leður væri að brenna. Dr. Tibbitt tróðst gegnum þvöguna og sá hvar gríðarstór fíll lá á hliðinni, með mikla brunaskellú á bógnum; hann engd- ist sundur og saman og stundi rymjandi; á höfðinu bar hann húfu af rauðu klæði, í lík- ingu við húfur brezkra dáta, á stærð við væn- an kútbotn, bundna með streng eða höku- bandi, ef segja má um fíla að þeir hafi höku. Þessi skarlatsrauða ostakirna hallaðist öðru hvoru fram yfir annað augað, en skepnan var svo vanaföst og þolinmóð, að hún skaut ran- anum við og ýtti húfúnni í sömu stellingar, þó að hún tæki mikið út. Uppi yfir henni stóð gæzlusveinn fílsins og eigandinn, stór maður hrukkóttur í framan, með litað efrivarar skegg og olíuborið hér og skrúfað. Þessir hörmuðu skaða sinn á víxl. “Bezti fíllinn í öllum heiminum!” sagði sýningarstjórinn. “Aldrei hefir Barnum eign- ast fíl sem kunni annað eins af listúrn og látum eins og Zenobia. Ó, frá því eg eyði- lagði sunnudagaskóla picnicið í sumar, hafa óhöppin elt mig sífeldlega!” Þessi í milli veinaði fílvörðurinn hryggum rómi: “Þessi fíll þarna er eins og hún væri mitt eigið afkvæmi, svo vænt þyki mér um hana, eða konan mín, ef eg mætti svo segja. Eg hefi sofið í básnum hennar í fjórtán bölv- uð ár.” Meðan á þessu gekk, skoðaði læknir sár- in og segir: “Ef þetta er ámóta —” “Ámusótt!” mælti sýningar eigandinn reiðilega, “hún hefir enga ámusótt, pillubauk- urinn þinn, hún er kokkuð, steikt, sviðin!’’ Hinn roðnaði lítið eitt, og segir: “Ef brúnasár fíla og manna eru ámóta, iþá hugsa eg að eg geti bjargað fílnum ykkar. Færið hingað kvartel af femisolíu og rekið þessa þvögu burt.” Boðum læknisins var fúslega hlýtt; hann fór úr treyjunni og tók til verka; honum hafði aldrei auðnast að sitja við sjúkrabeð ffla og þótti sú nýjung skemtileg. Eftir klukkustund var Zenobiu farið að létta; hún var hætt að rymja, lá á hliðinni, ramlega hlekkjuð við staur, reifuð í umbúðum. “Eg skal koma úm hádegi á morgun,” sagði læknirinn. “Guð almáttugur, hvað er að tarna?” Zenobia lék rananum um mittið á honum. “Þetta er dama, skaltu vita, siðug líka. Hún veit að þú hefir gert henni til góða og vill þakka þér með handabandi,” sagði sá, sem gætti fflsins. Læknirinn svaraði snúðugt, kvaðst helzt vilja vera laus við þessháttar eftirleiðis. Þegar hann kom daginn eftir, voru bönd á stöngum umhverfis fílstjaldið og innan vé- bandanna sæti alt í kring, því hærri sem fjær dró fflnum, öll full af fólki. “Fékk kvart frá hverjum af þessum krúmmum, fyrir að lofa þeim að sjá þig búa um sárin,” hvíslaði hahn að lækninum. — Seinna sagði hann kunningja sínum frá, að inræti þess sama læknis væri líkara tinnu heldur kristinnar manneskju,” neitaði að snerta við Zenobiu, nema eg fengi áhorfend- um skildinginn aftur og ræki þú burt.” En hvorugur hafði ilt af 'þessu. Frá morgni til kvelds kom fólk langar leiðir til að fá kvarts virði afgóni á þann sviðna listafíl, en vörður- inn lyfti horninu á umbúðunum stöku sinnúm, til að lofa mannfjöldanum að sjá hið skemda hold. Sýningin fór sína leið eftir nokkra daga og skildi fílinn efti rmeðan meiðslin voru að gróa, og hvar sem sýningar hersingin sló tjöld- um flyktist að múgur og margmenni af því að fréttin um hinn særða fíl hafði flogið fyrir henni. Þessú lík, mínir elskanlegir, eru geð gumu. Læknirinn hafði jafnvel enn betra upp úr þessu. Fregnin um lækningu hans á hin- um særða ffl fór víðsvegar. Fólkið sýndist halda, að úr því hann gæti læknað fíl, þá gæti hann læknað hvað sem væri. Hann var sóttur til umráða frá nálægum borgum, fílhraust kvenfólk gerðist lasið, til þess að sækja hann og spyrja með hryllingi spurninga um “vesalings skepnuna”. Stjóm munaðarlausra hælisins setti hann á skrá sinna lækna (sem honum þótti ekki fráleitt, því að börn og circus ættu vel saman) og helzta blaðið í 'bænum kallaði hann hálærðan. Hann vitjaði Zenobiu á hverjum degi, en hún heilsaði honum með háum hrinúm, hún var líka svo ólm í að heilsa honum með handabandi, að gæzlusveininn varð að sitja á höfðinu á henni, gvo læknirinn hefði frið. Hún var sæmilega gróin eftir tvær vikur og beið færis að ná fljótri ferð til eigandans; læknir- inn var því sjúkdórns tilfelli með öllu afhuga, hafði líka fengið borgunina fyrirfram. Nú “skeði það einn fagran veðurdag þetta sama sumar, að dr. Tibbitt skokkaði leið sína til Sagaæaug í vagni gínum. Hann kom frá Pelion, næsta bæ, hafði farið þangað þeirra erinda ,að finna Miss Minetta Bunker, þá ungu mey, sem hann langaði til að skipa í húsfrúar- stöðu í húsinú fymefnda, sem átti land niður að ánni. Þegar hann bar að, hitti hann svo á að hún var að leggja upp í skamma skemti- ferð með Tom Matson, í þess unga og efnaða manns léttavagnL Nú óttaðist læknir vor að vísu ekki neitt, hvorki í lækningalist né ást- um, en þegar ungur kvenmaður verst allra frétta um hvert hún vill stefna blíðu sinni, þegar efnaðasti ungi maður bæjarins dregur sig eftir henni og þegar móðir meyjarinnar styður hinn auðuga mann af öllu megni, þá er ekki nema eðlilegt að ungur sveitalæknir sé annars hugar og kvíðafullur um afdrifin. Satt að segja var læknirinn svo þungt hugsandi, að hann tók ekki eftir þungu fóta- taki, sem færðist nær og nær. Hrossið fyrir vagni hans var næmara, samt, og tók að fælast. Læknirinn tók í taumana og hafði sig allan við að kyrra merina. “Ú-ú—hægan, stúlka, ú-ú”, sagði hann og hropaði svo alt í einu: “í herrans nafni og—”. Innum vindaúgað á vagni hans kom nokk- uð líkast togleður hólki og fór spriklandi um kinnar hang og þetta var þá einmitt Zenobia, með keðjuslitur um annan afturfótinn og raúða ostakirnu á höfði, brokkandi meðfram kerru hans.pústandi af ánægju og auðsjáan- lega til þess komin að sýna honum blíðu atlot, eftir því sem mjúku, leðurslegnu áhaldi með ibarða brag mátti við koma. Óttinn rann af honum samstundis og hann sá hvað þetta var. Ferlíkið var í vinar- hug, ef ekki meir. Hann hugsaði sér, að ef hann gæti ráðið við hrossið, þá mætti sér tak- ast að láta skepnuna elta sig, og þá var skemsti vegurinn út að tjaldstaðnum að halda beint áfram gegnum bæinn. Hann grunaði ekki hversú mikla ást hið stóra hjarta Zenobiu hafði lagt við hann, og það hjarta var í stærra lagi, ef dæma mátti eftir eyrunum, eins og alþýðu truin gerir. Nú lá leiðin framhjá húsi þar sem Mrs. Burgee bjó, kona meðhjálparans, hún var vel metinn sjúklingur, en veiki hennar var svo háttað, að hún gat s#etið við opinn glugga í framstofu sinni. Þar sat hún venjulega, þegar læknirinn fór hjá á sínum húsvitjunar ferðum og þá brosti hún og hneigði sig til hans, til þess að láta hann vita, að ekkert gengi að. En í þetta sinn hljóðaði hún upp yfir sig og þaut frá glugganum og í sama bíli skaut þar upp móður hennar, sem var harðger kona þó gömul væri, hún gerði ekki nema rak upp hljóð og skelti aftur glugganum. Læknirinn rölti götuna út að tjaldstað, með fílinn í togi, en fíllinn lét ranann leika um hann af mikilli blíðu, hvemig sem hann hrylti við. Eftir litla stund kom vörðurinn í ljós. Zenobia sá hann álengdar, öskraði ákaf- lega rétt við vangann á lækninum, fór út úr götunni, braut girðingú þar sem-hún kom að henni, öslaði yfir akurrein og hvarf í skógar- brún. Læknirinn lét hún einan um að sefa hrossið og mæta fílsverðinum, sem nú kom að, fokvondur og ávarpaði lækninn hárri röddu: “Hvað á þetta að þýða, hræið þitt, að hæna að þér fíl og stela trygð hans frá manni? Þú kant enga mannasiði, heldur hagar þér eins og hund-tyrkinn. Þessi fíll og eg höfum verið laxmenn í fjórtán ár og nú ferðu til og reynir að komasit upp á milli okkar.”' “Eg vil ekki sjá þinn herjans ffl,” sagði læknirinn og hafði ekki lægra. “Hvað kemur til að þú lætur hann ganga lausan?” “Hún sleit sig upp til að elta þig,” svar- aði hinn. “Eg sá til ykkar, kóketterandi alla leið. Ó, eg vissi strax, að þú varst ómerkileg- ur ræfill, þegar eg heyrði að þú slóst úm þig með stórum orðum, sem enginn skildi.” Næsta morgun hrökk læknirinn upp í dögun; hann hafði verið á ferð utanbæjar kveldinu áður og þóttist sjá stórit ferlíki á hraðri ferð í þokuslæðingi, meðfram brautinni. Nú er hann leit út um gluggann sá hann hvar Zenobia stóð í miðjum blóma garði Mrs. Pen- nypepper og ruddist um fast með rana sínum; hún ruggaði til og frá í ró og næði en allur skrokkurinn glitraði af dögg. Læknirinn klæddi sig sem skjótast og þaut ofan til að hitta þetta mikla trygða tröll. Tröllið kom þjótandi, þegar það kom auga á hann, og hann sá ekki annað ráð vænna, heldur en láta það elta sig út fyrir bæ, áður en fólk kæmi á fætur og halda því með ein- hverjum ráðum, þangað til hægt væri að koma boðum til gæzlumanns og láta hann hand- sama dýrið. Hann fór fáförnustu götur, en þó lá leið hans um hjá keppinaut hans í listinni, og það þótti honum verst, ef hann skyldi verða á vegi hans. Ekki varð af því, en djákninn Burgee mætti honúm, með stóran böggul af líni og ullardúkum undir hendinni; djákninn var grettinn og ófrýnilegur. “Góðan daginn, Mr. Burgee,” sagði lækn- irinn og reyndi að vera framur og léttbrýnn. “Hvernig h'ður Mrs. Burgee?” “Henni heilsast vel og á ekki neinum circús læknum fyrir að þakka,” svaraði djákn- inn fýlulega. “Og ef þú vilt vita nokkuð meira um hennar heilsufar, þá spurðú Dr. PattengiJl. Hann hefir mefra vit en að þjóta um alla götur með skáldaðan fíl á hælunum, og hræða kvenfólk heilan mánuð fyrir tím- ann.” “Nú, djákni,” mælti læknirinn, “hvað — hvort er það?” “Það er drengur,” svaraði hinn byrstur; “og það var sannarleg guðs miskunn, að það fæddist ekki með rana og rófu.” Nú hélt læknirinn fram ferðinni þar til hann kom að urgirtum bithaga, nálægt skógi sem umhverfði bæinn á allar hliðar, settist fyrir í horni stauragirðingar og ætlaði sér að bíða þar til bónda bæri að eða kálsala og gera boð með þeim til fílvarðar. Hann þurfti að gera öðrum boð líka; hann þurfti að vitja þó nokkurra sjúklinga strax og ef honum tækist ekki að losna við tröllið von bráðar, þá mætti hann til með að fá Dr. Pattengill til að vitja þeirra. Hart var það, en annað úrræði var ekki til. Zenobia stóð hjá honum, og gerði ýmist, að þukla hann með rananum eða lag- færa rauðu kirnuna sem hún hafði á höfðinu, og nú var farin að verða laus og óstoðug; hún var auðsjáanlega lukkuleg, öskraði ánægjú- samlega, reif upp gras og rétti lækninum, stakk því upp í sig, þegar hann vildi ekki við því taka; einu sinni tók hann við, þegar hún rétti honum baldursbrá, en því sá hann eftir, hún varð svo glöð við, að hún eyðilagði hatt- inn hans með blíðulátum. Læknirinn var vænn maður, hann skildi að Zenobia vildi vel, klappaði henni á ranann og gerði ilt verra. Hún var rétt búin að drepa hann með trölls- legum gleðilátum. Ekki komu bændur né kálsalar, en loks- ins komu strákar og stóðú og gláptu í hálfa klukkustund áður en þeir fengust til, fyrif fimtíu cent, að sækja Dr. Pattengill og fíl- vörðinn. Hinn fyrnefndi kom fyr, en ekki nær en svo að það skildist hvað hann sagði, þegar hann kallaði sem hæst. “Hello Doctor! Vilt að eg vitji sjúklinga fyrir þig. Eg held eg geti það; hefi hálftíma frían. Kom með svefnlyf handa þér. Heyri að þú hafir vitjað fíla.” Nú tóku þeir lærðu herrar að kallast á um sjúklingana og hver meðöl ættu við þeirra vesöld og kom ekki saman. Sú deila harðnaði þangað til sá varð gramur sem sat á girðingar hominu hjá fílnum og hrópaði hástöfum á sinn embættisbróður: “Svei þér!” með svo miklu fjöri, að fíllinn hrökk við, læknirinn tókst hátt á loft og kom niður í kúatjöm, sem var útan við hornið sem hann sat á. Zenobia hafði komið við girðinguna. í þessu kom gæzlumaðurinn, en jafnskjótt og hann kom í ljós, skaut Zenobia rananum upp í loftið, rak upp gamanöskur og hélt til skógar með tíðu og þungu fótataki. Gæzlu- maður lýsti fyrir lækninum, hvaða viðtökur hann skyldi fá hjá sér og sínúm félögum, ef hann kæmi á sýningu þeirra, með mörgum orðum og velviðeigandi, að honum þótti, og með það hélt læknir til bæjar. “Ef það er þakklátssemi sem gengur að þessari skepnu, þá skal eg gefa henni meðal við því,” hugsaði hann, og af gamalli venju tók hann lyfseðla blöð upp úr vasa sínum, ritað á forskrift og gekk með hana í apotekið. Lyfsalinn leit á og segir: “Þig vantar sprengikúlur en ekki pillur, sé eg er.” “Skiftu þér ekki af því, flýttu þér bara.” Hann beið á pallinum fyrír dyrum lyfja- búðarinnar, gerði boð eftir kerru sinni og skyndist upp og ofan strætið, hálfsmeikur. Eftir litla stund rak lyfsalinn út höfuðið og segir: “Eg hefi heilmikið af djöfulsdropum, sem eru farnir að mæðast og hálfpund af forstæk- um bræðingi.” “Hnoðaðu alt í sama kökkinn,” svaraði læknirinn snúðugt; rétt í því sá hann hvar Zenobia kom labbandi. Hún nam staðar þar sem læknirinn beið eftir meðala kökknum. Hann lét sem ekkert væri, þegar fíllinn kom, sneri sér ekki við og sagði tíkt og hann væri að tala til rakka: “Legstu Zenobia!” Hann var að taka við pillúnni af lyfsalanum, en sú pilla var líkari kögli eða jafnvel bögli, heldur en pillu. Fíllinn var að fitla við eyrað á honum með rananum, en er hún heyrði tiltalið, lagðist hún á hnén, lagði ranann utan um hann, vatt honum upp á bakið á sér, stóð upp og þrammaði niður götu. Strákunum, sem voru tuttugu og þrír, að tölu, þó varla væri kominn fótaferðar tími, þeim var skemt og létu það ósleitilega í ljós. Lyknirinn komst ag baki með því að grípa báðum höndum um trjágrein. Þetta ferðalag hans var vandilega adgætt fkrá nítján svefn stofu gluggum. Nú kom vagninn og læknirinn ók burtu eins hart og hann gat, þangað til hann var kominn framhjá húsi djúknans Burgee, en Zenoibia brokkaði á eftir í bezta skapi. Nú hægði hann ferðina, Zenobia kom nær en merin stóð á afturfótunum, löðrandi í svita. “Zenobia — köggul!” sagði læknirinn. Hún gerði sem hún var vön við í legunni, opnaði munninn og gleypti þann háskalega köggul. Svo héldu þau af stað aftur og læknirinn tók stefnuna á tlaldsaðinn. En Zenobia var löt; hún hafði verið á feluhlaupum úm skóga í tvo sólarhringa og var farin ag þreytast. Þegar læknirinn sló í, tók hún um kerruna, hvar sem rana festi á, og hélt henni kyrri. Þetita skemdi kerruna, fældi merina, en Zenobia hafði það fram sem hún vildi. Þau komu þangað stundu fyrír hádegi, sem Jake Bumgardner svalaði ferða- fólki, og þá sá læknirinn, að hann var á réttri leið til tjaldstaðar, eftir alla krókana. Hann hélt leiðar sinnar í léttu skapi, með því að honum varð enginn tálmi að fílnum og vissi ekkert hvað af skepnunni hafði orðið. Hann frétti það seinna. Meðalið fór von bráðar að verka, enda svo úr garði gert, að engin lifandi skepna gat staðist annað eins samsull, sérlega voru söltin mögnúð og að litlum tíma liðnum var Zen- öbia heitari að innan heldur en kolagröf, gapti og stundi ákaflega og fór að leita að vatni; hún tæmdi vatnstroð við veginn, þurkaði upp einn eða tvo polla, áður en hún kom að svöl- unar skálanum, en þar stóðu milli tíu og tutt- ugu bjórkaggar á stéttinni og einn með þeim lög, sem staupasalinn uppnefndi kornbrenni- vín. Zenobia hafði reynslu af vatnstunnum og hafði nú sama siðinn, braut botninn í einum kagga eftir annan, með framfætinum, saug innihaldið upp í ranann og hvolfdi því ofan í maga. Ef þér finst aðfarirnar svaðalegar, þá minstu pillunnar. Bumgardner snaraðist út með barefli að vernda eigur sínar; hún snerist við honum, spúði á hann öli, svo að hann var í einu löðri frá hveifli til iilja, tæmdi alla klútana sem eftir voru og rambaði burt að leita læknisins. Sá góði maður ók sína leið, glaður af að vera orðinn einn og eftir nokkra stund sá hann til kerru á undan sér, með karlmanni og kven- manni. Hann dró þau uppi smámsaman og í sama mund heyrði hann þungt fótatak á eftir sér. Hann leit við og sá Zenobíu, hún vazt út á hliðarnar meir en vant var og rauða húfan hékk fram yfir vinstra augað á henni. Hún var svallaraleg í útliti og óstöðug á gangi. Zenobia var drukkin, þó læknirinn vissi ekki af þvf. Zenobia var veik, þó ölværðin yfirgnæfði veikindin. Jafnvel brennlsteinskalk þokkar kurteislega fyrir ofurefli öls og brennivíns. — Hún rambaði á báða bóga, slettist áfram flétt- andi og rak upp öskur, óumræðilega ámátleg. Framundan sér sá læknirinn Tom Matson í nýja vagninum, með Miss Bunker á aðra hönd. Hesturinn hans hafði bæði séð Zenobíu og heyrt, prjónaði og gneggjaði og hrein af af hræðslu og ólmaðist í akböndunum þar til hann skelti um kerrunni en Tom og Miss Bunker þeyttust út fyrir braut og komu niður þar sem nóg var af brenninetlum. Tom var ekki seinn á sér, spratt upp, tók til fótanna, þaut út á akra og leit aldrei aftur. Miss Minetta Bunker brölti líka á fætur, horfði á eftir honum með eld í augum og sagði hátt: (Frh. á 7. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.