Heimskringla - 24.04.1935, Page 4

Heimskringla - 24.04.1935, Page 4
4. SIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. APRÍL, 1935 ^reimskringla (Stofnua lttt) Kemur út i hverium mUMkudegi. Bigendur: THE VIKING PRESS L.TD. 153 og tS5 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi■ tS 537 VerB blaðsins er »3.00 irgtuigurinn borgtot tyrlrfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. t>n vlðaklfta bréf btaBinu aðlútandi sendiat: Manager THE VIKINQ PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri 8TEFÁN KINARSSON Utanáskrift til rttstjórans: EDITOR HEIMSKRINQLA ttt Sargent Ave., Winntpeg "Heimskringla" is publiabad and printed by THE VIKIMO PRESS LTD. 153-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telepboce: M 687 WINNIPEG, 24. APRÍL, 1935 SUMARDAGURINN FYRSTI Sumardagurinn fyrsti er á morgun. Verður þess minst af íslendingum hér að gömlum og góðum sið, með samkomu I Sambandskirkju. Flytur séra Jakob Jóns- son þar ræðu. Má vænta að íslendingar láti sér ekki það tækifæri úr greipum ganga, að hlýða á þann snjalla ræðumann minnast komu sumarsins. Sú var tíðin, að komu sumarsins var minst af öllum germönskum þjóðum. Þórs-hátíðirnar um sumarmál voru sum- arfagnaðarhátíðir. Þór var guð máttar- ins og náttúrukraftarins, er gróður vekur og h'f. í Nonegi, var sumard. fyrsti lengi 14. apríl, á Tiburtiusmessu og mun þess þá hafa verið minst. En hátíðahöldin hafa nú lagst niður alls staðar, nema að því leyti sem sumarkomunnar er enn minst af íslendingum. En þó mun við sjálft hafa legið, að einnig þar iegðist það niður. Þegar ís- lendingar tóku kristni, lá auðvitað beint við, að þurka þessa venju út, með öðr- um fomum siðum og ekki sízit, þar sem hún var við guðinn Þór kend, því það gleymdist aldrei, sem bezt sézt á því, að sumardagurinn fyrsti var ávalt haldinn þann dag vikunnar, sem nefndur var eftir Þór, Þórsdegi eða fimtudegi, og er það enn. Þá lá þetta líka vel við höggi, af því kirkjurímið, var ekki í samræmi við misseristalið. En samræmi var þó komið á tímatalið, og er það líklegast að þakka þeim manni, sem mestan stjömufræðing má telja þeirra er þá voru uppi, ekki aðeins á íslandi heldur og um allan heim. Stjörau-Oddi hét hann og var uppi á tímabilinu frá 1075—1150 eftir því, er menn eru um Stjörou-Odda hafa ritað komast næst. Afreksverk hans var að athuga hvort sólstöður væru rétt útreiknaðar eftir kirkjurími. Hvernig fór hann að því, að rannsaka þetta á þeim tíma er engin á- höld vom þar til gerð, og alls ekki á ís- landi, þó einhver kunni að hafa veriði til erlendis, en sem samt hafa ekki verið nema mjög ófullkomin? Áhaldið sem Stjörnu-Oddi notaði, var sólin sjálf, þegar ekki var til annars að grípa eða hæðar- mál hennar á lofti. Og það fann hann hvað mikið var með því að reikna út tímann frá því að á efri rönd sólar bólaði á lofti og þar til neðri röndin var einnig komin upp yfir hafflötin eða fjallagnýp- una, sem hann miðaði mið. Með þessari aðferð fann hann nákvæmar en áður hafði verið gert, hvenær sólstöður voru og kom með því skipulagi og samræmi á misseristalið og kirkjurímið, svo að ekki var lengur ástæða til sundrungar út af tvennskonar tímatali; útreikning Stjömu- Odda rengdi enginn. Samkvæmt því misseristali, sem var gildandi síðari hluta 12 aldar, var sumar- dagurinn fyrsti 9. apríl, ef hann bar á fimtudag, en annars fyrsta fimtudag eftir 9. apríl. Og það er einkennilegt við það tímatal Stjörnu-Odda, að 9. apríl sezt ekki dagur í fyrsta sinni á vorinu á Norð- urlandi á íslandi. Síðari tíma Almanök binda sig auðvitað ekki við þetta og því er sumardagurinn fyrsti annan mánaðar- dag nú. En í tímatalsreikningi, var Ev- rópa ekki komin svo langt á dögum Stjörnu-Odda, að við hann þjrrfti að reyna sig. Stjömuvísindi hans komu í bága við trúarlegu heimspekina eins og vísindin hafa oftast gert. Á margt væri gaman og hugþekt að minnast í sambandi við komu sumarsins, h'fsins og gróðursins. En við þetta skal nú sitja. En eins lengi og Islendingar koma saman til að fagna sumri, virðist oss sem kenna megi ættarmót þeirra við það sem norrænt var ,og íslenzkt varð og er enn. Gleðilegt sumar. MENNINGARARFS fSLENDINGA RÆKILEGA MINST Meira hefir verið unnið að því á þess- um vetri en nokkm sinni áður hér um slóðir, að kynna hérlendum mönnum menningararf Islendinga, íslenzkar bók- mentir. I Manitoba-háskóla voru tveir fyrirlestrar fluttir fyrir skömmu, er að þessu lutu, og háskólinn þakkarverðast efndi til. Fyrirlestrana fluttu þeir Skúli prófessor Johnson og dr. Röngvaldur Pétursson. Mundi erfitt hafa reynst, að velja heppilegri menn til þessa, því um hvom fyrirlesarann sem er, má með sanni segja, að á fræðimannlega vísu hafi sökt sér ofan í íslenzkar bókmentir hér flestum ef ekki öllum öðrum fremur og hafi ekki aðeins öðlast dýpri og full- komnari skilning á þeim, heldur einnig þá ást og rækt, er beztu mönnum hverrar þjóðar er eiginleg gagnvart þjóðemi sínu. Þeir íslendingar, sem á fyrixlestrana hlýddu, hafa hlotið að halda heim til sín glaðari en áður í bragði úit af því, er enskurinn heyrði þama um arfinn, bók- mentir vorar, og sannfærðir um að nú vissi hann meira en áður um það hvaðan Íslendingnum væri runninn mergnr í bein. Sá menningar grundvöllur, sem ís- lendingar stóðu á, er þeir komu hingað, hefir hlotið að líta öðru vísi út, en marg- ur hérlendur maður hefir áður gert sér grein fyrir. Því enda þótt einstöku menn, svo sem prófessor Kirkconnell hafi að þeirri niðurstöðu komist, að mesta skáld Canada hafi enn sem komið er, verið íslendingurinn, Stephan G. Steph- ansson, er auðvitað fjöldi manna til, er ekki veit meira um menningu Íslendinga og bókmentir, en kötturinn um sjó- stjörnuna; þaðan af síður að fombók- mentir íslendinga séu eina uppsprettu- lindin er fróðleikur verður sóttur í um þjóðimar er norðurlönd og mikið af Ev- rópu bygðu fyrir 12 til 14 hundrað árum. Svo mikill áhugi lýsti sér hjá áheyr- endunum, að enda þótt hvor fyrirlestur stæði yfir í IV2—2 klukkustundir (þeir voru fluttir sitt kvöldið hvor), þá stoegg- ræddu þeir efnið sín á milli lengi eftir það í fyrirlestrasalnum. Þeim virtist ó- ljúft að taka hugann frá því. En svo er ekki þessum tilraunum með að vekja efitirtekt á þjóðararfi vorum með þessu lokið. Síðast liðinn miðviku- dag hélt dr. Ólafur Bjömsson fyrirlestur í háskólanum að tilhlutun “Sögu- og vís- indafélagsins í Manitoba”. Hann sagði frá Vestur-flutningum Islendinga á fyrri árum. Var hann þeim hnútum kunnug- ur, því sjálfur var hann einn af fýtstu vesturförunum og þurfti ekki að “fara í smiðju” eftir efninu, fremur en hinu, að færa það í þann frásagnar búning að skemtilegt yrði á að hlýða. Ef satt skal segja, þá er dr. Ólafur Bjömsson annar “Káinn” í ræðustól. Hann kom sem drengur, með foreldrum sínum til þessa lands árið 1876 og var í öðrum hópnum er til Gimli flutti. Rakti hann ferðasög- una frá því er hann fór að heiman fyrst til Glasgow, þá til Quebec, þaðan til Dul- uth og síðast upp eftir Rauðánni itii “fyrirheitna landsins”. Jafnframt sögu- legum fróðleik kom fram í erindinu djúp- ur skilningur á áhrifum þeim, er líf frum- byggjanna var háð, þrautum þeirra og þjáningum, sorgum og stríði, sigmm og gelði. Þessum mönnum öllum, er með þessum fyrirlestmm hafa verið að kasta ljósi á bókmentir og menningu þjóðar vorrar, ber fylsta viðurkenning og þakklæti frá Vestur-íslendingum fyrir starf sitt. ERU KONUR LÍKLEGAR TIL AÐ TAKA VIÐ VÓLDUM í HEIMINUM Það er svo nýtt, síðan að Mrs. Emme- line Pankhurst leið, að minst sé á kven- frelsismálið, að það er ekki langt frá því, að það megi telja til fáheyrðra frétta, þá sjaldan að þáð er gert. Nýlega hefir kona er Hadelin Blitztein nefnist, skrifað grein með ofanskráðri fyrirsögn, og birt í bandarísku blaði, um það, hvemig kven- þjóðin sækir fram til meira frelsis og jafnrar þátttöku við karlmenn, ef ekki meiri, í þjóðfélagsmálum öllum. Skulu hér tekin upp helztu atriði greinarinnar. Höfundur bendir fyrst á, að enda þótt sumstaðar sé nú svo litið á, sem baráÆtan fyrir jafnrétti kvenna og karla sé úr sögunni, vegna þess að hið dýra hnoss, frelsið, sé fengið, sé henni samt sem áður haldið áfram ótrúlega víða, þó síður sé eftir því tekið en áður vegna þess að bardaga aðferðin hafi breyzt. Fyrir stríð- ið mikla var t. d. algengt að gluggar voru brotnir, póstkassar brendir og að hetjur kvenfrelsins málsins sveltu sig í fangelsum. Telur hún sambönd kvenna og félög starfandi sí og æ að hugsjóninni í löndum þeim, sem ekki hafa veitt kon- unni jafnrétti, enda sé þess full þörf, því kvenþjóðin sé víða ekki aðeins kúguð, heldur virðist hún harðánægð með í fá- fræði sinni og ósjálfstæði að bera ófrelsis okið möglunarlaust. I Canada og Bandaríkjunum telur hún jafnrétti kvenna og karla náð að öllu leyti nema því, að enn sé vinnugjald kvenna lægra en karlmanna, þó vinnan sé sú sama. En þá ósanngimi telur hún brátt muni verða að hverfa og tækifæri kon- unnar skoðar hún meiri og betri í þessum löndum og eins góð og þar sem þau séu viðurkend mest, t. d. í Noregi. Á Bretlandi telur hún og jafnréttið einnig orðið mikið þar sem komur geti skipað stöður sem þingmensku, og meira að segja geta orðið ráðgjafar og ríkis- fulltrúar. I fari konunnar sýni frelsið sig ávalt í því, að hún klæðist betur, beri sig betur og tígulegar, njóti meiri og breytilegri skemtana og félagslífs en áður enda þótt tekjumar kunnl að vera af skomum skamti og ef til vill litlu meiri en mæðra þeirra vom. En að þessum löndum frádregnum, þ. e. Norður-Ameríku, Bretlandi og Norður- löndum, hefir konan til skamms tíma látið sig réttindi sín litlu skifta. En einnig í þeim löndum er að verða mikil breytng á þessu, síðustu árin. Og er þá fyrst að taka Japan til dæmis. Ekki hefir kvenþjóðin þar at- kvæðisrétt ennþá, en baráttan fyrir þeim réttindum er nú hafin. Hún hófst með stofnun félags eins, er kendi sig við “Bláa sokka”. Benti það afdráttarlaust á að verkefni sitt væri að endurheimta hin fomu réttindi kvenna frá 8 öld, er þær vom jafningar karlmanna, og höfðu herþjónustu með höndum sem karlmenn og áttu þátt í myndun ríkisins eins og 'Odonohine prinsessa hefði átt. En nú væru þær svifitar persónufrelsi sínu, væru seldar mansali, og hefðu yifrleitt í augum upplýstra þjóða ekki mieiri réttindi, en húsdýrin. Þó takmarkinu hafi hvorki þetta fé- lag náð né önnur, er með svipuðu augna- miði hafa verið stofnuð, er það víst, að þau hafa gerbreytt hugsunarhættinum og konur eiga þeim að þakka, að þær eiga greiðan gang að öllum mentasitofnunum landsins og ýmsum stöðum í þjóðfélag- inu, svo siem kennarastöðu. Félög þessi hafa tekið þátt í verkföllum með verka- konum og með því fengið vinnuskilyrði þeirra bætt. Og þau hafa andmælt með kröfugöngum mansalinu. Alt þetta hefir haft mikil áhrif, þó löggjöfinni hafi það ekki stórkostlega breyitt, og stúlkur, sem nokkurrar skólamentunar hafa notið, neita nú með öllu að aðrir ráði giftingu þeirra. Kvenfólk f Japan hefir, á síðustu tím- um, einkum í bæjum, samið sig að evróp- iskum siðum .klippir hár sitt, gengur á hælaháum skóm klæðist kjólum sem vesturlanda konur og gengur hnarreist- ara og beinna við hlið eiginmanna sinna, en áður. Reyndar leyfðist konu nú ekki itil skamms tíma að ganga við hlið manns síns, hún varð að trítla ein sex skref á eftir honum til þess að ekki yrði vilst á því, að maðurinn væri henni fremri eins og einnig var siður í Kína. Nú gengur hún við hlið hans. Skyldi sá tími koma, að maðurinn yrði að þramma sex skref á eftir henni? I Kína virðist vera að renna upp ný öld fyrir kvenþjóðinni. I hinni nýju stjómar- skrá landsins er konunni áskilin sömu réttindi og karlmanninum í öllum skiln- ingi, pólitík, atvinnumálum o. s. frv. Stúlkur hnappast til háskólanna og hven- ær sem þeim þykir rétti kvenna hallað, láta þær það vitast með kröfugöngum og myndugleik mentaðs æskulýðs. Svo líröðum skrefum fer þessi kven- réttinda og frelsis-hreyfing um landið, að margir halda fram, að hún hafi dreg- ið illan dilk á eftir sér nú þegar, og sanna mál sitt með hinum mörgu dæm- um þess að bændur hafi yfirgefið konur sínar vegna þessara töfrandi skóla- stúlkna. Og margur faðirinn ter á- hyggju-fullur út af þessum rómantízku giftingum unga fólksins, sem nú eru famar að tíðkast í stað þess að dætumar giftist þeim, er feðumir vilja gefa þær. Inn í réttarsal kvað sjaldan svo litið, að þar sé ekki hjónaskilnaðarmál á ferðinni. Að kvennréttindamálið siglir þehnan ayr í Kína, á ef til vill rætur til þess að rekja, að fyrir því gengust sumar merk- ustu konur landsins, þar á meðal Mad- ame Sun Yet Sen, ekkja stjómmála- mansins mikla, er Kína sam- einaði undir eina stjóm. Benda þær stoltar á þá hæfileika, sem í dætrum landsins búi, þar sem þær skipi nú stöður sem kenn- arar lögfrægingar, fulltrúar á Nanking þinginu og ýmsar á- byrgðarmiklar stjórnarstöður. Á Rússlandi hafa eflaust orð- ið meiri breytingar á hag kvenna, síðan 1917, að þeim var veitt fullkomið jafnrétti við karlmenn, en í nokft-u öðm landi. Kvenþjóðin hefir ekki álitið sér nægja, að keppa við karlmanninn í verksmiðjunum, í rekstri búnaðarins, í mála- færslu störfum, í viðarsögun og í list, heldur hefir hún reynt að verða karlmanninum fremri í hverju starfi. Hún hefir brent að baki allar brýr gamals vana og hefðar, og er ákveðin í að nhta fengið frelsi á hvern þann hátt er hún frekast æskir og hún telur sér kleift. Um leið og hún varð frelsls- ins aðnjótandi, kvaddi hún heimilið og leitaði sér atvinnu á hvaða vettvangi sem var og jafnaðarlegast við það, sem karlmenn höfðu setið að áður. En reynslan hefir nú samt siem áður sýnt það, að þau störf eru *til, sem konum era ofraun og þau em nú nokkur, sem þær hafa með öllu skágengið og karlmennirnir eru látnir einir um. Maður skildi ætla að mold- ar mokstur við skurðagerð væri eitt af því. En svo ier þó ekki. Af 70,000 manns, sem vinna við að grafa undirgöngin í borginni Moskva, eru 35,000 konur, með skóflur í höndum. Sex þúsund konur hafa umsjón samvinnu- búa með höndum. Um 100,000 vinna friðdómarastörf og annað í réttarfari og um 400,000 hafa verið kosnar í ýmisleg önnur stjómar- eða umsjónarstörf í héraði. I hærri skólum er einn þriðji nemenda kvenfólk. I lækna- skólum eru 71% nemenda kon- ur. Af vélfræðingum eru 10% kvenfólk og 16% af þeim er kommúnista flokkinum heyra til er betri helmingur mann- kynsins. Ef til vill sýnir ekkert betur en það hve heimilistörf em ská- genginn af konum á Rússlandi, að 7 miljónir kvenna vinna í verksmifyum landsins og að á barnaheimilunum er litið eftir 12 miljón böraum, meðan mæð- ur þeirra eru bundnar við störf sín. En starfsvið kvenna í Rúss- landi eru fleiri en á hefir verið minst. Irene Rusinova heitir kona þar, sem er heimskauta- könnuður, og mun vera fyrsta og eina konan sem það starf hefir færst í fang. Við North Land rannsóknarstöðina vann Nina Demme í 'tvö löng ár stöð- ugt. Og með Chelyushkin leið- angrinum er í hrakningunum lenti í Norður-íshafinu og skip sitt mistu var kona og hún fæddi bam á ísjakanum, er með leiðangursmenn rak fram og aftur í nokkrar vikur. Fyrir framúrskarandi vel af hendi leyst störf, hafa konur á Rússlandi verið sæmdar af stjórninni. Þeim hefir hlotnast “rauða stjarnan”, “Lenin-orð- an” og “rauðafánaorðan” o. s. frv. Mjög ólíku bregður fyrir er til Þýzkalands kemur. Þar eru fyrirlestrar haldnir um það, að konan þurfi að vera útfarin í maitartilbúningi, í því að hirða böm, og vera huggari eigin- manna sinna. Heimilið er þar skoðað starfsvið konunnar og herþjónustu fær hún ekki að ynna af hendi. En hún hefir atkvæðisrétt. Einkunar-orðið í Þýzkalandi mætti sem stendur segja það, að móðirinni bæri að sjá svo um uppeldi sona sinna, að þeir yrðu sem beztir her- menn ríkisins. Á ítah'u hafa konur ekki at- kvæðisrétt. Og Mussolini minn- ist ekki á það mál í ávörpum sínum til kvenþjóðarinnar um það að konur eigi að giftast ungar. Hjónaskilnaðir eru ekki að lögum leyfðir, skilnaðir sem vitanlega eiga sér stað fyrir því, eru afar kostnaðar-satílir. En í augum eiginmanna er konan og dóttirin álitinn karlmannin- um æðri. I framkomu sinni gagnvart henni er karlma.|ur- inn þýður og kurteis og oft svo rómantískur að á fyrri aldir minnir. Á Frakklandi er sagt, að kon- an ráði ríki, þó hún hafi ekki atkvæðisrétt. Vinnuveitendur, eða þeir sem atvinnu veita fleiri en einum eða tveimur, eru 45 af hundraði konur. Fjölda stær- stu viðskiftastofnana er stjóm- að af konum. Og konur hafa í Frakklantíi allskonar störf með höndum, eru meðal annars lestaþjónar á járnbrautum, járnsmiðir o .s. frv. En þrátt fyrir það þó konur hafi ekki atkvæðisrét't, verða þær að greiða skatta á Frakk- landi. Undan því ranglæti kvarta þær og það er ekki ó- hugsanlegt, að atkvæðisrétt fái konur þar hvenær sem er. — Stjómin myndi heldur veita hann, en gefa eftir skattana, ef kvenþjóðin krefðist þess, ein- arðlega. Þó ótrúlegt sé hefir Tyrkland og Spánn skotið Frakklandi og ítalíu aftur fyrir sig í kven- frelsismálinu. Enginn sem nú á leið um göturnar í Miklagarði og verið hefði þar fyrir rúmum tug ára, mundi trúa því, að það væri sama borgin. Nú sæi hann þar kvenfólk á götunum klædd siem Vestur-Evrópu eða Vesturheims kvenfólk; hann mundi og sjá það þar sem hér ganga bæði upp að atkvæða- borðinu og við störf á stjómar- skrifstofum. Áður en stjóm- arskráin 1908 var lögleidd, var stúlkum ekki leyft að ganga á barnaskóla, eða ganga um göt- urnar án þess að hafa blæju fyrir andlitinu. Á Spáni eru konur á þingi og á nautaatssýningum og hvar sem er. Hjónaskilnaður er þar leyfður að lögum. Fyrst eftir að atkvæðisrétturinn var veitt- ur þeim, höfðu þær sig lítt í frammi. En það hefir algerlega breyzt. I latnesku ríkjunum í Suður- Ameriku ráða enn og ríkja hug- myndir innflytjandanna í stjóm málum að miklu leyti og kon- an hefir þar hvergi atkvæðis- rétt. En á síðasta áratug og reyndar lengur, hafa félög ver- ið stofnuð í hverju ríki, er starfa að kvenfrelsismálinu og krefjast óskoraðs jafnréttis við karlmenn í athafna- og stjórn- málum. Þetta stutta yfirlit sýnir auð- vitað ekki nema í stærri drátt- um hvað áunnist hefir í kven- frelsismálinu. En sitt af hverju má þó út úr því Iesa. Ein af þeim spurningum sem það vek- ur, í huga þess er þetta ritar, er sú, er yfir þessari grein stendur. RÆÐA KRISTJÁNS N. JÚLÍUSAR Flutt á Mountain 7. apríl Frh. frá 1 bls. eftir að sjá þá sem taka mér fram. Og ef þið viljið viður- kenna þetta, þá er líkh tilgang- inum náð og ekki ómögulegt að feimnin eldist af mér. Það er eins og sagan sé að endurtaka sjálfa sig. Þið kannist víst við að hafa heyrt það að Móses var fjörutíu ár á ferðinni með Gyð- inga frá Egyptalandi til lands- ins belga, og hvemig sú ferð gekk og nú er eg búinn að vera jafn lengi ykkur samferða hér á þessari hrygðar eyðimörk, og eitt var líkt með skyldum, nefnilega okkur Mósis, við vild- um ekki dýrka gullkálfinn. — Hann gekk á undan með góðu eftirdæmi. Eg kom á eftir öðrum til viðvörunar. Þegar eg lít yfir þennan glæsilega hóp hér í kvöld eins og þeir komast að orði í blöð- unum, og hugsa til þess, hvað þið hafið lagt á ykkur mín vegna, get íeg ekki annað en.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.