Heimskringla - 14.08.1935, Page 6

Heimskringla - 14.08.1935, Page 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. ÁGÚST, 1935 li. ',,l|||||||||||||||| BELLAMY MORÐMÁLIÐ “Ekki spurði eg þig hvað í bréfinu stóð. Er það eina bréfið sem milli ykkar fór árin sem hún dvaldi í New York?” “Fyrir utan jólaspjöld fékk eg engin til- skrif frá henni í tvö ár. Síðan skrifaði hún öðru hvoru, með vissu millibili.” “Mr. Thorne, varst þú staddur á Orchard setrinu þann 19. júní, einhvern tíma þess dags?” “Já.” Skyndilegur kliður fór um réttarsalinn. “Hana,” sagði kliðurinn. “Nú kemur að því!” “Á hvaða tíma dags?” “Ekki get eg tiltekið það nákvæmlega, en eg held mig hafi borið þar að skömmu eftir hálf tíu að kveldinu.” Kliðurinn brotnaði og klofnaði í smáar bárur. “Klukkan tíu—tíu.” “Hljóð!” heimtaði hamar dómarans. “Hljóð!” tónaði Ben Potts. Gerðu svo vel að tjá okkur, hvaða erindi þú áttir til Orchard þá klukkustund.” “Eg dvaldi þar töluvert skemur en klukkustund. Mr. Conroy símaði mér skömmu fyrir kveldverð og bað mig að skilja eftir lykla við garðbýlið. Eg varð fúslega við þeirri bón, því fremur að eg hafði ætlað mér þangað að ná í gamlar viðskiftabækur, sem voru geymdar í heimahúsinu. Mér þykir lík- legt að eg hafi farið á stað frá Lakedale kringum klukkan hálf níu; við borðum kveld- skattinn um hálf átta; eg kveikti í vindli á eftir og kláraði hann áður en eg fór. Eg ók sæmilega hratt, um 35 mílur á klukku- stund, og fór beint að höfuðdyrum.” “I>ú komst ekki við í húsi garðyrkju- manns, þó það væri í leiðinni?” “í>að er í leiðinni ef farið er inn um höfuðdyr hjá Hliðskoti, en eg fór hina leiðina og kom að setrinu frá River Road. Á eg að halda áfram?” “Vitanlega.” “t>að var að byrja að skyggja þegar eg kom þangað, þar var ljósalaust svo eg stóð ekki við nema náði því sem eg var að sækja og bar það út í bíl. Eg afréð að fara gang- andi til garðbýlisins, veðrið var svo fallegt og spölurinn stuttur, svo sem tíu mínútna gangur eða svo.” “Þá var orðið dimt, sagðirðu?” “t>að var orðið skuggsýnt og alveg dimt þegar eg kbm að garðhýsinu.” “Var tunglsljós?” “Ekki man eg til þess; eg man eftir að eg sá stjömurnar á leiðinni heim, en tunglið alls ekki.” “I>ú mættir engum á leiðinni til garð- býlis?” “Alls engum.” “Sást ekkert frábrugðið venju?” “Nei.” “Og hejo-ðir ekkert?” “Jú,” sagði Douglas Thorne, rétt álíka stillilega og hann áður sagði nei. Sækjandi færði sig skrefi nær. “Hvað heyrðirðu?” “Eg heyrði kvenmann hljóða.” “Ekkert annað?” “Jú, rétt í sama bili heyrði eg karlmann hlægja.” “Karlmann hlægja?” t>að var auðheyrt að nú trúði ekki sækjandi. “Hvernig var sá hlátur?” “Eg veit varla hvemig eg á að lýsa hon- um. Hann var líkur og gerist í sterkleg- um karlmanns róm. Mér fanst ekki neitt undarlegt við hann.” “Þér fanst ekkert undarlegt að heyra kvenmann hljóða og karlmann hlægja á eyði- stað svo seint að kveldi?” “Eg segi eins og er, það fanst mér ekki,” sagði Mr. Thorne, stillilega, sem fyr. “Mér datt fyrst í hug að garðvörður og þau hjón væru kom*n heim aftur úr sumarferðinni, áður en von var á þeim, eða ef ekki það, þá að eitthvað af unga fólkinu úr nágrenninu hefði dregið sig þangað til samvem gamans. Eg má segja, að annað eins kemur fyrir.” “Þú heyrðir ekkert af tali þeirra?” “Nei; eg var um 300 fet frá garöhúsinu, þegar eg heyrði skrækinn.” “Þér fanst ekki hljóðið því líkt sem kona myndi hrópa í dauðans angist?” “Nei,” sagði Douglas Thorne. “Vitan- lega ef svo hefði verið, þá hefði eg gert eitthvað til að gá að, hvað til kæmi. Mér brá dálítið við fyrst þegar eg heyrði það, en þegar hláturinn kom rétt í sömu svipan, þá þótti mér sem ekkert væri að. Hvort hljóð kemur af hræðslu, tilkenningu, undr- un eða af meir eða minna alvarlegum mót- þróa, efast eg um að nokkur geti skorið úr með vissu, á þrjú hundruð feta færi. Það er víst, að eg ggt það ekki.” Sækjandi hristi höfuðið líkt og af gremju; hann sýndist varla hlusta á þessa greinilegu útlistan. “Þú ert alveg viss um þennan hlátur; þú heyrðir hann glögt?” “Ó, mjög glögt.” “Sástu heim að garðhúsinu þaðan sem þú stóðst þá?” “Nei, bugða var á götunni óg háir runnar á milli, svo að það sést ekki fyr en að því kemur.” “Þú veizt þá ekki hvort þar var ljós þegar þú heyrðir ópið?” “Nei, eg get ekki borið um annað en að þar sást hvergi ljós þegar eg kom að því, lítilli stund síðar.” “Hvað gerðir þú þegar þú komst að garðhúsinu?” “Eg sá að þar var dimt, þegar eg hljóp upp tröPpumar, en ef svo skyldi vera að garðyrkjumaður væri kominn aftur, þá hringdi eg ósjálfrátt og tók í lokuna því eg vildi . segja honum af komu Mr. Con- roys morguninn eftir. Dyrnar voru læst- ar.” “Þú hafðir með þér lykilinn, var ekki svo?” “Já, en eg hafði hreint ekkert erindi inn, ef garðyrkjumaðurinn var að heiman.” “Þú heyrðir ekkert hljóð innan frá?” “Alls ekkert.” “Og ekkert úti fyrir?” “Ó, alls ekki heldur.” “Mr. Thorne, gat sá sem inni var heyrt til þín koma?” “Eg býst við að svo hafi getað verið. Úti var kyrt. Brautin sem eg gekk eftir var mölborin; frá henni malarlaus bugbraut kringum garðhýsið. Hve skýrt fótatak heyrist á henni veit eg ekki, en vitanlega gat hver og einn heyrt mig hlaupa uPp tröppurnar. Ég man ekki betur heldur en að eg væri að blístra.” “Var hægt að fela sig í kjörrunum kring um húsið?” “Ó, mjög hægt, þau eru mjög há allt í kring.” “En þú varst ekki var við neinn?” “Engan.” “Hvað gerðir þú svo, þegar þér þótti sem húsið væri tómt?” “Eg skaut lyklunum undir dyramott- una eins og um var talað «og hvarf aftur sömu leið. Þegar eg steig uPp í bílinn minn leit eg á úrið á úlnliðnum á mér við bílljósið; þá vantaði klukkuna réttar tíu mínútur í tíu.” “Hvað kom til þú leizt á klukkuna?” , “Mér hvarflaði í hug að koma við hjá syptur minni, úr því eg var kominn svo nærri, en þegar eg sá hvað framorðið var, hætti eg við og fór beint heim til Lake- dale.” “Mr. Thorne, þér hlaut að vera full- komlega ljóst, þegar morðið varð uppvíst morguninn eftir, að þú kunnir sögu að segja, sem var mjög merkileg fyrir það opinbera. Af hverju gafstu þig ekki strax fram?” Douglas Thorne leit í augu sækjanda hvorki frekjulega né óframlega, heldur ein- arðlega. “Satt að segja kom það til af því, að mig langaði ekki til að vera viðriðinn morðmál, jafnvel ekki sem vitni. Eg var enn að íhuga skyldu mína í því efni, þegar systir mín og Mr. Bellamy voru handtekin, tveim dögum síðar, og blöðin sögðu að hií opinbera hefði örugga sönnun fyrir því, að morðið hefði verið framið milli kvart í níu og kortér til tíu að kveldi þess nítjánda. Þar af virtist það litla sem eg kunni frá að segja verða þýðingarlaust og þess vegna gaf eg mig ekki fram af sjálfsdáðum.” “Og eg býst við að nú kannist þú við, að þú hefir teflt í mikla tvísýnu með því framferði?” “Já, neinei, Mr. Farr; eg kann að vera miður skarPskygn, en eg segi þér satt, að það er fjarri því, að mér skiljist það.” “Lof mér að sýna þér. Eftir því sem þú segir sjálfur, hlýturðu að hafa heyrt þetta hljóð á tímabilinu 9.30—9.35, ef gert er ráð fyrir að þér hafi dvalist 3—4 mín- útur á svölum garðhússins og tíu mínútur þaðan að bílnum. Samkvæmt þínum fram- burði komst þú á vettvang þrem mínútum eftir að þú heyrðir hljóðið, og segir þar allt hljótt og ljóslaust, þegar þú komst að. Réttvísin heldur því fram, að í því hljóð- lausa myrkri hafi staðið systir þín, sem þér þykir svo vænt um, svo nærri að þú hefðir getað þreifað á henni. Merkileg til- viljun, er ekki svo?” “Það má heita merkileg tilviljun, að þú skulir halda slíku fram,” svaraði Mr. Thorne, og nú brann eldur af augum hans. “Eg veit ekki til að nein víti fylgi tilviljun.” “Jæja, þessi tilviljun, eða aðrar henni líkar, hafa bakað mörgum fangelsi fyrir meðsekt,” svaraði sækjandi hörkulega. “Hve- nær komstu aftur til Lakeside það kveld?” “Hálf ellefu.” “Sá þig nokkur koma?” “Konan mín var úti stödd þegar mig bar að.’” “Nokkur annar?” “Nei.” “Þetta er nóg, Mr. Thorne. Taki verj- andi við.” “Mr. Lambert skundaði að vitnastúku, hnarreistur og áfergjulegur. ”Mr. Thorne, eg vil aðeins bera upp fyrir þér tvær spurn- ingar. Minn heiðraði mótpartur sPurði þig hvort þú hafir 'séð nokkuð óvenjulegt í nánd við garðhúsið. Eg vil spyrja þig hvort þú sæir nokkursstaðar í nánd við það—nokk- urn farkost á hjólum?” “Eg sá engan bíl þar nærri.” “Alls ekki Chevrolet í minna lagi, til dæmis álíka og Mr. Bellamy’s?” “Alls ekki.” “Þökk fjrrir, Mr. Thome. Meira þarf ekki.” Nú kom upp hvíslingakliður meðal áheyr- enda. “Nú er eytt sökinni. Nú var snúið á sókn sakar. Ó, drengur, náðirðu þessu: Hann hefir skorðað tímann og rutt Sue og Steve úr sökinni, með einu bragði. Líttu á saksóknara, nú er hann góðlegur, eða hitt þó heldur!”— “HljóðT’ gall í Ben Potts. Saksóknari gekk að vitnastúku, augun sem oddar af stáli. “Þú segist segja fyrir víst, að þú sást engan vagn?” “Eg geri svo.” “En þú getur ekki sagt fyrir víst, að þar hafi engin vagn verið?” “Auðvitað, ef nokkur vagn hefði þar ver- ið, þá hefði eg séð hann.” “Ó, nei, alls ekki auðvitað, trúðu mér! Ef vagn hefði staðið bak við húsið, hefðirðu þá séð hann?” “Ljósin hefði eg séð.” “En ef ljósin hefðu verið slökt?” “Þá,” sagði Douglas Thorne seinlega, “hefði eg líklega ekki séð hann.” “Þú gekkst ekki aftur fyrir húsið?” “Nei.” “Þá er fullvíst, að þú hefðir ekki séð það, þó þar hefði vaga staðið, er ekki svo?” “Eg er búinn að segja þér, að þá hefði eg líklega ekki séð það.” “Ef vagn hefði staðið hreyfingarlaus og ljóslaus á brautinni milli garðshliðs og garðs- húss, þá hefðirðu ekki séð hann heldur, Mr. Thorne?” “Má vera ekki.” “Og þér dettur ekki í hug, að tólf óvil- hallir skerpumenn trúi öðru eins og því, að tveir morðingjar skildu við vagn sinn á al- mannafæri með logandi ljósum, svo að hver sem færi hjá sæi til þeirra, meðan þeir væru að verki?” “Eg mótmæli þessari spurningu,” másaði Mr. Lambert. “Eg mótmæli! Hún er ótil- hlýðileg, herra dómari—!” “Spurningunni er hnekt frá!” “Gott og vel, Mr. Thorne, þetta nægir.” Meðan Mr. Lambert hlýddi á þessar sPurn- ingar skifti um svip hans, gleði og sigurhrós svipurinn hvarf af honum, líkt og þveginn væri af með fullri fötu af óveinjulega fcöldu vatni, en nú brá hann rösklega við. “Eitt' augnablik, Mr. Thorne. Hið sanna er, að þú sást ekki neinn vagn þar, er ekki svo?” “Það er vissulega hið sanna.” “Þökk fyrir. Þetta nægir.” “Og það sanna er,” spurði sækjandi með hörkulegu glotti, “að vagn gat vel verið þar þó þú sæir hann ekki?” “Já, það er og svo satt.” “Þetta nægir,” kallið Miss Flora Biggs til vitnisburðar. “Miss Flora Biggs!” Flora Biggs gat hafa verið lagleg fjrrir tíu árum, en nú var fitan, sem allt ummynd- ar, farin að sýna sig á mjóaleggjunum (í billegu silki) alt til hökunnar (yfir óegta perlubandi). Allt á Miss Biggs var eftirherma: eftir- líking af skinnsál um hálsmál á plusskóti, en plusskótið var eftirlíking aj enn öðru loð- skinni; eftirlíking af rós úr upplitaðri mag- enta, reyndi að fela sig í skinnkraga dulunni; perlur á stærð við stóra beinhnaPpa gægðust hér og þar út úr hárinu, sem var með gulls lit; hún hafði pottlok af selsem flosi og þar í silfurlitaða ör og með fölskum demöntum; sí~ iðandi fingur huldust glófum úr selsem suede, sem í rauninni var fremur léleg bómull og fitluðu við ráptuðru úr höggormaskinni, en það skinn var líka selsem og í rauninni úr líkt því lituðum dúk, ódýrum—voluð og billeg og hrakleg tilraun til að herma eftir því sem vel búnar konur búast. Eigi að síður, and- litið var smáfrítt eins og á fallegri stúlku, en ósköruglegt með öllu, augun stór og himin- blá og störðu volúð og vílin út af rauðum hvörmum, svipurinn sakleysislegur, og öll Persónan því lík, sem hún bæði vorkunar og vináttu hóta. Út úr þeim grátnu augum starði smámeyjan, kölluð ofan til að skemta gest- um, feimin, í hvítum klæðum, stertuðum. Sú litla Florrie Biggs hafði verið að vatna mús- um. “Hvar áttu heima, Miss Biggs?” “í 21 Maple St., Rosemont.” “Svólítið hærra, ef þú vilt vera svo væn; við viljum öll hejra til þín. Varstu kunnug Madeleine Bellamy?” Nú flóðu tárin út af hvörmunum, og gerðu djúp för eftir vöngunum, því að þeir voru lagðir þykku mauki. “Já sir, eg var.” “Nákunnug?” “Já, sir, það má eg segja. Alla tíð síðan eg var tíu ára. Við gengum saman í barna- skóla og í framhaldsskóla; hún var nokkuð yngri, en við vorum beztu vinstúlkur.” Tárin héldu áfram að renna og Miss Biggs þurkaði þau af með óliðlegum glófuð- um fingrum. “Þér þótti mjög vænt um hana?” “Já, sir, mér þótti fjarska vænt um hana.” “Voruð þið mikið saman árin 1916 og 17?” “Já sir, það voru bara þrjú hús á milli okkar; eg fann hana daglega.” “Varstu líka kunnug Patrick Ives?” “Já sir, eg'var vel kunnug honum.” “Var mikið umtal um að hann drægi sig eftir vinstúlku þinni Madeleine, árið 1916?” “Allir vissu að þau voru óskuP skotin hvert í öðru,” svaraði Miss Biggs í einlægni. “Var álitið að þau væru trúlofuð?” “Nei sir, ekki veit eg hvort þau voru það; en allir héldu að það myndi verða úr.” “Þetta var altalað milli kunningja þeirra?” “Já, víst altalað.” “Mintist þú nokkurn tíma á þetta við þau?” “Aldrei við Pat, það gerði eg ekki, en Mimi færði það oft í tal.” “Manstu hvað hún sagði í fyrsta sinn þegar það bar á góma?” “Já, eg held að fyrsta skiftið hafi verið þegar okkur lenti saman út úr því.” Og enn komu tárin fram í augun á Florrie, þegar hún mintist þess löngu liðna tíma. “Við fórum á picnic og Pat og Florrie urðu viðskila við okkur og á endanum fórum við heim án þeirra; og það var orðið skelfilega framorðið þegar þau komu heim og eg sagði Mimi að hún ætti að passa sig, hvernig hún hagaði sér með pilti eins og Pat Ives, og hún varð fjarskalega vond og sagðist vita hvað hún væri að gera og hún gæti Passað sig sjálf og þyrfti mig ekki til, og eg bara öfundaði sig og eg skyldi passa sjálfa mig og það sem mér kæmi við. ó, hún varð hræðilega stæk í munninum.” Miss Biggs fékk ekka og allt í einu hvarf henni réttarsalurinn . . . Hún sá heitt sum- arkveld í þorpinu og tvær gelgjustelpur að hávaða sennu. Enn var Mimi Dawson örugg og ósvifin af æsku og fríðleik að segja Florrie Biggs a ðhalda sínu snubbótta nefi frá að snuðra í því sem öðrum kæmi við. Öll hin s-ára kvöl þeirrar löngu liðnu kveldstundar brauzt upP í ekka hennar. “Mintist hún á hann seinna?” “Ó, já, sir, vissulega gerði hún það. Hún talaði helzt ekki um annað, það er að segja eftir að við sættumst.” “Gat hún um við þig, að þau ætluðu að giftast.” “Ekki með berum orðum, það gerði hún ekki, en lmn talaði heil mikið um það, svo- leiðis til að mynda hvort það væri ráðlegt og hvort þeim gæti liðið vel í Rosemcnt .eða hvort New York væri hentugri—þú veizt, bara velti því fyrir sér.” Mr. Farr lét alúðlega með allri alvörunni. “Einmitt. Ekki neitt ákveðnara en það?” “Jú, eg man að hún sagðist einu sinni til í það strax ef hún vissi fyrir víst, að það yrði maður úr Pat.” “Og skildist þér af þessum og öðrum um- ræðum hennar, a ðhún væri treg, en Mr. Ives sækti á, til hjúskapar?” “Ó, já, sir,” svaráði Miss Biggs og lagði við einarðlega: “Eg held hún hafi ætlað mér að skilja það svo.” Þytur af þýðu góðlátu smiltri fór um réttarsalinn; hún leit upp bláum augum. skildi ekki hvað til kom. “Einmitt það. Nú þegar Mr. Ives fór til Frakklands, Miss Biggs, hvernig áleit kunn- ingjahóPurinn að ástatt væri milli þeirra?” “Við héldum öll að það yrði par úr þeim,” svaraði Miss Biggs, bætti svo við í lág- um róm: “Sum af okkur héldu, að þau væru kannske gift.” “Og af hverju kom það, að þú hélzt það?”

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.