Heimskringla - 18.09.1935, Síða 4

Heimskringla - 18.09.1935, Síða 4
4 SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. SEPT. 1935 1 " ' ' " — ITretmskriniilet (StofnuS 1886) Kemur út i hverjum miSvikudegi. Elgendur: THE VIKINO PRESS LTD. 853 oo 855 Sargent Avenue, Winnipeo Talsímia 86 537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurinn borglst fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 011 vlðskifta bréí bteðinu aðlútandi sendiat: Manager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is publiahed and printed by THE VIKINO PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telepbone: 86 537 WINNIPEG, 18. SEPT. 1935 FYRIRLITNING LIBERALA Á AUÐVALDI Eitt af trompunum, sem liberalar þykj- ast halda á í kosningaspilinu, sem nú er háð og veifa framan í alþýðu, er að auð- vald þessa lands sé með Bennett, af því að hann sé maður fjáður vel. Aftur á móti eigi King ekkert, forðist þá sem nokkuð eiga og lifi rólegur fátæklingslíf- inu eins og alþýðan fyrir sæluvonina í faðmi Ahrahams. Hefir King ekki verið matvinnugur? Er það satt að hann “troði þann stafkarls- stíg”, sem fylgismenn hans láta? I>að er næsta ótrúlegt, hver sem sann- leikurinn er um það. Síðast liðin fimm ár hefir hann haft 12—15 þúsund dala kaup, sem leiðtogi stjómar-andstæðinga. Hann hefir og verið þingmaður. Og á milli þinga hefir hann vissulega ekki haldið að sér höndum. Næstu 10 árin þar áður hefir hann haft 15—20 þúsund dala árslaun, sem stjórnarformaður. Og ýmsa bita auk- reitis. Á stríðsárunum leitaði hann til Banda- ríkjanna (aðrir segja að hann hafi flúið til þess að vera ekki tekinn í herinn því hann er ógiftur) og vann hjá Rockefeller fyrir að sagt er 35 þúsund dala árskaupi (ýmsir segja 50 þúsunnd). En hvað sem um það er, virðist hann hafa borið nokk- uð úr býtum fyrir snúninga sína um dag- ana eða á þeim tíma sem kalla mætti aöalstarfsár æfinnar. Það hefir hér á landi míargur haft minna salt í grautinn en þetta, þó oss sé fjarri, að gera neitt minna fyrir það úr annarsheims sæluvoninni. Það mun annars stakur óþarfi að gera sér rellur út af því, að þeir King og Ben- nett ihvor sem er komist ekki ferða sinna í þessum kosningum fátæktar vegna. — Þeir heyja ekki bardagann einir og hvað persónulegum auði þeirra viðkemur, er það ekki hann sem neitt veltur á, því séu kosningar meira undir auði komnar, en andlegu sjálfstæði borgaranna, kemur auður annara en stjórnarformannanna til skjalanna. Og hver er þá afstaða, þessara stjóm- málaflokka eða formanna til auðkónga landsins? Sannast sagt og gagnstætt því sem liberalar prédika, er Bennett sízti maður- inn, sem auðfélög þessa lands vildu sjá kosinn eftir framkomu hans gagnvart þeim á stjórnartíð hans. Auðfélögin sem hlutlaus hafa með öllu verið látin um athafnir og rekstur sinn öll stjórnar-ár Kings, hafa verið knésett af Bennettstjórninni og krafin reiknings- skapar við þjóðfélagið. Hvaða þyrnir það var í holdi auðfélaganna, þarf hér ekki að lýsa. Að auðfélögin hugsi Bennett þegjandi þörfina, kom greinilega fram í fylkiskosningunum í Ontario, þar sem þau eru flest búsett. Þau eru ekki svo vitlaus, að vita ekki hvað að sér snýr hvað sem um aðra verður sagt. Auð- vitað áttu þau gengi sitt að þakka lögum um myndun og starfsrekstur þeirra, sem Kingstjómin lögleiddi, svo það er ekki rétt frá sagt, að King hafi verið aðgerðarlaus í garð þeirra. En Bennettstjómin ógilti þau lög. Keppikefli auðfélaganna er auð- vitað, að fá þau lögleidd á ný. Með það fyrir augum, er óh'klegt að almenningi blandist hugur um hvor frekar m!uni verða við óskum þeirra, King eða Bennett. — Liberölum mun erfitt reynast, að sann- færa nokkurn hugsandi mann um það, að það sé ekki King, sem í klóm þeirra er, og að þau líti til hans í von um hlunnindi og viðreisn, en ekki til Bennetts. Um það þarf ekki annað vitna við, en hama- gang liberala á móti rannsókninni, sem Bennettstjórnin lét fara fram á rekstri auðfélaganna, auk úrslita Ontariofylkis kosninganna, af hálfu auðfélaganna sjálfra. I þessum kosningum sem í hönd fara, er hér um svo alvarlegt mál að ræða, að alm'enningur ætti að gera sér þess fulla grein, áður en hann gengur upp að at- kvæðaborðinu. Hafi honurn ekkert hnykt við fregniraar af framferði auð- félaganna, og finnist honum þar alt hafa verið dásamlegt, er langvissast til við- halds því að greiða atkvæði með liberöl- um. Komi honum húðstrýing Bennetts á auðfélögunum fyrir sjónir, sem makleg málagjöld og hafi hann ekki lyst á að kyssa á vöndinn, sem þjóð og landi hefir sárast blætt undan, skyldi maður ætla ráðlegra að greiða Bennettstjóminni at- kvæði. Það lýsir meira en lítilli fákænsku liberala, er almenningi eru að reyna að telja trú um að Uberal-flokkurinn vilji ekkert hafa saman að sælda við auðkýf- inga, að vera að minnast á það, svo skairft sem er síðan að ekki sá nema á iljarnar á þeim upp úr Beauhamois- hneykslinu. En við skulum minnast á nokkur fleiri dæmi þess, er sýna afstöðu Kings og Bennetts til auðvaldsins. Eitt alkunnasta auðvalds-spillingar bæl- ið sem álitið er að sé til í Vestur-Canada, er komhöllin í Winnipeg. Árum saman hefir hún rúið fátækan og fáráðan al- menning eignum sínum, sem glæpst hefir á að líta þar inn og undantekningarlítið komið fleginn og féflettur út. Þessa ó- vætt, þennan nútíðar Mínótáros, hafði enginn Þesevs komið fram til að yfir- vinna. Það var engu líkara en hún hefði þeim rótum skotið í þjóðlífinu, að við hana yrði ekki losast. Að takmarka vald hennar eða athafnir lét enginn sér koma til hugar, að hægt væri. En hvað hefir skeð? Fyrir aðgerðir Bennettstjórnarinnar í hveitisölumálinu, hefir spákaupm'enska svo að segja horfið í kornhöllinni svo hún má nú heiðvirt kaupsýsluhús heita. Kornkaupahéðnar eru Bennett-stjóminni auðvitað ekki allir þakklátir fyrir þetta og greiða henni á- reiðanlega ekki atkvæði, en braskið hafði gengið oft svo langt, að' með afskiftum stórnarinnar af sölunni, hefir sama verk- ið verið unnið fyrir almenning og þegar voði er tekinn frá barni. Fyrir hveiti- framleiðendur vita nú allir hvaða árangur hefir orðið af þessu starfi stjórnarinnar. Með ákvæðisverðinu sem hún hefir sett á hveitið, hefir bændum vesturlandsins áskotnast sem næst tvö hundruð miljón dollarar ideira fyrir það, að sagt er, sem nokkurs vert mun talið af einhverjum, þó það verði ekki gert af kaupahéðnunum. Aðgerða Bennettsstjómarinnar í hveiti- sölumáli þessa lands, mun getið verða á sínum tíma sem! stærstu og heillaríkustu starfanna sem nokkur stjóm hefir hér af hendi ynt. En allan tímann, sem Bennettstjórnin vann að því, að koma þessu skipulagi á kornverzlunina, hömuðust liberalar á móti því og svifust einskis, hvenær sem þeir sáu sér leik á borði fyrir kaupahéðn- ana. Og einu sinni að minsta kosti gekk sóknin svo langt, að það hafði áhrif á hveitiverðið á heimsmarkaðinum. En í það horfðu liberalar ekki, þó bóndinn fengi ögn lægra fyrir hveitið, ef hægt væri að gera störf stjórnarinnar tor- tryggileg og gefa kaupahéðnunum aftur söluna með spákaupmenskunni í henáur. Hvemig liberalar fara að því, að þvo hendur sínar af þessu skítverki í augum bænda í þessum kosningum væri fróðlegt að heyra, þó aldrei nerrta að maður viti að þeir láta sér flest sæma við atkvæðaveið- ar. Á sitt af hverju má fleira benda, er sýn- ir afstöðu þeirra Kings og Bennetts til auðvaldsins og alþýðunnar. Eitt af því er t. d. stofnun Canada-banka. Með honum mistu bankar landsins vissulega spón úr askinum sínum, þar sem útgáfu- réttur peninganna var tekinn úr höndum þeirra. Lánsvexti hefir og Bennettstjórn- in lækkað. Er það tilviljun ein, að Ben- nett varð til þess að koma á fót þessum miðstöðvar-banka? Hafði King ekki sama leyfi til þess öll sín stjórnar-ár og hann? Vissulega. En King vildi ekki móðga bankaeigendur með því. Og hann harm- ar það enn, vegna þeirra, að þessi banki skyldi vera stofnaður. Andróður hans gegn Canadabanka er óflókið mál, þegar afstaða Kings til auðvaldsins er athuguð í sínu rétta ljósi. Þegar Bennettstjórnin fór til lánfélag- anna, er bændum höfðu lánað út á jarðir, og sýndi þeim fram á sanngimina í því, að færa lánskuldina niður um það sem svaraði muninum á kaupmætti peninga nú og fýr og tókst á hendur, að greiða lánin að fullu á þeim skilmálum, voru, að tveimur eða þremur liberölum á þingi undanskildum, allir flokksmenn Kings og hann sjálfur hugmyndinni mótfallnir og töldu það svik við lánfélögin, að fara fram á þetta við þau. Þó flestir hberalar gætu efeki annað en greitt atkvæði með Bennettstjórninni í þessu máli, er til þess kom, leyndi hitt sér ekki, að þeim var það viðkvæmara ntál, að félögin þyrftu að gefa afslátt af skuldunum, en hitt, að bændumir hrökluðust af jörðunum og þær legðust í eyði, eins lengi og þær voru í höndum lánfélaganna. Einnig þar var vandalaust að vita hvað klukkan sló um afstöðu Kings til auðvaldsins, þó hræsn- ina brysti ekki í atkvæðigreiðslunni um málið. 1 Saskatchewan fór eigi fyrir alls löngu fram atkvæðagreiðsla um að mynda sam- lag, undir afurðasölulögum sambands- stjórnarinnar, til að sjá um sölu á fugl- um. Blaðið Free Press barðist ótt og ært á móti stofnun þessa samlags. Og það réði niðurlögum þess máls. Ætla mætti nú að enda þótt liberölum sé í mun, að vernda auðvaldið, að þeir væru að minsta kosti afskiftalausir um það, þó bændur seldu þessa vöru sína sjálfir í stað ein- staklinga. En raunin va,rð alt önnur. Af því samlagið var líklegt til að verða kaupahéðnum nokkur þrándur í götu þótti liberölum sjálfsagt að vera á móti því. Og það er sannleikurinn um fram- komu þeirra í flestum málum, er líkleg hafa verið til að greiða eitthvað veg bænda eða alþýðu. Þeir hafa undan- tekningar-lítið barist á móti þeim málum og hagsmunum bænda, en hafa eindregið fylt flokk mángara og skutilsveina auð- valdsins; í hvað smáum stíl, sem heita hefir mátt, hafa þeir vakað yfir þessu og gætt þess vandlega. í þessum bæ ganga öh þau félög, sem uppvís urðu að ósvinnu í viðskiftarekstri, berserksgang á móti Bennett og endur- kosningu hans. “King verður kosinn”, er einróma mál þeirra. Og það er sungið af þeim hvar sem þeir eru staddir. Þegar spurt er að hversvegna, verður þó hik á svarinu. Þá er eftir engu munað, sem hann er líklegur að aðhafast þó kosinn verði, sem túskildingsvirði er til almenn- ings eða þjóðarheilla. En “King verður kosinn”, ómar í eyrum þér er þú ferð frá þessum mönnum eins og þegar þú komst til þeirra. Þó hér skuli nú staðar numið, eru mörg fleiri áþreifanleg dæmi þess, hve megna óbeit King og liberalar hafa á auðvaldinu og hversu meinilla þeim er við þefinn af því. Á hinu viljum vér þó ekki bera á- byrgð, hvernig almenningur lítur á það, eftir að hafa gert sér grein fyrir makki þeirra við það í sinni verstu mynd. MARGT VITLAUSARA Heimskringla ábyrgist að vísu ekki, að borgarstjórinn í Vancouver sé að verða að nýjum og betri manni. En það má samt sem áður telja nokkurn vott þess, að honum sé að skána flokksblindan, og að honum dyljist nú efeki sum heimsku- pörin, sem hann hefir haft í frammi í nafni flokksfylgis, eins og þegar hann æsti æskulýðinn í atvinnubúunum til bylt- ingar, að hann lætur nú á sér heyra, að hann telji affarasælast, að allir stjórn- málaflokkar landsins taki höndum saman um að mynda stjóm. Orð í þá átt segja fregnritar að McGeer hafi af munni flogið á fundi flokksmanna sinna nýlega í Har- rison, B. C. Það má ef til vill eftir duk og disk heita, að minnast á stjórnarsanfsteypu nú, er allir flokkar hafa þotið bítandi í skjald- arendur af stað út í kosninga bardagann. En hinu getur þó enginn hugsandi maður neitað, að það er íhugunarvert, að unnið skuli vera að því eins og gert er í þessum kosningum að sundra þjóðinni, út af því sem eins er lítilsvert til hennar og það, í hvers lófa þingmannalaunin leggj- ast á næstu fjórum árum, einmitt á þeim tíma, er velferð þjóðarinnar hvílir á því, að hún noti “krafta” sína óskifta í þarfir landsins. Þessi vindrella liberala er þó í því ólík öðrum flokks-sprautuni þeirra að hann getur litið á mál frá heilbrigðu sjónarmiði öðru hvoru, eða þegar af honum bráir ofsaköstunum, seirt um fæsta aðra dáta flokksins verður sagt. ENN UM VIÐSKIFTI ERLENDIS Það hefir áður í þessu blaði verið dreg- in athygli að því, að liberalar reiknuðu viðskifti Canada við önnur lönd í dollur- um til þess að sýna hve miklum markaði Canada hefði tapað síðan Bennett-stjórn- in tók við völdum. Það var og bent á að vegna lækkandi vöruverðs, væri 1 ekkert á þessu að byggja, held- ur væri vörumagnið það eina ■ sem sannleikan sýndi um þetta. Hér skal nú bent á útflutn- ingsmagn nokkra helztu teg- unda af bændavöru um það leyti er Bennett-stjórnin tók við völd- um’ og aftur eftir 1932, er Ot- tawasamningarnir voru löggilt- ir. Á árinu 1930, síðasta fjár- hagsári Kingstjómarinnar nam hveitisala Canada erlendis 177 miljón mælum. Árið 1933, er Ottawa samningurinn hafði ver- ið rúmt ár í gildi, nam salan 239 miljón mælum. Árið 1930 keypti Bretland 113 miljón mæla af heiti héðan; árið 1933 151 miljón mæla. Árið 1930 keypti Belgía 11 miljón mæla af hveiti frá Can- ada; árið 1933, 18 miljón mæla. Holland keypti 1930 aðeins 6 miljón mæla af hveiti héðan, en 1933-34 16 miljón mæla. Hveitikaup Frakklands héðan námu 6 miljón mælum árið 1930, en 20 miljón mælum 1932. Bretland keypti enga naut- gripi héðan 1930. Árið 1931 seldust þangað 6,000 gripir; 1932 26,400; 1933 24,300 og árið 1934 54,000 gripir. Af svínakjötf keypti Bretland héðan 1930 24 miljón pund. — Árið 1934 94V& miljón pund. Smíjörkaup Bretlands námu hér árið 1930 aðeins 8 hundruð pundum. Árið 1932 fullum 8 miljón pundum. Árið 1930 nam smjörsalan héðan til allra landa l^ miljón pundum. Árið 1932 nam hún 11 miljónum. Innflutt til Canada voru 41 miljón pund af smjöri 1930. Árið 1934 rúm 2V£ miljón. Þetta eru eftirtektaverðar töl- ur. En þær koirta illa heim við það, sem liberalar eru að fræða þjóðina á um að Canada hafi tapað markaði erlendis á stjórn- artíð Bennetts. Markaðurinn virðist af þeim að dæma hafa verið illa genginn saman áður en Bennettstjómin tók við völd- um. SMÆLKI King lofar að fella úr lögum Canada 98 greinina, er kommún istum er verst við. Hversvegna gerði hann það ekki 9 árin sem ■hann var samfleytt við völd, eftir að hún var að lögum gerð ? * » Jf Liberalinn Gardiner frá Sask- atchewan, er að reyna að veiða atkvæði í Ontario- og Quebec- fylkjum með því að segja kjós- endum þar, að Bennettstjómin noti fé Austur-fylkjanna til þess að greiða bændum sléttufylkj- unum hærra verð fyrir hveitið, en aðrir vilji borga fyrir það. Það eru ýmisir vegir til þess að bera hönd fyrir höfuð kom- hallarinnar í Winnipeg. * * * í útvarpsræðu sinni í gær- kvöldi komst King, leiðtogi lib- erala svo að orði, að Bennett tæki öll ráð af samverkamönn- um sínum og ef hann yrði veik- ur, eða næði ekki kosningu, eða dæi, stæði flokkur hans uppi ráðalaus um hvað gera ætti. Með liberal flokkinn og sig væri alt öðru máli að gegna. Menn hans gætu tekið við af sér og rekið stjómarstarfið án sín eins og hann sjálfur. iSpurningin sem í huga manns kemur er þessi, til hvers sé að kjósa King, ef menn hans kom- ast eins vel af án hans? Stórt dæmi Englendingur einn, sem auð- sjáanlega hefir haft nægan tíma hefir reiknað út, að ef skifta ætti öllu ræktuðu landi í heiminum jafnt milli allra manna kæmi nákvæmlega 280 kvaðratmetrar í hvers hlut. FERÐ TIL CHURCHILL eftir séra Rúnólf Marteinsson Ekki dettur mér í hug að segja, að eg hafi verið mikill ferðamaður, sízt að eg hafi nokkurntíma farið þær ferðir sem útheimta mikið hugrekki ^eða táp. Að vísu var eg allmik- lið á ferðinni þau 10 ár sem1 eg átti heima í Nýja íslandi, og ekki voru þær ferðir með öllu lausar við erfiðleika eins og vegum var þá háttað í því bygð- arlagi. Stundum var kalt á vetrum á ísnum frá Sandy Bar til Borðeyjar í Mikley. En þetta er nú öllum gleymt og því ó- hugsandi að eg geti sannfært nokkurn um; að þau ferðalög hafi verið mér nokkur frægð- arauki. Samt verður ekki með sanni sagt að eg hafi altaf setið á sömu þúfunni, því eg hefi nú séð Ameríku frá Panama til Hudson-flóa og frá Atlanzhafi til Kyrrahafs. En þær ferðir hafa allar verið með beztu tækj- um, nútíðar ferðalaga og því lausar við öll óþægindi. Þær hafa fært mér það sem eg þráði: unað og fræðslu. Mig hefir altaf langað til að kynnast fjarlægum stöðvum fyrir eigin sjón. Myndirnar á eg svo ó- gleymanlegar og óskemdar í sálarlífi mínu. Vorið 1927 var eg á förum frá Seattle til Winnipeg. Með því að leggja nokkurn krók á leið mína fanst mér eg eiga kost á því að sjá löndin langt í suðri með því að fara til New York í gegnum Panama skurð. Reyndar hafði eg enn þá stærra í huga þá, að fara til íslands frá New York áður en eg kæmi heim. Af þessu varð ekki en með engu móti vildi eg hætta við að sjá löndin í suðri. Þegar þeirri þrá var svalað hefir löngunin snúist að því að sjá meira af lönduu- um í norðurátt, sérstaklega Hudson-flóa og Churchill. ó- víst er samt, að af þessu hefði nokkurtíma orðið ef sonur minn, sem er læknir í bænum The Pas í þessu fylki hefði ekki gefið mér ferðina, og alt sem til hennar þurfti. Ekki er það nein furða að mig langaði til Churchill. Það eru nú full 52 ár síðan eg kom til Canada frá íslandi. Allan þennan tíma hefir fátt verið meir talað um hér í Vestur- Canada en jámbraut til Hud- son-flóa. Fyrir því var barist ár eftir ár. Tiltölulega fáum árum eftir að eg kom til þessa lands var jafnvel byrjað á lagn- ing slíkrar jámbrautar norð- vestur frá Winnipeg. Við það var samt fljótt hætt. Þegar járnbrautin á endanum kom, var hún ekki hafin frá Winni- peg heldur frá bænum The Pas. sem er nærri 500 mílur í norð- vestur frá þessari borg. Þar- afleiðanki er járnbrautarleiðin eins og hún nú liggur til Hud- son-flóa alls ekki beinasta leið þangað frá Winnipeg. En brautin liggur framúrskarandi vel fyrir Saskatchewan-fylki og vestasta hlutanuirt af Manitoba- fylki. Enn er mikið rætt um Hud- son-flóa brautina og altaf kveð- ur við sama tóninn að hún sé hið mesta dýrmæti fyrir sléttu- fylkin en að “óhræsis” austur- fylkin þar sem peningavaldið hefir hásæti sitt, hafi altaf ver- ið og séu enn að spilla þessu velferðar fyrirtæki Vestur- landsins. Jú, það var ekki ástæðulaust að mig langaði til að sjá Chur- chill. Fagnandi lagði eg af stað frá Winnipeg föstudaginn, 16. á- gúst, og þakklátur kom eg heim fimtudaginn 22. s. m. Ferðin stóð'yfir nákvæmlega 6 sólar- hringa að viðbættum hálfum klukkutima. Nú í ein þrjú ár hefir verið stofnað til sérstakrar skemti- ferðar með Hudson-flóa braut- inni til Churchill. Fyrir þessari síðustu skemtiför stóð félag hér

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.