Heimskringla - 04.12.1935, Page 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 4. DES. 1935
.1
1»..
BELLAMY
MORÐMÁLIÐ
lllllllllllllllu
Verjandi sneri sinni rjóðu ásjónu aftur
að vitninu, forðaðist samt að líta á Sue Ives
en frá augum hennar og svip hafði stafað á
hann mikilli gremju, frá því hann byrjaði þess-
ar þráspumir. Hann ávarpaði vitnið: “Þai
heyrðir Miss Roberts bera, að hún þóttist
heyra til þín þegar hún reyndi að komast í
bamastofu, var ekki svo?”
“Jú, eg heyrði hana bera eitthvað því
líkt.”
“Fór hún skakt með?”
“Nei, hún fór ekki skakt með,” sagði vitn-
ið seint og skírt og kuldalega.
“Fór hún skakt með að dymar voru læst-
ar?”
“Nei, hún fór ekki skakt með það.”
“Hvort ykkar læsti dyrunum?”
“Ef þú vilt segja mér, hvað það kemur
við morði Mimi Bellamy, þá skal eg segja þér
hver læsti,” svaraði Pat, ennþá stiltari en fyr.
“í»ú neitar að svara spurn minni?”
“Víst neita eg að syvara spum þinni.”
“Herra dómari —” mælti Lambert, nærri
raddlaus af ákafa.
“Réttinum skilst heldur ekki hvað spurn-
ingin kemur sökinni við,” svaraði dómarinn
hiklaust og alt annað en hlýlega. “Hún er
útilokuð. Haltu áfram-.”
“Mér eru sama sem allir vegir bannaðir
til framhalds,” mælti verjandinn, skjálfradd-
aður af gremju. “Mr. Ives, þeir sem inni í
stofunni voru, þurftu ekki annað, til þess að
komast óhindraðir út úr húsinu, en að snúa
lyklinum í þeim dyrum og ganga út, var ekki
svo?”
“Alls ekkert annað,” svaraði þráa vitnið
alúðlega. ,
“Enginn var líklegur til að sjá annað eða
bæði fara sína leið, eða hvað?”
“Eg hugsa það mikið óliklegt.”
“Enginn sá ykkur heima það kveld milli
níu og tíu, hvorki þig né Miss Page, eða
hvað?”
“Engin sál — hreint ekki nein einasta
sál,” svaraði Mr. Ives, nærri blíður í máli.
“Hive lengi er verið á leiðinni frá þínu
heimili til garðhýsis í Orchards?”
“Gangandi?”
“Já, gangandi?”
“O, tíu-fimán iriínútur held eg beint eftir
götuslóða.”
“Er það sá sem Miss Page fór með börnin
til leiksals.”
“iSá sanfi, jú.”
“Hún vissi af þeim götuslóða?”
“Já, líklega,” háðglottið sýndi sig enn.
“Og þú vissir af honum?”
“Og eg vissi af honum.”
“Hvemig þá?”
“Móðir mín sagði mér að Miss Page færi
þangað með bömin og eg bað hana að gera
það ekki, af því að eg vissi að Sue vildi það
ekki.”
“Mr. Ives, voruð þið hjónin lukkuleg í
h jónabandinu ? ”
P^t sat grafkyr litla stund og blóðroðnaði
í framan. “Já, við vorum lukkuleg.”
“Að svo miklu leyti sem þér er kunnugt,
vissi hún ekki að þér var hætt að þykja
vænt um hana?”
“Hún gat varla vitað það,” sagði Patrick
Ives. “Ftá þeirri stund, sem eg sá hana Jfyrst,
hefi eg elskað hana ákaft — sífelt — af öllu
hjarta.”
Bftir æði langa stund spurði Mr. Lambert
með þungu fasi: “Þú ætlar okkur að trúa því,
gegn þeim sönnunum sem hér hafa fram
komið, að þú hafir verið trúr Mrs. Ives?”
“Mér stendur alveg á sanfa hverju þú
trúir,” sagði Patrick. “Eg áh't það ekki sér-
lega þakkarvert, að vera henni trúr. Sjálft
veraldar flónið hefði nóg vit til þess.”
“Þú heldur því fram, a,ð þú hafir aldrei
hætt að elska hana?”
“E g er að segja, að síðan eg kyntist
henni, hefi eg aldrei skift mér af nokkrum
öðrum kvenmanni, nema að óska að hann
væri einhvers staðar annars staðar.”
“Það er ástæðan til að þú fórst að finna
Madeleine Bellamy í garðhýsinu?”
“Það er einmitt stæðan til að eg fór að
finna Madelaine Bellamy í garðhýsinu,” svar-
aði Mr. Ives, stiltur sem áður.
Ekki lét Mr. Lambert kæruleysi vitnisins
á sig fá til lengdar, þó kuldalegt væri, heldur
harðnaði hans tortryggnis svipur. “Þú neitar,
að þú hefir skrifað þessi bréf?”
Pat leit við bréfbögglinum sem veifað var
framan í hann og brá sér hivergi. “Engan-
veginn.”
“Voru þau skrifuð á undan eða eftir ásta-
fundum þínum með Mrs. Bellamy?”
“'Pvö voru skrifuð á undan, eitt á eftir
því sem þú kallar svo.”
“Og hvar var konan þín þegar þessi
stefnumót (Jóru fram — þann ttunda og ní-
unda júm' og tuttugasta og annan maí?”
“Eg veit ekki.”
“Hún var í New York, var hún ekki.?”
“Eg veit það alls ekki. Við höfðum þá
ekki sést.”
Verjanda brá. “Höfðuð þið aldrei sést?”
Múginum sem viðstaddur var, brá Mka,
þar leit hver á annan goggandi, og trúði ekki
sínum eigin eyrum. Hver veit nema hann
væri að missa vitið, þessi hörundshvíti með
svörtu augun á vitnastól.
“Nei, þessi bréf voru rituð árið 1916 en eg
kyntist ekki Sue fyr en vorið 1919.”
“Ha,” sagði Mr. Lambert í miklum móð,
“skrifuð 1916 og til hvers, má eg spyrja bar
hún þau mleð sér 1926?”
“Þú mátt spyrja,” sagði honum Patrick
Ives, “og meira að segja, eg skal láta þig vita
hvað til kom. Hún var að selja mér þau.”
‘ISelja þér þau? Fyrir hvað?”
“Fyrir hundrað þúsund dali,” sagði Mr.
Ives.
Nú varð mikil þögn í réttarsalnum þar til
Mr. Lambert rauf hana með sínum tortrygna
róm: “Þú ætlar okkur að trúa öðru eins?”
“Eg vildi, eg segi það satt, að þú hættir
að spyrja mig að þessu,” svaraði vitnið og
reyndi alls ekki að leyna gremju sinni. “Það
er ekki mitt að ákveða, hverju þú trúir eða
trúir ekki. Það sem eg fer með er satt.”
“Þú heldur því fram, að þessi bréf þín,
sem þú segir nú ritað árið 1916, hafi af Mrs.
Bellamy brúkað verið tilað kúga út af þér fé?”
“Það eru þín orð,” svaraði Pat Ives. “Eg
mýndi kjósa nettari orð. Mimi áleit vafalaust
að mér væru bréfin fult aiidvirði fyrir þessa
fjárupphæð og það álit hennar var rétt. Hún
mun sömuleiðis hafa litið svo á, að hún ætti
nokkuð hjá mér og það var heldur ekki fjarri
sanni.”
“Þú skuldaðir henni eitthvað?”
“Eg átti henni mikið upp að inna fyrir að
giftast mér ekki,” sagði Pat Ives. “Fyrir það
hefi eg hlotið meiri hamingju, en flesta menn
jafnvel grunar að til sé.”
Lambert hnussaði við. “Mikið fallegt —
vissulega mikið fallegt. En þegar öllu er á
botninn hvolft, er þín staðhæfing sú, að þessi
framliðni kvenmaður, sem hér er varnarlaus,
hafi lotið svo lágt að kúga gífurlega peninga
upphæð út af þeim manni sem hún elskaði —
er ekki svo?”
“Tæplega. Hún elskaði mig ekki — auð-
vitað, hún elskaði engan, alla sína æfi, nema
iSteve. Hún sagði mér að sig vantaði þessa
peninga vegna þess hún héldi hann væri veik-
ur, að hann gengi fram af sér, ynni miklu
harðara en hann þyldi og fengi ekki neitt fyrir.
Hún ætlaði að segja honum að frænka'henn-
ar í Gheyenne hefði arfleitt hana að pening-
um, að henni líkaði ekki hér, svo að þau flyttu
til staðar sem hún hafði frétt af í Califorma.
Hún hafði hugsað fyrir öllu mikið laglega.”
Hér brá dómarinn Carver hendi á loft.
“Bíddu við, Mr. Ives. Nú er komið hádegi og
réttarhaldi verður frestað um klukkustund
til máltíðar.”
Blaðamaður horfði á réttarhaldsins hlut-
takendur fara sína leið úr salnum, og kímdi
glaðlega og segir við jarpkollu: “Taktu eftir
Dudley frænda, hann verður matarlaus í þetta
sinn; hann ætlar sér að hanga hér, þar sem
enginn kemst að honum með fyrirmæli sem
honum eru móti skapi, áður en hann er bú-
inn að ljúka sér af við Pat Ives. Sérðu, hvað
sagði eg þér?”
Mr. Lambert rölti til málamynda á eftir
skjólstæðingum sínum, sneri gér svo alt í einu
við, settist við skrifborð sitt, skjölum hlaðið og
tók til við þau með dygð og ákafa. Og þegar
einn af hans ungu aðstoðarmönnum kom aftur
með skilaboð, auðsjáanlega, þá sendi hann
þann burt aftur, eftir hljóðskraf og höfuð-
hristing, álíka og hann kom.
“Eg veðja tíu móti einum, að hún nær
ekki tali af honum fyr en hann er búinn með
Ives,” sagði blaðamaður.
“Hver þá?” spurði jarpkolla, annars hug-
ar. Hún var að hugsa um, hvort nefið á sér
væri rauðleitt og hvort sá ungi maður sem sat
hjá henni, áliti andlits farða ósiðlegri en
tanna púlver.
“Nú, Sue Ives, kjáni. Af hverju varstu að
hrína?”
Sú jarphærða lagði frá sér farðabaukinn,
tók upp helming af bláum aðgöngumiða og
sýndi. “Feitur kvenmannsfjandi ætlaði að rífa
af mér miðann en náði ekki nema helmingnum
svo þeir ætluðu að vísa mér frá, tvö pólití
ætluðu að grípa mig en eg sagði þeim; að ef
þeir snertu mig, skyldi eg stefna þeim fyrir að
leggja hendur á mig, svo þeir sleptu mér. í
næsta skiftið hugsa eg þeir muni eftir hver er
eigandi að miðanum.”
“Líklegast er það nóg æfistarf — og alt
annað en auðvelt — að uppræta greinilegan
skort á hæfileika til að hemja tilfinningar,
senl þér sýnist fylgja. Samt; hvernig líkaði
þér ferðalagið í gær?”
“Það var indælt!” svaraði hans tilfinninga-
ríki sessunautur.
“Það var picnic í betra lagi,” mælti blaða-
maður. “Og þó þín stærð ætti að mælast í
þumlungum, fremur en fetum, þá ertu furðan-
lega sporadrjúg. Mér þykir verst, að ekki er
nema ein helgi þann tíma sem morðsök varir.
Þú kant vel til með nesti úr brauði og reyktu
fleski, hvernig kantu til með þeytt egg í
rjóma?”
“Ágætlega,” svaraði sú jarphærða í ein-
lægni. x
“Ef svo fer sem horfur eru á, þá má vera
að við fáum aðra morðsök áður en þessi er út-
kljáð: Almenningur gegn Patrick Ives, sérðu!”
“Þú heldur ekki að hann sé sá seki?”
spurði jarpkolla áhyggjufull.
“O, þegar um morðmál er að ræða, þá
hugsa eg ekki neitt. Þetta get eg sagt þér
samt: Ef Steve Bellamy framdi ekki morðið,
þá heldur hann að Pat Ives hafi gert það og
ef Pat gerði það ekki þá heldur hann að Sue
hafi gert það. Eg öfunda þau alls ekki af hvað
þau hugsa þessa dagana. . . . Hana, hér koma
þau aftur.”
“Mr. Ives,” sagði Mr. Lambert, rjóðleitur
og röggsamur,” skilst níér rétt, að þú hafir
verið fús og reiðubúinn að borga hundrað
þúsund dali fyrir tvö bréf eða þrjú, sem þú
heldur fram að séu alveg meinlaus?”
“Slíku held eg alls ekki fram. Eg held
þvert á móti, að þau séu meinafull og sak-
ræm — rétt álíka bréf og viti firtur, heimsk-
' aður, ungur bjáni myndi skrifa. Og þú gerir
mig of góðan með því að lýsa mig fúsan og
reiðubúinn, það tók mig rétt tvo mánuði að
sætta mig við fjárlátið og eg má segja, að eg
var ekki sáttur með það„ þó svo yrði að
vera.”
“Eigi að síður varst viuljugur til að borga
hundrað þúsund til þess að bréfin kæmust ekki
í hendur konu þinnar?”
“Finfm hundruð þúsund, ef eg hefði náð
til þeirra, til þess að bægja frá henni kvöl og
óprýði.” (
“Þú varst þá ekki sannfærður um að hún
myndi trúa sögu þinni um það, hvenær bréfin
hefðu verið skrifuð?”
“Eg vildi ekki að hún kæmist nokkurn-
tíma að því, að bréfin hefðu verið skrifuð.
Eg hafði aldrei sagt henni hvað náinn —
kunningsskapur hefði verið með okkur Mimi.”
“Einmitt. Nú hefir Miss Cordier sagt
okkur, að sendimiðarnir hafi orðið æ tíðari,
eftir því sem á leið, er það satt?”
“Já.”
“Hún herti á krööfunum?”
“Talsvert.” Enn brá fyrir glottinn, und-
arlega gamanlausu.
“Svo það var að verða þér meir og meir
áríðandi, að gera eitthvað strax í stað til að
hindra að bréfin kæmust í hendur konu þinn-
ar?”
“Eg varð að ná í peningana sem fyrst, ef
það er það sem þú meinar.”
“Hafðu ekki fyrir því, að skilgreina það
sem eg iríeina, ef þú vilt gera svovel. Gerðu
ekki nema svara spurningunni.”
Augun í Patrick Ives smækkuðu lítið eitt.
“iSpurning þín var tvíræð,” sagði hann stilli-
lega.
“Eg spurði þig, hvort ekki hefði verið á-
ríðandi fyrir þig að taka skjótar ráðstafanir
til þess að bréfin kæmust ekki í hendur konu
þinnar.”
“Spurningin er enn tvíræð. En eins og eg
sagði áður hlaut eg að borga fyrir bréfin án
tafar og til þess tók eg peningana heim með
mér um kveldið þann nn'tjánda.”
“O,” sagði Lambert og nú var auðheyrt
að honum var brugðið, “þú tókst þá heim, í
hvaða mynt voru þeir peningar?”
“Eg tók þá út úr öryggisskáp mínum í
bankanum um hádegi, — áttatíu og fimrn
þúsundir í Liberty skírteinum og fimtán í
skuldabréfum sveita.”
“Vissi nokkur af því, annar en þú?”
“Vitaskuld ekki.”
“Hvar léztu þessa fúlgu, þegar þú komst
heim, Mr. Ives?”
“Fyrst í skrifborðs skúffu í skrifstofu
minni, rétt fyrir kveldmat. Eg ætlaði mér að
láta peningana í trygðaskáp uppi í svefnher-
bergi mínu, en þegar eg var að telja þá, eftir
heimkomuna, kallaði ,Sue á mig úr forstofunni,
að gestir okkar væru að fara, svo eg fór út á
svalir og kvaddi þá. Við fórum ekki upp á loft
fyrir kveldmat, svo að eg komst ekki í færi að
flytja þá, fyr en seinna umkveldið.”
“Enginn vissi, að þessir peningar voru í
húsinu?”
“Ekki svo eg viti til.”
“Hvað gerðir þú svo við þá?”
“Eg flutti þá aftur í öryggis hólfið mitt
um hádegi á mánudag.”
“Vissi nokkur af því?”
“Allg enginn.”
“iSvo þú ert eina manneskjan til að bera
um það, að þú hafir nokkumtíma ætlað þér
að borga Mrs. Bellamy þessa peninga?”
“Já, hvern viltu hafa betri?” innti Mr. Ives
þægilega.
Mr. Lambert glotti við honum, en ekki
alúðlega. “Var þessi upphæð mikill hluti þess
sem þú átt til?”
“Ekki mundu það ýkjur að segja, að hún
hjó töluvert skarð í það.”
“Af hverju færðir þú ekki Mrs. Bellamy
peningana þetta sama kveld?”
“Hún hafði ekki tiltekið stað og stund,
hvar við skyldum finnast.”
“Þér datt ekki í hug að leita í bókinni að
sendimiða?”
“Víst datt mér það í hug. Til þess fór eg,
þegar Sue kallaði á mig, að kveðja gestina.”
‘‘Svo að þú leitaðir ekki að honum?”
“Ójú, eg leitaði þegar eg kom aftur, fimm
mínútum síðar. Þar fanst enginn sendinfiði.”
“Aha!” sagði Mr. Lambert og jarpkolla,
sem hlustaði og sá með hrolli, hivernig Mr.
Ives lét leiðast ótrauður og hraðfara út á tál-
grafirnar, þóttist aldrei hafa heyrt mann segja
“Aha” fyr, nema í bókum. “Svo þú leitaðir
í bókinni? Og fanst engan miðan, var svo?”
“Þú ferð rétt með hvorttveggja.”
“Nú, þetta er merkilegt,” mælti Mr. Lam-
bert með ánægjusvip — “mjög merkilegt. En
ef miðinn hefði verið þar, þá hefðirðu fundið
hann?”
“Og ef þú hefðir fundið hann, þá hefðir
þú farið til stefnumóts?”
“Eg hefði áreiðanlega gert alt sem eg gat,
til þess að reyna það.”
“Og sent póker spilurum’ afboð?”
“Væntanlega.”
“Og farið gagnveginn um engið?”
“Ekki veit eg hvernig eg hefði farið. Það
er dálítið utan við málefnið, er ekki svo?”
“Og í garðhýsinu hefðirðu fundið fyrir þér
aumingja stúlkuna með bréfin sem þér bráðlá
svo á?”
“Af hverju spyrðu hann ekki, hvort hann
ihafi þá haft hnífinn í vasa sínum?” spurði
Mr. Farr hæglátlega. “Og því spyr þú hann
ekki, til hvers hann hefði brúkað hann? Þú
vilt víst ekki sleppa öðru eins?”
Lambert tók til mótmæla, hárri röddu.
“Herra dómari, í þann langa tíma, sem eg
hefi farið með mál fyrir rétti, hefi eg aldrei
fyr orðið fyrir öðru eins ódæma afbrigði.af
sómasamlegri--------”
Dómarinn tók fyrir þau háværu ámæli,
heldur skarplega. “Og í þann langa tíma,
sem eg hefi verið riðinn við réttarhöld, Mr.
Lambert,. hefir þessi réttur aldrei vitað vitna-
spumingum hagað með eins miklum afbrigð-
um sem þú hefir leyft þér og sem rétturinn
hefir þolað þér, vegna þess að hvorki sækjandi
né votturinn krafðist íhlutunar. Mótmæli
sækjanda voru ekki í réttu formi, en að öðru
I leyti réttmæt. Spurnir þínar eiga alls ekki
við þá sök sem hér er fyrir og vitninu er
heimilt að láta þeim ósvarað. Þú mátt halda
áfram.”
“Eg ætla að svara spurningunni,” sagði
Pat Ives. “Ef eg hefði fundið miðann, þá
hefði eg farið til garðhýsis, fengið Mimi pen-
ingana, náð bréfunum og þá hefði enginn af
okkur eytt þessum síðastliðnu vikum til að
hugsa hve góð vistaskifti það væru, ef við
gætum farið héðan til helvítis. Eg vildi guð
hefði gefið að eg hefði fundið miðann. Er þetta
sem þú vildir vita?”
Það var alt annað en Mr. Lambert vildi
fá að vita, en hann leit aðgætnu auga á tylft-
ardóm en þaðan var horft athugulum og ekki
mildum sjónum á unga manninn í vitnastúku,
með hinn fölva svip og biturlega yfirbragð og
ósvífna tal máta. Léttlæti voru þeim víst alt
annað en geðfeld. Mr. Lambert hristi bréfin
í hendi sér og kvaðst þurfa skýringar hans á
nokkrum atriðum.
“í þesum bréfum eru nokkur atriði sem eg
vildi að þú kæmir heim við þá frásögn þína, að
þau séu skrifuð árið 1916. Hvað á það að
þýða , Mr. Ives, þegar þú ritar: Eg segi sífelt
við sjálfan mig að við séum viti firt — að
framundan okkur séu ófærar ógöngur — að
eg hafi engin réttindi til að láta þig gera
þetta — gera hvað, Mr. Ives?”
Pat Ives gerðist enn hvítari í framan.
“Halda áfram samdrættinum með þeim ákafa
og óvarfæmi, að það vakti frekjulega umtal,
sem beit illa á hana. Við vorum komin að því
að missa alveg stjórn á okkur. Hún Var treg
til að giftast mér af því hún hélt að mér væri
ekki gefið að komast til rrianns.”
“Einmitt það,” sagði Mr. Lambert hrylli-
lega, “ó, einmitt það. Nú í því sem sivo byrjar:
“Mimi, elsku, elsku, elsku, klukkan er orðin
fjögur og meira til---”
Pat krepti greipar um brún vitnastúk-
unnar og spurði: “Ætlarðu að fara með þessi
bréf á ný?”