Heimskringla - 12.02.1936, Side 4

Heimskringla - 12.02.1936, Side 4
4. SlÐA. WINNIPEG, 12. FEBR. 1936 HEIMSKRINGLA í 'ííii.’ímslmmilct (StofnuO lSSt) Kemur út á hverjum miövikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. ÍS3 og SS5 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímia 86 537 VerC blaðslns er $3.00 árgangurinn borgÍBt fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 011 viðskifba bréf blaðinu aðlútandi sendlrt: Manager THK VIKINO PRKSS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HKIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winrúpeg "Helmskringla" is publiabed and printed by THK VIKINO PRKSK LTD. 863-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telepibone: 86 637 WINNIPEG, 12. FEBR. 1936 Á ÁRSFUNDI SAMBANDSSAFNAÐAR Á árfundi Sambandssafnaðar í Winni- peg, s. 1. sunnudag komu þeim er þetta ritar og þar var staddur í hug orð Ibsens, að hvernig sem frelsið gæfist, væri þó á- valt þetta við það, að fyrir öðru væri ekki skemtilegra að berjast en því. Það þurfti ekki nema að heyra árs- skýrslur safnaðarins lesnar til þess að sannfærast um það, að þessi tiltölulega fámenni hópur allra íslendinga er til þess albúinn, að liggja ekki á liði sínu, málefni og hugsjón safnaðarins til eflingar. Þó engin sál væri beðin um peninga söfnuðinum til styrktar, er fjárhag,ur hans langt fram yfir það sem við hefði mátt búast á þessum tímum. Það leggur hver sitt fram af fúsum vilja og með það eitt í huga að greiða eftir getu fyrir mál- efninu. Og í hverju er þá málefni kirkna sam- bandssafnaðanna vestan hafs fólgið? — Svarið er, að það er fólgið í frelsi, algeru trúfrelsi. Sálir manna binda engin bönd í þeim kirkjum. Engin kirkja er slík til önnur á meðal íslendinga og þó víðar sé leitað. Hún er í fullu samræmi við vísindi nú- tímans og hugsjónir þeirra, er ráðgátum- ar leysa, er þroski, framför og velferö manna hvílir á, ekki aðeins í dag, heldur einnig á morgun. Hún er framtíðar kirkja. Hún er ein mikilsverðasta andlega hreyfingin, sem komið hefir fram í ís- lenzku þjóðh'fi. Og hún á fleiri fylgsmenn út í frá, eða hjá þeim, sem öðrum kirkjum, eða engri kirkju heyra til, en nokkur önnur kirkja. Sá er nokkru háleitu máleifni ann, hlýt- ur að vera með stefnu slíkrar kirkju. Því að hvernig sem fengið frelsi gefst, eins og Norðurlandaskáldjöfurinn sagði, er það ein dýrmætasta hugsjónin, að vinna og berjast fyrir. Og þeirra sem í sh'kri starfsemi hafa átt þátt, verður getio er tímar h'ða. Það var ekki hugmyndin héir, að segja fréttir af ársfundinum. Þess gerist heldur ekki þörf, þar sem þær verða bráðlega birtar af ritara safnaðarins. — Þetta er aðeins brot af því, er í hug manns kemur, er athyglinni er beint að ársstarfi þessara kirkna. IV,R. CASGRAIN OG ÞINGFORSETASTAÐAN Mr. Pierre Casgrain, sem kjörinn var þingforseti í Ottawa af Kingstjórninni fyrir skömmu, er sagt margt vel gefið. En á því má þó telja nokkurn vafa, hvort að hann sé þingforseta-stöðunni vaxinn. í sömu andránni og honum er falin þessi virðingar staða, fer hann til verks og rekur um 127 manns, sem ýms störf hafa haft með höndum bæði um þingtím- ann og endranær um fleiri ár og ræður aðra í stað þeirra. Og það var ekki eins og þarna væri um “feit embætti” að ræða, því á meðal Iþeirra reknu voru kolamokarar, þvotta- kerlingar og vikastúlkur. Ósvinna þessi spurðist brátt svo illa fyrir, að Mackenzie King, forsætisráð- herra, sá þann kostinn vænstan, að skipa Mr. Casgrain, að ráða alt þetta sama fólk aftur til starfsins, en segja hinum, sem voru nýteknir við, að bíða þar til að stöðurnar losnuðu. Má þetta á betri veg virða við forsætisráðherra, enda þótt Mr. Casgrain hafi sér til málsbótar; ‘‘hvað Aöfðingjarnir hafast að,” og King hafi sjálfur verið fordæmið. En hvað gerir nú Mr. Casgrain? Getur það verið, að hann sætti sig við stöðuna, eftir að hafa auglýst á svo fyrirlitlegan hátt flokksofstæði sitt, jafnvel þó þingið eins og það er nú skipað líti ekki á það. Þingforseta-staðan er ábyrgðarmikil valda og virðingarstaða. Henni eru marg- ar hefðbundnar og helgar skyldur sam- fara í lýðfrjálsu landi, sem enginn getur óhegnt leikið sér með eða brotið eftir vild. HVERS Á ABERHART AÐ GJALDA? Hvernig stendur á því, að blöðin Wipni- peg Free Press og “The Commonwealtb,” blað C. C. F. flokksins, reyna með öllu móti að gera Aberhart og stefnu hans að óreyndu eins tortryggilega, hlægilega og jaifnvel vitfirringslega og þeim er unt? Vér segjum ekki að hið síðar nefnda blað sé eins hræfuglslega gráðugt í ummælum sínum og blaðið Free Press, en í því sem það skrifar um social credit stefnuna, er það eins heitt og ákveðið í að fordæma hana og nefnt blað. Nokkur undanfarin ár hefir hagur þess- arar þjóðar ekki verið beysnari en það, að menn hafa verið alt annað en ánægðir. Og Aberhart forsætisráðherra, er auðvit- að hvorki sá fyrsti, né eini pólitíski leið- toginn, sem talið Ihefir breytingu á skipu- lagi þjóðfélagsmálanna reynandi. En hann er fyrsti maðurinn hér, sem sú ábyrgð hvílir á, að ganga til verks og breyta hagfræðisfyrirkomulaginu. Og að Aberhart sé þetta alvörumál og að hann ætli að standa við skoðun Sína, má ráða af því, að í hásætisræðu fylkisstjórnarinnar er það tekið fram, að stjómin leggi fyrir þing tillögur um breyt- ingar á hagfræðismálum fylkisins í sam- ræmi við social credit stefnuna. Hvort að Aberhart hafi fundið ’ráðningu gátunnar um það hvemig mein þjóðfélagsins verö: bætt, má auðvitað deila um. Hafi honum ekki hepnast það, er hann ekki; sá eini sem það hefir hent. En hann er mörgum ólíkur í því, að hann álítur betra að gera einhverja tilraun, heldur en að standa grafkyr. Þar sem öll önnur ráð hafa brugðist, er engu slept, þó social credit sé reynt, og að sú tilraun fái að njóta sín óáreitt af pólitískum fúskurum. Ef hún skildi hepnast, hafa íbúar þessa þjóðfélags fulla ástæðu til að vera þakklátir. Mishepnist hún, er að minsta kosti sú vissa fenginn, að bætur á hag þjóðfélagsins verða ekki ráðnar með því að halda þá leið. CANADA-BANKI í hásætisræðunni í Ottawa, er minst á Canada-lbanka, og á þá leið, að hann verði gerður að þjóðeign, eins og vikið var að fyrir kosningar. Stjórnin ætlar því að kaupa hluti bankans, en þeir eru í Ihöndum 12,062 manna, sem dreifðir eru austur og vestur um alt þetta iand,i eða með einhverjum meðölum ná stjórn hans í sínar hendur. Þar sem svona margir menn af öllum stéttum í hverju einasta fylki landsins eru hluthafar bankans, er varla hægt að telja hann séreign. En hvað sem því líður, á nú að breyta honum úr séreigna banka í þjóðeignabanka. í stað þess að sjö meðstjómendur bank- ans eru nú kosnir af hluthöfum hans, á samibandsstjórnin að skipa þá. Þessir meðstjórendur hafa litið hendur í hári með stefnu bankans. Hún er í aðal- atriðinu ákveðin af yfirstjórnenda bank- ans og fjármálaráðherra sambandsstjórn- arinnar. Aðal störf meðstjómenda bankans, er að gefa sem raunverulegastar leiðbeining- ar um hag manna yfirleitt og hvernig starf bankans snertir störfl þjóðfélagsins. Þeir eru eftirlitsmenn í þeim skilningi öllu öðru fremur og ráðgefendur. Breytingin sem King hugsar sér á bankanum, snertir ekki vitund undir- stöðuatriði, stefnu, eða starf bankans í sjálfu sér. Yfirstjórnandinn og fjármála- ráðherrann verða að svo miklu leyti sem enn er kunnugt þeir sem stefnu og starfi bankans ráða. Eina verulega breytingin, sem af þessu áformi Kings leiðir, er sú, að honum eða stjórn hans gefst tækifæri, að skipa þessa sjö meðstjórendur, í stað þess, að þeir eru nú kosnir af hluthöfum. Það leggur stjórninni sjö álitlegar stöður í hendur, að miðla jafnmörgum trúum, soltnum, fylgifiskum gínum. Frá sjónar- miði stjórnarinnar er þetta nóg ástæða fyrir breytingunni. Til þess að geta lagt vinum sínum Iþessa gjöf í lófa, verður stjórnin að taka $144,500,000 (eitt hundrað fjörutíu og fjórar miljónir og fimm hundruð þúsundir dollara) úr fjárhirzlu ríkisins, til þess að greiða fyirir hlutina. Frá sjónarmiði skattgreiðenda, er hætt við að þessar sjö stöður þyki dýru verði keyptar. (Þýtt úr The Winnipeg Evening Tribune) RITGERÐ UM MATTHfAS I nóvember-hefti ritsins “Scandinavian Studies and Notes”, birtist grein um Matthías skáld Jochumsson eftir dr. Rich- ard Beck. Tímarit Iþetta er gefið út af félaginu “Society for Advancement of Scandinavian Studies” og standa að því fræðimenn va'ðsvegar um Bándaríkin, sem norrænum fræðum unna og sinna. Ritari félagsins er Joseph Alexis prófessor við Nebraska-háskólann, en hann heimsótti Winnipeg síðastl. vetur, sat fund Þjóð- ræknisdeildarinnar Frón og munu margir hér minnast hans, ekki sízt fyrir það að hann, útlendingurinn, mælti þar á ís- lenzka tungu. Ritgerð dr. Beck er alllöng, um 14 blaðsíður í ritinu. Er hún því all-greini- legt yfirlit yfir æfi og skáldskap Matt- híasar og með sýnishorni af kvæðum skáldsins, sem áður hafa hér ve-rið þýdd, þar á meðal þjóðsögnum, er frú Jakobína Johnson hefir snúið á enska tungu. í greininni er og hér og þar gripið niður í og lýst bókmentastarfi íslendinga svo að það ætti ekki að koma flatt upp á þá út- lendinga, er hana lesa, þó þjóðin á eyj- unni afskektu og h'tt þektu, sé nefnd bókmentaþjóð. Mega Íslendingar hvert starf er að kynningu á bómentum vorum lýtur meta og þakka. SÁNING OG UPPSKERA* Villist ekki! — Guð lætur ekki að sér hæða; því að það„ sem maður sáir, það mun hann og uppskera. Því að sá, sem sáir í hold sjálfs sín, mun af holdinu uppskera glötun; en sá, sem sáir í andann, mun af andanum uppskera eilíft líf. En þreytumst ekki að gera það sem gott er, þvi að á sínum tíma munum vér uppskera ef vér gefumst ekki upp!—Gal. 6:7—9. iSíðast liðin sunnudag reyndi eg að sýna fram á það, að ef að heimurinn ætti að fara sífelt batnandi, þá væri nauðsynlegt að gera meira en að umsnúa mannfélag- inu. Á meðan að mennirnir sjálfir eru ó- fullkomnir, getum vér umsnúið mannfé- laginu eins og við viljum, og gert eins mörg ný lög og oss þykir nauðsynlegt. En ástandið í heiminum mun þó lítið batna, meðan að mannkynið sjálft er ekki nógu fullkomið til þess að hagnýta sér breytinguna. Vér getum öll orðið að socialistum, eða commúnistum, eða hvað annað, sem við viljum — og stofnað það stjórnarfyr- irkomulag, sem er í bezta samræmi við pólitíska skoðun vora, en á meðan að rnönnum er stjórnað af eigingimi og sjálfselsku, þá mun ástand mannfélags- ins ekkert batna. Það má ibreyta stöðu mannanna í þjóðfélaginu á allan mögu- legan hátt, en ef að mönnunum sjálfum er ekki stjómað af breyttum hugsunar- hætti, verður ástandið lítið öðruvísi en það nú er. Meiri sannleikur felst í orðum textans en margir hyggja. “Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera.” Þetta er eitt æðsta lögmál tilverunnar, eins og margsinnis hefir Verið sannað, ibæði á vísindalega vísu sem andlega. En á meðan að menn skilja það ekki, eða vilja ekki skilja það, og'breyta ekki eftir því, heiminum til ibóta — þá er ekki við góðu að búast. Á vorum dögum eru margir orðnir ó- þolinmóðir. Þeir sjá umhverfis sig margt sem þeim finst ætti ekki lengur að eiga sér stað: fátækt, bágindi, óréttlæti í við- skiftum og í breytni mannanna, ójöifnuð og skort. Er þeim sönn vorkun í erfið- leikum sínum, og æskilegt væri, að slíkt hefði aJdrei þurft að eiga sér stað. En óþolinmæði og ávítanir bæta aldrei úr erfiðleikunum. Hið eina sem ba^tir, er sannur skilningur á þVí, sem orsakað ihefir þessa erfiðleika. Þeir stafa fyrst og fremst af manna völdum. Þeir stafa að svo miklu leyti af manna völdum, að ef vér gætum útrýmt í dag öllu því, sem mennirnir bera ábyrgðina á í því efni, þá væri það sem eftir er varla teljandi; það væri í rauninni ekkert vandamál. — Mennirnir væru þá fullkomnir og líf þeirra einnig. Þá uppskæru menn ekki lengur glötun af sáning sinni, — eins og í dag, heldur hið eilífa líf, sem er upp- skera þeirra, sem sá í andann. Það er um þetta síðasta atriði, sem eg vil fara fáeinum orðum í kvöld, með sér- * Ræða flutt í Sambandskirkjunni í Winnipeg s. 1. sunnudag, alf séra Philip M. Péturssyni. stöku tilliti til ástandsins sem umkringir oss. í orðum textans lesum vér: “sá sem sáir í andann, mun af andanum uppskera eilíft líf.” — Ennfremur lesum vér.—“Þreyt- umst ekki að gera það gem gott er, því að á sínum tíma munum vér uppskera, ef vér gefumst ekki upp.” Mismunandi skoðunum hefir Verið haldið fram af mönnum á öllum öldum um það hvernig maður gæti öðlast eilíft líf. — Einu sinni var því haldið fram og er sumstaðar haldið fram þann dag í dag, að aðal hlut- verk kirkjunnar væri )það, að bjarga sálum manna frá reiði guðs. Á þeim dögum þegar sál- ir allra manna sýndust vera í voðalegri hættu, í eilíifðinni, var engin vandi að fá menn til þess að sækja kirkju, þar sem kirkj- an var skoðuð sem hið eina, sem gæti bjargað sálum þeirra. Þegar þetta var almenn skoð- un, þá var við því að búast að vel væri hlynt að kirkjunni. Ef að maður er í láfshættu, þá er engin þörf á mlkilli mælsku til þess að fá hann til að grípa til björgunartækjanna. En nú er sú skoðun að breytast. Kirkjan er eki lengur skoðuð sem nokk- urskonar björgunartæki, sem bjargað getur sálum manna úr hættu. Menn trúa ekki lengur að Guð sé hverflyndur, né held- ur að hann dæmi sálir manna til eilífrar refsingar. En þó að þessi eldri skoðun sé að mestu leyti horfin, er ekki þar með sagt, að menn þurfi ekki að gæta hvemig þeir breyta í þessu líífi, eða að engin þörf sé á að maður búi sig undir eilíft líf. Eg hygg að svo sé ekki. Eg hygg að sannleikurinn sem fólg- inn er í orðunum: “Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera”, standi eins óhagg- anlegur í dag og þegar þau orð voru fyrst rituð, fyrir mörgum öldum síðan. Ekki trúi eg þvl að menn verði fyrir eih'fri útskúfun eða eiiífri sælu í h'fi eilífðarinnar. Og eg veit að margir eru á sömu skoðun. En, þó að vér höldum þessu fram, þó að vér höfum yfirgefið gömlu trúna, fylgir því þá að oss sé sama um það, hvort að vér séum undir það búnir að ganga braut eilífð- arinnar eða ekki? iSem dæmi skulum vér hugsa oss, að á nærri því hvaða. stundu sem er, sé eitthvert afl eða einhver kraftur í þessu jaröneska lífi, sem vér ráðum ekki við, sem tæki oss i langferð til einhvers annars lands, í ann- ari heimsálfu, eða til einhverrar annarar borgar. Við skulum hugsa oss að vér værum tekin af stað á þessu augnabliki! — Væri oss sama um það, að vér værum komin á þetta ferðalag, án aHs fyrirvara og án nægilegs undirbúnings? Væri oss sama um það, að skilja eftir verk ó- gert, óframkvæmdar skyldur? Vér trúum flest allir á ó- ‘dauðleika sálarinna,r, vér trúum flestir á líf eilífðarinnar. Vér trúum því einnig að þar mun- um vér finna alt hið æðsta og fullkomnasta, sem vér getum ímyndað oss í þessu lífi: kær- leik, samúð, brjóstgæði. Það verður hinn andlegi maður, sem ibýr þar; þessvegna finst mér það vera hið allra nauðsynleg- asta, að leggja rækt við hið andlega í þessu h'fi, svo að vér verðum þegar ’kallið kemur, ekki algerlega óundirbúin að ganga þá braut, sem allir menn verða að ganga, fyr eða síðar. Annað dæmi: Við skulum líta á lífið, sem nokkurskonar námsskeið, líkt því sem stúd- entar ganga gegnum í menta- stofnunum, í háskóla, hvaða háskóla sem er, Harvard, Mani- toba háskóla eða háskóla ís- ilands. Þar verða menn að kynna sér nám sitt. Þeir verða að öðlast góða þekkingu á þeim greinum, sem þar eru kendar. Gera þeir það til þess að þeir verði sem bezt undibbúnir þegar til prófs kemur. Þá sézt hverju sáð hefir verið, og þar af leið- andi hver uppskeran er. Námsmaðurinn fæst árum saman við sáning eða ræktun. Það er stöðugt verið að sá í sálarakur hans þekking og fræðslu, og þá er hitt enn þá meira, sem hann sjálfur sáir í sál sína með stöðuguiíi lestri og námi. öll kenslan er eigin- lega ekki annað en leiðbeining honum til handa, við sáningar- starfið. Hann verður að vera sí-iðinn og athugull, ef vel á að fara. En hann sér oift og löng- um lítið, hvað gemgur, — finst sér fara Mtið fram, þroskunin ganga seinlega, ávöxturinn vera Mtill, en hið stöðuga námsstrit lýjandi. Margt vill þá glepja fyrir og mörg tælandi röddin ginnir hann frá þreytandi starfi út í það, sem hinum læigri hvöt- unum finst skemtilegra og á- reynsluminna. Einn iðjuleysis- dagurinn dregur annan á eftir sér; uppskeran, eða prófið virð- ist þá svo langt undan landi, að ávalt megi ná því mista upp aftur; og þannig gengur það, koll af kolli. En svto eftir lang- an tíma kemur prófið, — upp- skeran eftir sáningar- og gróðr- artímann, og þá kemur þetta ó- umflýjanlega lögmál í ljós: — “Það, sem maðurinn sáir, það mun hann og uppskera.” Iðni hámsmaðurinn, sem fanst sér oft verða lítið ágenigt og þráði alt af að sjá árangur af starfi sínu, hann rekur sig nú á það að uppskeran er meiri en hann bjóst við, þreifar á því, að strit hans var aldrei til ónýtis og að hann hefir verið í samvinnu við öfl í djúpi sálar sinnar, sem gera það að verkum, að allur gróðurinn hefir orðið ríkulegri, en hann þorði að vona, og hefir jafnframt haft göfgandi áhrif á alt hið innra líf hans. En hinn. sem lét tælast og glepjast, rekur sig á það, að hver sú stund, er leið ónotuð hjá, og teytt var í gáleysi, kom aldrei aftur, og að mjög svo erfitt var að ná því aftur, sem eitt sinn var mist. Hann sér einnig, að uppskeran fer eftir sáningunni. Hann sér, ef hann lokar ekki augunum fyrir því, að þeir kraftar sem illa eru notaðir, taka Mtlum þroska, en sljóvast jafnvel og rýrna. Því að hverjum þeim sem notar námshæfileikana vel, honum verður gefið, sjvo að hann hefir nægtir, en frá hinum verður tekið, jafnvel það litla, sem fyrir var. Vaxtar- og þroskalögmálið er æfinlega al- varlegt lögmál fyrir þann, sem hirðir ekki um að vera í sam- vinnu við það. “Guð lætur ekki að sér hæða.” En þetta sama lögmál er hverjum þeim gleði- efni, sem vil leggja fram krafta sína í samvinnu við það, því að hann veit, að hann muni upp- skera á sínum tiíma, ef hann gefst ekki upp. Á sama hátt og bamaskólar og háskólar landsins eiga að undirbúa nemendur sína til starfs í jarðnesku lífi, er lífið sjálft nokkurskonar skóli, þar sem menn eiga að undirbúast til hins eilífa lífs. Alt Mf vort er nám. Vér erum fædd í þenn- an heim til þess að nema. Og námið er stöðugur sáningartími, og uppskeran kemur á sínum tíma. Það stendur ekki á sama hvernig vér stundum nám vort, því eins og skrifað stendur: — “Guð lætur ekki að sér hæða; það sem maður sáir, það mun hann og uppskera.” — Þegar prófið kemur, þá verðum vér að vera vel undir það búin, — með því að hafa lifað eins háleitu og göfugu lífi og unt er, og í sam- ræmi við allar þær æðstu og fegurstu hugsjónir, sem andleg- ir leiðtogar mannkynsins hafa birt oss. Gerum vér þetta, þá munum ivér ekki aðeins hafa göfgandi

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.