Heimskringla - 06.05.1936, Síða 1
L. ÁRGANGUR
WINNIPBG, MIÐVIKUDAGINN, 6. MAI, 1936
NÚMER 32.
HELZTU FRETTIR
Selassie flúinn úr Blálandi segja efanlegt, að nokkuð af
'Haile Selassie Blálandskeisari því sé meint. Þjóðabandalagið
flúði úr Addis Ababa s. 1. laug- meinar ekiki meira með því en
ardag. Hann var komin til Di- öðru, sem það læst vera að fitja
jbuti í Somalilandi (eign ! upp á. Það hefir svikið alt og
Frakka) s. 1. mánudag. En alla og að lokum sjálft sig.
þaðan fór hann með tundurbát,
er Bretar sendu til að taka á
móti honum, til Aden. Eftir það
fer hann með einhverju brezka
línuskipinu norður, en íhvar
hann teikur sér bólfestu, er ekki
víst. Var fyrst sagt, að hann
færi til Jesúsalem, en síðari
fréttir gefa í skyn, að skeð
geti, að hann fari til Englands,
ef hann kýs það heldur.
Með keisaranum er fjölskylda
hans og ráðgjafar og önnur
stórmenni, um 50 að tölu.
í Dijbuti tók landstjóri Frakka
á móti keisara og gisti hann þar
eina nótt.
Ástæðan fyrir því að hann
flúði er sögð sú, að hans eigin
menn hefðu risið upp á móti
honum. Keisarinn var á norð-
urvlgstöðvunum rétt áður, sem
að vísu eru nú ekki eins langt
frá Addis Ababa og áður. En
þar var talið gott til varnar.
Þegar keisari hafði komið öllu
í lag þar, fer hann til Addis
Ababa til þess að kalla alla þá
til varnar, sem unt var. Á leið-
inni var ihonum heilsað með
skothríð frá hans eigin mönn-
um, er uppreisn höfðu gert. —
Komst hann þó klaklaust til
Addis Ababa. En daginn eftir
afréð hann að .gefa upp alla
vörn og flýja.
Er yfirráðum hans því lokið í
Blálandi.
Friðrik Guðmnndsson
dáinn
En þegar Blálendingar fréttu
að keisari hefði flúið land,
urðu þeir; óðir og uppvægir og
tóku til að ofsækja hvíta menn
í Addis Ababa. Hafa þeir og
brent, ruplað og rænt öllu sem
þeir hafa getað og horfið burtu
með það upp í fjöllin. Nokkra
hvíta menn er haldið að þeir
Ihafi drepið. Og sendiberrar
stöðvar Breta og Bandaríkjanna
eru sagðar þar í hættu staddar
fyrir óaldarlýðnum komi ítal-
ir þeim ekki bráðlega til vernd-
ar. En þeir eru nú aðeins 50
mílur frá Addis Ababa, svo þess
mun ekki langt að bíða, þar sem
úti er um alla skipulagða mót-
stöðu.
En þá er nú eftir að vita
hvað Þjóðabandalagið gerir. —
Hættir það nú öllum mótþróa
við ítala, og lofar Mussolini
leins og ekkert hafi í skorist að
slá eign sinni á Bláland, land-
ið, sem hann hefir unnið meö
eiturgasi og allskonar bönnuðu
ódæði í stríði? Og rnegi hann
þannig útbúinn ráðast á vamar-
lausa smáþjóð, hvað er þá á
móti því, að aðrar þjóðir geri
það? Hvar er verndin eftir
þetta, sem Þjóðabandalagið átti
að veita hinum minni máttar?
Þjóðabandalagið hefir komið
svo skítlega fram í þessu stríðs-
máli, að það á ekki einungis
skilið alla þá svívirðu og smán,
sem hægt er úti að láta, heldur
verðskuldar það ekki tilveru
sína. Það hefir svikið köllun
sína eins rækilega og nokkur
stofnun á guðs grænni jörð hef-
ir nokkru sinni gert. Það er
verið að fleygja því, að það ætti
að herða á viðskifta banninu
við Italíu ennþá. Er það ekki
heldur um seinan? Hvað bæta
þau látalæti þess Úr skák? í
augum réttsýnna manna tæki
það handaþvotti Pílatusar fram,
af því, að gagnið af því verður
aldrei neitt og það er meira ið
Fjárhagur Canada
Mr. Dunning, fjármálaráð-
herra Canada, las upp reikning-
inn yfir hjárhag landsins s. 1.
1 föstudag á sambandsþinginu.
Á fjárhagsárinu sem lauk 31
marz 1936, voru tekjur stjóm-
arinnar alls $372,100,000. Út-
gjöldin $534,291,000. Tekju-
hallinn er því $162,191,000.
Tekjur höfðu aukist um $10,-
000,000 á árinu. En það mátti
ekkert við vaxandi útgjöldum.
Tekju afgangur af utanríkis-
viðskiftum ( nam $216,000,000.
Hér í er ekki talið útflutt gull
og ekki heldur tekjur af komu
ferðamanna, er til saman gerir
tekjuafganginn $445.000.000.
Tekjuhalli C. N. R. kerfisins
var $47,400,000.
Til þjóða innan Bretaveldis
ukust viðskiftin um 50 miljón-
ir dala á árinu.
Öll er skuld landsins nú $3,-
008,291,000 (þrjár biljónir). —
Hún hefir á sex árum aukist
rúmar 800 miljónir dala, eða
rúmlega 100 miljónir á ári, eins
og enn er gert ráð fyrir í áætl-
unarreikningi Mr. Dunnings fyr-
ir komandi ár (1936-1937). —
Árið 1934-1935, var tekjuhallinn
116 miljónir dollara. Hann er
ávalt mestur, þegar tvær stjóm-
ir sitja að völdum §ama árið.
En svo að vikið sé að hinum
nýja áætlunar-riekningi, þá er
þar gert xáð fyrir tekjum svo
að nerni $387,850,000. Útgjöld-
in eru um 100 miljónir meiri,
eins og áður er sagt.
Um þessar toll- og skatta-
hækkanir og lækkanir getur í
áætlunarreikningnum.
'Söluskattur er hækkaður úr
6% í 8% á vörum, sem hann er
nú á.
iSöluskattur á bílum verður
5% að verði þeirra, en má þó
ekki fara yfir $250, á hverjum
WL
Á stærri stofnunum (oorpor-
ations) er skattur hækkaður úr
13i% í 15%.
Tollur á búnaðar-iáhöldum er
lækkaður úr 12£% í 7£%.
Tollur á bensín er lækkaður
úr 2Jc í 1 cent á hverjum mæli
(gallon).
Skattur á tekjum einstaklinga
(personal) er hinn sami og
áður.
Ferðamönnum til Bandaríkj-
anna er leyft að taka vörur með
sér til baka tollfrítt svo að $100
nemur. Bandaríkjamenn sem
hingað koma geta gert það
sama. En ekki má þó gera slík
kaup oftar en einu sinni á
hverjum þrem mánuðum.
Söluskattnr á canadisku
brennivíni (brandy) er lækkað-
ur í $3.00 á hverri gallónu; var
áður $7.00. Ef brennivín lækk-
ar ekki í verði, ættu bruggarar
•eystra ekki að tapa á þessu.
Tollur lækkaður eitthvað á
104 vörutegundum, en hækkað-
ur á 12.
Fjármálaráðherrann lauk
ræðu sinni með því, að minna á
erfiðisleikana, kvað þá mikla
framundan ennþá, en í áttina
þokaðist til betri tíma þó hægt
færi.
* * *
Fregn barst vestan frá Moz-
art, Sask., í byrjun þessarar
viku, um að Friðrik Guðmunds-
son hefði dáið s. 1. sunnudag.
Með láti hans er í val hnigina
einn af gegnustu og gáfuðustu
mönnum í hópi íslenzkra bænda
hér vestra.
Friðrik var fæddur 24. júlí
1861 á Víðirhóh á Hólsfjöllum
í Þingeyjarsýslu. Ólst hann þar
upp til 11 ára aldurs, að faðir
hans, Guðmundur Ámason,
flutti að Grímsstöðum í sömu
sveit og síðar að Syðralóni á
Langanesi.
En þar bjó Friðrik þar til
hann flutti vestur um haf árið
1905. í Winnipeg staðnæmdist
hann eitt ár eða tvö, og stund-
aði smíðar, en flutti brátt vestur
til Saskatchewan og settist að í
Quill Lake-bygðinni. í Winnipeg
dvaldi hann aftur nokkur ár
síðar, en var þá að mestu búinn
að missa sjónina og mun hafa
verið hér fyrst í stað til að leita
sér lækninga. Saðustu tvö eða
þrjú árin bjó hann í Mozart hjá
syni sínum, Guðmundi.
Á síðustu árum æfinnar reit
Friðrik “Endurminningar” sín-
ar, þá orðinn bhndur. Kendi
dóttir hans honum að fara með
ritvél og vanst honum því verk-
ið mikið betur en annars, eða ef
skrifa hefði þurft. Endurminn-
ingar hans hafa Vestur-íslend-
ingar lesið gér til ánægju, því
bæði er margt skemtilegt rifjað
upp, sem allir kannasj; við, og
svo er oft svo hugrænt og vel
frá sagt, að lesturinn verður
yndi. Tvær bækur af “Endur-
minningum” eru komnar út. Á
hinni þriðju var að minsta kosti
von, en því starfi var aðeins
skamt komið er hann lézt. Var
það skaði, því þar hefði frá
mörgu minnisstæðu verið sagt
úr . hfi Vestur-íslendinga. í
“Endurminningum” hans sem
út eru komnar, eru kaflar svo
ifjörlega skrifaðir, að slíkt lætur
ekki öðrum en fluggáfuðum
mönnum.
Friðrik var tvígiftur. Dóu
báðar konur hans á undan hon-
um. Hann lifa mörg uppkom-
in og mannvænlega böm.
Jarðarförin fer fram á fimtu-
dag. Séra Jakoib Jónsson jarð-
syngur.
sögn Dr. J. P. Howden, þing-
manns frá St. Boniface, er hélt
fram nýlega, að ákvæðisvinna
við lokræsisgerðina hefði einum
manni verið veitt fyrir $750, er
kostaði aðeins $100.
iSambandsstjómin hafði lofast
til að veita um $900,000 bráð-
lega til þessa starfs. Eftir öhu
að dæma, er hún nú horfin frá
þvL
Mönnum, sem að lokræsis-
gerðinni starfa, hefir á fáum
vikum fækkað úr 1100 í 200. —
Það virðist því sem þessi at-
vinnubótavinna sé á góðri leið
að leggjast niður og fara eins
og flest í höndum Kingstjóm-
arinnar í þessa átt, út um þúf-
ur.
1 •• ÚS ..w. i úí.. !_-
Fylkiskosningar í
Manitoba á þessu ári?
Þrátt fyrir það þö fylkis-
stjórnin í Manitoba samþykti á
stjórnarráðsfundi, að þinginu
loknu, að slá kosningum á fnest
á þessu ári, er því nú hreyft í
blöðum sem ráðagerðum stjórn-
arinnar eru ekki ókunnug, að
svo gæti farið að kosningar
verði á árinu 1936. Ástæðan
fyrir því er talin sú, að svo
miklar breytingar séu í vænd-
um í ráðuneytinu, að kosning-
ar séu óumflýanlegar.
Porsætisráðh. John Braoken
er nú ráðherra tveggja stjórn-
ar-deilda, auk sinnar eigin. —
Hann er akuryrkjumálaráðlherra
og fylkisritari. Hon. E. A. Mc-
Pherson, K.C., fjármálaráðherra
kvað ættuð dómastaða við á-
fríunarréttinn. Ennfremur mun
Hon. W. J. Major, K.C., hafa
auga á stöðu í hæstarétti. Verði
af að þessir menn fái vilja sinn
fer auðu ráðherrastöðunum að
fjölga.
Þá er haldið að formenska
við vínsöluna verði senn auð.
Af öllu þessu róti, er ekki ó-
líklegt, að til kosninga komi á
'þesfu sumri.
Kuldinn var svo mikill í nám-
unni, að þeir voru famir að
ibólgna á fótum og höndum á
öðrum sólarhringnum. Þeir
þrýstu sér hver upp að öðrum,
er þeir lágu, sem þeir gerðu
lengst af, til þess að reyna að
halda á sér hita, en á hliðinni
sem frá sneri voru þeir jöikul
kaldir og skulfu eins og hríslur
lengst af.
Fæturair dofnuðu brátt svo,
að þeir fundu ekki th þeirra og
áttu því erfitt með að standa
upp. Að færa sig að ráði úr
stað, var ekki kostur, því nám-
an var öh með pyttum, sem
slæmt gat verið að lenda í.
Um svefn var tæplega að
ræða. Þeir móktu að vísu og
dreymdi, en að vakna af þeim
draumum, var ekki öfunds-vert
ef draumarnir voru um að þeir
væru í hlýju húsi og sætu viö
ahsnægtir.
Á áttunda degi var hægt að
senda þeim mat eftir mjórri
Frá Sambandsþinginu
Af þeim málum, sem hreyft
var á sambandsþinginu s. 1.
viku, teljum vér það merkileg-
ast, er laut að því, að ákveða
Ihver þingmanna (karlmann-
anna) væri fríðastur. Þetta ar
með öllu nýtt þingmál og það
var því að þakka, að tvær konur
voru á þingi, að hægt var að
afgreiða það skynsamlega. Að
vísu var þeim það skyldast, því
það vom þær, sem málið vöktu
upp. Hjörtu þingmannanna
börðust eins og í fánguðum
fugli meðan þingað var um þetta
af þeim Mrs. George Black con-
servatíva-fuhtrúa frá Yukon, og
Miss Agnes McPhail, bænda-
verkamanna fuhtrúa frá Grey
Bruce, Ontario, einu kven-þing-
fuhtrúunum.
Dómur þeirra var sá, að Den-
ton Massey, conservatíva þ. m.
frá Toronto bærd að fríðleik af
öllum þingmanna hópnum. —
Næsta honum töldu þær Hugh
Flaxton, liberal þ. m. frá Tor-
pipu. En endinn á henni var, 0nto og Rene Pellitier, social
nokkru neðar, en \>e!r voru svo ! credit þ. m. frá Alberta; hinn
Dr. Robertson komin heim
Dr. D. E. Robertson, annar
þeirra er lifandi náðist úr nám-
unni í Nova Scotia, eftir 10
daga hörmungarlíf þar, lagði
af stað s. 1. þriðjudag frá Hali-
fax th Toronto, þar sem hann á
heima. Hann hefir þvi hrest
skjótt, eftir hina hræðilegu vist-
arveru í námunni. Scadding
er einnig á góðum batavegi.
Vinnuhlé óttast
John Queen
Mrs. G. Jóhannsson, Selkirk
Man., kom til bæjarins s. 1. mið-
vikudagskvöld til þess að heyra
Kantötu Jóns Friðfinnssonar
sungna.
borgarstjóri í
Winnipeg lagði af stað í skyndi
austur th Ottawa s. 1. mánudag.
Hann fer á fund sambands-
stjórnar, sem útlit er fyrir að sé
að hætta að veita fé th lok-
ræsisgerðarinnar í Winnipeg. —
Nýr gamningur, sem stjómin
hefir gert uppkast að, kvað bera
þetta með sér. John Blumberg,
settur borgarstjóri í fjarveru
Mr. Queens, vUdi ekki gefa á-
stæðu fyrir þessu. En blaðið
Free Press færir sambands-
stjórninni það til afsökunar að
hún muni hrædd um, að óþarfa
fjáreyðsla eigi sér stað við lolc
ræsisstarfið, og fer þar eftir frá-
Hryllileg saga
Dr. D. E. Robertson hefir
skrifað söguna af námaslysinu
í Mioose River í Nova Scotia og
birt í blaðinu Winnipeg Tribune
En hann var einn af þeim, er í
námunni var innUokaður í 10
daga. Sagan af því sem þeir
áttu við að búa niðri í námunni,
er eitt af þvl hrylliliegasta, sem
maður hefir lengi lesið.
Eftir að félagamir þrír, Dr.
iRobertson, Mr. Magill og Mr.
Scadding voru þess vísir, að þeir
voru innUokaðir, fóru þeir að
búa um sig niðri í námunni. En
hún var alstaðar svo rök, að
þeir urðu að tína grjót saman
hrúgur til þess að geta sezt
niður án þess að rennvökna.
Og þessi grjótlhrúga var sæng
þeirra og koddi. Þeir höfðust
við mjög nærri ganginum, sem
þeir fóru niður í námuna. Þar
var einna þurrast fyrst, en eftir
lítinn tíma fóru dropamir úr
hvelfingunni að stækka og þétt-
ast. Og brátt kvað svo mikið
að því að þeir voru sem næst
holdvotir. Úr sem þeir höfðu
með sér, urðu þeir að setja inn
á sig, til þess að verja það.
Fyrstu 18 klukkutímana í
námunni, entist á luktinni, sem
þeir höfðu með sér. Að því
búnu voru þeir í svarta myrkri.
Eftir 12 klukkustundir voru þeir
allir orðnir fár veikir og köst-
uðu í sífellu upp. Fýlan og loft
ið var orsök þess. Skamt frá
þeim, vildi svo til að pípa var
með nægu hreinu vatni. Drukku
þe(ir það óspart, en köstuðu upp
tvisvar og þrisvar á hverri
klukkustund.
að lara varð niður ailháan s*iga
til að ná fæðunni. Gerði Scad-
omg það kraftave k, eins og
hai.c var á sig kominn. Þessu
fylgdu kerti og el.Ispítur. Af
inatnum neyttu þe’r einhvers,
eu köstuðu honum jafuliarðan
vpp. Sóttu þeir því ekki meiri
mat þó sendur væri.
Sími var einnig sendur til
þeirra, en hann vann aðeins
aðra leiðina. — En eftir það
hughreystust þeir svo, að þeir
fengust ekki um hvernig þeim
leið, en lifðu í von um að þeim
yrði þá eða þá stundina bjargaö.
Eitt sinn heyrði Dr. Robert-
son að Scadding sagði þeim
sem uppi voru í símanum, að
læknirinn mundi vera orðin ær
(eða með delíríum). Sagðist
læknirinn eftir að hafa
rannsakað sjálfan sig og verið
sannfærður um hið gagnstæða,
símað konu sinni og sagt henni
að sér liöi vel. En það segir
læknirinn, að skraf þeirra upp
úr svefnmókinu og ýmislegt
framferði, svo sem að hrökkva
upp af svefni og banda út í
loftiö, sem þá alla hefði hent,
mundi, ef ekki hefði staðið eins
á og þarna, af fleirum verið tal-
inn vottur æðis.
Magill dó rétt um það leyti
sem samband náðist við menn
ofan jarðar. Hann reis upp og
hljóðaði að hann hefði óþolandi
verk innvortis. Dr. Robertson
fór til hans og gaf honum að
drekka, en í því hné hann and
vana út af í höndum hans.
Læknirinn ráðlagði við upp-
köstunum, að drekka vatn. Fé
legar hans kvörtuðu að það yki
skjálftann í þeim, en læknir
sagði þeim, aö hann væri góður
fyrir blóðrásina, örfaði hana,
þar sem þeir hefðu litla hreyf
ingu.
Á öðrum degi spurðu félagar
hans hvað menn gætu lengi lif-
að án fæðu. Svaraði hann þeim
að menn gætu lifað í 14 daga án
matar, og þar sem björgun gæti
ekki dregist svo lengi, væri
þeim ekki hætta af því búin.
Eftir alt þetta gat dr. Robert-
son staðið upp, er mennirnir
komu til þeirra að bjarga þeim.
Og hann hélt að með hvíld gæti
hann gengið spor og spor, en
eftir þeirri hvíld var ekki beðið.
Scadding gat ekki staðið einn.
Lengi höfðu þeir ótta af að
náman mundi fyllast af vatni.
Fhá hugarkvölunum, sem þeir
hafa liðið í 10 daga, auk alls
annar, í þessari hryllilegu gröf,
þarf ekki að segja.
síðar nefndi er yngstur allra
þingmanna, aðeins 25 ára.
Ýmsir fleiri voru nefndir fyrir
vasklega og tiginmannlega
framkomu. Mintist Mrs. Black
þar á meðal á Hon. Ian Mc-
Kenzie, hermálaráðgjafa, sem
langstigs og aðsópsmikils
manns, er hann kæmi afj jám-
Ibiautalestinni.
Miss McPhail sagði að sér kæmi
ávalt í hug forsætisráðherra, er
hún liti Rt. Hon. R. B. Ben-
nett, o. s. frv., o. s. frv.
En þeir er fyrstir komu í
æssari fegurðarsamkepni, komu
ekki á þing næsta dag, meðaa
málið var að detta niður.
Einn þingmanna hreytti fram
spumingu um hver væri fegurst
kvenna þeirra er á þingi væru.
Miss McPlhaii gaf Mrs. Black
sitt atkvæði um það, kvaðst
forðast að líta nema í brýnustu
nauðsyn í spegil.
En hvað sem öllu líður varð
þetta til þess að vekja skemtun
á einum daufasta þingfundinum
sem Miss McPhail sagðist hafa
verið á.
C. C. F.
C.C.F.-flokkurinn lét til sín
Iheyra á sambandsþinginu s. 1.
miðvikudag, út af fjárhagsá-
ætlun Dunnings. Var Angus
Maclnnis frá Vancouver harð-
orður í garð stjómarinnar og
kvað í fjárhagsáætlun hennar
enga lausn felast á helztu vand-
ræðamálum landsins.
Hækkun söluskattsins kvað
hann síðasta naglan í h'kkistu
auðvaldsins og 1940 mundu C.
C. F. taka við stjóm.
“Hindenburg”
Flugtekipið þýzka “Hinden-
burg, lagði af stað frá Þýzka-
landi sína fyrstu ferð yfir At-
lanzhaf til Bandaríkjanna síð-
astliðinn miðvikudag. — Hind-
enburg er eitt með frægustu
loftskipum. — Austur yfir
haf frá New York leggur það af
stað n. k. mánudag, og er það
í fyrsta sinni að Bandaríkja-
mönnum gefst tækifæri að ferð-
ast með því. Frá Winnipeg fer
maður, að nafni W. B. Burchall,
með því til Evrópu. Segir hann
ferðaseðilinn kosta $400 frá
New York.
Jón Ólafsson stálgerðarmaður
kom til bæjarins s. 1. miðviku-
dag. Hann dvaldi hér fram á
mánudag, fór héðan vestur til
Salmon Arm, B. C., og gerir ráð
fyrir að vera þar um tíma. Hann
lætur hið bezta af líðan sinni.