Heimskringla - 06.05.1936, Side 6
6. SÍÐA
WINNLPBG, 6. MAl, 1936
— I \ T '1 •
1 \ esturviking Þýtt úr ensku
En þegar Pétur sá í hvert óefni var komið
þá hrakyrti hann Spánverjann: “Afhrak! —
Skömm víkinga! Heiðursmaður!” mælti hann
(beizkum rómi.
Hinn glotti við og svaraði: “Þú hélzt mig
minni mann en eg er. í>ú ert skilningslaus,
enskur hundur og annað ekki.”
“Irskur en ekki, enskur, ef þér þóknast,”
sagði Pétur. “Og drengskapar heit þitt, þú
spánska tík?”
“Þú hélzt mig lofa þvf með fullum trúnaði,
að láta ykkur halda þessu fagra gpánska skipi
til þess að herja á Spánverja? Ha! Flón máttu
vera! Þú getur drepið mig. Sussu! Það er
mikið gott. Eg hefi gert vel fyrir mér. Áður
en stund er liðin, verðið þið orðnir fangar
Spánverja og Cinco Lagas á þeirra valdi.”
Skipherrann Blood horfði á hann þegj-
andi, nábleikur í framan en félagar hans tróð-
ust að Don Diego, grimmir og illilegir og há-
værir, þyrstir í blóð hans. Pétur tók ofan í
við þá, mjög höstugt, snerist á hæli og út að
skipsborði en þeir Hagthorpe og Ogle og Wolv-
erstone fylgdu honum. Þeir störðu þegjandi út
á sjóinn og sáu á skipið beita undan vindi og
stefna óðfluga fyrir þá.
“Það líður ekki nema hálf klukkustund
þangað til skotin frá því sópa þiljumar hjá
okkur,” sagði Pétur.
“Barist getum við,” svaraði eineygða
tröllið.
“Barist! Með tvenna tugi móti hálfu
þriðja hundraði! Við höfum ekki nema einn
útveg, láta sem alt sé í lagi, sigla okkai^ leið
með spánska fánann við hún. Þá getur hugs-
ast að þá gruni ekki neitt og hleypi okkur hjá
sér.”
“Hvernig á það að vera mögulegt?” spurði
Hagthorpe.
“Það er ekki mögulegt. . . Ef svo væri,
þá. . .” Pétri varð orðfátt, hann starði út á
djúpið í þönkum. Þá tók Ogle til orða og segir
í háði:
“Hvernig væri að senda Don Diego og
hans spönsku félaga með boð um að alt sé
héreins og eigi að vera?”
Pétur leit við honum og leit út eing og
hann ætlaði að reka honum utanundir, tók
sig á og skifti um fas. “íSvei því ef þú sagðir
(það ekki! Sá fordæmdi ræningi hræðist ekki
dauða sinn, en sonur hans kynni að líta öðru
vlsi á. Elska til foreldra er innrætt böm-
unum, á Spáni.” Að svo mæltu gekk hann und-
irþiljur og kvaddi þá siem skiþherranns gættu,
að koma með hann á eftir sér. Undir efstu
þiljum vom aðrar þiljur og þar stóðu hlaðnar
kanónur á trönuim og gtungu kjö.ftunum út um
göt á kinnungum, í þeim skorðum sem Spán-
verjar höfðu skilið við þær. AJlur hópurinn
kom á hæla Iþeim. Pétur skipaði sumum að
balda sig á efri þiljum með Hagthorpe en Ogle
skipaði hann að láta kippa inn einni fallibyss-
unni, öðmm að sækja fangana sj>önsku, er
ibundnir voru við hlekki í búlkarúmi, og enn
kvaddi hann Dyke til að draga spánska fán-
ann að siglutoppi. Þar næst sagði hann þeim
sem fangans gættu, að binda hann fyrir ginið
á fallbyssunni og svo var gert, að handleggir
hans og fótleggir voru reyrðir að hlaupinu en
bringan var fyrir gini byssunnar. Fanginn
varð hræðilegur útlits, augun urðu stór eins
og þau ætluðu að springa úr höfði hans og
froða settist á munnvikin. Maður kann að
vera óhræddur við dauðann þó honum ofbjóði
dauðdaginn. “Argi níðingur! Þú grimmi villi-
maður! Bölvaði trúvillingur! Gerirðu þig
ekki náægðan með að drepa mig að kristinna
manna hætti?”
Þegar hæst stóð komu að fangamir
spönsku, allir með hendur bundnar fyrir aftan
bak, og sáu og heyrðu hve hræðilega foring-
inn var staddur. 1 þeirra hópi brast við hart
ungur maður og fríður, M'tt af barnsaldri, og
kallaði hárri röddu: “Faðir minn!” Hann
braust um í höndum þeirra sem gripu hann og
ákallaði ýmist himnaríki eða víti, að afstýra
þessari ógn og að 'lyktum bað hann Blood
skipherra, bæði ofsalega og hjartnæmlega, að
vera miskunsamur. Sá skipherra virti hinn
unga mann fyrir sér og þótti hann gýna nægi-
lega rækt til föður síns. Hann játaði seinna
meir, að sér hefði fast að því gengist hugur
við og langað til að hætta við hryðjuverkið.
En þá herti hann hug sinn með því að minnast
hryðjuverkanna í Bridgetown og svipsins á
hinni bamungu Mary Traill, er hún flýði und-
an sókn Spánverjans, sem hann hafði drepið,
og enn miskunarlausara atferli, sem ekki er
hægt að nefna. Honum þótti þá sem þeir
spönsku væru grimmir og öllum fögrum til-
finningum sneyddir, stútfullir af trú en gjör-
eyddir kristilegu innræti, þó að þeir hefðu
logagylta mynd af kristninnar höfundi á stefni
rlEIMS
skips þess sem nú stefndi að þeim. Fyrir lítilli
stundu hafði þessi grimmi og slægi Don Diego
móðgað þann almáttuga með því að gera hon-
am þá óhæfu, að hann héldi sérstaklega vernd-
ar hendi yfir Spáni. Don Diego þyrfti að lær>i
betur.
Pétur fór aftur í sinn háðs og harðneskju
iham, sem honum þótti sér nauðsynlegur til að
fkoima fram því ráði, sem hann hafði í hug.
Hann skipaði Ogle að kveikja og renna blýlok.
frá púðurpápu þeirrar kanónu sem Don Diego
var fjötraður við. Og þegar ungmennið tók til
aftur með fyrinbænum og formælingum, þá
snerist hann við honum og þaggaði niður í
honum hsötugt. ““Þegi þú” sagói hann snúð-
agt. “Haltu þér saman og hlustaðu á hvað eg
oegi! Eg ætla mér ekki að senda föður þinn
sundraðan til vítis, þó hann eigi það meir en
skilið. Eg ætla mér alls ekki að taka nann a
.ífi.”
Pilturinn varð svo hissa að hann þagnaði,
enda mátti þetta loforð virðast fullótrúlegt. “Af
svikum íöður þíns erum við komnir í þessa
gildru, hann hefir með ásettu ráði valdið því,
að við höfum aðeins einn kost: að verða teknir
til fanga og drepnir af skipinu sem stefnir að
okkur. Faðir þinn þekti strax skip ibróður
síns, rétt álíka mun aðmírállinn kenna Cincio
Lagas. Eftir skamma stund kemur Encar-
nacion svo nærri, að þeim skilst að hér er eitt-
hvað öðru vísi en vant er. Fyr eða sa'ðar finna
þeir eða geta sér til hvernig á stendur og þá
láta þeir skotin ganga eða leggja að okkur til
uppgöngu. Nú, við erum ekki vel til orustu
búnir, eins og faðir þinn vissi vel, þegar hann
leiddi okkur í þessa gildru. En berjast skulum
við, ef við erum neyddir til. Við snúum ekki
mjúku hliðinni við grimd Spánverja.”
Hér studdi hann hönd á byssuna sem Don
Diego var bundinn við.
“LJáttu þér skiljast þetta Ijóslega: Til að
svara fyrsta skotinu frá Encamacion, verður
þessari byssu hleypt af. Það skilst glögt hvaö
eg er að fara með, vona eg?”
Ungmennið starði fölur og titrandi í bláu
augun, þar sem enga miskun var að sjá. —
“Hvort það sé glögt? í guðs nafni, hvemig á
annað eins að vera glögt? Hvemig á eg að
skilja í þessu? Getur þú afstýrt orustu? Ef
þú veizt ráð til þess, og ef eg og við héma
getum hjálpað þér til, þá segðu til í drottins
nafni!”
“Orustu yrði afstýrt, ef Don Diego de Esp-
inosa gettgi á skip bróður síns og tjáði honum, !
að alt væri í góðu lagi á Cinco Lagas, og að
skipið væri á Spánverja valdi eins og flaggið
segir til. En Don Oiego getur vitanlega ekki
farið sjálfur af því . . . hann verður öðru að
sinna. Hann hefir aðkenning af hitasótt, skul-
um við gegja, og verður þvlí að halda sig í
lyftingu. En þú, sonur hans, getur borið þessi
iboð og annað fleira frænda þa'num til virðing-
ar. Þú skalt fara í báti með sex af þessum
spönsku föngum, og eg sömuleiðis, velborinn
Spánverji, sem haldinn var í fangelsi í Barba-
dos og frelsaður úr þeirri prísund af föður
þínum. Eg kem með þér til fylgdar og árétt-
ingar. Ef eg kem aftur lifandi og ekkert
verður til að hefta frj:álsa siglingu okkar,
hvert sem við viljum fara, þá skal Don Diego
halda ‘h'fi og allir þið. En ef öðm vísi fer,
hvort sem er af svikum eða óhappi, þá verð-
ur fyrsta skotinu af okikar hálfu skotið úr
þessari byssu, eing og eg var sæmdur af að
útskýra áður fyrir þér, þá verður faðir þinn sá
fyrsti sem veginn verður í ,þeirri hríð.”
Hér rumdu skipverjar og þótti hann vel
hafa talað, en þeir spönsku þögðu með á-
hyggju svip. Ungi maðurinn gerði ýmist að
blikna eða roðna og horfði til föður síns, vænti
leiðbeiningar af honum. En það var svo að
sjá, sem Don Diego hefði hórimulega dvínað
kjarkur í þessari sáru raun. Hann lá mátt-
laus í böndunum og þagði. Það var augljóst,
að hann þorði ekki að hvetja son sinn til að
bjóða byrgin og blygðaðist si'n væntanlega
fyrir að eggja hann til samþykkis.
“Nú, eg hefi sagt minn vilja, hver er
þinn?” spurði Blood.
Hinn ungi Don Esteban brá handarbakinu
á enni sitt, að þurka af sér gvitann og mændi
til föður síns eftir ráðlegging. En faðir hans
þagði. Loksins stundi pilturinn upp: “Eg . . ,
eg geng að þessu.” Þar næst ávarpaði hann
Spánverja sína og sagði þeim þetta bragð, bað
þá reynast dygga, foringja síns vegna og
sjálfra sín, “ef út af bregður, þá er ekkert viss-
ara en að þessi maður slátrar okkur öllum.”
Úr því hann lét undan og úr því foringi þeirra
kvaddi þá ekki til mótstöðu, til hvers var fyrir
þá að láta eins og heimskar hetjur og hrapa
sér í dauðann? Þeir svöruðu og sögðust
skyldu gera sem hann beiddi.
Þar næst sneri Blood frá þeim og hvarf
að Don Diego. “Mér þykir bágt að svona Ula
fer um þig, en . . .” Hann hikaði ofurlitla
stund, gretti sig og aðgætti bandingjann ná-
kvæmlega, tók svo til, “en eg hugsa að þú
þurfir engu að kvíða nema þessu, og þú mátt
treysta mér til að það skal haldast eins skamt
og í mínu valdi stendur.”
KRlNOLA
Don Diego svaraði honum engu.
Blood beið svolitla stund og horfði á
aann, hneigði sig svo og gekk burt.
XII. Kapítuli.
Don Pedro Sangre
Nú tóku skipin að talast við með merkjum
og síðan sneru þau upp í vindinn, þá lagði
bitur frá Cinco Lagas og reri sex árum á leið
til hins skipsins; þá var varla kvartmíla milli
þeiria. í skut sátu Don Esteban de Espinosa
og skipherra Peter Blood. Sömuleiðis voru í
bátnum tvær pneinga kistur með um tólf þús-
und dölum. Gull hefir á öllum öldum álitist
vera bezta trygða trygging og Ölood ætlaði
sér víst að láta alt líta sem bezt út af sinni
hendi. Félagar hans voru þessu mótfallnir
og sögðu það óþarfa látalæti, en hann lét þá
ekki ráða. Ennfremur bjó hann um stóran
böggul allvandlega, forsiglaði hann með inn-
sigli hins gpánska herramanns og skrifaði utan
á til herramanns einhversstaðar á Spáni, alt
til ólíkinda og jafnfram herti hann huga ungl-
ingsins til að duga sem bezt.
“En ef þú skyldir koma upp um þig sjálf-
ur?” sagði Don Eesteban með dálitlum kvíða.
“Það kemur í koll . . . hreint öllum innan-
borðs. Eg áminti föður þinn að biðja fyrir
heppilegum úrslitum þessa bragðs. Eg á það
við þig að leggja fram það sem veraldlegra er
og verulegra og okkur gegnir öllum bezt.”
“Eg skal ekki láta mitt eftii^ liggja. Guð
veit að eg skal gera hvað. í mínu valdi stend-
ur,” sagði pilturinn.
Blood kinkaði kolli við og svo töluðu þeir
ekki mieira fyr en komið var að hinum borð-
háa dreka, þar var stigi til taks, Don Eesteban
stiklaði hann að öldustokki og Blood á hæla
honum. Á þilfari beið aðmírállinn, hár maður
og hnarreistur, fríður sýnum og gerfilegur,
nokkru eldri og hæruskotnari en bróðir hans,
og næsta líkur honum. Hjá honum stóðu fjór-
ir fyrirliðar og geistlegur rnaður í kufli Svörtu-
ibræðra.
iHann fagnaði blíðlega hinum unga
frænda sínum og faðmaði hann að sér, og ef
hann varð nokkurs æsings var í fasi hans, þá
mun hann hafa kent um geðhræringu af þeim
fagnafundi. Þar næst sneri hann að förunaut
hans með kurteislegri kveðju. Pétur hneigði
sig hæversklega, og ef hann þóttist vandlega
við kominn, þá sá það ekki á honum né heyrði.
Hann svaraði liðugt og sneri nafni sínu á
| spánsku:
“Eg er Don Pedro Saugre, velborinn mað-
ur úr Leon (svo heitir hérað á Spáni), eg átti
því láni að fagna, að vera leystur úr fangelsi
af hinum hrausta og hávelborna föður Don
Estebans,” sagði síðan stuttlega sögu af því,
hvernig hann var handtekinn og leystur úr
prísund þeirra bölvuðu villitrúar manna, sem
réðu fyrir Baibados.
“Lofum drottinn”, skaut inn munkurinn,
á latínu.
“'Fná því nú er og að eilífu,” svaraði Blood
á sömu tungu, hann kunni að bregða fyrir sig
þápiskunni.
Aðmírállinn og fyrirliðar hans hlýddu 4
frásögn hans með hluttekningu og buðu hann
velkominn, mikið alúðlega. Þar eftir ikom
spurningi sem hann kveið mest:
“En hvar er hann bróðir minn. Af hverju
kom hann ekki sjálfur, að heilsa upp á mig.”
Þessu svaraði sá ungi Esteban svo:
“Föður mínum þykir meir en leitt, að
neita sér um þá sæmd og ánægju. En svo illa
vill til, háttvirti frændi,að hann er dálítið
lasinn. ó, ekkert alvarlegt, en nóg til að
halda 'honum í lyftingunni. Það er hitasóttar
vera, hún stafar frá sári sem hann fékk í ráns-
ferðinni til Barbados, þeirri sömu sem varð
þessum herramanni að lausn og láni.”
“Sussu, sussu, bróðursonur,” sagði Don
Miguel og lét sem hann setti ofan í við hann,
“Eg má ekkert vita um svona hluti. Eg hefi
þá sæmd að vera fulltrúi hinnar katólsku há-
signar, seui er í sátt og friði við Englands kon-
ung. Eg skal reyna að leyna þessu og svo vil
eg biðja yður að gera, góðir herrar,” sagði
hann og leit á fyrirliða sína. En jafnframt dró
hann augað í pung er hann leit gamanið í auga
Péturs, bætti svo við því sem dró gamanið úr
þeim brosandi augum: “En úr því Diego getur
ekki komið til man, þá ætla eg að skreppa
yfir til hans.”
Don Esteban fölnaði upp, en í sama ibili
tók Pétur til máls:
“Ef þér þóknast, Don Miguel, það er það
sem þú mátt ekki gera — það er einmitt það
sem Don Diego vill ekki að þú gerir. Þú mátt
ekki sjá hann fyr en sár hans er gróið. Það
er sanna ástæðan til að hann feom ekki hing-
að. Hann hugsaði fyrir sjálfum sér og þeim
vanda sem þér kynni að stafa af því, að hann
skýrði þér frá þvl sem gerst hefir. Eing og þín
gtórtign sagði, þá er friður milli hans katólsku
hátignar og Englands konungs og bróðir þinn
Don Diego. . . Hér þagnaði hann í svip. “Eg
veit að það er óþarfi fyrir mig að segja fleira.
Það sem þú heyrir af ofekur er ekki annað en
kvittur. Þinni stórtign skilst þetta sjálfsagt.”
Stórtignin hnyklaði ibrýrnar og hugsaði
fyrir sér. “Eg skil . . . að nofekru leyti.”
“Og við höfum meðferðis í bátnum tvær
kistur með milli tíu og tuttugu þúsund dölum,
sem við áttum að ®kilja eftir hjá stórtigninni.”
Stórtignin tók viðbragð og fyrirliðarnir
fóru á Ihreyfing.
“Það er lausnarféð sem Don Diego kúgaði
af landstjóranum í-----”
“iSegðu ekki eitt orð til, í herrans nafni!”
hrópaði aðmírállinn. “Bróðir minn vill að eg
geymi þetta fé og komi þvá til Spánar fyrir
sig? Jæja, það er einkamál, sem fer engra á
milli nema bróður míns og mín. Svo skal vera.
En mér hæfir ekki að vita. . . Hum! Staup af.
Malaga víni í lyftingu herrar rnínir, meðan
verið er að hala upp feistumar?”
Hann ibauð öllum viðstöddum með sér til
lyftingar, sem var afarstór og skrautleg. Með-
an þjónn helti því bleikjarpa víni á drykkju-
skálar, strauk hæstráðandi hökuskeggið,
nefndi nafn guösmóður til þess að bróðir sinn
hugsaði fyrir öllu. “Ef eg hefði verið einráður,
þá hefði eg stofnað mér laglegan vanda með
því, að ganga á skip hans þegar svona stóð á.
Eg hefði ef til vill séð þá hluti, sem maður í
minni stöðu hefði ekki mátt þegja yfir.”
Þeir aðkomnu voru fljótir til að taka undir
með honum og drufeku Spáni til dýrðar og ti'l
bölvunar þeim heimska kóngi James kvaðst
Blood lyfta bikamum, en við þvf hló aðmíráll-
inn og segir: “Herra, herra, þú þyrftir að hafa
ibróður minn hér til að hefta stórmæli þín. Þú
skyldir muna, að hans katóska hátign og
kóngur Englands eru sáttir og miklir vinir.
iSvona skal ekki mælt fyrir þess kóngs fulli í
þessari lyftingu. En úr því svo var gert og af
manni sem á þeim ensku hundum ilt upp að
unna, þá skulum við minnið drekka að svo
húnu — en ekki opinberlega.”
Þeir hlógu og drukku bölbæna minni
kóngsins Jakobs — en alls ekki opinlberlega.
En hinum unga manni fór ekki úr huga,
hvernig skilið var við föður hans, hann stóð á
fætur kvað þá ekki mega dvelja.
“Faðir minn vill flýta för sinni til San
Domingo. Hann bað mig að standa ekki við
nema til að heilsa þér, herra föðurhróðir, ef
þér svo Mkar.”
Herra föðurfbróðir lét sér það líka. Þegar
kom á þiljur lágu hinir spönsku hásetar fram
á öldustofek og gömbruðu við þá sem voru í
ferjunni við skipshliðina. Pétur rendi aðgætnu
auga á þá og létti við, er hann sá þeim ekki
brugðið, þeir í bátnum höfðu haldið heit sitt
og þagað.
Flotaráður kvaddi Esteban blíðlega, Blood
með viðhöfn: “Mér þykir leitt að missa þig svo
fljótt, Don Pedro. Eg vildi að þú hefðir staðið
lengur við.”
“Það er vissulega minn skaði,” svaraði
Blood hæversklega.
“Eg vonast til við hittumst aftur.”
“Sá sómi er langt umfram það sem eg á
skilið.”
Með þessum kurteisu kveðjum stikluðu
þeir ofan í bát og leystu hann frá því tröll-
stóra skipi. Þegar þeir lögðu frá, veifaði
flotastjórinn til þeirra, jafnframt heyrðu þeir
blástur þeirrar pípu, sem fevaddi háseta í stöð-
ur, segl fóru upp og skipið tók skriðinn, fána
var kipt frá hún og fallbyssu hleypt af, í
feveðju skyni. Einhver á Cinco Lagas hafði
vit til að gera hið sama — það reyndist vera
Hagthorpe — og hann kom á móti Blood, þeg-
ar þeir stigu á þiljur og var gneypur og jafmvel
með hræðslu svip. Blood segir við hann:
“Eg sé þú hefir fundið það.”
Hagthorpe leit á hann spurnar augum,
vissi ekki hvað hann átti við. “Don Diego. . .”
byrjaði hann og hikaði við.
Eestehan heyrði og sá, tók snögt viðbragð
og segir mieð frekju:
“'Hafið þið svikið loforð yklkar, hundar?
Er nokkuð að honum?”
“Við svíkjum ekki það sem við lofum,”
svaraði Hagthorpe svo snúðugt, að hinn
þagnaði og ihans félagar. “Þess þurfti ekki
við. Don Diego dó í böndunum áður en þið
komust alla leið.”
“Dó?” veinaði Eesteban. “Þið drápuð
hann, meinarðu. Hvernig dó hann?”
Hagthorpe leit við sveininum. “Ef eg veit
rétt, þá dó hann af hræðslu,” sagði hann.
Þá sló Eestöban hann í framan og Hag-
thorpe hefði hefnt sín ef Blood hefði ekkl
gengið á milli, en þeir spánsku gripu piltinn.
“Láttu kyrt,” sagði Blood. “Þú talaðir svo
um föður hans, að pilturinn þoldi ekki við.”
“Mér datt ekki í hug að móðga hann,”
sagði Hagthorpe og strauk kinnina, “heldur
sagði eg eins og satt var. Komdu og sjáðu.”
“Þarf þess ekki” svaraði Blood. “Hann
var dáinn þegar við lögðum frá Cinco Lagas.
Hann hékk dauður í fjötrunum, þegar eg tal-
aði til hans, áður en við fórum.”
“Hvað ertu að segja?” kvað við Esteban.
Blood leit við honum alvörugefinn, en
með allri alvörunni var sem bros léki um
varir hans, gamanlaust þó. “Ef þú hefðir
vitað það, hva?” spurði hann loksins.