Heimskringla


Heimskringla - 06.05.1936, Qupperneq 4

Heimskringla - 06.05.1936, Qupperneq 4
4. SlÐA. HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 6. MAl, 1936 Hcimskringla (StofnuO 18S8) Kemur út á hverjum miSvikudeffi. Klgendur: THE VIKING PRESS LTD. 88S oa 858 Sargent Avenue, Winnipeg TaltimiB 86 537 VerS blaðdna er $3.00 irgangiirinn borgist fyrtrfram. Allar borganir sendlst: THE VIKING PRESS LTD. 011 vlSakifba bréf blaSinu aðlútandl sendlst: Manager THK VIKING PRKSS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN KINAR8SON Utanáskrift til ritstjórans: KDITOR HKIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Wlnnipeg "Heimskringla” is publiataad and printed by THK VIKINO PRKSS LTD. 88S-855 Sargent Avenue, Winntpeg Mon. Telepbone: 86 537 WINNIPEG, 6. MAl, 1936 “ALT AÐ SAMA BRUNNI BAR” íslendingar í þessum bæ, hafa verið að spyrja sjálfa sig, hvað úr húsasmíðahug- myndinni, sem fyrir sambandsstjórninni vakir muni verða. Húsasmíðar og önnur vinna að þeim lútandi, hefir lengst af verið aðal-at- vinnuvegur landans. Á stríðsárunum kom afturkippux í þessa iðju, sem aðra. Samt var að stríðinu loknu aftur byrjað, en í miklu smærri stíl en áður. Og með kreppunni mátti á ný heita að alveg tæki fyrir þær. Þegar á þetta er litið, er það engin furða þó kreppan léki Islendinga sérstak- lega hart. Þó yfir starfslífi bæjarins dofnaði, lagðist ekki nein atvinnugrein eins í kalda kol hér og þessi, sem þeir stunduðu. En hvað er nú um frumvarpið, sem landsstjórnin hefir samþykt, til þess að hrinda húsasmlði hér aftur af stað? Það hefir komið í ljós við rannsókn, að atvinnuleysi í ýmsum bæjum á mjög ræt- ur til þess að rekja, að húsasmíðar hafa Ihætt. Sérstaklega er sagt, að það hafi lamað atvinnuh'f borganna Montreal, Van- couver og Winnipeg. 1 meðal ári er metið, að um 80 miljón- um dollara hafi verið varið til húsasmíða í öllu landinu. í>ar sem heita má nú að ekkert sé smíðað, fara flestir nærri um, hvaða atvinnuhnekki af því leiðir. En er húsanna þörf? Þó í þessum bæ sé haldið fram af byggingarmönnum að engin hús-ekla sé, er í öllu landinu talið, að þörf sé á 50,000 íveruhúsum. Til þess að bæta úr þessu og koma skriði á þessa starfsemi hefir lands- stjórnin boðist til að leggja fram 10 miijónir dollara, á móti 30 miljónum frá lánfélögum og 10 miljónum frá einstakl- ingum, hvort sem húsasmíðar stunda, sem atvinnu eða reisa hús til að búa sjálfir í þeim. Renta á lánunum, sem er 6%, mun sanngjörn talin. En svo veigamikið, sem þetta mál er, virðist það ekki fá mikinn byr í seglin. Hér í bæ, er ekki svo mikið sem farið að strjúka rykið af smíðaáhöldunum enn. Og sjáanlegt er, hvað því veldur. Af þeim, sem sízt mega við því, er fyrst og fremst krafist, að lagður sé fram einn fimti kostnaðarins, það er, þeim, sem byggir og lánið tekur bæði hjá lánfélög- unum og stjórninni og sem alla ábyrgð ber á því hvemig fer. í öðru lagi eru lítil h'kindi til að nokkuð sé í aðra hönd fyrir hann að hafa, því söluverði mun stjómin ráða(?) og alls engin trygging fyrir, að hann haldi sínu, eða fénu, sem hann leggur fram. Þegar til veruleikans kemur, á því þessi einstakl- ingur að leggja fé sitt fram til þess að vera ábyrgðarfullur tll lánardrotnanna fyrir öllu ef illa fer. Sú ábyrgð dró stund- um illan dilk á eftir sér, þó betur áraði og möguleikar væru meiri til að selja hús, en nú er. Það ber ávalt að sama brunni með þáð sem King-stjómin gerir eða reynir að gera. Auðvaldið og hina stóru verður sí- felt að vernda á kostnað smælingjanna. Tíu miljónir, eða einn fimta byggingar- kostnaðarins, leggur stjórnin fram til þess að tryggja fé lánfélaganna. Sá sem á starfið ræðst og fé sitt ieggur í það, verður að tefla á spákaupmenskuna, á Ihættuna, á að húsið seljist skjótt og áður en innstæða hans í því ézt öll upp í rent- um til lánfélaganna. Þó þeir, sem iðn þessa hafa stundað, séu ekki allir á sveit, mun þá hvorki fýsa svo eftir að komast þangað, eða hinu, að verða þrælar lán- félaganna, eins og stjómin, að þeir fari að tefla á tvísýnu með aleigu sína fyrir iþað. í raun og vem er heldur verið að gera einstaklingnum ómögulegt með þessu, að byrja hér húsabyggingar, en hitt. Hugmynd stjórnarinnar með frumvarp- inu um að hrinda húsa-byggingum af stað til atvinnubóta, var góð. Flestir flokkar voru henni fylgjandi, ekki sízt eins og upphafsmaður hennar, H. H. Stev- ens, hélt henni fram. í framkvæmdum Kingstjórnarinnar hefir framstýkkið á henni orðið aftan á, og atvinnubótin, sem af henni gat leitt, farið út um þúfur. FJÁRHAGSÁÆTLUN DUNNINGS Fjárhagsáætlun sambandsstjórnarinn- ar, sem Mr. Dunning las upp á þinginu s. 1. föstudag, er, ef til vill, hvorki verri né Ibetri en við mátti búast, þó á æði mörgum megi nú heyra að þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum. Það sem vonbrigðum veldur er hækkun söluskattsins úr 6% í 8%. Er búist við að hann nemi $3 á hvert mannsbarn í land- inu eða $15 að jafnaði á hverja fjölskyldu. Og það versta með þann skatt er það, að hann er jafnt tekinn af þeim, sem lítið hefir og þeim sem alt hefir, þar sem hann er á almennum vörum. F'ramfærslu kostnaður eykst til jafnaðar um eitt til tvö prósent við skattinn. 'Stjómin gerir ráð fyrir tekjum af honum, er nemi 23 miljón dollurum. Sumt er aftur gott við fjánhagsáætlun- ina eins og t. d. 1 centa lækkun á bensín skatti, lækkun tolls á bómull og ódýrum eða óekta silkivamingi frá Englandi og lækkun tollsins á bílum. Þetta hefir alt nokkra verðlækkun í för með sér. En við þessu var öllu ibúist hvaða stjóm sem við völd var. Tímarnir voru famir að breytast og þjóðir heimsins voru famar að gefa tolllækkun alvarlegan gaum. Á öll- u|m þessum vörutegundum, sem minst var á, var mælt með, að laakka toll, af nefnd- inni, sem Bennettstjórnin skipaði til þess að íhuga tollmálin í byrjun ársins 1935. Kingstjórnin hefir bætt nokkrum vöru- tegundum við þær, sem tolinefndin hafði á skrá sinni, en á þeim sumum er toll- lækkun svo lítil, að hún er ekki nema nafnið. En skuld landsins eykst og Dunnings segir, eins og aðrir fjármálaráðherrar og allir aðrir, sem halda að þeir viti eins mikið og fjármálaráðherrar, að tími sé kominn til aö stíga á það ráðslag og fara nú að lækka skuldimar. Til þess eru tvær leiðir. Önnur er sú að auka tekj- urnar. Þar kemur skatthækkunin til greina. Hin er sú, að mínka útgjöldin. Spor í þá átt var að lækka meðlagið til atvinnulausra styrkþega um 15%, eins og sambandsstjórnin gerði 1. aprílmánaðar. Skuld landsins jókst um 165 miljónir dollara á síðast liðnu fjárhagsári, sem lauk 31 marz 1936. Á komandi ári gerir Mr. Dunning ráð fyrir að hún aukist um 100 miljónir dollara. Um fimtíu til sextíu miljónir af þessari skuld stafar af tekju- halla C. N. R. kerfisins. Ef að það er nú fjárthag landsins til styrktar að mínka styrkinn til atvinnu- lausra um 15%, væri þá úr vegi, að vextir á hlutum auðkýfinganna sem C. N. R. kerfið edga, væru einnig lækkaðir. En dettur nú Mr. Dunning eða Kingstjórn- inni í hug að lækka vexti til þeirra um 15% ? Alls ekki. Trú hansjfá að lækna fátæktina, að ibæta hag hins snauða, er s.ú, að það verði ibezt gert með því, að takmarka enn meira við hann en gert er Það er alment viðurkent nú orðið, að þeir sem um fleiri ár hafi verið á styrk, séu, vegna langdregins sults, orðnir ófærir til allrar vinnu. Við þennan “skjögrandi hor- grinda hóp” skoðar Dunning enn hægt að spara sem svarar 15% af framfærslu kostnaði þeirra, fjárhag ríkisins til við- reisnar, eða til þess að geta greitt eigend- um C. N. R. kerfisins fulla vexti. Og þeir eru ríkisbubbar bæði í Toronto og á Englandi, en ekki canadiska þjóðin, eins og logið hefir verið í okkur árum saman. Það er þessi stefna, sem svo augljóst kemur fram í fjárhagsáætluninni, að meta skildinginn meira en velferð al- mennings, sem enga heiil boðar í augum fjöldans eins og tímarnir eru. Önnur vonbrigði til hans, er staglið um að bæta úr atvinnuleysi hér og neyð með því aö_ efla verzlun við önnur lönd, með samningum, sem vel líta út á pappímum, en sem alt útlit er fyrir, að komi að mestum notum sem pólitísk götuaug- lýsing. Eða getur nokkur maður með opin augu gert sér vonir um að hveiti- birgðir landsins verði uppseldar á næsta eða næstu árum? Og þeim finst alt langt sem ibíður eftir björg og brauði. Það var rétt fyrir síðustu kosningar, að einn af .kunningjum þess, er þetta ritar, sagði, að senn færi alt að batna og við myndum enn eiga eftir að leika okkur sælir og frjálsir eins og fjallalömb í þessu mikla nægta landi. Hann gerði ráð fyrir að King næði kosningu. Við þennan mann áttum vér tal síðast liðna viku um hvernig nú áhorfðist, en fengum ekki annað svar en iþað, að allir væru orðnir vitlausir. EIMREIÐIN Fyrsta hefti (jan.-marz) af fertugasta og öðrum árgangi Eimreiðar er nýkomið vestur. Ein bezta ritgerðin í heftinu er eftir dr. Alexander Jóhannesson: Háskóla- hátíðin í Búdapest (með 7 myndum). Önnur alllöng ritgerð er eftir dr. Helga Péturss.: Framtíð h'fsins og dauðans. Þá eru ritgerðirnar “Við þjóðveginn”, yfir- lit yfir það helzta sem ’gerist erlendis, og “Island 1935”, stutt ágrip um veðráttu, fiskveiðar, landbúnað, viðskifti, verklegar framkvæmdir, lögjafarmál o. s. frv. á ísr landi á árinu, safn af fróðleik sem þægi- legt er að grípa til, þegar á þarf að halda. Tvær góðar sögur eru einnig í ritinu þó sinn á hvorn hátt séu. Ennfremur ljóð, greinabálkar og bréf með fyrirsögn- inni: Raddir, og ritdómar eftir ýmsa um helztu nýjustu bækur, sem ávalt er gam- an að lesa. Eftirfarandi kvæði eftir Þórodd Guð- mundsson leyfir Heimskringla sér að birta: UNGUR MAÐUR Hann á og temur sér æskugleðinnar undramátt; hann syngur vorljóð og sækir altaf í sólarátt. Hann á sér lind, sem að aldrei frýs og óskamynd fyrir töfradís. Þá brosir hann, þegar bjarma slær yfir ibláan sæ, er bárur vagga og laufin leika í ijúfum blæ. En ylur streymir um hjarta’ og hönd, og hugann dreymir í fjarlæg lönd. Afl hans magnast, og árdagsroði úr augum skín, og æskufjörið um æðar streymir sem áfengt vín. — Þá hlær við öllu og yndi ljær, akrar, fjöllin og víður sær. « Eldar brenna um æskudraumanna óskalönd, frá efstu fjöllum og instu dölum að yztu strönd. — Hann fagnar öllu, sem á sér þrá í undrahöllum, við sundin blá. Og vonin flýgur um fjörð og skóga í fjarlægt land. Þar eru steinar, sem bylgjur brjóta við bláan sand.------ En vindar þagna, svo vatnið hlær, og vorið fagnandi strengi slær. En burt með alt, sem að veikir vilja og vaxtarþrá: með skýjaborgir, er sólin sveipar við sundin blá.------ , Því augun tindra og insta þörf hans orku bindur við dagleg störf. Því tíminn líður, en landið kallar, og hfið hlær. Tryppin leika á teigum grænum, og túnið grær. Það blika lindir um blómguð lönd og biása vindar í seglin þönd. Þóroddur Guðmundsson SMÆLKI í hverju er sæla og ánægja fólgin? — Menn eru ávalt að spyrja sjálfa sig að þessu. Félag í Englandi sendi eigi ahs fyrir löngu út urmul bréfa með þessari spurningu og bað menn að svara henni. Fyrstu sjö svörin voru á þessa leið: Góðri heilsu. Óflekkuðu mannorði. Öruggri framtíð. 'Góðum matreiðslumanni. Stóru bókasafni. Að láta ekkert á sig fá. LJtilli skynsemi og enn minna ímynd- unarafl.— (Þýtt) 1$ * * MacKenzie King, forsætisráðherra, sagði nýlega á sambandsþinginu við Mc- Geer og Tucker, tvo liberal þingmenn, að þeir yrðu að vera með flokki sínum í málum þingsins, eða taka sér sæti hin- um megin í þingsalnum, hjá conservatívum og stjórnar and- stæðingum. Hepbum gerði það sama, er tveir fylgifiskar hans, voru á annari skoðun í vissu máli en Ontario-fylkisstjórnin. Ef menn hafa ekki áður vitað, hvað flokka-pólitík er, má glögt sjá það af þessu. Vertu dula í hendi ‘ flokksforingjans, eða farðu! Canada er fult af flokks- dulum. — (Manitoiba Commonwealth) * # # Eg hefi einhve,rs staðar á 'löngu liðnum árum heyrt út- varp. Eg hefi kynst þeim er út- varpa, áður en útvarp var til. Hijómurinn í útvarpinu er hf - andi í minningunni. Já, og nú man eg hvernig það var. Þeir sem í útvarp tala, eru drengim- ir, sem fyrir tuttugu árum skemtu tungumálakennaranum með því, að lesa “með áherzl- um”. Áreiðanlega eru það þeir. Eg man svo vel eftir þeim, öng- unum. Þeir skildu ekki helm- inginn af orðunum, en þeir lásu þau með áherzlu samt sem áður. Þeir gera það ennþá og hækka röddina mest á síðasta orðinu í setningunni. Þeir fengu það stundum borgað hjá mérl í þá daga en nú eru þeir svo langt í burtu! —(The New Yorker). JÓN BÓNDI Á FLUGUMÝRI DÁINN Margir hér vestra munu kann- ast við þenna röska og mynd- arlega bænda öldung er setið hefir með rausn eitt helzta höf- uðbýlið Norðanlands í meir en 40 ár. í bréfi er hingað barst fyrir skömmu til eins ættingja hans er þess getið að hann hafi andast í febrúarmánuði í vetur, rúmlega 81 árs að aldri. Jón var fæddur á Engimýri í Öxnadal á nýársdag 1855. For- eldrar hans voru Jónas bóndi á Engimýri, Magnússon frá Skjaldarvík og Helga Þorsteins- dóttir frá Uppsölum í Eyjafiröi. Bjuggu þau hjón á Engimýri um miðbik 19. aldar. Voru börn þeirra nafnkunn og eru nú öli dáin, og var Jón síðastur þeirra. Jón var tvígiftur. Fyrri kona hans var Ingihjörg dóttir Jónas- ar bónda í Bakkaseli í Öxna- dal, systir Sigtryggs Jónassonar þingmanns og fyrverandi rit- stjóra. Byrjuðu þau búskap á Bakka í Öxnadal og bjuggu þar niður að árinu 1895 að Jón keypti Flugumýri af Þorvaldi Arasyni, er þá flutti sig að Víði- mýri. Árið 1906 andaðist Ingi- björg kona hans. Eru tvær dætur þeirra á lífi: Helga gift iStefáni skáld Vagnsyni á Hjaltastöðum og María gift Árna Knudsen í Rvík. Seinni kona Jóns heitir Sig- ríður og er ættuð úr Dalasýslu. Eru fjögur börn þeirra á lífi: Ingibjörg gift Rögnvaldi Jóns- syni frá Réttarholti, Ingimar kvæntur og Valdimar búendur á Flugumýri, og Þuríður, gift Birni Sigtryggssyni á Framnesi. Jón var framúrskarandi at- orkumaður og að öllum líkind- um hagnýtasti og útsjónarmesti bóndi Skagafjarðar. Hann var að vísu efnum búinn er hann flutti að Flugumýri, en þar græddist honum það fé að fyrir mörgum árum síðan var hann talinn ríkastur bóndi í sýslunni. Jón heyrði til hinum gamla skóla, dulur í lund og fastur fyrir, orðheldinn svo að aldrei skeikaði því, sem hann lofaði eða ákvað að gera. Hann var góður vinur vina sinna og hinn ráðhollasti, velgefinn maður en íhaldssamur um sumt. Eigi varð honum þokað frá áformum sín- um og var það hans lundariag. Glaður og reifur var hann við gesti og hinn. ánægjulegasti heim að sækja. Skarðar fyrir í Blönduhtíðinni við fráfall hans’ því hann var drengur hinn bezti. R. HRAFNINN Eg gat einhvern vegin ekki slitið hugan frá þessu efni. Vin- ur minn, sem hér býr, og eg vorum meðal annars að tala uim Edgar Ailan Poe, og “Harfn- inn”. Fór eg því aftur að nýju að yfirvega umræðuefnið og .velta því í huga mér á ýmsa vegu. Datt mér þá í hug, að rita eftirfylgjandi grein. Margir hafa dregið samvizku- Ibit og iðrun út úr þessu kvæði sem og öðrum kvæðum Poes. En þetta stafar frá því, að þeir hinir sömu hafa ekki kynt sér nógsamlega ljóðasmíðis aðferð hans. Þegar vandlega að er gáð, vottar hvergi fyrir slíkri hugsun í neinu kvæði Poes. — “Hrafninn” er sterk mótmæling gegn þeirri trú, að sálin sé dauðleg, þó á yfirborðinu annað virðist blasa við. Hér lætur hann hugann þræða efasemda- veginn að hásæti eilífs lífs, eins og hann stundum lýsir lifandi fegurð með því að draga athygl- ina að hrörnun og dauða. Ó- daugleiki sálarinnar er þunga- miðja hugsana hans í þessum kvæðum. Enginn hefir verið staðfastari í þeirri trú, að elsk- endur fái að njótast eftir dauð- ann, en hann. Þar sem “hrafninn” er bezt Iþekt allra kvæða Poes, og er talið fremst allra kvæða þeirrar tegundar — þar, sem undrun og óvissa stíga sinn töfradans, og hugmyndaefnin rísa og falla í freyðandi bylgjum, líkt og golu- hnituð bára á sjó, en sem! ber- ast í þýðum, dillandi öldum að hugar-ströndum — verður gam- an og fróðlegt að athuga smJð- isaðferð hans, eins og henni er lýst af Poe sjálfum. Listfengni hans og dómrgeind, er hvar- vetna auðsæ. Hann átti og yfir frábæru minni að ráða. At- hyglisgáfan frámunalega skörp. — Hver hlutur, eins og hann stóð, hékk eða lá, stóð honum ávalt óafmáanlega fyrir hugskotssjónum. Einnig var hann gæddur frábærri afálykt- unargáfu, eins og “The Mys.tery of Marie Roget” ber ótvírætt vitni um. 1 akóla var stærð- fræðin ávalt efst í huga hans; það sem öðrum veittist torvelt í þeim greinum, var honum opin bók; enda ber oft mikið á þessari gáfu í gagnrýni hans. Með alt þetta fyrir augurn, verður augljóst, hve auðvelt að Poe hefir veizt að hnitmiða öll smíðistökin fyrirfram, hversu flókið sem efnið kunni að vera. Smíðis-frumreglur Poes hafa af mörgum verið álitnar gam- ansemis gabb. Orsökin til þess er sú, að mikilvægi þeirra er þeim efcki fylhlega ljóst. Það virðist sem þeir álíti að Poe sé að leitast við, á fyndinn hátt, að ákvarða skáldgáfunni svif- rúm og takmörk, og hnitmiði hana samkvæmt stærðfræðileg- um reglum. En slíkar ályktan- ir eru á tómum misskilningi 'bygðar. Ritgerð hans um “Hrafninn” er hvorki um skáld- skapargáfuna né um veginn, sem til hennar liggur. Hún f jallar einungis um það, hvemig skáldið, eftir að því hefir ihug- kvæmst yrkisefnið, hagnýtir sérstaka leikni við útþýðing efnisins, og er ekki annað en stutt heimfærsla helztu ein- kenna höfuðatriða allra ritdóma hans um þessi lefnl Poe lýsir aðferð sinni og kenningu eitthvað á þessa leið:* Eg hefi oftlega hugsað um það, hve skemtileg og fróðleg að sú ritgerð gæti orðið, ef einhver höfundur vildi og gæti nákvæm- lega lýst framgangsstigum * Eg hefi stytt og dregið saman frumritgerðina, en gætt þess þó, að sleppa engu, sem beinlínis lýtur að málefninu.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.