Heimskringla - 06.05.1936, Side 5

Heimskringla - 06.05.1936, Side 5
\ t WINNIPEG, 6. MAl, 1936 HEIMSKRINGLA 6. SIÐA liverg ritverks — með hvaða hætti það varð að lyktum full- gert. Hvers vegna að slík rit- gerð hefir til þessa ekki verið samin, er mér ekki ljóst, nema ef vera skyldi að hégómagimi rithöfundanna eigi hér stærstan hlut að máli. Flestir rithöfund- ax — sérstaklega skáldin — vilja heldur að lesendumir álíti bandi við ágæti þess. í>að er að segja, lengd hugaræsinga þeirra, sem skáldlegu hugtökin framleiða, geta verið í beinu hlutfalli við áhrifin, sem þeim ier ætlað að vekja. Með þetta fyrir augum, jafn- framt því, að vera innan tak- maxka listfengnisskynjunnar fjöldans, og ekki fjarri smekk- að þeir yrki í eins konar hug- í vísi ritdómara-ns, var eg ekki sjóna-æði eða hugskoðunar- ofsa. í>eim myndi fortakslaust hrylla við þeirir hugsun, að lesendunum væri leyft að skygnast bak við tjöldin, þar, sem alt er á rúi og stúi og öllu ægir saman:— Vandvirknis-við- leitnin — staðfestuleysi — ó- þroskaðar hugsjónir — áformin sjálf, sem hent eru á lofti á síðasta augnablikinu — svipir óteljandi hugsjóna, sem aldrei sjást í þeirra fullgerðu mynd — fullþroskaðar ímyndanir,. sem hafnað hefir verið í einhverju örvæntingarvingli sem óviðráð- anlegar — útskafningar og inn- skot — trissur og tannhjól og útbúnaður sá, er sjónarsviðinu hreytir, djöflagildrur og stigar, hanafjaðrir, rauði farfinn og svörut bætumar. Desendunum myndi ekki þykja fengvænlegur íþessi sjóður, sem er, í níutíu og níu tilfellum af hundrað, aleiga bókmenta-leikarans. En hinsvegar veit eg það, að lengi að íbrjóta heilan um það, fhve langt að kvæðið, sem eg hafi í huga, ætti a.ð vera — hér um bil hundrað ljóðh'nur. Næst var þá að afráða hvaða aðferð eg ætti að beita við framsetning efnisins. Og hér má geta þess, að alla þá stund, sem kvæðið var í smíðum, misti eg aldrei sjónar á því fyrirhug- aða áformi, að gera það svo úr garði, að það fengi almenna viðurkenning. Eg kaus þá að- ferð, að láta fegurð vísa at- hyglinni veginn. Og eins og eg hefi oftsinnis sýnt fram á, er fegurð aðal tilgangur þessa ikvæðis. Ætla eg svo í fáum orðum að skýra þetta nokkuð nánar. Ánægja, þegar hún er áköf, hrífandi og óblandin,. vaknar. að minni hyggju, ósjálfrátt þeg- ar fegurð stendur oss fyrir hug- skotssjónum. Þegar eg tala um fegurð, þá meina eg einungis áhrif, en ekki eiginleika, og er mörgum höfundum væri ó- aðeins hrein sálarhrifning, óháð mögulegt að rekja framgangs- sporin, sem liggja að þeim nið- urstöðum, er að lyktum voru kjörnar. Yfir höfuð að tala, vakna hugmyndimar ekki sam- kvæmt neinu reglubundnu skipulagi, heldur íá ringulreið, og er hafnað, eða hagnýttar á líkan hátt og samstundis gleymt. iHvað sjálfan mig snertir, þá hefi eg hvorki samhygð með ó beit þeirri, sem vikið er á, né veitist mér örðugt að rifja upp með mér hvert einasta fram- kvæmdarspor ritverka minna.— En þar sem slík sundurliðun ritverka fjallar ekki um kosti og lesti þeirra, þá mun það ekki teljast velsæmisbrot, þótt eg sýni hér smíðisaðferð minna eigin handaverka. Eg kýs þá “Hrafninn”, þar sem það kvæði mun alkunnast allra minna rit- verka. Liggi,ir þá fyrst fyrir höndum að ákveða hversu langt að kvæðið skuli vera. Sé kvæðið svo langt, að það verði ekki les- ið í einni lotu, njótum vér ekki iþeirra afar þýðingarmiklu á- hrifa, er samhangandi hugsun leiðir af sér. Ef vér verðum að gera fleiri en eina atrennu að lestrinum, tapar efnið sam- hengi, sökum daglegu viðburö- anna, se-m ávalt vilja skerast í leikinn. Þar sem höfundurinn verður að gæta þess vandlega að vanrækja ekkert, sem orðið getur áformi hans til eflingar, verður hann að athuga þetta atriði grandgæfilega. Væri kvæðið lengt að þessum mun, mundi sú viðbót vega upp á móti því, sem samhengi efnis- ins skerðist? Eg svara þessu afdráttarlaust neitandi. Kvæði sem vér köllum langt, er í raun og veru ekki annað en saman- hangandi bálkur stuttra kvæða- líðandi stig stuttra skáldlegra hugtaka. Það er ekki nauð- synlegt að færa sönnur á að löngu kvæðunum sé þannig háttað, að öðru leyti en því, hvernig það vekur hugan eða hrífur sálina; og allar ákafar hugarhræringar, sökum sál- rænnar nauðsynjar, verða að vera skammærar. Sökum þess- ara ástæða, má telja góðan helming “Paradísarmissir” að- allega óbundið mál — skáldleg- ar hugaræsingar á víð og dreif innan um samsvarandi óhjá- kvæmilegar niðurbælingar, og er þar með svift, sökum hinnar afarlengdar, þeim mikilvægu og listmætu áhrifum, sem samfeld hugsun veitir. Innan slíkra tak- marka getur lengd ljóðsins ver- ið í nákvæmm hi(utfallssam- vitsmunum vorum og tilfinn- ingum hjartans. Eg bendi á fegurðareinkun þessa kvæðis eingöngu sökum þeirrar reglu listarinnar, að áhrif verða að stafa frá beinum orsökum. Til- gangnum ætti að ná með sem hagkvæmilegustu móti og unt er. Enginn hefir Iborið á móti því, að þessi áminsta sálarhrifn- ingar-fegurð nái hæsta stigi í þessu kvæði. Þótt áhrifa sann- leikans, eða fullnæging vits- munanna, og geðshræringarinn- ar, eða æsing hjartans, gæti að vissu leyti í kveðskap, þá verða þau áhrif miklu áþreifanlegri í óbundnu máli. Sannleikurinn krefst nákvæmni, en geðshrær- ingin ófegurðar, og hvort um sig er algerlega gagnstætt feg- urð, sem er, samkvæmt minni skoðun, ánægjufull uppörfun sálarinnar. Það er ekki þar með sagt, að geðshræring og sann- leikur geti ekki haft þýðingar- mikil áhrif í kveðskap; sem sagt, þau geta bæði skýrt og stundum aukið áhrifin að mikl- um mun — rétt eins og ósam- hljóða tónar í hljóðfæraleik gefa laginu tilbreytni — en sannur listamaður leitast ávalt við að stilla og samræma notk- un þeirra aðal áforminu, og færa þau eða klæða í þann feg- urðarbúning, sem einkennir kvæðið. Þar sem eg skoðaði nú feg- urð sem umdæmi mitt, lá þá næst fyrir að ákveða hvaða hugarþel að hástig hennar ætti að vekja. Reynslan hefir sýnt, að hæsta stig hennar, hverrar tegundar sem hún kann að vera, vekur undantekningar- laust hverja viðkvæma sál til gráts. Ætti bragheimurinn því að vera þrunginn harmi og ang- urværð. Lá þá næst fyrir að innleiða einhverja listræna beiskju grunntóna sem kvæðið léki á frá upphafi til enda. Þegar eg var búinn að skoða nákvæmlega í huga mér helztu bragarhættina og með hvaða hætti að hin í- þróttalegu áhrif voru framleidd, sá eg brátt, að af öllum áhrifs- gögnum, sem alment eru notuð, stóð viðkvæðið fremst. Að sjá hve oft það hafði verið notað, fullvissaði mig um ágæti þess og mikilvægi. Kom mér nú í hug, þar sem það hafði alt af verið notað í þess upphaflegu mynd, að það væri ágætlega fallið til umbóta. Utan þess að vera algerlega einskorðuð ljóða- kveðskap, eru áhrif viðkvæð- anna algerlega komin undir ein- ræmiskraft þeirra, bæði hvað hljóm og hugsun snertir. Áhri!- in skapast eingöngu af endur- tekningunni — af tilfinningu, sem samleikur þeirra vekur. Eg afréð nú að gera einhljóma þessa margbreyttari, með því að breyta alt af viðkvæðis-hug- takinu, án þess þó að breyta sjálfu viðkvæðinu að nokkrum verulegum mun. Var þá næst að velja við- kvæðið. Þar sem hugsunin átti að vera á sífeldu reiki, lá í aug- um uppi, að viðkvæðið varð að vera stutt, því væri setningin löng, var slíkt fyrirkomulag ó- kleifum örðugleikum bundið. — Því styttri sem setningin var, því auðveldlegar varð þessu komið við. Kaus eg því tafar- laust eins orðs viðkvæði. Næst var þá að afráða hvers eðlis að orðið ætti að vera, og, þar sem það var lokaorð hvers erindis, hve mörg erindin ættu að vera. Ættu sh'k vísulok að ná tilætluðum áhrifum, yrði orðið að vera hljómfagurt og vel fallið til framdreginnar á- herzlu. Við þessar íhuganir virtist mér langa “ó”-ið hljóm- fegurst allra hljóðstofanna, í sambandi við “r”-ið, sem gjör- legasti samhljóðurinn. Þessu ráðið til lyktar, var næsta sporið að velja orð, sem fæli í sér þessi hljóð, og um leið, vera í fylsta samræmi við þunglyndiablæ | þann, sem eg hafði valið kvæðinu. í slíkri leit væri ómögulegt að ganga fram- hjá orðinu “Nevermore”. Sann- ast að segja, þá var það fyrsta orðið, sem kom í huga minn. Næst varð að leita ástæða, sem gætu afsakað sífelda end- urtekning þessa eina orðs “Nev- ermore”. Þó eg fyndi þegar í stað vandkvæðin, sem á því voru, að finna nógu sennilega ástæðu til þessarar endurtekn- ingar, var mér það ljóst, að örðugleikarnir lágu eingöngu í því, að gert var ráð fyrir að þetta tilbreytingarlausa orð átti að endurtakast af menskri veru. í stuttu máli, eg sá að vand- kvæðin lágu í því, að samræma þessa tilbreytingarlausu endur- tekning skynsamlegri íhugun persónunnar, sem orðið endur- tæki. í þessari svipan kom mér hrafns-hugmyndin í hug —hug- myndin, að láta skynlausa skepnu, sem gæti talað, hafa upp orðið. Mér flaug páfa- gaukurinn fyrst í hug, sem von- legt var, en við nánari athugun sá eg að hrafninn, sem á jafn auðvelt með að tala, var í ó- endanlega betra samræmi við grunntóna eða hreiminn, sem eg hafði fyrirhugað kvæðinu. Eg var nú kominn það langt með kvæðishugmyndina, að hrafn — fyrirboði illra tíðinda — átti að endurtaka orðið, “Nevermore”, í lok hvers er- indis, í kvæöi um hundrað Ijóð- línur að lengd, með þunglyndis- sorgarblæ. Með þann ásetning stöðugt í huga, að stefna á öll- um stöðurn að hámarki full- komnunar, lagði eg þessa spurning fyrir sjálfan mig: — “Hvaða efni allra hrygðarefna. samkvæmt almennum skilningi, vekur dýpstu hrygð?” Dauð- inn, er svarið, sem ósjálfrátt kemur í huga manns. “Og hVenær,” mælti eg, “er þetta sorglegasta allra hrygðarefna skáldlegast?” Samkvæmt því, sem eg hefi áður drepið á, er þessu einnig auðsvarað: Þegar það er nátengdast fegurð. Og hvenær er dauðinn nátengdaíi fegurð en í dauða fagurs kven- manns. Þetta er þvl efalaust heimsins skáldlegasta efni; og hver myndi tala með dýpri ihrygð og meiri tilfinningu um Iþað efni en syrgjandi elskhugi. Framh. INGIBJÖRG SOFFfA BENEDIKTSDÓTTIR LINDAL Framan af árum var Ingi- björg sál. við allgóða heilsu, en fyrir 13 árum síðan fékk hún snert af slagi og var heilsubiluð eftir það. Þriðjudagsmorgun- inn 28. apríi bar eigi á að hún væri venju framar þjáð, en um hádegisbilið var hún önduð. Ingibjörg sál. var greind kona víðsýn, frjáls í hugsun og góð- gjöm. Hún var vinföst og trygg og góð móðir bömum sínum. Einkar vinsæl var hún meðal nábúa sinna, enda var flest bygðarfélk við útför hennar, er fór fram síðastl. sunnudag, frá heimili hennar og samkomu- húsi ihygðarinnar. Hiún var jarð- sungin af séra Rögnv. Péturs- syni frá Winnipeg. Flutti hann nokkur kveðju orð á heimilinu áður en farið var í samkomu- húsið. Með burtför hennar er góð kona til moldar gengin. f. 19. nóv. 1856—d. 28. apr. 1936 FJÆR OG NÆR iSem getið var fum hér í blað- inu í síðustu viku andaðist að heimili sínu við Thornhill í ís- lenzku bygðinni við .Brown hér í fylkinu, þriðjud. 28. apríl s. 1. ekkjan Ingibjörg Soffíia Bene- diktsdóttir Lindal eftir langvar- andi heilsuleysi. Ingibjörg sál. var fædd að Kjallandi í Vindhælishreppi í Húnavatnssýslu 19. nóvember 1856, var því 80 ára að aldri, er húta. andaðist. Foreldrar hennar voru þau hjón, Benedikt ibóndi á Reykjarhóli lí Skaga- firði, Benediktsson, Þorvalds- sonar af Reykjarhóls og Skíða- staðaætt og Guðrún Loptsdóttir Magnússonar frá Björgum. Ingi'björg sál. ólst upp í for- eldrahúsum yfir æskuárin eða þangað til hún fór að vinna fyrir sér. Vistaðist hún fyrst að iHöfnum á Skaga og þaðan að Miðhópi í Víðidal. Þar kyntist hún Jónatan Jónatanssyni Lin- dal, er síðar varð maður henn- ar (dáinn 11. nóv. 1935) giftu þau sig árið 1882, og byrjuðu ibúskap á Miðhópi. Fluttu þau Iþaðan að Hvoli, voru þar tvö ár og þvínæst að Hólabaki og voru þar önnur tvö ár, að þau fluttu til Vesturheims og settust að við Garðar í íslenzku nýlend- unni í Dakota. Þar voru þá bú- settir mágar hennar tveir; Ás- geir búfræðingur Lindal og Jakob er síðar fluttist til Seattle og andaðist þar. í 12 ár bjuggu þau við Garð- ar, eða fram til vorsins 1897. Það ár var opnað landsvæði það fyrir innflytjendur er síðar hefir verið nefnt Brown-bygð. iFIutt- ust þau ásamt fleiri íslending- um þangað, námu þar land og hafa búið þar síðan. Níu börn eignuðust þau og eru 8 á lífi. Er nafna ibama þeirra getið í æfiminningu Jóna- tans sál. sbr. Heimskr. 20. nóv. 1935. Dr. A. B. Ingimundson verður á Riverton Drug Store þriðju- daginn 12. þ. m. * * * Mr. Andrés J. Skagfeld frá Oak Point, Man., var staddur í bænum fyrir helgina. * * * Fæði og húsnæði Fyrir pilta, er stunda atvinnu eða búa í bænum. Geta haft einstakt herbergi eða verið tveir 1 SUMAR HÚS og SUMARSKÁLAR FULLGERÐ Á YÐAR EIGIN LÓÐ Njótið sumarmánaðanna, úti í umhverfi náttúrunnar með hana að baksýn. Eaton’s býðst til að reisa fyrir yður snotran sumarskála á hinum skógivöxnu bökkum Rauðár eða Assiniboine ár, eða niður á Vatnsbakka sem yrði ekki eingöngu í samræmi við hið ytra umhverfi heldur og líka hvíldarstaður yfir sumarið. Sé eitthvert sérstakt fyrirkomulag sem þér vilduð hafa á byggingunni þá skulum vér glaðir gera áætlanir fyrir yður um kostnaðinn. Eftir frekari upplýsingum spyrjist fyrir hjá Trjávörudeildinni á aðalgólfi við Hargrave. ALLIR Á STAÐ AÐ VORHREINSA Kastið öllum yðar áhyggj- um við húshreinsun yfir á Sanitone aðferðina og eigið vís farsæl ferðalok. Vér veitum viðtöku: Rekkvoðum Gólfteppum Stofutjöldum Gluggatjöldum Ábreiðum Rúmteppum Símið 4-2-3-6-1 QUINTON’S um herbergið. Sanngjamt verð og gott fæði. Umsækjendur spyrjist fyrir að 701 Victor St. Mrs. Guðrún Barsten. * * * Lík í heystakki > A. Voth, bóndi í grend við Morden, Man., brendi upp gaml- an heystakk á engi sínu s. 1. miðvilkudag. í heystakkbum fanst lík af manni, sem enginn veit hver er og brunnið var tals- vert áður en eftir því var tekið. Er haldið að maðurinn hafi Ieitað sér hælis í stakknum og annað hvort kafnað eða frosið í hel. ^T. EATON C°u LIMITED INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Ámes................................Sumarliði J. Kárdal Amaranth..............................J. b. Halldórsson Árborg.................................G. O. Einarsson Baldur............................................Sigtr. Sigvaldason Beckville..............................Björn Þórðarson Belmont...................................G. J. Oleson Bredenbury................................H. O. Loptsson Brown....,...........................Thorst. J. Gíslason Calgary............................Grímur S. Grímsson Churchbridge....................................Magnús Hinriksson Cypress River.....................................Páll Anderson Fto’töe.............................. S. S. Anderson Elfros..................................S. S. Anderson Eriksdale......................................ólafur Hallsson Foam Lake...........................................John Janusson Gimli................................... K. Kjemested Geysir.................................Tím. Böðvarsson Glenboro.................................G. J. Oleson Hayland...............................Sig. B. Helgason Hecla................................Jóhann K. Johnson Hnausa................................ Gestur S. Vídal Hove..............................................Andrés Skagfeld Húsavík.................................John Kernested Innisfail...........................Hannes J. Húnfjörð Kandahar................................S. S. Anderson Keewatin........................................Sigm. Björnsson Kristnes...........................................Rósm. Ámaaon Langruth.................................. B. Eyjólfsson Leslie...............................Th. Guðmundsson Lundar....................................Sig. Jónsson Markerville.........................Hannes J. Húnfjörö Mozart................................ S. S. Anderson Oak Point.........................................Andrés Skagfeld Oakview...............................Sigurður Sigfússon Otto...............................................Björn Hördal Piney..................................S. S. Anderson Poplar Park..............................Sig. Sigurðsaon Red Deer...........................Hannes J. Húnfjörö Reykjavík.........................................Árai Pálsson Riverton......................,.....Bjöm Hjörleifsson Selkirk.................................G. M. Jóhansson Steep Rock.........................................Fred Snædal Stony Hill.........................................Björa Hördal Swan River.....................................Halldór Egilsson Tantallon........................................Guðm. ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslaeon Víðir.............................................Aug. Einarsson Vancouver...........................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.............................Ingi Anderson Winnipeg Beach....................................John Kemested Wynyard..................................S. S. Anderson f BANDARÍKJUNUM: Akra..................................Jón K. Einarsson Bantry.................................E. J. Breiðfjörö Bellingham, Wash......................John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier............................ Jón K. Einarseon Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg....................................Jacob Hall Garðar.............................. S. M. Breiðfjörð Grafton.................................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Einarsson Hensel.................................J. K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton...................................F. G. Vatnsdai Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts..........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold..................................Jón K. Einarssoa Upham.................................E. J. Breiðfjörö The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.