Heimskringla - 06.05.1936, Qupperneq 3
W-INNIPEG, 6. MAÍ, 1936
HEIMSKRINGLA
S. SlÐA
braskarar (Morgan). Þessir
menn |eru stjámínni ,gramir
af því hún setur nokkur tak-
mörk við fjárplógs starfsemd
Iþeirra ein frjálsræðið er þeim
sjálffræði til að græða og kúga.
Foringi lýðsins er Alfred E.
Smith fyrverandi ríkisstjóri í
New York og forsetaefni demo-
crata árið 1928. Hann hugðist
að ná útnefningu flokksins aft-
ur árið 1932 en Roosevelt
reyndist honum hlutskarpari. Af
Iþessu varð herra Smith hams-
laus og geysar nú mjög um
eyðslusemi Roosevelts og gjör-
ræði. Heldur hann þrumandi
ræður um amerískar hetju dáð-
ir og frelsis hugsjónir og Ihvetur
mann ákaft að halda fast við
dygðir feðranna. Þetta er all-<
kynleg kenning af manni sem
ibýst við að allur almenningur
geri sig ánægðan með öhbirgð
og ófrelsi. Fánanum lyfta þess-
ir víkingar hátt með feykilegum
fagurgala en, undir þessu þjóð-
armerki, er eitt sinn stælti
horska huga til sjálfsfórnar fyr-
ir háleitar hugsjónir, hyggjast
þeir að vinna sér landið og þjóð-
ina svo þeir megi þar óhultir
drotna er landneminn ruddi sér
rjóður og bygði börnum sínum
heimili. — Og einstöku fáráð-
lingar segja amen. Þetta væri
hlægilegt ef það væri ekkil svo
undur grátlegt. Ó líklega hafa
nú samt þessir náungar mikil á-
hrif því þeir sátu heima í síð-
asta ófriði og græddu meðan
öðrum blæddi.
Jafnvel fhaldssömum “repub-
likunum” óar við að slást í
fylgd með slíkum vandræða
möninum þótt þeir að sjálfsögðu
þiggi gull þeirra og atkvæði.
Það má með sanni segja að
nú sé hinn gamli, góði sam-
veldis flokkur (Republicans)
höfuðlaus her, hann er þar að
auki stefnulaus og ósamtaka.
Einna afurhaldssamasti ár-
maður flokksins er Hoover fyr-
verandi forseti. Vill nú ein-
mitt svo vel til að eg er rétt
búinn að ljúka við bók hans ný
útkomna (The Challenge of
Liberty). Ætti eg því að geta
dæmt um stefnu hans í stjórn-
málum en þvi miður fyrirfinst
hún ekki í þessari bók þótt hún
eigi að vera skrifuð um þau
málefni. Þar er eilífur vaðall
um amerísk ágæti, amerískt
frelsi, amerískar hugsjónir þótt,
engin ærleg tilraun sé gerð til
að skilgreina þessi hugtök. —
Annað veifið mælir höfundur-
inn með því sjálfræði sem “Lilb-
erty League” sinnar áskilja sér
en á næsta augnabliki er hann
farin að tala um að reglur beri
að setja svo einstaklingar fái
ekki gengið á annara rétt. Á
blaðsínu 160 rekst maður til
dæmis á þessa setningu: “The
essence of American Liberty is
to assure men the secured right
to every activity wbioh does
not tresspass on the rights of
others.” (Kjarni hins ameríska
frelsis er að tryggja hverjum
einum það athafna frelsi sem í
engu krenkir annara velferð).
Amen ibróðir; en sé eg atvinnu-
laus og hungraður en þeir sem
landið eiga neita mér um at-
vinpu og brauð gengur eigna og
athafnafrelsi þeirra á rétt minn
til lífs og hamingju. Alt bend-
ir til að maðurinn viti í raun og
veru ekkert ihvað er að gerast
og iborinn saman við menn eins
og Stuart Chase, Howard Scott,
Robert Doane, Harald Loeb og
fl., og fl., er hann sem barn í
þjóðmálum. Það er eikki frítt
við að það setji að manni hrell-
ing að slíkir skulu kosnir til að
skipa æðstu embættin. Það er
’Samt hér um bil áreiðanlegt að
hann nær ekki útnefningu í sín -
um eigin flokk og yfir höfuð er
hann hverfandi stærð í hérlend-
um þjóðmálum.
Sem gtendur virðist líklegast
að Landon ríkisstjóri frá Kans-
as verði frambjóðandi republik-
ana við næstu forseta kosning-
ar. Hann mun teljast vitund
frjálslyndari en Hoover og er
mjög lofaður fyrir sparsemi.
Sparsemin verður sett á odd-
inn af republikunum við næstu
kosningar. En hvar kemur sá
sparnaður niður? Þeir standa
hér ekki vel að vígi því þing-
menn þeirra hafa þráfaldlega
greitt atkvæði með auknum
kostnað og nú síðast með end-
urgreiðslu til hermanna frá
Iheimsstyrjöldinni.
Þrír útgjaldaliðir eru ábæri-
legastir: reksturs kostnaður
stjórnarinnar, útgjöld til her-
vama og styrkur til almennings
út af kreppunni. Skrifstofu og
starfsmanna ikostnaðurinn er að
vísu orðin gífurlegur og hefir
aukist stórkostlega ekki einung-
is undir Roosevelt heldur einnig
hjá Hoover. Það er líka nokk-
urn vegin víst að engin stjórn
mundi lækka hann til muna, á
næstunni,, því allar eiga þær
fylgi sitt að miklum hluta undir
þeim sem þær veita vellaunuð
embætti.
Herkostnaðinn vill enginn
lækka fyrir tvær gildar ástæð-
ur. Fyrst ber að gæta að vopna-
smiðir veita atvinnu en vinsæld-
ir hverrar stjórna fara að miklu
leyti eftir því hversu margir
hafa vinnu. I öðru lagi hefir
ófriðar óttinn innræst fóikinu
svo engri stjórn mundi líðast að
lækka útgjöldin til hers og flota
meðan það heims ástand varir
er vér eigum nú við að búa.
Er þá hægt að draga úr þeim
útgjöldum er þjóðin ber vegna
kreppunnar? Þau útgjöld skift-
ast aðallega í þrjá liði. Hoover
jós út fé til stórfyrirtækja og
bankanna og Roosevelt hefir
haldið þvfl' áfram svo nú nemur
þessi styrkur um sex biljónum
og ér nálega helmingur þess
fjár ennþá útistandandi. Aldrei
hefir heyrst að republikar séu
þeim styrkgjöfum mótfallnir. —
Hjálp til bænda hleypur upp á
hálfa biljón í síðustu fjárthags-
áætlun. Myndu republikar draga
úr því framlagi? Tæplega, því
allir þingmennimir frá land-
íbúnaðaríkjunuim yrðu þVí mót-
fallnir án þess að taka minsta
tillit til flokksfylgis. Eina ráð-
ið yrði því að lækka styrkin til
atvinnuleysingjanna en við það
kæmust miljónir manna á von-
arvöl og færu á sveitina. íSlíkt
mundi koma borgum og bæjum
í fjárþröng og gjaldþrot; olla úr-
kynjun, riánum, )þjó(£na<Hi og
frekari vinnustöðvun þar sem
fleiri og fleiri gerðust öreigar
og kaupleysingjar.
Annars er það ekki sannleik-.
urinn selm ræður heldur hvereu
laglega að hinir ýmsu flokkar
geta lokkað og leitt hina hæst-
virtu kjósendur.
Þess ber að geta að William
Borah öldungaráðsmaður frá
Idaho hefir boðið sig fram til
forseta í liði republikana. Hann
hefir talist í flökki hinna frjáls-
lyndu og harðlega vítt gerðir
þeirra Hardings, Coolidge og
Hoovers. Hafa ræður hans
jafnan vakið eftirtekt sakir rö,k-
sniildar og gagnrýnis en hann
ihefir sjaldan beitt sér fyrir bein-
um umbótum og frá honum
hafa fá frumvörp komið. ólík-
lega nær hann útnefningu á
flokksþinginu þann 7 júní, en
hvert fylgismenn hans kunni
ekki að hafa allveruleg áhrif á
útnefninguna og stefnuskrá
flokksins er óleyst gáta. Hætt
er við ef þeirra málefni er
ekkert sint að þeir kunni að
kljúfa flokkinn og ganga í lið
með demokrötum.
Annars er það sameiginlegt
með flesta að þeir eiga engin á-
kveðin stefnumörk. Fjöldin vill
láta reka á reiðanum og búast
enda við að forsjónin greiði
þeim leiðir eftir að þeir bein
leiðis þverkallast við að nota þá
skynsemi er þeim hefir gefist
til að hjálpa sjálfum sér. Slíkt
trúar ákall er ergilegt. Menn
hafa, af gengdarlausri græðgi,
eyðilagt náttúru gæðin; upp-
rúið skógana, fordérfað fiski-
miðin, uslað í námunum og
rányrkt landið þangað til fagrair
sveitir verða að foksands öræf-
um en fljótin fyllast af aur svo
flóðin æða yfir bygðir. Þeir
hafa rænt landinu, fyrst frá
frumbyggjunuim, þar næst frá
landnemunum og að siíðustu fra
komandi kynslóðum. Þeir biðja
til guðs en brjóta hans lög, já
þeir ala þá endemis hugsun í
hjarta að forsjóninni beri nú
að koma þeim til hjálpar ekki
til þess að hætta slíku háttæði
heldur um fleiri og fleiri tæki-
færi til að halda því áfram. Mér
þykir sennilegast að alfaðir
daufheyrist við slíkum bænum.
Mér þykir nú annars réttast,
úr því eg er á annað borð kom-
in út í þessa sálma að minnast
með örfáum orðum á afstöðu-
kirkjunnar gagnvart þjóðmál-
um. Hingað til hefir kirkjan,
sem held, verið svo annarsheims
sinnuð að heita má að hún
haifi staðið utan við alla að-
gæzlu. Hún var meir að segja
næstum búin að gleyma því sem
stendur í hennax ieigin ritning
um, að maðurinn eigi að rækta
jörðina, undirbúa mannlífið sem
búhöldur sáðland sitt til upp-
skeru, og nota hvert tækifæri
til að útbreiða og gróðursetja
guðsríkið í þessum heimi. Hún
miðlaði að vísu nokkrum
hjartastyrk til hreldra sálna
eins og “homopatian” í glösum
en í kirkjunni heyrðust fremur
sjaldan þess merki að þar ætti
að flytja hinn kröftuga boðskap
Krists og spámanna um réttlæti
er býður voluðum vermd og
kúguðum uppreisn. Nú virðist
þetta að breytast nokkuð til
ibetri vegar sérstaklega innan
‘meþódisku’’ kirkjunnar. —
Yngra fólkið, í þessari kirkju
er nú tekið að ranka við sér
og grunar að guð hafi ekki
skapað heimin með öllum hans
gæðum fyrir Morgan til að
græða, heldur fyrir mennina svo
þeir megi lifa sem guðsbömum
sæmir.
Nú hætti eg því annars yrði
það aldrei.
H. E. Johnson
—Blaine, Wash., •
16. apríl 1936. '
VOR-VÍSUR
Lesið Heimskringlu
Kaupið Heimskringlu
Borgið Heimekringlu
Sólargangsins gróðrar traf
grundarfangið varðar,
nóttin langa nú er af
norður-vanga jarðar.
Árla sunna úr rekkju rís
r-oðar unn og grundir,
burtu runninn bráðinn ís,
—iblómsturmunnar undir.
Gyllir hólinn geisla bað
gras í skjóli nærist,
norðurpóli nöktum að
náttbjört sólin færist.
Svalbarðs-hveli svífur nær
svo að éli linni
u;rð og mela eygló skær
umsjón felur sinni.
Grænan skrýðir grundar beð
gróskutíðin þæga
vonafríðust vermir geð
veðuilbllíðan hæga.
Himinsólin sigurhá
sviftir njólu völdum,"
alt sem kól fer enn á stjá
upp úr bólum köldum.
M. Ingimarsson
THE LADY OF THE LAKE
(W. Scott)
Canto I. 'XI.
Sádags útfalls aldan reið
yfir dalinn slétta^leið;
ignýpu bláa, brattan tind,
ibaðaði eldrauð geislalind;
en glampi enginn gat þó náð
í.gljúfra djúpið skugga-fjáð;
en kvöldhúm gatan krækti þar
um klettaborgir einstakar,
er teygðu í loft upp löskuð mörg
leiftur-iklofin risaJbjörg; —
sjálfgerð vígi, varnargarð,
virki í ’ið hrjúfa skarð;
sem turninn hátt, er hroka þjóð
hlóð á fo,rnu ShJnar slóð;
en brotna, klofna brúnin hvor,
Ibregnöf hver og gljúfra skör,
líktust vígis varnargarð,
með vígturn, hjálmþak, bust og
skarð;
eða að hefði austræn list
altyrnd goðahöf þar reist.
Ei vantaði þetta virki skraut,
veifur, fána hvergi þraut;
því rofnum brúnum báðum frá
ibreiddist yfir gljúfrin há,
með dagga heiðblik, hýr og væn
hagarósa-flettan græn,
og iblikskær þúsund blóma
mynd
blakti þar í sumar vind.
Sumar breiddi um brekkurnar
blómin angan-ríku þar:
Hesli, ilmrós, hagaþom, —
heiða eftirlætis-böm, —
Prímúlur og Fjólur fót
fundu í klettaskorum rót;
Tóuskott og skuggablóm
skrýddu bergin, huldu gróm, —
ímyndir sem uxu þar
oflætis og hegningar, —
skrýddu og vöfðu vandlega
veðurlbitnu klettana;
Birkið grátt og Óspin æ,
ofan skulfu í hverjum blæ;
Askur hærra og eykin styrk
abkerum söktu, mikilvirk,
í kliettaskoru hverja þar;
en hæzt þá furan greinar bar,
og teygði yfir eyði þá
sem opin millum brúna lá;
svo hér var tæpast hægt að sjá
himinloftin fagurblá.
Svo undrafrítt og vilt það var
sem væri í draumheim innsýn
þar.
E. G. Gillies
ENDURMINNINGAR FRÁ
ARIZONA
Framh.
Þegar eg laut niður til nán-
ara eftirlits rættist hugboðið.
Þetta var GroSvenor. Eg gat
ekki lýst tilfinningum mínum.
Eg hafði aldrei áður séð líkt, og
þetta var einkavinur minn og
myrtur. Höfuðið lá í blóðpoll-
inum, tvö spjótslög höfðu geng-
ið í gegnum hálsinn, svo höfuð-
ið aðeins hékk við bolinn, og á
honum voru mörg siár, kúla
hafði farið gegnum hann rétt
hjá hjartanu, og við vonuðum
því að hann hefði verið dáinn.
er hann var særður hinum sár-
unum. Líkið var ekki orðið
kalt, og líkur til að morðið
hefði farið fram eftir að við fór-
um heimanað, að leita hans.
Fyrst urðum við svo magn-
lausir, að óvíst er hvort við
hefðum varið okkur, ef á okkur
hefði verið ráðist, en er við
mintumst hættunnar sem við
vorum í gátum við áttað okkur.
Við vorum fótgangandi og £
mílu frá hjarðbýlinu, og morð-
ingjarnir, hverjir sem þeir voru,
gátu ekki verið langt undan
landi, og skeð gat að njósnarinn
sem við komum augulm á, hefði
aðvarað þá og væru þeir nú á
hælum okkar.
Þegar mér varð litið til vagns-
ins, virtist mér eg sjá þar lík,
Þér sem notið—
TIMBUR
KAUPIÐ AF
THE
Empire Sash & Door
CO., LTD.
BtrgOlr: Henry Ave. Eaat
Sími 95 551—95 552
Skrlfstofa:
Henry og Argyle
VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA
en hver mínúta var dýrmæt, og
án þess að rannsaka þetta nán-
ar, flýttum við okkur slíkt sem
við orkuðum heim á leið.
Aðeins einn Bandaríkjamaður
var á hjarðbýlinu, ejn margir
Mexikanskir verkamenn, og við
vorum óvissir í hvort morðingj-
arnir væru Mexikanar eða Indí-
ánar. Væru það Mexikanar,
var það sennilegast, að þeir
stæðu í sambandi við verka-
mennina, en væru Indíánarnir
sekir, mundi okkur borgið ef við
næðum hjarðbýlinu á undan
þeim, en ef þetta voru okkar
menn, þá voru forlög okkar út-
kljáð.
Leið okkar lá um stund gegn-
um þétta runna, er voru einkar
hentugir til fyrirsátu. Við
gátum samt komist hjá að fara
þá leið, með því að taka á okk-
ur krók, en hversu sem það
heillaði hugan að nota þá leið
og halda út á mánabjarta slétt-
una, þá til allrar hepni — héld-
um við þráðbeint áfram. Þegar
við komum út úr kjörrunum og
heim undir húsið, heyrðum við
til þeirra sem eltu okkur, en við
urðum hlutskarpari. Þegar
heim kom var félagi okkar að
baka brauð, áhyggjulaus, en
verkamennirnir í fasta svefni.
Um nóttina héldum við vörð, en
urðum einskis varir.
Hraðboði var sendur til virk-
isins fyrir dögun og lagði hann
leið sína yfir fjölhn, og jafn-
framt var annar sendur til Tu-
buc, en þar á eftir fórum við
að sækja líkið af Mr. Grosvenor.
Líkið lá eins og við höfðum skil-
ið við það, og við vagnin voru
líkin af báðum Mexikönunum,
sem einnig höfðu verið myrtir.
Við þóttumst geta ráðið það af
ýmsum líkum, að þeir hefðu
orðið fyrir árásinni ekki 15
mínútum eftir að við sáum til
'þeirra daginn áður og einmitt
meðan við dvöldum hjá lindinni,
Frh. frá 3. bls.
he Manitoba Telephone System
Veitist sú ánægja að tilkynna
Niðurfærzlu
á símagjöldum, kvelds og nætur,
milli MANITOBA og SASKATCHEWAN-fylkjanna
tveggja, sem nánast eru tengd verzlunar og þjóðfélags-
legum samböndum.
Þessi niðurfærzla veitir yður tækifæri á gíma sam-
tali milli þessara tveggja fylkja eftir kl. 7. e. h.
fyrir sem næst tvo þriðju, hins venjulega dagtíma
gjalds.
Þessl sérstaklega lágu gjöld, hafa til svo stórra muna
fært niður not þessara verðmætu þæginda að sérhver
símianotandi getur nú veitt sér þau.
SPARIÐ MEÐ ÞVf AÐ HAGNÝTA YÐUR
ÞESSI NÝJU LÁGMARKSGJÖLD
Símið 94 401 eftir öllum uppiýsingum
MANITOBA TELEPHONE SYSTEM