Heimskringla - 13.05.1936, Page 6

Heimskringla - 13.05.1936, Page 6
6. SÍÐA mEIMSKRINCLA WINNIPEG, 13. MAÍ, 1936 n J ■ M '1 • ^ í \ 'esturviking | Þýtt úr ensku Pilturinn mændi á hann, fölur og stór- eygður. “Eg trúi þér ekki,” sagði hann. “Það er þér óhætt, samt. Eg er læknir og þekki dauðann, þegar eg aé hann.” Þá þögnuðu allir meðan pilturinn sann- færðist. Loksins sagði hann, óskírmæltur af hrygð og reiði: “Ef eg hefði vitað þetta, þá héngir þú nú frá ráar enda á Encarcion.” “Veit eg það,” sagði Blood. “Eg er að hugleiða það — þann ábata sem maður hefir af annara vanþekking.” “En hengdur skaltu verða,” sagði sveinn- inn og réði sér ekki. Blood ypti öxlum og sneri burt, en ekki gleymdi hann þeim orðum né Hagthorpe né fé- lagar þeirra, sem heyrðu þau, eins og sýndi aig á ráðstefnu þeirra þann sama dag. Þá réðu þeir um það, að hverfa frá að sigla til Cura- cao, þeir væru komnir svo langt afleiðis að vatn og vistir nægðu þeim varla, enda torsótt af því að Pitt var ekki verkfær. Niðurstaðan varð sú, að sigla austur um Hispaniola og meðfram Norðurströnd hennar, til Tortuga, sem þá var orðlagt víkingabæli, þar höfðu út- lagar athvarf og þurftu ekki að óttast. Þá var að skera úr, hvort þeir skyldu flytja þá spönsku fanga með sér þangað, eða skjóta þeim fyrir borð í báti og láta ráðast hvort þeir næðu landi, sem þá var varla tíu mflur burtu. Því fylgdi Blood sjálfur. “Annað tjáir ekki. 1 Tortuga mundu þeir verða flegnir lifandi.” “ það er minna en þau svín hafa unnið til,” urraði sá eineygði Wolverstone. “Og minstu þess, Pétur,” sagði Hagthorpe, “hverju sveinninn hótaði þér í morgun. Ef hann sleppur lifandi og siegir föðurbróður sínum söguna af því sem hér hefir gerst, þá er meir en hætt við að það heit verði efnt.” Pétri er vel lýst méð því, að hann tók ekiki þá ástæðu til greina. Smátt, ef til vill, en í þeirri sögu, sem sýnir hann við svo mörg hryðjuverk riðinn, þá get eg ekki — úr því saga mín er að vissu leyti varnar mynd í máli hans — leitt hjá mér að tilgreina atrvik sem bætir svo mikið málsstað hans, og sýnir að það kæruleysi sem honum er borið, stafaði firá vitsmunum hans og hefndarhug fyrir til- gerðir en ekki frá vondu innræti. “Eg kæri mig ekki um hverju hann hót- ar.” “Það ættir þú samt að gera,” sagði Wolv- erstone.” Hyggilegasta ráðið er að hengja hann og þá alla saman.” !) “Það er ekki mannlegt að vera ráðugur og hygginn,” sagði Blood. “Það er miklu mann legra að villast frá hófi, og þó fágætt kunni að vera, að vera tíknsamur úr hófi. Við skul- um vera með þeim fágætu. Mig langar ekki til að drepa menn. Svei því, nema gild ástæða sé til. í fyrra málið skal skjóta báti, láta þar í vatnskút og skonrokspoka og Spánverjana og senda þá norður og niður.” Hann sagði ekki eitt orð meir um þetta, það fór fram sem hann lagði til, eftir því valdi sem þeir höfðu falið honum og hann hélt á svo fastlega. Don Esteban og hans félagar voru látnir fara ofan í bát og festar bátsins leystar í birtingu næsta morgun. Tveim dögum síðar sigldi Cinco Lagas inn í þann hömrum girta vog Cayona, sem nátt- úran virtist hafa varið og virkjað fyrir þá, sem kunnu að meta hana og nota. XIII. Kapítuli Þessi saga gerist á þeirri öld, sem flestar þjóðir geirðu samtök, hver innan sinna vé- banda, til að græða á viðskiftum við aðrar og einkum við þau lönd sem þær voru að kynnast til og frá um heiminn. Eitt slíkt höfðu Frakkar stofnað til að verzla í Vestindl- um, þess factor eða fulltrúi í Tortuga hét Ogeron og var af öllum þarlendis virtur sem fulltrúi hinnar frönsku stjórnar, eða hans frönsku hátignar, eins og þá var vant að taka til orða, hygginn maður og einbeittur og lag- inn vel. Af ræningjum sem leituðu hælis í þeirri höfn, þar sem hann hafði sína bæki- stöð, tók hann tíund ránsfengjar og drjúgt gjald að auki fyrir að koma peningum þeirra til Frakklands, til að geyma þá þar eða senda hvert sem þeir vildu. En þeir sem rændir voru, kveinkuðu sér við að sækja ræningjana, af því staðurinn var svo sterkur og af því þeir trúðu því, að factorinn hefði þann franska kóng að bakhjarli. Af þessu má skilja, að þangað hópuðust ránsmenn og víkingar, af ýmsum þjóðum, trúarbrögðum og tungumál- um, sem óþarfi er að lýsa, þó mörg skilríki séu til um lífemi þeirra og framferði. Um æfi Péturs á þessu tímabili eru mörg gögn til enn, yfrið nákvæm, sem sýna að hann var að- gerðahægur fyrst í stað, leitaði ekki eftir að komast burt til Frakklands eða Hollands, held- ur lét misseri líða svo, að ekki varð af fram- kvæmdum. Hann var útlagi að vísu, stroku- þræll að lögum og allir hans félagar og áttu ekki afturkvæmt til síns heimalands. Þó mun það ekki aftrað hafa Pétri, heldur er svo að skilja, að hann var haldinn af hugarangri þeirra, sem þrá það sem þeir sjá engin ráð til að ná. Arabella Bishop var það sem hann þráði. Af henni hlaut hann að missa, ef hann fór útlagi í annari heimsálfu. Þá var hinn kosturinn, að reyna sjóinn, sem er allra vinur, og einkum iþeirra, sem mannfélagið amast við. Þangað Ihafði hann leitað, þegar útþráin knúði hann, heiman og æfintýra löngunin, lært þau brögð sem þá tíðkuðust í sjóhernaði og því er ekki að undra, að hann freistaðist þangað. Sú freistni stafaði ekki eingöngu frá þeim fríhuga fjörmönnum, sem hann hitti í vínstofum hins vand staðar Tortuga, heldur líka frá Ogeron. Ef svaðalegir, tálfullir hrottar eggja mann til verka, þá kann hann að sjá að þau eru ekki fýsileg, en ef kænn og kurtieis maður, mið- aldra, hæruskotinn, ýtir undir hann, og ef hinn sami álízt vera fulltrúi hins franska kóngs, þá má vera að manni virðist víking virðuleg atvinna, með yfirvaldanna samþykki og atibeina framin, og opinber starfsemi að vissu leyti. Enn er þess að geta, að félagar Bloods, sem flúðu með honum frá Barbados, þóttust ekkert athvarf eiga og iekki hafa í annað hús að venda, en ganga í fóstibræðralag við vík- inga, en svo nefndu þeir sjálfir samtök sín. Þeir gengu eftir Pétri, að koma í félagsskapinn og sóttu fast, að hann héldi þeirri foringja stöðu, sem þeir höfðu veitt honum frá upp- hafi, og hétu honum fullum trúnaði og öruggu fylgi til hvers sem hann vildi stjórna þeim. Og svo lét hann undan á endanum og gaf sig forlögunum á vald. Sjálfur hafði hann þar um rómverskra máltæki (fata viam in- veniunt), sem oft hittist í norrænna manna ritum: Ekki má sköpum renna eða að auðna skuli ráða. Það sem ihélt í hann svona lengi, held eg hafi verið hugsunin um Aralbella Bishop. Að þau ættu aldrei að ná sarnan, lá ekki þungt á honum, til að byrja með, og að vísu aldreL Hann gerði sér í hug ógeð hennar og fyrir- litning, þegar hún frétti að hann væri lagstur í víking, og sú fyrirlitning, þó Ihvergi væri þá til annarsstaðar en í ímyndun hans, angraði hann rétt eins og raunveruleg væri. Og jafn- vel þegar hann yfirvann þá tilhugsun, þá hugsaði hann æfinlega til hennar. Og þar koma, að hann hét því fastlega með sjálfum sér að hugsunin um hana skyldi aldrei yfirgefa sig, heldur skyldi hún hjálpa honum til að vera eins dhengilegur og vera mætti í þeirri hroðalegu atvinnu, sem fyrir honum lá. Svo- leiðis kom það til, að þó að hann gerði sér engar tálvonir um að eignast hana sjálfur, né jafnvel um að sjá hana nokkumtíma aftur, þá hélzt endurminningin um hana æfinlega í Sál hans, Ibeizk og sæt, og verkaði stöðugt að hreinsun hennar. iSú ást sem fær hvorki svar né fullnægju verður manni oftlega leiðbeinandi sjónarmið. En þegar hann hafði ráðið hvað gera skyldi, lét hann taka ósleitilega til verka. — Ogeron, allra landstjóra greiðugastur, lánaði honúm það sem þurfti til að gera út Cinco Lagas til herferðar, en það skip skírði Pétur um og nefndi AraJbella, með hálfu-m huga samt, fanst það ibera fullljósan vott um hvað honum bjó í brjósti, en félagar hans, sem könnuðust vel við nafnið hugðu það stafa frá háði for- ingja síns, sem altaf var grunt á. Þar næst valdi hann um sex tugi manna úr víkingum sem fyrir voru, irneð góðri igreind og aðgætni, sem honum var trúandi til, því að hann kunni vel menn að þekkja, gerði við þá þann samn-. ing sem venjulegur var með þeim fóstbræðr- um, að hver skyldi fá vissan hlut af fengn-um, en þó með þeim aflbrigðum, að á Arabella skyldi einn ráða og hinir hlýða skilyrðislaust honum og þeim sem kosnir yrðu til að ráða með honum. Á öðrum víkingaskipum var sið- ur, að allir réðu en enginn hlýddi nema því sem honum sýndist og hann var neyddur til, en á Arabella var enginn ráðinn nema með því móti að hann ihlýddi skipunum foringjans. Nú þegar stormatíðin var yfirstaðin, lagði hann upp í leiðangur í ársbyrjun og kom aftur um vorið eftir mörg fésöm æfintýr, sem segja mætti um langa sögu. Þeir börðust vlð spánskt skip og unnu það, síðan sátu þeir fyrir þeim skipum sem flytja skyldu perlur til Spán- ar, báru hærra hlut og eignuðust afar dýrmætt herfang og loks lögðu þeir að landi og æði- langan veg til leinnar gullnámu Spánskra og rændu því gulli sem þeir náðu, en sú ferð þótti dirfskufull og nálega ótrúleg. Það sumar, meðan Arabella var búin til nýrrar ferðar, því að hún hafði ekki sloppið áverkalaust, flaug fréttin um þessa ferð um vesturhöfin og svo fór að lokum, að sendiherra Spánverja við ensku hirðina flutti þar kröftug og beizk mót- mæli en fékk þau svör, að þessi skipherra Blood ihefði ekkert umlboð hins brezka kóngs til ihernaðar, heldur væri hann útlægur upp- hlaupsseggur og strokuþræll og hvað sem katólsku hátigninni þóknaðist við hann að gera, léti hans hátign Jakob II sér vel líka. Flotaforingi Spánverja í vesturhöfum fékk hié sanna að vita af bróðursyni sínum, Este- ban, og þar skorti ekki hef-ndarhug og stórar hótanir, sem voru ekki lagðar í lágina, heldur fluttar til Tortuga til eyrna Péturs. En þær lét hann ekki á sig fá nema til að herða ihugann gegn því sem þá var nefndur yfir- gangur Spánverja og einokun á fríðindum hins nýja heims. H-ann kaus að hefna sín á Spánverjum fyrir þau rangindi sem hann þótt- ist hafa þolað af mannfélaginu, og var það siður í þann táð, að mikla sem mest grimd Spánverjánna, slægð og ágirnd. Nú var það -einn dag, er þeir sátu í staupa- búð saman, iBlood, Hagstorpe og Ogle, við romm og tóbaks bruna, að maður gekk að þeim, kraftalegur, hár og hvatlegur, sá hafði liðaða lokka, síða og hrafnsvarta og gullhringi í eyrna sneplum, hann var í treyju úr dökk- bláu silkiflosi, gullsaumaðri, með hárauðu belti, fetbreiðu og sverð við hlið, hann hafði amamef og svört*augu, fríður maður og þó svakalegur. Hann studdi hendi á meðalkafla sverðs síns, á henni var gullbaugur með gló- andi gimsteini, afarstórum, og þó var) höndin meðallagi hrein. Þessi mikli bokki lávarp- aði Pétur á frönsku og spurði hvort hann væri sá, sem þeir köluðu Don Pedro Le iSange (herra Pétur blóð). I’ Sikipherrann tók út úr sér pípuna og seg- ir: “Eg heiti Peter Blood. Spánverjar nefna mig Don Pedro Sangre og þeir frönsku mega kalla mig Le Sange, ef þeir vilja. “Gott,” sagði skarthéðinn á ensku, tók stól og settist óboðinn við iborð þeirra. “Eg heiti Levasseur. Þið hafið líklega heyrt mín getið.” Hann var alþektur, nýkominn til hafnar á víkinga skipi sínu með tuttugu fállbyssum og skipshöfn sem hafði flúið undan ofríki Spán- verja í ýmsum stöðum og hataði þá beizklega. Ferð þeirra hin síðasta hafði orðið alt annað en fésöm, en meira þurfti til en það, til að draga úr sjálfsáliti þess gífurlega ofláta. Hann var í miklu áliti cmeðal Víbinga fyrir harðfengi til hvers gem þreyta skyldir, ránferðir, drykkjur eða áhættuspO. Hann var þar að auki mesta kvennagull. Af einhverju sem sá vígalegi of- látungur hafði við sig, varð öllum konum und- arlegt dátt. Ekki undraði það skipherrann Blood, að sá hávaðamaður grdbbaði af kvenna- lánd sínu, heldur hitt, að orð lék á, að Ihann tæki varla ofmikið af. Það var jafnvel talað, að dóttir landstjórans, Mademoiselle Oigeron hiefði heillast af hans trylta aðdráttar afli og að Lavasseur hefði gerst svo djarfur, að biðja hennar en verið vísað á dyr af föður meyjar- innar. Þá varð biðillinn reiður og hét því að stúlkan skyldi verða konan sín, hvað sem allir feður segðu, í ölluim kristnum löndum, og að monsieur Ogeron skyldi iðrast sárlega þeirrar svívirðingar sem hann hefði gert honum. Þetta var maðurinn sem settist óboðinn hjá Blood og hans félögum og bauð honum fygld sína með öllum þeim afla sem han-n átti yfir að ráða, ef hann vildi fara ránsferð tiii hins auðuga staðar Maracaybo á meginland- inu. Til þess þyrfti ekki minna en sex hundr- uð manna, og með því að svo margir urðu ekki fluttir á þeim tveim skipum, sem þeir áttu fyrír að ráða, þá var það tillaga hans, að þeir héldu í víking að afla sér skipa með þessu augnamiði. Skipherranum Blood þótti þessi tillaga djarfleg og tí'k þeim áræðismanni, það hlaut hann að játa, þó að honum félli maðurinn alt annað en vel í geð og þekti hannj af afspurn að ofsa og lóhemjulegum hryðjuverkum, því var hann ófús til sambands við hann, en þeg- ar frá leið lét hann að fortölum Hagthorpes og Wolverstones, og innan viku voru samn- ingar gerðir og samþyktir eftir venju víkinga, af foríngjunum og nokkrum öðrum, sem skips- hafnir ikusu til. Það var f samningum þeirra, að ef skipin yrðu viðskila, þá skyldi sú skips- höfn, sem aflaði herfangs hafa þrjá hluta en hin tvo, en allan afla skyldi til hlutskiftis leggja og hver og einn fá þann Ihlu-t sem honum bæri úr skiftum. En ef nokkur drægi sér af óskiftu, þá skyldi þann hengja, hversu Mtils vdrði sem þýfið væri. Þegar þetta var ráðið, bjuggu þeir skip sín sem hraðast og fastréðu burtfarardaginn. Áður len að því kom, vildi Levasseur kveðja stúlkuna rækilega, sem hann þá leitaði ásta við, -og klifraði í því skyni upp eftir veggjum kastalans, sem landstjórinn bjó í. En þar voru menn á verði og skutu á hann, svo að hann varð frá að hverfa og hét því, að hann skyldi beita öðrum sterkari ráðum, þegar hann kæmi næst. Daginn eftir lét Blood róa með sig að skipi hans, sem hann hafði skírt La Foudre (þruma), eftir sínum ofláta hætti. Hann kallaði Blood aðmírálinn sinn í háði, tók honum ágæta vel og setti hann við veizlu í lyftingunni. Erindi Bloods var að fastráða hvar þeir skyldu hittast, ef þeir iyrðu viðskila, og varð isú niðurstaðan, að þeir skyldu leita aftur til Tortuga, jafnskjótt og því mætti við koma og hefja þaðan samflot á ný. Þann dag allan drukku þeir til kvelds en er þeir skildu, reyndi Levasseur að ljúka því elsku- fulla erindi, sem fyr var sagt, en Blood lét flytja sig aftur til Arabella, þar sem hún blik- aði rauðum húfi og gyltum skotportum við ! kveldroðanum. Honum var dálítið skapþungt, eg gat þess að hann kynni vel menn að þekkja og viðkynning hans við þennan nýja félaga gaf honum grun, sem hann gat ekki losað sig við. Þegar hann steig á skip sitt, varð Wolverstone fyrir honum og til hans talaði hann svo: “Það varst þú, hrappur, sem talaðir mig uppí að ganga í samtökin og það kemur mér á óvart, ef nokkuð gott leiðir af þeim.” Sá eineygði risi hvesti augað og skaut fram digurri höku: “Við snúum þann hund úr hálsliðunum ef hann sýnir sig í svikum.” “Það skulum við gera — ef við erum til staðar þegar þar að kemur.” Þar með lét hann því máli lokið. “Við siglum á stað með út- falli á morgun,” bætti hann við og gekk til svefns í lyftingu. / XIV. Kapítuli Herðibrögð. Svo sem stundu fyrir dagmál daginn eftir, nokkru áður en komið var að flóði, lagði imaður bátikríli að víkingaskipinu La Foudre, festi skal sína við stiga og stiklaði upp á þiljur, bann var kynblendingur, í brókum úr ósútuðu skinni, órökuðu, með rauða voð í stað treyju, og hafði meðferðis bréfmiða til skipherrans Levasseur, en sá miði var mikið kvolaður og útataður af viðkomu við bréfberann og var á þessa leið: “Minn heitti elskaði, — eg ier í hollenzka skipinu Jongvrou, sem nú er að fara. Minn grimmi faðir sendiir mig til Norðurálfu ásamt bróður mínum, til að stía okkur sundur um aldur og æfi. Eg bið þig og grátbæni að hjálpa mér. Bjargaðu mér, mín heitt elskaða hetja! Þín til dauðans hrygga Madeleine, sem elskar þig.” iSú heitt elskaða hetja varð öll í uppnámi af svona stríðu og elskufullu ákalli. Hann lét brýr síga og hvesti augun á höfnina en er hann sá ekki hið hollenzka skip, sem hann vissi, að verið hafði í brottbúningi til Am- sterdam, þá grenjaði hann upp yfir sig. Indi- áninn benti til hafs og þar sá á siglutoppa hins hollenzka skips úti fyrir tanga,. freyðandi af brimi, sem girti höfnina utanverða. “Þarna hún fer,” sagði kynblendingur. Sá franski mændi á skipið litla stund, hvítur í framan og misti stjórn á skapi sínu. “Og hvað hefir þú verið að dunda allan þenn- an tiíma? Svaraðu mér!” Kynblendingnum brá við þau reiðilæti svo að hann kom ekki upp svarinu, ef hann hafði nokkuð. Levasseur tók fyrir kverkar hans, kyrkti hann og fleygði honum af hendi, höf- uðið á honum skall í borðstokkinn ogj svo lá hann hreyfingarlaus en blóð rann af vitum hans. Levasseur strauk lófana, líkt og hann vildi dusta ryk af þeim og kallaði til tveggja háseta: “Fleygið þessu taði í sjóinn,” síðan kvaddi hann skipshöfn til verka, að toga akkeri og segl og hal-da burt sem snarast eftir þeim hollenzka. Þá igekk til hans sá sem var honum næst- ur að völdum, er hét Cahusac, maður þrek- legur, bjúgleggjaður og ibreiðleitur og alveg tilfinningarlaus, og segir: “Hægan, skipstjóri. Hvað stendur til?” að glitti í tennurnar. Blood hafði fundið með um gífuryrðum: “Hollenzkt sbip,” sagði Cahusac og hristi höfuðið. “Það má ekki.” “Hver rækallinn bannar okkur?” . “Fyrst og fremst er skipshöfnin ekkert áfram um það og í annan stað er Blood skip- Ihema.” “Mér er rétt sama um Blood . . .” “Það tjáir ekki, hann hefir fleiri menn og stærri byssur og ef eg þekki hann rétt, þá er honum að mæta, ef við sláumst upp á hollenzka.” “Á?” sagði Levasseur og brá grönum svo það sýndi sig nú. Hann vissi að Blood léti honum afl til ímyndunar og undanbragða og það sýndi sig nú. Hann vissiað Blood léti aldrei viðgangast að hollenzkum væri mein- gert í sinni viðurvist, en þetta mætti vel gera að honum fjarverandi og ef það væri fram far- ið, gæti hann ekki að gert og yrði að láta svo búið standa. Því lét hann vinda upp segl og akkeri og sigldi af stað og er Blood sá það, lét hann gera hið sama og sigldi á eftir honum, þó hann furðaði sig á, hvað til kæmi að hinn lagði upp áður en kom að umtöluðum tíma.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.