Alþýðublaðið - 12.05.1960, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 12.05.1960, Qupperneq 11
Að leika eins og Lawton XVII. Leikur bakvarðanna LEIKUR góðs bakvarðar og gildi hans fyrir lið sitt er slunginn mörgum þáttum. Kemur þar til greina m. a. ör- yggi í staðsetningum og send- ingum — þá, hvernig hann ,.hreinsar frá“ þegar hart er ag honum sótt og loks, síðast en ekki sízt, samvinna hans við markvörðinn, framverð- ina og miðframvörðinn. Eins og knattspyrnan er nú leikin, er það mikið atriði að bakvörðurinn valdi útherja andstæðinganna, og helzt ef þess er kostur, „taki hann úr umferð“. Því takist að þrengja svo að kosti útherjans, að wwwwwwwwwwwww Kastar Svn 90 m.? SÆNSKI spjótkastarinn Knut Fredriksson, sem oftast er kallaður Favör- Fredrik, a. m. k. af Svíum, hefur æft vel í vetur.. — Þjálfarinn Gustaf Laurell er mjög bjartsýnn um ár- angu hans í sumar og seg- ir, að Favör geti kastað spjótinu 90 m.! tMMWmWttWMMMMMUMM hann neyðist til að halda sig sem mest út við hliðarlínu sína, er hættan af honum hverfandi fyrir vörnina. En fái útherjinn hins vegar tæki- færi til að nálgast markið snið hallt, þ. e. skáskera sig að því inná völlinn, er hætta á ferð- um, og er þá allt undir vi'ð- bragðsflýti og staðsetningu varnarinnar í heild komið hvort vel tekst til að bægja hættunni frá eða illa fer. Sé fast kreppt að bakverð- inum á hann ekki að skoða hug sinn lengi um að senda markverði knöttinn eða spyrna honum útaf. En útaf- spyrnu, einkum þó þá, sem gefur mótherjanum horn- spyrnu, þ. e. spyrna út fyrir endamötk, skal hann ekki gera nema í hinni ýtrustu neyð, þ. e. þegar mark verður ekki umflúið með öðrum hætti, að dómi hans. í 9 af hverjum 10 tilfellum á það að vera mögulegt fyrir snjall- an bakvörð að senda knöttinn til útvarðar síns — eða það sem enn betra er, til útherja síns. Fyrir hvern leik ættir þú að ræða skipulagið við út- vörð þinn. Segðu honum að vera alltaf viðbúinn að taka á móti sendingu frá þér, hvort heldur er með spýrnu eða skalla, svo hann sé ætíð reiðubúinn til að framlengja slíka sendingu, sem gæti orð ið upphaf að góðri sókn. Reyndu að koma í veg fyr- ir að fram hjá þér verði kom- izt -— þó að þú hafir verið settur úr jafnvægi og erfitt sé um vik, þar sem þér undir slíkum krinkumstæðum, nýt- ist aðeins annar fóturinn. En í slíka aðstöðu komast bak- verðir gjarnan í leik. Gerðu þér grein fyrir orsökum þessa, og reyndu svo á grundvelli þeirra athugana, að koma í veg fyrir að unnt sé að setja þig úr jafnvægi. Þó ég hér gerist talsmaður þess, að bakvörðurinn eigi að valda útherja andstæðing- anna, á ég ekki við það, að hann haldi sig þétt við hann allan leikinn, víki ekki frá honum. Heldur það að bak- vörðurinn eigi að staðsetja sig þannig, með tilliti til út- herjans, að hann geti alltaf í tíma valdað hann svo, að möguleikar hans séu meiri en útherjans til að ná knettinum. Vertu fljótur að staðsetja þig og gættu þess að vera allt- af á hreyfingu, svo að þú sért ætíð öruggur um að geta náð til knattarins, þegar hann er sendur til „þíns útherja . ..“, þ. e. þess útherja mótstöðu- mannanna, sem þú átt að gæta. Við innvarp frá mótherja áttu að staðsetja þig að baki útherjans, sem þú valdir, en gættu þess að verða aldrei fyrir framan hann. Þá verður knettinum varpað yfir þig. Ef lið þitt á innvarpið skaltu ekki skipta þér af út- herjanum -— láttu honum eft- ir að gera sér grein fyrir að- stöðunni — og oftast muntu þá vera óvaldaður sjálfur og þannig hafa góða aðstöðu til að veita knettinum viðtöku og nýta tækifærið sem bezt, liði þínu í hag. Vertu ekki hræddur við að fara alla ieið yfir miðlínuna, ef þú ert öruggur um að mæta knettinum þar. 'Vertu heldur ekki hræddur við að senda knöttinn með langsendingu inn á miðbik vallarins, ef þar er opið svæði — sé miðherji þinn sprettharður getur slík langsending auðveldlega ork- að því, að vörn mótherjanna opnist og að mark verði skor- að. Staðsetningarleikni, hæfi- leiki til að taka á móti knett- inum og samleikur við félag- ana í vörninni, er það sem sker úr um, hvort unnt sé að tala um „fyrsta flokks bak- vörð“. ungmennasamband Skagafjarðar átti 50 ára afmæli í síð:asta mánuði og hélt upp á það með hófi 7. maí sl. Við það tækifæri sæmdi forseti ÍSÍ, Benedikt G. Wáge, formann UMSS, Guðjón Ingimundarson, þjónustu- merki ÍSÍ. Myndin er tek- in við það tækifæri. Guð- jón hefur verið formaður UMSS í 16 ár. Ljósm. Stef /jbróttamenn undir smásjá: örgvin Hólm ÍR Á MEISTRARMOTI íslands í frjálsum íþrótt- um 1954 keppti algjör ný- liði í spjótkasti. Nýliiðij þessi, Björgvin Hólm, — vakti strax athygli. Hann kastaði spjótinu 53,02 m. í þessari fyirstu keppni sinni, sem þótti mjög gott og athyglisverður árang- ur. í ógildu kasti náði hann meiia að segja 54.70 metra. Björgvin Hólm er fædd- ur í Reykjavík 19. nóvem- 'ber 1934, sonur hjónanna Sigurlaugar og Friðbjarn- ar Hólm. Hann hefur haft mikinn áhuga á íþróttum. Sú grein, sem Björgvin lagði mesta stund á í upp- hafi var spjótkast, — en fljótt kom í ljós, að-Jiann var fjölhæfur mjög, gat bæði kastað, hlaupið og stokkið með góðum ár- angri. Það var þó ekki fyrr en 1956, sem hann keppti fyrst í fjölþrautum og náði þá strax ágætum árangri, sem sífellt hefur batnað síðan. Hann hlaut 2621 stig í fimmtarþraut og 5380 stig í tugþraut í fyrstu tilraun. A þessu Olympíuári, er Björgvin sennilega ein af okkar stærstu vonum, því að hann hefur nú þegar náð frábærum árangri, þó að keppnistímabilið sé varla byrjað. Hann vant- aði t. d. aðeins 4 stig á Is- landsmet sitt í fimmtar- þraut á innanfélagsmóti í vikunni og það afrek er 96 stigurn lakara en Norð- urlandametið. Margir bú- azt við því, að Björgvin bæti íslandsmet Arnar Clausen í tugþraut á þessu sumri og hljóti meira ea 7000 stig. Bezti árangur Björgvins í einstökum greinum: 100 m.: 11,1 sek. 200 m.: 23,0 sek. 400tm.: 51,7 sek. 1500 m.: 4:30,6 mín. 110 m. gr.: 14,9 sek. 400 m. gr.: 55,4 sek. Kúluvarp: 14,01 m. Kringlukast 45,60 m. Spjótkast: 58,75 m. Langstökk: 6,97 m. Hástökk: 1,75 m. Þrístökk: 14,18 m. Stangarstökk; 3,52 m. Fimmtarþraut: 3206 st. Tugþraut: 6456 stig. Akranes-Rvík í kvöld án B. Pedersen. í KVÖLD kl. 8,30 hefst bæj> arkeppni í knattspyrnu milli Akraness og Reykjavíkur á Melavellinum. Keppni þessi hefur ávallt þótt mikill íþrótta- viðburður og þó að lið Akra- ness vanti margar af sínum stjörnum, sem áður léku með liðinu, er ekki að efa að leikur- inn verður skemmtilegur. — Áður en aðalleikurinn hefst fer fram leikur í 4. flokki. illllflIlllllllllllllllllMilllllllllliliilliliiiliiiiiiiiiiiiniiiiir Á INNANFÉLAGSMÓTI Ár- manns í gær sigraði Friðrik Guðmundsson *í sleggjukasti, 7,65 m, Þárður B. Sig. 47,27 m og Birgir Guðj. 43,03. Friðrik sigraði einnig í kringlukasti. /jbróttafréitir í STUfTU MÁLI ENSKA I. deildarliðið As- ton Villa er nú statt í Svíþjóð og mun Ieika þar nokkra leiki. PORTÚGAL sigraði Júgó- slava í Lissabon með 2:1 í 1:0). — Eintracht sigraði Glasgcw Rangers í undanúrslitum Ev- rópukeppninnar með 6:3. Leik urinn fór fram í Glasgow. I úrslitum verða því eintracht og Real Madiid. Alþýðublaðið -— 12. maí l960 H

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.