Heimskringla - 03.06.1936, Side 4

Heimskringla - 03.06.1936, Side 4
4. SIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. JÚNÍ, 1936 ®cirnskrin0l«i (StofnuB 1S8S) Kemur iít á hverjum miSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. SS3 og SS5 Sargent Avenue, Winnipeg Talrímin 86 537 VerB blaSsins er $3.00 árgangurinn borgtat fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. [Jll viðskifta bréf blaSinu aðlútandi sendtat: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift Ul riUtjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., WinnApeg "Heimskringia” is publtaiwd and printed by THE VIKINO PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Mam. Telopbone: 86 837 WINNIPEG, 3. JÚNÍ, 1936 NÝTT FJÁRMÁLAHNEYKSLI? Manitoba-fylki hefir lengi verið frægt út á við fyrir hvítfiskinn úr Winnipeg- vatni og hveitið sem ræktað er milli Em- erson, Brandon og Portage La Prairie. Nú lítur þó svo út, sem það eigi eftir að verða enn viðkunnara fyrir annað. Mönnum mun lengi verða í fersku minni fylkisbanka hneykslið, háskóla- sjóðsránið og þjófnaðurinn úr hirzlu fjái^- málaráðherra Brackenstjómarinnar. — Meðferð háskólafjársins vakti að minsta kosti hneyksli víðar en frægð hvítfisks- ins og hveitisins hafði flogið. Hvemig á því stóð, er auðsætt. Þó það verði ekki sagt, að menn yfirleitt séu neitt gleypu- girntir fyrir mentun, er almennings-álitið það, að fræðslumál séu mikilsverð. Og við hag mentastofnana, verður ekki hrófl- að, nema með eftirsjá. En ef satt er um braskið sem sagt e,r að hafi átt sér stað við lokræsisgerðina í Winnipeg og hreyft var síðast liðna viku, er ekki að sjá, að fjárhneykslismálunum sé hér lokið. Ef sú meðferð fjárins sem dr. Howden heldur fram og sem var til þessa starfs veitt í atvinnubótaskyni, reynist sönn, má segja, að hér lifi enn glatt í kolunum. Að einn maður dragi sér fé svo að nemur einum fjórða úr miljón við að gera tveggja mílna langt lokræsi, er að kasta fénu til atvinnubóta á glæ. Það mun láta mjög nærri, að helmingi fleiri atvinnuleysingjar hefðu átt að hafa fjár- ins not, en raun var á, ef alt hefði verið með feldu og ekkert brask hefði átt sér stað. f>að er meiri fúlgan, sem stjórn- irnar verða að leggja fram til þess að afla öllum atvinnu með því að einstakir menn hrif'si helming fjárins í sínar hendur. Mr. Queen borgarstjóri neitar að þetta hafi getað átt sér stað, og væri betur að svo væri. En dr. Howden heldur fram á sambandsþinginu, að hann fari með satt mál ,sem er býsna alvarleg ákæra og naumast er hægt að gera sér í hug, að sé flutt án þess, að hann sé sannfærður um, að alt sé eins og hann sjálfur segir “sub- stantially right”, eða nærri sanni. Og þegar þetta er skrifað, eru síðustu fréttimar frá Ottawa þær, að sambands- stjómin hafi neitað, að leggja fram fé til lokræsisgerðarinnar, fyr en málið sé rannsakað. Skal forsætisráðherra það ti] inntekta reiknað, eins ílt og til þess er að vita, að til slíks þurfi upp af'tur og aftur að koma í sanmibandi við störf þau, er þessi bær og þetta fylki, hafa eftirlit með og 'bera fulla ábyrgð á. Fyrverandi for- sætisráðherra var til hins sama knúður, er samkomuhöllin mikla (auditorium), var hér í smíðum. Ef þessu heldur hér áfram, fer fylkið að verða víðkunnugt fyrir það. Og því fylgir ekki aðeins óhugur til þess frá þeim, sem í fjarlægð búa, heldur hefir það slæm og lamandi siðferðisleg áhrif á íbúana sjálfa. Það skapar það almenn- ingsálit, sem kærulaust er fyrir hvað rétt er eða rangt. Menn venjast spillingunni. Það er auðlærð ill danska. Þetta fer í alveg öfuga átt við alt sem menn vænta af vaxandi menningu. Og úr því að sjálfar stjómirnar virðast hugsun- arlausar um hvert stefnir, er ekki tiltöku- mál, þó einstaklingamir væru það. Eftir höfðinu dansa limimir. Vér höfum tekið eftir því, og oss til undrunar, að hvorugt dagblað þessa bæj- ar og fylkis, hef'ir skrifað orð um þetta síðasta fjármálahneyksli hér í ritstjómar- dálka sína. Það er engu líkara, en að þau líti á það, sem hvert annað lítilræði, og það hafi engar beinar eða óbeinar, vondar eða góðar, afleiðingar í för með sér. Svona grafa villur í hvaða mynd sem þær birtast um sig. Þær fara jafnvel fram hjá þeim, sem á verði standa fyrir peim, eins og ætla má, að sé tilganguc blaðanna. En þetta er ekki í eina skiftið, sem þessi “stórveldi” í þjóðfélaginu hafa eins og fleiri stofnanir þess, brugðist köllun sinni. Þegar hin hneykslismálin, sem á er minst hér að framan, voru á döfinni, höfðu þessi blöð undurlítið lærdómsríkt frá siðferðislegu sjónarmiði um þau að segja. Fylkisbankahneykslið vörðu t. d. bæði blöðin. Það var nú ef til vill ekki mótvon að flokksblað Bracken-stjórn- arinnar gerði það. En það skrítna var, að hitt blaðið, sem var óháð, gerði það engu að síður. Það var ekkert athuga- vert við það í augum þess blaðs, að nota fé einstaklinga í þjóðfélaginu, sem stjórn- inni var trúað fyrir, á þann hátt, að eyða því án þess að gefa eigendum þess nokkra trygging fyrir því. Og þetta sama blað gekk svo langt, að það kendi Bennett- stjórninni um, að bankinn steyptist koll- hnýs, alveg eins og sambandsstjórnin hefði eytt fénu. Blaðið horfði að vísu í hvílík hneisa þetta var fyrir fylkið, en það fór vitlausa leið að því, að hreinsa fylkið af vanvirðunni með því, að telja lesend- um sínum trú um, að fjáróreiðan hjá fylkisstjórninni væri ekkert, sem aðfinslu- vert væri. Þó tvöfalt meira fé hefði verið lánað eða gefið fylkisbankanum, en hann þurfti með, (en hann þurfti um 8 miljón- ir) hefði það að h'kindum ekkert bætt úr skák, eins lengi og stjórn hans var í höndum Bracken-stjórnarinnar. Bank- anum hefði aldrei verið treyst eftir það. Fylkisstjómin hefir síðan bankinn hrundi eigi síður þurft á peningum að halda, en áður. Ef gera má ráð fyrir að blöð hafi áhrif á almenningsálitið og skapi það að ein- hverju leyti, er ekki á því að furða, þó það fari stundum vilt vegar hér, er litið er á afstöðu áminstra blaða í nálega hverju opinberu hneykslismáll, sem hér hefir orðið uppskátt. Þau draga ekki aðeins fjöður yfir sjálfan ó- sóman með framkomu sinni, heldur beina almennigsálitinu inn á þær brautir, sem stuðla að því, að firnin haldi áfram átölu- laust. Vér heyrum örfáa menn, sem vér eigum tal við daglega, líta með nokkurri alvöru á þessi opinberu hneyksli, sem á hefir verið minst. Menn láta sig það yfirleitt Mtið skifta á hverju syngur. Ef menn væru sér þess meðvitandi, að heill og hagur hvers þjóðfélags, er meira undir því kominn, hvað heiLbrigt almenn- ingsálitið er en nokkru öðru, mundi ekki hver svívirðingin reka aðra í opinberu at- hafnalífi þessa fylkis eins og raun er á Velferð þjóðfélagsins hvílir á því hvert viðhorf almennings er til þeirra hugsjóna, sem til þroska og menningar benda. Það ríður ekki sízt á að meðvitund manna sé glögg fyrir þessu í lýðræðislöndunum, þar sem einstaklingsfrelsið og mannrétt- indin eru mest, og þjóðfélagsskyldan og ábyrgðin er meiri, en þar sem við einræði er að búa. Menn hafa oft furðað sig á því, í hverju þessi eining, sem einkennir svo mjög þjóðlíf Breta, sé fólgin. Hún á eflaust rætur að rekja til almenningsálitsins, sem óvíða eða hvergi mun heilbrigðara og magnaðra en á Bretlandi. Það má nærri því segja, að almenningsálitið ráði þar lögum og lofum. Hvað sem út af ber í stjórn þar, lætur það til sín heyra. — Skömmu eftir að Baldwin-stjóirnin á Bretlandi er komin til valda í haust, gerir hún axarskaft í utanríkismálunum að dómi almennings. Og almenningsálitið lét þá svo til sín taka, að við sjálft lá, að stjórnin, sem kosin var með geysi-miklum meiri hluta, var að því komin, að steypa stömpum og flaut aðeins með því að reka ráðgjafa sinn frá völdum. Þó ekki sé ár enn liðið frá kosningu hennar, hefir hún af sömu ástæðum, eða vegna heil- brigðs, voldugs almennings-álits, orðið að reka þrjá ráðgjafa sína. Stjórninni eða einstaklingum í ráðuneyti hennar hefir ekki leyfst að halda neinu því uppi, sem almenningur hefir skoðað gagnstætt þvi sem til grundvallar liggur sannri sið- menningu, eftir hans skilningi. Þegar almenningur í þessu landi er ein- huga um eitthvað, er það hér um bil æfinlega einhver vltleysa. Þjóðlíf þessa fylkis er að vísu fáment. En íbúar !þess eru margir af ágætustu þjóðstofnum komnir. Þeim ætti ekki að standa á sama um að fylkið verði víð- kunnara fyrir fjárglæfra en fyrir það sem til siðmenningar heyrir. HVí ÓTTAST TRÚIN VÍSINDI? (Eftir Harry A. lOverstreet, háskóla- kennara í New York) Trúin, ef hún á að vera nokkursi virði til vísindasinnaðra manna, verður að vera laus við töfra (magic). Hún verður að Íáta einstaklingnum í té réttinn til að trúa því, að einlæg hugsun fái sín laun Ineð auknum skilningi, sem geti orðiö honum til leiðbeiningar á lífsleiðinni. En hvað er lífið? Eftir mínum skiln- ingi er það eitthvað óendanlega fínt og brothætt sem komið er utan úr myrkri ó- Vissunnar og er innan fárra ára áskapað að hverfa þangað aftur. (Eg segi óviss- unnar, en eg á ekki við með því, að aldrei geti fengist vissa um það). Og á þessum fáu árum, skiftast á fegurð og það sem er Ijótt. Eg veit það mikið, að eg á að gerá alt sem eg get til að fjölga þeim augnablikum, sem bregða upp fyrir mér fegurðinni, en fækka hínum, sem sýna mér og öðrum það ljóta. Og er trú manna annað en það? Hvers annars þörfnumst vér en að leita hins sanna, fagra og góða? En nábúi minn, sem er hestur í bók- legum fræðum, brosir kaldhæðnislega að þessari bjartsýni minni, sem hann svo kallar. Hann segir mér, að) lífið sé blá- köld alvara og sé þess utan grimt og ljótt. Hann bendir mér á græðgi og dýrslega villimensku. Og um vísindin og alheim- inn, segir hann og bandar til mín með hendinni: Vísindin, vinur minn, munu senn rífa niður allar þínar fögru skýja- iborgir, því þau segja oss, að allur heim- urinn verði með tíð og tíma að guðdóm- lega fagurri mergð af hafísjökum stráð- um um heiminn. Alheimurinn gefur ekki puntstrá fyrir þennan nýja þrenningar- boðskap þinn um það sanna, góða og fagra.” Vel og gott; eg held áfram að athuga þetta sem “vísindin segja”. Og þá upp- götva eg nokkuð. Alt sem þar er sagt, áhrærir hinn efnislega heim. Það minnir t. d. á það að borðiið sem eg sit við hugsi ekki. Það hefir éngin áhrif á skoðanir mínar af því eg hafði aldrei gert mér neina hugmynd um að borðið hugsaði. En eg er heldur ekkert hissa á hinu, sem eg kemst þar að raun um, og sem er það að í efnislega heiminum séu kraftar til, sem dvína eða dreifast. Þá fer eg til h'f- eðlisfræðdngsins. Hann fræðir mig um að það hæfa lífi og bendir á vígtennur og klær. En einnig þar uppgötva eg nokkuð. Lífeðlisfræðingarnir tala aðeins um mannins á hinum lægri stigum. Þessar vísindagreinar eiga að benda mér á það að í alheiminum styðji ekkert trú mína á það sem er satt, fagurt og gott. Og það er sánnleikur, að iþað minn- ist engin vísindagrein á það einu orði! Nú dreg eg andann róglegar aftur. Það virtist ekki góðsviti fyrir trúarlífið, þegar því var haldið fram, að vísindin hefðu veitt oss það útsýni yfir heiminn, er kvæði upp dauðadóm yfir öllu því sem við höfum heitast þráð og metið mest um vert í li'fi voru. Slík fullyrðing hefir ef- laust litið sennilega út á nítjándu öldinni, þegar svo mikið hafðii verið uppgötvað um hinn efniskenda-heim, að útlit var fyrir, að þar við yrði engu bætt. En það hefir ekki við neitt að styðjast nú, því vísindin hafa tekið þeim breytingum í svo mörgum greinum á þessum þrem tugum ára tuttugustu aldarinnar, að hin gamla skoðun eða efnishyggjan, sem hún var nefnd, er gersamlega úr sögunni. Hvað segja þá- vísindin nú? í eðlis- fræðinni, er nú ekki trúað á það lengur að efnið sé dautt, heldur sé það í þess stað magnað orku. Lífeðlisfræðin er og horfin frá þeirrí skoðun, að þróun h'fsins sé ákveðin og óumbreytanleg. Hún álít- ur lífið nú óendanlegri breytiþróun háð. Eg hefi orðið þess vís, að við lifum í heimi, sem í stað þess að vera dauður, er iðandi af lífi, sem ekki er að tortímast eða glatast heldur er að fara fram og vaxa. Og nú get eg snúið mér að vini mínum aftur og sagt: “Þessi atriði, sem eg áður hélt fram að væru traustur grundvöllur trúarskoðana minna, nefni- lega sannleikur, fegurð og kærleikur, og sem þú gerðir gys að, eru í stað þess að vera blekking eða tál, sama aflið og það er öllu þrýstir áfram í náttúrunni. Þú og eg erum í alheiminum. Við erum brot. af hinni algildu náttúru. Vilji vor að leita hins sanna, að skapa fegurð og efla kærleika, er í oss hið sama og framvind- an öll í náttúrunni. Með því að nota viljamáttinn hreyfumst vér í áttina með því, sem í alheiminum gerist. í þessu virðist mér eg hafa fundið það sem eg á við með hugtakinu í orðinu trú. Trú er það eftir mínum skilningi, sem hvetur mig 'til fullkomnunar, sem hrærir mig og ýtir mér áfrarn til starfs. Og þá veit eg að ekki er um neina blekkingu að ræða, að trúin er veruleiki, en ekki loftkastali. Þeir eru auðvitað margir, sem líta á heiminn sem tilgangslaus- an og stjórnlausan og að and- legt líf mannsins eigi ekkert sammerkt við neitt í alheimin- um. Jafnvel þó um 'tilganginn megi deila, er sannfæring mín sú, að úr því að vér erum brot af altilverunni, hljóti líf vort að eiga skilt við alheimsveruleikan ií öllum greinum og hvað sem andlegum þroska mannsins Mð- ur. Beztu vísindamenn sem nú eru uppi, viðurkenna það, að vísindastarfsemin nái enn ekki lengra en til yfirborðs hins efnislega heims. Hvað þeim öfl- um veldur, er sífelt eru að breyta og skapa, vita menn ekki um. í augum þeirra Einsteins, Eddingtons, Millikans og Hal- danes og þrátt fyrir hinar miklu raunverulegu uppgötvanir síð- ustu 300 ára, er heimurinn enn undraverðnr leyndardómur. — Þeir viðurkenna að auk hins efnalega hljóti að vera til það sem menn hugsa sér sálarlegs eðlis. Og þeir viðurkenna meira að segja, að þær dásamlegu uppgötvanir, sem þeir haf'i gert, fái þá fyrst sína fullu þýðingu, er sálarlíf æðstu veru jarðarinn- ar, mannsins, hafi verið full kannað. Með þessu opnast leiðin til meiri og fullkomnari skilnings á lífinu og tilgangi þess. Við leit- um ekki í tefiniseindunum né í einfruma lífverum að því, sem oss þykir mestu varða. Við leit- um samræmisins í náttúrunni í Mfi mannsins. Og við verðum þess veruleika varir þar, að hjá honum er sterkasta þráin fólgin í því, að ná því að verða sem fullkomnastur. Vegna þess er það, að hann er sífeldlega eirð- arlaus. Og það skapar áræðið í fari hans. Er þetta honum einum út- hlutað? Þetta kemur fram á sína vísu og á séf stað í gerv- allri náttúrunni. Það er eitt- hvað í náttúrunni, sem þrýstir öllu áfram að hærra marki. — Það er eiilíf og óendanleg fram- þróun. Lífið kviknar í dauðu efni, skynjanin í því lífræna og hugheimurinn af skynjunum mannsins. Maðurínn finnur í sér hjart- slátt alheimsins. Hann er ekki vél. Hann lifir og þroskast. Hvað er þá samiband vort við alheiminn ? Er það ekki fólgið í þessu sískapandi afli í náttúr- unni? Við getum nú sagt bók- staflegar en nokkru sinni fiyr: “í honum lifum, hrærumst og erum vér.” Við erum ibrot af alheiminum og hann er hluti af oss. Að helga sig því sem til fullkomnunar leiðir, er vor æðsta köllun. Við tilbiðjum réttilega guð í alheimsgeimi, og guð í sjálfum oss. Slík trú er ekki aðeins mögu- leg, heldur nauðsynleg. Með henni verðum við þess áskynja, að líf vort og hugsjónir eru ekki fávísleg iblekking, heldur brot af því sem er veruleiki og óend- anlega stórt. Ef fiðluspil hans Nero var eitthvað svipað f'iðluspili drengs- ins sem er að læra og heima á í næsta húsi við mig, getur ver- ið býsna vafasamt, hvort það var Nero, eða nábúar hans, sem ibrendu Róm. * * * Maðurinn: Þér verðir þó, kæra ungfrú, að játa iþað, að guð skapaði maninn, áður en hann skapaði konuna. Konan: Já, auðvitað, ein- hverju varð hann að æfa sig á, áður en hann skapaði almenni- lega manneskju. ÍSLANDS-FRÉTTIR Halldór Vilhjálmsson skólastjóri á Hvanneyri andaðist í morgun í Landa- kotsspítala eftir hálfs mánaðar legu þar, en lasinn hafði hann verið frá því á síðasta hausti. —Vísir, 12. maJ * * * Ær gengur af með dilkum sínum Bíludal, 10. maí Ær ein tvílembd, sem Guð- mundur Ólafsson í Bíldudal átti, gekk af í vetur með báðum lömnbunum. —A Var hún um tíma í klettahlíð þeirri er Skor- ur nefnast, og treystist þá eng- inn að ná henni sakir svella og annar farartálma, og var hún í fjallinu í allan vetur. Þann 27. apríl var hún sótt og er ærin mú borin og tvílembd á ný. — AMar kindurnar voru vel feitar eftir ástæðum. ¥ ¥ ¥ Mikil Selveiði við Oddbjarnar- sker og Selsker á Breiðafirði 11. maí Bændur úr Flatey og Hergils- ey veiddu um sumarmálin 58 seli, á tveim skerjum í Breiða- fiirði, þar af 34 síðasta vetrar- dag á Oddbjarnarskeri og 24 fyrsta sumardag á Selskeri í Flateyjarlöndum. Nokkru áður veiddu bændur úr sömu eyjum 22 seli í einni veiðiför, sem fyr er getið. Alls eru þetta 80 selir og muna menn ekki slíka veiði um þetta leyti árs. Selir þessir voru “lagðdr inn” eins og Breið- firðingar orða það. ¥ ¥ ¥ Frá Blönduósi Blönduósi 10. maí í gærkvöldi veiddust hér 820 tunnur smásíldar, með fyrir- drætti. Síldin óð uppi við land. Margir bílfalrmar hafa Verið seldir til skepnufóðurg fram í sveitir. Fiskafli er nokkur, en jó tregari en um sumarmálin. — Veðrátta hefir verið hlý og hag- stæð, það sem liðið er af sumri. Snjólítið er orðið og talsverð- ur gróður kominn, enda víðast búið að sleppa sauðfé. Túná- vinsla stendur nú yf'ir. Vegir eru orðnir þurrir og bílar ganga milli Vatnsskarðs og Hol,ta- vörðuheiðar.—Vísir. * * ¥ Eldingu slær niður í Loftskeytastöðina Rvík. 3. maí Töluverðar skemdir urðu á Loftskeytastöðinni í þrumu- veðrinu í gækvöldi. Laust fyrir kl. 11 í gærkvöldi gekk þrimuveður af suðri norð- ur yfir bæinn. Stóð það skamma hríð, en svo var sem alt myndi um koll keyra,, er hæst stóð. Eldinga-leiftrin tóku hvert við af öðru og á eftir komu skrugg- ur miklar, en þrjár mestar. Alt í einu kom ógurlegt haglél og voru höglin undra stór. Skýrði Veðurstofan blaðinu svo frá í nótt, að þau stærstu mundu hafa verið um l^ cm. í þvermál. Laust fyrir kl. 11 sló eldingu niður í Loftskeytastöðina með þeim ára'ngri, að loftnet brunnu niður, varinn móttökuleiðslu- þráður, allsver, kubbaðist í tætlur, rúður brotnuðu, leiðsl- ur loguðu og annar aðalsendari stöðvarinnar (langlínusendar- inn) er ónothæfur í bili vegna skemda. Einnig biluðu öll ljósa öryggi, síminn fór úr sambandi, og reginorka eldingarinnar bræddi málm, braut lampa og gerði annan slíkan usla. Þegar tíðindamaður blaðsins kom á Loftskeytastöðina í nótt. var honum skýrt frá því, að vegna þess (að millibylgjunet stöðvarinnar (aðalnetin eyði- lögðust) og tveir sendarar, væri óskemt, myndi skeytasendingar ekki stöðvast. Talið var einn- ig, að eigi myndi taka langan tíma að gera við skemdirnar. Og af þeim ástæðum, að hin stóru loftnet stöðvarinnar eru eins og nokkurskonar eldinga- vari f'yrir bæinn og ilt er að

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.