Heimskringla - 07.10.1936, Blaðsíða 3

Heimskringla - 07.10.1936, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 7. OKT. 1936 HEIMSKRINGLA 3. SlÐA plötum, ef þær eru óskemdar og hafa verið leiknar eða sungnar af merkum listamönnum, eins og oftast er, en þeir vanda sig þá jafnvel enn meir en venju- lega, og oft er sama verkið mörgum sinnum te'kið á plötur, áður en sú bezta upptaka eða plata næst. Þá er að athuga hvernig aðstaðan er hjá hlust- endunum, hvort viðtakan er truflunarlaus og tækið gott, því að ef við segjum að tónverk af plötu og í gegnum útvarp með bezta tæki geti sýnt sig í þeirri mynd, sem að helmingi til nálg- ast fullokminn luftning, þá verð- ur sá helmingur enn minna brot; máske aðeins tíundi hluti eða minna, ef viðtækið er lélegt. Til- gangurinn með útvarpi merk- ustu listaverka á vitanlega að vera sá, að vekja eftirtekt manna á verkinu og gera menn betur en ella færa um að njóta verksins þegar færi býðst síðar til þess að heyra það í sinni full- komunustu mynd utan útvarps. En við verðum ætíð að hafa það hugfast, að það er tilgangslaust að ætlast til of mikils af hlust- ondum í útvarpi og að óæfður hlustandi, sem t. d. mundi end- ast til þess að hlusta á þungt verk í fullkominni mynd utan útvarps í heilan klukkutíma, m,un gefast upp á því í útvarpi eftir hálftíma, svo að einfalt dæmi sé til tekið. Við verðum að raða dagskránni eftir því, og verðum að láta okkur nægja að láta hlustenduma svo sem rétt bragða á réttunum. Það er auðvitað, að við verð- um að taka mjög mikið tillit til tómrar dægrastyttingar hlust- endanna, tóna, sem rista ekki djúp spor í sálarlíf þeirra. En list listanna, — tónlistin — er um leið hættulegust allra lista og getur náð dýpstu tökum allra lista á sálum mannanna, — bæði til góðs og ills, — eins og þegar kom fram í kenningum forngrfska spekingsins Plató. Ef eg man rétt, þá var það Carl Nielsen, eitt merkasta tónskáld Dana, látinn fyrir nokkrum ár- um, sem lét svo um mælt, að ef rithöfundur léti frá sér verk, eem segðu hið sama og þau vændistónlög, sem hljóma um allan hinn svokallaða mentaða heim, þá mundi sá rithöfundur íá fangelsishegningu fyrir eftir að slík lög eru aðeins til þess aö örfa ástir manna, og er í sjálfu sér- ekkert við því að segja, því enginn getur til nokkurs gagns barist á móti heilbrigðum nátt- úruögmálum, en það getur get- ur verið undir því komið, hve mikils smekks gætir í þessum efnum sem, öðrum. Flest lög eftir Chopin t. d. eru nokkurs- konar ástalög, en þau eru göf- ugri en klámlög þau, sem út- varpsstöðvarnar ryðja í almenn- ing um allan heim. Smekkur- inn er misjafn og skal ekki um það deilt, en það má göfga smekk manna og spilla honum, og ber þess sérstaklega að gæta í starfsemi útvarpþstö(ðva. Eg hefi nú minst á Tyijsta gagnið, sem útvarp getur gert, eða tilvísunina til mennigarinn- ar, þó að útvarp geti ekki skap- að sjálfa m,enninguna í eiginleg- asta skilningi. Eg kem þá að mesta gagninu, sem til greina kemur í starfsemi útvarpsstöðva og það er stuðningur menning- ar, sem til er eða verður til ufan útvarpsins, en hér kemur ein- mitt tónlistin mikið til greina. Útvarp getur stutt skáldin í starfsemi þeirra, vísað greinilega til bóka þeirra, veitt þeim færi á að flytja kafla úr þeim o. s. frv. Það getur stutt starfsemi túlkandi listamanna, söngvara og einleikara. í því sambandi skal eg taka það fram, að eg tel að sjálfsögðu mest af þeim leik og söng, sem íslenzka út- varpið flytur ekki af pöltum, hafa lítiö esm ekkert listrænt gildi í samanburði við plötumar, en það er einmitt aðgætandi í þessum efnum, að auk skemt- unarinnar, sem hér kemur til greina fyrir suma hlustendur, þá hefir það þjóðrfæðislegt gildi að láta lítt kunnandi einleikara eða söngvara koma fram opin- berlega við og við, þó að ekki þurfi að gera eins mikið að því eins og gert jhefir vþjrið hér hingað til. Vitanlega eiga svo íslenzkir söngvarar aðeins að syngja á íslenzku í íslenzka út- varpinu, og eykur það gildi flutningsins, þar sem lítið er til af slí'ku á plötum. Svo var það mitt takmark að reyna að hækka listrænu kröfurnar sem mest, einnig í þessum efnum, og kemur þar til greina mesta listræna gagnið, sem beztu út- varpsstöðvar erlendis vinna, en að um leið. T. d. danska út- I tekin yrði upp skipulagsbundin , merkingu, en um nauðsynjar gildandi lögum í flestum lönd- jþað eru opinberir hljómleikar um. Það er enginn vafi á því, 1 utan útvarps, sem þó er útvarp- When the Mercury Soars PHONE 9 2 2 44 for quick home delivery, direct from the war&house of Esfablished 1832 Cold and pure from the thousand foot depth of our own Artesiaíi Well, comea the water with whlch thís pleasant light beverage is brewed, with the skiil of a century of experience. Bottled in dear botties. “The Consumer Decidesn Also— EXTRA STOCK At Parl°rs, Clubs & Cash & Carry ALE Stores JOHN LABATT LTD. 191 Market Ave. E. (Just off Main) WINNIPEG INDIA PALE ALE BROWN STOUT Thls adverttsment t --------i is not tnserted by the Government Liquor Control Commtssion. The °mmission is not responsible for statements made as to quality of products advertised. varpið getur talist hin bezta fyr- irmynd í þessum efnum. Þann- ið er fyrst hægt að hækka kröf-( urnar og þannig er útvarpsstarf- semi fyrst orðin menningar- starfsemi í tónlistarlegum efn- um. Eg bjóst við því að út- varpsráðið féllist á tillögur mín- ar í þessum efnum og að síð- asta .vetur yrði hægt að byrja á einhverjum opinberum hljóm- leikum, þó að ekki hefði verið nema t. d. einu sinni í mánuði. Vitanlega ætti útvarpið með áSma hætti að styðja aðrar mentir til starfa utan útvarps, en hafa jafnt eða meira gagn af þeim til útvörpunar um leið. Ef til dæmis fjarsýnið kemur til íslands, þá er ekki neinum vafa bundið, að Ríkisútvarpið tæki að sér starfrækslu þjóðleikhúss- ins en starfsemi kvikmynda- leikhúsanna mundi líða undir lok, þar sem menn hefðu nóg af bíómyndum heima hjá sér. Mér virðist ekki of snemt að fara nú að athuga þetta og láta ekki eign eins og þjóðleikhúsið, þrjá fjórðunga miljónar króna, standa ónotaða og ekki ávaxt- aða — enda virðist það vera nokkuð einkennileg spailsemi, þar sem vitað er að kvikmynda- starfsemi t. d. og einnig út- varpsstarfsemi ber sig mæta vel í þessu landi. Það má minnast á annað atriði listmenningar í þessu sambandi, sem ekki snertir út- varpið nema að nokkru leyti, en það væri stofnun ákveðins ár- legs leiktíma, sem á erlendu máli nefnist “Season”, — leik- tíma, sem næði t. d. aðeins yfir júnímánuð og væri sett í sam- band við ferðamannastrauminn líkt og gert er á baðstöðum er- lendis, þar sém er á hverju sumri í 1 til tvo mánuði fullkomnasta lista-, íþrótta- og samkvæmis- líf, en eg álít að vér íslendingar eigum ekki að vera nokkurn hlut kröfuminni í þessum efn- um en aðrar þjóðir. Við verðum að vera það að því er snertir stærðina, en þurfum ekki að vera það að því er snertir gæðin, og það er betra að hafa fullkom- ið listalíf einn mánuð eða tvo á ári, heldur en lélegt listalíf alt árið. Þessi leiktími mundi minna nokkuð á Alþingishátíð- ina, en munurinn mundi vera sá, að svona. fyrirtæki mundi geta flutt mikla peninga inn í landið, ef allir aðilar sameinast, sem eiga sér gróða von af ferða- mannastrauminum, en um leið nytu íslendingar sjálfir góðs af þeirri menningu, sem þeim byð- ist, og alt samkvæmislíf mundi komats á hærra menningarstig en nú er. Eg er ekki í nokkrum vafa um að þetta fyrirtæki kemur, hvort sem það verður fyr eða síðar, og má segja að byrjunin sé þegar hafin, en það er margt, sem athuga þarf í sambandi við þetta, og skal eg ekki fjölyrða uim það í þetta sinn. Þá kem eg að þriðja gagninu, sem útvarpið getur gert, og það er í einu orði sagt: kynningár- starfsemin út á við, en útvarp er eitt mesta kynningartæki vorra tíma, jafnvel enn voldugra en dagblöðin. Fyrir aðstoð ráðherra utan- ríkismála, herra Haraldar Guð- mundssonar, rannsakaði eg áð- ur en eg kom til íslands í feb. 'mánuði f. á., rækilega mögu- leikana á menningarsamvinnu íslenzka útvarpsins við útvarps- stöðvar annara þjóða, heimsótti nokkrar útvarpsstöðvar, en átti tal við sendiherra og sendiráð tuttugu til þrjátíu landa um þetta efni. Alls staðar voru við- tökurnar hinar beztu, þó að ís- lenzka útvarpið sé smátt í sam- anburði við það, sem annars i staðar er, og þó að útvarpsstöð- j in íslenzka sé enn magnlítil og heyrist lítið erlendis. Útvarpsráðið tók þetta mál til athugunar eftir þeim plögg- um, sem rannsóknir mínar hafa starfsemi í þessum málum, þó þess máls eru flestir Islendingar að enn sé skamt komið. Sú nú sammála, þó að áður virðist sá hugsunarháttur hafa verið ríkjandi, að tilraunir í þá átt starfsemi yrði í fyrsta lagi skift^ 1 á allskonar upplýsingum um löndin gagnkvæmt milli stöðv- anna, jafnvel á heilum fyrir- lestrum til notkunar í útvarpi; — í öðru lagi svonefnd “pro- gram-skifti”, skifti á dagskrár- liðum, er snerta þjóðirnar og menningu þerira, með gagn- kvæmu endurvarpi eða án þess. Tónamir eru það alheimsmál, sem þarna kemur að notum, og hefi eg tekið tillit til þessa í und- irbúningi dagskrár, haft afmæl- ishljómleika, — þegar afmæli frægra tónskálda erlendra var, látið minnast þjóðhátíðardaga erlendra ríkja með sérstökum hljómleikum o. s. frv., — en þetta er veigamikill grundvöll- ur og vekur aftur bergmál fyrir ísland og íslenzk efni hjá þjóð- unum, ef rétt er að farið. í þriðja lagi geri eg ráð fyrir að til greina komi í viðskiftum milli íslenzka og erlenda útvarpsins skifti á ræðumönnum til fyrir- lestra halds og listamönnum, eins og tíðkast þegar á milli margra stöðva erlendra. Vegna endurbóta íslenzkrar tónment- ar og væntanlegra opinberra væru ekki mikils virði og að bezt væri að búa að því gamla og að vera t. d. ekki að seilast mikið út yfri Norðurlönd, sem ættu að vera svo sem allur heimurinn fyrir ísland. Þriðja gagnið eru meðmælin með íslandi sem ferðamanna- landi. Til skamms tíma hefir menn hér greint á um, hvort rétt teldist að ísland yrði ferða- mannaland, en þeirri þrætu er lokið með því að ísland er nú orðið ferðamannaland, svo að við þurfum að gæta þess, að alt, er því við kemur, komist í sem bezt horf, en að ferðamenn komi ekki á erlendum skipum eins og nú og oftast aðeins til eing eða tveggja daga dvalar, flytji alt með sér, sem þeir þurfa, jafnvel smurða brauðið frá skipsfjöl, án þess að íslend- ingar hafi nokkurt verulegt efnalegt gagn af þeim, en er ferðamennimir hitta á slæmt veður eða verða ©kki fyrir þeim aðbúnaði, sem þeim finst sjálf- sagður í hverju siðuðu ferða- mannalandi, þá bera þeir íslandi hljómleika íslenzka útvarpsins iiia söguna þegar út kemur. tel eg nauðsynlegt að haft sé [ Svona var ástandið til skamms eftirlit með ráðningu erlendra j tíma, en samt eykst ferðamanna hljómleikara og listamanna til straumurinn og hlýtur að auk- landsins og atvinnuleyfi þeirra hér, en einnig í þessum efnum eru komin á. nokkurs konar vöruskifti milli landanna; þar sem við flytjum nokkuð mikið inn í þessum efnum, þá eigum við heimtingu á að útflutningur- inn sé studdur. Gagnið af samvinnunni við erlendar stöðvar tel eg vera aðallega þrenns konar: Fyrst tel eg veigamesta þáttinn: stjórn- mállegan álitsauka fyrir ísland út á við, tryggingu sjálfstæðis þess, stjómarfarslega, fjárhags- lega, menningarlega. Það má segja að mörgum íslendingi og öllum útlendingum, sem kynni hafa af og dómgreind, blöskri það kæruleysi, sem hefir fram að þessu verið ríkjandi á íslandi um sjálfstæðismál landsins og tryggingu þeirra, en það er eins og vér íslendingar höfum til þessa álitið, að ekkert þurfi að gera í þeim efnum, þó að aðrar þjóðir reyni að tryggja sjálf- stæði sitt ekki eingöngu með vopnum, heldur með skipulags- bundnum áróðri sér til álitsauka um allan heim. Þetta frámuna- lega skeytingarleysi er þeim mun hættulegra, þar sem Island er í augum allrar veraldar ekki menningarland heldur siðlaust heimskautaland, sem telst til Eskimóalanda, Grænlands eða Spitzbergen, fremur en til Norð- urlanda, þó að nokkuð sé farið að grynna á þekkingarleysinu á seinni árum á Norðurlöndum og í Mið-Evrópu en við verðum að gæta að því, að mjög mikið þarf til að herja í þessum efnum, svo að nokkuð beri á árangri. T. d. kvikmyndir um ísland, sem teknar hafa verið, geta ekki verið nema dropi á heitan stein í þessum efnum. Það mun t. d. þurfa 10,000 blaðagreinar er- lendis til þess að vekja þar eftir- tekt á borð við eina blaðagrein á íslandi, — jafnvel þó að sum erlend blöð komi út í miljón ein- tökum í hvert skifti. — Fyrir ísland er stjórnarfarslegi álits- aukinn af samvinnu við erlend- ar útvarpsstöðvár vafalaust veigamesta atriðið, því að við höfum ekki öðrum vopnum að beita en vorri gömlu og nýju menningu, en dæmin sýna það, að stórveldin geta tekið lönd herskildi svo sem til þess að “menta” þau, sem svo er kallað, ef heimsálitið er ekki á móti, en einmitt það er voldugra en öll hergögn. Annað gagnið af samvinnunni tel eg bein meðmæli með and- legum og efnalegum afurðum íslands, ef svo má að orði kom- ast með hverju ári. Fyrir verzl- unarjöfnuð íslands er þetta ann- ars mikilsvert atriði, og geta þannig margar miljónir eða tug- Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgfilr: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA ir miljóna króna árlega fluzt inn í landið, — ef rétt er á haldið. —Alþbl. Tölur frá Grænlandi í árslok 1932 voru 17,472 íbú- ar á Grænlandi, þar af voru 253 útlendingar. Á sama tíma var búpenings- eign Grænlendingar þessi: 7760 kindur, 55 kýr, 20 hestar, 170 geitur og um 600 hænsni. Árið 1933 nam innflutningur- inn til Grænlands 2,142 þús. kr. en útflutningurinn 4,064 þús. kr. Helzta útflutningsvaran var kryolit (ísgrjót) 2,254 þús. kr. Það er óvíða unnið nema á Grænlandi. I kryolits-námunum hafa seinustu árin unnið til jafnaðar 60 menn á sumrin og 20 menn á veturna. — Hér hefi eg skrifað nokk- uð, sem hvert einasta blað mun taka með ánægju. — Það var svei mér gott. Um hvað er það? — Það er ávísun fyrir ársá- skrift. fært, og virtist hafa í hyggju að ast, markaðsleit í víðtækustu INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: ■f™63...............................Sumarliði J. Kárdal Amaranth.............................J. B. Halldórsson Árborg.................................G. o. Einarsson Baldiir.............................:.Sigtr. Sigvaldason Beckville..............................Björn Þórðarson .................................... J. Oleson Bredenbury..............................H. O. Loptsson ®rownu...............................Thorst. j. Gíslason Churchbridge...................................Magnús Hinriksson Cypress River....................................Páll Anderson ^?lfoe.................................S. S. Anderson ®Jr°2r":...............................S. S. Anderson ^k8d?Ie-........................................ólafur Hallsson ?]oam Lake........................................John Janusson Himli,.................................. K. Kjernestfid ~e3rslr..........................................Tím. Böðvarsson Gknboro...................................G. J. Oie.on Hayland............................ sig. B. Helgason Hecla...............................Jóhann K. Johnson Hnausa................................ Gestur S. Vídal Hove..................................Andrés Skagfeld Husavík............................... John Kernested Innisfail..........................Hannes J. Húnfjörð Kandahar................................s. S. Anderson Keewatin...............................Sigm. Björnsson Kristnes................................ Rósm. Ámaaon Langruth................................... Eyjólfsson L^she...............................Th. Guðmundsson Lundar,.......................sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville........................Hannes J. HúnfjörO Mozart............................... s. S. Anderson Oak Point.......................................Andrés Skagfeld Oakview.........................................Sigurður Sigfússon Otto...............*.....................Björn Hördal Piney....................1............,...S. S. Anderson Red Deer...........................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík...........................................Ámi Pálason Riverton..........................................Bjöm Hjörleifsson Selkirk................................G. M. Jóhans«)n Steep Rock........................................Fred Snsedal Stony Hill........................................Björa Hördal Swan River..............................Halldór Egilsson Tantallon........................................Guðm. óiafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslaeon Víðir..............................................Aug. Einarsson Vancouver...........................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.............................Ingi Anderson Winnipeg Beach....................................John Kernested Wynyard..................................S. S. Anderson I BANDARÍKJUNUM: Akra..................................Jón K. Einarsson Bantry.................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier..............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg....................................Jacob Hall Garðar................................S. M. Breiðfjörð Grafton..„...........................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Einarsson Hensel.................................J. K. Eánaruon Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton...........................................F. G. Vatnsdal Minneota............................Miss C. V. Dalmann Mountain.............................Th. Thorfinnsson National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts..........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6728—21st Ave. N. W. Sveld...........................................Jón K. Einarsson Upham............................................E. J. HreiðfJðfO The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.