Heimskringla - 01.06.1938, Qupperneq 2
2. SfÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 1. JÚNÍ 1938
ISLANDS-FRÉTTIR
Bændur mótfallnjr
niðurskurði í haust
Fyrir tæplega hálfum mánuði
byrjuðu fundahöld á fjárpestar-
svæðinu að tilhlutunum landbún-
aðarnefndar þingsins. Voru
fundir þessir haldnir til þess að
fá álit bænda um niðurskurð
sauðfjár í þessum héruðum.
Fundunum mun nú yfirleitt
lokið. Hafa landbúnaðarnefnd-
um borist allar fundargerðirnar
úr Mýrasýslu, Borgarfjarðar-
sýslu og Dalasýslu, og einnig
margar úr hinum sýslunum.
í þessum þreinur sýslum virð-
ist sú skoðun yfirleitt ríkjandi,
að ekki verði komist -hjá niður-
skurði og opinberum styrkjum
til kaupa á nýjum fjárstofni. —
Það er þó ekki talið ráðlegt, að
byrja niðurskurðinn í haust, þar
sem engin vissa sé enn fyrir því,
hvemig veikin breiðist út. Nú
er líka verið að gera tilraun með
það í Hegranesi, hvort aðflutt
sauðfé sýkist af því að ganga á
landi, þar sem sýkt fé hefir verið
áður. Telja bændur rétt, að
fengin verði frekari reynsla af
þeirri tilraun, áður en ráðist sé
í niðurskurð og ný fjárkaup.
í Húnavatnssýslum munu
fundirnir hafa leitt svipað í ljós.
í Gullbringu- og Kjósarsýslu
mun meirihlutinn einnig hafa
verið fylgjandi niðurskurði.
í Árnessýslu mun hinsvegar
sú skoðun hafa talsvert meira
fylgi, að niðurskurður sé ekki
hyggilegur að svo komnu máli.
—N. Dbl. 23. apr.
* * *
Hafísinn: Kuldar og
hríðarveður á Norðurlandi
Kuldar miklir og hríðarveður
hafa gengið um alt Norðurland
og næturfrost tefja mjög fyrir
öllum gróðri.
Fjöll öll norðanlands eru aftur
orðin alhvít af snjó, og víða er
snjór yfir öllu í bygðum.
Hafisfréttir berast stöðugt
víðsvegar að af Norðurlandi, en
ísinn rekur hratt til austurs.
Á nokkrum stöðum, svo sem á
Ströndum og Skagaströnd, hafa
smá-ísspangir orðið landfastar.
En ísinn er laus og víða vakir á
honum.
fsjaka hefir rekið inn á Eyja-
fjörð, alla leið irin að Dalvík;
varð vart tveggja jaka þar í gær.
ísinn, sem hafði rekið upp að
landi við Húsavík fyrir helgi,
hefir rekið frá aftur, en þó eru
jakar enn í fjöruborðinu.
Hafís er kominn inn fyrir
Kálfshamarsvík vestan til við
Skaga og inn að Ketu að austan.
Er ísinn á hraðrpferð inn beggja
megin við Skaga.
Skygni var slæmt víðast fyrir
Norðurlandi í gær og sást því
illa til hafs. Frá Skaga sást þá
að ís er fyrir öllu mynni Skaga-
fjarðar, en er ekki eins mikill að
sjá útaf Húnaflóa.
Olíuskipið Skeljungur fór
austur fyrir Hornbjarg í gær og
segir skipstjórinn hafíshrafl alla
leið frá Hælavíkurbj argi að
Reyk j arf j arðarmynni.
Skipstjórinn á Skeljung telur
ísinn þó ekki vera til tálmunar
fyrir skipsiglingar á þessari leið.
Mjó ísspöng er landföst við
Geirólfsgnúp á Ströndum. —
Skygni var þarna gott í gær.
—Mbl. 10. maí.
* * *
Skíðakappi fslands
Á landsmóti skíðamanna, sem
haldið var á Siglufirði um mán-
aðamótin síðustu, hlaut Jón Stef-
ánsson úr Skíðafél. “Siglfirðing-
ur’’ titilinn: Skíðakappi fslands
fyrir beztu afrek í stökki og
göngu að samanlögðu. Hlaut
hann 427.5 stig. Kepnina í
krókahlaupinu vann Jón Þor-
steinsson.—fsl. 16. apríl.
* * *
Ingrid krónprinsessa íslands
og Danmerkur er nú byrjuð að
læra íslenzku. Kennari hennar
er Hildur Blöndal, kona Sigfúsar
Blöndal bókavarðar í Kaup-
mannahöfn.—Mbl. 10. maí.
Nýja flugvélin verður
bráðum reynd
Nú er lokið samsetningu flug-
vélarinnar, sem á að annast póst-
og farþegaflutninga milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur.
Er hún í flugskýlinu í Vatna-
görðum og hefir reynst erfitt að
koma henni út. Er það ekki
hægt nema með flóði.
Þegar búið er að koma vélinni
út, fer fram reynsluflug og því
næst verða hafnar ferðir milli
Akureyrar og Reykjavíkur.
Þó mun flugvélin ekki hafa
fastar ferðir, heldur verður farið
eftir því sem flutningar fást.
Flugvélin tekur 4 farþega, og
er meðalhraði hennar 180 km. á
klukkustund.
Var hún upphaflega bygð sem
landflugvél, en hér er ekki hægt
að koma slíku við, og varð því að
breyta henni í sjóflugvél, enda er
hún hagkvæmari í rekstri þann-
ig.—Alþbl. 27. apr.
* * *
Ný höggmynd eftir
Sigurjón ólafsson
Sigurjón ólafsson myndhöggv-
ari er nú að vinna að nýju stóru
myndlistarverki. Er það hópur
af leikandi börnum og er fyrir-
hugað sem hluti af minnismerki
æfintýraskáldsins H. C. Ander-
sen. Um minnismerki þetta fór
fram samkepni í fyrra og komu
fram 3 uppástungur og voru all-
ar dæmdar jafngóðar og fengu
allar fyrstu verðlaun. Ein af
þessum uppástungum var sam-
eiginlegt verk þeirra Sigurjóns
ólafssonar og danska húsameist-
arans Fleming Feisen. Er uppá-
stunga þeirra í því fólgin, að
minnismerki H. C. Andersens
verði stórt, fagurt hús, þar sem
bæði sé bókasafn og barnaleik-
hús og alt skreytt myndlistar-
verkum Sigurjón hefir nýlega
tekið þátt í þremur sýningum í
Kaupmannahöfn og fengið mjög
góða dóma. Kona hans, Tove
ólafsson, er einnig myndhöggv-
ari og hefir hún nýlega fengið 11
hundruð króna verðlaun fyrir
mynd, sejn hún sýndi á Charlot-
tenborgarsýningunni.
Sigurjón ráðgerir að koma til
íslands í sumar,—N. Dbl. 24. apr.
* * *
Kynnisför sunnlenzkra bænda
um Norðurland
Um 200 sunnlenzkir bændur
munu fara í kynnisför um Norð-
urland í sumar. Er stofnað til
þessarar farar af búnaðarsam-
bandi Suðurlands í tilefni af 30
ára afmæli þess.
Búnaðarfélögin á sambands-
svæðinu hafa undanfarið grensl-
ast eftir því hvað margir bænd-
ur vildu vera með í förinni og
hafa um 180 gefið sig fram. —
Mun ekki verða hægt að bæta
nema fáum við úr þessu.
Þátttakendurnir eru úr Árnes-
sýslu, Rangárvallasýslu, Vest-
mannaeyjum og Vestur-Skafta-
fellssýslu.
Safnast þeir saman við Ölfus-
árbrú 14. júní og verður ferðin
hafin þaðan næstu daga. Mun
verða farið um Hvanneyri, Reyk-
holt, Blönduós, Hóla, Akureyri,
Mývatnssveit og endað við Detti-
foss. Sérstök áherzla verður
lögð á að kynnast öllum merk-
ustu búnaðarframkvæmdum á
þeim stöðum, sem farið verður
um. Gert er ráð fyrir að ferða-
lagið taki 10 daga.
Steingrímur Steinþórsson bún-
aðarmálastjóri verður farar-
stjóri, en fimm manna nefnd
vinnur með honum að undirbún-
ingi fararinnar. Búnaðarsam-
tökin á Norðurlándi hafa heitið
að greiða fyrir gestunum eftir
megni.
Búnaðarsamband Suðurlands
hefir einnig ákveðið að minnast
afmælis síns með sérstakri bú-
fjársýningu, sem haldin verður
við ölfusá 7. júlí í sumar. Verða
þar sýndir nautgripir og hestar
af félagssvæðinu og er von um
þáttöku úr flestum sveitum á
sambandssvæðinu.
—N. Dbl. 20. apríl.
INDRIÐI EINARSSON
(Tilefni — “Séð og lifað”)
Þú hefir ‘séð og lifað’ langa ‘Nýársnótt’,
Norðurljósum hugarflug þitt skreytt,
— huldufólk úr hamrafylgsnum seitt.
Seg mér, þú sem lékst svo langan æfi-þátt,
— launin trygði drauma þinna mynt, —
er hér leiðbeint, eða leikið blint?
Var þér gefin ótrauð innri sýn,
—opin bókin með sinn rauða þráð,
“mest í heimi”, helgiletri skráð?
Fræð mig, fræð mig um þín leiðarljós!
Leika vildi’ eg hlutverk mitt sem best.
Skilningsleysið hef eg harmað mest.
Jakobína Johnson,
Seattle, Washington
—Lesb. Mbl.
Geirfuglinn ekki útdauður?
Formaður dýraveiðafélagsins í
Kalundarborg varð fyrir undar-
legu atviki, 16. apríl, þar sem
hann skaut geirfugl við Rifsnæs-
sker í Danmörku, en fugl þessi
hefir hvergi sézt í heimi síðast-
liðin 94 ár.
Kaupmaðurinn þekti ekki fugl-
inn, en fulltrúi frá Náttúrugripa-
safninu í Khöfn hefir fullyrt að
það sé raunverulega geirfugl, en
vísindamenn töldu honum alger-
lega útrýmt fyrir því nær 100
árum. f gömlum haugum hafa
fundist bein úr þessum fuglum
og hafa þeir verið algengir fyrir
3—4000 árum við strendur
Skandinavíu.
Síðar leituðu fuglar þessir
lengra norður á bóginn og það
var álit manna, að síðasti geir-
fuglinn hefði verið skotinn 1844,
en síðan þá hefir geirfugl ekki
sézt, eins og áður er getið.
Geirfuglinn er álkuættar, en
þó mun stærri' en álkur þær, er
við þekkjum.
Þessi sjaldgæfi fugl mun sett-
ur á náttúrugripasafnið í Khöfn.
* * *
Kaupir ríkið Gullfoss?
Fjárveitinganefnd leggur til
að ríkið kaupi Gullfoss í Hvítá
og flytur við 3. umræðu fjárlag-
anna tillögu um, að heimila rík-
isstjórninni að kaupa fossinn.
Gullfoss er nú í eign þeirra
manna, sem eiga jarðirnar er
liggja að fossinum, en þær eru:
Brattholt, Tungufell og Jaðar.
—Mbl. 5. maí.
EI VELDUR SÁ, ER
VARAR, Þó VER FARI
Eg vil byrja þessar línur með
því að þakka Mr. S. Guðmunds-
synj fyrir hans .hógværa og
kurteisa svar til mín í Lögb. 19.
maí. Mér er það gleðiefni að
heyra að hann byggir ’sínar
framtíðarvonir á þróun socialis-
mans í heiminum. Eg vildi
gjarnan nota það heilræði Mr. S.
G. að kynna mér betur stjórnar-
fyrirkomulag þeirra landa sem
hann bendir mér á; veit að eg
gæti margt af því lært. En nú
sem stendur, er það hvoru-
tveggja að eg hefi takmarkaðan
tíma til slíks lesturs og lítil gögn
fyrir hendi. Verð eg því að svo
stöddu að láta mér nægja þá
nasasjón, sem eg hefi af sögu
þessara umbótahreyfinga, sem
Mr. S. G. telur “hinn rétta og
eina veg út úr kreppunni.” Mr.
Guðmundsson segir “socialista
fyrirkomulagið” sé lengst á veg
komið í hinum skandinavisku
löndum, Ástralíu og Nýja Sjá-
landi. Þetta er þó ekki rétt. —
Rússland er, eftir því sem eg
bezt veit, eina landið, sem enn
hefir grundvallað þjóðhagfræði
sína á socialisma. Og eina landið
sem ekki hefir haft neitt af
kreppunni að segja. Socialistar
hafa haft mikil áhrif í hinum
skandinavisku löndum, og sam-
vinnu hreyfingin þar hefir kom-
ið miklu góðu til leiðar. En var
ekki bændaflokkurinn í Alberta
við völd 12 eða 14 ár? Hafði
hann ekki samskonar umbætur á
sinni stefnuskrá? En kom þá
engu til leiðar. Og var það ekki
einmitt ástæðan fyrir því að
fólkið í Alberta sparkaði honum
frá völdum? Það væri ekki úr
vegi fyrir Mr. S. G. að athuga
þetta þegar hann er að segja
okkur að umbótatal Social Credit
sinna sé orðið svo gamalt að
flestir sé nú orðnir þreyttir á
því. Mr. S. G. fræðir mig um
það að allar þessar þjóðir, sem
hann telur lengst komnar á leið-
ir, hafi haft “Social Credit stefn-
una til yfirvegynar en fleygðu
því öllu fyrir horð, sem óvitur-
legu og ómögulegu fyrirkomu-
lagi. Svo tóku þessar þjóðir
socialista fyrirkomulagið á dag-
skrá sína.”
Þetta kann að vera góður
skáldskapur en það er áreiðan-
lega léleg fræðimenska. Allar
þessar þjóðir höfðu haft social-
ista fyrirkomulagið á dagskrá
sinni um langan tíma áður en
“social credit stefnan” varð til.
Og þar sem Mr. S. G. telur Nýja
Sjáland mesta umbótalandið vil
eg benda honum á að það er var-
hugaverð staðhæfing að það hafi
kastað sacial credit stefnunni
fyrir borð. Við síðustu kosn-
ingar sameinuðust social credit
sinnar verkamannaflokknum í
stað þess að ganga til kosninga,
sem sérstakur flokkur, en þeir
sömdu um vissar umbætur á
gjaldeyris málum, og þessir sam-
einuðu flokkar komust til valda,
svo ef framfarirnar þar eru
eins glæsilegar eius og Mr. S. G.
segir frá, þá er hann þar með að
lofa social credit stefnuna þó
hann viti það ekki sjálfur.
Þá er nú að minnast á social
credit sparðið sem Mr. S. G.
nefnir. Það er að segja þær
gerðir Alberta-stjórnar að færa
niður vexti á opinberum skuld-
um. Um það farast honum,
meðal annars orð á þessa leið:
“Hver 10 ára gamall skólapiltur
í Alberta gæti frætt Mr. Gíslason
um það að rentur _eru “inter-
provincail affair” sem fylkis-
stjórnin hefir ekkert vald til að
raska.” Það er ánægjulegt að
frétta það að börnin eru svona
vel upplýst og þroskuð vestur
þar, að þau vita upp á sína tíu
fingur grundvallarlög landsins
og ríkisréttarstöðu fylkisins,
valdsvið fylkisþingsins o. s. frv.
Það má vissulega mikils af þeim
vænta þegar þau komast betur
til vits og ára. Þó eg sé ókunn-
ugur í Alberta get eg frætt Mr.
S. G. á því að þáð er ennþá ekki
útkljáð mál hvort þessi lög sé
dauð og ómerk eða ekki, og þau
hafa ekki svo eg viti enn verið
dæmd ómerk af hæsta rétti í
Canada hvað þá.af Privy Council
Englands, sem enn er okkar
hæsti réttur. Þessum lögum er
enn framfylgt af stjórninni í Al-
berta. Þó eigendur skuldabréf-
anna geri sér vonir um að þeir
geti bætt þessum vöxtum við
höfuðstólinn og innheimt þá
seinna þá er mjög undir hælinn
lagt að sú von rætist. Eg sagði
nú reyndar ekkert um þessi lög
í fyrri grein minni nema þau
bæri þess vott að stjórn í Al-
berta væri þó að reyna að gera
eitthvað til hagsbóta fyrir íbúa
fylkisins. Og þrátt fyrir það
þó Mr. S. G. kými í skegglausa
kampinn yfir þessu, breytir það
ekki skoðun minni, né rýrir álit
mitt á þeim, sem sömdu þau. —
Og þó þau yrði dæmd dauð og
ómerk mundi það engu breyta
um réttmæti' þeirra, því lög og
réttur eða réttlæti er oft sitt
hvað.
Eftir því sem bezt verður séð
ber Mr. S. G. ótakmarkað traust
til réttlætis laganna. Og er vafa-
laust löghlýðinn, maður. — En
samt er það nú svo að margur
órétturinn hefir verið og er enn
lögverndaður, og stundum getur
verið meiri dygð að brjóta lög
en að hlýða þeim. Eg man eftir
því, snemma á kreppu árunum
kom það fyrir að maður var
dreginn fyrir dóm vegna þess að
hann hafði brotið upp matsölu-
búð og haft þaðan burt eitthvað
af matföngum. Hann játaði sök
sína, en færði það sér til máls-
bóta að hann hefði verið bjarg-
arlaus fyrir fjölskyldu sína. —
Dómarinn sýknaði hann og til-
kynti' ákærendum hans, að
meðan yfirvöldin ekki sæi svo
um að konur og börn væri ekki
látin svelta væri þýðingarlaust
að krefjast þess af sér að hann
kvæði upp refsidóm yfir þeim
sem öfluðu sér matar á þann
hátt sem þessi hafði' gert. Þessi
dómur mæltist vel fyrir, og var
víða getið. Og það verður eins
um sumt af því, sem þeir eru að
gera, sem nú sitja við völd í Al-
berta, þó það verði dæmt ólög-
legt þá mælist það vel fyrir
vegna þess að þáð er réttlátt.
Hjálmar Gíslason
SILFURBRÚÐKAUP
hjónanna á Geysir
Fjölment samsæti var haldið í
Geysis Hall í samnefndri bygð í
Nýja íslandi, til þess að heiðra
Mr. og Mrs. Jón Pálsson að Geysi
á tuttugu og fimm ára gifting-
arafmæli þeirra. Samfagnaðar
veizlan var haldin laugardaginn
.7 maí Fólk bygðarinnar fjöl-
menti allmjög, einnig fólk víðar
að, meðal annara voru þar við-
staddir nokkrir frá Winnipeg.
Samsætið hófst, undir stjórn
sóknarprests með söng, biblíu-
lestri' og bæn.
Fyrir minni brúðarinnar tal-
aði Mrs. Jóhanna Thorvarðar-
son, en Jónas bóndi Skúlason
mælti fyrir minni brúðgumans,
og mæltist þeim báðum ágæt-
lega vel.
Frá bygðarfólki var afhent
“Chesterfield” að vinagjöf, af-
henti sá er samsæti stjórnaði þá
gjöf, með nokkrum orðum. —
Einnig afhenti hann gjöf frá
börnum silfurbrúðhjónanna, var
það silfurborðbúnaður er börnin
gáfu foreldrum sínum.
Gísli kaupm. Sigmundsson
flutti ræðu og afhenti gjöf frá
systkinum brúðarmnar og fóst-
ursystur hennar og systkina-
börnum. Unglingsstúlka, Guð-
rún Einarsson, afhenti klukku,
gjöf frá sunnudagaskólabömum
umhverfisins, en uppfræðslu
ungmenna undir fermingu og í
sunnudagaskóla hefir Jóni Páls-
syni verið ljúft og hjarfólgið
starf, er hann hefir stundað með
fágætum áhuga. Kvæði fluttu
dr. S. E. Björnsson, ásamt fögru
ávarpi. Guðm. verzlunarstjóri
Einarsson flutti einnig kvæði og
sömuleiðis var kvæði lesið, eftir
Friðrik bónda Sigurðsson. Sung-
ið var milli þess að ræður voru
fluttar, fór sameiginlegi söng-
urinn vel fram undir umsjón Mr.
P. Bardal frá Winnipeg, sem
einnig söng fagran einsöng. Á
hljóðfæri spiluðu Miss Lilja
Guttormsson, Mrs. S. A. Sigurðs-
son og Miss Lilja Pálsson. Ágæt-
ar veitingar voru svo bornar
fram, fór samsætið vel fram og
var ánægjulegt. — f lok þess
talaði silfurbrúðguminn fyrir
hönd kpnu sinnar og sín, gagn-
orða og skemtilega ræðu. Páls-
son’s hjónin eru en á ágætum
aldri. Þau eru umkringd af
efnilegum hópi barna sinna, sem
öll eru mannvænleg og þeim til
gleði, hafa foreldrarnir sýnt fá-
gæta umönnun fyrir uppeldi
þeirra, og stutt sum til náms;
eru tvö þeirra vel kunn að músík-
hæfilegleikum og kennarar hvert
í sinni grein. . Jóhannes í fiðlu-
spili og Lilja systir hans í piano
spili. Ef til vill hefir eitthvað
gleymst um að geta, af því sem
fór fram í téðri veizlu, en þetta
sem hér er skráð, er það helzta,
sem sá er línur þessar ritar man,
— mitt í önnum' dagsins, og læt-
ur nú staðar numið með því, að
óska heiðursgestunum, börnum
þeirra og vandamönnum farsæll-
ar framtíðar í bráð og lengd.
Sigurður ólafsson
VÍGBÚNAÐUR DANA
Frásögn R. Vold
Eftir heimsstyrjöldina var
Suður-Jótland sameinað Dan-
mörku, sem það hafði tilheyrt
áður. Áttu Danir kost á, að fá
meira land aftur en þeir fengu,
en danska stjórnin vildi ekki fá
aftur, nema þann landshluta, þar
sem atkvæðagreiðsla sýndi
greinilega að íbúarnir vildu held-
ur vera danskir þegnar en þýzk-
ir.
íbúatala þessa landshluta, sem
Danir fengu aftur, er nú um 185
þús. Helzti atvinnuvegur þeirra
er landbúnaður.
Þjóðverjar, sem búa í Suður-
Jótlandi, eru innan við 20 þús.
Hafa þeir sérstaka skóla og njóta
margvíslegrar hjálpar frá
Þýzkalandi, einkum síðan nazist-
ar komust til valda. Krefjast
þeir ýmsra sérréttinda, en hafa
þó enn ekki borið fram kröfur
um að sameina Suður-Jótland
aftur Þýzkalandi, þótt vitanlegt
sé, að það er hið endanlega mark-
mið nazista.
Síðan Austurríki var samein-
að Þýzkalandi, hafa nazistar haft
sig meira í frammi 1 Suður-Jót-
landi. í blöðum sínum kalla þeir
Suður-Jótland orðið “Die Nord-
mark”. — Austurríki heitir nú
“Die Ostmark”.
Norski blaðamaðurinn Ragnar
Vold, hefir um nokkurt skeið
dvalið í Suður-Jótlandi til að
kynna sér þessi mál. Hefir hann
sðan skrifað um þau greinaflokk
í “Dagbladet”.
Fer hér á eftir lauslegur út-
dráttur úr einni greininni:
Hin mótstöðulausa innrás
þýzka hersins í Austurríki getur
ekki endurtekið sig í Suður-Jót-
landi. Ef þýzkar hersveitir ætla
að fara yfir landamærin munu
þær mæta mótspyrnu. Danmörk
er undir það búin að veita hern-
aðarlegt viðnám með fullkomn-
um varnartækjum. Hitt er ann-
að mál, að endalok styrjaldar,
þar sem svo ójafnir andstæðing-
ar eigast við, eru fyrirfram ráð-
in.
Flestir standa í þeirri trú, að
Danmörk sé raunverulega af-
vopnuð. Þetta er misskilningur,
sem byggist á því, að stjómin
hefir af ýmsum ástæðum talið
heppilegast að láta sem minst
bera á vígbúnaðinum.
Á fjárlögum er framlag ríkis-
ins til hernaðar 60 milj. kr. á
ári. Auk þess eru 22 milj. kr.
aukafjárveiting, sem greiðist á
5—6 árum, og nú í vetur hefir
þingið bætt 50 milj. kr. nýrri
fjárveitingu við' þessi framlög.
En þessar tölur gefa ófull-
nægjandi upplýsingar. Danmörk
leggur fram miklu meira fé til
landvarna. Eftirlaun hermanna
og landfræðimælingar tilheyra
ekki lengur hernaðarútgjöldum,
svo þannig hefir framlagið til
vígbúnaðar raunverulega verið
hækkað. Bæjar- og sveitarfélög
bera að verulegu leyti kostnað-
inn við undirbúning loftvarnanna
og byggingu hermannaskála. Þá
koma ýms félög, sem leggja
fram fé til loftvarna og fleiri
þessháttar starfsemi.
Á seinustu árum hafa Danir
unnið að byggingu tíu fullkom-