Heimskringla - 08.06.1938, Side 4

Heimskringla - 08.06.1938, Side 4
4. SfÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. JÚNf 1938 unrKmHMnuiiiimmiinmiigiBnnBnniiiiinmmnilillwilllllHBlllllimiiaBlllinBnfllllllllllimHlllllllffll!mS Ircimskrtnjila j (StofnuB 18S6) Kemur út A hverjum miOvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 153 og 355 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimia 36 537 VerO blaðslns er $3.00 &rgangurlnn borglat ryrtrfram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD. 3U vlSskifta bréf blaðlnu aðlútandl sendlst: Msmager THE VIKINQ PRESS LTD. 353 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINQLA 353 Sargent Ave., Winnipeg "Helmskrlngla” ls pubUshed and prlnted by THE VIKINQ PRESS LTD. 353-355 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 ttBOtlIlillliUllllUUIUUllUlitlUllilJIUillllUIIUIllUllllliJllJtJIUillUtlllUIIUIUlUUiilUllUllUUllUJUUlU WINNIPEG, 8. JÚNÍ 1938 HILLINGALÖND Hillingalönd er hið fagra nafn á nýút- kominni bók, eftir Guðrúnu H. Finnsdótt- ur. Innihaldið er 14 smásögur, mismun- andi langar, en svo jafngóðar, að ætla mætti að hér væri um úrvalssögur einar að ræða, en sem þó er ekki, því höfundur- inn á talsvert í fórum sínum af sögum eins góðum og í bókinni eru. En svona vand- aðar eru sögurnar að máli og efnis-með- ferð. Á þeim má segja að sé handbragð þroskaðs rithöfundar sem ofan í kaupið hefir óvanalega næman skilning á sálar- lífi manna. Það sem oss virðist sögur þessar hafa ti brunns að bera fram yfir það, sem um smásögur yfirleitt verður sagt, er hve efnisríkar þær eru og vel hugsaðar. í smá- sögum er sjaldnast að finna heilsteypta mynd af nokkurri persónu. Helzta gildi þeirra virðist oftar en hitt fólgið í því, að sagt sé frá einhverju skoplegu, einhverju svo afkáralegu og öfgakendu, að það komi mönnum til að hlægja. En menn hlægja ekki tvisvar að sömu skrítlunni eða skrípa- myndinni. Eg þekki ræðumann, sem segir sömu áheyrendunum upp aftur og aftur sömu skrítluna, og áheyrendunum er ekki neitt verra gert en það. Eins fer mörgum smásagnahöfundum. Þeir ætla að með hin- um og öðrum ærslum sérstaklega í mál- fari, megi bæta upp það, sem brestur á í hugsun. Sögur þær sem hér um ræðir, eru lausar við þetta. í þeim er myndum brugðið upp, sem fela í sér varanlegan auð, myndum, sem ótal viðhorf skapa í hug lesandans; sígildum myndum. Þær eru sannar og öfgalausar, og veita nýtt út- sýni yfir efnið, sem um er að ræða. Þær koma mönnum til að hugsa. í því er í raun og veru hin mikla list frásagnar fólg- in. Guðrún Finnsdóttir sér í hversdags- athöfnum umhugsunar- og hugðarefni mannssálarinnar. Gerhygli hennar er þar svo rík, að henni skeikar ekki oft í að sýna það, sem innst býr í hugsanalífi persónunn- ar og mest áhrif hefir á viðhorf hennar og athafnir. Af þessu leiðir að myndin af sögupersónum hennar verður oft svo full- ger, að manni finst sem þarna sé öll æfi- saga hennar skráð, í hvað stuttri sögu sem er. Og eins markvissar og sálarlýs- ingar hennar eru, svo eru náttúru lýsing- ar hennar gullfagrar og sannar. * Til þess að gefa ofurlítið sýnishorn af þessu hvorttveggja, skulu hér teknar upp tvær málsgreinar, af handahófi, úr einni styztu sögu bókarinnar: “Undir útfall”-. Sagan er tæp þrjú blöð. Eins og oftar í sögum sínum, hefir höfundur þar þá að- ferð, að segja frá tveimur atvikum úr lífi sögupersónanna frá ólíkum tímum, öðru frá æsku eða fyrri árum æfinnar, hinu frá því er æfidegi fer að halla. Þetta er oft uppistaðan í sögunum, sem svo er ofið í eftir þörfum. Hér kemur fyrra dæmið: “Það var reglulegt Manitoba-jólaveður, heiður, alstirndur himinn, glaða tunglskin og hvítalogn. Kvöldið var svo kyrt og hljótt, að það var eins og nóttin héldi niðri í sér andanum. Það var grimdarfrost og silfurhvítt hjarnið huldi alt, og lá í öldum og kömbum eins og stirnað úthaf. Sléttan á að ýmsu leyti sammerkt við hafið — hún, eins og það, fyllir sálu majins seiðandi löngun, að leggja af stað og kanna ómælis- víddina. Á sumrum fylgir henni þung- lyndisþrá, en á vetrum geigur og ótti; því að sléttan, undir vetrarsnjó, er enn ægi- legri en hafið, af því að hún er kyrlátari og eyðilegri. Manni finst, að dauðinn standi á gægjum við hverja fannbungu. En í þetta skifti var fannbreiðan aðeins töfra- land, er þau flugu yfir. Mjúkur snjórinn þyrlaðist undan hesthófunum og marraði undir sleðameiðunum. Loftið, þunt og kalt, brendi og sveið andlit þeirra, og við hvern andardrátt greip frostið loðnum loppunum fyrir vitin á þeim. Og þarna úti í hreinni, heiðri og stjörnubjartri jólanóttinni tjáði hann henni ást sína og hug allan, og fékk þau svör, er hjarta hans þráði. Og áfram flugu þau yfir mjúka fönnina — áfram eins og í draumi, ein, alein í dýrðarheimi jólagleði og æsku- ástar, með söng og gleði í sál sinni. Og hjarnið framundan þeim var ekki lengur hjam, heldur töfraland, er ljósálfar höfðu stráð miljónum demanta, er sindruðu og glóðu undir næturhimninum.” Náttúrulýsingar sem þessa, er fáar að finna í smásögum jafnvel góðra höfunda. En síðara dæmið er þetta: “Þau hjónin voru nú orðin ein eftir niðri. Solveig var á stjái fram og aftur um húsið — tók til og færði í lag hér og þar. En Óf^igi varð reikað inn í stofuna, þar sem eldur brann ennþá á arni. Hann settist í hægindastól hjá arninum, rétti fram fæturna og lét ylinn streyma um sig. Hann var dauðþreyttur og eftir sig, eftir glaðværð kvöldsins og þunga dags- ins. Hann starði í eldinn og sá stóra tré- búta verða að glóandi eldi og síðast kuln- aðri öskuhrúgu. Og honum flaug í hug, að þama væru trén að skila aftur sól- skini heillar æfi, er þau hefðu fengið að láni sér til lífsuppeldis. — Mundi hon- um endast aldur til að gera hið sama ?—” Hér yfirgnæfir ekki orðaflaumurinn hugsunina. í sögum Guðrúnar Finnsdótt- ur, sem öðru, er hún skrifar, er margt af spaklegu viti sagt. Og í frásögn hennar er aldrei þetta tóma hljóð sem svo oft brenn-. ur við í smásögum ýmsra höfunda, að það fylgir hverri meðal-langri málsgrein; er því oft helmingur sögunnar. Þó sjaldan sé um þessa hortitti talað í sögum, eða ekki öðru vísi en sem “þreytandi orðalenging- ar”, eru þeir þar eins raunverulegir og í bundnu máli. Til þess að forðast þetta, væri mörgum smásagnahöfundi holt, að lesa sögur Guðrúnar og taka sér til fyrir- myndar. Þrátt fyrir árin mörgu fjarri ættland- inu, skrifar Guðrún Finnsdóttir svo blæ- fagurt og hreint mál, sem bezt gerist. Það dregur ekki úr ánægjunni við lestur bók- arinnar, hve viðfeldið málið er og vandað, og laust við málróf og tildur. Á stíl henn- ar er og skáldlegur blær. öll meðferð hennar í framsetningu er talandi vottur spakvits. Efnið í sögurnar sækir höfundurinn mest eða alt í þjóðlífið íslenzka hér vestra. Fyrsta sagan í bókinni heitir “Utangarðs” og er um íslendingadaginn í Winnipeg, með auðvitað sérstökum söguhétum, en • sérstaklega þó stúlku, er nýkomin er að heiman og glögt auga hefir fyrir umskift- ingshættinum, sem orðinn er á íslendingn- um þó ættarmótið sé enn glögt, jafnvel þó hann tali ensku. Ætlum vér, að betri lýs- ing á íslendingadegi, hafi hér ekki áður verið skráð. En um hverja sögu út af fyrir sig yrði hér oflangt að skrifa. Um þær gildir allar það sem að framan hefir verið skráð. En heiti þeirra eru þessi: “Skriflabúðin”, saga af kirkju sem gerð var að skriflabúð og uppboðsstofu; “Á vegamótum”; “Enginn lifir sjálfum sér”; “Bæjarprýðin”; “Jóla- gjöfin”; “Landskuld”; “Að leikslokum”; “Stríðsskuldir”; “Jólaeldar”; “Rödd hróp- andans”; “Bálför”; og “f ljósaskiftunum”. Allar sögurnar eru vel skrifaðar og bæði gagn og gaman að lesa þær. f sumum þeirra er máli lítilmagnans talað; í öðrum fær hræsnin sín makleg málagjöld; og heimskunni og tildrinu er heldur ekki gleymt. Alstaðar einkennir frásögnina gagnrýni höfundar á málefnum, hismið er aðgreint frá kjarnanum. Það sem heil- brigð skynsemi segir satt vera, er sagt með ótvíræðum orðum. Verða áhrifin á lesandann fyrir þetta alt meiri, og ef til vill æði mikið meiri, en algengt er um smá- sögur. Vér sögðum að söguefnið væri oftast sótt í þjóðlíf vort hér vestra. Fyrir það eitt ættu sögurnar að vera fslendingum hér kærkomnar og því fremur, sem úr því efni hefir ekki mikið enn verið unnið af söguskáldum. Á sama hátt er það mikils- vert innlegg til íslenzkra bókmenta, að veita inn í þær ferskum straumum nýs ís- lenzks þjóðlífs, á sama hátt og skáldið St. G. St. gerði með ljóðum sínum. Nokkrar skáldsögur eftir Guðrúnu Finnsdóttur höfðu áður birst í blöðum og hafa hlotið góða dóma hjá lesendum. Með þók þessari helgar hún sér sæti á bekk með fremstu sagnahöfundum íslenzku þjóðarinnar. CANADA BANKI Fyrir sambandsþinginu í Ottawa liggur frumvarp um það, að stjórnin kaupi alla hluti í Canada banka og bankinn verði með því gerður að þjóðeign. Fyrir stjórninni er sagt að vaki með þessu, að ná óskiftum yfirráðum bankans. Þegar bankinn var stofnaður, var herini í sjálfu sér veitt yfirstjómin með því, að hún skipaði sjálf forseta bankans. En eftir kosningarnar 1935, tók Kingstjórnin lán til þess að kaupa fullan helming af hlutum bankans. Forsetinn, sem af Bennettstjórn- inni var yfir bankann settur, var ekki eftir skapi Kings, því hann áleit ekki pólitík koma neitt bankarekstri við. Eftir að búið var að kaupa helming hlutanna, tók King neitunarveldið af bankastjóra og fékk stjórnarráði Canada (Governor-in-Council) það í hendur. Ef maður t. d. æskir láns, sem bankastjórinn álítur að ekki geti sýnt nægilega tryggingu, getur stjómarráðið, sem er sama sem flokksstjórnin, sem í það og það skifti er við völd, sagt bankastjóra, að lána féð og um það sé ekkert meira að segja. Á ný tekur nú stjórnin lán til þess að taka í sínar hendur alla hluti bankans. Með því er Canada-banki orðinn algerlega þjóðeign, eins og C.N.R. kerfið. Á honum hvílir skuld eins og því, sem greiða verður vexti af. En bankinn er eigi að síður á pappírnum þjóðeignabanki, eins og C.N.R. er. Það væri bara óskandi að bankinn yrði dropasælli fyrir þjóð þessa lands, en C.N.R. kerfið hefir verið. En er við nokkurri bót að búast af þess- ari breytingu á bankanum? Árið 1935 talaði King forsætisráðherra um að taka í sínar hendur stjórn fjármálanna. Héldu margir í kosníngunum það ár, að þama væri annar Aberhart á uppsiglingu. Þeir töluðu svo líkt um peningavald. Báðir gerðu ráð fyrir að taka sér það vald í hendur til þess að geta ráðið kjörum á lánum til almennings og lækkað vexti. En þessa sömu götu riðu þeir ekki lengi sam- an. Eftir sambandskosningarnar það ár, voru þeir orðnir eins og einir og reynir. Um vaxtalækkunina er lítil von af þess- ari breytingu á bankanum. Bankinn á þar við keppinauta að etja, sem eru of- jarlar hans. Hagur almennings verður eitthvað svipaður og af lækkun fargjalds- ins á járnbrautum, sem gera átti með því að gera brautina að þjóðeign. Þjóðbrauta- kerfið hefir ekki getað kept þar við C.P.R., og hefir á þeim stutta tíma síðan stjómin tók það yfir bætt yfir einni biljón dala við þjóðskuld landsins. Rekstur bankans verður nú, ef til vill, farsælli, en verður hann það að nokkru öðru leyti, en að gefa stjórninni lausari taum til að eyða fé í þágu flokks síns? Reynslan er sú, að flokksstjórnir hafa verið ómögulegastar allra skepna í mannsmynd til að hafa nokkur viðskifti með höndum. f hvaða landi, fylki, bæ eða sveit, sem um er að ræða, hafa þær ávalt sokkið dýpra og dýpra ofan í skuldafenið, og loks svo djúpt nú, að þær mega heita um allan heim druknaðar í skuldum, skuldum sem hæpið er, að komandi kynslóðir geti staðið skil á, að ekki sé nefnd sú kynslóð, sem nú er uppi. Þjóðeign er ekki það að fá flokks- stjómum öll völd í hendur til þess að láta þær leika sér einráðar með. Það er ekki um þjóðeign að ræða, fyr en við höfum fullkomið lýðræði í stað skrípamyndarinn- ar sem við höfum nú af því, með fulltrúa- valdinu, í stað atkvæðavalds í fjármálum og öllum þjóðlegum athafnamálum. Það er með fulltrúavaldinu, sem peningavald- inu hefir vaxið svo fiskur um hrygg, að það er nú orðið óhemjandi. Að kalla Canada-banka því nú þjóðeigna- banka, er rangnefni. Hann er pólitísk drykkjarlind flokksstjórnarinnar, sem í þetta eða hitt skiftið er við völd í Ottawa, ekkert annað. Á markaðinum var mikið verðfall einn daginn. Hversvegna? Af því að í nýút- kominni skýrslu frá stjórninni var spáð, að uppskera yrði góð. En fréttir af góðri uppskeru, eru eins og þú veizt illar fréttir! * * * Menn leita ekki sannleikans. Sannleik- urinn eltir þá, en þeir hlaupa undan hon- um og vilja ekki líta við honum. * * * Það er sagt að kurteisi kosti ekki pen- inga. En kostar hún ekki stundum sann- leikann? DEILA ÚT AF LAXVEIÐI I ALASKA í júní-hefti ritsins “Current History”, er birt eftirtektaverð grein um hvemig laxveiðinni er komið í Alaska vegna yfirgangs Japana. Telur blaðið miklar lík- ur til, að veiðin — einn helzti atvinnuvegur Alaska-búa — verði innan skamms tíma eyði- K5gð, ef Bandaríkjastjórn komi ekki tafarlaust í veg fyrir það. í málinu liggur þannig, að Japanir hafa stundað laxveiði við strendur Alaska undanfarin ár í svo stórum stíl, að veiðin er þar stórum að þverra. Veið- ina reka þeir þrjár mílur undan landi og því utan landhelginnar, en þeir hafa tveggja mílna löng net og eftir því djúpriðin, er þeir breiða þvert og endilangt um álana inn að Bristol-flóa, og sem tekur að miklu leyti fyrir að laxinn gangi upp að landinu. Fiskimönnum í Alaska, er ekki leyft að nota nema 900 feta löng net, svo hlutur þeirra verður ekki stór hjá veiði Japana. En laxinn er frá ströndinni kominn og leitar þangað aftur til að hrygna, hvert sem hann þess á milli fer eða flækist um höf. Um 30,000 manns í Alaska stunda laxveiði; nemur veiðin árlega um 50 miljón dölum. Það er því ekkert lítið í húfi, ef at- vinna þessi legst niður. Samkvæmt beiðni Alaska-búa, hefir stjórn Bandaríkjanna farið tvisvar fram á það við stjórn- ina í Japan, að hún léti þetta ekki viðgangast. í fyrra skiftið (í nóvember 1937) kvað stjórn Japana þetta vera hafrannsóknir aðallega. — En þegar bent var á, að þetta ætti sér á- valt stað stað um það leyti, sem laxinn gengi upp að landi, kvaðst Japans-stjórn ætla að koma um hæl í veg fyrir þetta. Það var í marz á þessu ári. En skip þeirra halda enn áfram upp- teknum hætti. Fyrir einni eða tveim vikum tilkyntu svo Alaska-búar, að þeir rækju með valdi Japani burtu sjálfir og eins þó blóðsúthelling- ar kostaði, ef þeir létu $ér ekkert segjast. Hin góðu loforð japön- sku stjórnarinnar meintu sjáan- lega ekkert. Hefir þetta nú orðið til þess, að frá Seattle voru send vopn og hernaðarvörur til Alaska fyrir tveim vikum. — Sögðu yfirvöld Washington stjórnarinnar í Seattle, að við blekkingar einar í þessu máli sætti Bandaríkjastjórnin sig ekki lengur. Við það situr enn sem komið er. Útflutningur vöru frá Alaska til Bandaríkjanna, nemur $1,- 700,000,000, síðan árið 1867, að Bandaríkin keyptu landið af Rússum. Af þessari vöru var nærri helmingur lax; er hann að verði talinn að hafa numið ' $750,000,000. Laxveiðin við Alaska var svo mikil, að hún var talin helmingur af allri laxveiði í heimi, hvort sem hún er það nú eða ekki. Önnur aðal-útflutn- ingsvara var gull, en það er sagt j að hafi numið $650,000,000. —i Rússar stofnuðu þarna fyrstir | hvítra manna bygð 1780 og áttu því landið. Bandaríkin greiddu þeim $7,200,000 fyrir það. — Stærð landsins er 586,400 fer- mílur og íbúatalan um 60,000. Af þeim eru 16,000 Eskimóar og 10,000 Indíánar. Hitt eru hvítir menn. Meðan Rússar áttu land- ið, var það kallað “Rússneska Ameríka.” Hlíðarnar upp frá Kyrrahafinu eru sagðar all-frjó- samar; er þar gras og skógur. Vetur er þar sagður mildur. En þegar lengra norður og austur i dregur, er bæði kalt og ófrjótt land, sem nyrst í Canada. Minsti fiskur sem lifir í sjón- um er svonefndur dersolfiskur. Það er sjaldgæft að i.ann verði me:ra en 2—3 sentimetrar á íengd. Fisktegund þessi á heima í sjónum við hitabeltislöndin. ALLIR MEÐGANGA Það vekur undrun flestra, hversu auðveldlega gengur í Rússlandi að fá sakfelda menn til að játa á sig alla hugsanlega glæpi, sem yfirvöldunum hug- kvæmist að saka þá um. Eftir ummælum News Review og fleiri blaða að dæma, er þetta ekkert undrunarefni. Heldur ritið fram, að mennirnir séu pyntaðir til þess ,að meðganga glæpinn. Og aðferðin er ofur einföld. Hinn ákærði er lokaður inni í pynting- ar klefa með ærnum hita, undir sterkum kastljósum. Ofan í hann er helt saltvatni við þorst- anum á hálftíma fresti. Þessi aðferð var notuð við Krestinsky, fyrrum sendiherra Rússa í Ber- lín, fyrir skömmu síðan. Hafði hann áður fyrir rétti neitað öll- um sökum er á hann voru born- ar, en var gefið til kynna meðan á framangreindum pyntingum stóð, að þær væru aðeins inn- gangur að öðrum meiri. Er engin hætta á að aðrir sakamenn hafi ekki einnig á þessu kent. ENDURHEIMT SKJALA OG FORNGRIPA FRÁ DÖNUM Það mun öllum vera hin mestu gleðitíðindi, að nú er komin fram tillaga á Alþingi, þar sem skorað er á ríkisstjórnina að ganga eftir því, að Danir skili hingað hand- ritum þeim og forngripum, sem í skjóli hins fyrra sambands milli landanna eru í þeirra vörslur komnir. Og ekki er það síður gleðilegt, að allir stjórnmála- flokkar landsins skuli standa að tillögunni, því það sýnir, að þó margt beri á milli í ærið harð- vítugum stjórnmáladeilum vor- um, þá eru þó til þau mál, þar sem öllum sýnist á einn veg. Það er enginn efi á því, að tillögu- mannaflokkurinn er trú mynd af afstöðu allra landsmanna til þessa máls, enda mun naumast þurfa að efa, að tillagan verði samþykt, og ekki heldur hitt, að ríkisstjórnin muni ganga rösk- lega að því að framfylgja henni. Það er bersýnilegt, að Danir fylgjast mjög gaumgæfilega með því, sem í þessu máli gerist hér á landi, því tillaga þessi var naumast fyr komin á borð þing- manna hér heima í Reykjavík, en danskt blað “Politiken” næsta dag tók málið til yfirvegunar, að því er einkaskeyti tii Ríkisút- varpsins hermir. Segir “Politik- en”, að íslendingar geti engar lagalegar kröfur gert til handrit- anna, en á forngripina minnist blaðið ekki. Þess er nú þó að vænta, að Danir verði ekki einir til frásagna um það hverjar lagalegar kröfur við eigum á hendur þeim, og ef ekki vill bet- ur til verða það alténd við sjálf- ir. Hins vegar viðurkennir blað- ið hina siðferðilegu kröfu vora til Árnasafns en telur að hún myndi ekki vera jafnþung á metaskálunum, ef safnið hefði orðið námsmiðstöð, eins og til var ætlast, þegar hinni nýju skipun var komið á Árna Magn- ússonar safnið fyrir nokkrum árum, en að það hafi ekki orðið stafi af fjárskorti. Það er auð- vitað gleðilegt, að Danir skuli nú sjá það, sem allir aðrir hafa séð lengi, að vér eigum siðferilegan rétt til hinna íslenzku handrita í Árnasafni auk hins lagalega rétt- ar vors, og einnig að þeir sjá nú það, að um 200 ára ræktarleysi danska ríkisins við Árnasafn hefir alls ekki skapað Dönum neinn siðferðilegan rétt til safns- ins. Hitt er aftur á móti furðu- legt, ef þeir halda, að þeir geti nú svift oss þessum siðferðilega rétti, sem þeir sjálfir viðurkenna að við eigum, með því að rjúka upp til handa og fóta og veita fé til safnsins, þegar við ætlum að fara að ganga eftir þessum rétti okkar, því ekki verða þessi um- mæli skilin á annan veg en þann, að þau séu áskorun til danskra yfirvalda um að opna nú pyngj-

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.