Heimskringla - 15.06.1938, Síða 1

Heimskringla - 15.06.1938, Síða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytime In the 2-Glass Bottle ^ ® SNÚIÐ A MELINU! Komið loðfatnaði og vetrar- kápum yðar til geymslu hjá oss í mel og eldtryggum skápum SfMI 37111 AVENUE DYERS and CLEANERS LII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 15. JÚNf 1938 NÚMER 37. HELZTU FRÉTTIR EINAR H. KVARAN Liberalar sigra - RITHÖF. LÁTINN í Saskatchewan Kínverjar fylgdu þar stefnu sinni um að skilja Japönum ekki annað eftir en “sviðna jörð”, og eyðilögðu eins mikið og þeim var unt, áður en þeir hurfu það- an. (Alþýðublaðið dagsett 21. maí og sem Hkr. barst í hendur í gær, flytur fregnina af láti Einars H. Kvarans. Er fregnin hér endur- prentuð ásamt ummælum blaðs- ins er henni fylgdu um hinn látna.) Einar H. Kvaran rithöfundur lézt í morgun (21. maí) að heim- ili sínu, Sólvallagötu 3, kl. 6.30, rúmlega 78 ára að aldri. Hann hafði legið rúmfastur síðan á páskum. Einar H. Kvaran er fæddur í Vallanesi 6. desember 1859. For- eldrar hans voru séra Hjörleifur Einarsson og fyrri kona hans Guðlaug Egilsdóttir bónda Jóns- sonar frá Gíslastöðum á Völlum. Einar H. Kvaran ólst upp að Blöndudalshólum í Húnavatns- sýslu til 10 ára aldurs. Árið 1870 fékk sr. Hjörleifur faðir hans Goðdali, og þar var heimili Einars, þar til hann fór í skóla 1875. Úr skóla útskrifaðist hann ár- ið 1881 og sigldi hann um sum- arið til Kaupmannahafnar og tók að lesa stjórnfræði. Árið eftir tók hann heimspekipróf. Þar komst hann í kynni við ýmsa landa sína, sem hneigðir voru til bókmenta, svo sem Gest Pálsson, Bertel E. Ó. Þorleifsson og Hannes Hafstein. Allir þessir félagar hneigðust mjög að kenn- ingum Brandesar og gáfu þeir út tímaritið Verðandi, sem kom út vorið 1882, mest fyrir tilstilfi Tryggva Gunnarssonar. — En Verðandi varð skammlíf, og efndu þeir félagar og fleiri til útgáfu nýs rits, sem hét Heim- dallur. í því blaði átti Einar tvær sög- ur: Sveinn káti og You are a humbug, sir. Á þessum árum kvæntist hann danskri konu, Maren Mathilde Petersen, en hún dó 1886. Árið 1887 kvæntist hann aftur Gíslínu Gísladóttur frá Reykjaholti í Mosfellssveit. Sumarið 1885 fór Einar vest- ur um haf og dvaldi þar næstu 10 ár. Haustið eftir að hann kom vestur varð hann ritstjóri Heimskringlu, en Heimskringla hætti að koma út eftir þrjá mán- uði. Var þá stofnað blaðið Lög- berg, og varð Einar fyrsti rit- stjóri þess. Eftir að Einar kom að vestan, fékst hann enn um skeið við blaðamensku og tók um tíma all- mikinn þátt í stjórnmáladeilum þeirra tíma; en allmörg síðustu árin dvaldi hann hér í Reykjavík og gaf út tímaritið' Morgunn, sem hann var ritstjóri að. Fyrsta saga Einars, “Orgelið”, kom út í Þjóðólfi 1880, en merki- legast af æskuverkum hans mun vera: “Hvorn eiðinn á eg að rjúfa?” sem prentuð var á Eski- firði 1880. Einar H. Kvaran hefir skrifað skáldsögur, Ijóð, leikrit og smá- sögur, sem of langt yrði upp að telja. En merkustu verk hans munu verða talin Ofurefli, Gull, Sálin vaknar, Sambýlið og Sög- ur Ranveigár; en einhver fræg- &sta smásaga hans er “Vonir”, sem Georg Brandes skrifaði lof- samlegan ritdóm um og gerði höfundinn þektan um öll Norð- Urlönd. Með Einari H. Kvaran er hnig- iun í valinn einhver allra merk- ®fti rithöfundur þjóðarinnar á síðustu tímum.—Alþbl. Liberal stjórnin í Saskatchew- an var endurkosin í fylkiskosn- ingunum sem fóru fram 8. júní. Sigur hennar er ekki út af eins mikill og í kosningunum 1934, er hún hlaut 50 þingsæti af 55 alls. Nú hefir hún 36 þingsæti, af 52 alls. En við þessa tölu hennar geta bæst 2 sæti, sem ókosið er í. Næstir eru C.C.F. með 10 þingmenn, þá Social Cre- dit-sinnar 2, Union Progr^sive 1 og óháður 1. Tala atkvæða hvers flokks um sig er ekki til fullnustu kunn. Frá 300 kjörstöðum með að lík- indum 15,000 atkvæði, hefir ekki heyrst þegar þetta er skrifað. — En eftirfarandi tölur nægja tii að sýna hlutföll atkvæða hjá f lokkunum: Af 412,930 atkvæðum, hlutu liberalar 186,869; .C.F. 75,000; Social Credit 63,700; íhaldsmenn 52,361 og þrír eða fjórir smærri flokkar afganginn. Öll atkvæði andstæðinga stjórnarinnar verða því um 226,000 eða um 40 þús- und atkvæði fleiri en stjómar- innar. Stjórnin hefir því ekki helming atkvæða, þó þrjá fjórðu þingmannasæta hlyti. Ráðgjafar stjórnarinnar náðu allir kosningu. Og eiginlega fór stjómin mikla sigurför í kosn- ingunum. Óskapa fjöldi þingmannaefn- anna tapaði veðfé sínu. Mesta hrakför hlutu social credit sinn- ar þar; veðfé sínu töpuðu 17 af þeim. Koma íhaldsmenn næstir þeim með 9. Einn fslendingur, Ásmundur Loptson, er sótti í Saltcoats, tap- aði kosningu. í því kjördæmi var C. C. F. sinni kosinn. “Burt með erlend skip” Frá Shanghai í Kína var símað s. 1. laugardag, að Japanir hefðu varið erlend skip á Yangtse-ánni við því, að þeir ætluðu sér að sækja upp ána alla leið til Han- kow, stjórnarsetursins í Kína. Til góðra vara báðu þeir brezk, bandarísk og frönsk skip, að hafa sig burtu úr leið þeirra. Litlu síðar lögðu 40 japönsk herskip af stað upp eftir ánni. Voru þá öll útlend skip horfin af henni milli Wuhu og Kiukiang. Þau höfðu hlýtt Japönum. Wuhu er um 326 mílur frá Hankow, en Kiukiang 120 mílur burtu þaðan. Fyrir japönsku skipunum sigldi fánaskip Japana, er Izumo heit- ir og sem fyrir flotanum sigldi er árásin var hafin á Shanghai á s. 1. ári Chiang Kai-Shek yfjrmaður Kínverska hersins, kvað hafa hert á herskyldulögunum. Ná þau nú jafnt til allra á vissum aldri hárra og lágra. Er ætlað, að með því hafi Chiang Kai-Shek ætlað sér að koma til leiðar, að jafnt gengi yfir alla, en af því fór orð, að talsvert af ungum heldrimanna sonum væru í Shanghai, hefðu þar viðskifti með höndum, sem um ekkert væri að ræða, og skemtu sér á dönsum um nætur. Frá fylki einu í suðvestur hluta Kína, er Szechuan heitir, kom mikið lið nýlega til Han- kow; er sagt að það lið hafi verið úr hópi 100,000 hermanna, er þaðan sé bráðlega von. Rigning tafði innrás Japana um helgina á Ch&ngchow, sem nú þegar er í rústum, bæði af sprengingum og svo hinu, að í Saichuen, í útjaðri borgar- innar Canton, köstuðu fjögur japönsk flugskip heilum farmi af sprengjum á raforkustöð og vatnsleiðslu miðstöðina. Var þarna ekkert um vörn. Sáu Canton-búar þetta og varð ekki um sel því sprengjum hefir rignt yfir þá borg í fullar tvær vikur og þúsundir manna verið drepnir og særðir. Eden gagnrýnir stefnu Chamberlains í ræðu sem Anthony Eden hélt í Leamington á Englandi, s. 1. laugardagskv., gagnrýndi hann mjög ákveðið stefnu Chamber- lains í utanríkismálunum. Sagði hann nú þegar á daginn komið, að með því að vægja fyrir dik- tatórunum, hefði þeim vaxið ás- megin og nú væru þeir komnir í þann ham, að stríði yrði ekki til lengdar afstýrt, ef Bretland tæki ekki fastar í taumana, en það nú gerði. Aðeins með því að Bret- land sýndi að það væri ákveðið í að verja lýðræðið, yrði stríð umflúið. Chamberlain hefði sagt, að miðlunarvegur sinn hefði bjargað heiminum frá stríði; hið gagnstæða hefði átt sér stað. Ef Bretland hefði fyrir sex mán- uðum, tekið upp aðra stefnu en það nú fylgir væri friðurinn tryggari nú en hann er. Sjómenn Breta heimta hefnd Um sextíu þúsund sjómenn á Englandi hafa krafist þess, að Bretar hefndu árásanna, sem lið Francos hefir hafið á brezk skip á Miðjarðarhafinu. Vilja þeir að Bretar hefji sprengju-árásir á hafnbæi þá er Franco ræður yfir. Telja það eina ráðið til að fá Franco til að láta brezk skip af- skiftalaus. Síðan byltingin á Spáni hófst, hefir lið Francos ráðist á 60 brezk skip með sprengj u-kasti og drepið um 78 brezka menn. Og þetta fer sí og æ í vöxt. Frönsk skip hafa svipaða sögu að segja. ítalir hafa ráðist á fjölda skipa þeirra. Er sagt, að Daladier forsætisráðh. Frakka, sé ekki sízt þessa vegna frá því horfinn að gera nokkra samn- inga við ítali. Ræðir blaðið Times í Lundún- um mál þetta all-ítarlega og tel- ur það svo alvarlegt, að Breta- stjórn geti ekki lengur horft hlutlaus á þennan leik. LISTAMAÐUR STADDUR Á MOUNTAIN Mountain, N. D., 11.júní1938 Ritstj. Hkr.: Mr. Ed. Thorlakson og frú hans frá Chicago eru nú sem stendur í heimsókn á Mountain hjá bróður Mrs. Thorlakson, V. G. Guðmundson. Mr. Thorlakson hefir verið á Northwestern Uni- versity síðastliðið ár að stúdera “dramatic art”. Eins og les- endum íslenzku blaðanna er kunnugt, hefir Mr. Thorlakson fengist við leikritasmíð og hlotið mikið lof fyrir verk sín í þeirri grein. Nú hefir hann verið að afla sér meiri fræðslu á því sviði og einnig í framsögn (imperson- ation, interpretation and dra- matic reading) á bæði ljóðum og óbundnu máli. Þjóðræknisdeildin “Báran” hefir verið svo heppin að fá Mr. Thorlakson til að halda samkomu undir sinni umsjón í samkomu- húsinu á Mountain að kveldi þess 24. júní, þar sem aðal pró- grammið verður upplestur á skáldskap í bundnu og óbundnu máli, þar á meðal kaflar úr hans eigin leikriti ‘Kiartan of Iceland.’ Fyrsti partur af prógrammi hans verður “characterizations of American types”; síðan les hann kvæði á íslenzku og ensku. Mr. Thorlakson hefir haldið slíkar samkomur á nokkrum stöðum í vor og haft góða aðsókn, þar á meðal hjá íslenzka félaginu Vísi í Chicago. Um næstu mánaðarmót fara Mr. Thorlakson og frú hans aust- ur til St. John, New Brunswick, þar sem þau ætla að kenna við sumar skólann. Mr. Thorlakson býst við að halda áfram námi við Northwestern University í Evan- ston á komandi hausti. Allir ungir og gamlir Dakota íslendingar ættu að koma til að hlusta á þennan íslenzka lista- mann á meðan tækifæri býðst. Við höfum mist Ólaf Eggertson og Bjarni skopi er farinn frá okkur, en hér höfum við þriðja manninn sem getur tekið þeirra pláss í leiklist. Vinsamlegast, Th. Thorfinnson PRÓF. KIRKCONELL ÁLUNDAR Hinn nafnkunni ljóðaþýðari og tungumálagarpur, prófessor Watson Kirkconnell heimsótti Lundar þann 3. þ. m. í för með honum voru Guttormur skáld Gutormsson, dr. Sveinn Björns- son og konur þeirra. Hafði ver- ið efnt til samkomu á Lundar ' þennan dag til arðs fyrir Sumar- heimili barna á Hnausum. Sam- koman var vel sótt, og höfðu menn hina mestu ánægju af þvi að hlusta á gestina. Prófessor Kirkconnell flutti á- gætt erindi, sem hann nefndi “Icelandic Contribution to Can- adian Literature”. Talaði hann einkum um þann hluta ljóðagerð- ar vestur-íslenzkra skálda, sem sprottinn eru pp úr hérlendum jarðvegi og ekki snertir fsland eða minningar um það. Las hann þýðingar af kvæðum eftir Stephan G. Stephansson, Gutt- orm Guttormson og Einar Pál Jónsson, og benti um leið á sér- kenni þessara skálda, hvers um sig. Vakti þýðing hans á kvæð- inu “Sandy Bar” eftir Guttorm sérstaka eftirtekt allra, er á hann hlustuðu. Auk þess las hann langt frumsamið kvæði eft- ir sjálfan sig. Er það saga í ljóðum, sem fjallar um efni, sem tekið er úr lífi Vestur-fslendinga — yfirsjónir, ástir og baráttu fyrir lífinu við ís og storma á Winnipeg-vatni. Hefir próf. Kirkconnell orkt nokkur slík kvæði, sem birst hafa í Winni- peg blaðinu Free Press og ýms- um tímaritum. Það þarf ekki að benda á það, hvílíkur afburða- maður próf. Kirkconnell er sem ljóðaþýðari; hróður hans hefir flogið um heim allan að heita má. Á þessu sumri fer hann til Ungverjalands og flytur fyr- irlestra við háskóla þar. Hann hefir allra mann mest og bezt vakið eftirtekt enskumælandi fólks á skáldskap útlendinganna hér í landi, ekki sízt íslendinga; og er ærin ástæða til að vera honum þakklátur fyrir það. Guttormur Guttormsson las nokkur kvæði eftir sjálfan sig. Hvergi nýtur hin oft bitra en þó Nýstárleg samkoma haldin af Islendingum á Osborne Stadium n. k. mánudag Samkoman sem stjórnarnefnd sumarheimilis barna á Hnausum efnir til næstkomandi mánudag ,á Osborne Stadium í Winnipeg, er hreinasta nýung í skemtana- lífi íslendinga og verðskuldar að vera sótt af íslendingum nær og fjær. Osborne Stadium er einn feg- ursti og fullkomnasti íþróttavöll- ur þessa bæjar. Þar er “Grand Stand” með sætum fyrir fleiri þúsund manns og góðu útsýni frá yfir víðáttumikla eggslétta hvanngræna grasbala, með lauf- skúfuðum trjám stungið niður hér og þar, dans og ræðupalli, akvegum og gangbrautum. Þar er svo vel lýst, að á kvöldum er þar alt uppljómað, sem um há- bjartan dag væri. f einu orði sagt: ákjósanlegasti staður að koma saman á. Það sem til mestrar nýungar má ef til vill telja af því sem þarna verður til skemtana, eru þjóðdansar, sem sýndir verða af tíu þjóðflokkum. Keppir hver þjóðin við aðra í fegurðardansi og má af því búast við mikilli skemtun. önnur góð skemtun er íslenzk glíma, er þarna verður sýnd. Ennfremur gefst þarna að líta leikfimi og íþróttir í ótal myndum. Þá sýna og bogmenn góðir list sína. Og loks verður dansað af öllum á grasigróinni grundinni. Með þessu öllu saman og ótal fleiru sem vér nennum ekki að nefna, syngur svo Karlakór ís- lendinga í Winnipeg á samkom- unni, undir stjórn Ragnars H. Ragnars. Þessi útiskemtun getur orðið ágætt íslendinga-mót, ef landar rækja eins og óskandi er að sækja samkomuna. Og þegar þess er gætt ennfremur, að hún er haldin í þarfir eins bezta mál- efnisins, sem íslendingar hér hafa unnið að, ætti það ekki sízt að veræ löndum vorum hvöt til að sækja hana. Já, en hvað kostar nú þetta alt, munu menn spyrja? Inn- gangseyrir er 25 cents. Og þar kemur nú ennfremur nokkuð til greina. Við innganginn fá menn miða með einhverri tölu á, sem ef hepni er með getur meint nokkuð. Forkunnar fagurt og dýrt radio (viktökutæki) hefir verið gefið sem “Door-prize” og sem dregið verður um. Svari talan á þínum eða mínum miða til tölunnar á miðanum sem dreginn er, hefir betur verið farið en heima setið. Hver veit með hverjum lukkan verður þetta kvöld? Eitt er víst. Samkoma þessi er nýstárleg og þeir sem hana sækja, mun allir sem einn af því hafa ærna skemtun. létta fyndni Guttorms sín betur en í smákvæðum, eins og kvæð- inú um nautið, sem tryldist, er það sá æskulýðinn koma út úr skólanum, sem var eitt af kvæð- unum, sem hann las. í kvæðum hans eins og því er sárbeitt á- deila, sem er sett fram með létt- leika og lipurð, sem brýtur af henni sárasta broddinn. Það er vel farið að Guttormi gefst nú kostur á að sjá ísland og kynn- ast mönnum þar. Hann er einn af þeim, sem hefir orðið að vera of bundinn við heimaþúfuna, en sér þó vítt of heima og rýnir djúpt í hugskot manna. Frú Marja Björnsson sagði frá sumarheimilinu og starfi þess. Henni er það líka kunnast; því að áhugi hennar fyrir stofnun þess má heita dæmafár og starfsþrek hennar í þarfir þeirra mála, sem hún tekur að sér má kallast óbilandi. Ræða sú, sem hún hélt þarna, mun birtast á öðrum stað í blaðinu, og er því ekki þörf á að orðlengja um hana hér. Hún ber með sér, hversu hjartfólgið þetta mál er henni. Gott verk skal með góðu gjaldast; og ekkert er henni kær- ara en að fólk styðji eftir megni þetta göfuga fyrirtæki, sem hún hefir lagt svo mikið í sölurnar fyrir. Karlakór Lundar, undir stjórn Vigfúsar Guttormssonar, skemti með söng. Er hann eflaust einn með beztu smábæjar söngflokk- um; enda er Vigfús ágætur söng- stjóri og mjög áhugasamur um þá list. Tvær ungar stúlkur, Kristín Oddsson og Margrét Arnfinnsson sungu tvö eða þrjú lög mjög laglega. Er gleðilegt að sjá að allmargt ungt fólk meðal Vestur-íslendinga sem vill leggja rækt við sönglistina, og ætti því að koma hvatning frá þeim eldri og hjálp til þess, eftir því sem föng eru framast tiL G. Á. STÖKUR Upp við vorsins væra hljóm vakna blóm á túnum, fuglar sínum sæta róm syngja á fjalla brúnum. Krónu bæra blöðin smá blikar döggin hreina, úfin hamast aldan blá upp við fjöru steina. Blómin anga, brosir hlíð, blær um vanga strýkur, Sólin dranga signir blíð sær um tanga ríkur. Magnús I. Þór, (frá þórólfsstöðum á fsl.) Til Heimskringlu Oft þú sýnir andans ment og yfirburði, lesendum — í óð og orði — enginn stendur þér á sporði. M. I. Þ. ÍSLANDS-FRÉTTIR Rafmagnið frá soginu til Hafnarfjarðar Á laugardaginn fékk fyrsta heimilið í Hafnarfirði rafmagn frá Soginu. Er nú unnið af kappi að því að tengja við húsin, en ekki er hægt að tengja nema nokkur hús í einu. Ríkissjóður hefir eins og kunn- ugt er, lagt leiðslurnar til Vífils- staða, en Reykjavík hefir kost- að lagningu línunnar frá Vífils- stöðum til Hafnarfjarðar. Hafn- arfjarðarbær kostar hins vegar allar leiðslur innanbæjar. Línan suður er byrjun á línu- lagningu til þorpanna á Suður- nesjum.—Alþbl. 23. maí. * * * Unnið er nú að stækkun út- varpsstöðvarinnar í Reykjavík og er búist við að henni verði lokið í júlí, og að stöðin taki þá til starfa með margfaldri orku. —Dagur, 12. maí.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.