Heimskringla - 15.06.1938, Síða 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 15. JÚNÍ 1938
í KAUPSTAÐ
Eftir Gouverneur Morris
I.
Dan Silversmith var hagur á silfur og fór
með kukl til lækninga. Hann lagði upp í birt-
ingu með tveim hestum fyrir léttvagni, smáum
og harðgerðum, hafði á höfðinu hatt með lág-
um kolli og víðum börðum, dökk gleraugu, í
bláum strigabuxum, upplituðum, og skóm heima
gerðum, með stóran silfurhnapp, sinn á hverri
rist. Um vinstra úlnlið var baugur úr svörtu
skinni, vel gerður, með stórum turkis steini,"
bláum og dröfnóttum. Um hálsinn fimmföld
festi af sömu steinum. Flögur af álíka steinum,
í laginu eins og mannsiljar, héngu sín í hvoru
eyra. Hann kom á höndlunar plássið og batt
hrossin við gerðið áður en opnað var og sat
hreyfingarlaus á bekk undir búðarvegg þegar
Mill Hombres lauk upp. Mill kastaði á hann
kveðju sem Dan tók undir.
Mill Hombres var spánskur að kyni og geð-
menni mikið, og barðið á hans brennvínshatti
rétt skygði á brodd hans fjölreynda nefs þegar
sól var í hádegisstað. Hann hafði dvalið með
Indíánum alla sína æfi, þekti þá að mörgu,
grunaði að ýmsu. Honum datt ekki í hug að
heilsa Dan með nafni né spyrja um erindið.
Mill Hombres (þúsund manns) hafði margt
annað og betra að gera eins og nafn hans bendir
til. Húsbóndinn — “Mr. A. B. Brown, esquire”
kallaði Mill hann, þegar hann var kendur og
til í þras — var á ferðalagi til ræðuhalda um
vinnubrögð Indíána. Mrs. Mill Hombres var í
fjarlægri borg að heimsækja ömmu sína og
þrjár telpur Mills, Ramona, Dolores og Patricia
höfðu kíghósta; inntöku handa þeim fékk hann
hjá Hollending sem boðaði Guðsríki og læknaði
veika í þeim sveitum, líka salvi að bera á
brjóstin.
Vélin sem átti að dæla vatni djúpt úr iðrum
jarðar, hafði fengið eitt ólundarkaistið, ssú
líka sem átti að skapa orku til að lýsa þegar
dimt var.
Á vinnukonuna var kominn gáll og elda-
buskuna mátti til að hafa góða með lofsorðum
og nógum eldivið. Mrs. Mill Hombres og vinnu-
konan bjuggu vanalega um, en nú var konan í
burtu og vinnukindin fór hjá sér; verkamenn
á teinahrygg voru í kosti þar sem hún hafði
gengið um beina í matsölubúð í Mexico. Einn
þeirra kleip hana í kálfann, í fyrsta sinnið sem
hún bar á borð fyrir þá, en hún braut disk á
höfði hans, upp frá því fóru þeirra viðskifti
hraðvaxandi og nú voru þau farin að tala um
að leggja fyrir í því skyni að taka saman.
Svo Mill Hombres varð að búa um og gerði það
fljótt og vel, örva ástveika vinnukonu með
glettum og gamni, selja bifreiðum gas og'olíu,
afhenda vörur við búðardiskinn og svara spurn-
ingum. Þrír gestir voru í heimahúsinu, pró-
fessorar að rannsaka háttu Indíána og gera úr
því hátíðlegt, jafnvel heilagt starf. öxull hafði
brotnað í vagni þeirra, svo þeir voru miður
færir til langferða þangað til sá skaði var bætt-
ur, gátu ekki sótt til rústa né sorphauga né
gerst boðflennur á dönsum né snuðrað um
heimahagi hinna hörundsrauðu. Þeir komu
ekki öðru við en að bíða, elta Mill Hombres á
röndum og spyrja hann spjörunum úr.
“Til að mynda galdrakarlinn þarna,”
sagði einn prófessorinn. “Hann er kominn óra-
leið til að sækja vatn á tveim kvartilum. Af
hverju lætur hann ekki á þau og fer svo heim?
Af hverju gerir hann ekki annað en sitja fyrir
og glápa? Eg held fram þeirri kenningu að
vestrænir kuklarar hafi sama lag og heilagir
menn í Austurlöndum, kunni að gera því hann
sem í undirvitund felst. Líklegast er það bara
kroppur Dans sem hreykir sér þarna í horninu
meðan andinn fer um ýmsa heima. Hvað heldur
þú, Mill Hombres?”
Mill Hombres vissi vel hvar andi Dans var
>á stundina: í búðarhyllunum hjá tinbaukum
með ávöxtum, tómötum og nautaketi. Dan
starfaði með öðrum orðnm að því sem kallað er
glugga-kaupskapur og þó hann bæri drjúgan
auð á hálsi og í eyrum, á úlnliðum og á öðrum
hvorum fingri, þá var meir en líklegt að hann
skorti skotsilfur.
En Mill leitaði lags og ók seglum eftir vindi.
Kuklarar voru fyrir sig. Þeim tókst oft merki-
lega vel. Einu sinni meiddi Mill sig í öklanum
í viðureign við naut, þá kom kuklari og söng yfir
öklanum og þá batnaði. Mill gat ekki um, að
hann sjálfur varð svo feginn því, að nokkur
skyldi vilja að honum skánaði í öklanum, að
hann hrestist allur saman og öklinn líka, gat
heldur ekki um, að rétt á eftir versnaði honum
í öklanum. Hann fór bil beggja. Honum þótti
þrófessorar yfirleitt áþekkir varnarlausum,
rúnum kindum sem þyrftu skjól. Af þessu svar-
aði hann svo:
“Það kann svo að vera. Máske þeir geti setið
kyrrir einhverstaðar með einhverjum sálarparti
og einhver annar partur skjótist eitthvað ann-
að. Eg get varla um það sagt.” Með það
skaust hann eitthvað annað þar sem meiri
þörf var á þjónustu.
Prófessorarnir kinkuðu kolli og töluðu
lágt: “Það má reiða sig á að Mill Hombres veit
hvað hann fer með. Hann fæddist meðal
Indíána og ólst þar upp. Hann hefir lifað
þeirra lífi, veitt með þeim, étið hjá þeim---”
Þeir stöðvuðu talið, sögðu ekki það sem þeim
þótti vera klúrt og gæti misskilist.
II.
Andi Dans Silversmiths sveimaði milli
tveggja tinbauka, í öðrum voru ávextir, tómöt-
ur í hinum, djarflega og fjörlega, hvarf aftur í
kropp Dans Silversmiths um marglitar sykur-
kúlur í glerbrúsa á búðarborðinu og hugsaði
svo:
“Þeir sem eru of fljótráðir fá aldrei hvað
þeir vilja.” Þar næst stóð hann upp og færði
sig að glerstokk þar sem silfurgripir voru til
sýnis, gerðir forkunnar vel, af Indíánum.
“Hann er útfarinn og dverghagur,’’ sagði
einn prófessorinn í hálfum hljóðum. “Gaman
væri að vita hvernig hann dæmir um þessa
sýnisgripi.”
í stokknum voru tveir armbaugar, gerðir af
Dan sjálfum, settir blágrænum steinum og á
þessa gripi horfði hann og leit aldrei af þeim í
fulla klukkustund, settist svo sem áður. Von
bráðar kom annar og settist hjá honum, sá var
líka kuklari, yngri en hinn og ekki eins skraut- ,,
lega búinn. Þeir töluðu ekki saman, en ef Mill
Hombres hefði verið spurður hvernig stæði á
þeirri furðu, þá er til að hann hefði geti uppá,
að þeir hefðu ekki neitt til að tala saman um.
Mill þaut út að dreypa á langferða bíl. —
Skömmu síðar kom ung ferðakona, vissi af að
hún var lagleg og hárið litfagurt, og stóð
snöggvast við í dyrunum til frekari áhrifa, áður
hún gengi í búðina sem var dimm. Áhrifin
voru önnur en hún ætlaðist til. Meðan hún
stóð þar, datt engum í hug að líta á hennar
fríða og sérglaða andlit og þokkalega hár, vegna
þess að annað var að sjá.
Kuklarinn ungi sagði eitthvað við sinn
sessunaut, Dan hnussaði við og svaraði stutt-
lega á sömu tungu því sem útlegst: “bjúg-
leggjuð.”
Kvenmaðurinn gekk í búðina og þá gáðu
þeir hennar ekki, hvorki Mill Hombres, prófess-
orarnir né hinir. Hún keypti þrjá pela úr ísbúr-
inu, sneri burt, náði um eitt augnablik, meðan
hún gekk um dyrnar og horfði við sólarbáli
auðnarinnar, þeirri athygli sem hún hafði mist,
hvarf væntanlega til samferðafólksins í bif-
reiðinni og er úr sögunni.
En hún minti Dan á aðra sem hann hafði
séð á leiðinni um morguninn, sú var líka bleik
á hörund, nokkru eldri samt og átti tvö börn
fyrir víst. Dan féll hún vel í geð, hún glápti
ekki á hann þegar hann ók hjá, og kallaði ekki
á krakkana að halda um þá, af gamalli for-
feðra hræðslu. Þau stóðu á sandorpnum grjót-
hól, sem var rúst af manna bústað, en því um
líkar dysjar mátti víða sjá á þeim slóðum. Þær
voru allar merktar á uppdráttum fornfræðinga
og í þær mundu prófessorar grafa og finna
veggrústir og mannabein og krúsir af brendum
leir, steinhamra og máske sörvi af skeljum eða
grænbláum turkis steinum.
Allar lifandi menjar íbúanna voru gersam-
lega horfnar fyrir löngu, en sumt af siðum
þeirra hélzt enn með núlifandi Indíánum, svo
sem að hafa dyr móti austri, og um förutíu fet
frá þeim til suðaustur var ösku fleygt og úr-
gangi og jafnvel lík jarðsett.
Á dysinni stóð konan með börnunum en á
brautinni undir haugnum gat að líta fornfáleg-
an bíl og lítinn með bögglum í og slitnum tösk-
um, hann stóð á þrem útblásnum togleðurs-
belgjum en einn var tómur, undan bílnum teygði
karlmaður leggina og sneri upp tánum á óburst-
uðum skóm.
“Meira rusl í þann gamla sorphaug,” hugs-
aði Dan á sínu tungumáli, fór sína leið og undr-
aðist hvar fornmenn hefðu haft vatnsból, hann
vissi fyrir víst að hvergi var vatn innan 14
mílna frá rústinni, nema þá sjaldan rigndi.
Við þá vatnsbóla gátu glímdu prófessor-
arnir líka. Þar um hugsuðu sömuleiðis Mr. og
Mrs. Bigelow, þau leigðu kothúsið og voru frá
Boston, komu í búðina öðru hvoru, því þetta
var bréfhirðing, að senda bréf eða sækja, lestin
kom um hádegið og hægði á sér þegar hún fór
hjá. Um vatnsbóla launungina hugsuðu Bige-
low hjónin af því prófessoramir glímdu við
hana. Fjögra ára vera í Harvard hafði ekki
unnið á þeirri miklu mentun sem Sam Bigelow
hafði meðferðis þegar hann kom þangað og í
þeirri stofnun hafði hann numið og notið
mikillar ánægju af a gera gys að prófessorum.
Molly Bigelow, af Cabot-ætt, sagði “bot” en
ekki “bought”, “cot” en ekki “caught” og var
ekki upp yfir það hafin að örva og hvetja sinn
egtamann til þessarar íþróttar.
Prófessorarnir gerðu bæði að öfunda og dást
að þessum ungu hjónum, voru smeykir við þau
líka. Einn prófessor gat aldrei vitað hvenær
einn Bigelow talaði í alvöru eða gerði sér gaman
í laumi. Þetta kom fram þegar Sam Bigelow
lýsti kenningunni um vatnsleysu mannkynið.
“Er það ekki satt, Professor Brown,” innti
hann eitt sinn við kveldborðið, “að cocoanut
rottan geti lokið sínu fyrirsetta foreyðingar
verki á sex mánuðum, án þess að drekka eða
jafnvel skírskota til aqua pura? Nú jæja, get-
um við þá ekki hugsað okkur mannkyn sem
gat lifað án vatns í langa tíma? Lítum á jurt-
irnar. Tökum Succulents (safajurtir) til dæm-
is.”
“Succulents ?” innti prófessor Torridge,
sem var ókunnugur grasafræðum.
“Safajurtir,” hélt sá ungi Bigelow áfram,
“þær hafa stofna og blöð öðru vísi en aðrar
plöntur, þykk og belgjum lík, taka vatnið úr
loftinu. Allir stofnarnir vatnsból, blöðin vatns-
geymar. Nú höfum við mannskepnuna sem er
kend við Heidelberg, aðra kenda við Neander-
thaí og enn eina, til að mynda, kenda við
Tasmaníu------”
Hér þagnaði hann litla stund til að auka
orðum sínum áhrif og prófessorarnir, sem höfðu
aldrei heyrt Tasmaníu mannsins getið, settu á
sig nafnið til að gá að honum í bókum. “Tas-
maníu maðurinn,” mælti Prófessor Torridge
fyrir munni sér.
“Svo er við höfum Tasmaníu manninn,” —
sá ungi Bigelow klappaði nú kreftum hnefa á
borðið — “hvers vegna ekki New Mexico mann-
inn, Útsuðursmanninn, köllum hann hvað sem á
dynur Safa-manninn ?”
Alt að þessu héldu þeir lærðu menn að
Bigelow væri að útlista bærilegt eða ef til vill
nýtilegt undirskot fræða. Því ekki mannkyn
sem gæti verið vatnslaust æði lengi ? Þá tilgátu
mátti sanna eða hrekja með rökum og hver gat
vitað nema þau rök kynnu að finnast á þessum
slóðum? En þegar Bigelow fór að reifa tilgátu
sína, sáu þeir að hann var annaðhvort að leggja
alvarlegt mál við hégóma ellegar var tæplega
með réttu ráði.
“Við höfum bein hans,” sagði Bigelow,
“potta, hamra, tengur, skrautgripi, stokka og
steina. Ennfremur litlar leifar af vefnaði hans
og ilskóm. En hvað um hörund hans og hold?
Hafa nokkrar leifar af húð hans eða hemingum
fundist? Og ef svo er, er það ekki alt svo
skrælnað og skorpnað að öll sönn og augljós
safamerki eru horfin? Eg hugsa mér Safa-
manninn blending af Homo sapiens þeirrar ald-
ar og hjólabelg úr togleðri---”
Og nú gerðust prófessorar daprir, þeir
skildu að skens var, þrennar varir kipruðust,
þetta var úr hófi.
“Cactus-maðuriim líktist nafna feínum,
hafði þykt skinn og hjarta úr auðnar gulli —
úr vatni, svo eg tilgreini nákvæmlega, kveið
aðeins einu, eins og Cactus-jurtin, að vera
stungin og sviftur vatni. Hann var þess vegna,
hlýtur að hafa verið — hryllilega þyrnum þak-
inn-----”
“Þinn Cactus karl,” mælti prófessor Ben-
son þurlega, “virðist hafa haft gerðar í bezta
lagi til að lifa á vatnsleysu viðavangi. Hverja
grein viltu þá gera fyrir hvarfi hans ?”
Prófessor Sparks hnykti á með orðatiltæki
úr þyzkri vísinda mállýzku.
Bigelow svaraði hátt og snjalt. “Það voru
fuglamir. Nú veit eg! Nú sé eg! Fuglarnir
voru það!”
Mikið gat oltið upp úr piltinum, alt annað
en snoturlegt. Samt, þó gat enginn að sér gert að
finna til þokka hans.
“Þegar Cactus maðurinn stóð upp á sitt
bezta, höfðu fuglar stutt nef og fætur við-
kvæma. En þeir hugsuðu fyrir sér og áður
langt leið gerðu fuglar það bragð sem voru
sízt nefstuttir og sízt sárfættir að taka saman
við maka sér líka að þessu leyti. Sá góði gamli
karl Úrval var að verki. Þeir hæfustu áttu að
vera lífseigastir. Þegar stundir liðu þroskaðist
fuglakyn með skóleðurs fætur og fetlöng nef.
Þeim var fært að hossa sér hvar sem var á
Cactus manni, Cactus konu, Cactus krakka,
stinga göt á þau og hleypa vatni út, þar til
þeim fór sem Niobe, þau þutu hljóðandi um
allar jarðir og tárfellandi um hverja holu. Þau
þomuðu fljótt og fórust svo.”
“Hvað um fuglana?” innti prófessor Ben-
son næstum stygglega. “Á mínu ferðalagi um
New Mexico, Arizona, Colorado Utah og Coa-
chella Valley, hefir mér aldrei tekist að finna
neinn fugl líkan þeirri tegund sem þú hefir
sagt okkur deili á.”
“Fuglamir!” mælti Bigelow í vorkunnar
róm. “Ó vesalings fuglamir! Þú skilur það,
herra prófessor, að jafnvel á þeirri fornu öld
þurfti sterk bein til að þola formikið af gæðum
heimsins. Vatn var það sem fuglarnir sóttust
eftir. Vatn var það sem þeir fengu. Þeir
fengu of mikið af vatni og allir druknuðu.”
Eri þeim Dan og Sam féll í rauninni vel
saman. Þau fríðu, ungu og farsælu hjón frá
Boston áttu í eiriu sammerkt við þennan um-
rædda Indíána af Navaho kynkvísl. Þau töluðu
aldrei til hans, hann ekki heldur til þeirra. —
Þegar lengra leið þá bar við að hvor sýndi öðr-
um eina tönn eða tvær, brugðu grön út og upp á
við öðru megin, sú glottgretta átti eitthvað
skylt við bros.
Þau beiddust aldrei að skoða heimkynni
Dans, konu hans og börn, né að heyra hann
kveða né að sjá til hans renna marglitum sandi
um greiparnar og skapa rúnakróka forkunnar
fagra og vel gerða, né horfa á meðan hann sló
Mexico dal og gerði lítinn silfurspón í einni
lotu. Þau höfðu ekki veitt honum nokkum á-
gang í einu né neinu né hann þeim. Skemst af að
segja, þau voru að því komin að verða vinir og
vita vel hvað hinu leið.
Bigelow hafði með sér fáséðan grip, stokk
með stækkunarglerum, þegar þeim var brugðið
upp að augunum og stokknum við birtunni, og
hjóli snúið, þá svarfaðist glerjasandur ýmsa
vega í fígúrur, sem gerast í rúmmálsfræði. —
Honum kom til hugar að Dan mundi hafa gaman
af að skoða og meðhöndla það gamla gestagam-
an og stofuprýði, og hafði það með sér í búðina.
Ekki var svo, að hann lítilsvirti vit Indíánans
með því. Einum kandidat með bezta vitnisburði
frá Harvard og biskup í Massachusetts var svo
skemt af að skoða það fígúruverk, að hann varð
tíu mínútum of seinn til guðsþjónustu og
altarisgöngu. Öllum mátti verða dátt af því
furðuverki, bæði óvita og Einstein. Bigelow
ætlaði Dan Silversmith að biðja um að fá að
sjá vélina. Mill Hombres sá í hana og sagði:
“Nei, nei, ja drengir!” af undrun og ánægju og
prófessoramir settu upp svip líkt drengjum sem
stelast í kirsuberja tré í fyrsta sinn, samt lét
Dan ekki á neinu bera, hvorki forvitni né
eftirtekt. Eigi að síður óskaði hann af alhuga
að Bigelow liti til hans, sýndi eina hvíta tönn
eða tvær og segði: “Viltu líta á?” eða eitthvað
því um líkt að hörundsbleikra hætti.
f sama máta var Dan Silversmith farinn
að óska, að Bigelow léki ofurlítil forvitni á hon-
um og hans högum. Það var svo komið að hann
langaði til að sýna þeim hjónum hogan sitt eða
hýbýli, hve hreint þar var, moldargólfið vel
troðið og slétt svo og sedrusviðar lundinn þar
sem Mrs. Dan Silversmith kembdi ull og spann,
litaði upp úr hryllilegum litum og óf ábreiður
til inntekta fyrir heimilið. Honum lék enn-
fremur hugur á að sýna þeim krakkana, káta
og hraUsta, nærri alt drengir, og allir hver
öðrum líkir, og hversu fagurlega hann bjó
konu sína, mágkonu og ömmu þeirra eftir þeirri
tízku sem gerðist á miðri öldinni sem leið,
sömuleiðis smíðatólin — steðjann, átta þuml-
unga bút úr brautar teini, hamra, tengur,
afl og smiðjubelg. Fá þau til að standa við og
horfa á sig taka Mexico silfurdal og gera úr
honum snotrustu silfurskeið. Fyrir augunum
á Mrs. Bigelow, þeim brúnu, skörpu, gletnis-
legu augum skyldi hann lýja dalinn og vinda í
fagran grip til menja, í baug um hálsband eða
í bréfskera líkan flugfjöður.
III.
Inn í búðina hópaðist hungur, þorsti, alls-
leysi, hræsni og trúarbrögð sem óeinlægnina
lagði af. — Beinastór kona, hásmælt
o g hrukkótt, fimm börn tötraleg og
þó fröm og fruntaleg, og vælandi faðir, sem
bar alla hluti við kunni þó engan að gera, —
þyrptust að Mill Hombres, tónandi áköll á hinn
hæsta, sem ekki mátti algerlega daufheyrast
við.
“Eg lofa Guð fyrir svolítið af dósamat
handa þessum sársvöngu börnum,” hrópaði kon-
ar.
“Guði sé lof” tónaði maðurinn og vældi
“fyrir fimm gallónur af gasi, svo við komumst
til Gallup.”
“Lofaður veri Guð fyrir efni í nýjan klæðn-
að.”
“Lof og dýrð sé Drottni fyrir pelaflösku
af Soda Pop.”
Mill Hombres vissi vel hvernig stóð á þessu
fólki. óánægt, uppveðrað af fréttum frá Suður-
Californíu, tók það sig upp og flakkið um þvera
álfuna til þeirra gullnu stranda og frjósömu dala
Mill hugsaði hvort íbúarnir þar væru ekki farn-
ir að sjá eftir sínu fyrra skrumi og yfirlæti.
Mjög margar þúsundir áþekkar þessum heimtu-
freku voru farnar hjá kaupstaðnum í auðn
hinnar nýju Mexico, í áttina vestur til hafsins.
f síðustu kosningum voru þeir orðnir svo fjöl-
mennir að þeir réðu nálega kjöri ríkisstjóra.
Bigelow hjónin voru alveg ókunnug svona
fólki en voru ekki lengi að átta sig á því og
þeirra ferðalagi. Prófessorarnir voru dálítið
ruglaðir, það var ekki auðgert að flokka þá
heimtufreku og skipa hverjum í sitt hólf. Kukl-
arinn ungi skildi ensku mjög -vel, þó jafnvel
Mill vissi ekki af því, og hann og Dan hrylti við.
Þeim hnykti við dónaskap hinna heimtufreku.
En Mill varð að taka á móti og kunni ráð.
Tveim brauðum og könnu af bully beef var
skelt í glentar greipar konunnar en fata efninu
ekki, börnunum gefið alt_það vatn sem þau gátu
í sig látið, og einu gallóni helt í gasgeymi á
hjólaskrífli mannsins, hann var ekki galtðmur.
Ekki þökkuðu þau fydr sig þegar þau fóru,
Frh. á 7. bls.