Heimskringla


Heimskringla - 29.06.1938, Qupperneq 4

Heimskringla - 29.06.1938, Qupperneq 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. JúNí 1938 yimmiuiiiiuiiiumiiimnuiiiiniimiinnmniiHnnmiRnnninnnnnBnnHnnBinnmnHiniiinnmuiniHHiing jftctmsUriniik | (StofnuO 1M) Kemur út A hverjum mUSvikudegi. Eigendur: THE VTKING PRESS LTD. ÍS3 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 Verö biaðslns er $3.00 árgangurinn borgist : fyriríram. Allar borganir sendlst: THE VIKING PRESS LTD. 1 31i viðskifta bréf blaöinu aðlútandl sendist: tlmager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave„ Winnipeg Ritstjóri 8TEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINQLA 853 Sargent Ave„ Winnlpeg ------------------------------------ §§ ‘‘Heimskrlngla” ls published and printed by THE VIKINQ PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 ^iuiiiiumuiimiiiimiMiiiiiimiuiiminiiiiiiiimiiiiiiiMJiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiuiiiiiimiiimuiiuuimiiiiiiimimi^ WINNIPEG, 29. JÚNÍ 1938 TIUNDA FYLKIÐ? Nærri helmingur alls Canada, er í Yukon og Norðvestur héruðunum (Mac- Kenzie, Franklin og Keewatin). En af 11 miljónum manna sem Canada byggja, eiga aðeins 14,000 heima í þessum héruðum. Á sambandsþinginu var fyrir skömmu rætt um héruð þessi og lögðu ýmsir til að sam- eina þau og mynda úr þeim tíunda fylkið í Canada. Á héruð þessi hefir lengst af verið litið sem ófrjótt og óbyggilegt land. Síðari tímar hafa þó leitt í ljós, að þar er mikið af málmum í jörðu á vissum stöðum. ]: Yukon reis upp bygð fyrir 40 árum, er gullið fanst í Klondyke. Gerðu margir sér þá í hug að bygð þessi yrði ein hin blóm- legasta í öllu Canada. En sú von brást. Gullið þvarr og s. 1. ár nam gullframleiðsl- an aðeins einni miljón dollara. Og íbúum stærstu borgarinnar, Dawson City, fækkaði og eru nú innan við eitt þusund. Yukon héraðinu er nú stjórnað af Can- adastjórn. Yfirstjórn hefir þar á hendi maður sem George Jeckell heitir; hann hefir þrjá meðstjórnendur. í Norðvestur- héraðinu eru engir bæir, en fáein þorp. Því héraði er einnig stjórnað frá Ottawa. Umsjónarmaður stjórnarinnar þar er Charles Camsell; hefir hann sex með- stjórnendur, sem tilnefndir eru af land- stjóra, Tweedsmuir lávarði sjálfum. Eftir stríðið eða upp úr árinu 1918, var farið að gefa þessu mikla landi, sem nær frá Labrador að austan og alla leið vestur að Kyrrahafi og frá sextugustu gráðu n. b. og norður í-fshaf, nokkurn gaum. Jarð- fræðingar voru gerðir út þangað og kom- ust að raun um að land þarna var málm- auðugt. Yfir héruðin var flogið fram og aftur og upprdættir gerðir af þeim. Og möguleikar á vatnsorku-framleiðslu voru athugaðir. Fyrir fáum árum fanst þar radíum blendingur. Þá lyftist brúnin á peningamönnunum og þeir fóru að leggja leiðir sínar norður. fbúarnir í Yukon eru þeirrar skoðunar, að héruðin mundu taka meiri framförum, ef þau hefðu fylkisstjórn í stað þess að vera stjórnað frá Ottawa. Fylkisstjórn segja þeir, sem í þessum héruðum á heima, mun gera sér meira far um að not- færa sér náttúruauðinn, en stjórn, sem þar kemur hvergi nærri og landið þekkir ekki nema af afspurn. Á s. 1. hausti fór landsjóri Canada, Tweedsmuir lávarður, um mikið af þessum héruðum. Er mælt að hann hafi flogið um 10,000 mílur og heimsótt hvert þorp, eflaust til að kynnast landinu og hag þjóð- arinnar í sjón og raun. Að flatarmáli yrði fylki þetta stærra en nokkurt land í Evrópu, að Rússlandi einu undanskildu. Menn hér hafa hugsað sér þennan landshluta Canada, sem nokkurs konar Síberíu. Og ef til vill eru landskost- ir hér ekki ósvipaðir og þar. En nú sprettur hver stórbærinn upp af öðrum í Síberíu. Getur ekki einnig farið svo um þetta mikla norðurland Canada? Það var 16. júní 1903, að Ford mótorfé- lagið var stofnað. Hafði það þá 10 menn alls í þjónustu sinni. Á 35 afmælisdegi fé- lagsins (s. 1. 16. júní) fór Henry Ford með syni sínum Edsel um alt verkstæðið og sagði við hann, er hann hafði athugað alt nákvæmlega: “Þetta kann nú að bera ein- hvern vott um tækifæri ungra manna fyrir 35 árum, en það er svo margt og mikið ógert enn, sem að framförum lítur, að eg hika ekki við að segja, að þau séu meiri nú á tímum fyrir unga menn, en fyrir 35 ár- um. Eg á ekki við sömu tegund af tæki- færum, heldur nýjum.” KIRKJUÞING SAMEINAÐA KIRKJUFÉLAGSINS Kirkjuþing hins Sameinaða Kirkjufé- lags íslendinga í Vesturheimi hefst á morgun (fimtudag). Er það í þetta sinn haldið að Lundar, Man., og stendur yfir fram á mánudagsmorgun. Dagskrá þingsins lofar góðu um að þangað verði gagn og gaman að koma. Fjórir prestar flytja þar erindi: séra Guðm. Árnason, séra Philip Pétursson, séra Jakob Jónsson og dr. Rögnvaldur Pétursson. Auk þess flytja þar þrjár konur erindi: Mrs. E. J. Melan, Miss Rósa Vídal og Miss Elín Anderson. Það mun engan iðrast eftir það, sem kost á á því, að hlýða á þessi erindi. Sjálfir félagsstarfsfundirnir á þingum þessa kirkjufélags eru að jafnaði vekjandi. Fer það að líkum, þar sem Kirkjufélagið stefnir að því, að vinna að víðsýni og frjálslyndi í trúmálum langt fram yfir það sem þekkist í íslenzku kirkjulífi austan hafs eða vestan. Vér efumst um að nokkurt þarfara spor hafi í félagslífi íslendinga hér vestra verið stigið, en gert var með myndun þessa frjálstrúarfélags, sem hér um ræðir. Ástæðan liggur í þessu, að viðhorf manna á hlutunum mótast oft æði mikið af trúarskoðunum þeirra. Stríði þær að einhverju leyti á móti heilbrigðri skyn- semi eða vísindum, eins og gamlar skoð- anir bæði í trú og öðru svo oft gera, verður úr því upp aftur og aftur nýtt Tennessee- mál, ef ekki annað verra. Reynslan er þar ólygnust til frásagnar. Það mætti ætla að menn væru ekkf á þessum miklu byltinga og breytinga tím- um, sem mannkynið lifir nú á, svo raun- verulega íhaldssamir í trúmálum sem þeir eru. Það er líklegast ekkert of í lagt, að halda fram, að nýjar uppfyndingar ger- breyti nærri viðhorfi og stefnum í þjóðlíf- inu á hverjum^O til 25 árum eða skemmri tíma en það. En samt virðist sem margir haldi, að þessi rás viðburðanna geti ekki náð til “barnatrúarinnar”, að viðhorf manna í trúmálum megi hvorki né eigi að breytast, eins og skoðanir mannsins í öllu öðru gera. Maður sem nú léti sér ekki til hugar koma að stíga upp í bíl sem gerður er árið 1925, vegna þess hve hann er langt á eftir tímanum, gerir sér að góðu trúar- skoðanir þó tvö þósund ára gamlar séu og getur ekki skilist, að einnig í þeim efnum hafi eitthvað verið hugsað á síðast liðnum tuttugu öldum. En tilgangurinn með línum þessum var ekki sá, að fara að kappræða um trúmál. Hann var aðeins sá að minnast kirkju- þingsins, sem er að koma saman og: —“heilsa með fögnuði vagninum þeim, sem eitthvað í áttina líður.” ST. LAWRENCE SKIPALEIÐIN St. Lawrence-fljótið er eitt mesta vatns- fall í Canada. Þó það sé kallað á eða fljót, er það naumast réttnefni, því það er á sumum stöðum eins breitt og stöðuvatn. Það skerst yfir tvö þúsund mílur inn í landið og sameinast stórvötnunum á landa- mærum Canada og Bandaríkjanna og gerir með því bæina Port Arthur og Duluth, inn í miðju landi, að hafnbæjum. Inn þetta mikla fljót sigldu fyrstu Evrópumenn sem Canada bygðu. Og oft hefir þess verið getið til að inn í þetta fljót hafi Leifur hepni komið, og reist búðir sínar á Norður- strönd þess eða á eyjum í fljótinu eða í samnefndum flóa. Að vísu hafa ekki fund- ist nein verksummerki þessa, en þau hafa heldur ekki annarstaðar eða sunnar fund- ist. Leið íslendinganna frá Grænlandi til Vínlands, er því enn á huldu, að öðru leyti en því, er Eiríkssaga segir frá. Þar til að einhverjar leifar finnast, er því ekki fyrir að taka, hvort þá hefir borið að landi lítið eitt norðar eða sunnar. Rúnasteinarnir í Yarmouth í Nova Scotia, leifsbúðirnar við Charles River í Massachusetts og Kensing- ton rúnasteinninn í Minnesota, hafæ ekki reynst nein sönnunargögn í þessu máli. Og hví þá ekki að reyna að leita norðar að sönnunum Eiríkssögu? En að þessu sleptu og þó siglingaleiðin um St. Lawrence-fljótið eða flóann eigi sér ekki svo langa sögu, er það eitt víst, að síðari árin hefir mikið verið um það hugsað, að gera fljótið fært stærri skipum eða hafskipum alla leið til vatnanna miklu. Skip sem ekki rista dýpra en 12 fet, geta alla leiðina til Port Arthur eða Duluth komist. En það nægir nú ekki. Þessvegna hafa stjónir Canada og Bandaríkjanna um nokkur undanfarin ár verið að íhuga, að ráðast í þetta mannvirki, að dýpka fljótið þar sem þess þarf með. En þó stjórnirnar hafi oft sýnt mikinn á- huga fyrir þessu, hafa framkvæmdir ávalt af einhverjum ástæðum farist fyrir. — Hvort að svo verður nú um tillögur Roose- velts um að hefjast handa á verkinu og sem Sir Herbert Marler, sendiherra Can- ada í Bandaríkjunum, sendi Ottawastjórn- inni fyrir þrem vikum, er eftir að vita. En satt bezt sagt, er útlitið það, að Canada ætli nú að skerast úr leik. Það sem Roosevelt forseti fer fram á, er að nefnd sé skipuð af báðum löndunum til þess að hafa eftirlit með verkinu og að á því sé sem fyrst byrjað. Auk þess að dýpka fljótið, er gert ráð fyrir að koma upp raforkustöðvum til notkunar við iðnað í New York-ríki og að einhverju leyti einnig norðan megin árinnar. En nú hafa Quebec og Ontariofylki bæði næga orku. Ontario hefir keypt svo mikla orku af Quebec, að það fýsir að selja nokkuð af henni til Bandaríkjanna. En eins og kunn- ugt er, var King á móti því. Að vísu þarf King ekki að taka þetta neitt til greina. En það getur þó kostað hann það, að fá þessi fylki á móti sér og þá er úti um stjórn hans. Hann mun því sjá sér heilla- vænna, að kaupa sér frið með því, að stöðva þetta mannvirki og halda að sér höndum. Honum virðist það einnig eigin- legast." Að hinu leytinu eru járnbrautirnar, sem nokkru tapa við það að fljótið verði gert skipgengt. Er hætt við að Kingstjórnin horfi einnig í það, enda þótt bændur vest- urlandsins séu harðast leiknir með drætt- inum á að gera ána skipgenga. En King mun ekki taka sér tap þeirra eins nærri og j árnbrautarf élaganna. Þó Roosevelt forseti eigi nú upptökin að þessu verki, er langt frá, að hann sé sá fyrsti er hreyfir því. Árið 1911, var nefnd kosin til þess af hálfu beggja landanna að rannsaka kostnað fyrirtækisins. En verk- inu virtist með því gleymt og það var ekki fyr en á stríðsárunum, að menn fóru að í- huga það yfirleitt og meta það nokkurs vert. Það duldist þá ekki, að skjótara var og ódýrara að koma vörum til stríðsþjóð- anna vestan úr landi í Bandaríkjunum og Canada þessa sjóleið. Og árið 1919 spurði þingið í Bandaríkjunum nefndina hvað henni hefði orðið ágengt. Lagði þá nefnd- in fram álit sitt og mælti með að á verkinu yrði byrjað. En Harding forseti sinti því ekkert. Árið 1924 vildi Coolidge hrinda því af stað og ^kipaði nefnd í að athuga málið frá öllum hliðum. Og tveimur árum síðar gaf nefnd- in skýrslu yfir starf sitt og hvatti til þess að á fyrirtækinu væri byrjað, ef Canada væri ekki á móti því. Ein fimm ár gengu nú í það fyrir stjórn- unum í Ottawa og í Washington, að koma sér saman um starfið. Loks var lokið við samningsuppkast um það 1932. Þeir sem mest unnu að samningsgerðinni, voru Bennettstjórnin og W. D. Herridge sendi- herra af hálfu Canada, en Hoover forseti og ríkisritari Henry L. Stinson fyrir hönd Bandaríkjanna. En viku áður en samningurinn var und- irskrifaður, lét Roosevelt, sem þá var ríkis- stjóri (Governor) í New York til sín heyra um samninginn. Taldi hann þau vand- kvæði á honum, að New York fylki þyrfti að greiða of mikið af kostnaðinum. En Hoover var hinn bjartsýnasti og kvaðst skyldi tala um samninginn, þegar hann væri samþyktur áf þinginu, við hann og aðra ríkisstjóra. Samkvæmt bandarískum lögum, þurfti samningurinn að vera samþyktur í öld- ungadeildinni með þrem fjórðu allra at- kvæða. En áður en til þess kom, var Roosevelt orðinn forseti. Þingið feldi samninginn, sem Roosevelt mælti þá mjög með og lagði alt annan skilning í en meðan hann var ríkisstjóri. En fjöldi flokksmanna forsetans greiddi atkvæði á móti honum. Öldungar frá Suður-ríkjunum voru mest á móti samningnum. Þeir sáu að flutn- ingur frá Norðvesturlandinu eftir Missis- sippi og fleiri ám til hafna suður við Mexikó-flóa mundi mínka um tvo þriðju. Ennfremur voru flutningafélög og járn- brautir í Austur-fylkjunum mjög andvíg þessu. Nokkur flutningafélög á Vötnun- um, litu og fyrirtækið hornauga. En með því voru aftur 22 ríki í Vesturlandinu, bæði bændur og iðnaðarmenn og höfðu meira að segja árið 1919 myndað sjóð, er nam einni miljón dollara til þess að koma fyrirtækinu af stað. Allur kostnaður við verkið, var metinn 440 miljón dollara. Greiðir New York- ríki um 27 miljónir af því, Canada um 100 miljónir, en hefir auk þess verið reiknað til hagnaðar önnur 100 miljón fyrir unnið verk við dýpkun fljótsins til þessa. Can- ada greiðir með öðrum orðum einn fjórða kostnaðarins, en Bandaríkin þrjá fjórðu. Kostnað við orkuverin greiða Bandaríkin auk þess, og bjóða svo Canada lán fyrir hennar kostnaði. Verk- inu á að vera lokið 1949. En tölur þessar geta enn breyzt, því hér er aðeins um upp- kast annars aðila að ræða. En þær eru svipaðar í heild sinni því sem þær hafa áður verið. Til þess að gefa hugmynd um orkuverin sem þarna eiga að rísa upp, skal þess getið, að hagfræð- ingi stjórnarinnar reiknast, að New York-ríki eitt græði um 160 miljón dollara á ári á orkunni frá þeim, og geti samt lækkað verð hennar um helming til not- enda. Um 30 hafnbæir er sagt að rísa muni upp meðfram skipaleið inni B.ríkja megin og jafnmarg- ir í Canada. Skipaleiðin til At- lantzhafs verður um 2,000 mílur. Winnipeg verður þá aðeins með alt sitt hveiti 400 mílur frá hafnbæ í stað 1200 mílna nú. Leiðin til Liverpool styttist um 400 mílur. Með fyrirtækinu fá tvö fylki í Canada og átta ríki í Bandaríkjunum næga og ódýrari raforku en áður. Og strand- lengjan beggja megin árinnar, verður miklu verðmætari en fyr. Skipaleiðin eftir sjálfum vötn- unum, er um 1200 mílur. Um þau ferðast nú skip frá 30 fólksflutn- ingafélögum og eins mörgum vöruflutningafélögum. Skipin eru alls 867, er til samans eru 3^2 miljón smálestir að stærð. Á þeim 8 mánuðum, frá apríl til desember, sem vötnin eru auð, flytja þau 60 miljón smálestir af málmi, 44 miljón smálestir af kolum, 12 miljón smálestir af steinlími og 7% miljón smálesta af korni milli hafna við Vötnin. Dýpt Vatnanna er frá 200 til 1000 fet. En flatarmál þeirra fimm til samans (Superior, Hur- on, Michigan, Erie og Ontario), er um 95,000 fermílur, eða um það eins stórt og Bretlandseyjar (Bretland, Skotland og frland). Það sem veldur því að Que- bec-fylki er á móti því að haf- skipaleið sé gerð til Port Arthur, er meðal annars það, að Mont- real hættir þá að verða enda- stöðin fyrir skip frá Evrópu. Herskipalægi rísa eflaust upp meðfram St. Lawrence fljótinu, eins og alt annað. Skipa-umferðin þarna verður feikimikil. Vörur hljóta að verða sendar þá leið fram og til baka frá öllum Mið- og Vesturríkjum Bandaríkjanna og Vestur-Can- ada. í burðargjaldi vöru hlýtur að sparast á því stórfé fyrir þessa landshluta. Hepnist Roosevelt forseta að koma Bandaríkjaþinginu og Ot- tawa-stjórninni í skilning um það, “að beinasta línan milli tveggja fjarlægra staða sé styzt,” eins og hann sjálfur seg- ir, þá hlýtur það að eiga skamt í land, að hafist verði nú handa og þessu mikla mannvirki verði hrint í framkvæmd. Flóðlokur er sagt að gera verði á einum eða tveim stöðum. ÍSLENDINGADAGURINN ÁHNAUSUM fslendingadagshátíð verður haldin í skemtigarðinum á Iða- velli, eins og að undanförnu — laugardaginn 30. júlí í sumar. Búist er við að skemtiskrá dags- ins, og allur útbúnaður verði vandaður betur en nokkru sinni áður. Fjallkonan og Miss Canada verða þar upp á svölunum til þess að prýða útsýnið, og veg- sama starf okkar Vestur-íslend- inga. Karlkórinn frá Winnipeg er væntanlegur á hátíðinar og er hann alla reiðu orðin frægur fyrir framúrskarandi meðferð á öllum sínum hlutverkum, en þó allra helst á hinum gömlu og ágætu íslenzku songvum sem eldra fólkið kannast svo vel við. Flokkur þessi hefir tekið stórum framförum undir hinni dásam- legu stjórn núverandi söngstjóra Ragnar H. Ragnars. Ræðuskörungar og skáld verða þar eins og að undanförnu og hefir nefndin verið sérstaklega heppin í vali í þetta sinn. En það sem óefað verður mesta aðráttarafl dagsins, er hin væntanlega hingaðkoma hr. Jónasar Jónssonar frá Hriflu, fyrrum dómsmálaráðherra ísr lands. Vonumst við að hann verði á Iðavelli þannan dag og gefst þá Ný-íslending- um tækifæri á að hlusta á og kynnast þeim fjölhæfa og mikla leiðtogla íslenzku þjóðaþinna(r, sem hefir nú í langa undanfarna tíð ráðið mestu í stjórnmálum fslands. íslendingar ættu þess vegna að fjölmenna á hátíðina og nota þetta sjaldgæfa tæki- færi. Mölbornir akvegir liggja að skemtigarðinum úr þremur átt- um, frá Gimli, frá Riverton og vestan frá Árborg, svo hættu- laust er að sækja daginn þó að kæmi skvetta. Skemtiskrá og aðrar ráðstaf- anir dagsins verða auglýstar í báðum íslenzku blöðunum síðar. G. O. Einarsson, ritari nefndarinnar VILBORG ÁRNADÓTTIR THORSTEIN SSON 8. júlí 1854 — 21. júní 1938 Fyrra þriðjudag 21. júní and- aðist að heimili sínu 505 Bever- ley St., merkiskonan Vilborg Árnadóttir Thorsteinsson. Hún var fædd í Suðurkoti í Brunna- staðahverfi á Vatnsleysuströnd 8. júlí 1854. Foreldrar hennar voru hjónin Árni Þorgeirsson og Anna Jónsdóttir, er um eitt skeið bjuggu í Suðurkoti. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum á Vatnsleysuströndinni til fulltíða aldurs, að hún giftist fyrra manni sínum, Jóni Sigurðssyni er hún misti eftir nokkurra ára sambúð. Þau eignuðust 3 börn, önnu, gift kona og býr í Selkirk, Sigurð Lárus og Jón. Eru þeir báðir dánir fyrir mörgum árum, en þrjú börn Sigurðar eru á lífi, Vilborg gift kona í Reykjavík og Jón og ólafur er báðir búa í Hafnarfirði. Nokkru eftir lát manns síns giftist Vilborg heitin annað sinn, Guðna Þorsteinssyni, er ættaður er af Rangarvöllum barnakenn- ara, fróðleiks og gáfu manni og núverandi póstafgreiðslumanni á Gimli. Fór hjónavígslan fram á Gimli sumarið 1885, skömmu eftir að þau komu hingað til lands. Voru þau gefin saman af séra Jóni heitn. Bjarnasyni. — Settust þau að á Gimli og stund- aði Vilborg heitin um mörg ár ljósmóðurstörf í Nýja-íslandi. Með Guðna, seinni manni sín- um, eignaðist Vilborg heitm 6 börn er svo hétu, en eru nú öll dáinn: Jónina María, Lára, Fan- ney, Franklin, óskar Franklin, og Karl Júlíus. Tvö þeirra náðu fullorðins aldri, Óskar Franklin, bankaritari, hinn mesti efnis- maður, (innritaðist 1. marz 1916 í 209 hersveitina í Saskatchew- an, var færður, er á orustuvöll kom á Frakklandi, í 10 hersveit og andaðist þar af eiturgasi að lokinni orustu 13. marz 1918), og Fanney er bjó með móður sinni hér í bæ og var hennar ellistoð meðan heilsunnar naut við. Árið 1903 skildu leiðir með þeim Vilborgu og Guðna. Flutt- ist hún þá með Önnu dóttur sinni upp til Selkirk og bjó þar um þriggja ára tíma, en þaðan flutti hún til Winnipeg að 505 Bever- ley St., þar sem hún hefir búið síðan. Um það leyti er Fanney dóttir hennar veiktist og andað- ist flutti til hennar, dóttur dóttir

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.