Heimskringla - 29.06.1938, Page 6

Heimskringla - 29.06.1938, Page 6
6. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 29. JÚNí 1938 “Það er ekki mikið að sjá. Ár og vötn,” sagði hann. “Það er rétt,” sagði Philip og reis skyndi- lega á fætur og tók að ganga fram og aftur um gólfið. Vötn og fljót. Hundruð af þeim — þúsund af þeim. Greggy það eru yfir þrjú þúsund vötn milli okkar og hins mentaða heims og innan fjörutíu mílna frá þessari járnbraut. Og níu af hverjum tíu eru full af fiski, svo að birnirnir á ströndum þeirra lykta af honum. Hvítfiski og silungi. Á þessu korti eru sýnd « stöðuvötn sem eru þrisvar sinnum eins stór að flatarmáli og stórvötnin fimm, en samt virðast hvorki Canada nú stjórn þess vera þess vör. Það er nægilegur fiskiforði hér í norðrinu til að fæða allan heiminn, og þessar vatnsrandir sem eg hefi teiknað á þetta landabréf meðfram járnbrautinni, er virði eins margra miljóna dala. Þetta var tækifærið, sem mér datt í hug um miðnættið hjá eldinum. Hugsaði eg þá, að ef eg gæti náð í fáein þessara vatna og fengið fiskiréttinn í þeim áður en járnbrautin kæmi.” “Þá yrðir þú miljónamæringur.” “Ekki eínungis það,” svaraði Philip og stansaði. “Eg hugsaði ekkert um peningana fyrst í stað; að minsta kosti voru þeir aðeins aukaatriði þarna við eldinn. Eg sá hvernig þetta mikla norðurland ^æti orðið þeim að fótakefli, sem ná einkun á öllu kjötmeti í suðr- inu, með því að senda héðan takmarkalaus feikn af fiski, sem seljast mætti með hagnaði í mörkuðum New York og Chicago fyrir helming þess er það kostar nú. Ætlun mín var sú, að þetta ætti að verða góðgerðafyrirtæki. Eg sá þarna tækifæri að hefna mín á þeim mönnum, sem gerðu föður minn félausan og ofsóttu hann þegar hann var kominn í sjálfhelduna, svo að hann dó af því. Þeir drápu hann. Þeir ræntu mig fáum árum síðar. Þeir kendu mér að hata það sem eg eitt sinn var, lifandi og glöð eining af lífinu, þar suður frá. Eg hélt héðan að norðan. Fyrst fór eg*til Ottawa og því næst til Toronto og Winnipeg. Því næst fór eg til Brokans, hins gamla félaga föður míns, og sagði honum frá áætlun minni. Eg hefi sagt þér af Brokan. Einn hinn kænasti og djúp- vtirasti viðskiftagarpur vesturlandsins. Það leið ekki nema ár frá dauða föður míns, þang- að til hann hafði rétt við og var magnaðri en nokkru sinni fyr. Borkan fékk tvo aðra, sem voru eins sterkir og sjálfur hann, og við sóttum um sérréttindin. Það var hörð barátta frá öndverðu. Ráðagerð okkar var eigi fyr opinber gerð, en við fengum magnaða mótspyrnu. Auð- félög í Canada gengu strax í bandalag og sóttu um sömu réttindin og við. Brokan gamli vissi þá á hverju var von. Það var kjöthringurinn grímuklæddur og í fötum canadiskra fyrir- tækja. Þeir kölluðu okkur “útlendinga”. — Ameriska fjárglæframenn, sem væru að ræna Canadamenn því, sem með réttu heyrði þeim til. Þeir fengu tvo þriðju blaðanna á móti okk- ur, en samt—” Andlit Whittemores sléttist. Hann hló í kampinn er hann tók pípuna sína og lét í hana. “Þeir þurftu nú meira til að sigra gamla manninn. Eg veit ekki með vissu hvernig Brokan komst að samningunum, en það veit eg, að þegar við fengum leyfið, voru þrír þing- menn og eitthvað sex aðrir stjórnmálamenn heiðursfélagar í fyrirtæki okkar, og það, að þetta kostaði Brokan hundrað þúsund dali. And- stæðingar okkar höfðu spilað svo á tilfinningar þjóðernisins canadiska, að við fengum ekki nema fylkisleyfi, sem svifta má okkur strax og stjórninni virðist þörf á að gera það eða á- stæða til. Eg sá ekkert á móti þessu, því að eg var viss um, að við gætum rekið þetta fyrirtæki á svo hreinskilin hátt, að öll þjóðin yrði með okkur að ári liðnu. Eg lét þessa skoðun í ljósi með mestu gleði; á síðasta fundi okkar, hinna sjö, er mættum til að ljúka við alla fyrirætlun okkar. Brokan og hinir fimm áttu að sjá um og stjórna málefnunum suðuF frá, en eg átti að fara norður. Mánuði síðar tók eg til starfa. Þarna yfirfrá” — hann laut yfir öxl Gregsons og benti með fingrinum á vissan stað á upp- drættinum — “setti eg upp aðal stöðina. Henni •stjórnaði MacDougall, skozkur verkfræðingur. Innan sex mánaða höfðum við hundrað og fimtíu manns í vinnu við vatn sem kent er við blinda Indíánann. Fimtíu ræðarar fluttu að okkur vistirnar, og annar flokkur bygði stöðvar á svæði, sem náði yfir meira en hundrað mílur sem alsett er vötaum. Alt gekk eins og í sögu, betur en eg hafði búist við. Við Blinda Indíána vatnið höfðum við skipastöð, þar sem bátar voru smíðaðir, tvö vörugeymsluhús, ís- hús, sölubúð og þrjú hundruð manns, og höfð- um nálega lokið að laga til undir járnbrautar- spor, sem náði rúmar tíu mílur frá stöð okkar að hinni fyrirhuguðu járnbraut. Eg gáði ekki neins annars, en starfsins. Stundum gleymdi eg næstum Brokan og hinum félögum mínum. Eg gætti vel að því fé, sem mér var á hendur falið, og hafði komið öllu þessu í verk fyrir tæp hundrað þúsund dali. Er sex mánuðir voru liðnir og eg var rétt að því kominn að leggja af stað suður, þá brann eitt vörugeymsluhúsið okkar og fórust þar í eldinum um tíu þúsund dala virði í vörum. Það var fyrsta ógæfan, sem henti okkur og ekki smávægileg. Var slys þetta efst í huga mér og hið fyrsta, sem eg sagði Brokan frá er við höfðum heilsast.” Andlit Philips var fölt og hörkulegt þar sem hann stóð á miðju gólfinu og horfði framan í Gregson. “Og hverju heldur þú að hann hafi svarað mér, Greggy ? Hann horfði á mig stundarkorn og einkennilegt bros glampaði í augum hans, og sagði við mig: ‘Láttu ekki slíka smámuni á þér festast. Maður lifandi! Við höfum nú þegar grætt eina miljón dollara á þessu smá- vægilega fiskifyrirtæki þínu!” Gregson settist upp eins og hann hefði ver- ið stunginn. “Heila miljón! Hver skrambinn—” “Já, heila miljón, Greggy,” sagði Philip í lágum rómi og með þessu gamla bardaga brosi sínu. “í sparisjóðsbókinni minni voru hundrað þúsund dalir. Góðar fréttir, eða hvað?” Gregson lét vindlinginn detta og greip með grönnu höndunum um borðröndina. Hann svaraði ekki, heldur beið eftir þvi, að Philip héldi áfram með söguna. III. Philip gekk í eina mínútu fram og aftur um gólfið án þess að mæla orð. Þá stansaði hann og leit á Gregson, sem starði á hann. “Heila miljón, Greggy,” bætti hann við í sama lága rómnum. “Hundrað þúsund voru í reikningnum mínum í Fyrsta Þjóðbankanum! Á meðan eg var þar norðurfrá í óða önn að koma fyrirtækjum okkar í rétt horf, svo að stjórnin og þjóðin gæti séð hvað við ætluðum að gera og gætum gert. Sigri hrósandi yfir velgengni okkar, og hvernig við reyndumst þvi trausti, sem okkur var sýnt, og hugsandi hvern dag um fyrirætlun mína, að láta þetta mikla og auðuga norðurland mola einokunarfélögin suð- urfrá þá störfuðu þeir líka. Á meðan mig dreymdi um að þessir hlutir yrðu framkvæmd- ir hafði Brokan og félagar hans stofnað hið Norðlenzka fiskifélag, löggilt það í New Jersey ríkinu, og höfðu þegar selt um miljon dala virði af hlutum! Þetta gekk alt saman enis °£ í skáldsögu, þegar eg kom til þeirra. Eg a gefið Brokan heimild til að koma fram tyrir mína hönd, og nú varð eg þess var, að eg var vara-forseti í hinu stærsta löghelgaða rænmgja- félagi hinna síðari ára. Meira fé hafði venð varið til að auglýsa fyrirtækið, en til að hrmda því í það horf, að hægt væri að starfrækja það. Bréf mín að norðan, er lýstu hrifningu minni fyrir norðrinu og fyrirtækjum okkar þar, höfðu verið prentuð í hundrað þúsundum eintaka og þeim dreift út meðal almennings, til þess að narra hann til að kaupa hlutabréf okkar. i einu þessara bréfa hafði eg sagt, að ef helming- ur þeirra vatna, sem eg hafði sett á uppdrættina væri notuð, og í þeim veitt, mætti fiska í þeim miljón tonn af fiski á einu ári. Tvö hundruð þúsund eintaka af þessu bréfi voru send ut. En Brokan og menn hans höfðu slept þessu úr, ef fiskað væri í helmingnum af þessum vötnum þá þyrfti til þess fimtán þúsund járnbrautarvagna með kælirúmi og fimm miljón dala höfuðstól. Eg var agndofa yfir því hvað þessi svikavefur þeirra var stórkostlegur og þegar eg hótaði að opinbera svikin, hló Brokan bara og sagði, að þeir hefðu séð við því að það væri ekki hægt. í öllum auglýsingunum var það skýrt tekið fram ið leyfi væri veitt af Manitoba-fylkinu, og við yrðum sviftir því, ef við ekki héldum lögin og öll fyrirmæli. En einmitt þessi hreinskilni var besta auglýsingin og náði algerlega tiigangi sín- iim við almenninginn, sem keypti lága hluti. Þeir voru snaraðir þúsundum saman. Hluturinn var tíu dali hver og ekki skattgildur. Einn af hverj- jm sex höfðu keypt fimm hluti, níutíu og níu af iverjum hundrað voru eigi yfir tíu hluti. Þetta /ar djöfullegt. Fólkið, sem eg hafði óskað að hjálpa með þessu fyrirtæki, hafði verið narrað ;il að borga fyrir e}cki neitt, eina og einn fjórða ír miljón. Á tæpu ári hafði Brokan og félagar lans komið á fót fjárglæfrum, sem voru verri ;n nokkurt hlutafélag, því þau gjalda þó dálítinn íluta af ránsfengnum til baka í ársgjaldinu. )g eg var ábyrgðarfullur fyrir þessu. Skilurðu >að, Greggy? Það var eg sem kom þessu af itað. Það voru lýsingar mínar af norðurland- nu, sem aðallega höfðu gylt þetta fyrir ?' nenningnum, svo að hann keypti hlutina. Og élagið — þjóðafélag helgað af lögum ríkisins — eg er stofnandi þess og vara forseti!” Philip lét fallast niður í stólinn. Hann var akur af svita í andlitinu þótt kalt væri í kof- inum. “Og þú hélst áfram ?” sagði Gregson. “Eg mátti til. Það var hvergi smuga fyrir mig að smjúga út um. Engin átylla, sem hægt var fyrir mig að nota gegn Brokan og félögum hans. Þeir voru sem Bismarks, sex fólaðir í stjórnkænsku og fjandakrafti. Þeir höfðu ekki brotið nein lög. Þeir höfðu selt tólf hundr- uð og fimtíu þúsund dala virði af hlutum og lagt fram hundrað þúsund dala virði í umbæt- ur, en Brokan hló bara þegar eg benti á þetta. ‘Hvað þá, Philip. Leyfið okkar er miljón dala virði!” og það voru engin lög fyrir því að þeir mættu ekki virða það það, eða meira. Eg gat ekkert gert nema etit, eg gat sagt af mér, neitað að taka hluta minn af gróðanum og opinberað ástæðuna fyrir því að eg færi úr félaginu. — Þetta ætlaði eg að gera, þegar rólegri yfirvegun náði yfirhöndinni. Mér skildist einhverntíma yrði að gera upp reikningana. Þetta félag gat selt eina og einn fjórða úr miljón dala virði af hlutabréfum, en það varð að gera upp reikning- inn. Væri eg út úr spilinu var þetta hægðar- leikur. Væri eg með — jæja, sjáðu til, Greggy, það var ennþá tækifæri að láta félagið bera sig á heiðarlegan hátt, jafnvel þótt það hefði göngu sína undir hinum svarta fána sjóræningjanna og svikanna. Brokan og félagar hans voru stein- hissa á því, að mér skyldi misþóknast þessi að- ferð. Það var eins og að fleygja þroskuðu og feitu aldini í eldinn. Brokan lét fyrst undan. Hann snerist á mína hlið, er við töluðum saman undir fjögur augu, þá sannfærði eg hanh í fyrsta sinni um hina dæmafáu möguleika, sem felagið hefði. Mér til mestu undrunar tók hann að sýna brennadi áhuga fyrir minni hlið malsins. Við reiknuðum út hvernig hægt væri að gjalda hverjum hluthafa fimtíu cent á hverj- umhlut innan tveggja ára. Þetta fanst mér að væri að minsta kosti dalitil endurborgun á þjófnaðinum. Brokan kom þessu í kring á sinn eigin hátt. Hann mátti greiða atkvæði fyrir einn forstjórann, sem var í Evrópu og hann fékk tvo aðra á sitt mál. Afleiðingin af því varð þessi, að við samþyktum að setja alt féð í sjóð, sem var nærri sex hundruð þúsund dalir og afgangur hlutanna, sem ennþá var í mark- aðnum átti að fara til að framkvæma starfið. Brokan stakk því næst upp á því, að við keypt- um út hvern þann, sem óskaði að draga sig í hlé. Hinir tveir þingmenn og fjármálamaður- inn frá Toronto, seldu sína hluti strax á fimtíu dali hver. Með því sem þeir fengu fyrst, fóru þessir herrar heim til sín með næstum hálfa miljón. Býsna góður hluti handa þínum ein- lægum, eða hvað Greggy! Hamingjan góða, að hugsa sér þvílíkt! Eg lagði af stað til að berjast fyrir fólkið og þessu ungaði eg út. Ráni, mútum og svikum-------” Hann þagnaði og krepti hnefana þangað til æðarnar tútnuðu út eins og strengir á hand- arbökunum. “Og—” sagði Gregson órólegur. “Og hvað ?” “Ef þetta væri nú alt og sumt hefði eg ekki sent eftir þér hingað,” bætti hann við. Eg hefi þurft langan tíma til að komast að hinum djöfullega kjarna þessa máls, vegna þess að eg vildi að þú skildir málið frá upphafi. Eftir að eg skildi við Brokan kom eg hingað norður aftur. Eg hafði næga peninga til að gera heið- arlegt starfsfélag úr þessum félagsskap okkar. Eg leigði mér tvö hundruð manns í viðbót, og setti á stofn tuttugu nýjar fiskistöðvar, og byrjaði að leggja aðra járnbraut að aðalbraut inni, og á mikli stíflu, er átti að vera í vatninu við aðalstöðina. Við höfðum þrjátíu hesta, sem við fengum hingað frá Le Pas og fjörutíu eru á leiðinni. Það virtist ekki vera nein alvar- leg hindrun á leið okkar og hafði eg næstum náð mér aftur, þegar Brokan setti nýja sprengju undir iljar mér. Hann hafði skrifað langt bréf næstum því strax eftir að eg fór, hafði bréf þetta tafist á ýmsum stöðum á leiðinni. f bréfinu sagði hann mér að hann hefði komist á snoðir um, að sam- særi væri hafið til að eyileggja fyrirtæki okkar. Að voldugir fjandmenn ætluðu að snúast gegn okkur þar norðurfrá. Eg gat séð að Brokan var æstur mjög yfir þessu og kannaðist nú við það, þótt ekki kæmi það oft fyrir, að vera blektur af mótstöðumönnum sínum og skildi til hlítar þá hættu, sem tók mig þó nokkurn tíma að skilja í. Hann sagðist hafa skýlausa sönn- un fyrir því, að auðmenn nokkrir sem hann hafði sigrast á einhverntíma ætluðu nú að hefna sín á okkur þama norðurfrá. Væru nú liðs- kraftar þeirra á leiðinni norður. Tilgangur þeirra væri að stjórnin neyddist til að taka af okkur leyfið. Eins og þú manst var þetta að- eins fylkisleyfi. Það var í raun og veru gefið fólkinu hér norðurfrá á vald, hvort við fengjum að haldast við hér eða ekki. Snerist það gegn okkur var eigi nema um eitt fyrir fylkisstjórn- ina að gera. f fyrstu lá mér þessi frétt Brokans í léttu rúmi. Eg þekti fólkið hér norðurfrá. Eg vissi að Indíánar, kynblendingar, Frakkar og hvítir menn á þessum stöðvum, eru eins óhæfir til að þiggja mútur og Brokan er að finna til sam- vizkubits. Mér þótti vænt um þá og treysti þeim. Eg vissi að þeir áttu drengsskap til að bera, sem er óþektur þar suður frá, þar sem kirkjur voru á hverju götuhorni og “guðsorð” er boðað nótt og dag á strætum úti. Eg fyltist vandlætingu er eg svaraði bréfi Brokans og and- mælti þeim staðhæfingum hans, að hálf viltir menn fengjust til að vinna hverskonar glæpi fyrir fáeina skildinga og sopa af áfengi. Og þá----” Whittemore þurkaði svitann framan úr sér og drættirnir kring um munninn urðu dýpri. “Veistu hvað, Greggy? Viku eftir að eg fékk þetta bréf, voru tvö vörugeymsluhús brend sömu nóttina á aðal stöðinni okkar. Þau voru hundrað skref hvort frá öðru. Það er enginn vafi á því, að í þeim var kveikt af á- settu ráði.” Hann þagnaði og Gregson horfði á hann þegjandi. “Það var byrjunin — fyrir þremur mánuð- um síðan. Allan þennan tíma hefir eitthvert leyndardómsfult vald verið okkur þröndur í götu við hvert fótmál. Viku eftir að vöru- húsin brunnu kviknaði í og brunnu skipasmíða- stöðvar okkar við Gráabjöms fljótið. Kostuðu þær okkur bæði mikið fé og fyrirhöfn. Litlu síðar sprakk sprengja ein of fljótt og gerði okk- ur tíu þúsund dala skaða og tveggja vikna starf fyrir fimtíu manns. Eg setti á ótal verði, eitt- hvað fimtíu bestu manna minna, en það virtist ekki koma að neinu gagni. Síðan hefir veginum - skolað burtu á þriggja mílna svæði. Feikna dínamít sprengja var sett í steinstíflu er hélt stöðuvatni einu í skefjum, stíflan hrundi og vatnið steyptist ofan af brúninni niður á veginn. Hverjir svo sem óvinir okkar eru, þá virðast þeir vita hinar leyndustu ráðagerðir vorar og ráðast á oss þegar vér erum sem berskjaldað- astir. Það furðulegasta virðist mér þetta: Hversu mjög sem eg reyni að leyna skaða okk- ar, þá hefir sá orðrómur breiðst út yfir mörg hundrað mílna svæði að norðurlandsfólkið sé í ófriði við okkur og ætli að hrekja okkur burtu. Tveir þriðju verkamanna minna trúa þessu. MacDaugall, verkfræðingurinn minn trúir því. Meðal verkafólks míns annars vegar og íbúa þessara svæða hins vegar, hefir upp á síðkastið dafnað úlfúð og illvilji, sem eykst daglega. Auk- ist þetta, getur það eigi endað nema á tvennan hátt, algert tap fyrir okkur og sigur fyrir andstæðingana, sem ásækja okkur á svona níð- ingslegan hátt. Sé ekki eitthvað gert til að stöðva þetta og það innan mánaðar þá verða vígaferli og blóðsúthellingar um alt þetta svæði. Ef það sem eg býst við að komi fyrir rætist, þá verður engin stjórnarjámbraut lögð. Hinar nýju byggingar hér við Churchill falla í rústir ónotaðar, auðæfi landsins munu ónotuð og það sjálft fer aftur á bak um hundrað ár. Skógar- búarnir munu fyllast þvílíku hatri og tortryggni að það mun endast meðan minningin um hin miklu rangindi, sem hér verða framin lifir í erfðunum frá feðrum til sona. Og þessi rang- indi, þessi glæpur---” Philip var orðinn hvítur í framan, kulda- legur, næstum tryllingslegur á svipinn og mjög hörkulegur. Hann opnaði samanbrotið bréf. Það var langt bréf og vélritað og hann rétti Gregson það. “Þetta er nú það síðasta,” sagði hann eins og til skýringar. Það segir þér það, sem eg hefi ekki sagt þér. Einhvernveginn komst þetta bréf með mínum bréfum og tók eg ekki eftir fyr, en eg hafði opnað það í misgripum. Það er frá ráðstofu andstæðinga okkar til manns þess, sem starfar fyrir þá hér að samsærinu.” Hann beið og hélt næstum niðri í sér and- anum á meðan Gregson laut yfir bréfið. Hann tók eftir því hvernig fingur Gregson eins og nístust saman þess lengur, sem hann las. Svo leit hann upp frá lestrinum. “Guð minn góður!” hvíslaði hann. Hinir tveir menn horfðust á í eina mínútu án þess að mæla orð frá vörum. IV. Philip rauf þögnina. “Nú skilurðu þetta.” “Þetta er ómögulegt!” hrópaði Gregson. “Eg trúi þessu ekki. Slíkt gæti hafa komið fyrir, fyrir þúsund — tvö þúsund árum síðan — en ekki á vorum dögum. Guð minn góður, maður minn!” hrópaði hann í ennþá meiri æs- ingi. Þú ætlar þó aldrei að reyna að telja mér trú um að þú meinir þetta verði gert?” “Jú,” svaraði Philip. “Það er hreint ómögulegt,” hrópaði Greg- son á ný og böglaði bréfið í hendinni. “Sá maður er ekki til — slíkt félag er ekki til — sem mundi hleypa slíku djöfulæði af stokkunum á þennan hátt!” Philip brosti hörkulega. “Bæði maðurinn og félagsskapurinn eru til,” sagði hann hægt. Greggy, eg hefi þekt bæði menn og félagsskapi sem hafa fórnað milj- ónum, sem hafa fórnað öllum heiðri og sann- leika, sem hafa leitt hungursneyð yfir þúsundir manna, kvenna og barna, og margt enn verra — til að ná sigri í stórgróðafyrirtækjum sínum.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.