Heimskringla - 28.09.1938, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.09.1938, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. SEPT. 1938 FEDERAL Framskipunar Komlyftustöðvar I Fort William—Port Arthur— Vancouver. 423 Sveitakornlyftur í Vesturlandinu. 101 Kolasölustöð. Þjónusta og verzlunartæki vortryggja hagkvæm viðskifti BÁLSTOFA OG LfKBRENSLA Faðir minn hafði sjö um átt- rætt þegar hann dó, en þá var eg á fertugasta og fyrsta árinu, og hafði aldrei verið viðstödd þar sem dauðan bar að, né vissi eg neitt um venjur, siði og ráðstaf- anir í sambandi við útfarir og greftranir. Eftir að faðir minn fór að eldast, og þegar hann lagði upp í langferðir, datt mér oft í hug að ef til vill sæi eg hann ekki aftur lifandi, og þreytti þá manninn minn og armæddi með því að tala um dauðann og hvað gera þarf þeg- ar svo stendur á. Um það vor- um við aldrei sammála. Hann hélt fram líkbrenslu, en eg var þvert á móti því, gat ekki hugs- að til slíkrar endalyktar. Þótti nóg að verða að deyja þótt líkið væri ekki brent á báli þar að auki. Eg feldi mig vel við þá til- hugsun að hverfa aftur til jarð- arinnar, frjóa moldina og sam- einast þanriig náttúrunni. að fullu og öllu. Maðurinn minn, sem ætíð var tilhliðrunarsamur og sanngjarn gagnvart skoðunum annara manna, gekk að síðustu inn á að við skyldum einhverntíma taka okkur dag til þess að leita að bletti í einhverjum kirkjugarði í nágrenni við okkur. En í svip- inn var okkur nóg að slá þessu föstu, svo ekkert varð af fram- kvæmdum. Kreppan kom, og allur kostnaður og útgjöld sem hægt var hjá að komast í svip- inn, gleymdust með öllu. Nú fyrir tveim árum fluttum við til New York borgar. í nóvember um haustið fór eg að vitja föður míns til þess að vera hjá honum á afmælinu hans. Þá leit hann út fyrir að vera frísk- ari og fjörugri í hreyfingum og ötulli á allan hátt en hann hafði verið um allmörg undanfarin ár. En er eg var að leggja af stað heimleiðis vildi það slys til að faðir minn rasaði og datt. — Læknarnir sögðu mér hrein- skilnislega hvemig komið var. Faðir minn hafði mjaðmarbrotn- að. Ef honum annars batnaði mundi hann líklegast verða fatl aður vesalingur. Þeir réðu mér til þess að gera fremur ráð fyrir að þetta réði honum að fullu, or haga ráðstöfunum mínum sam- kvæmt því. Eg setti mig eindregið móti því að faðir minn máske stæði þá og þegar við dauðans dyr. Eg vissi að læknarnir héldu afi ekkert minna lægi fyrir, en mér var óljúft að fallast á þann möguleik, því slíkt gæti veiklað viðleithi mína til þess að hlynna að þessu veikburða gamalmenni. En tveim vikum síðar vissi eg að ekki mátti fresta lengur viðbún- aði því endalokin voru sjáanlega óhjákvæmileg. Svo við hjónin lögðum af stað til þess að leita að legstað. En allir sveitar kirkjugarðarnir í nágrenninu reyndust þá að vera sumir full- skipaðir, aðrir ætlaðir til hinstu hvíldar sóknarfólkinu aðeins. Við fórum því að skoða einn helzta grafreit borgarinnar. Þar var okkur sýndur landsuppdrátt- ur af þessum víðáttumikla garði, eins og við værum þar komin til þess að kaupa húslóð. Þetta var ömurlegur, kaldur rigningardagur í miðjum desem- ber-mánuði og þegar við litum yfir þetta uppstássaða, skemti- garðslega flæmi þakið enda- lausum bautasteinum sem vitn- uðu helst um auð, upphefð og ofmetnað, smekkleysi og litla list, þá fyltist eg viðbjóði og hryllingi: Þarna vorum við að ráðgera að vista líkama göfugs gamalmennis, sem verið hafði veglyndur og elskað fegurðina. “Er enginn staður til þar sem hann getur verið einn, út af fyr- ir sig, þar sem ekki er svona þröngt umhverfis hann ?” spurði eg. Ungi maðurinn sem fylgdi okkur hristi höfuðið. “Þetta er lang æskilegasti grafreitur borg- arinnar, og hann er nálega full- skipaður.” Við gengum fram hjá opnum gröfum sem biðu hinna dánu, og hráblautum leirmoldar haugum á snjónum, kámugum af sóti og reyk, þar sem hópar af fólki hímdu og biðu. Þegar ungi maðurinn sagði mér að sá legreiturinn sem eg gat helst tekið í mál að panta, kostaði seytján hundruð dali, þá ofbauð mér alveg, því mér hafði aldrei hugkvæmst að það kostaði svona mikið að komast í gröf- ina. Hann sagði mér nú reynd- ar, að eg sæi garðinn eins og hann væri þegar hann liti allra verst út; hann væri einkar fag- ur þegar trén væru al-laufguð, og að margt af gömlum vinum og félögum föður míns hvíldu hér. Að síðustu, er hann tók eftir fálæti mínu og daufum und- irtektum, sagði hann: “Frú Newton, ef eg væri í þínum sporum mundi eg velja líkbrenslu.” “Aldrei”, sagði eg. Eg hvarflaði augum yfir þetta ljóta umhverfi með sótuga leg- steinana. “Lýstu fyrir mér líkbrenslu,” bað eg hann. “Eg held betra væri að þú færir sjálf og sæir bálstofuna okkar,” sagði hann. “Það getur skéð að þú finnir þar það, sem þú ekki finnur hér.” Svo við fórum þvert í gegn um borgina og fundum þar dá- litla kirkju eða kapellu, bygða í gotneskum stíl, viðfeldna og yfirlætislausa, sem stóð þar við kirk j ugarðs-hliðið. Maðurinn minn skýrði um- sjónarmanninum frá erindi okk- ar, að við vildum fræðast um líkbrenslu; hvernig henni væri í raun og veru varið. “Lýstu því öllu, afdráttarlaust fyrir mér,” sagði eg. Eg get sætt mig við, eða þolað það sem eg veit og skil. Hitt sem eg ekki þekki, það er eg hrædd við.” Umsj ónarmaðurinn v i r t i s t undireins skilja hvernig á stóð fyrir mér. Þegar við vorum komin inn, vorum við stödd í dálítilli kirkju sem tæplega rúmaði fimtíu manns. — Fyrir framan altarið inni í kórnum, stóð líkpallur sem virtist gerður af gráum steini. Þar var einnig nokkuð af blóm- um; og gegn um Ijómandi falleg- an glugga, með rósrauðum rúð- um streymdi sólarljósið og breiddi hlýlegan, irauðleitan bjarma á blómin og steinlagða gólfið. “Líkmennirnir bera kistuna millum sín á vanalegan hátt inn hingað og setja hana hér á lík- pallinn,” sagði umsjónarmaður- inn. “Hin vanalega greftrunar- athöfn fer svo fram. Þegar presturinn segir orðin: — “Af örðu ertu kominn, að jörð skaltu aftur verða. Af jörð skaltu aft- ur upprísa,” (eða annað þessu líkt), þá sáir hann úr lófa sín- um moldardufti yfir kistuna. — Eg styð þá á þennan hnapp og kistan sígur eitt fet ofan úr gólfinu, svo blómin á henni að- eins sjást. Presturinn les bæn, blessar yfir, og athöfninni er lokið.” “Hvað skeður svo, þegar við erum farin?” spurði eg. Hann tók okkur þá með sér ofan í móttöku klefann undir kórnum, og sagði. “Þegar allir eru komn- ir út úr kirkjunni og dyrunum hefir verið lokað, fer eg, útfarar- stjórinn og einhver vinur fjöl- skyldunnar hingað inn; eg styð á þennan hnapp, og líkpallurinn ásamt kistunni sígur hingað nið- ur, þá tökum við blómin af kist- unni, því þau mega ekki fara inn í líkbrei^narann (retort) nema þau blóm sem látin hafa verið í lófa hins látna.” Þá þagnaði umsjónarmaður- inn, en eg bað hann að halda á- fram og “segja mér alt, hreint alt!” “Hvernig er þessi lík- brennari ?” Við fórum þá enn inn í annan klefa með hvelfdu þaki, alhvítan innan og líkan hinum fyrri. J miðju gólfi stóð dálítil múr- steinsbygging með ferhyrndri, gyltri hurð. Umsjónarmaðurinn opnaði hana og sást þá önnur hurð innar. Hann opnaði hana líka og við sáum inn í langa hvelfing, alla lagða innan hvít- um, gljáandi tígulsteinum. “Inr í þetta hólf er kistunni rent,” sagði hann. “Svo er hurðinni lokað með rafsegullás, í fjóra kl. tíma. Líkkistan er aldrei opn- uð, og eftir að brenslan hefst getur engin með nokkru móti komist inn í þessa bygging. Síð- ar er svo askan tekin, að við- komandi ættingjum.” Enn var eg ekki ánægð. “Er líkið brent í logandi eldi eins og viðardrumbur ?” spurði eg. Orðin ‘líkbrensla’ og ‘bál- stofa’ virðast benda skýrt til þess að um logandi eld sé að ræða; (annars eru þau miður heppileg), en sú tilhugsun vaT mér með öllu óþolandi að log- andi eldur snerti nokkum þann sem mér var kær, þótt dáinn væri. Hinn aldraði umsjónarmaður spurði: “Hefirðu nokkurntíma horft í sólina?” Eg játti því. “Þú veizt hversu björt og skær hún er?” Eg játti því líka. — “Svoleiðis er alt umhverfis lík- amann, og það eyðir honunl. — Ljós, bjart eins og sólin.” Ljós, líkt og sólarljósið! Sterk sigur og gleði tilfinning vaknaði hjá mér. Mér datt faðir minn í hug þegar hann var að vinna í mat j urtagarðinum sínum, eða sat og las úti á grasi vaxna garðsætinu og sólin skein um- hverfis hann og á hæruhvítt höf- uðið, hvernig geislar hennar, fullir náðar, streyma yfir gam- almennin! Og eg sagði við ejálfa mig: “Þegar faðir minn deyr, færi eg hann hingað.” Á heimleiðinni var maðurinn minn alls ekki ánægður við mig. “Alla æfi þína hefir þú verið eindregið meðmælt vanalegum greftrunum. Þú hefir skift um skóðun of snögglega. Ef til vill hefi eg haft of mikil áhrif á þig. í kvöld verð eg að fara í burtu, en á morgun vil eg að þú farir til einhvers fornvinar föður þíns, einhvers á hans aldri, og segir honum frá ákvörðun þinni.” “En ert þú ekki enn á sömu skoðun sem þú hefir haft,” spurði eg. “Jú, enn ákveðnari en nokk- urntíma áður,” sagði hann. — “Greftranir í stórborga um- hverfi eru ennþá óaðgengilegri, villumannlegri, en eg hefi hing- að til gert mér í hugarlund. Auk þess, er það, frá mínu sjónar- miði, tæpast afsakanlegt að eyða tveim þúsund dölum fyrir leg- reit og stein á leiði föður þín- um, þar sem sú upphæð gæti á annan hátt verið varanlegt minnismerki efir hann.” Eg spurði hvað hann hefði í huga. “Líkbrensla kostar fjörutíu dali,” hélt hann áfram, “því ekki stofna sjóð með þessum kostnaðar-mismun, sem notaður verði með hentugu útlána fyr- irkomulagi til þess að styðja til framhaldsnáms efnilega stú- denta sem sökum fátæktar ann- ars gætu ekki haldið áfram námi við háskólann þar sem faðir þinn starfaði; hann hefir ætíð unnað og borið traust til æsku- lýðsins og alla æfi unnið að því að fræða og upplýsa hann. Því þá ekki þessháttar minnisvarði sem hefir framhaldandi og gagn- kvæmar verkanir fyrir þá sem faðir þinn hefir alt af leitast við að hjálpa? Þessi orð glöddu mig næsta innilega. “Þetta er einungis mín hug- mynd,” bætti hann við. “Og eg vil ekki að þú takir hana til greina fyr en þú fert viss um að hún sé þín hugmynd einnig. — Farðu til vinar föður þíns, eins og eg stakk upp á og láttu hann gefa þér ráð.” Eg fór til háskólastjórans, vinar föður míns, manns sem bæði var góðfús og meðlíðunar- samur, en sem þekti þó heiminn eins og hann, er. “Hvað mig snertir,” sagði hann, “ættu greftranir að vera úreltur siður. Þegar verið er að byggja þjóðvegi er einatt nauð- synlegt að leggja hann þvert gegn um sveita kirkjugarða og skilja þá eftir á stangli fáeina legsteina til annara eða beggja handa við brautina; eða verka- mennirnir hrófla við beinagrind einhvers manns, sem einhver hafði elskað og með ástúð og umhyggjusemi fengið jörðinni til geyslu fyrir 60 eða 100 árum síðan. Að raska þannig ró hins dána er erfitt að afsaka, samt geta menn ekki látið hina fram- liðnu standa í vegi fyrir sjálf- sögðum framförum. Ef eg og þú lifum til enda okkar afmark- aða æfiskeiðs, verður ef til vill komið svo þá að hætt verði að jarðsyngja, en líkbrensla lög- boðin skylda. Hugsaðu líka um verðmæti allra þessara fasteigna og afkáralegu steinsmíða. Ef það er reiknað til peninga sem notaðir væru til þess að styrkja til mentunar unglinga sem hafa góðar gáfur en lítil efni, þá yrði það nær sanni að hinir dánu frjóguðu jarðveginn.” Faðir minn andaðist viku síð- ar, og hann var borinn í kapellu háskólans, og þar í dýrð sólar- Ijóss og fagurra blóma fór fram bænarathöfn yfir hinum dána, samkvæmt siðvenjum biskupa kirkjunnar. Á leiðinni til bálstofunnar fór- um við framhjá grafreitnum stóra með sótuga iegsteina, ó- hreina snjóinn og votu leirmold- ar haugana við gapandi, opnar- grafirnar, og gleði og þakkláts- semi sungu í hjarta mínu yfir því að eg ekki þurfti að jarða föður minn þarna. Þegar inn í kapelluna kom streymdu sólargeislarnir inn um gluggana og fyltu hana með hlý- leik, birtu og fegurð um leið og þeir féllu á líkkistuna þakta fölnuðum rósum og bliknuðum blómum. Engin mórauð mold. Enginn óhreinn snjór. Ekkert skjálf- andi fólk. “Og svo afhendum vér líkam- ann . . . .” Kistan seig úr augsýn; að- eins blómin sáust, hrein, glaðleg, fersk. Og þannig yfirgáfum við hann. Hér hrylti mig ekki við neinni kaldri, votri mold sem læstist utan um líkið af veslings föður mínum; heldur hljómaði stöðugt á heimleiðinni í huga mínum, að umhverfis hóglynda, góðfúsa, gamla manninn var 1 jós, líkt og sólarljósið. Einhverntíma í haust verður háskólasveinn, okkur að vísu ó- kunnur ennþá, kallaður inn á skrifstofu háskólastjórans og honum tilkynt að hann ekki jr þurfi að hætta námi. Fé sé fyrir hendi sem hægt sé að ,fá með góðu móti. Minnisvarði föður míns er ekki bygður úr grjóti og mold. í huga mínum er faðir minn ekki dáinn, því ávöxtum iðju hans verður varið til þess að hjálpa námsmönnum, eins og hann sjálfur ávalt gerði í lif- anda lífi. Þessum ókunnu námsmönnum færir hann ljós, líkt sólarljósi. Þýtt hefir, E. G. G. Sven Jerrin, þulur við sænska útvarpið, segir venjulega á kvöldin, er hann kveður hlust- endur: “Góða nótt, og sofið þið vel!” Um daginn andaðist gömul <ona, sem kunni mjög vel þess- ari kveðju þulsins. Hún laun- aði honum líka að makleikum, gerði hann að aðalerfingja sín- um. fllairct’lwvui/ FOR THIS Brand New 1938 Models—Powerful Performers—Economical to Operate, AT MANY DOLLARS BELOW THEIR ORIGINAL PRICE Hundreds and hundreds of these nationally famous sets are now in use. You too, can have the enjoyment of a good Radio at a reaily low cost, but you’ll have to hurry as we have only a fair quantity—and there are no more available. HERE’S WHAT YOU GET---------- A standard wave model that tunes the finest pro grammes from over this entire continent, has ex- tended wave band for some police calls. A six tube Radio that has two double purpose tubes giving added power and volumé. Fully shielded superheterodyne circuit that gives you that volume so desired in the present day Radio. Low batitery drain, only 2 “B” batteries used—has 48-XlOOO. CLEARANCE CASH PRICE, DELIVERED Budget Plan Price, 30.10. Cash Deposit, 3.30. Ten Monthly Payments, 3.28. 48-XlOOl. Standard Wave Aerial Kit for above. Price Delivered ............. .8» automatic volume control—clear toned 6-in. speaker Smart modern cabinet designed to hold “B” and “C” batteries. Size: Length about 21 \ inches, height 10 inches; Walnut-finished with Walnut veneer froat panei. * Supplied complete with two 45-volt Heavy Duty “B” batteries, “C” battery and a 2-volt Storage "A”» battery. oéc£BULLDOGS Popuiar Heavy Duty 45-Voit “B” Batteries Many are waiting for these now famous long-lasting batteries. Thousands of satís- fied users are a tribute to their high quality. Why not start the season with a full set of fresh, fully charged "B” Batteries? 48-X1002. Buildog Heavy Duty 45- Q Art Volt “B” Batteries. Price Del., ea. b»Uw 748-X1003 Is your wet “A” battery in shape for another season ? Here you have a stand- ard 2-volt 100-ampere hour capacity battery at a feature price. Shipping weight 16 lbs. Takes first-class freight rate. Q OQ Delivery Charges Extra. Price. .. Order All Above From WINNIPEO Oniy. <*T. EATON C9, 32.95 "JigAísi' WINNIPEG CANADA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.