Heimskringla - 28.09.1938, Blaðsíða 6

Heimskringla - 28.09.1938, Blaðsíða 6
6. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 28. SEPT. 1938 “Eg mundi fyr drepa yður M’sieur, en eg svaraði þeirri spurningu. Enginn lifandi mað- ur hefir gert annað eins fyrir Jeanne og mig og þér hafið gert. Við skuldum yður meira, en við getum nokkuru sinni endurgoldið. En ef þér krefjist svars við þessari spurningu ýðar, gerið þér mig að fjandmanni yðar, og ef þér svo mikið, sem nefnið þetta nafn við Jeanne þá snýr hún við yður bakinu fyrir fult og alt.” Án þess að segja meira gekk hann út úr tjald- inu. Philip sat lengi hreyfingarlaus eftir að Pierre skildi við hann. Jörðin virtist hafa opn- ast undir fótum hans og skilið hann eftir hug- stola. Gregson hafði yfirgefið hann, næstum án nokkurrar útskýringar og þó hefði hann glaður lagt líf sitt að veði fyrir trúna á trygð hans. Undir öðrum atvikum hefði þessi óskilj- anlega breytni hans verið reiðarslag en nú hálf- gleymdist þetta vegna hinnar óskiljanlegu breytingar sem komin var yfir Jeanne. Fyrir fáum stundum síðan, hafði hún verið ham- ingjusöm og sungið af gleði eftir því sem nær dró Goðaborg. Hver stundin sem leið, hafði aukið gleðibjarmann í augum hennar og fögn- uðinn í rödd hennar. Breytingin hafði komið með Pierre, og Fitzhugh Lee lávarður var þessa valdandi. Pierre hafði varað hann við að nefna hann ekki á nafn, við Jeanne, en þó hafði hann nefnt hann svo að hún heyrði án þess að henni brigði hið minsta. Meira að segja hafði hún fullvissað hann um, að hún hefði aldrei heyrt það nafn neft á nafn, og að enginn í Goðaborg hefði heyrt það. Philip grúfði andlitið í höndum sér og hugsaði um hvað þetta alt mundi þýða. Hann hvarf í huganum að atburðunum á höfðanum, þegar Pierre hafði eins og lifnað úr dáinu er hann heyrði nafnið. Hann hugsaði um alt, sem skeð hafði síðan Gregson kom til Chur- chill, og niðurstaðan varð hugsana ruglingur, sem olli honum höfuðverkjar. Hann var ekki lengur viss um nema fáein atriði. Hann elsk- aði Jeanne. Elskaði hana heitar en hann hugði að sér væri unt að elska konu, og hann hélt að hún gæti alls ekki sagt sér ósatt. Hann var viss um, að hún hefði aldrei heyrt Fitzhugh lávarðar getið, fyr en Pierre náði þeim á flótt- anum frá Churchill. Hann gat ekki séð nema eitt ráð, og það var að fylgja ráðum Pierre, trúa því að loforð hans væri ábyggilegt, er hann hélt því fram að alt mundi fara vel á end- anum. Hann hafði traust á Pierre. Hann stóð á fætur og hélt til dyra tjalds- ins. Vandræðaleg hugsun greip hann og hann roðnaði af sneypu. Hann hafði kyst Jeanne niðri í gljúfrinu, þegar dauðinn stóð andspæn- is þeim. Hann hafði kyst hana aftur og aftur og með þeim kossum hafði hann játað henni ást sína. Hann var bæði glaður og hryggur í senn. Vitneskjan um að hún vissi að hann elskaði hana fylti hann gleði, en samfara þeirri gleði var hugboð um, að þetta kynni að fjar- lægja þau hvert öðru. Jeanne sá hann fyrst er hann kom út úr tjaldinu. Hún sat inni í litlu skýli úr grein- um, en Pierre var að bjástra við eldinn og sneri að þeim bakinu. Fáein augnablik horfð- ust þau á þegjandi, en svo rétti Jeanne hend- ina er hún kom til hans. Hann sá að hún reyndi af fremsta megni að sýnast eðlileg, en það var eitthvað það í svip hans er gerði þá tilraun hennar árangurslitla. Höndin sem hún rétti honum titraði, en varir hennar skulfu og í fyrsta skifti leit hún ekki á hann með hin- um skýra, hreinskilnislega svip sínum. “Pierre hefir sagt yður hvað kom fyrir,” mælti hún. “Það var kraftaverk og eg á yður líf mitt að launa. Eg hefi fengið mína refsingu fyrir að vera svona óvarkár,” hún reyndi að hlæja og dró hendina að sér. Eg kastaðist ekki á klettana eins og þér en-----” “Það var hræðilegt,” sagði Philip og mint- ist nú orða Pierre og reyndi að villa henni sýn. “Þér hafið þolað þetta alt eins og hetja, en eg óttast eftirköstin, en þér megið eigi láta þetta yfirbuga yður nú.” Pierre heyrði hvað hann sagði og brosi brá fyrir á hinu dökka andliti hans er hann mætti augnatilliti Philpis. “Það er satt, M’sieur,” sagði hann. “Eg þekki enga stúlku, sem betur gæti borið þetta en Jeanne. Mon Dieu, er eg fann flakið af bátnum langt niður eftir fljótinu, þá hélt eg að þið væruð bæði druknuð!” Philip fann að hann hafði í heimsku sinni dæmt rangt um þrótt sinn. Hann furðaði sig á því hversu máttlaus hann gerðist og kuldahroll- ur tilkynti honum hitasóttina S æðum hans. Jeanne lagði hendina á handlegg hans og stefndi honum blíðlega að tjaldinu. “Þér megið ekki ofreyna yður,” sagði hún og er hún athugaði- fölvann á andliti hans. — “Þér verðið að vera rólegur þangað til eftir miðdegisverðinn.” Hann hlýddi orðum hennar og Pierre fylgdi honum inn í tjaldið, varð Philip að styðjast við kynblendinginn til að komast þangað. “Þetta eru eftirköstin, M’sieur, “Þér eruð máttlaus eftir sótthitann. Ef þér gætuð sofn- að----” “Það get eg,” sagði Philip og varpaði sér syfjaður ofan á fletið. “En Pierre--------” “Já, M’sieur.” “Mig langar til að segja yður um nokkuð. Ekki að spyrja neins-----” “Ekki núna, M’sieur.” Philip heyrði skrjáfa í tjaldskörunum er þær lokuðust og Pierre var horfinn. Honum leið betur er hann var lagstur fyrir. Svimin og leiðinn hurfu og hann sofnaði. Það var hinn djúpi, hressandi svefn, sem ætíð fylgir því er menn vakna eftir hitaveiki. Er hann vaknaði fanst honum hann hafa náð sér og gekk út úr tjaldinu. Pierre var einn. Teppi var dregið fyrir byrgisopið og kynblendingurinn kinkaði kolli í áttina þangað, sem svar við hinu spyrj- andi augnaráði Philips. Philip át lítið af matnum, sem Pierre hafði eldað handa honum. Er hann hafði snætt hall- aði hann sér að Pierre og sagði: V‘Þér hafið varað mig við að spyrja spurn- inga og eg ætla ekki að spyrja neins. En þér hafið ekki bannað mér að segja yður af mál- efnum, sem mér eru kunn. Eg ætla því að segja yður frá Fitzhugh Lee lávarði.” Hin svörtu augu kynblendingsins leiftruðu. “M’sieur-----” “Hlustið nú á mig,” sagði Philip. “Eg mun einskis framar krefjast. En eg mun segja yður alt, sem eg veit um Fitzhugh Lee lávarð, þó að við berjumst út af því. Skiljið þér ekki þetta? Þér hafið svo gott sem sagt mér, að þessi maður sé óvinur yðar, og að hann sé valdur að vandræðum Jeanne. Hann er líka fjandmaður minn, og er eg hefi sagt yður hversvegna hann er fjandmaður minn, má vel vera að þér breytið áætlun yðar, að leyna mig vandræðum yðar og í hverju þau eru fólgin. Ef ekki getið þér þagað um þetta eftir sem áður.” Því næst sagði hann í skyndi frá því, sem hann vissi um Fitzhugh Lee lávarð og á meðan leit hann ekki af kynblendingnum, enda sá hann, að eftir því sem leið á söguna, að ein- kennileg'breyting kom yfir hann. Er hann kom þar frásögninni er bréfin komust honum í hendur er lýstu hvernig æsa skyldi skógar- búana gegn fiskfélagi hans, braust lágt hljóð fram á varir hans. Augu hans virtust ætla að springa út úr höfðinu, svitinn braust fram á andlit hans, það var eins og hann stæði á önd- inni og hann krefti hnefana. Er Philip hafði lokið frásögninni byrgði Pierre andlitið í hönd- um sér. Þannig var hann fáein augnablik og leit svo skyndilega upp . Eldrauðir dílar sáust í vöngum hans og hann hvæsti út úr sér þess- um orðum: “M’sieur, ef þetta er ekki sannleikurinn — ef þetta er lýgi---” Hann þagnaði. Eitthvað í svip Philips sagði honum að halda ekki lengra. Hann var sjálfur hugrakkur og hann sá eitthvað meira en hugrekki í svip Philips. Slíkir menn trúa hvorir öðrum ef á reynir. “Þetta er sannleikurinn,” sagði Phiilp. Kynblendingurinn rétti honum hendina og hló lágt og eins og ósjálfrátt til að sýna hve gjörsamlega hann tryði frásögninni. “Eg trúi yður M’sieur,” sagði hann og virt- ist eiga erfitt með að mæla. “Vitið þér hvað eg mundi ætla ef þér hefðuð sagt Jeanne þessa sögu áður en eg kom ?” “Nei.” Eg mundi líta svo á, M’sieur, að hún hefði með ásettu ráði steypt sér í opinn dauðann þarna niðri í fossunum.” “Hamingjan góða, þér eigið við-----” “Þetta er alt og sumt, M’sieur. Eg get ekkert meira sagt. Aha, þarna kemur Jeanne,” kallaði hann hátt. “Nú skulum við taka niður tjaldið og halda áfram. Er Philip sneri sér við, sá hann Jeanne standa íáein fet á bak við þá. Hún heilsaði honum brosandi og hraðaði sér að hjálpa Pierre að safna saman farangrinum. Philip duldist það ekki, að hún reyndi að forðast hann. Hann sá að henni létti fyrir brjósti er þau voru öll komin út í bát Pierres og héldu af stað upp fljótið. Þau héldu áfram þangað til dimt var orðið og settu upp tjald Jeanne í myrkrinu. Þau lögðu af stað í dögun næsta morgun. Seinni hluta þess dags ferðuðust þau eftir Litlu Churchill, þar sem hún rennur um skóg- lausa auðn, sem nefndir eru Skallafletir og eru ófrjóar auðnir, en mjóir og á bak við þær tóku við skógar og fjallgarðar, en bak við þá var sólin að setjast. En hærra öllu öðru reis risa- vaxinn kambur er ljómaði í síðustu geislum kveldsólarinnar og logaði eins- og viti í kveld- rökkrinu. Barkarbáturinn stansaði. Jeanne og Pierre horfðu bæði á hinn mikla hamar. Þá sneri Jeanne, sem var í framstafni bátsins sér að Philip og endurskinið af hinum sólroðna kletti ljómaði á vöngum hennar er hún benti út yfir fletina. “M’sieur Philip,” mælti hún, “þarna er Goðaborg!” XVI.- Það var hrifningar hreimur í rödd Jeanne. Báturinn flaut flatur fyrir hinum hæga straumi og Philip horfði með forundrun á breytingu þá, sem orðin var á Pierre. Hinn þreytti kynblend- ingur hafði tekið ofan höfuðfatið og kraup nú í áttina til hinnar hnignandi sólar, eins og maður á bæn. En augu hans voru opin, bros lék um varir hans og hann dró andann ótt og títt. Stolt og gleði virtust gagntaka hann, sem áður var haldinn hörmum og þreytu. Hann þandi út brjóstið, rétti úr sér, en elds- bjarminn af hinum fjarlæga kletti endurskein í augum hans. Philip leit af honum á Jeanne. Stúlkan hafði líka breyst. Þau voru bæði eins og þau birtust honum á klettinum fyrstu nóttina, sem hann hafði séð þau. Pierre virtist ekki vera framar kynblendingurinn, heldur konungsson- ur, með sverð á hlið og breið uppslög á erm- unum, en Jeanne, er brosti sigurhrósandi við Philip, hneigði sig fyrir honum þar sem hún kraup í skutnum og sagði: “M’sieur Philip, velkominn til Goðabogar!” “Þakka yður fyrir,” sagði hann og starði á sólroðinn hamarinn. Hann gat ekkert séð nema klettinn, svart- an skóginn og ömurlega auðnina á milli sín og þeirra. Goðaborgin, nema það væri þessi ham- ar, var honum hulinn leyndardómur í myrkrinu. Barkarbáturinn tók að mjakast áfram og Jeanne sneri sér og horfði áfram inn, í myrkrið. Þykkur skógarveggurinn byrgði sýn út yfir flatneskjuna, áin varð mjórri, en hinu megin gnæfðu hamrar, snaghyrndir og úfnir, er vörp- uðu dimmum skuggum ofan á þau. Enginn mælti orð. Philip gat heyrt andardrátt Pierres á bak við sig. Eitthvað í þessari djúpu þögn, í lotningunni sem þau bæði sýndu, er þau nálguðust heimkynnið, sendi eins og eldörvar hrifningarinnar gegn um Philip. Hann hlust- aði og heyrði ekkert, ekki einu sinni hund- gjamm. Þögnin var mjög lamandi og myrkrið í kring um þau varð æ svartara. Þannig héldu þau áfram í hálfa stund, og að því loknu sneri Pierre barkar bátnum inn í mjóan lækjarós. Hann reri gegn um þykni villuhrísgrjóna og starar og innan stundar voru þau umkringd skógi, sem gnæfði svo hátt að eigi sást hinn föli kveldhiminn. — Philip gat rétt greint Jeanna, sem var rétt fyrir framan hann. En alt í einu gerðist dásamleg breyting. Þau komu í einu vetfangi út úr dimmunni, rétt eins og þau kæmu út úr járðgöngum, en svo fóru þau hljóðlega, að sá sem hefði verið fáein fet frá þeim hefði ekki heyrt til þeirra. Rétt fyrir framan þau reis stórhýsi eitt og í svört- um veggnum glitruðu fjórir gulir gluggar eins og stjörnur. Barkarbáturinn rann hljóð- lega upp í sandinn, Pierre stökk út úr honum án þess að gera nokkurn hávaða, Jeanne fylgd- ist á eftir honum og hvíslaði einhverju að hon- um, Philip var síðastur. Pierre dró bátinn upp, en Jeanne gekk til Philips og rétti honum báðar hendurnar. And- lit hennar var fölt í rökkrinu og svipurinn í hinum fögru augum hennar, þarna sem hún stóð fast hjá honum, kom hjarta hans til að slá örara. Hún lét hann halda um hendur sínar meðan hún talaði. “Við höfum ekki einu sinni gert hundana vara við okkur, M’sieur Philip,” hvíslaði hún. “Er það ekki ágætt? Eg ætla að koma pabba að óvörum og þér skuluð fara með Pierre. Eg mun sjá yður svolítið seinna og-----” Hún tylti sér á tá og varir hennar voru háskalega nálægar vörum hans. “Og þér eruð mjög, mjög velkomnir til Goðaborga, M’sieur.” Hún læddist í burtu inn í myrkrið* og Pierre stóð nú við hlið Philips. Hinar hvítu tannir hans glitruðu undarlega í rökkrinu og hann mælti í þýðum rómi: “M’sieur, þetta er í fyrsta skifti sem eg hefi heyrt þessi orð mælt hér í Gdðaborg. Við bjóðum engan þann velkominn hingað sem kominn er af yðar kynstofni með yðar menn- ingu í hjarta. Þér eruð hér í meiri metum en konungur.” Philip hrökk við og sneri sér að Pierre. “Og það er ástæðan fyrir því að Jeanne ætlar að koma heim að óvörum. Hún ætlar að greiða götu mína. Eg skil það.” “Að vísu er það satt, að þér kynnuð að fá aðrar viðtökur, en þér eigið nú vísar frá húsráðanda Goðaborgar,” svaraði Pierre hrein- skilnislega. Þessvegna skulum við halda hljóð- lega inn og gera engan hávaða, meðan mál yðar er greitt eða gata, eins og þér nefnið það.” Hann gekk á undan, en Philip svo fast á eftir, að hann hefði getað snert hann. Hann gat nú betur greint útlínur hinnar miklu byggingar, sem ljósið skein frá. Það var hús bygt úr trjástofnum, tvær hæðir á hæð, og var hálft húsið næstum því hulið af klettinum. Philip rendi augunum upp eftir þessum klett, og sannfærðist um að það var sami kletturinn, sem hann sá kveldbjarmann ljóma á þá um kveldið. Hvergi sást neinn annar vottur um mannabústaði. Pierre gekk hart. Þeir gengu undir lítinn glugga, sem ljós skein úr og sneru í kring um horn á byggingunni. Þar var alt dimt. Pierre gekk beint að dyrum einum og lét í ljós ánægju sína, er hann fann að hurðin var ólæst. Hann opnaði dyrnar og tók um hand- legg Philips til að leiða hann inn. Hurðin lokaðist hægt og hljóðlaust á eftir þeim og hann fann heitt loft streyma um andlit sitt, en fætur hans, sem klæddir voru Indíána skóm stigu á eitthvað mjúkt, sem líktist þykku flosi. Úr fjarlægð, eins og langt í burtu heyrði hann einhvern syngja. Það var konu rödd, en hann vissi að það var ekki Jeanne. Þrátt fyrir það, þótt hann reyndi að berjast gegn því, þá hafði hann ákafan hjartslátt. Þessi leyndar- dómsfulla Goðaborg var alt umhverfis hans, hlý og eins og óáþreifanleg, eins og óþektur andi er skaut honum í brjóst ákafri eftirvænt- ingu, hugmyndaflugi ásamt ,'óljósum beyg. Pierre hélt áfram og leiddi hann með sér, svo staðnæmdist hann og hló lágt í myrkrinu. Hin fjarlæga rödd hafði hætt að syngja, en í stað hennar heyrðist hundur gelta hátt, ógreinan- leg mannsrödd og svo steinhljóð. Jeanne hafði komið þeim að óvörum. Pierri leiddi gestinn inn í annað herbergi. “Hér eigið þér að dvelja, M’sieur,” sagði hann eins og til skýringar. “Látið fara vel um yður. Eg er ekki í neinum vafa um, að hús- bóndinn óskar eftir að sjá yður bráðlega.” Á meðan hann mælti þannig kveikti hann á eldspýtu og tendraði síðan ljós á lampa, augnabliki síðar var hann horfinn. Philip litaðist um. Hann var í herbergi sem var eitthvað tuttugu fet á hverja hlið, en húsbúnaðurinn var á þá leið, að hann varð alveg forviða. Fyrir einni hliðinni var feikna- stórt rúmstæði úr mahogní en í kringum það var ársalur gerður úr dýrum vefnaði og bund- inn upp með gildum silkisnúrum, nálægt rúm- inu var stór dragkista úr mahogní, en yfir henni var spegill tígulmyndaður, fyrir framan dragkistuna stóð stóll með beinu baki skreyttur ríkulegum útskurði, er heyrði til löngu liðinni tíð. Alt í kring um hann var skraut og munaður frá horfinni öld. Hinn stóri lampi, sem lýsti svo vel var úr slegnu látúni. Hin ferhyrnda stétt hans var að nokkru leyti hulin í fellingum hins glitofna borðdúks sem var á borðinu, en það sjálft var hið mesta listasmíði, fágað af árum og öldum og mörgum kynslóð- um. Það var frá minningu horfinna daga, þegar höfundur þess varð eftirlæti munaðar- gjarnrar og fagurrar drotningar. Mjúkir gólf- dúkar huldu gólfið, en á veggjunum, sem voru fóðraðir með veggfóðri, hengu myndir og glit- ofnir dúkar. Ókunnug andlit horfðu niður á Philip út úr þungum og gullroðnum umgerðum. Ljót andlit, föl, og skuggum vafin. Menn með hrokknar hárkollur, konur með hvítt hár af hvítum salla. Þær horfðu drembilega á hann, eins og þær furðuðu sig á nærveru hans þarna. Einni myndinni hafði verið snúið að veggnum. Philip hneig niður í stóran bríkarstól, allan bólstraðan og silkifóðraðan, og lét húfuna sína detta á gólfið. Svo þetta var þá Goða- borg! Hann þorði varla að anda. Hann var horfinn um tvær aldir aftur í tímann, og hann starði og starði eins og hann byggist við að líf færðist í þennan liðna tíma. Hann hafði dreymt um hina dánu þar í Churchill; hérna voru þeir næstum raunveruleiki. Það vantaði bara andardrátt, hreyfingu, svoltinn lífsneista í þessi dauðu andlit, er horfðu niður til hans. Hann horfði á þau aftur og hló dálítið hræðslu- lega. Hann leit á vegginn hinumegin. Ein myndanna hreyfðist. Hugsanirnar í höfði hans höfðu fætt af sér hreyfinguna, sem ímyndun- arafl hans hafði skapað. Það var mynd af kvenmanns andliti. Ungt og fagurt og stundum kinkaði hún til hans kollinum og geislar gleð- innar stöfuðu frá henni en stundum köstuðust skuggarnir þannig á andlitið að það var eins og það sveipaðist sorgarskýi. Hann stökk upp af stólnum og staðnæmdist rétt undir mynd- inni. Heitan loftstraum lagði um andlit hans upp úr gólfinu. Þessi loftstraumur ruggaði myndinni svona til. Hann leit niður. Það sem hann sá fór alveg með draumahugðina, sem hafði náð valdi yfir honum. í kringum hann voru dýrmætir forngripir frá öld, sem löngu var horfin. Rubens gæti hafa setið þarna inni og harmað að handverk sín gleymdust þarna í fásinninu. Hinn naumi Lúðvík gæti hafa setið þar og þekt borðið, sem bar vott um eyð- slusemi fyrirrennara hans og sem hann sjálfur hafði selt til góðs fjárhirslu franska ríkisins. Gobelin hefði getað tileinkað sér sumt af vegg- tjöldunum og Grosellier sjálfur stigið fram undan ársalnum. Philip sjálfur var þarna fram- andi, en heitur loftstraumurinn flutti hann aft- ur til nítjándu og tuttugustu aldarinnar, því að undir fótum hans var miðstöðvar hitun.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.